Ísafold - 07.05.1913, Side 1

Ísafold - 07.05.1913, Side 1
Kemur lít tvisvar í viku. Verð árg. 4 kr., erlendis 5 kr. eða dollar; borg- ist fyrir miðjan júlí erlendis fyrirfram. Lausasala 5 a. eint. Uppsögn (skrifl.) bundin við áramót, er ógild nema kom- in só til útgefanda fyrir 1. oktbr. og só kaupandi skuld- laus við blaðið. XXXX. árg. Reykjavík, miðvikudaginn 7. maí 1913. 37. tölublað I. O. O P. 94599. Alþýðufól.bókasafn Templaras. 3 kl. 7—9. Augnlækninc ókeypis í Lækjarg. 2 mvd. 2—3 Borgarstjóraskrifstofan opin virka daga 10—3 Bæjarí'ógetaskrifstofan opin v. d. 10—2 og 4—7 Bæjargjaldkerinn Laugav. 11 kl. 12—3 og B—7 Eyrna- nef- hAlslækn. ók. Pósth.str.l4Afid. 2-3 íslandsbanki opinn 10—2V* og B1/*—7. K.F.U.M. Lestrar-og skrifstofa 8 Ard.—10 siöd. Alm. fundir fid. og sd. 8!/i slbd. Landakotskirkja. Gubsþj. 9 og 6 á lielgum. Landakotsspitali f. sjúkraviti. 11—1. Bandsbankinn H-21/!, BVi-61/*. Bankastj. 12-2 Bandsbókasafn 12—B og B—8. ÚtlAn 1—B. Landsbúnaðaríólagsskrifstofan opin frá 12 2 Landsfóhirðir 10—2 og B—6. Bandsskialasal’nið hvern virkan dag kl. 12-2 Landsslminn opinn daglangt (8—9) virka daga helga daga 10—12 og 4—7. Bækning ókeypis Þingh.str. 23 þd.og f^d. 12—1 Náttúrugripasatnið opið l1/*— 21/* A sunnud. Samábyrgð Islands 10-12 og 4—6. Stjórnarráðsskrifstofurnar opnar 10—4 dagl. 'l’alsími Reykjavíkur Pósth.3 opinn dagltngt (8—10) virka daga; helga daga 10—9. Tannlækning ókeypis Pósth.str. láB md. 11—12 Vifilstaðahælið. Heimsóki.artími 12—1 í*jóðmenjasafnið opið þrd., fimd. og sd. 12—2. Nýja BI6 sýnir gríðar-langt prógram þriðjudag 6. mai og næstu kvöld: /. Tjórmenninqarnir. 2. JTlúskeííuíiÓarnir þrír. 3. Jirækíu að mérí — Pantið bilæti í talsíma 344. Op- inn hálí tíma á undan sýningum. Erl. simfregnir. Khöfn 6. maí 1913. Afsal Skútari. Svartfellingar liafa afsal- að sér Skútari. Bóndinn á Hrauni. Bóndinn á Hrauni var leikinn á lauoardav (í kql. leikhúsinu) og hlaut góðar viðtökur. Eldarnir að fjallabaki. Nánari skýrsla sjónarvotts. Frá Eyrarbákka lagði undirritaður af stað, á- samt Kjartani Guðmundssyni ljós- myndara, þriðjudaginn 29. apríl, kl. 5V2 f- h- I förina bættist hjá Tryggvaskála Þorfinnur Jónsson gestgjafi. Við fórum skemstu leið og beztu, upp Skeið og Hreppa, og riðum Þjórsá á Nautavaði, kom- um að Galtalæk á Landi kl. 10 um kvöldið. Fylgdarmann feng- um við okkurá Leirubakka, Magn- ús, son Sigurðar þar. Hann reynd- ist okkur hið bezta: ötull, vegvis, kunnugur vel og kátur. Þeir komu jafnsnemma að Galtalæk »innan úr eldi* þeir nafnar Olafur ís- leifsson í Þjórsártúni og Ólafur Jónsson i Austvaðsholti. Fræddu þeir okkur á öllu því, sem þeir vissu tíðinda innan að. Ur bygð. Frá Galtalæk héldum við fé- lagar kl. 10l/2 um kvöldið og höfðum meðferðis heybaggahanda hestum okkar. Veðrið var hlýtt, hægur andvari af fjöllum, létt- skýaður himinn. Leiðinni þar:: ekki að lýsa, við héldum fjalla- baks leiðina nyrztu inn Land- manna-afrétt. Vegurinn var yfir- leitt greiðfær, snjólaus með öllu, )atigað til komið var inn í mitt Sölvahraun. Úr því fóru að koma snjódrefjar, sem ágerðust, þegar innar dróg, og síðasta spottann frá Nýja-hrauni urðum við að ganga. Vitinn framundan. Runnið áljósið. Skuggsýnt var ^að ríða inneftir og erfitt að halda vörðunum, enda glapti okkur sýn það sem fram undan var alla leiðina, eldbjarm- inn niðri við sjónarröndina og glampinn og litbrigðin langt upp á himinu, dumbrauðir skýbólstr- ar fyrir ofan skærustu birtuna, aá þynnri skýjatása með gulls- lit, sem náði víða vega austur og upp á