Ísafold - 07.05.1913, Blaðsíða 2

Ísafold - 07.05.1913, Blaðsíða 2
142 ISAFOLD Hann lítur svona út: Fyrir fœði um mánuðinn ... kr. 40,00 — húsnæði um mán......— 30,00 — þjónustu og önnur útgj. 20,00 Ráðsmannskaup fyrir bændur ,, 72,00 Samtals kr. 162,001) Fæðispeningar þingmanna voru 6 kr. á dag, eða 180 kr. um mán., svo að e i g i n reikningur kauphækkunar- mannanna sýnir, að þelr hafa þó 18 kr. afgangs, auk áðurgreindra útgjalda eftir hvern mánuð, og hafa a u k þess fengið borgaðan í mörgum tilfellum altað helmingi of háan ferða- kostnað, og í sumum langt yfir helming. Eða dettur nokkr- um manni í hug, sem þekkir til, að m ö g u 1 e g t sé t. d. að vera 7—9 daga á ferð lausríðandi austan úr miðri Rangárvallasýslu, til og frá, um h á - 8 u m a r i ð, og að sú ferð geti kostað á annað hundrað krónur ? Það er gutl- reið á 12—14 kl.st. á 2 hestum. Og austur að Stokkseyri á að vera 3 daga ferð hvora leið á sama tíma, sem er 9 kl.st. reið, og sú ferð kostar 60 krónur. Svona mætti vitanlega halda áfram að telja upp í það óendanlega En þess gerist engin þörf. Það er nóg að með þeirra eigin reikningi er sýnt og sannað, að reglusamir menn (og við þá eina á að miða) gátu setið sór alveg að skaðlausu á þingi undlr gamla fyrirkomulaginu. Jafnvel hlutu fremur að hafa afgang en hitt, þegar öll kurl voru komin til grafar. Kaupdýru kaupamennirnir. Nefndin í efri deild talar um, að fyrir »embættismenn« utan Rvíkur verði kostnaðurinn við að fá menn til að »gegna störfum sínum heima um þingtímann, en þá meiri« en bændanna. Hór hlýtur að vera átt við, að þeir verði að taka svo kaupdýra menn. Gætum nú að hvað hæft er í þessu. Sýslumennirnir láta venjulega s k r i f- a r a sína annast embættið á með- an þeir eru á þingi. Það hugsaði eg að væri ekki smáræðis fúlga, sem þeir fá í launahækkun fyrir vikið! Prestarnir fá einhvern nágranna prest sinn til að embætta svo sem 3—4 sinnum meðan þing stendur yfir, og borga sennilega 10 kr. fyrir hverja messu. Ekki eru það nein óskapa út- gjöld. Og þetta eru nálega þeir einu embættismenn utan Rvíkur, sem ekki geta lagt störf sín á hilluna, eða eiga erfitt með það — yfir þingtímann. Þó einn læknir eða svo sitji á þingi — sem mundi fá einhvern stud. med. til að gegna embættinu á meðan — þá er það naumast teljandi. Þessi kostn- aður virðist því ekki vera annað en fyrirsláttur, til þess að hafa e i 11 h v a ð til að mæla hækkuninni bót. Annars ætti að losa embættismenn- ina, einkum sýslumenn og dómara, við þessi þingstörf, með því að banna þeim kjörgengi, svo þeir hafi tíma til að hugsa um það sem þeim ber fyrst og fremst s k y 1 d a til að hugsa um, sem sé — embætti sitt. Enginn skortur á frambjóðendnni. Ef til vandræða hefði horft með það, að fá menn til þingsetu, v e g n a þ e s s, hve litlir peningar fylgdu henni, þá hefði þó verið öðru máli að gegna. En það er kunnugra en frá þurfi að segja, að þingmennskan hefir verið sótt svo fast á síðustu árum, — og útlit er fyrir það sama í framtíð- inni — að menn hafa beitt öllum meðölum og vopnum, heiðarlegum og óheiðarlegum til að komast inn á þingið, þó kaupið (fæðispeningarnir) væri ekki nema 6 kr. á dag. Og það er ekki einasta ab búsettir menn bór á landi hafi sótt þetta fast, heldur einnig menn búsettir í 300 mílna fjar- lægð — suður í