Ísafold - 19.04.1913, Blaðsíða 1

Ísafold - 19.04.1913, Blaðsíða 1
Kemur út tvisvar í viku. Verð árg. 4 kr., erlendis 5 kr. eða 1 Jdollar; horg- ist fyrir miSjan júlí erlehclis fyrirfram. Lausaaala 5 a. eint. ISAFOLD Uppsögn (skrifl.) bundin við áramót, er ógild nema kom- in sé til útgefanda fyrir 1. oktbr. og sé kaupandi skuld- laus við blaðið. ísafoldarprentsmiðja. Ritstjóri : Ólaf ur Björnsson. Talsími 48. XXXX. árg. Reykiavík, laugardaginn 19. apríl 1913. 31. tölublað I. O. O P. 944189. Alþýöafél.bókasafn Templaraa. 8 kl. 7—8. Angnlœkninir ókeypia 1 Lækjarg. 2 mvd. 2—8 Borgaratjóraskrifstofan opin virka daga 10—8 Bæjarfógataikrifstofan opin r. d. 10—9 og 4—7 Bnjargjaldkarinn Langav. 11 U. 12—8 og 5—7 Eyrna- nef- halslœkn. ók. Pósth.str. 14A fid. 2-8 íslandabanki opinn 10—2'/» og 6»/t—7. K.P.U.M. Lestrar-og skrifstofa 8árd.—lOsiod. Alm. fundir fid. og sd. 8>/i siod. Landakotskirkja. GuDsþ.j. 9 og 6 6. helgum. Landakotsspitali f. sjúkravitj. 11—1. Landsbankinn ll-2>/«, 5>/t-6</i. Bankastj. 12-2 Landsbókasafn 12—8 og 5—8. Útlan 1—8. Landsbúnaðarfélagsskrifstofan opin í'rá 12—2 Landsféhiroir 10—2 og 5—6. Landsskjalasafnið hvern virkan dag kl. 12—2 Landssiminn opinn daglangt (8—9) virka daga helga daga 10—12 og 4—7. Lækning ókeypis Þingh.str.28 þd. og fsd. 12—1 Náttúrugripasafnið opio l'/j—2>/i & sunnud. Samabyrgð Islands 10—12 og 4—6." Stjörnarráðsskrifstofurnar opnar 10—4 dagl. Talsimi Eeykjavlkur Fósth.3 opinn daglangt (8—10) virka daga; helga daga 10—9. Tannlækning'ókeypis Póath.str. 14B md. 11—12 VifllstaoahæHo. HeimsðkLartimi 12—1 Þjóðmenjasafnið opið þrd., flmd. og sd. 12—2. Nýja Bíó Astar-fórn. Sjónleikur frá þýzk-franska ófriðnum 1870—71. Aðalhlutverkið leikur Asta Nielsen. Pantið bílæti í t.nlsíma 344. Op- inn hálf tima á undan sýningum. Leikfél. Reykjavíkur: Æfintýri á gönguför e tir C. Hostrup leikið sunnudasr 20. apríl kl. 8V2- Aðgöngumiða má panta i Bókverzlun Isnfoldar. Minningarsjóður Björns Jónssonar. Tekið móti gjöfum í skrifstofu og bókverzlun Isafoldar, pappírsverzlun- inni Björn Kristjánsson og verzlun lóns frá Vaðnesi á Laugavegi. Erl. símfregnir. —<------- Vopnahlé og viðsjár. Khöfn 18. apríl. — Bráðahirgða vopnahlé milli Búlgara og Tyrkja. Orikkir víggirða Salonik i í ákafa. Þetta símskeyti getur naumast heit- ið neinn friðarboði. Miklu fremur bendir það til þess, að til hildarleiks ætli að draga um herfangið, með Búlgurum og Grikkjum. Grikkir munu eigi ætla. að láta Saloniki af hendi fyr en í fulla hnefa og þetta vopnahlé, sem Búlgarar nú gera alt í einu — mun í þeirri veru einni gert, að geta snúist af öllu al-efli gegn Grikkjum, ef svo bíður við að horfa. Hvað kemnr það mér við? »Hvað. kemur það mér við, þetta eimskipafélag ?