loftið. Bjarminn skýrðist þegar nær dró. Samræður féllu niður. Við vorum hugfangnir af þessari sýn, er rak okkur áfram alt hvað af tók, til að komast sem næst eldinum fyrir dagsbrún. — Löng þótti okkur leiðin inn fyrir Valahnjúka, sem altaf skygðu á sjálfan eldinn, en þar tóku þá við nýar hæðir, og yfir þær urð- um við að fara. öskulagið á snjónuin, sem smá-ágerðist eftir því sem innar dró, var nú orðið síðasta kaflann á leiðinni, að minsta kosti 2 til 3 þuml. á þykt. Eldarnir l augsyn. — Stórfeld syn og minnisstœð. Sjálfan eldinn sáum við nálægt óttu, þegar lýsa tók af degi. Og þá vorum við komnir inn undir brúnina á nýrunna hrauninu. Þar áðum við og snæddum náttverð, og nú varð ekki komist öllu nær með hestana. Þetta var á hæð, og þaðan var afbragðs útsjón yfir eldvarpið og hraunið. Sú sjón, sem nú blasti við okkur, verður okkur minnisstæðari en alt, sem við höfum áður séð. Eg treysti mér illa til að lýsa því, sem fyrir augun bar. Um hin ýmsu stærðarhlutföll, svo sem fjarlægð, ummál og hæð eldvarps- ins gátum við ekki orðið á eitt sáttir, enda erfitt að ætla á það í fljótu bragði. Að því er mér virtist, var eldurinn uppi um 400 m. inn af þeirri brún hraunsins, sem við komum að, að eins á þeim eina stað, og hvergi annarsstaðar. Þar risu upp eldstrókar af jafn- sléttu — en þó hraungúll utan um — allir á sama stað, einn langhæstur í miðjunni, en smærri súlur utan með — alt fúnandi bál á fleygiferð, sem hríslaðist út og rigndi síðan niður, með neista- flugi, sem sindraði meðan skugg- sýnt var, en hrundi niður eins og dökkar perlur, þegar bjart var orðið. Eldstólparnir tóku upp fyrir Hrafnabjörgin á bak við, frá okkur að sjá, og hæð þeirra ætla eg að láti nærri 100—150 m. Félagar mínir hugðu eldinn hærri. Þetta sífelda gos, sem var samt og jafnt allan tímann, sem við vorum þarna, var ekki óáþekt vatnsgosinu úr Geysi, meðan það er hæst. Við gátum að minsta kosti ekki borið þetta saman við neitt líkara. En þetta gos bar vitanlega af því sem gull af silfri. Þykkan, svartan mökk lagði af gosinu sjálfu, en úr hrauninu í kring stigu víðsvegar upp þykk- ildis gufubólstrar. Meðan ekki var full-birt, virt- ist víða loga ofan á bráðinu, þar sem hraunið var yngst, en það hvarf með dagsbirtunni. Hraunið var annars alt grádökt á lit, svart í fjarska. Sólaruppkoman Meðan við snæddum náttverð og störðum tyggjandi á þessa mikilfenglegu sjón, kom sólin upp yfir Hrafnabjörgum. Okkur varð starsýnt á hana, enda kom hún okkur all ókunnuglega fyrir sjónir. >að var engu líkara en að fallið íefði á hana aska, svo var hún upplituð og torkennileg orðin gegnum mökkinn og borin saman við glóðina fyrir framan. Hann nefir liklega séð hana eins á sig komna, sá sem þetta kvað endur fyrir löngu: Sólin guðs sést nú bleik, sem gull það liggur í í’eyk. En sólin fór að taka sig þegar hún hafði sig upp úr eimyrjunni. Þegar hún hækkaði á liimninum sló fölva á eldinn. Umbrurn brumbr, ambrum brarnbr. Við höfðum búist við dunum og dynkjum úr eldiuum, þegar nær drægi. En hljóðið, sem við heyrðum frá því að við komum á áfangastaðinn og úr því, var alt annað. Það var ekki sá há- vaði af því, að við þyrftum að brýna raustina í viðræðum, en þó var það mjög glögt og áberandi. Eg var lengi að gera mér grein fyrir hverju hljóðið líktist. Tónn- inn í því nær ef til vill bezt vísubyrjuninni hans Æra-Tobba: »Umbrum brumbr og ambrum brambr«, kveðinni með hæfilegum drætti, þögnum og áherzlum. En það var eins og saman færi hvæs, glamur og gnýr. Helzt datt mér í hug að það líktist því að