Ísafold - 23.04.1913, Blaðsíða 2

Ísafold - 23.04.1913, Blaðsíða 2
126 IS A F 0 L D Skógræktarmál. Álitur landsstjórnin og alþingi skógrækt hér á landi svo mikilsverða, að veita ætti nóg fé til eflingar hennar á nokkrum árum ? Eftir Koýoed-Hansen skógræktarstjóra. Frh. Eg skal nú aftur snúa mér að skóg ræktinni. Stjórn hennar eru 5 skóg- ræktarmenn og hreppstjórar landsins. Þessir 5 eru of fáir til þess að hafa eftirlit með öllu, sem þarf, að því leyti er skógarhögg snertir, og þess vegna bera hreppstjórar mikla ‘ábyrgð gagnvart landsstjórninni. Ef hreppstjórar vilja kosta kapps um að hafa eftirlit með kjörrunum, banna alt eyðileggjandi skógarhögg, og segja skógræktarstjórninni frá, ef slíkt á sér stað, þá má telja víst, að bændur mundu hætta við að eyði- leggja landið á þann hátt. Hvort höggið verði framkvæmt meira eða minna listhægt, gerir ekki svo mik- ið til, ef menn aðeins fylgja aðal- reglunum, sem hafa verið fyrirskipað- ar. Umdæmi hreppstjóra eru ekki stór, og hægt væri fyrir þá að kom- ast að raun um, ef eyðingarhögg ættu sér stað, því svo á að nefna hana þessa skógarruðningu, þar sem menn eyða aðeins lítinn blett, en með því opna hurðina, svo að vatns- rásirnar og stormarnir geta tekið störu landsspildurnar hverja á fætur annari, niður að föstu fjöllunum. Ef rétt verkfæri, skógarklippur, eru til, þá er öllu hægara að framkvæma lögmætt skógarhögg, heldur en eyð- ingarhögg. Skógarklippur má panta hjá mér, og vil eg mæla fram með því við landsstjórnina, að veita dá- lítið fé til að kaupa þær, svo menn geti fengið þær ódýrari. Lögmælt skógarhögg mun hækka verð skógar- jarðanna, bæði til sumarbeitar og til vetrarbeitar, því þegar kjarrið verður gisnara, eykst grasið og kemur meira ljós niður að rótinni, svo að nýir teinungar geta sprottið upp milli hinna gömlu, og samtímis verður minni hætta á þvi, aó skógstöðin blási upp. Vöxtur og viðgangur þjóðarinnar mun hafa í för með sér, að sveita- fólkið þarf meira og meira eldsneyti. Ef vér hugsuðum oss, að haldið væri áfram með eyðingarhöggin og hvert kjarrið hyrfi eftir annað, svo að loks yrði trjágróður ekki til, nema á einstaka stað uppi undir jökli, þá mundi sveitafólkið framvegis vera í vandræðum, því mórinn sem er í mýrunum er torgætur og ekki góður. Ef menn þá væru nógu ríkir, mundu þeir útvega sér kol frá útlöndum, en þá færi mikið fé út úr landinu. Væru þeir of fátækir til að útvega sér eldsneyti á þann hátt, þá neydd- ust þeir til að brenna töðu, en þá gengur af búskapnum og verður kalt og óviðkunnarlegt á heimilunum, og það væri tjón líka, því eftir því sem lífskjörin verða lakari, verður og vinnukrafturinn minni og áhugamál- in færri. Margt annað er til, sem gæti gert það æskilegt að vernda trjágróður landsins, það skilja menn vel, en eg tek þetta helzt fram, því það lýsir peningahlið málsins einna bezt. Ein- mitt það, að skógræktarmálið, að al- mennings dómi, hefir svo lítið með peningagróða að sýsla, hefir stutt að þvi, að landsstjórnin hefir verið ófús að veita fé til þess. Þegar gamall bær af einhverri ástæðu verður eyði- lagður, þá langar fáa eða enga til að reisa aftur hús af þeirri tegund. Gömlu bæirnir þoka fyrir tré- og steinhúsum, og menn fara nú að krefjast meira af lifinu heima en áður. Eftir nokkur ár mundi þjóðin líta öðrum augum á skógatjarðirnar en hún gerir nú, og geri hún það ekki, mun hún einhverntima fá að finna til