Ísafold - 02.04.1913, Blaðsíða 4

Ísafold - 02.04.1913, Blaðsíða 4
100 ISAFOLD VERZL. AUSTURSTR. 18 TALSÍMI 316. Selur eóðar vörur með lágu verði. (0 q, Nanðsynjavörur: Kaffi, Sykur ódýrt, Margarine ágætt, fa P< Niðursuða, Appelsinur, Ktyddvörur, Syltetau, Saft, Sælgæti o. fl. ^ Kex, mörgum teg. úr að veljn, Neftóbak, Vindlar, Cigarettur o.fl. ^ Málningarvöur, góðar, ódýrar; ^ Sparið eyrinn — og kaupið. ^ Asgrímur Eyþórssou. Veiðarfæraverzl. ,VerðandiÉ Hafnarstrætf 18. Selur allskonar veiðarfæri, svo sem Linur (norskar og enskar), fleiri. tegundir, Manilla óðartauma, lóðaröngia og lóðarbelgi. Netagarn 3, 4 og 5 þætt. Netaslöngur. Sömuleíðis allskonar vélapakkningar. Olíufatnað allskonar fyrir karla og konur, fær verzl- unin með næstu skipum. Hvergi lægra verð i borg*inni. er hið bezta, og gefur lítið eftir góðu smjöri. — Fæst t Verzl. B. H. Bjarnason. Innilegt hjartans þakklæti votta eg öll- um þeim, er á einn eða annan hátt sýndu mér samúð og hluttekningu við fráfall og jarðarför minnar elskuðu konu, Guðfinnu Einarsdóttur. Sérstaklega þakka eg þó fru Guðrúnu Pétursdóttur I Görðum á Álfta- nesi, sem með stakri alúð og umhyggju- semi heimsótti hana á hverjum degi í henn- ar þungu legu, auk hjálpar þeirrar, er hún lét mér i té. Auk þess voru margir, sem réttu mér hjálparhönd, en sem of langt yrði hér upp að telja. Görðum, 29. marz 1913. Guðmundur Þðrðarson. Öllum þeim, er sýndu mér hlutteknlngu. og heiðruðu jarðarför systur minnar jngi- bjargar Jónsdóttur, votta eg minar innileg- ustu þakkir. Suðurgötu 20, 29. marz 1913. Ragnh. J. Sverrisson. Vert að athuga! Stiga-Látúnsrærmrr, silfr- aðar, eru hálfu ódýrari en annars- staðar i Verzl. B. H. Bjarnason. Bóka og pappírsv. Isafoidar. Fyrir vorið flutninga og hreingerningar þurfa allir að fá sér X-króka. Ný uppgötvun, hinir svonefndu xkrókar. Engin sketnd á veggjum framar. Engin göt hvað mikla þyngd sem á þarf að hengja, heidur tugum og hundruð- um punda, gatið ekki stærra en eftir títuprjón, má dtaga þá dt með fingr- unum, og að eins eitt hamarshögg þegar þeir eru festir. Ómissandi á öllum heimilum. Fást i BAba & pappírsverzlun ísafoldar. Leir- o| gleíviíUf. Misskilningur er það hjá þeim sem nýskeð auglýsir, að hann selji þess- ar vörur ódýrastar, því það eru ein- mitt við sem það gerum. — T. d. Þvottastell á 2.75 — Sjókólaðe- könnur á 1.10 — Vatnsglös á ii a. — Svkurker á fæti 12 a. — Diska á 9 aura — og Blómsturpotta með gjafverði. Yerzlun B. H. Bjarnason. SmiöjuféSag Vestmanneyja hefir fullkomnar vélar og verkfæri til þess að endurbæta allskonar bilanir á mótorvélum, af hverri gerð sem þær eru. Forstjóri þessa félags er herra Jóhann Hansson verksmiðju- eigandi á Seyðisfirði. Menn ættu að senda vélar sínar til Vestmanneyja, því að þar fást þær endurbættar og gerðar sem nýjar, fyrir miklu iægra verð en menn hafa átt að venjast. Sérstök stykki fást og í mótora. Bilanir á gufuvélum eru endurbættar. Skrifið félaginu og spyrjist fyrir um það, sem yður vanhagar um. Nafn þess er: Smiðjufélag Yestmanneyja. Taísvert af fataefnum ný- komið tit Ludvig Ttndersen Jiirkjustræfi 10. DAN ií Frá i. maí næstkomandi verður tekið við iðgjöldum til lífsábyrgðar- félagsitis »Dan« heima hjá undirrituðum i Miðstræti 6 frá kl. 12—2 hvern virkan dag. A öðrum timum dags tjáir ekkki að koma. Reykjavík, þ. 27. marz 1913. Tt. V. Tutinius aðalumboðsmaður lifsáb.fél. »Dan« á íslandi. Bókav. Isafoldar. Mikið úrval af Guitarnótum t. d : Sange af Farinelli, Aprils- narrene Elise, en yndig Blomst, Emilies Hjærtebanken, Om dagen ved mitt arbete, naar Solen ganger til