heyra í fjarska stóra trjáboli falla i sí- fellu ofan á hrauk af bárujárni. En hvernig á þessu glamri gat staðið, er erfitt að skilja. Umhverfið. Uppdrátt landmælingamann- anna dönsku — Heklu og um- hverfi hennar — hafði eg tekið með mér, en hann kom ekki að neinu haldi, náði ekki nema skamt inn fyrir Valahnúka, eða alt að eldsvæðinu. Eg gerði því laus- legan uppdrátt yfir svæðið og fór eingöngu eftir þeim skýrslum, sem fylgdarmaður okkar gat gefið um áttir, fjallaheiti og önnur örnefni. í norðri blasti við Melfell, suð- ur af því, en í norðaustur frá okkur að sjá, Hrafnabjörg, og suður af þeim (suðaustur frá okk- ur) Sauðleysur. Vestan undir Sauðleysum rennur Helliskvísl til norðurs fram með Hrafnabjörgum og Melfelli út í Tungnaá, í suð- ur frá okkur liggja Króköldur meðfram Helliskvísl að vestan, en suðvestur frá þeim liggja Krakatindar. Milli Krakatinda og Sandleysna er Lambaskarð; vest- an við Helliskvísl beint á móti heitir (eða hét að þessu) Latnba- fit, flatlendi með dálitlum gróðri. Þar áðu fjallrekstrarmenn lömb- um á vorin áður en lagt var á kvíslina og haldið áfram austur um Lambaskarð. Vegur þessi er beinni leið og skemmri inn í aðalafréttinn, en er raunar snið- gata út úr sjálfum Fjallabaks- veginum, er liggur suður með Helliskvísl austan i Króköldum yfir kvíslina norðarlega í Sauð- leysum, síðan í hálfhring með þeim, fyrst i ’.suður, þá í norð- austur alt að Landmannahelli. Afstaða eldsins og lega hraunsins. Kl. 5 fórum við að skoða okk- ur um. Þorfinnur gætti hest- anna. Við gátum okkur til, að þegar eldurinn brauzt út, hafi jarð- sprunga mikil ca. 3. km. löng myndast alla leið sunnan af Króka- öldum norður yfir Helliskvísl og gegnum öxl Hrafnabjarga, er að norðri veit. Nokkru norðar en í miðri jarðsprungu þessari er gíg- ur sá, er nú gýs í sífellu. Hann er rétt austan við Helliskvísl, lít- ið eitt norðar en fyrir miðju Lambaskarði. Frá honum renn- ur vellandi hraunflóðið út í kvísl- ina norður með henni austan megin og stefnir á vestur hliðina á Melfelli. Líkindi eru til, að eldvörpin hafi verið fleiri í byrjuninni, þvi hraun hefir runnið yfir Lambafit, þar sem hún virðist liggja hærra m eldvarpið, sem nú gýs. Auk íess liggur hraunrimi til suðurs upp á Króköldum. Þær liggja svo hátt, að óhugsandi er, að hraunið hafi runnið svo upp í móti, enda var eins og mótaði þar fyrir 1 eða 2 gígum. Hraun- rimi þessi er í gili, sem liggur frá suðri til norðurs; er á að gizka 1200 m. á lengd, en breidd hans hefir gilið takmarkað, svo hún mun ekki fara fram úr 100 m. Þarna hyggjum vér jarðsprung- una byrja, en getum þó ekki full- yrt neitt um það, annað en að eldvarpið, sem nú gýs, er í sömu stefnu sem hraunriminn; og úr öxlinni á Hrafnabjörgum rauk víða og báru reykir þeir í gíginn og hraunrimann ofan af Króköld- um að sjá. Aðalhraunið hefir runnið yfir Lambafit, brúað Helliskvísl á all- löngu svæði og lokað bæði Fjalla- baksvegi og afréttarleiðinni aust- ur Lambaskarð. Breidd hrauns- ins frá vestri til austurs áætluð- um við um 4—500 m. Út á hraunið. Ylur undir fótum. Brennisteins- daunn. Snjóbráð og vatnsmekkir. Þar sem við komum að hraun- brúninni var hraunið orðið það kalt, að eg gat gengið út á það góðan spöJ. Efstu nybburnar voru orðnar kaldar, en skorpan annars öll ylvolg, svo að vel fanst gegnum vatnsstígvélasólana. Annars var hitinn nokkuð mis- jafn og reyki lagði viða upp úr sprungunum. Víða var hraunið svo gljúpt, að það molnaði undir fæti svo sem aska, og hefði mátt moka því upp með skóflu á köfl- um. Brennisteinshrúður