Danmörku. Kauphækkunarmennirnir í þinginu gátu ekki — þrátt fyrir ltrekaðar áskoranir — tilgreint með rökum e i 11 einasta dæmi upp á það, að lík- leg þingmannaefni hefðu ekki fengist til að gefa kost á sór vegna þess, hve borgunin var lág. Einn (Guðl. Guðm.) nefndi að vísu nöfn tveggja bænda, sem hann þóttist mega »fullyiða« urn, að ekki hefðu fengist til þingsetu vegna borgunarinnar, — en báðir menn- irnir eru dánir fyrir löngn, svo þessi fullyrðing er fleypur eltt Ef þetta væri rótt hermt hjá kaup- hækkunarmönnunum, þá hefðu þeir átt að geta tilfært dæmi úr n ú t í ð - i n n 1, en það reyndu þeir ekki. ') HúsnæÖi hlýtur að vera reiknað hér alt of hátt, því víða í bænnm má fá heilar ágatar ibáðir, 3 stofnr ank eldhúss og geymslu, fyrir 30 kr. um mán. Þeir þingm. (ef nokkrír ern), sem þurfa að borga 30 kr. á mán. í húsal., hljóta að vera meira en meðal slóðar að koma sér fyrir, og sem af þeim ástæðnm má bjóða alt. Enginn skyldi ætla að hæfari menn fengjust til þingsetu fyrir hækkunina, og að óæskilegum mönnum só með henni bægt frá þinginu. Það er einmitt liklegt, að ó æ s k i - legir menn fari nú fyrst fyr- ir alvöru að »spekúlera« f því, að komast á þing, vegna kaups- ins, og allir sjá að þetta er þeim nægara og auðunnara, þegar þeir hafa talsverða peninga á bak við sig, til að vinna með að kosningu sinni. Vaðinn reykur. Það er eftirtektarvert, hvað mikinn reyk káuphækkunarmennirnir vaða þegar þeir eru að gera áætlanir um hve miklu hækkunin nemi á hverju þingi. Flutningsmennirnir gera ýmist ráð fyrir að hún nemi 4—5 þús. kr., eða 6 þús. kr. — eða 9,600 kr., og kalla það »lftilfjörlega útgjaldaupp- hæð fyrir landssjóð«.........sem »geri hvorki verulega til nó frá«. V a 11 ý r vill láta samþ. hækkun- ina, því »það verður ekki dýr- ara fyrir landssjóðinn (Alþt. 1912 B III bls. 1089). Einna spaugilegust verður þó niður- staða Póturs á Gautlöndum. Hann segir: »Að eins ætla eg að segja örfá orð. Eg ætla að eins að benda mönnnm á, að þeir þnrfa ekki að fara í langar drag- götur til þess að komast að þeirri niðnr- stöðn, að verði þetta frv. samþykt, þá verður að því mikill sparnaður; þetta kemnr í ljós ef menn bara nenna að bera frv, saman við ferðakostnaðarreikninga þá sem Alþingi hefir áðnr samþykt«. (Alþtlð. 1912 B III bls. 1083). Þetta segir maður,sem vill láta telja sig fjármálamann. Hvað þessi þm. hefir »nent« vel að gera saman- burðinn, sem hann talar um, sózt bezt á skýrslunni sem var prentuð hór að framan. Alt þetta bendir til þess, að þessir menn höfðu ekkert rannsakað málið, og vissu ekkert hvað þeir voru að fara með. Þeim var bara nóg, ef þeir gátu keyrt hækkunina í gegn um þingið. Hækkunin og brú á Jökulsá. Annar flutningsmaðurinn varð reiður við Sig. Eggerz út af því, að hann vildi ekki fallast á hækkunina. Bregð- ur honum meðal annars um að hann »skjálfi fyrir kjósendunum«, en menn sem það geri sóuóþörfustu menn á þingi. Eftir þessari kenningu ættu þingmeno líklega að gera sem flest á m ó t i vilja kjósenda sinna. Svo fer hann að blanda hinni fyrir- huguðu brú á Jökulsá á Sólheimasandi inn í þetta, og kallar hana »eitt hið mesta flónskufyrirtæki, er rætt hefir verið á alþingi« og bætir við, að »það væri meiri þörf á að ganga þar á und- an með góðu eftirdæmi (nefnil. vera á móti þeirri brú), heldur en hamast á móti launahækkun, sem nemur ekki nema 5—6 þús. kr. — alls — til þingmanna« (Alþtíð. 