hvile, Vossevangen, o. s. frv. Romancer og Vaudeville Sange. Erik Bögh’s Vaudv. og Viser. Sænskir, norskir, danskir, þýzkir franskir og ítalskir þjóðsöngvar, alt útsett fyrir g u i t a r \ í Bikav. ísafoldar. Málverkasýning Ásgríms í Vinaminni. Sýningin verður enn opin til sunnudags, að þeim degi meðtöldum. Inngangur niðursettur frá í dag: 25 anra fyrir fullorðna og 10 aura fyrir börn. Opin daglega kl. 11—5. Mjólk. Þeir, sem kynnu að vilja selja Laugarnesspítala um eitt ár, frá 1. júní næstk. að' telja, mjólk. þá, er spítalinn þarfnast, flutta heim á spítal- ann á hverjum morgni, sendi tilboð um lægsta verð til ráðsmanns spítal- ans fvrir 20. þ. mán. Þess skal getið, að spíta’inn brúkar hér um bil rooo pt. af nýmjólk og 500 pt. af undanrennu mánaðarlega. Vinnukonu, ungling, vantar frá 14. mai, Laufásveg 14. V erzlunaratvinna sú, er auglýst var i 21. tbl. ísafoldar þ. á., er veitt. Það tilkynnist því þeim, er þar eiga hlut að máli. Nýlendu- Og Niðursuöuvörur og alt annað til matar, er hvergi betra né ódýrara en í Verzl. B. H. Bjarnason. Dnglegir umboðssalar óskast, til að selja nýjan fiskhreinsara (með einkaleyfi). Sendið 50 aura í frí- merkjum og yður verður aftur sent sýnishorn með nánari upplýsingum. A. P. Jacobsen & Co. Aarhus (Danmark). „Austurholt", nr. 30 við Framnesveg, tveggja íbúða timbur hús, nýlegt og vel umgengið, ásamt fiskverkunarplássi og stórum kál- garði, fæst til kaups eða leigu frá 14. maí n. k., með góðum kjöium. Suðurgötu 20 í Rvík. Vilhj. Invvarsson. Likkistur, Lítið á birgðir mínar áður en þér kaupið annarsstaðar. Teppi lánuð ókeypis í kirkjuna. Eyv. ÁrnaHon, trésmíðaverksmiðja, Laufásveg 2. Dynamit, kvellhettur og sprengiþráður altaf fyrirliggjandi hjá J. Aall Hansen, Þingholtsstræti 28. íbúð óskast handa alþingis- manni í sumar kemur, helzt í miðbæ. Upplýs. gefur Sig.Sigurðsson Laufv. 6. einan og hlýddu á það sem eg segi. Ef þú ,höndlar það með hjarta þínu, hversu eg kem fram gagnvart þér og hversu eg tala til þín, þá sér þú vissulega fyrir þér föðurinn og hefir séð hann réttilega og komist að raun um hvílíkur hann er, eins og menn eiga að sjá hann og þekkja«. Fyrir því segi eg: Jesús allur er mér opinberun guðs. Og þessari opinberun ber oss ekki að eins að veita víðtöku með hugsun vorri. Því að fyrir Jesú vakir ekki það eitt að auka eða lagfæra þekkingu vora. Hann á sem opinberun guðs erindi til hjartans og viljans ekki síður en til skilningsins. Hann flytur oss ekki eingöngu fræðslu, heldur inni- lega vissu, sem með sannfæringar- valdi hertekur oss og verkar á hugs un vora og hjarta. Fyrir það verður Jesús oss opinberun guðs í óend- anlega miklu dýpri merkingu en nokkur annar eða nokkuð annað get- ur verið það, « En nú geri eg ráð fyrir, að athug- ull lesari spyrji: Er Jesús guðs opin- berunin eina ? Hvernig er því öðru farið, sem gerir tilkall til að vera opinberun frá guði bæði í Nýja og Gamla testamentinu eða jafnvel fyrir utan heilaga ritningu? Eg vil því síður vísa slíkum spurningum á bug, sem ekkert sannfærir mig betur um opinberunar-gildi frelsarans, en ein- mitt samanburður á þeirri opinberun, sem eg á i honum, og öðru því, er gerir tilkall tii opinberunar-gildis. Svar mitt við aðalspurningunni er þetta: Eg er ekki í neinum minsta vafa um, að opinberanir frá guði, að eðli til skyldar opinberun guðs í Jesú, hafa veizt heiminum bæði fyr og síðar. Ekki jafn augljósar, ekki jafn ábrifamiklar, ekki jafn full- komið sólarljós, heldur að eins ein- stakir geislar meira og mínna skærir og bjartir, en opinberanir þó frá æðra heimi, frá guði. Eg finn slíkar opinberanir í Gamla testamentinu, í