Ísafold - 30.04.1913, Blaðsíða 1
Kemur út tvisvar
í viku. Verð árg.
4kr., erlendisö kr.
eða IJdollar; borg-
ist fyrir miðjan júlí
erleníis fyrirfram.
Lausasala 5a. eint.
AFOLD
Uppsögn (skrifl.)
| bundin við áramót,
1 er ógild nema kom-
| in só til útgefanda
1 fyrir 1. oktbr. og
I só kaupandi skuld-
| laus við blaðið.
ísafoldarprentsmiðja.
Ritstjóri : Ólafur Björnsson.
Talsími 48.
XXXX. árg.
Reykjavík, miðvikudaginn 30. apríl 1913.
34. tölublað
I. O. O F. 94529.
AlþýðuféLbókasafn Templaras. B kl. 7—9.
Angnlœkning ókeypia I Lækjarg. 2 mvd. 2—8
Ðorgarstjóraskrifstofan opin virka daga 10—8
Bæjarfógetaskrifstofan opin v. d. 10—2 og 4—7
Bæjargjaldkerinn Langav. 11 kl. 12—8 og 6—7
Eyrna- nef- hálslsekn. ók. Posth.gtr.HAfld. 2-8
iBlandsbanki opinn 10—2>/i og S'/t—7.
K.P.TJ.M. Lestrar-og skrifstofa 8ard.—lOsiðd.
Alm. fnndir fid. og sd. 8</t siod.
Landakotskirkja. Gnosþj. 9 og 6 a helgum.
Ijandakotsspitali f. sjúkravitj. 11—1.
Landsbankinn 11-2»/», B'/t—6V». Bankastj. 12-2
Landsbókasafn 12—3 og B—8. Útlán 1—8.
Ziandsbúnaðarfélagsskrifstofan opin fra 12—2
Landsféhirðir 10—2 og B—6.
Landsskjalasafnið hvern virkan dag kl. 12—2
Landsslminn opinn daglangt (8—9) virka daga
helga daga 10—12 og 4—7.
Lækning ðkeypis Þingh.str.23 þd.ogfsd. 12—1
Náttúrugripasafnið opið 1>/i—2>/r& sunnud.
Samábyrgð Islands 10-12 og 1—6.
Stjórnarráðsskrifstofurnar opnar 10—4 dagl.
Talsimi Reykjavlkur Pósth.3 opinn daglnngt
(8—10) virka daga; helga daga 10—9.
Tannlækning ókeypis Pósth.str. 14Bmd. 11—lij
Vifilstaðahælið. Heirosðkiartimi 12—1
t'jóðmenjasaf'nið opið þrd., fimd. og sd. 12—2.
Nýja Bíó
Fljótið Loing.
Inrian skerja i Svíþjóð.
Skipstrandið í Norðursjón-
um, eða:
stúlkan frá björgunarstöðinni.
Alþýðuleikrit í 3 þáttum, 60 atriðum.
Selaveiðar við Nýfundna-
land.
Inngangur á þessa sýningu kostar
0.50, 0.40, 0.30.
Pantið bílæti í talsíma 344. Op-
inn hálf tíma á undan sýningum.
Minningarsjóður
Björns Jónssonar.
Tekið móti gjöfum i skrifstofu og
bókverzlun ísafoldar, pappírsverzlun-
inni Björn Kristjánsson og verzlun
lóns frá Vaðnesi á Laugavegi.
Ofna og eldavélar
selur
Kristján Þorgrímsson.
Norrænu stefnunni frestað.
Heimsókn Færeyinga og Norð-
manna, er fyrirhuguð var i sumar,
verður frestað vegna þess, að Norð-
menn telja sig eigi hafa haft nægan
tíma til undirbúnings því ferðalagi.
En Norðmanna-lausir vilja Færey-
ingar ekkert fara, að því er foanes
Paturson lýsir yfir í færeysku blöð-
unum.
Næsta sumar (1914) verður vafa-
laust ekkert úr stefnunni heldur, því
að þá standa til í Noregi hátiðahöld
til minnihgar um aldarafmæli þjóðar-
frelsis Norðmanna.
Til sumars 1915 verður stefnunni
því áÖ öllum likindum frestað.
Erlend tíðindi
ýms bíða næsta blaðs vegna þrengsla.
— Símfregnir hafa engar borist að
þessu sinni. Mun sjálfsagt standa í
þón nú um forlög Skiitari.
í stjórnmálum Norðurálfu vekur
hin mikla fyrirhugaða heraukning
Þjóðverja feikna umtal. Frá því stór-
máli mun skýrt nánara í næsta bl.
¦«ágÍ!*$l*v<l^mj|gg«^p«PW''tv;; «?»;» • , ý^-
Þjóðverkfall í Belgíu.