voru víða á hrauninu, og lagði frá þeim svo megnan ódaun fyrir vitin, að lítt var þolandi og eg fann til eymsla alt ofan í lungu. Víða hafði hraunið brætt sig gegnum stóra snjóskafla. Sér- staklega einkennilegt var að sjá hvernig aðfarir þess höfðu verið við Króköldur. Þar var snjóskafl að minsta kosti 2 mannhæða hár og jaðarinn þverhnýpt niður hraun megin og bil á milli hans og hraunstorknunarinnar eins og geil. Það var hitinn af hrauninu með- an það rann, sem hafði brætt svona frá sér, lengra en renslið náði sjálft. Ilt var að sjá glögt til þar sem hraunrenslið náði vatninu í Ilel iskvísl, því að þar stigu upp helj- armiklir gufumekkir, eftir vinc - stöðunni niður kvíslina, og þeir byrgðu alla útsjón þar. Hitamæli stakk eg á einum stað 2—3 þml. ofan í öskufrauð í út- jaðri hraunsins, og sýndi hann 42 stig (celsius). »Þar var af lifandi fdtt«, eins og geta má nærri, þarna inn í óbygðunum á þessum tíma árs. Þó fundum við á einum stað við hraunröndina græn grös, sem teygðu sig upp úr þunnu ösku- lagi.^Þau hafa lifnað þarna snögg- lega við hitann, sem hafði brætt ofan af þeim snjóinn. önnur lifsmörk náttúrunnar sáum við engin, nema tvo hrafna, sem komu fljúgjandi neðan að, sveimuðu hljóðir yfir hraunið um- iverfis eldgosið einu sinni, og mrfu síðan eitthvað áfram. Ólík- egt er, að þeir hafi onpið svona innarlega, fjarri mannabygðum. litt þótti okkur sennilegra, að >eir hafi farið þangað fyrir for- vitnissakir, rétt eins og við hinir. Ljósmyndir. Kjartan Guðmundsson tók nokkr- ar myndir af því, sem fyrir aug- un bar, bæði af eldinum sjálfum, snjóskafii við hraunbrúnina, vatns- mekkinum 0. fl. Þetta eru éf til vill fyrstu ljósmyndirnar, sem teknar hafa verið af íslenzku eld- gosi. En vél hans var of þung í vöf- urp. Hann treysti sór ekki með íana yfir hraunrimann við Krók- öldur og komst því ekki eins nærri eldinum og skyldi. Meðan hann var að ha,græða vélinni var eg úti á hrauninu og varð eg að bíða hans þar um tima til að komast með á myndina. íg settist niður — en stóð skjótt upp aftur. Mér varð ekki um sel þarna, því mér fanst jörðin hreyfast undir mér. Þetta hefir víst ekki verið annað en imyndun, en hitt var ekki hugarburður, að hún brynni undir fótum mér. Leit að austureldum. Eftir fljótlega athugun á um- hverfi og afstöðu eldsins og legu hraunsins lögðum við Magnús upp Króköldur um kl. 8, i suðvestur í átt til Krakatinda, til að svipast um eftir eldum þeim, sem fyrst brutust út 25. apríl, en hjöðnuðu brátt niður og hurfu svo með öllu, nokkru eftir uppkomu norðureld- anna. Okkur sóttist ferðin seint suður eftir, því færð var þung, en kom- umst þó um kl. 10 það langt, að vel sá til Krakatinda og lengra suður um. Þar var hvergi reyki að sjá, öskufall, né önnur vegs- ummerki elds þar á nálægum slóðum. Af þessu ályktuðum við, að syðra gosið væri miklu austar en kunnugir höfðu gizkað á í fyrstu og sáum okkur því ekki fært að halda lengra, en hurfum aftur í áfangastaðinn skemstu leið. Kl. var um 11 er þangað kom. Ferðalok. Nú var strax stigið á bak og haldið heim á leið, sama veg, nema nú á ferju yfir Þjórsá á Hrosshyl. . Við riðum þann dag allan og næstu nótt og komum að Tryggva- skála aftur kl. 4 morguninn eftir (fimtudaginn 1. mai). Ferðin tók þannig ekki nema tæpa 2 sólar- hringa, enda hafði okkur ekki komið dúr á auga. Eldgeysir og Hörpuhraun. Eldvarpið, sem við sáum, höf- um við skýrt Eldgeysi í höfuðið á gamla Geýsi, vegna líkingar- innar milli gosauna, en hraunið

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.