Ísafold - 03.05.1913, Síða 1

Ísafold - 03.05.1913, Síða 1
» fflBsi................. ■ 1 Kemur út tvisvar | | ( viku. Verð árg. í | 4 kr., erlendis 5 kr. | | eða l^dollar; borg- | | ist fyrir tniðjan júlí f | erletjdis fyrirfram. | 1 Lausasala 5 a. eint. I 1 Uppsögn (skrifl.) I bundin við áramót, | erógild nema kom | iu só til útgefanda | fyrir 1. oktbr. og | só kaupandi skuld- - laus við blaðið. ■ ..........■ ísafoldarprentsmiðja. RitstjÓPi: Óiafup Bjöpnsson. Talsími 48. XXXX. árg. Reykjavík, laugardaginn 3, maí 1913. 35. tölublað I. O. O F. 94599. Alþýbufél.bókasafn Tomplaras. 8 kl. 7—9. Augnlœkninpr ókeypia í Lækjarg. 2 mvd. 2—3 Borgavstjóraskrifstofnn opin virka dagn 10—3 Baojarf’ógotaskrifstofan opin v. d. 10—2 og 4—7 ^sojargjaldkorinn Laugav. 11 kl. 12—3 og B—7 Kyrna* 1- nef'- hAlslækn. ók.^ósth.str. 14A fid. 2—3 íslandsbanki opinn 10—2J/a og B1/*—7. K.K.U.M. Lestrar-og skrifstofa 8 árd.—10 sibd. Alm fundir fid. og sd. 8slöd. . Landakotskirhja. Gubsþj. 9 og 6 á helgum. Landakotsspítali f. sjúkravitj. 11—1. Uandsbankinn 11-21/*, B^/a — 61/*. Bankastj. 12-2 knndsbókasafn 12—3 og B-8. Útlán 1—8. Landsbúnaðaríólagsskrifstofan opin frá 12—2 Landsféhirðir 10—2 og B—6. f‘ands8kjala8aí'nið hvern virkan dag kl. 12-2 Landssíminn opinn daglangt (8—9) virka daga helga daga 10—12 og 4—7. kœkning ókeypis Þingh.str.23 þd. og fsd. 12—1 Náttúragripasafnið opið l1/*—2*/a á sunnud. Samábyrgð Islands 10-12 og 4—6. Stjórnarráðsskrifstofurnar opnar 10—4 dagl. Talsími Reykjavikur Pósth.3 opinn daglangt (8—10) virka daga; helga daga 10—9. Tannlækning ókeypis Pósth.str. 14B md. 11—12 Vifilstaðahælið. Heimsókuu,rtimi 12—1 í*jóðmenjasafnið opið þrd., fimd. og sd. 12—2. Minningarsjóður Björns Jónssonar. Tekið móti gjöfum í skrifstofu óg bókverzlun ísafoldar, pappírsverzlun- inni Björn Kristjánsson og verzlun lóns frá Vaðnesi á Laugavegi. Þeir kaupeudur ísafoldar hér í bænum, sem skift hafa um heimili, eru beðnir að láta þess getið, sem allra fyrst, í afgreiðslu blaðs- ins, svo þeir fái blaðið með skilum. Eldgos-fréttir. Bráðabirgðaskýrsla frá sendimönnum Isafoldar. Þeir komu úr austurför sinni, sendimenn ísafoldar, aðfaranótt upp- stigningardags og áttu símtal við Isaýold í fyrradag. í næsta blaði kemur frá þeim nákvæm skýrsla. En þetta er hið helzta, sem þeir höfðu að segja að svo stöddu: Aðalgosið er undir rótum Hrafna- bjarga vestanvert. Hraunið, sem par var komið, reyndist alt að 2 mann- hceðum d hœð, oq á að gizka 2—joo faðmar á hreidd frá austri til vesturs. Hraunið rennur til norðurs. Það er að eins einn aðalgiqur og reyndist hann nál. 100 fóðmum á lengd og 30—40 jaðmar á breidd, en reyki sér viða í htauninu. Bak við Hrafnabjörg var að magnast hiti og virtist eldurinn vera að fcerast frá suðri til norðurs. Uppi á Króköldum var nýtt hraun, svo að par virðist vera eða hafa verið annað gos. Hitinn við hraunvegginn reyndist 42 st. á Celsius. Syðra gosið er með öllu protið. Það hefir ekki verið við Krakatind, pvl par sjást engin vegsummerki og ekkert öskufall par, heldur talsvert innar. l»egar gosið hófst. Eftirfarandi fróðlega og vel sagða skýrslu um upphaf gossins hefir Isa- fold fengið frá síra Ófeigi Vigfussyni i Fellsmúla á Landi, einum af næstu bæjunum við Heklu: Fellsmúla 28. april. Á föstudagsuótt síðastl. um kl. 3 vöknuðu menn hér um sveitir við landskjálfta, og fóru þá flestir