1912 B II bls. 202). Til fróðleiks má nú geta þess, að eftir því sem sjá má af alþtíð. 1911, telur landsverkfræðingurinn engin tor- merki á því að byggja þessa brú, o g að kauphækkunin semþessi þingm. barðist fyrir, eins og hún verður, miðað við þingið 1912 — en getur orðið miklu meiri — nemur með vöxt- um og vaxtavöxtum, á fimm reglulegum þingnm, nærri e i n s mikilli fjárfúlgu, og gert er ráð fyrir, að þurfi til að byggja brú yfir Jökulsá á Sólheimasandi. Fáum skynsömum mönnum mun blandast hugur um, hvort af þessu tvennu sé nauðsynlegra. Leiði kauphækkunarmannanna verða fyrir löngu jöfn við jörðu, þegar sult- nrinn sem 6 kr. dagkaup er orsök í, gerir mönnum sömu skil og Jökulsá hefir gert mörgum ferðamanninum. Lífróðurinn að koma hækkuninni í gegn um þing- ið, er alveg undraverður. Frv. er til fyrstu umr. í e. d. 2. ág», en 15. ág. afgreiðir sú deild það til n. d. Fyrsta umræða f neðri deild er 21. ág., önnur umr. 23. ág. og þriðja umr. 24. ág. Frv. er því að lokum keyrt í gegn, með afbrigðum frá þingsköpunum, þvi samkv. 22. gr. þingskapanna má þriðja umr. eigi fram fara fyr en tveim nóttum eftir aðra umr. En 2. og 3. umr. eru lótnar fram fara hvorn daginn eftir annan !). 1) Merkilegt er, að eigi sést í þingtið- indannm, að afbrigða frá þingsköpannm hafi verið leitað um þetta mál, sem er þó æfinlega venja. Annars er ritstjórn þingtíðandanna i þetta sinri mjög ábótavant, eigi all-lítið af prentvillum og öðrnm villum; þetta á einkum við n. d. partinn. Þetta kauphækkunarfrv. var rekið svo hart f gegn um þingið, a ð þ a ð e r komið að síðasta markinu, 3 umr. í neðri deild — búið að fara í gegn um 5 umr. í báðum deildum — áður en þingið var búið að samþykkja nokkurn tekju- auka handa landsjóði. 23. ágúst er vörutolls- (farmgjalds) frv. samþ. í efri deild, og afgreitt sem lög, en 24. ágúst er hækkunin afgreidd sem lög frá n e ð r i d e i 1 d. Það er því f y r s t a vsrk þingmanna (meirihl.) eftir að þeir eru bún- ir að leggja toll á nálega allar vörur sem til landsins flyt- jast, að hækka kaup sjálfra 8 f n . Og þetta er gert á þ i n g i sem var f y r s t a þing á kjörtímabili og þess utan aukaþing; þingi sem drap það mál (stjórnarskrána) sem það var kosið og kallað saman til að afgreiða, og með því fleygði það í sjóinn ö 11 u m þeim þúsundum króna, sem kostað var til þes3a máls á þinginu 19 11; þ i n g i, sem áleit fjárhag landssjóðs svo bágborinn, að það varð að tolla næstum alt ætt og óætt, sem til landsins flyst, svo hann yrði ekki gjaldþrota. Afloiðingarnar af þessari hækkun geta orðið næstum óútreiknanlegar. Það er sagt, að þar sem 8krattinn geti smeigt inn litla fingri, þar líði ekki á löngu áður en öll hendin só komin. Ekki ólíkt getur orðið hér. Ekkert er lfklegra en embættismenn- irnir fari nú að dæmi þingsins og heimti lauuahækkun. Á þetta var bent af mótstöðumönnum hækkunar innar. Með þessu væri verið að opna hála braut. Skapa ílt fordæmi. En hækkunarmennirnirskeyttu þessu engu, nema hvað flutningsmennirnir b á ð i r lótu það f ljósi að það æ 11 i að hækka laun embættismanna ef »nauðsyn krefji þess, og þá só afleið ingin (af þessari hækkun) e k k i ill« (úr ræðu Stgr. J. í e. d. bls. 220). Það væri nú gaman að