Ísafold - 26.04.1913, Blaðsíða 1

Ísafold - 26.04.1913, Blaðsíða 1
Kemur út tvisvar í viku. Verð árg. 4 kr., erlendis 5 kr. eða l^dollar; borg- ist fyrir miðjan júlí erleníia fyrirfram. Lausasala 5 a. eint. AFOLD Uppsógn (skrifl.) bundin við áramót, er ógild nema kom- in sé til útgefanda fyrir 1. oktbr. og sé kaupandi skuld- laus við blaðið. ísafoldarprentsmiðja. Ritstjóri: Ólafur Björnsson. Talsími 48. XXXX. árg. Reykjavík, laugardaginn 26. apríl 1913. 33. tölublað I. O O F. 944189. Alþýfiufól.bókasafn Templaras. 8 kl. 7—Ö. Angnlœknins ókeypis i Lækjarg. 2 mvd 2—3 Borgarstjór&skrifstofan opin virka daga 10—8 jJæjarfógstaskrifstofan opin v. d. 10—2 og 4—7 Bæjargjaldkerinn Laugav. 11 kl. 12—8 og 5—7 Éyrna- nef- halslækn. ók. P6sth.str.HA fid. 2-8 fslandsbanki opinn 10—2'ft og B'/t—7. K.F.U.M. Lestrar-og skrifstofa 8 árd,—10 slod. Alm. fundir fid. og sd. 8'/« siðd. Landakotskirkja. Guðsþj. 9 og 6 á helgum. Landakotsspítali f. sjúkravitj. 11—1. Landsbankinn 11-21/:, 5>/t-6Vi. Bankastj. 12-2 Landsbókasafn 12—3 og B-8. Útlan 1—8. Landsbúnaðarfélagsskrifstofan opin frá 12—2 Landsféhirðir 10—2 og 6—6. Landsskjalasafnið hvern virkan dag kl. 12—2 Landssíminn opinn daglangt (8—9) virka daga helga daga 10—12 og 4—7. Lækninar ókeypis Þingh.str.28 þd. og fsd. 12—1 Xáttúrngripasafnio opið l'/s—2>/« a sunnud. Samábyrgð Islands 10-12 og 4—6. Stjórnarraðsskrifstofurnar opnar 10—4 dagl. Talsimi Reykjavikur Pósth.3 opinn daglangt (8—10) virka daga; helga daga 10—9. Tannlækning ókeypis Pósth.str. HBrnd. 11—12 Vifilstaðahælið. Heimsóki,a.rtimi 12—1 I"jóðmenjasafnið opið þrd., fimd. og sd. 12—2. Nýja BI6 Þegar ástin deyr. Tilkomumikill sjönlelkur úr stórborgalífinu. Pantið bílæti í talsíma 344. Op- ínn hálf tíma á undan- sýningum. Leikfél. Reykjavikur: Æfintýri á gönguför e tir C. Hostrup leikið sunnudag: 27. apríl kl. 8»/. i síöasta sinn. Aðgöngumiða má panta í dag í Bókverzlun ísafoldar. Minningarsjóður Björns Jónssonar. Tekið móti gjöfum í skrifstofu og bókverzlun ísafoldar, pappírsverzlun- inni Björn Kristjánsson og verzlun lóns frá Vaðnesi á Laugavegi. Eri. simfregnir. Khöfn 23. apríl srðdegis. Frá Skútari-bardagannm. Skútari var tekin í nótt eftir fleiri daga ákafan bardaga. Khöfn 25. apríl siðd. Nýjar skærnr. Austurríkisstjórn krefst þess, að Svartfellingar gefi þegar upp Skútari, hótar ófriði ella. Svartfellingar þverskallast. Eldgos í Hekluhrauni. Tveir eldar. Bygðum engin hætta búin. Þjórsártúni, 25/4kl.n. »1 nótt keftr gengið á jarðskjáljtum ððru hverju frá kl. 3—7 — tveir kippir allsnarpir og margir smœrri. Þegar kippirnir kattu sást mokkur mikill bak við Heklu, fyrir norðan 0% austan hana — og um tima greini- legut bjarmi í sðmu átt. Gosið er liklega einkversstaðar i Krákatinds- hraunu. Þessa frétt símaði Ólafur ísleifs- son í Þjórsártúni til Isajoldar í gær- morgun. Sendi ísafold þegar út fregnmiða um þessi tíðindi, og vakti fréttin, sem nærri má geta, afar- mikla eftirtekt. Síðar í gær átti Isajold aftur tal við Ólaf, og sömuleiðis við Odd stöðvarstjóra á Eyrarbakka. Ólafur sagði mökkinn mikinn all- an daginn, dökkan niður við jörð, en hvítan, er ofar drægi, en loftið orðið all-skuggalegt og dimt þá — kl. milli 4 og 5. A Eyrarbakka virtist mönnum eld- urinn vera fyrir sunnan og austan