Ísafold - 07.05.1913, Blaðsíða 2

Ísafold - 07.05.1913, Blaðsíða 2
144 ISAFOLD Tijrsfa ísíenzka eimíesfin. Þetta er mynd af fyrstu íslenzku eimlestinni, þeirri sem er sagt var frá í ísafold um daginn. Fyrir neðan fremri farþegavagninn stendur Kirk verkfr., þá eru í vagninum (frá hægri til vinstri): sira Jón Helgason, Páll borgarstjóri, Benedikt Jónasson bæjarverkfr., Ól. Björnsson ritstj., Sveinn Björnsson bæjarfulltr., Þorst. Gíslason ritstj. og Kl. Jóns- son landritari. Lífið á f nýkomna Humarskófatnaðiiiii. t. d. karlm. og kvenm. brún stígvél og skór, ótal teg. Samlalar 15 teg., Htrigaskór margar teg. Alt nýtt og fallegt. Alt vandað og ódýrt. Lífið á sýnisfjornin í gíuqgunum! Kaupið hátíðarskófatnaðiun hjá Lárusi G. Lúðvígssijni, t>ingf)oífsstræfi 2. Nordisk Brandforsikring, brunabótafélag, vátryggir hús og innanstokksmuni utan Reykjavík- ur. Ekkert annað félag ódýrara hér á landi. í Reykjavík eru iðgjöld lækkuð um 20% frá 1. jan. síðastl. A. V. Tulinius Miðstr. 6. Lifsábyrgðarfélagið „DAN“. Tekið yið iðgjöldum í Miðstræti 6 frá 12-2 á virk- um dögum. Hörpuhraun, því að það hóf göngu sína með Hörpukomunni, varð samferða sumrinu. Og skáldið í förinni gaf þeim vísu i nafnfesti: Vel eru goldin vökulaun vit mitt held ég taki Eldgeysir og Hörpuhraun hátt að fjalla-báki. og enn kvað hann: Sumareldur, sólarraun, seiðir mig allar stundir siðan ég kom í Hörpuhraun Hrafnabjörgum undir. Eyrarbakka 2. maí 1913. Guðmundur Guðmundsson. Eimskipafélagið. M o 1 a r. Nokkrar fréttir eru farnar að ber- ast utan af landi um hluttöku manna i Eimskipafélaginu. Allar segja þær einróma góðar undirtektir. Hluttaka mismunandi, eftir efnum og ástæð- um hvers einstaks; en svo virðist sem flestir vilji vera með að ein- hverju leyti. Bráðabirgðastjórnin mæltist til þess við hér um bil 200 manns víðsveg- ar um landið, að gangast fyrir hlula- söfnun hver í kring um sig. Tveir hafa mælst undan, þó ekki af því þeir væru ekki félagsstofnuninni hlyntir, heldur af öðrum ástæðum. Allir aðrir tekið málinu mjög vel. Einn hreppur í RangárvallEsýslu hefir tekið hluti fyrir 3000 króntir af hreppsefnutn. Fallega af sér vikið. Tveir sýslumenn hér nærlendis hafa gengið á undan öðrum með góðu eftirdæmi. Þeir skrifuðu sig strax, manna fyrstir í sinni sýslu, fyrir mjög ríflegum hlut hvor. Fregnir hafa borist um það, að óvissan um það, hvort skipin verði eitt eða tvö, hafi dregið nokkuð úr mönnum norðanlands og austan að skrifa sig fyjir hlutum. Ef satt er, þá er það illa farið. Ósk frumkvöðlanna var sú að geta komið öllulandinu í sem jafnast og bezt samband við umheiminn. Takist ekki að safna nógu fé til tveggja skipa, sem skifta landinu milli sín (annað hefði Suður- og Vesturland, hitt Norður- og Austurland) var áformað, að byrja með einu skipi, sem aðallega hefði þær ferðir, sem er talið að borgi sig; með þvi móti væri byrjað og líklegt til góðs árangurs. Yrði þá mjög bráðlega batt við hinu skip- inu. Norður- og Austurland fengi þá sitt skip að