Ísafold - 07.05.1913, Blaðsíða 1

Ísafold - 07.05.1913, Blaðsíða 1
Kemur út tvisvar í viku. Verð árg. 4 kr., erlendis 5 kr. eða ljdollar; borg- ist fyrir miðjan júll erleníis fyrirfram. Lausasala 5 a. eint. AFOLD Uppsögn (skrifl.) bundin við áramót, er ógild nema kom- in só til útgefanda fyrir 1. oktbr. og só kaupandi skuld- laus við blaðið. ísafoldarprentsmiðja. Ritstjóri: Ólafur Björnsson. Talsími 48. XXXX. árg. Reykjavík, miðvikudaginn 7. mai 1913. 36. tölublað Kauphækkun þingmanna og síðasta þing. Eftir A. J. Jolmson bankaritara. Það er þjóðkunnugt og mun lengi 1 minuum haft, hvað Björn heit. Jóns- son fv. ráðherra var orðhagur maður á íslenzka tungu. Eitt síðasta merki þessa mun vera hið stutta en afarsmellna nafn, er hann valdi þinginu síðasta, aukaþinginu 1912. Hanu kallaði það »kauphækkunarþingið þunna«. Réttara nafn verður því ekki valið, því að ómerkilegra þing hefir aldrei verið háð, að minsta kosti ekki síðan alþingi var endurreist. Það drap stjórnarskrár- m á 1 i ð1); málið sem það var kallað saman til að afgreiða, breytt eða óbreytt, og meiri hluti þingmanna rauf með því skýlaus og fyrirvaralaus loforð, er þeir gáfu kjósendum í kosningunum 1911. Eftir það liggur ekkert sem heitið getur nýtilegt, nema vórugjaldslögin, og tvær eða þrjár þingsályktunartil- lögur. Það drap, eyddi, eða stór- skemdi flestnýtmál,er fyrir lágu, svo sem t. d. frv. um lækkun ráðherraeftirlauna, frv. um eftirlit með þilskipum og vólabátum, frv. um kaup og útgerð tveggja strandferðabáta, (sem kaupa mátti með ágætum bórgunar- skilmálum), frv: um breyting á lögum um styrktarsjóði handa barnakennur- um, frv. um líftrygging sjómanna, frv. um breyting á bæjarstjórnarlögum Reykjavfkur, (að bæjarbuar fái að velja sjálfir borgarstjóra með eigin atkvæð- ura; banamaður þess varð 2. þingm. Rvíkur, Jón Jónsson dósent). Enn fremur má nefna frv. sem stóðu í sam- bandi við stjórnarskrána o. fl. o. fl. Aftur á móti samþykti þingið t. d. lög um annan eins hógóma og það, að selja egg eftir þ y n g d, en ekki t ö 1 u, — að ógleymdri lotterí vitleys- unni, sem ráðherra þorði svo aldrei að bera fram við konung til staðfest- ingar! Minna má og á sum frv. sem s f s 1 u- meunirnii báru fram, eina og t. d. frv. þeirra Guðlaugs og Jóhannesar um að velta stjórninni undanþágu frá bannlögunum, leyfa henni að flytja inn áfengi eftir vild. Þeir hafa lík- lega vonað að njóta góðs af lekanum þeim. Samkomulag og friður var ekki betii en það, að menn sem taldir eru til sama flokks, lótu ekkert tækifæri ónotað til þess að hanga í hárinu hver á öðrum, enda fór ekki lítill tími þingsins í rifrildi milli þeirra. Vitni um þetta bera þingtíðindin, og þó ekki nærri eins glögt, og ef alt sem sagt var hefði verið hraðritað og fengið að standa óbreytt. H e i 1 u m d e g i var varið til að rífast og svala sór persónulega á andstæðing, undir»því yfirskyni, að það væri gert af umhyggju fyrir hag landssjóðs! Aeg hér sór- staklega við fyrirspurnina um viðskifta- ráðunautinn, sem Valtýr flutti og ýmsir studdu, sem eru álíka ó f r e k i r til fjár úr landsjóði. Verður nánar vikið að því síðar. Að þessu yfirveguðu, hygg eg að þeir verði margir, sem taka undir eftirfylgj- andi vísu, sem stórskáldið og vitring- urinn vestur við Klettafjöll, St. G. Stephansson, hefir ort (ásamt fleirum) um þingið 1912. Hann segir: Hvergi myndi þvílíkt þing Þolað nema íslending: Góðra