Heklu, en ekki nálægt Krakatindi og sögðu mökkinn ákaflega hvítan, líkt og reykur væri úr geysi-stórum hver. í garkveldi kl. 9 var enn símað af Eyrarbakka, að þá sæist greinilegur logi þar austur frá. Eins og kunnugt er, hefir ekkert gos orðið í nánd við Heklu síðan Krakatindur gaus fyrir 35 árum (18. febr. 1878). Undanfari gos þess voru nokkuð margir jarðskjálftakipp- ir, sVo snarpir, segir ein heimild Isafoldar, að hlutir ultu niður af hillum. Jarðskjálftar þeir, er hér urðu í fyrri nótt, voru eigi verulega snarpir, tveir kippir þó allmiklir og hræring- ar mjög tíðar frá kl. rúmlega 4 til rúml. 6 — eftir því sem jarðskjálfta- mælirinn segir til. Niðri í bæjarkvosinni, miðbænum voru kippimir svo snarpir, að víða í húsunum vaknaði fólk ur fasta- svefni. Síðustu fregnir. í morgun átti ísafold símtal bæði við Þjórsártún og Eyrarbakka. Á báðum stöðum bar tíðindamönn- um ísafoldar saman um, að eldarnir væru tveir, annar fyrir norðan Heklu og bæri í Valafell, hinn fyrir sunnan Heklu, rétt fyrir sunnan hæsta hnjúk hennar, frá Þjórsártúni að sjá. Nyrðri eldurinn tekur yfir mjög stórt svæði. Virðast þar vera marg- ir gigir. Margar eldsúlur risu þar við himinn i gærkveldi, er dimt var orðið og hafði verið tignarleg sjón. Syðri eldurinn eigi eins breiður, en stór eldsúla þó sjáanleg í gær- kveldi. Nyrðri rönd syðri eldsins segja þeir, er muna gosið 1878, að sé á sama stað 0.0; það gos. Svo langt eru gos þessi inni i óbygðum að hættulaus mega heita bygðum með öllu. Öskufall er hið eina, sem trafala gæti gert. Jarðskjálflar hafa engir fundist hér i bæ siðan í fyrri nótt, en á Eyrar- bakka kom kippur allsnarpur í morg- un kl. 6*U. Dynkir heyrðust og miklir þar kl. 7 og kl. 9 í gærkveldi — líkt og fallbyssuskot. Hekla sjálf var í rr.orgun dimm- blá orðin að sjá frá Þjórsártúni. Einkennileg skipströnd. Austan úr Skaftafellssýslu hafa bor- ist fregnir um einkennileg skipströnd í meira lagi, hvert á fætur öðru. Þann 21. marz strandaði á Slétta- leitisfjöru frakknesk skúta, mannlaus og brunnin talsvert, skilrúm, þilfar, bitar o. fi. Önnur skúta, alveg eins á sig komin, strandaði skömrou síð- ar í Lóni, lika mannlaus, og hafði brunnið alveg, er á land kom. Skógræktarmál. Álitur landsstjórnin og alþingi skðgrækt hðr á landi svo mikilsverða, að veita ætti nðg fð til eflingar hennar á nokkrum árum? Skeiðar-á hlaupin. Sú frétt hefir nýlega borist í símskeyti frá sýslumanni Skaftfell- inga (Sig. Eggerz), að Skeiðará sé hlaupin. Sýslumaður var staddur á Kálfafellsstað 22. apríl, frécti þar um hlaupið og sendi hraðboða með skeyti þetta á Fáskrúðsf]örð. I alt fyrra- sumar voru menn hræddir við hlaup í Skeiðará, en varð þó aldrei. Sið- asta hlaup í ánni var fyrir nál. 10 árum. ---------------«?»«»--------------- Sjúkrasamlag Akureyrar. Það var stofnað 21. marz, og gengu þegar í það 160 hluttækir fé- lagar. — Akureyrarbúar virðast bet- us skilja og kunna að nota sér sjúkra- samlög en höfuðstaðarbúarnir. Fyrsti botnvörpungur Ak- ureyrar. — Kaupmenn tveir á Akureyri, þeir Ásgeir Pétursson og Stefán Jónasson, hafa nýlega fengið sér botnvörpung, og er það hinn fyrsti botnvörpungur með heimilis- fangi á Akureyri. Skipið má nota bæði til botnvörpu- og lóða-veiða. Það er 136 smál., 105 fet á lengd. Alþýðufræðsla Stúdentafél. Jón Sigurðsson frá Kallaðarnesi hefir nýlega flutt 2 erindi um Jón- as Halígrímsson, á Stokkseyri og Eyrarbakka. Fjárskaði varð á Svínafelli í A.