Hugsið yður, að allir verkmenn
hjá oss legðu niður vinnu?
Fiskur fengist ekki dreginn úr
sjó, orfið og hrífan mannlaus, allur
iðnaður og verzlun í kalda-koli!
Oss mundi þykja það í meira lagi
ömurlegt ástand!
En eitthvað þessu líkt takmark
vakir fyrir ýmsum mætum mönnum
í Belgíu, sem til þessa hafa ráðið
og að því hafa unnið að gera alls-
herjarverkýall þar í landi. Þetta
verkfall hófst um miðjan aprilmánuð.
Vegna hvers er gripið til þessa
óyndis-úrræðis ?
Til þess að vinna slig á aftur-
haldsstefnunni í landinu, til þess að
fi almennan kosningarrétt handa lands-
búum.
Svo öldum skiftir hefir Belgía
verið griðastaður afturhalds í stjórn-
málum og trúmálum — þangað til
síðasta áratuginn.
Síðustu árin hefir brotist fram
megn frjálslyndisstefna í þessum mál-
um, sem aðallega hefir átt talsmenn
Píus X. páfi
stendur fremst til vinstfi í hvítum búningi. Honnm fylgja 2 kardínálar.
í baksýn hin mikla Péturskirkja. (Sbr. gr.: Frá páfastóli, hér í bl.)
Frá eldgosinu.
Mánudagsmorgun.
Aðfaranótt sunnudags kvað mikið að eldinum eystra. Mátti t. d.
sjá hér í Keykjavik greinilegan eldroða á austuihimninum i Heklu stefnu.
Að austan er simað, að allan daginn i gær hafi mikinn mökk lagt
á haf út frá eldunum.
Öskufall hefir ekki orðið vart við. Hræringar mjög iitlar. Snjór
á Heklu að bráðna.
í morgun var komin landsunnan-átt og lagði nú mökk mikinn
vestur yfir Búrfell.
Menn eystra hræddir um að stefna eldhraunsins sé á Þjórsá.
Til pess aö komast ýyrir hvar upptðk eldsins eru, stejnu hraunsins og
annað, sem ýróðlegt og nauðsynlegt er að vita um eldgos petta, hefir Isaýold
ýengið } nákunnuga menn eystra, ótrauða jerðamenn og athugula til að
jerðast alla leið upp að eldsvaðinu. Skýrsla peirra birtist svo i Isafold, er
peir koma úr ýerðalaginu.
Þriðjudagskvöld.
Símað er Isajold frá Eyrarbakka og viðar að austan, að miklir eld-
ar hafi sést aðfaranótt þriðjudags, einkum úr nyrðri eldstöðvunum.
Öskuýall hefir og orðið vart við. Guðmundur bóndi í Hörgsholti
í Ytrihrepp ætlaði fram á holt eitt fyrir framan Hörgsholt á föstudagS'
kvöld, til að skygnast eftir eldgosinu, og varð þá var við talsvert öskurok
móti sér; settist það framan i hann og gerði súrt i augum.
Vikur hefir orðið vart við talsvert á Ytri-Rangá, kolsvartur bakki
af vikri sumstaðar.
Nyrðri eldurinn hefir nú verið nákvæmlega miðaður og þykir sýnt,
að hann sé nálægt Valahnúk.
Menn þeir, er Isajold hgfir beðið að rannsaka nákvæmlega eldstöðv-
arnar eru þeir: Guðm. Guðmundsson forstjóri kaupfél. Heklu á Eyrar-
bakka og Þorfinnur Jónatansson í Tryggvaskála. Þeir héldu á stað í
gærmorgun austur og ætluðu að fá einhvern vel kunnugan mann i Land-
sveit með sér upp að eldinum. Skýrslu frá þeim býst ísafold við að
geta birt í næsta blaði.
Mjög er af því látið hversu stórfeld sjón hafi verið að sjá eldana
úr Véstmanneyjum, hverja nóttina fætur annari.
Frá Botníu, sem hingað kom i fyrradag, höfðu þeir og sést greini-
lega, er hún sigldi sunnan með landi.
Vanderwelde
forustumaður allsherjar verkf'allsins.
meðal verkmanna — jafnaðarstefnu-
fýlgjenda, og raunar líka meðal ann-
arra frjálshyggjumanna.
En þessum flokkum hefir þó eigi
tekist, enn sem komið er, að ná
völdum.
Því valda gömul kosningalög og
úrelt, er að vísu veita öllum 25
ára karlmönnum eða eldri kosning-
arrétt, en gera þann mun á, að þeir
eru tvígildir, hafa 2 atkvæði, sem
2coo franka hafa í árstekjur eða
meira, og embættismenn hafa 3 at-
kvæði.
Vegna þessarra ákvæða hafa aítur-
haldsmenn jafnan orðið ofan á í
kosningum.