heita hjásetning, Helztu mála ónýtlng. TekiS skal þaS fram, að ekki eiga allir þingm. sök á því, hvernig þingiS var, og hvernig þaS fór aS ráði sínu. Til þess að vita v i s s u í því, vísa eg til þingtíðindanna, sem ættu helzt að vera lesin og rækilega athuguð af hverjum einasta kjósanda f 1 a n d i n u. Þ á mundi »reyndum átu- meinum*1) síður takast að sá sandi í augu kjósenda. Þ á mundi færri sýslu- menn og aðrir hálaunamenn og þetrra fylgifiskar skipa sæti á þingbekkjunum. Þingmenn ') Að eins 5 menn vildu samþykkja stjórnarskrána, þeir: Benedikt Sveinsson, Bjarni Jónsson frá Vogi, Björn Krisfjáns- son, Skúli Thoroddsen og Þorl. Jónsson. En nú er eg kominn að efninu, sem eg ætlaði sérstaklega að ræða unt. Kauphækkuninni, sem þing- menn gáfu ser, að þjóðinni a 1 gjörlega fornspurði. Og í þessu sambandi skal þess getið, að á sama tíma sem þeir keyrSu þessa kauphækkun s í n a í gegnum þingið með hraða miklum, sýndu þeir (m. hl.) fádæma smásálarlegan naglaskap, þegar um það var að ræða, að bæta kjör tveggja allfjölmennra stótta í landinu, sem eru afarilla launaðar, sem só yfirsetukvenna og barnakennara: Þá óx þeim alt í augum. Hver þús- und krónu hækkun í þ e s s u skyni þótti þeim ægileg, en sömu hetjunum velflestum, þótti ekki nema sjálfsagt að hækka laun landlæknis — sem hafði 4 þús. í laun — um fimta þúsundið. Og þó var það upplýst fyrir þinglnu, að hann hefði að auki svo þúsundum króna skifti fyrir »praxis« hér í Reykjavík. En hann bar sig aumlega, og Bagði meðal annars, að laun sín (þessar 4 þús.) væru »ósamboðin þessu erfiða og vanda- sama embætti og fylsta þörf á ein- hverri uppbót«. (Sjá Alþt. 1912 B I, bls. 45). Og sjá: honum var veitt það sem hann beiddi um, líklega af því að hann var hálaunamaður. Frumvarpið um kauphækkun þingmanna kom fram fyrst í efri deild, einmitt þeirri deildinni, sem e k k i á að hafa upptök að auknum útgjöldum, og voru feður þess og flutningsmenn þeir: Steingrímur Jónsson 4. kgk. þm., sýslumaður á Húsavík, og Sigurður Stefánsson þm. Isa- fj.kaupstaðar, prestur í Vigur. 1 fyrstu var svo fyrirmælt < frv., að þingmenn búsettir u t a n Reykjavíkur skyldu hafa 9 kr. á dag í fæðispen- inga, en Reykjavíkur þingm. sama og áður, 6 kr.; auk þess átti að breyta ferðakostnaði, fastákveða hann. En við 2. umr. í e. d. stakk G u ð j ó a G u S- 1 a u g s s o n þm. Strandamanna upp á því, »að stíga sporið til fulls og ákveða dagkaup þingmanna 10 kr«. Fóllust flutningsmenn fljótt á það. Þeir,JÓ8efBjörns80n,BjörnÞorláksson, Guðjón Guðlaugssonj Jón Jónatansson og Þórarinn Jónss., komu svo með breyting artillögu um það, að »alþingismenn skyldu hafa 8 kr. þóknun daglega, bæði fyrir þann tíma, sem þeir sitja á alþingi og fyrir þann tíma, sem fer til ferða að heiman til alþingis, og frá alþingi og heim aftur. Enn fremur skulu alþingismenn, sem búsettir eru utan Reykjavikur, frá 2 kr. aukaþókn- un daglega, meSan þeir dvelja á þing- staðnum«. (Alþt. 1912 A. bls. 386). Þessi tillaga var samþykt, og — er orðin að lögum. Þessi kauphækknn var sótt af miklu kappi, og mætti ekki mótspyrnu nema frá órfáum mönnum. I efri deild- i n n i var að eins e i n n maður, sem barðist á m ó t i henni, og það vel og röggsamlega, Sigurður Eggerz þm. V.Skaftafellssýslu. Allir h i n- i r studdu hana með orðum og atkvæS- um.. í neðri deild var það Hka eink- um e i n n maður, sem einarðlega, heill og óskiftur talaði