vita, hvenær embættismönnunum sjálfum þætti ekki »nauðsyn krefja« að laun þeirra væri hækkuð. Satt er það, að laun sumra opinberra embættismanna (starfsmanna) eru óhæfi- lega lág, t. d. fiskimatsmannanna flestra, sjómannask.kennaranna, búnaðarskóla- kennaranna, skógvarðanna — utan þess danslta, — vitavarðanna, pÓ3t mannanna o. s. frv. — að ógleymdum yfirsetukonunum og barnakennurunum flestum. En það er bert, að flutnings mennirnir áttu ekki við þ e s s a em- bættismenn — þó sumir þeirra sóu ef til vill þeir allra þörfustu — heldur hina svo kölluðu » 1 æ r ð u « embætt ismenn, sem eru launaðir með fleiri hundruðum króna um mán u ð i n n . Laun þeirra embættismanna er eg taldi upp, eru flest nýlega sett, fárra ára gömul, og þvf miðuð við gildi peninga eins og það er nú, en 8amt voru þau sett svoua lág nokkur hundruð kr. um á r i ð. Manni verður að spyrja: Var það af því að þessir menn voru a 1 þ ý ð u - m e n n og áttu flestir að k e n n a a 1 - þ ý ð u n ti i ? Það var eitthvað annað upp á ten- ingnum, þegar var verið að búa út lögin um laun háskólakennar- a n n a 1909. En þó að þjóðin, m e ð þ v f a ð velja þingið rótt, — gæti sporn að við almennri launahækkun embætt- ism., þá hlýtur þó kauphækkun þing- mannanna að hafa í för með sór hækk- un á ýmsum sviðum. Þingskrifarar og allir aðrir starfsmenn þingsins (nema dyraverðir), sem ern fjölda margir, hafa fengið sömu daglaun og þingrn. öjálfsagt gera þeir kröfu til þess, að þetta hild- ist framvegis. Þetta getur numið nokkrum þús. króna. Milliþinganefndir hafa ltka sama kaup og þingmenn, og þær hafa ekki verið svo fáar, eða starfað svo stuttan tíma síðustu árin. Reyndar er það í almæli að kolaeinokun arnefndin, sem ekkert nýti- 1 e g t v a n n , hafi fengið miklu h æ r r a kaup en 6 kr. á dag. Þá má og geta þess, að samkv, tögum um »landsdóm«, eiga landsdóm arar að fá sama kaup og þingmenn. Vel getur verið að fleira mætti nefna, þó eg muni ekki eftir því í svipinn. Skáldið Stephán G. Stephánsson seg ir í vísunum, sem eg gat um í upp- ha.fi, að þingmenn síðasta þings (hann á vitanlega við hinn ráðandi meirihluta) hafi stýrt: »heim með hnossin merk, hækkað kaup ogsvikinx)verk« Mundu þeir verða svo fáir hór á landi, ef hægt væri að vita hug hvers manus, sem með ánægju vildu játa það, að þessi orð skáldsins væru í fylsta máta sannmæli? Eftir að eg ritaði grein þessa, hefir sú fregn gengið hór um bæinn — og allgóðar heimildir fyrir — að stjórn Hannesar Hafsteins só nú að semja frv. til iaga um launahækkun til embættismanna yfirleitt (jafnvel landritarans, sem hefir að launum 6 þús. kr. á ári, auk alls annars), sem á að leggjast fyrir næsta þing. Þetta frv. hefir líklega átt að koma eins og þjófur á nóttu, áti þess aðkjósendurvissu nokkuð um það fyrir fram, líkt og frumv. um kauphækkun þing- mannanna. Þykir kjósendum og öllum landslýð, n ú ekki tími til að krefjast þess, af þingmönn- um sínum í vor á þingmála- fundunum, að þeir verði á móti þesu nýjasta stjórnar »afreki«, eða ætla þeir þeg- jandi að láta »hálaunagráð uga« embættismenn eta upp meginið af tollum og skött- um, sem þeir gjalda í lands- s j óð? ‘) Hér á hann sjálfstrjgt einkum við það, hvernig farið var með Stjórnarskrármálið. Athugasemd ritstjóra. í því aðal- atriði er ísafold sammála höfundi ofanritaðrar