eins litlu seinna. Með því að leggja fé nú þegar til fyrirtækisins greiða því Norðlending- ar og Austfirðingar bezt götu sínum hagsmunum hvernig sem á málið er litið. Hrapallegt væri það ef skipið gæti ekki orðið nema eitt einmitt vegna tómlætis manna norðan og austan. En eftir því, sem nú lítur út fyrir er alt útlit á þvi, að nóg fé safnist til tveggja skipa, ef hluttakan verður ekki minni norðan og austan en annarstaðar á landinu. Mæling eldstöövanna. Næst eldstöðvunum allra hafa þeir komist Reykvíkingarnir 3, Andrés Fjeldsted augnl., Eggert Briem óðals- bóndi og Guðjón Sigurðsson úr- smiður. Þeir hafa ákveðið legu þeirra svo: Þær eru á 64° 3’—4’ norðurbr. og lengdarstig 310 40’—50’; eld- gjáin stefnir frá útsuðri til landsuð- urs, hefir klofið vestustu Krókagils- ölduna, farið þvert yfir Lambaskarð óg gegnum eystri Kringreiðaröldu. Eldgjáin er 4—6 km. á lengd. Hraunið er apalhraun. Grundarþing og Garðar. Þegar við þvi var búist í vetur, að Grundarþing losnuðu með vorinu, var það mitt ráð og prófasts á Akur- eyri, að Grundarþing væru eigi aug- lýst, en prófastur þjónaði í bili. Nú fór svo sem við var búist, að síra Þorsteinn Breim á Hrafnagili var kosinn f Görðum. Varð síra Björn Stefánsson þá þjónustulaus, og vildi ekki sækja um prestaköll þau er laus voru. Kom mér þá til hugar að útvega honum setning f Grundarþingum; tók síra Bj. St. því álitlega, prófastur gaf góðfúslega eftir sína þjónustu þar, og eg bað pró- fast að grenslast eftir því við sókn- arnefndir, hvort söfnuðirnir tækju eigi vel þeirri ráðstöfun, að prestur yrði þar settur fremur en þjónað væri að, og áréttaði það símtal bréf- lega með »Flóru« 9. f. m. Fekk eg svo fljótt þær undirtektir að norð- an, að 15. f. m. reit eg stjórnarráð- inu og beiddist heimildar til að mega setja síra Bj. St. prest að Grundar- þingum fornu frá næstu fardögum. En þá, rétt á eftir, kom fram hikið hjá sira Þ. Br. Stóð þá alt fast, og bíður skriflegra skilríkja í málaleitan síra Þ. Br. Svo er málinu varið. Það sem síra Bj. St. mundi viljað sagt hafa í síðustu Isafold er það, að hann hafi haft fulla ástæðu til að treysta því, að hann yrði settur. Frá minni hlið var alt undirbúið til þess. Við síra Bj. St. tókum það alls ekki í reikn- ing, að sira Þ. Br. kynni að beiðast þess að fá aftur sitt gamla presta- kall. Orðin, sem síra Bj. St. kveðst hafa frá mér fyrir þvi, að hann vceri settur, geta eigi verið önnur en þau, að hann spyr mig í símtali rétt áð- ur en »Skálholt« fer, hvort hann megi skrifa norður með þeirri báts- ferð um væntanlega setning sína. Athugaði eg, að bréf það yrði eigi komið í Eyjafjörð fyrri en undir mánaðarlokin, og sagði honum vel- komið að skrifa, þvi að alt ætti þá að vera komið i kring, og eg búinn að senda söfnuðunum símskeyti um ráðstöfunina. Þórh. Bjarnarson. Hræring nokkur fanst austanfjalls i fyrri nótt og reykir sáust meiri frá eld- stöðvunum í gær en undanfarið. NJ sleðaferð yfir Grænland. Þess mun vist hafa verið getið hér i blöðum