Einu sinni áður (1902) hafa jafn-
aðarmenn reynt að gera byltingu
með allsherjar-verkfalli, en mishepn-
aðist algerlega þá, aðallega vegna
vitleysislegra hryðjuverka og með
öllu óþarfra, er unnin voru af fylgis-
mönnum þeirra og urðu mjög til
þess að skerða samúð með þeim.
Þetta er annað sinni, erþeirreyna %
allsherjarverkfall. Nú eru það um
miljón verkmanna, sem því fylgja.
Verkmenn í Belgíu njóta mikils
styrks, í þessum framkvæmdum,
meðal bræðra sinna í Frakklandi og
Hollandi.
Foringi þeirra er maður sá er hér
birtist mynd af Vanderwelde, stór-
gáfaður maður, stiltur og stjórn-
spakur. Hann réð fram í síðustu
forvöð frá allsherjarverkfalli, en þegar
hann mátti eigi við margnum, tók
hann í sína hönd alla tauma og
og stjórnar þeim nú af slíkri fyrir-
hyggju og skarpviti, að allur heim-
ur dáir.
Svo segir brezka blaðið Daily
Mail, að daglegt tjón, það er af
verkfallinu leiðir fyrir belgisku þjóð-
ina, nemi 22 miljónum franka.
Það má heita óhugsandi, að þjóðin
rísi undir þvi feikna tjóni lengi. En
yfirráðherrann Broqueville lætur samt
mikinn, og telur stjórnina með engu
móti mega lækka seglin eða víkja,
þvi að það yrði til þess eins að drepa
niður alla virðingu fyrir stjórnar-
völdum og löggjafarvaldi, og því
verði stjórnin hvað sem tauti, að
sitja við sinn keip.
Verður fróðlegt að heyra hver
skjöldinn ber að leikslokum!
«»¦?•
Bókarfregn.
—.
Dr. phil. GuSm. Finnboga-
son: Hugur og heimur.
Hanneaar Árnasonar erindi.
Keykjavík. Bókaverzlun
Sigfúsar Eymundssonar.
1912.
Gríski spekingurinn Sókrates hólt
því fram, að menn ættu framar cílu
öðru að leggja stund á að »þekkja
sjálfan sig«.
Þeirri meginreglu hans mun mann-
kynið að vísu aldrei síðan hafa gleymt
með öllu, en þó vantar enn mikið á,
að allur almenningur ræki það boð-
orð.
Einhverjum fróðleik er reynt að koma
inn í flesta — nú orðið — en það
situr í fyrirrúmi, sem haldið er að kom-
ið geti að mestu liði í lífsbaráttunni,
svo að sjálfs-fræðslan verður út und-
an.
Flest læra börnin nú eitthvað um
mannlegan 1 í k a m a í skólunum —
þar sem þeir eru til. En um sálina
er minni fræðsla boðin. Þar e» fleBt-
um látið nægja, að þeir læri utan bók-
ar þessa grein í kverinu eða aðra henni
líka: »Sálin, sem er æðri partur manns-
ins og ódauðlegur andi, hugsar og
áformar og ræSur athöfnum líkamansí.
YiS þessa fræðslu situr hjá öllum
almenningi í þessu efni. Og liggur því
< augum uppi, að það er ekkeit óþarfa-
mál aS reyna aS skýra fyrir mönnum,
hvernig það, sem vór köllum sál, starf-
ar í líkamanum. Og sé það taliS ómiss-
andi til almennrar mentunar að muna,
hve marga jaxla hver tegund nagdýr-
anna hefir og hve margir duftberar eru
á hverri blómategund, og aS kunna
skyn á óllum uggum fiskanna og munni
marglittunnar, þá mætti ætla aS hver-
jum manni mætti verSa þaS til and-
legs þroska aS komast í skilning um,
hvernig vór skynjum og skiljum það,
sem umhverfis oss er. Og þar liggur
viSfangsefniS hendi nærri, því aS í því
efni getur hver og einn gert athugan-
ir á sjálfum sór.
Hverjum manni, sem fróðleik ann og
gerir sór far um að skilja tilveruna,
ætti að vera áhugamál aS kynnast þeim
fræSum, er um sálarlífið fjalla.
Um þau efni hefir harla lítið verið
skrifað með þjóð vorri. En svo er
fyrir að þakka göfuglyndi og forsjálni
fyrsta heimspekiskennarans hér á landi,
síra Hannesar sáluga Árnasonar, aS
þetta mun verða á annan veg, er fram
líða sfcundir. Ávextirnir af hinni fögru
sjóSstofnun hans eru þegar farnir að
koma í ljós. Fyrsti styrkþeginn af
þeim sjóSi hefir þegar veitt almenn-
ingi mikilsverSan fróSleik meS bokum
sínum. Og nú hefir næsti styrkþeg-