þess Þó víðlend kjarrsvæði hafi lagst i eyði síðustu hálfa öld, hafa menn þrátt fyrir það notað lítið eldsneyti á heimilunum. Og síðan hætt var að brenna viðarkol til sölu og ljá- brýnslu, hefir yfirleitt aðeins verið höggvið lítið, en þar sem höggið var framkvæmt á vitlausan hátt, þá hélt eyðileggingin áfram. Auðvitað er, að menn geta nú ekki hugsað sér að höggva skóg í stórum stíl, að minsta kosti ekki á Suðurlandi. í Hraunteigsskógi í Rangárvalla- sýslu, þar sem árlega á haustin koma margir menn saman til þess að sækja hrís, er í hvert skifti varla höggvið meira en 20 hestburðir, þ. e. eins mikið og grisja má á vallardagsláttu í 5—6 feta háu kjarri. Hvort sá sem hefir umráð yfir skóginum, högg- ur sjálfur meira, eða lætur aðra gera það á öðrum árstíma, get eg ekki sagt neitt um. 1 »Reglum um meðferð á skóg- um kjarri«, dags. 2. maí 1912, stend- ur, að í kjarri, þar sem náttúrleg endimörk vantar, eigi að skifta með 12 feta breiðum brautum. En sam- kvæmt ummælum skógaivarðarins í Arnessýslu eru menn óánægðir með það. Ef vér eigum að höggva þ«ss- ar brautir, segja þeir, þá munu mörg ár líða, áður en vér getum byrjað að grisja kjarrið. Þetta er nú röng skoðun, þvi fyrst þegar höggið nær svo langt inn í skóg- inn, að burtflutningur á hrísinu verður örðugur, ef braut vantar, þá þarf að höggva braut, og þá skemmist skógur- inn minst, ef brautin er höggvin í merk- jalinu. Til bráðabirgða er sjálfsagt að gera merkjalinurnar svo mjóar, sem hægt er, eða aðeins setja upp staura eða vörður i stað þeirra. En þessi skoðun af hálfu bændanna er líka sönnun þess, að þeir notfæri sér skóginn lítið á þann hátt. Eg býzt við, að brautirnar megi ekki vera minna en 12 fet, því hestur með viðarköstum tekur mikið rúm. A Hallormstað er notað árlega af eldsneyti: íherbergjunum 35 hestb., í eldhúsinu 75 hestb.; samtals 110 hestb. A hjáleigunni þar, Orrnar- stöðum, litlum bæ, þarf um 50 hest- burði samtals. Þó Rangárvallasýsla að mestu leyti sé skóglaust hérað, þá gætu þrátt fyrir það margir bæir þar árlega fengið nógan eldivið úr skógum þeim, sem eru fyrir innan endimörk sýsl- unnar. Þegar eldiviður á sínum tíma verð- ur meira eftirþráð vara, þá munu menn, held eg, fara að nota vatns- vegi landsins til flutninga á honum. Því rrýður hefir fjárveiting skógrækt- ar á síðustu árum verið svo lítil, að eg hefi ekki getað gert tilraun í stærri: stíl með því að fleyta hrís, og finst mér það hörmulegt, því eg álít þetta vera áríðandi hlið á íslenzku skóg- ræktinni. Að eins af því, að flutn- ingur af viði á þann hátt, er alveg óreyndur hér á landi, álíta menn það vera hugarburð, að slíkt geti borgað sig-. Þeir hugsa víst, að í þeim lönd- um, þar sem flutningur á þann hátt er framkvæmdur í stórum stíl, séu árnar svo, að aðeins þurfi að kasta út skógarafurðum í vatnið við skóg- arsvæðið, og taka þau aftur, þar sem á að nota þau, án frekari vinnu, en þetta er misskilningur. Alla leið milli skóga og bygðanna verða menn að fylgja afurðunum. Sé það að eins smár köstur eða tréstykki, þá til þess að draga þau út í strauminn aftur, ef þau stranda, en ef trén eru bundin saman í stórum flotum, þá eru ávalt margir menn á flotunum alla leið. Hér á landi væri nauðsynlegt að láta að minsta kosti tvo menn vinna að því að halda viðarköstunum í straumh- um, 'meðan flutningurinn stendur yfir. í Fnjóská höfum vér reynt að fleyta viðarköstum úr Háls- og Vagla- skógum, en ekki unnið að því að halda þeim í straumnum. Þó komu 1 eða 2 niður að sjó, en aðrir strönd- uðu við bæi lengra úti í dalnum og voru seldir þar. (Niðurl. næst). Kennaraskólinn. Honum var sagt upp í dag á bád. Kennarapróý téku: stig Anna Bjarnard., Sauðaf. í Dölum 80 Björn Jóhannss., Þingeyrum Hvs. 64 Böðvar Jónss., Brennu Lundarr.d. 78 Eiður Albertss., Hjalteyri Eyjafj. 