greinar, að siðasta þing átti ekki að hamra kauphækkunarfrv. fram, eins og það gerði. En að öðru leyti er Isajold $er- samlega ósampykk greinarhöf í ýms- um atriðum og orðunartón greinar- innar sömuleiðis. T. d. er árásin á þingið síðasta fyrir það, að eigi var samþykt þá nein stjórnarskrá — með öllu órétt- matt. Það leiddi af sjálfu sér, að samkomulagstilraunirnar í sambands málinu hlutu að valda Jrestun stjórn- arskrármálsins. Frekari athugasemdir bíða betra rúms. Ritstj. Eftiimæli. Sigurður Jónsson bóndi á Lækja- móti var sonur Jóns hreppstjóra á Lækjamóti, Sigurðssonar bónda í Vald- arási og hét fullu nafui Jakob Sigurð-, ur. Móðir Sigurðar var Steinvör Skúla- dóttir stúdents Þórðarsonar á Stóru- borg. Hún dó 1888. Bæði voru þau Jón og Steinvör hin mestu merkishjón; bjuggu þau lengi rausnarbúi á Lækja- móti Qg þar var Sigurður fæddur 21. okt. 1835. Ólst hann þar upp hjá foreldrum sínum og vandist allri bú- vinnu. Ungur varð hann að taka mikinn þátt f bústjórn með móður sinni, því faðir hans þjáðist af sjúk- dómi síðari árin; fór honum það strax vel úr hendi. Faðir Sigurðar mun hafa dáiðl865; tók hann þá algerlega við búsforráð- um með móður sinni og var svo í 3 ár. 1865 giftist hann Sigríði Ólafs- dóttur, Jónssonar dbrm. á Sveinsstöð- um, en misti hana eftir 7 ára sambúð. Höfðu þau eignast 2 syni, dó annar þeirra á undan móður sinni, en hinn Ólafur, er nú giftur bóndi í Lundar- bygð í Ameríku. Árið eftir, 14. okt. gekk hann að eiga eftirlifandi konu sína Margróti Eiriksdóttir, Jakobssonar, Snorrasonar prests að Húsafelli. Eign- uðust þau 4 börn, tvö þeirra dóu ung en tvær dætur þeirra eru nú fulltíða, Guðríður kona Jónatans Líndals óðals- bónda á Holtastöðum og Jónína, er stundað hefir hússtjórnarnám erlendis, og nú er kennari í þeirri grein í Eyja- fjarðar- og Skagafjarðarsýslum. — Á Lækjamóti lifði hann allan aldur sinn og bjó þar 48 ár, ef talln eru með þau 3 ár sem hann var ráðsmaður hjá móður sinni. Hann dó á heimili sínu 1. febr. síðastl. og var jarðsettur að Víðidalstungu 18. s. m. Prófastarnir síra Hálfdán Guðjónsson og 'síra Eirík- ur Gíslason, hóldu báðir húskveðju á heimili hins látna, og hinn fyrnefndi flutti ræðu í kirkjunni. Jarðarförin var fjölmenn; þó ilt væri yfirferðar, voru surnir langt að komnir. Mátti af því sjá, að ekki töldu menn eftir sór ómak til þess að fylgja hinum látna öldung til grafar, enda var hann fjölmörgum að góðu kunnur, Engum kunnugum mun þykja of- mælt þó sagt só, að við fráfall Sigurð- ar sál. hafi Húnavatnssýsla mist einn af sínum beztu bændum, og ber margt til þess. Þó eins væri með hann og flest önnur bændaefni á þeim tlraa, að hann nyti lítillar fræðslu í æsku, hafði hann sjálfur aflað sór haldgóðrar þekkingar á mörgu, enda var hann mikill hygg- indamaður, gjörhugull og gætinn. Hann var framgjarn og kappsamur um alt sem hann hugði að verða mætti til framfara, og varð jafnvel oft á undan öðrum bændum að styðja framfara málin. Svo var það um 1880, þegar verið var að koma á fót kvennaskóla fyrir þessa sýslu, að hann varð strax einn af beztu stuðningsmönnum hans og tók skólann á sitt heimili í 2 ár, enda var kona hans Margrót honum samhent um það, eins og svo margt annað gott. Hafði hann þá þegar húsað bæ sinn betur en þá var títt. Þegar dætur þeirra hjóna, sem áður