þegar á fætur, er ekki vildi kyrt vera. Hið fyrsta, er flestir hér gerðu, var að opna fyrir innbyrgðum peningi, nema kúm, sem ekki eru út látnar fyr en í nauðir rekur. Rak þá hver kippurinn annan og vnr aldrei kyrt í fulla 2 kl.tíma. Flestir voru kipp- irnir mjög vægir, sumir að eins dú- andi hreyfing, en 4 snnrpastir, 3 þeirra urðu á 4. og 5. kl. tímanum en hinn 4. um kl. 6 hér. Hristist þá nokkuð og brakaði í góðum hús- um, en ekkert skemdist þó svo að á sæi. Sumir töldu um 50 kippi á þessum umgetna tima. En eftir síð- asta stórkippinn tók að hægja. Flestum var órótt, og margir meir og minna skelfdir, og skyldi það enginn lá því fólki, sem nú í þriðja sinni á einum 17 árum er hrist og hrjáð af landskjálftum. Flestum varð fyrir að vera mest úti við og líta til austurfjalla. Veður var bjart og gott og alheiður austurhiminn. Hekla var og alheið, nema ofur þunn lausaþoku-ræma um efstu toppa. Því sást svo undur vel ofur- lítill skýstrókur, sem eftir kippinn kl. 6 gægðist upp af henni austan- verðri, héðan að sjá bak við fremsta háhnúkinn uppi á henni, en hnúk- arnir eru 5. Þótti sá strókur strax undarlegur og engu vanalegu skýi líkur, enda óx hann líka og þyrl- aðist upp svo brátt, beint í loft upp, að eigi þurfti um að villast, að hér var um gosmökk að ræða. Hnykl- aðist hann upp beint í loft, bólginn og nær biksvartur í fyrstu, snar- beygði svo við og teygðist til norð- vesturs eins og móleitt skýbelti um alt norðurloft. Og innan skamms fyltist alt austan og norðan Heklu með svæluskýjum, svo að illa sá þar til fram eftir degi. En þá rof- aði nokkuð til, á móts við Kraka- tind, er héðan ber norðan við Heklu, og þá sást þar nokkru norðar og austar annar ferlegur mökkur, bæði hár og digur; gusaðist hann beint upp í háaloft, þar til hann blandað- ist saman við svælu morgun- reyksins að sunnan. Að morgni var vindur á suðaustan, allsnarp- ut og lagði alla svæluna til norðvesturs. En er á leið dag- inn gerðist hann hér snarp- hvass á norðaustan og fór þá aska að falla. Var sem hríðarél að sjá til austur- og norður-fjalla og tölu- vert féll og hér niður um láglendið. Hekla varð brátt dökkgrá, en áður var hún mjallhvít af snjó. Sama var og að sjá á öllum snæþöktum fjöllum hér á næstunni, svo sem Búrfelli, Skriðufellsfjalli og Hreppafjöllum, Vörðufelli og Ingólfsfjalli. En lengi vel sást hér enginn eldurinn. Að- eins no' krum sinnum sýndist bjarma eða roða slá neðst á reykja-gusurnar. En er skyggja tók um kvöldið, þá fór heldur að birta þar eystra og eftir því meira, sem meira dimdi af nótt, varð þá alt að rjúkandi blóð- rauðubáli, gjósandi, iðandi, spriklandi. — Og um kvöldið um kl. 11 var sem alelda væri alla leiðina norðan frá Búrfelli og fram fyrir Heklu, en það er æðivegur. Vitaskuld var þetta ekki alt eldur, en eldroðanuni frá báðum gosstöðvunum sló svona saman. Eti þessarri bálkyndingu fylgdu ógurlegar drunur og dynkir fram eftir næstu nótt, en síðan hefir skruðningur verið strjálli og minni. Hræringar hafa og nálega hætt síðan gosin komu, aðeins smákippir og titringur stöku sinnum. En svipað- ur er reykuriun enn, og líkur hefir loginn verið undanfarin kvöld, þó heldur með minna móti I gærkveldi, enda var þá alt fult og þrungið af súld og svælu, svo illa sást til. Og síðan fyrsta kvöldið höfum við engan eldbjarma séð upp frá syðra eldstæð- inu, endá skyggir Hekla þar