82 Eirikur Sigurðss.,Hjartarst.S.-Múl. 77 Freyst. Gunnarss., Hróarsh. Arn.s. 90 Friðb. Friðbertss., Stað Súgandaf. 86 Guðm. Jónss., Brennu í Lundarr.dal 87 Guðrún Arnbj.d., Austurhl. Biskt. 81 Ingimar Jónsson, Bala Gnúpv.hr. 90 Jens Níelss., Grundum Bolungarv. 85 }ón Kristóferss., Brekkuv. Barðastr. 78 Jónina Þorkelsd.,BakkaSeltjarnarn. 65 Kristj. Kristjánss., Rauðk.st. Hnds. 82 Kolbeinn Högnas., Kollaf. Kjósars. 88 Guðm. R. Olafss., Móak. Grindav. 70 Sigf. Sigurðss.,Þórunúpi Rangárv.s. 86 Sigurbj. lónsd., Þóreyjarn. Húnavs. 88 Sæm. Einarss„Ulfljótsv. Grafningi 83 Þórður Guðnas.,Ljótarst.Landeyj. 90 Þorl. Arnórss., Hesti Borgarfhði 86 Til að standast próf þarf 48 stig. Kennarapróf í leikfimi tóku öll, nema 16. og 21. Kennarapróf i söng tóku 4., 5., 6., 19. og 21. --------------------- Skip sekkur í Hafnarfirði. í gær kl. 11 árdegis sökk þýzk skonnorta: Adalheid á skipalegunni í Hafnarfirði. Snemma í gærmorgun rak hana upp undir land og hafði þá komið að henni einhver leki. En botnvörp- ungur þýzkur, sem staddur var á höfninni, dró skonnortuna út aftur. Þegar nú skipið fór að lækka og lekinn að aukast — bauðst botnvörp- ungurinn til að draga Aðalheiði í land, en pví boði neitaði skipstjóri — af hverjum ástæðum veit enginn. Dró skipstjóri síðan þýzka fánann í fult siglutré og beið sjálfur á skips- fjöl unz skipið sökk — en forðaði þá lífi. Standa siglutrén upp úr miðri skipaleið í Hafnarfirði og er trafali að eigi lítill, meðan svo stendur. Eskiljarðarhéraði hefir héraðslæknirinn þar, hr. Frið- jón Jensson, sagt lausu og ætlar að setjast að á Akureyri til að stunda þar tannlækningar. Sagt er, að hr. Si%. Hjórleiýsson ætli að sækja um Eskifjarðarhérað. Rýr aflabrögð á vélarbáta í Vestmanneyjum um þessar mundir. A Eyrarbakka mjög rýr vertíð, en bærileg í Þorlákshöýn, Grindavík og Miðnesi. Ingólfsnefndin, sú er að sér tók að koma upp minnisvarða Ingólfs Arnarsonar land- námsmanns, hefir nýlega sent út á- skorun til margra góðra manna um að flýta fyrir því, að lotteríið um Ingólfshúsið geti fram farið — þann veg að kaupa minsta kosti 25 seðla fyrir hálfvirði og leyfir siðan hverj- um einstökum að selja fyrir full- virði, ef getur. Vel væri, að sem fyrst yrði endir bundinn á þetta mikla skrafdrýginda- mál. Er í því efni mikið undir því komið, að nefndin fái nú góðar undirtektir. Fríkirkjan í Hafnarflrði. A sudnudag var stofnfundur hald- inn. í stjórn safnaðarins voru kosnir: Jóhannes Reykdal, Oddur ívarsson, Jón Þórðarson, Egill Eyólfsson og Davíð Kristjánsson. Síra Ólafur Ólafsson var kjörinn prestur. — Vantar nú að eins staðfesting stjórnarráðsins til þess öllu sé form- lega fyrirkomið. Fyrsta sinni messar síra Ólafur á morgun (sumardaginn fyrsta) kl. 6 siðd. hjá sínum nýja söfnuði. Þingmálafundi er verið að halda þessa dagana í Gullbringu- og Kjósarsýslu-kjördæmi. Tif þeirra hefir boðað Þórður ý. Thoroddsen, en 1. þingmaður kjör- dæmisins Björn bankastjóri Krist- jánsson sækir þá, fór í því skyni suður í Grindavík