í fyrra, að gerður hafi verið út leiðangur frá Sviss, undir forustu dr. A. de Quervains til þess að fara ferð yfir miðbik Grænlands. Dr. Quervain lagði upp í þessa glæfraför 20. júní i fyrra úr Teir- sukatak-firði, sem skerst inn úr Diskó- flóa, á 66° nbr. í för með Quer- vain voru 3 félagar hans og 2 Græn- lendingar og höfðu þeir 4 sleða og 29 hunda. Gekk þeim ferðin mjög greiðlega; komust þeir bráðlega upp á jökulinn 1100 m. yfir sjávarflöt. Á 4. degi varð fyrir þeim frosið stöðuvatn, sem þeir komust klak- laust yfir og alt upp að 1600 m. hæð voru þess konar vötn á jöklin- um. 8. júlí voru þeir komnir á miðjan jökulinn, 2400 m. yfir sjáv- arflöt. Mestu hæð jökulsins, 2550 m., náðu þeir fyrst er þeir voru komnir tvo þriðju hluta leiðarinnar. 17. júlí fóru fjöllin á austurströnd- inni að koma í ljós, það var hátt fjalllendi fyrir norðan Sermilík-skrið- jökulinn. 21. júlí komust þeir nið- ur af brún jökulsins og 1. ágúst náðu þeir til Angmagssalik, hinnar litlu Eskimóabygðar á austurströnd Grænlands og höfðu þá farið eitt- hvað um 700 km. Höfðu þeir að eins verið 6 vikur á leiðinni og ekki verið veðurteptir nema einn dag. Yeðrið var annars oftast hagstætt, vestan á jöklinum tíðast vestanvind- ur með snjókomu. Minstur hiti var -f- 230 C. Af hundum mistu þeir aðeins 3. Ferð þessi hefir þannig gengið mjög vel og svo mikið hefir mönn- um farið fram i svona ferðalögum, að tveir víðfrægir ferðagarpar gerðu 3 árangurslausar tilraunir til þess að fara yfir Grænlandsjökulinn á þessu svæði, Nordenskjöld 1870 og 1883 og Peary 1886. Nú þegar þetta er skrifað, mun ferðagarpurinn danski, Koch kapteinn, vera nýlagður upp í samskonar ferð yfir þenna mikla jökulfláka, en miklu norðar og töluvert lengri veg (900 —1000 km), frá Lovísulandi til Upernivíkur. Óskandi væri að hon- um mætti farnast jafnvel og dr. d. Quervain. B. Sam. Reykjayik Theater. Fritz Boesens Theaterselskab begynder en kortere Forestillingsrække TorBdag 8 og Fredag 9. Mai Kl. 8*/2 med Rosmersholm af Henrik Ibsen. Bilietter til disse Forestillinger kan forudbestilles i Isafolds Boghandel. Billetpriser: 2,00—1,50—1,00. Hestaskatturinn nýi á Englandi. Fyrir tveim mánuðum var frá þvi skýrt hér í blaðinu, að frá i. degi aprílmánaðar ætti svonefnd mallein- rannsókn að fara fram á öllum hest- um, er frá útlöndum flytjast til Bret- lands hins mikla, og hefði engin undanþága fengist þrátt fyrir ræki- legar sannanir héðan, að sú rann- sókn væri alveg þýðingarlaus fyrir íslenzka hesta, þar sem hér gæti alls eigi verið um þá sýki að ræða, sem rannsóknin er gerð við. Beinn kostnaður við rannsóknina um io kr. á hest, auk töluverðra óþæginda. Nú hefir stjórnarráðið fengið bréf um það, að framkvæmd á þessari mallein-rannsókn hafi enn verið frest- að til i. dags júlímánaðar í sumar. Er ekki óhugsanlegt, einkum þar sem svo vel ætlar að vora, að koma mætti einhverju af hestum héðan til Englands fyrir þann tima, og I því skyni er frá því skýrt hér í blaðinu. Lífi fargaði