á móti hækkuninni, og fordæmdl alla hækkun á þingkaupi nú og síðar. Þessi maður er Bened. Sveins- s 0 n þm. Norður-Þingeyinga. En auk hans töluðu á móti þessu frv. að meira og minna leyti (en þó einkum að því leyti, aS það næSi fram aS ganga á þessu þingi), þeir: Bj. Jónsson frá Vogi, Þorleifur JónsBon í Hólum, SigurSur ráðun. SigurBsson og Jón Ólafsson; «n hann (J. Ó.) seg- 1. Ágúst Flygenring í EUfnarfirði 2. Benedikt Sveinsson i Rvik.... 3. Bjarni Jónsson frá Vogi í Rvlk 4. Björn Jónsson fv, ráðh. i Rvlk 5. Björn KrÍBtjánsson í Rvik .... 6. Björn Þorláksson á Dvergasteini 7. Eggert Pálsson a Breiðabolsstað 8. E. Jónss. 1. þm. Rv. áGeldingal. 9. Einar Jónss. 2. þm. N.-M. á Hofi 10. Eiríknr Briem i Rvik........ 11. Gruðjón G-uðlaugBson k Hölmavik 12. Guðl. Guðmnndsson á Akureyri 13. Halldór Steinsson 1 Ólafsvik .. 14. Hannes Hafstein í Reykjavik.. 15. Jens Palsson í öörðum....... 16. Jóh. Jðhannesson á Seyðisfirði 17. Jón Jónatanss. á Asgautsstöðum 18. Jón Jðnsson 2. þm. Rvk. i Rvik 19. Jón Jónsson frá Múla........ 20. Jón Magnússon í Rvik....... 21. Jón Olafsson i Rvik......... 22. Jósef Björnsson k Vatnsleysn . 23. Júlins Havsteen i Rvik ...... 24. Kristján Jónsson i Rvik...... 25. Lirus H. Bjarnason Rvik..... 26. Magnús Andrésson á Gilsbakka 27. Matthias Olafsaon i Haukadal. 28. Ólafur Briem k Alfgeirsvóllum 29. Pétur Jónsson á Gautlöndum.. 30. Signrður Eggerz i Vik....... 31. Sigurður Sigurðsson i Rvik .. 32. Sigurður Stefánsson i Vignr .. 33. Sknli Thoroddsen i Rvik..... 34. St. Stefánss. 1. þm. Eyf. Fagrask. 35. St. Stefánson 5. kgk. á Akureyri 36. Steingrímnr Jónsson á Húsavik 37. Tryggvi Bjarnason i Kothvammi 38. Valtýr Gruðmnndsson i Khöfn. 39. Þórarinn Jónsson á Hjaltabakka 40. Þorleifur Jónsson i Hólum.... Samkv. cldri lögunum is-0 522 510 510 510 510 594 564 552 576 510 606 582 588 510 522 732 546 522 576 510 522 612 522 510 510 606 624 600 606 606 510 600 510 618 588 594 576 822 582 648 3 a J3 120 111 111 172 163 108 916o 470 60 125 231 77 83,i 180 181 254 82 215 111 136 176 276 204 150 522 510 510 510 510 714 675 663 748 510 769 690 6796, 510 522 1202 606 522 701 510 522 843 522 510 510 683 7077 780 787 860 510 682 510 833 699 730 752 1098 786 798 SamliT. nf]VL lögnaum 3 . •9 866 680 680 680 680 962 922 906 938 680 978 946 954 680 866 1146 898 696 938 680 696 986 696 680 680 978 1002 970 978 978 680 970 680 994 954 962 938 1266 946 1034 20 110 90 90 3 ú S M 886 680 680 680 680 1072 1012 996 Hækkun- in rjemur kr 190 1128 680 120 1098 80 1026 60 1014 680 20 886 110 1256 70 968 696 180 1118 680 696 120 1106 696 680 680 50 1028 60 1062 120 1090 160 1138 190 1168 680 80 1050 680 130 1124 80 1034 160 1122 120 1058 190 1456 120 1066 340 1374 364 170 170 170 170 358 337 333 880 170 329 336 33460 170 364 54 362 174 417 170 174 263 174 170 170 345 354a6 310 351 308 170 368 170 291 335 392 306 358 280 576 Hækkunin nemur samtals kr. 11,197,75 á reglulegu þingi, þrátt fyrir hinn háa ferðakostnað er þingmenn tðku áður. ist þó e k k i vera á »móti tilgangi frv.