voru nefndar, uxu upp, sparaði hann ekki fó til að menta þær. Báðar fóru þær utan til náms, og er það meira en alment gerist um bændadætur. — Þrátt fyrir það stóð bú þeirra hjóna föstum fótum, og ætíð var efnahagur þeirra góður. Þau stóðu méð risnu í götu fyrir gestum og gangandi í þjóð- brautinui, eins og mörgum er kunnugt. Má af þessu marka, að ekki hafi bú- skapurinn verið vanræktur á Lækja- móti, enda var Sigurður sál. mikill búhöldur. Hann lót gera mikið að túnbótum og túnvörzlu á jörð sinni. Meðan hann var á bezta skeiði, varð haun að sinna mörgu öðru eu bú- stjórninni. Átti sæti í sýsluiiefnd, var hreppstjóri og hreppsnefnuaroddviti. A seinni árum losaði hann sig við öll þau störf. Mikill áhugamaður var hann um búnaðarframfarir. Vissi eg hann fyrstan til að beitast fyrir því, að koma upp sláturhúsum hór í sýslu. Þó hann væri þá hniginn að aldri, sparaði hann hvorki tíma nó fyrirhöfn til þess að hrinda því máli af stað. Hann ferð- aðist um sýsluna og ræddi málið með eldfjöri æskumannsins við hvern sem hann náði til og bar það loks fram í sýslunefnd til sigurs. Framkvæmd þess máls hefði vafalaust dregist töluvert ef hans hefði ekki notið við. Svo var það um hvert mál, er hann tók að sór, að hann fylgdi því allur og óskiftur. Annað dæmi má nefna um kapp hans og þrautseigju: Venjan hafði helgað upprekstrarskyldu fjáreigenda á Víði- dalstunguheiðl. Þeirri venju vildi hann ekki lúta og taldi hana ranga og ósann- gjarna. Urðu af þvl málaferli milli hans og eigenda heiðarinnar; því máli tapaði hann við undirrótti, en lót þó ekki bugast, heldur skaut því til hæsta- róttar og vann það þar að fullu. Hygg eg slíkt einsdæmi um bónda. Þetta atvik virðist mór bera órækan vott.vm kjark hans og sannfæringarfestu. Auk þess sem nú er drepið á, er ekki síður vert að geta þess, að Sig- urður sál. var bezti heimilisfaðir. Þau hjón ólu upp munaðarlaus fósturbörn, auk sinna barna, og sýndu þeim hina mestu umhyggju og velgjörðir. Þeir eru því m a r g 1 r, sem geyma mlnn- ingu hans í þakklátum hjörtum. Ekkja hans, börnin hans, fósturbörnin og hjúin hans og vinirnir mörgu. 1. marz 1913. B. Sigf. Mannslát. Sunnudaginn 16. marz lózt að heim- ili sínu, Holtastöðum í Húnavatnssýslu, ungfrú Guðrún Jósafatsdóttir. Hún var fædd á Holtastöðum *16. júll 1888; voru foreldrar hennar Jósa- fat Jónatansson óðalsbóndi þar og síðar alþingismaður Húnvetninga, og kona hans, er enn liflr, Kristín Jónsdóttir. Guðrún sál. ólst upp hjá foreldrum sínum á Holtastöðum, og lifði þar alla æfi sína að undanteknum þeim tíma, er hún stundaði nám. Sótti hún fyrst kvennaskólann á Blönduósi 2 vetur, fór síðan tll Reykjavíkur og var þar við nám einn vetur. Var það ætlun henn- ar að sigla á næsta vori til útlanda sór til frekari mentunar. Guðrún sál. var mjög vel gefin stúlka, fríð sýnum og vel vaxin, mjög vel gáf- uð og einkar námfús, dul í skapi, trygglynd og trúkona elnlæg. Banamein hennar var hjartaslag. Kom því dauði hennar, svb bráður, mjög óvart móður hennar, systkinum og vinum, sem vlð lát hennar er mikill harmur að höndum borinn, en gott er til þess að vita, að hún lætur eftir sig góða minning og vammlausa. lÁrni Árnason frá Höfðahólum. _---------«*><'<•------- Tvö blöð koma út af ísa- fold í dag.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.