maður einn í Efstadal í Laugar- dal fyrir skömmu. Hann hét Ing- var Jlsmundsson. Hann hljóp í Brú- ará. Hafði borið nokkuð á sinnis- veiki í honum í vetur. Nýlátin er Sigríður Glsladóttir kona Stef- áns emeritprests Stephensens, í Skip- holti, dóttir Gísla ísleifssonar (asse- sors Einarssonar), en systir síra ís- leiís heit. í Arnarbæli. Merkiskona mikil. Næsta blaðs biða, vegna þrengsla, grein um Smjörbúin, eftir H. Grönfeldt og 9. trúmálahugleiðing síra J. H. Gullbringu- ogKjósarsýslu- kosningin. Þess var getið í næstsíðasta blaði, að hr. Þórður Thor- oddsen þættist vera beinharður sjálf- stæðismaður á þingmálafundum nú, fyrir kosninguna á þriðjudaginn, og að það kæmi illa heim við yfirlýs- ingu frá honum 1911. Sú yfirlýs- ing birtist í Lögréttu þ. 20. sept. 1911 og segir hann þar m. a.: »Enn er pess að geta, að eg er alls ekki i Sjálfstœðisflokknum«. . . Hvað þarf svo frekar vitna viðl ReykjaYtknr-annáll. Aðkomumenn, Andrés Fjeldsteð frá Ferju- bakka, Signrður FjeldsteÖ frá Ferjukoti, Guðm. Daníelsson frá Svignaskarði, sira Jóh. L. Jóhannesson frá Kvennabrekku. »Alt i grænum sjó«, flimleikur sá er stúdentar léku laugardagskvöldið, var að- eins sýndur það eina skifti. Á sunnndag átti að leika hann aftur, en þá kom, und- ir miðaftan, bann um það frá lögreglu- stjóra — samkvæmt kröfu hr. Einars Hjörleifssonar, er var einn þeirra, sem stældur var í leiknum. Eldgos-myndir, sem Andrés Fjeldsteð angnlæknir tók fyrir austan, eru til sýnis i glugga Bókverzlnnar ísafoldar. Járnbrautarslys varð hér i bæ á sunnu- daginn. Stúlka ætlaði að hlaupa af eim- lestinni, en lenti undir vögnunum og fót- brotnaði. Mikið lán, að eigi hlauzt af stórfeldara slys. Kappglfman milli Ármanns og glimnfl. U. M. F. R. fðr fram í gærkveldi. Ár- mann hafði sigur með 47 vinningum móti 31. Knattspark háðu Frakkar og íslending- ar úti á Iþróttavelli á sunnudaginn kl. 4. Var fjör mikið i ieiknum og ánægja að horfa á. íslendingar unnu fjórum sinnum en Frakkar tvisvar. Af íslendingum voru i þetta sinn 7 úr Knattspyrnufélagi Rvk. en 4 úr Fram. Eftir leikinn höfðu ís- lendingar Frakkana í boði sinu og skildu með kærleikum. Ný Studentahúfa. í stúdentafélaginu hefir verið fengist við það í vetur að fá gerða sérstaka stúdentahúfu til notkunar við Háskóla íslands Sú gerðin, sem að lokum likaði bezt, var búin til af frú Önnu Ásmundsdóttur. Var samþykt á sameig- inlegum fundi stúdenta og 6. bekkinga Mentaskólans i gærkveldi að taka hana upp sem islenzka stúdentahúfu. Rosmersholm verður leikinn fyrsta sinni annað kvöld, eins og auglýst hefir verið. Skipafregn. Sterling kom snemma i morgnn. Meðal farþega: Pétur Olafsson konsúll frá Patreksfirði, dönsku leikend- urnir, Hendriksen forstjóri Thorefélags, Nathan kaupm., Petersen verkfr. (umboðsm. Monbergs hafnarsmiðs), jungfr. Ragna Gunnarsdóttir. Botnía kom að vestan i gærmorgun. Hólar komu úr strandferð í nótt. Tvö blöð koina út af ís»' fold í clag.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.