« sagði bóndinn, þegar hann var beðinn að kaupa hlut i eimskipafélaginu. »Eg held það séu ekki peningar til þess hjá okkur bændunum hérna. Eg fæ minar vörur hjá kaupmanninum og hann um það, hvernig hann nær þeim frá útlöndum. Mér kemur það ekki við. Eg held það geti draslast eins og að undanförnu. Það verður víst full- erfitt fyrir okkur hér í hreppnum að koma upp þessari gaddavírsgirð- ingu, sem nú er verið að tala um«. Og hann smokkaði sér undan þvl að leggja neitt til og sama gerðu nágrannar hans, En þeir smokkuðu sér Hka undan gaddavírsgirðingunni, því enginn vildi neitt í sölurnar leggja og hver vantreysti öðrum. Þeir voru miklir í munninum í þeirri sveit, mestir í barlómnum, en ekkert í framkvæmdinni. Og sveitin þeirra stóð í stað, fátæk og framfaralaus, en á hverju vori drípust þar skepn- ur úr hor, sem námu miklu meira fé en þótt þeir hefðu keypt hluti í eimskipafélaginu, gert gaddavírsgirð- inguna og hrundið öllum sínum félagsmálum í gott horf. Alt sitt lif.lifðu þessir menn sem sinnulausir ræflar. Og það var land- hreinspu að þeim þegar þeir dóu. »Hvað kemur mér það við?« sagði kaupmaðurinn, þegar talað var um eimskipafélagið við hann. »Eg hefi nóg "með mitt fé að gera og má standa á sama hvort flutningsgjald á vörum er hátt eða lágt. Við kaup- menn leggjum það á vörurnar og tökum auk þess ríflega fyrir áhætt- unni, svo okkur má standa á sama«. Og kaupmaðurinn bafði rétt að mæla. Skaðinn lenti ekki.á honum heldur almenningnum, þó bónda- ræfillinn sæi það ekki. En skömminni skiftu þeir jafnt á milli sín. Og pað var landhreinsnn að báð- um pegar peir dóu! 6. Ýms erl. Engin frekari tiðindi hafa spurst frá herflota stórveldanna í Adríahafi, þeim er lykja skyldi Montenegro í landspennu. En þau boð kvað Nikulás Svartfellingakonungur hafa látið út ganga, að hann munj á augnabliki því, er stórveldin sendi nokkurn mann á land eða skjóti einu skoti, ieggja niður konungdóm, og er þá í ráði, að Svartfellingar gangi í sam- band við Serba og taki Pétur Serba- jöfur til konungs yfir sig. Svelti-aðferO kvenréttindakvenna. Nýlega svelti ein af brezku kven- réttindakonunum, Miss Wharry, sig í 32 daga — í fangelsinu, neitaði ýmist að eta, eða læddi mat sínum til annarra fanga. Eftir þessa 32 daga var hún laus látin. Taldi hún sig þá enn færa um að vera matar- laus nokkura daga. Mrs. Pankhurst var dæmd í 3 ára betrunarhúsvinnu 1. apríl, eh 12. apríl var hún eigi farin að bragða mat. Kvenréttindakonur í Lundiin- um eru að undirbúa stóreflis út- breiðslufund, sem halda á þann dag, er Mrs. Pankhurst neyðir yfirvöldin til að láta sig lausa — með svelti- aðferð sinni. Toll-lækkun i Bandaríkjum. Wilson forseti sendi fulltrúaþinginu í Was hington boðskap þ. 8. apríl um að til stæði mikil lækkun á tolli á ýmsum vörum og sumpart algert toll-frelsi. Meðal vara þeirra, sem losna eiga við toll er: ul!. Yesturtslendinga-annáll. FríOartregQa BalkanþjóOa. Brezk blöðhafa ísafold borist til 12. apríl. — Segir þar, að Balkanþjóðir séu tregar á að samþykkja friðarkosti þá er stórveldin halda að þeim. Ágrein- ingurinn helzt þessi: Balkanþjóðir vilja aðeins, að landamæralínan Enos- Midia sé grundvöllur undir samn- ingum, en eigi endanlegt ákvæði — þær vilja þegar fá í sínar hendur