í gærmorgun. Úr annari átt hefir heyrst, að hr. Þ. f. Th. muni draga sig i hlé og færi bezt á því — eftir málavöxtum öllum. ReykjaYíkur-annálI. Aðkomumenn: Ingólfur Jónsson verzlstj. frá Stykkishólmi, Hannes B. Stephensen verzlstj. frá Bíldudal, Benedikt Magnússon kaupfélagsstjóri frá Tjaldanesi. Dánir: Karen Una Þórarinsdóttir Vita- stíg 13, 80 ára. Dó 21. april. Messa í fríkirkjunni á morguu (sumar- daginn fyrsta) kl. 12. I dómkirkjunni kl. 6 Bj. J. Nýjar verzlanir. Vefnaðarvöruverzlun sú, er áður rak verzlunin Jón Þórðarson, hefir nú skift um eiganda. Jón Björnsson & Oo. heitir hið nýa firma og hefir opnað veglega búð i Bankastræti. Skipafregn. Ceres fór á sunnndags- kvöld, eins og til stóð. Fuiisett farþegum í báðum farrýmum. Auk þeirra, er getið var i síðasta hlaði, voru þessir farþegar m. a. Eggert Claessen yfirdómslögmaður, Karl Sæmundsen kaupm., Jón Brynjólfs- son kaupm., frú Christensen apótekarafrú, frú Rannv. Egilsson, Debell steinolíufélags- stjóri, Överaas síldarkaupm. og nokkrir Englendingar — alt til útlanda. Til Vest- manneyja fóru: frú Guðrún Egilsson með börnum sinum, Þnriður Bárðardóttir ijós- móðir. Ennfremur um 20 vesturfarar, þar á meðal Daniel Thorsteinsson verzlm. Franska spítalaskipið, Notre Dame de la mére, fer tii austurlands í dag. Héðan tekursér fari á því: Georg Georgs- son læknir og konsúll lrá Fáskrúðs-firði. Sterling kom til Khafnar í gær eftir hraða ferð, fór héðan 14. apríl, var einn dag i Eyjum. Slys vildi til fyrir nokkurum dögum á einni frakknesku fiskiskútunni. Féll skip- stjóri útbyrðis og druknaði. Hann var jarðaður í morgnn. Sumardagurinn fyrsti er á morgun. Þess hefir áður verið minst hér í blaðinu, að nokkuru nær væri að gera þenna forna þjóðhelgidag að fridegi en halda við sumum öðrum fridögum ársins, sem kirk- jan hefir helgað. Nú hefir Verkmannafélagið Dagsbrún reynt að vinna að því að gera sumardag- inn fyrsta að frídegi með þvi að setja í lög sin, að krefjast skuli sama gjalds fyrir vinnu á sumardaginn fyrsta eins og aðra helgidaga — eða 50 aura fyrir kl.st. hverja. Meðal þess, er til gamans verður gert á morgun, er, að Bernburgs-hljóðfæra- sveitin heldur hljómleika á Austurvelli kl. 3, ef veður leyfir. Sumargleði stúdenta, sem átti að halda í kvöld, verður ekki úr. En »flimleik« þann úr Rvikurlífi, sem þar átti að gæða fólki á, mun standa til að sýna í Iðnað- armannahúsinu um aðra helgi. Vetur kveður í dag, að vitni almanaks- ins. En leifar allmiklar skilur hann sumr- inu eftir — rosakulda og veður mikil. Tíð mannalát. Þegar eigi ganga sóttir, munu sjaldgæf á sama heimili svo tíð mannalát, sem ver- ið hafa á bænnm Eyleifsdal i Kjós sið- astl. ár. I síðastliðnum aprilm. voru þar 4 gamalmenni (rúml. ‘/s heimilismanna) á áttræðisaldri, en i lok nóvemberm. voru þau öll dáin. Bæði af þvi að þetta er mjög fátitt og því frásagnarvert og fyrir það, að alt þetta fólk stóð vel i stöðu og voru þvi nýtir þjóðfélagsborgarar, enda þótt það, að m. k. sumt af því, kæmist aldrei hátt i mannvirðingastigan- um, eftir því sem kallað er — slíkt er ávalt fagurt til eftirbreytni — er Isafold nú heðin fyrir linur þessar: Fyrstur andaðist þar Bjarni Jónsson, Bem verið hafði þar vinnumaður milli 30 og 40 ár. Yar hann á yngri árum tal- inn með efnilegri mönnum, enda af góðu bergi brotinn, — sonur Jóns Sæmunds- sonar, siðast hónda á Neðra-Hálsi. Hann giftist og byrjaði