Ísafold - 16.04.1913, Blaðsíða 1

Ísafold - 16.04.1913, Blaðsíða 1
Kemur út tvisyar í viku. Verðárg. 4 kr., erlendis 5 kr. eða 1J dollar; borg- ist fyrir miðjan júlí erlendis fyrirfram. Lausasala 5 a. eii\t. tuiniiiniiinii'nnini iiiiiiiniiimiiiniiinn XXXX. árg. ísafoldarprentsmiðja. Ritstjópi: Óiafup Björnsson. Talsími 48. Reykjavík, miðvikudaginn 16. apríl 1913. Uppsögn (skrifl.) bundin við nramót, er ógild nema kom- in só til úttrefanda fyrir 1. oktbr. og só kaupandi skuld- laus við blaðið. 30. tölublað Að gefnu tilefni auglýsist hér með, að eg undirritaður tek engan þátt í firmanu Dines Peter- sen & Co. í Kaupmannahöfn. Kaupmannahöfn 31. marz 1913 Dines Petersen. Taíl JHdríatiópeí. Þessi mynd er af búlgörskum hermönnum, með fallbyssu fyrir utan Adríanópel. — Orustan, áður en borgin gafst upp, er talin hafa verið einhver hin grimmasta og mannskæðasta í öllum ófriðnum. Þegar búið var að taka borgina, Shukri Pasha, foringi Tyrk]a, búinn að gefast upp, var blásið til þakkarguðsþjónustu um allar herbúðir Búlgara. Svo telst til, að Búlgarar hafi hertekið 51,800 Tyrki, 52,000 byssur og 620 fallbyssur. Þegar fréttin um fall Adríanópel barst til Sofía, höfuðborgar Búlgara, urðu svo mikil feginslæti, að mælt er að borgarlýðurinn hafi getígið syngjandi um öll stræti borgarinnar — en í Konstantínópel grét lýðurinn. Hingað batst fregnin um fall Adríanópel miðvikudag 27. marz um hádegi og birtist í Isafold laust eftir hádegi. En í London vissi al- menningur ekki um þessi stórtiðindi fyr en um kvöldið. Er það nýtt, sem sjaldan ber við, að vér séum þetta á undan að fá stórtíðindi utan úr heimi. — I. O. O F. 944189. Alþýðufél.bókasafn Templaras. 8 kl. 7—9. Augnlækning ókeypis i Lækjarg. 2 mvd. 2—8 Borgarstjóraskrifstofan opin virka daga 10—3 Bæjarfógetaskrifstofan opin v. d. 10—2 og 4—7 Bæjargjaldkerinn Laugav. 11 kl. 12—8 og 5—7 Eyrna- nef- hálslækn. ók. Pósth.str.l4Afid.2—3 íslandsbanki opinn 10—21/* og 51/*—7. K.F.U.M. Lestrar-og skrifstofa 8 Ard.—10 sibd. Alm. fundir fid. og sd. 81/* síðd. Landakotskirkja. Gubsþj. 9 og 6 á helgum. Landakotsspitali f. sjúkravitj. 11—1. Landsbankinn 11-21/*, 51/*—6l/a. Bankastj. 12-2 Landsbókasafn 12—8 og 5—8. Útlán 1—8. Landsbúnaðarfélagsskrifstofan opin frá 12—2 Landsfóhirbir 10—2 og 5—6. Landsskjalasafnið hvern virkan dag kl. 12—2 Landssiminn opinn daglangt (8—9) virka daga helga daga 10—12 og 4—7. Lækning ókeypis Þingh.str. 23 þd.og fsd. 12—1 Náttúrugripasafnib opib l1/*—21/* á sunnud. Samábyrgð Islands 10—12 og 4—6. Stjórnarráðsskrifstofurnar opnar 10—4 dagl. Talsími Reykjavikur Pósth.3 opinn daglangt (8—10) virka daga; helga daga 10—9. Tannlækning ókeypis Pósth.str. 14B md. 11—12 Vífilstabahælib. HeimsókLartimi 12—1 Þjóbmenjasafnið opib þrd., fimd. og sd. 12—2. Ofna og eldavélar selur Kristján rorgrímsson. Nýja Bió f Oskilabarnið í járnbraut arklefanum eða: Tökubarn járnbrautarþjónanna. Aðalhlutverkin leika: rúrnar Else Frölich og Karen Lund. Pantið bílæti í talsíma 344. Op- inn hálf tíma á undan sýningum. Sumargleði stúdenta verður að venju vetrardag síðasta hátíðleg haldin á »Hótel Reykjavik* meður margs konar mannfagnaði. Hefst hún um m:ðaftan meður dansi. Farið með brot úr flimleik nýsömdum. Sungið og étið og sumri fagnað. Þetta kostar 3 !