« En m e ð frv. töluðu: Hannes Haf- etein, Einar Jónsson 1. þm. Rangæ- inga, Matth. Ólafsson, GuSl. GuSmunds- son, Valtýr GuSmuncfsson og Pétur Jónsson. Og að lokum var frv. samþ. í n. d. án nafnakalls með 16 atkv. gegn 4, en 3 þm. hafa ekki greitt atkv., eða ekki verið viðstaddir. Hvað nenrar hækknnin miklu? Ofanskráð skýrsla skýrir frá því. En benda vil eg á það hveruig eg reikna, svo enginn misskilningur kom- ist að. Sk/rslan er miSuð við r e g 1 u 1 e g t þ i n g. Þingsetudagar áætlaðir 85, eins og þeir voru 1911. En 1909 voru þeir 83. Óhugsandi er, að hægt verSi í framtíðinni að komast af með styttri tíma, því altaf vaxa störfin. En svona reikna eg, tek t. d. nr. 6. I. samkv. eldri lögunum: 85 þingd. á 6/oo ......... *" kr- 5l0 14 ferðad. á 6/00 ....... = — FerðakostnaSur (1912) ...... — Samtals kr II. samkv. nýju forseti efri deildar (einn) og vegna þeBS taka þeir tveggja daga kaup fram yfir aðra. Fróðlegt væri að vita, við hvað þetta styðst, því aðal verk skrif- aranna er samkv. 13 gr. þingskapanna, að halda »gjörðabók«, og skal sú gjórSa- bók lesin upp í byrjun hvers fundar, frá síðasta fundi. Enga gjörðabók geta þeir haldiS f y r en þingsetningar- daginn, og þingstórf þiugslitadaginn eru sjaldnast svo mikil, aS það geti verið tveggja daga verk, að,rita gjörða- bókina frá þeim fundi. Um forsetana er það aS segja, aS þeir fá sórstakt fó fyrir ritstjórn þingtíðindanna, umsjón með þinghúsinu, skjölum þingsins o. s. frv. Þetta tveggja daga kaup dreg- ur engan mikið, en hór virðist samt vera að ræða um eitt dæmi óágengn- innar við landssjóð. 84 120 þingd. á 10/0( kr. 1072 verður 358 sýnir, hjá l) Úr kvæði St. 0. St, prentað i >Snnnanfara<. Alt er kvæðið 714 lö g u n u m : ..... = kr. 850 14 ferðad. á */w ......... = — 112 FerSakostnaSur (lögbundinn) _- 110 Samtala Mismunur 0: h æ k k u n krónur eins og skýrslan þessum eina þingm. FerSadagar og ferðakostn- a ð u r (samkvæmt eldri lögunum, í fyrra dálklnum) er miðaS viS það, sem þingmenn reiknuSu sór á s u m a r - þinginu 1912. FerSakostnaSur í síS- a r i dálkinum er sá, sem n ý j u 1 ö g- i n ákveSa. _ Athugasemdir við skýrsluna. Ferðakostnaður Reykvíkinganna. Kynlegt þykir það sjálfsagt, að sjá það fremst í skýrslunni, að sumir Reykvíkingarnir reikna sér ferðadaga. FerSadagar í venjulegri merkingu eru þetta vitanlega ekki. En þessir menn voru skifarar neSri deildar (tveir), og Jóhannes og Valtýr. Sennilega væri þaS hægt, fyrir kunnuga menn, aS athuga /msa feiSa- kostnaðarreikningana, en sórstaklega eítirtektarverðir eru reikningar þeirra Jóhannesar sýslumanns á Seyðis- firði, og Valtýrs í Khöfn. Jó- h a n n e s reiknar sér 37 ferSadaga og í f erðakostnað 470 krónur, auk 6 kr. á dag í fæðispeninga allan þenn- an tíma. Ferðakostnaður hans verður því í raun og veru 692 krónur. Til samanburðar má geta þess, að síra Bjórn á Dvergasteini, sem á heima á s a m a stað, — hann á þó lítiS eitt 1 e n g r a heim til sin — reiknar sór ekki nema 14 ferðadaga, og 120 kr. i ferSakostnaS. Munurinn á ferða- koatnaði þessara tveggja manna er því 4 8 8 kr., eða með óðrum orðum, Jó- hannes tekur mikið meira en þ r e - f a 11 á við Bjórn. Sr. Björn fór sjóleið. eins og vera bar, en Jóhannes fór 1 a n d v e g í kring um hálft landið eða meira, til »ð s k e m t a sór að sumra manna á- gizkun, — á landsins kostnað. Víst er það, aS þaS g a t e k k i veriS í þágu þingsins. En þrátt fyrir þennan gífurlega ferðakostnaS, sem er svo hneykslanleg- ur, aS ekki tekur tali, h æ k k a r hann samt eftir kauphækkunar- lögunum um 54 kr. V a 11 ý r reiknar 5 2 ferðadaga til og frá Khöfn — sem er 14—16 daga ferð — báðar leiðir — og 276 kr. í ferðakostnað, auk fæðispeninga 6 kr. í 52 daga = 312 kr. Hans eiginlegi ferðakostnaður