á, héð- an að sjá. Sumir halda líka, að eld- urinn þar hafi rénað, er nyrðri eldur- inn kon\ upp, með því og að sá eldur virðist vera næsta mikiil. Ekki vita menn enn gjörla, hvar þessir eldar brenna, en kunnugustu menn segja, að norðureldurinn muni vera nái. norðausturjaðri Kraka- tinds-hrauns, sem brann 1878, en suðureldurinn í öldum nokkrum all- Iinperator, stærsta skip hciinsins. Frá þessu skipi var nýlega sagt í Isajold. Það er talsvert lengra en alt Austurstræti og meira en helmingi breiðara. Skips- höfnin er 1100 mantis og farþega getur það tekið 4100. Þetta skipsbákn er eign Hamborg-Ameríkufélagsins og ætlað til ferða milli Hamborgar og New-York. Reynsluferð hin fyrsta stóð til fyrir skömmu suður í Miðjarð- arhaf, til Gibraltar. Vilhjálmur Þýzkalandskeisari átti að vera einn farþega. langt austur af Heklu. Eigi vita menn enn heldur, hve stórir eða margir eldar hér kunna að vera, en margir halda þá fleiri en tvo og flestir, að mikið kveði að þeim, eink- um þeim nyrðri, sem er á Land- manna afrétti, að því sem víst er talið. En nú eru góðir og glöggir menn farnir af stað til að rannsaka þetta og komast að því sanna eftir því sem unt verður. Fóru þeir upp úr í dag, Ólafur læknir ísleifsson í Þjórsártúni og Ólafur f. hreppstjóri í Austvaðsholti, og ætluðu að kanna að minsta kosti svæði norðureldsins eða eldanna svo sem unt yrði. Er Ólafur hreppstj. gjörkunnugur þarna inn frá, og þeir nafnar báðir gjör- hygnir, svo að frá þeim má vænta góðrar og glöggrar vitneskju. Skal svo ekki frekar fjölyrða um þetta. En vert er að geta þess, að tilkomumikið var á að horfa fyrst, er gosmökkurinn sté síhækkandi og þrútnandi, að því er sýndist, upp af Heklu, unz hann varð að marg- hrönnuðu stórskýi og snarbeygði síðan í norðvestur, svo sem fyr er sagt, eins og móleitt belti með blá- um blettum og blárri gagnsærri gufu- slæðu hér og hvar uppi yfir eld- svæðinu, og ^fagurt og ógurlegt« var að horfa á bálið kvöldið fyrsta, voldugar voru drunurnar. Mæltu þá margir, að þá sæu málarar og mynd- tökumenn illa frá, og myndi hver sá mikið og merkilegt þykjast hafa að sýna, er sýnt gæú slikar myndir. En þó að þetta sé játað, þá verðui samt hitt að segja, að ekki er gam- an við þessar sjónir að búa, og ósýnt um afleiðingarnar af þessum gosum sem öðrum, svo nærri bygðum. Hefir oft fyr margt óáranið af slík- um sökum orðið, útaf öskufalli og aunari óhollustu frá gosunum. Þó er sjálfsagt að vona, að betur ráðist nú, og minnast þess, að líkt kunni að verða og þegar Krakatindur brann, að litið sem ekkert verði að meini. Þó er líklegt, að afréttarspjöll verði hjá Landmönnum og ef til vill rekstra- bann í vor. Að öðru leyti er og verður þó einna mest undir veðráttu og vindstöðu komið fyrir bygðirnar nær og fjær. Hvað áhrif þessara viðburða á fólkið snertir, þá eru þau auðvitað yfirleitt veiklandi og lamandi, og er það ekki furða, þar sem slíkir hlutir ger- ast æ ofan í æ. Þó létti flestum meir eða uiinna, er gosanna og eldanna varð vart með vissu, því að þá þóttast þeir þó sjá fyrir endann á þessum landskjálftum. Og vonandi er líka, að sá endir sé nú á orðinn. Eti mikil linkind var það líka, hve vægir þessir landskjáift- ar voru á undan svo miklum eld- gangi, sem hér virðist vera, enda hefði margur illa mátt við miklu nú eftir hristinginn í fyrra, 6 maí, og ósköpin 1896. Ein er þó vonin góð við ait