/„ krónu á mann (minna en í fyrra). Listi verður sýndur mönnum um helgina og verða þá allir að hafa ráðið við sig hvort þeir koma, eða ekki. Minningarsjóður Björns Jónssonar. Tekið móti gjöfum f skrifstofu og bókverzlun ísafoldar, pappirsverzlun- inni Björn Kristjánsson og verzlun lóns frá Vaðnesi á Laugavegi. Erl. símfregnir. Banatilræði Yið Spánarkonung. London mánudag. Stjórnleysingi einn gerði tilraun til að drepa Aljons Spánarkonung á sunnu- dag, er hann var á heimleið jrá her- menskusýningu. Skotin hittu ekki, konungur ósærður. Þetta er annað sinni, sem Alfons konungur verður fyrir banatilræði. Hitt skiftið var reynt að myrða þau konungshjónin spönsku, er þau óku heim úr kirkjunni eftir hjónavígslu þeirra. *--— ♦>•:•<♦ Þingkosningarnar 13. maí. Á sunnudaginn var útrunninn framboðsfrestur við kosningar þær, er eiga fram að fara 13. maí i vor. í Barðastrandarsýslu bjóða sig fram 2 þingmannsefni: Hákon J. Kristójers- son bóndi í Haga og Snœbjðrn Krist- jánsson dbrm. i Hergilsey. í Suður-Múlasýslu bjóða sig fram: Þórarinn Benediktsson bóndi í Gilsár- teigi og Guðmundur Eggerz sýslu- maður. í Gullbringu- og Kjósarsýslu verða þrír í boði: sira Kristinn prófastur á Útskálum, Björn bóndi í Grafarholti og Þórður læknir Thoroddsen. Vafalaust hefir Hákon bóndi i Haga drjúgum meira fylgi í Barða- strandarsýslu en Snæbjörn í Hergils- ey. Svo dugandi og framkvæmda- samur sem dnnnebrogsm.iðurinn í Hergilsey er í búskaparmálum, hefir hann eigi reynst jafn fastur í lands- málaskoðunum og ábyggilegur sem vera þyrfti. Við síðustu kosningar þar í sýslu snerist hann alt í einu til fylgis við sýslumann — þótt alt fram að þvi hefði verið mikill fylg- ismaður Björns Jónssonar. Þau stakka- skifti og yfirvaldsfylgispekt mæltist eigi vel fyrir þar í sýslunni og setti Snæbjörn allmjög niður í áliti fyrir. Sýndi það sig og, hve lítils hann mátti sín við sjálfar kosningarnar, er B. J. vann hinn glæsilegasta sigur — þrátt fyrir fylgis-missi Snæbjörns, eins og ekkert hefði um það munað. Hákon í Haga er greindur maður og góður bóndi og líklegur til þess að verða liðvirkur þingmaður og góður fulltrúi kjördæmis síns. Sveinn Ólafsson bóndi í Firði hefir, þvi miður, heilsu sinnar vegna talið sér óhjákvæmilegt að hætta við þingmenskuframboð. En þar hefir komið maður í manns stað, þar sem er Þórarinn bóndi Benediktsson í Gilsárteigi. Hann er talinn, af þeim er þekkja til, í fremstu röð bænda þar austur, greindur og ábyggilegur maður. Er ólíklegt, að Sunnmýl- ingar fari að verða til þess að fjölga sýslumönnum á þingi, svo mikil ástæða sem til þess er, að reyna að ná dómurum út úr stjórnmálavafstr- inu, eins og oft hafa verið leidd rök að hér i blaðinu. Er og sízt þörf fyrir Sunnmýl- inga að ómaka yfirvald sitt á þing, þegar völ er á svo mætum manni úr bændastétt. Á þingmannaefnin í Gullbringu- og Kjósarsýslu hefir Isafold áður minst. Kjósendur þar eiga umboð sitt í góðum höndum heiðursmanns í hví- vetna, sem eigi vill vamm sitt vita, manns, sem er sjálfstæður í skoðun- um, manns, sem standa mun vel á verði i þjóðræknis- og sjálfstæðis- málum vorum, þeim sem nú eru á döfinni, ef þeir velja sira Kristinn á Útskálum í stað Jens heitins Pálssonar. Sporvagnar í Rvík? Indriði Reinholt hefir sent bæjar- stjórn Reykjavíkur erindi um að fá leyfi til ■ að leggja sporbraut um bæinn og í landi kaupstaðarins, að fá einkaleyfi um 25 ár til vöru- og mann-flutninga á sporvögnum eða mótorvögnum á þessu svæði. Reinholt býðst til að leggja til alt fé, sem til þurfi að koma þessu í framkvæmd og starfrækja fyrir- tækið — og býðst til þess að selja bænum fýrirtækið hvenær sem er, fyrir það verð, sem kostað hefir. Þetta mál kemur fyrir bæjarstjórn á morgun. Eimskipafélagið. M o 1 a r . , í Nýtt Kirkjublað hið síðasta ritar Þórhallur biskup hvatningargrein um stofnun eimskipafélagsins. M. a. segir biskup: Eg fór í sumar sem leið nokkrar ferðir með »Austra«. Hefði eg alls eigi getað trúað því, að mér, göml- um og stirðnuðum, gæti orðið svo mikið um það sem mér varð, að lifa það nú í fyrsta sinni á