búskap, er hann var i blóma aldurs slns. Fór hjónabandið vel, en tiúskapurinn gekk miður, enda var þá (um 1880) árferði alt annað en gott. Tók hann þá það happaráð að hætta húskap og réðst vinnumaður að Eyleifsdal, þar sem bann dvaldist síðan. Yann hann þann- ig fyrir hörnum sinum (3) með tilhjálp konu sinnar, þótt eigi væri hún á sama heimili. Er enginn efi á þvi að hörnun- um, sem komust á efnaheimili, leið fyrir það betur en þeim gat í búskaparhasli foreldranna. Enda þjóðfélaginu meiri styrkur i Bjarna sál. á þenna hátt, því hann var gæða hjú, hæði sakir trúmensku og starfsemi. Gæti slikt dæmi orðið til leiðbeiningar þeim, er eigi lánast húskap- urinn. Hinn 26. ágúst andaðist Gróa Jónsdótt- ir. Hún var alla æfi vinnukona (i Ey- leifsdal milli 40 og 50 ár) og orðlögð fyrir trúmensku og búsbóndabollustu. Á yngri árum eignaðist hún dóttur, ógift, og vann að miklu ieyti fyrir uppeldi bennar. Hefir hún vafalaust gert sér von um að hafa stuðning af henni í elli sinni, því stúlkan var efnileg, en sú von hrást. Hún barst til Reykjavikur, giftist þar og reynd- ist ekki aflögu fær, en móðirin Varð þurfa- maður vandalausra. Er eigi ólíklegt að fleiri mæður verði fyrir slikum vonbrigð- um, er dætur þeirra fara til kaupstaðanna. Hinn 14. ágúst andaðist húsmóðirin, Rannveig Guðmundsdóttir, en 27. nóvbr, húsbóndinn, Oddur Andrésson. Um þau má með sanni segja að þau væru RÓmahjón, þótt lítið bæri á þeim út á við, því þau skiftu sér litt af annara málum og aldrei nema tii góðs. Sambúðin var fyrirmynd og heimilislifið. Bjuggu þau lengst af góðu búi i gömlum stíl (ef tii vill of gömlum), en i seinni tið var þó húskap- urinn erfiðari, þvi Oddur sál. var um langt skeið þrotinn að heilsu og kona bans fötluð. Oddur sál. var að ýmsu leyti einkenni- legur maður. Einkum minnist eg þess, hve jafnlyndur og rólegur hann var á hverju sem valt, og hve ánægður hann var með hlutskifti sitt og vildi láta aðra vera það — deila ekki við dómarann. Hann var gersamlega fráhverfur öllu braski og breytingum. Borinn var hann og barn- fæddur í Eyleifsdal og ól þar allan aldur sinn. Mun hann sjaldan eða aldrei hafa farið út úr hreppnum, nema kaupstaðar- ferðir til Reykjavikur, og til Yatnsleysu- strandar, þar sem hann stundaði lengi sjóróðra á vertlðum. Hann var mjög vel greindur maður og fróður um margt, eink- um það er laut að náttúrufræði og sögu, sérstaklega Islandssögu; gat haft ýfir heila kafla úr Sturlungu, öðrum fornsög- um og veraldarsögunni. Biblian var eftir- lætishók hans, enda var hann trúmaður mikill. Bar hafln meira skyn á ýms vís- indi en títt er nm leikmenn og var yndi að tala við hann um slíka hluti. Vil eg þessu til sönnunar geta þess, að sira Þor- kell Bjarnason, sem lengi var sóknarprest- ur hans og sjálfur fræðimaður mikill, sem kunnugt er, gerði sér mjög titt við hann, kom iðulega til hans og gisti hjá honum til þess að spjalia við hann. Dáðist hann mjög að slikum fróðleik hjá manni, sem — eins og það er kallað — enga mentun hafði hlotið. Þau hjón eignuðust son einan harna, Þórð að nafni, sem tekur við búi i Ey- leifsdal eftir föður sinn. Hefir jörðin gengið frá föður til sonar, svo að hann er að m. k. hinn fjórði, sem þannig tekur við. Mun það á siðari timum fágæt trygð ættar við óðal sitt. Kjósverji. Ath8. Grein þeesi hefir f bedið all-lengi birtingar. Ritstj.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.