þetta fyrir alla sem i þessum bygðum búa og hún er sú, að fyrir þenna eldgang þarna, svona nærri Heklu, rnuni nú Hekla sjálf enn þá lengi halda kyrru fyrir eða jafnvel deyja út, sem kallað Trúmála-hugleiðingar frá nýguðfræðilegu sjónarmiði. VIII. Hinn kirkjulegi friðþæg- ingariærdómur. Hvernig get eg aftur sæzt við föð ur niinn ? Hvernig fæ eg losnað und- an því fargi sektar og syndar, sem hefir gert mig viðskila við hannt Um svarið við þessum og þvílíkum spurningum, ssm renna upp í huga hvers þess er við nána athugun hins guði helgaða lífs Jesú Krists, hafa sannfærzt um sekt sína og synd, hefir aldrei verið neinn ágreiningur inuan kristninnar. Á öllum tímum hefir mönnum komið saman um svarið: K r i s t u r er sá sem sættir oss við guð. K r i s t u r er sá er léttir af oss fargi sektar og syndar. Hitt aftur á móti hefir öldum sam an verið ágreiningsefni innan kristn- innar: hvernig Kristur hafi komið þessu til leiðar. Ein tilraunin &f mörgum til að greiða úr þeirri spurningu er einmitt hinn kirkjulegi friðþægingarlærdómur eða lærdómurinn um hina hlutlægu (object- ivu) friðþægingu, sem svo hefir verið nefndur, til aðgreiningar frá annari mynd þessarar kenningar, er kemur er; því að frá rótum Heklu munu eldnr !þessir runnir og mega því teljast Heklugos og er næsta ólík- legt, að henni nægi ekki þessi áléttir. Margir voru orðnir hálfkvíðandi fyrir Heklugosi, af því að svo langt er síðan hún gaus síðast, en nú má þeim kvíða létta, þar eð komin eru gos svo nærri Heklu, að telja má úr henni, en þó svo fjarri henni, að miklu er hættu og hræðsluminna, en ef verið hefði upp úr henni sjálfri. Hér er því nú sem oftar iögð mikil líkn við þraut og þakklætis- vert, hvað enn er lítið að orðið. Og þegar á alt er litið, þá er hér bending og mikil von utn, að alt eigi vel að faíu og góðan enda fá. Og loksins er nú einnig mikil og góð von um, að langt og gott hlé fáist á landskjálftum eftir þessa hryn- una. Sú von er sjálfsögð og liklegt, að ekki verði hún látin til skammar verða. fram í lærdóminum um hina hug- 1 æ g u (súbjectivu) friðþægingu. lil þess nú róttilega aö geta áttað sig á ölium þessum tilraunum trú- hneigðs mannsandans til að greiða úr áminstri spurningu, verður að hafa það hugfast, að þar hafa ávalt blandast saman í huga manna trúarleg hugð- areftii og guðfræðileg. Mönnum befir ekki nægt að fá greitt úr spurning- uuni hvernig einstaklingurinn fái losn- að við sekt sína, heldur hefir ávalt verið um það spurt jafnframt hvernig mannkynið í heild sinni só laust orð- ið við sekt sína. Því að sem heild hafi það verið orðið brotlegt við guð og reiði guðs undirorpið. Sem heild verði það að hafa losnað við sektina, sem á þvi hvíidi, áður en einstaklingn- um geti orðið bjargað. Þetta er sam- eiginlegt höfuðeinkenni allra hinna guð- fræðilegu tilrauna til að greiða úr spurningu þessari alt fram að siðbót. Hjá siðbótarmönnum er það að vísu ekki lengur það meginatriði, sem það hafði áður verið; en hjá sporgöngu- mönnum þeirra, trúfræðingunum á 17. öld, sækir aftur í gamla hoifið. Hjá fornkirkjufeðrunum grísku og latnesku er hjálpræðisstarf freharans sett í samband við baráttu, sem tvö andstæð öfl, guð og djöfullinn, eigi í sín á milli. Maunkynið er það sem um er barizt. í upphafi hafi það tii- heyrt guði, en só vegna syndarinnar é

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.