-Skaftafells- sýslu i miðjum marz. Nál. 40 full orðnir sauðir urðu úti í blindbyl. Fjórir menn frá Svínafelli voru á fjöru, er óveðrið skall á. Lágu þeir úti með 9 hesta — en komust lífs af — tnjög hraktir. Guðmundur á Auðnum lát- inn. Guðmundur Guðmundsson á Auðnum, á Vatnsleysuströnd lézt þ. 20. þ. mán. eftir alllanga van- heilsu. Hann var um sjötugt. Guðm. var rausnarmaður mikill og héraðshöfðingi. Verður nánar minst siðar. Eftir Koýoed-Hansen skógræktarstjóra. Nl. Til vinnu í fyrra voru teknar 1500 kr. af fjárveitingunni fyrir yfirstandandi ár. Vér höfum þess vegna þetta ár sérstaklega lítið fé til umráða, því miður, því í ár er fyrir hendi mikil vinna að því leyti, er snertir dreifplöntun af íslenzkum fræ- beðsplöntum, er hafa sprottið upp í græðireitnum á Vöglum og við Rauða- vatn. Eg hefi þess vegna snúið mér til Ungmennafélags íslands, og gert samning við það að taka að sér hluta [eirrar vinnu. Svo framarlega sem vinnan verður vel af hendi leyst, getur þetta fyrirkomulag verið heppi- legt af því, að plönturnar dreifast út um landið. Eftir 2 ár myndu plönt- urnar vera vel fallnar til að nota í görðum og annarsstaðar. Ef menn hugsa um að stofna stærri trjágarð einhversstaðar, þá er ekki of snemt að velja staðinn nú og undirbua jarðveginn. Oft hefi eg til einkis gagns stung- ið upp á því að stofna trjágarð við Reykjavík, og ef til vill er vonlaust að reyna frekara að fá menn til þess, en þó vil eg minna á, að meira vit er í því að framkvæma slíkt verk með íslenzkum plöntuffi, heldur en með aðfluttum plöntum. Þar sem skógræktarmennirnir eru svö fáir og landið svo stórt, þá væri betra í byrjun að stofna fáa og stóra trjágarða, heldur en marga smáa Þó gætu þeir sem vildu kynna sér gróð- ursetning nákvæmlega, tekið þátt í vinnunni fyrir venjulega borgun, og síðan séð um stofnun trjágarða í sveitinni, þar sem þeir eiga heima. Ef skógræktarmenn eiga að fára í austur og vestur til þess að gróður- setja nokkrar plöntur i einhverjum dverggróðrarstöðvum, þá verður lítið framkvæmt, en éytt miklu fé til ferða. Á Vífilsstöðum var í ár framkvæmd mikil vinna, að því leyti er snertir uppsetning á skógargirðingu og stofn- un græðireits. Ekki var búið að ljúka við þá fyr en í nóvember, svo ekki voru skógarverðirnir of snemma kallaðir þangað. í þvi nr. af blaðinu Suðurlandi, sem eg nefndi áður, kvartar hr. Helgi Þórarinsson Þykkvabæ í V.- Skaftafellssýslu um, að skógarvörð- urinn í því umdæmi ekki fór þang- að, til þess að planta fyrir Ung- mennafélögin Hann hefir rétt til að kvarta um, að skógarvörðurinn sendi ekki plöntur þangað og ekki heldur skrifaði, að hann gæti ekki komið. Hann hefði átt að gera það og samtímis segja frá, að eg færi þangað. Hefði hr. Helgi Þórarins- son vitað, að eg var þar, þá hefði hann átt að senda mér boð; ' það hefði verið mögulegt fyrir mig að útvega plöntur úr Hrísnesskógi og segja hlutaðeiganda, hvernig ætti að Ern fyrirbrigði Spíritismans i samræmi Yið vísindin? Eftir Alfred Russel Wallace. (Wallace (vol-lis) varð niræður I haust, og var þess hátiðiega minst með heilla- óskum læröra maona ut um allan