eyjarnar í Egeahafi (stórveldin vildu, að þeim yrðu falin forráð þeirra fyrst i stað), þær krefjast þess að Tyrkir í Orði kveðnu gangi að því að greiða herkostnað (stórveldin vildu sleppa Tyrkjum við herkostnaðar- bætur), þær vilja eigi leggja niður vopn fyr en samþyktar eru form- iega kröfur þeirra, þær vilja fá að vita fyrirfram fyrirhuguð landamæri hins nýja ríkis: Albaníu. Mannalát. Guðrún Emiiia Bene- diktsdóttir, dóttir síra Benedikts heit. Kristjánssonar (frá Múla). Lézt í Spanaway i Wasbinston-ríki 26. jan. F. 1855. Kvænt Sigfúsi Magn ússyni frá Grenjaðarstað. Átti 5 börn. Sigjús Hannesson, Narrows Man., ættaður lir Húnavatnssýslu. Lézt 1. febr. Jón Jónadabsson Lindal Álftavíkur- bygð, 70 ára. Ættaður úr Miðfirði. Fluttist veslur 1873. Lézt 24. des. Júlíana Benediktsdóttir frá Staðar- felli á Fellsströnd, 76 ára. Lézt nál. Seamo P. O. Man. þ. 3. des. Atndís Halldórsdóttir, kona Þorgils Þorgilssonar smiðs, Langruth Man., ættuð frá Yxnatungu í Víðidal, 36 ára. Lézt 5. febr. Fjalla-Eyvindar-rimman. í Heims- kringlu þ. 27. febr. hellir ritstjóri Baldvin Baldvinsson sér yfir Fjalla- Eyvind, með þeim dómadags skömm- um, að fáheyrðar munu mjög. »Ljót- ur og siðspillandi leikur. Verstur sinnar tegundar, sem ritaður hefir verið á íslenzku«. Þetta er fyrir- sögnin og innihaldið dámlikt. — Hinum mikla sleggjudómi Baldvins svarar f. J. Bildfell í Lögbergi. A9 gefnn tilefni auglýsist hór með, að eg nndirritaðnr tek engan þátt i firmann Dines Peter- sen & Co. i Kaupmannahofn. Kanpmannahöfn 31. marz 1913. Dines Petersen. Niðjatal heitir ný bók, sem Th. Krabbe landsverkfr. hefir gefið út, og er það niðjatal Bólstaðarhliðar-ættar og Þor- valds-ættar. Þessarar fróðlegu bókar verður ítarlega getið síðar hér í bl. Bókin fæst í bókverzlunum. Sporvagnamálið í bæjarstjórn. Góðar undirtektir. Eins og sk)ht var frá í síðasta blaði kom erindi Indriða Reinholts um sporvagna í Rvík fyrir bæjar- stjórnina á fundi núna í vikunni. Hafði veganefnd þá fjallað um málið á 2 fundum og rætt við Reinholt sjálfan. Lagði hún til að halda áfram samningum við Reinholt og eiga aðalskilmálar að vera þessir: i. Einkaleyfið veitist til þess að leggja sporbrautir til innanbæjar- notkunar um bæinn og leyfi til að leggja spor í þær götur, sem ákveðnar verða með samningi, og séu þar í allar aðalgötur bæj- arins. 2. Einkaleyfishafi hefir einn rétt til að nota spor sín til fólks- og vöruflutninga með sporvögnum. Ekki verður öðrum en honum leyft að flytja fólk um götur bæjarins fyrir borgun i stærri vögnum, en þeim er rúma 8 manns. 3. Einkaleyfistíminn sé 25 ár. Fyr- ir einkaleyfið greiðist gjald í bæj- arsjóð þannig: Fyrstu S árin eftir að starfræksla er byrjuð 300 kr. á ári. Næstu 5 árin soo kr. á ári. Það sem þá er eftir af einkaleyfistímanum 1500 kr. á ári og sé þá fyrirtækið undan- þegið aukaútsvari. 4. Einkaleyfishafi hefir rétt til að nota krana sína við að láta vör- ur í sporvagnana og úr þeim. 5. Ákvæði um gerð sporsins og við- hald þess skulu tekin upp í samninginn. 