verður því 588 kr. um há-sumarið l). Varla hefir þó ferðin héðan til Eng- lands kostað stórfó, því sagt er, að hann hafi farið þá leiS með botnvörp- ungi, og þeir taka venjulega einar 18 kr. fyrir fæði milli þessara landa en e k k e r t fyrir farið. Og þ e 11 a er maðurinn sem gerði hæztan hvellinn út af ferðakostnaðar- reikningum Bjarna frá Vogi, og lót þingið eyða h e i 1 u m degi — sem kostar um eða yfir 700 kr. — til að rífast um þá og starf hans. Brígslar hatin Bjarna um, að »hann s/ni iands- sjóði dæmalausa ágengni í reikningum sínum«, að »hann só mjóg frekur til fjárins og óhlífinn við landssjóðinn<( o. s. frv. Þetta studdu svo ýmsir, með atkvæði 8Ínu ef ekki á annan hátt, sem reynsl- an hefir synt, að eru álíka ófrekir til fjár úr landssjóSi og Valtýr, og einn meðal þeirra var — Jóhannes sýslumaður! Enginn skilji þetta svo, sem eg álíti það í sjálfu sér óþarft verk, að athuga reikninga viðskiftaráðunautsins. ÞaS æ 11 i einmitt aS athuga ferða- reikninga allra embættísmanna sem bezt, eins og t. d. landritara, biskups, landlæknis o. fl., því orS hefir leikiS á því, aS þeir væru ekki altaf sem sanngjarnastir í garS landssjóSs. En það er blátt áfram hneyksli, að maður, sem er jafn »frekur til fjárins og ó- hlífinn við landssjóðinn« eins og V a 1- t y r virðist vera (sbr. ferðareikning hans), Bkuli fara að vanda um við aðra í þessum sökum. Og hver t r ú i r því, að Valtýr hafi farið að gagnrýna reikninga Bjarna af umhyggju fyrir landssjóði? Hækkunin getur orðið miklu meiri. Eins og skýrlan sýnir, nemur hækk- unin, eins og þingið er n ú skipað, yfir ellefu þúsund krónum, en ef færri Reykvíkingar sætu á þingi, yrði hækkunin m i k 1 u m e i r i. Af þingmönnum er sátu síðasta þing, áttu 16 heima í Reykjavík og í grend við hana, og margir af þeim voru þingmenn fyrir fjarlæg kjördæmi, eins og t. d. NorSur-Þingeyjars., NorSur- ísafj.sýslu, SuSur-Múlas., Dalas., Barða- str.s., Eyjafjarðars., o. s. frv. Ef megin þorri þingmanna væri bu- settur í kjördæmunum, mundi vera óhætt að bæta nokkrum þúsundum við þessar framangreindu. Var nokkur þörf á hækkuninni? Nei, og aftur nei. Þingmenn eiga alls ekki aS fá 1 a u n fyrir Btarfa sinn, heldur einungis f æ S - ispeninga og sanngjarnan ferSakostnaS. Ef þessu átti að breyta, á þann hátt aS fara aS 1 a u n a þá, þá var alveg sjálfsagt aS spyrja þjóðina um það áður. Hvort h e n n i þætti nokkur ástæða til þess, þaS var h ú n hvort sem var, sem átti aS borg a. En þjóShetjunum 1912 lá nú meira á aS seSja »auragirnd« sína en svo, að þeir gæfu sér tíma til þess. Hór skal sýndur reikningur yflr kostnað þingmanna við dvöl þeirra í Rvík eins og nefndin í efri deild taldi hann vera. *) Sem kunnngt er kýs þingið nefnd til að úrskurða og athnga ferðakostnaðar- reikninga þingmanna. Vissnlega hefir nefndin 1912 ekki verið hörundssár fyrir landsjóðs hönd, að g e t a samþ. aðra eins reikninga og þessara manna. Til fróðleiks set eg hér hverjir attu sæti i nefndinni: Björn Þorláksson, Eggert Pálsson .lafur Briem, Signrður Stefánsson Steingrimur Jónsson. Eg get getið þess, að i almæli var hér i fyrra snmar, að sr. Björn hefði verið sá eini, sem e k k i vildi samþykkja reikn- ing Jóhannesar. Þingmenn sem eru svona óhæfilega kostbærir landssjóði, þurfa vissnlega að vera atkvæðameiri og þjóðhollari, en þeir Jóhannes og Valtýr.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.