heim; þykir hann einna frægastur allra náttúru- fræðinga, sem auk vinar hans Darwins, lifðu og störfuðu á umliðinni öld, en þó ætla margir aö Wallace hafi verið enn þi skarpvitrari og meiri spekingur en Darwin, en jafnir teljast þeir að hógværð og hrein- skilni, hvorugur metnaðarmaðnr eða deilu- gjarn, eins og Hokkel eða Tyndal og þeirra líkar. Wallace sendi hinu stærsta splritistafélagi i Lundúnum sérstaka kveðju og þakkir á þessu afmæli sinu, og þau ommeeli með, að hann stæði eno við skoð- anir sinar, er hann rökstuddi fyrir 25 ár- um, og hér fylgir á islenzkn): »Það er almenn, en röng skoðun, að eg hygg, að ályktanir vísindanna sé gagnstæðar hinum svo kölluðu fyrirbrigðum hins nýja Spíritisma. að vísu er meiri hluti kennara vorra og nemenda andstæðir því, en mein- ingar þeirra og fordómar eru engin vísindi. Hver einasti uppgötvari, er birt hefir og boðað óvænt sannindi, jafnvel á svæði náttúruvísindanna, hefir verið forboðaður eða einskis metinn af þeim, sem þá eða þá réðu lögum og lofum í vísindaheiminum, eins og sýnir saga hinna miklu fræði- manna frá dögum Galileó á hinum myrku tímum, og til Boncher de Perthes á vorum. En andstæðingar Spiritismans standa þeim mun betur að vigi, að þeir þykjast geta brenni- merkt hina nýju trú sem hraklegustu hjátrú, og sakað þá um, sem viður- kenna staðreyndir hennar, að hafa látið missýningar blekkja sig eða eintóm svik — að þeir séu í raun- inni hálf brjálaðir Ærutobbar eða óvita- flón, sem öllu trúi. Slikar getsakir leiðum vér nú hjá oss. Að stað- reyndin, að spiritisminn sé búinn að fá fasta undirstöðu á þessari vantrú- uðu efnishyggju öld, að hreyfingin ríefir farið sívaxandi nú í 40 ár — nú 65 ár! —að hán hefir með eigin sönnunum (weight of evidence), þrátt fyrir efldustu hleypidóma neytt sér út samþykki sívaxandi fjölda af öll- um stéttum og fengið fylgjendur manna af hæstu stigum þekkingar og heimspeki, og loks, að hún hefir megnað að standast allar álygar, last og níð, heimsku og hrekki eftir- hermu-Hrappa og lygalaupa og oft- astnær sannfært þá, sem með sam- vizkusemi hafa rannsakað máHð, og enginn þeirra fallið frá trúnni, sem einu sinni séð hafa og sannfærst: alt þetta er meir en nógsamlegt svar móti hinum venjulegu andmælum, sem fram koma. Vér skulum því blátt áfram sleppa allri fyrirlitning og ótrú þeirra manna, sem í raun og veru vita ekkert um þetta mikla um- talsefni, og virða fyrir oss og fram- setja í stuttu máli, hver sé hinn raunverulegi skyldleiki vísindanna og spiritismans, og hve langt hreyfing þessi nær til að skýra þekking vora eða leiðbeina henni. Vísindin má sérmerkja svo, að kalla þau efnisinntak þekkingar vorr- ar á alheiminum, sem vér búum í — fulla og flokkum bundaa þekking, er leiðin til uppgötvana hans frum- laga og skilnings á réttum rökum (0: uppruna og orsökum).1 Hinn sanni námsmaður gleymir engu, lítils- virðir ekkert, sem auka má eða auðga þekkingu hans á náttúrunni, og sé hann vitur eigi síður en fróður, mun hann hika við áður en hann viðhefir orðið »ómögulegur« um nokkurn staðhátt, sem víða er hafður fyrir satt og oftlega hefir birzt mönnum eigi óvitrari en hann er eða ómerkari. Nú byggist hinn nýi spíritismi ein- göngu á eftirtekt og samanburði stað-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.