6. Bærinn hefir rétt til að kaupa sporbrautirnar með tilheyrandi fyrir sannvirði, hvenær sem bæj- arstjórnin krefst þess. 7. Umsækjandi fái á leigu alt að 14 ha. á melunum til 2$ ára, með rétti til að taka jarðefni úr því landi og hagnýta sér, fyrir þá leigu, sem um semst, og hon- um leyft að leggja þangað vatns- æð úr vatnsveitu bæjarins. Framsögumaður veganefndar (Jón Þorl.) benti allrækilega á sporvagna- nauðsyn í bæ vorum, er væri svo aflangur, likl. 3 rastir frá Kirkjusandi vestur á Eiðsgranda. Mundi sii nauðsyn fara vaxandi eftir því sem bærinn stækkaði og þá eigi sízt, er höfnin væri komin. Fólksflutnings hámark fyrirhugað hvað hann vera 10 au., en helmingsgjald fyrir stutta leið. Annars töluðu af bæjarfulltrúa hálfu þeir Sveinn Björnsson, L. H. Bjarnason og Kn. Zimsen. Var að lokum samþykt svohljóðandi tillaga: »Bajarstjórnin vili taka Uðlega i mdlakitun umsakjanda ogjelur sér- stakri j manna nejnd að halda ájram samingstiiraunum við umsakj- anda með skirskotun til Jundargerð- ar veganejndar 16. p. m.«. I nefndina voru kosnir: Kn. Zim- sen, Tr. Gunnarsson, borgarstjóri, Sveinn Bjömsson og Lárus H. Bjarnason. Fyrsta járnbrantarför á íslandi. Einhverntima eftir mörg, mörg ár, þegar alt ísland er orðið járnteinótt — járnbrautarnet lykur landið — þá fara börnin að spyrja: Hvenær var fyrst farið að nota eimlestir hjá okkur? Og þá verður svarið: »Það var, barnið gott, þann 17. april 1913, sama daginn og bæjarstjórn Reykja- víkur hafði á dagskrá hjá sér fyrsta sinni að koma á stofn sporvögnum í Reykjavik! Svo er það, að sá hinn sögulegi viðburður gerðist hér í fyrradag, að Jyrsta sinni var Jóiki ekið í eimlest á járnteinum i landi voru\ En engin var það svo sem lang- ferð, sem hin fyrsta eimlest fór fyrsta sinni, og vagnarnir engir skrautlegir makindavagnar með flos- bekkjum, og engar dýrlegar járn- brautarstöðvar eða prúðbúnir járn- brautar þjónar! Þetta alt felur framtiðin í sér. En eftir 17. apríl, er það eigi/mwi- tíð lengur, að eimlest aki um ísland, heldur fortið og nútið! Og þegar rituð verður járnbrautarsaga íslands siðar meir, mun þar geta að líta í þeim annál klausu eitthvað á þessa leið: »Á því herrans ári 1913, 17. d. aprílmán. lagði hin fyrsta eim- lest á íslandi á stað í fyrstu ferð sína, 4 rasta leið, frá vesturhluta Reykjavíkurborgar austur í Öskju- hlíð. Fyrir lestinni gekk 25 hesta gufuvél og hafði 2 vagna, með nál. 20 farþegum, idragi*. Kl. HV2 ^ fimtudaginn hringdi borgarstjóri til tsafoldar: »Viljið þór vera met5 í fyrstu járnbrautarferðtna á Islandi. Eimlestin leggur á staö kl. 12«! »Ojá, eg held nú það«[. Og á slaginu 12 var eg kominn vestur á BræSraborgarstíg, nærri suSur aö SauSagerSi. Þar stóS avart ferlíki nokkurt styn- jandi og másandi og spúSi eimyrju af miklum móS og kringum þaS stór hópur af ungviði Vesturbæjarins! Þetta var fyrsta eimreiSin á Islandi, er knýja skal áfram fyrstu eimlestina á

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.