trúarbók þjóðarinnar, sem Jesú til- heyrði. Þegar spámennirnir tala til þjóðar sinnar um guð, sem þá sið- ferðilega veru, er skylt sé að þjóna með réttvisi, en jafnframt svo sem hinn liknsama, er leiti sér ununar i að likna breyzkum og brotlegum, tilknúður af hjarta fullu náðar — þá sé eg þar spor hans, sem var guð Jesú Krists, spor hins heilaga og líknsama guðs. Þegar lögmálið brýnir fyrir mönnum hvað heilagur guð heimti af þeim sem honum vilja til- heyra, þegar það ritar boðorð hans í samvizku þjóðarinnar, þá sé eg þar að verki sama andann, sem var heilag ur andi Jesú Krists. Þegar guð er vegsamaður í Sálmunum svo sem hjálpari lítilmagnans, svo sem sá er miskunnar sig yfir þá er óttast hann, eins og faðir yfir börn sín, þá dett- ur mér óðar í hug sá guð, sem Jesús Kristur kallaði föður sinn, hinn misk- unnsami og mildi. En þegar eg hins vegar minnist þess, hversu þetta sama lögmál leggur svo ríka áherzlu á forgengilega fórnarþjónustu ísraels, hversu það heimtar jafnskýlaust hið nákvæmasta fylgi við fórnarsiðina sem það heimtar guðhrætt hjarta, — eða hversu sömu sálmarnir eru oft þrungnir af bölbænum og befndar- hug — og það enda stundum á hræði- legu stigi (sjá t. d. Sálm. 69, 109, 137 og 139) og fullir af endurgjalds- kröfum góðverka sinna, — eða þá hversu sömu spámennirnir nátengja framtíðarvonir mannkynsins við hinar israelsku þjóðarvonir, — þá fær það ekki dulist mér, að hér er að eins veikur bjarmi þeirrar opinberunar, sem vér eigum í Kristi. En þar er mælikvarðinn sem Kristur er. Og sama mælikvarðann miða eg við, er kemur út fyrir svæði biblí- unnar og þar verður fyrir mér eitt- hvað. það er gerir tilkall til opinber- unargildis. Hvar sem eg þar sé vott þess, að sami andinn sé að verki, sem var í Jesú Kristi, það álít eg mér skylt að kannast hiklaust við svo sem geisla réttrar guðsþekkingar, er skíni þar að vilja guðs og geti ekki öðru vísi verið tilkomnir en fyrir guðlega opinberun. En hve eru þessir geislar fáir og sjaldsénir á jafnmiklu svæði! Það sem mest ber á hér, er hugboð um guð, leit eftir guði. En sú guðsþekking, sem þar birtist sjónum vorum, er að eins sem veik og ófuilkomin byrjun í samanburði við hina stórfeldu opin- berun í Kristi, þar sem vér sjáum guð sjálfan koma á móti oss! En þá náttúran eða sagan, bæði mannkynsins í heild sinni og ein- stakra manna? Er ekki þar líka op- inberun guðs að finna? Vafalaust, ef vér að eins hefðum nógu skarpa sjón til að koma auga á hana. En hver hehr það? Sá einn sem guð hefir áður opinberast í Kristi. Hefði eg ekki áður öðlast í Kristi vissu um guð, þá dirfðist eg naumast að skygnast eftir honum í þróunarsögu mannkynsins eða í viðburðum lífs míns. Vera má, að aðrir séu í þvi tilliti lánsamari en eg. Sama er að segja um náttúruna í kringum oss. Eg sé að vísu margt sem ber vott um ákveðinn gæzkuríkan tilgang, en margt líka, sem kemur mér fyrir sjónir sem tilgangslaust. En eftir að guð hefir opinberast mér í Kristi — þá get eg líka komið auga á hann í náttúrunni, í þróunarsögu mann- kynsins og lífi sjálfs mín. »Af því að Jesús hefir opinberað mér guð, verður alt mér að opinberun«. J. H. Niðurjöfnunarskráin Prentvilla hefir slæðst inn í niður- jöfnunarskrána á tveimstöðum: bls. 15. fyrra dálki 13. 1. að neðan hefir fallið úr orðið Gunnarsson og bls. 33 efst á fyrra dálki tvö fyrstu orðin í rangri röð. Þessar prentvillur eru hverjum manni auðsæjar og því að sjálfsögðu lesnar í málið. Um þær er eigi niðurjöfnunarnefnd að kenna, því að prófarkir voru lesnar í ísafoldarprent- smiðju. O. B.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.