æfinni að vera á skipi með ströndum fram, sem laut íslenzkri skipnn, og skifti við fólkið á eigin tungu landsins. »Á barnsvana alt er bygt« o. s. frv., eins og Sigurðnr málari kvað, og hefir maður því ekki fundið til þess, hvaða óhæfu-andstygð það er, að þurfa að láta af eigin tungu sinni eða verða ómála um leið og komið er út úr landsteinunum á fleytu, sem er á skjökti milli bygðanna heima fyrir, kostuð til þess af manns eig- in fé. Þetta er nú tilfinningamál, kann einhver að segja. Trúi eg því þó vart, að nokkur vilji hafa það að spotti. En það er meira en tilfinninga- mál. Það er lifsnauðsyn þjóðarinn- ar að ráða yfir sínum farkostum, og það engu siður við umheiminn en innanlands. Þvi er það sá meginsannleikur, að siglingar eru nauðsynlegar hverri þjóð, sem til sjávar nær, hvað þá eyju, all- langt frá öðrum löndum. Eins og enn er komið fyrir oss íslendingum eimir eftir hjá oss, og það dgi svo lítið, af einokuninni gömlu, meðan vér ráðum ekki yfir samgöngutækjunum. Einokunin seig yfir hægt og hægt, eftir að við urð- um ósjálfbjarga á sjónum, og magn- aðist æ meir, unz yfir tók. Og þótt með öðrum hætti sé nú en áður fyr, mun mönnum skiljast, að algróið sé ekki, meðan undirrót meinsins helzt enn söm. Enn áþreifanlegri er saga frænda vorra í Noregi. Hnignunin byrjar með því að Hansaborgir ná undir sig siglingum og verzlun, og magn- ast að því skapi sem hvorttveggja togast úr höndum landsmanna. Svo verður eftir aldasvefn árferði gott með legu lands og líka pólitíska á- standið i norðurhluta álfunnar til þess, að vekja víkingaþjóðina frægu til fornrar dáðar á sjónum síðari ára- tugi hinnar 18. aldar. Norðmenn verða aftur siglingaþjóð. Og beint við það verður þjóðin vaxin þvi að taka við sjálfstæðinu 1814, þó að langa og allstranga göngu ætti hún eftir til þess að éfnast og þroskast til næsta stóra stigsins, níutiu árum siðar. Nú vonum vér að eitt námsskeið- ið sé að enda fyrir oss íslending- um, eitt undirbúningsskeiðið í þjóð- arlifinu, til þess þroska og vaxtar, að geta nú loksins sjálfir eignast för- in, sem flytja oss björgina til og frá, og sjálfa oss. Mörg eru sporin til þess og langur aðdragandi, sem menn sjá nú og skilja eftir á. Hvað hefði orðið úr slikri umleitan fyrir 20—30 árum ? Lengi er fálmandi leit og hikandi ráð, svo smáskýrist og festist mark- ið. Og þegar nógu margir sjá að nú er það að verða höndlanlegt, þá telur hver í annan kapp og dug. í þeirri skorpu þarf hita og fjör. »Hag- sýni, ráðdeild og ráðvendui er fyrir öllu í slíkum málum«, segja menn. — Jú, sjálfgefið. En yfir svífur þó hugsjón þjóðar-menningar og þjóðar- sjálfstæðis. Ofurfitinn slíkan hitageisla langar mig til að senda frá mér með litlu sumarmála-hugvekjunni minni. Og svo fáum við þegar þetta er fengið, nýtt verkefni að reyna oss á: Hart kann að vera á því að fá nægilegt stofnfé hjá fátækri og fá- mennri þjóð. Eg er þó viss um, að það gengur. Harðari raun verður þó á eftir, er reynt verður að níða lífið úr félagsskap íslendinga. Og þar standa á bak við fjárgróðaöfl, sem vilja láta litilmagnann kenna krafta- munar, og þar renna líka sjálfrátt eða ósjálfrátt saman við öfl, er á bak vilja brjóta þau hugsjónaöfl, er nú eiga að létta oss úrslitasporið. Þá reynir á þrautseigju og sam- heldni og sanna hagsýni. Það getur orðið oss hollur skóli, og gott að eiga við fleira að stríða en óáran þá, sem ættjarðarnafnið í sér geymir; og óáran þá sem vér eigum við að stríða í eigin brjóst- um. Úr Borgarfirði er ísafold ritað það, sem hér fer á eftir um undirtektir þar: Svo er að heyra að menn séu hér hlyntir gufuskipamálinu, eða stofnuti

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.