Ísafold - 15.05.1913, Side 1

Ísafold - 15.05.1913, Side 1
Kemur út tvisvar í viku. Verð úrji'. 4 kr., erleiidis 5 kr. eða l^dollar; borg- ist fyrir rniðjan jrili erleiidis fyrirfrnni. Lausasala 5 m. pint. Uppsögn (skrifl.) bundin viðáramót, erógiid nema kom in só tii útgefanda fyrir 1. oktbr. og só kaupaudi skuld- laus við blaðið. Reykjavík, flmtudaginn 15. maí 1913 39. tölublað XXXX. árg. I. O O P i'4599. Alþýðafól.bókftsafn Templaras. 8 kl. 7—9. Angnlæknincr ókeypis i Lækjarg. 2 mvd. 2—3 Borgarstjóraskrifstofan opin virka dapa 10—8 Bæjarfógetaskrifstofan opin v. d. 10—2 og 4—7 Bæjargjaldkerinn Laugav. 11 kl. 12—8 og 5—7 Eyrna- nef- hAlolækn. ók. Pósth.str 14A fid. 2-8 íslandsbanki opinn 10—21/* og 61/*—7. K.F.U.M. Lestrar-og skrifstofa 8árd.—10 siöd. Alm. fundir fid. og sd. 8*/a slðd. Landakotskirhja. Guðsþj. 9 og (> á helgum. Landakots^pitali f. sjúkravitj. 11—1. Landsbankinn 11-21/*. B^/s-61/*. Bankastj. 12-2 Landsbókasafn 12—8 og 5—8. ÚtlAn 1—8. Landíibúnaðarfólsgsskrifstofan opin frá 12 2 Landsfóhirðir 10—2 og 5—6. Landsskialasafnið hvern virkan dag kl. 12-2 Landssíminn opinn daglangt (8—9) virka daga helga daga 10—12 og 4—7. Læknincr ókeypis Þingli.str. 23 þd. og fsd. 12—1 Náttúrugripasafnið opið l1/*—21/* á runnud. Samábyrgð Islands 10 12 og 4—6. StjórnHrráðsskrifstofurnar opnar 10—4 dagl. Talsimi Reykjavikur Pósth.3 opinn daglnngt (8—10) virka daga; helga daga 10—9. Tannlækning ókeypis Pósth.str. 14Bmd. 11—12 Yífilstaðahælið. Hoimsók artlmi 12—1 I»jóðmenjasafnið opið þrd., fiu.d. og sd. 12—2. 1913. Frá Rvik 6. júlí með Hölum hrað- ferð til Snuðárkróks. Þaðan með Skál- holti ii. júli til Akureyrar. Þá með Flóru til Seyðisfjarðar 20. júli, og þaðan með Skálholti 7. ágúst til Rvíkur. Dvel því á Sauðarkrók frá 8.—11. jú !, á Akureyri frá 14.—20. júli, og á Seyðisfirði i 6—15 daga “í^ir ástæðum. A. Fjeldsted. Próf fyrir börn á skólaskyldum aldri, sem lesið hafa utanskóla í vetur, verður haldið í barnaskólanum laugardaginn 17. þ. m., og byrjar kl. 8 f. h. Foreldrar, eða aðstandendur barn- anna, verða, að viðlagðri sekt, að sjá um, að börnin komi á réttum tíma til prófsins. Borgarstjóri Reykjavíkur, 14. maí 1913. cPáll Cinarsson. Kosningin í Gullbr. og Kjósarsýslu. Atkvæði voru talin í dag á hádegi. Þingmaður var kjörinnn síra Kristinn Daníelsson prófast- ur á Útskálum með 235 atkv. Björn í Grafarholti hlaut 100, Þórður Thoroddsen 65. 25 seðlar voru ógildir. Hvað sem öðru líður — 1. Ekki er laust við það, að einstaka raddir heyrist um það, að »dauft sé nú í pólitíkinni, það gerist ekk- ert og blöðin séu dauð og fjörlítil*. En Jjörlítil þýðir á máli þeirra, er svona tala rijrildissnauð. Þeim finst ídauft eftir múkinn«, eftir alt hið hamramma barsmíðisbál siðustu ára — finst sem lognmóða hvíli nú yfir stjórnmálalífi voru og þykir það ilt. En þó er þetta eigi nema lítill hluti þjóðarinnar, er svo hugsar. Hinir munu miklu fleiri, er fagtia því, að dregið hefir nokkuð úr stór- skctaskammahriðnrdyn þeim, er í meðvitund fólksins þótti áður óhjá- kvæmileg fylgja stjórnmálalífsins með- al vor. Ef landsfólkið prófir sjálft sig, og lætur samvizkuna eina skera úr — þykjumst vér mega fullyiða, að sú yrði raunin í meðvitund þess, að það væri til góðs, hversu vel hefir verið sknpi stilt yfirleitt i stjórnmál- um landsins siðasta árið. Þessi sifelda lúsaleit eftir einhver- jum snaga, er hengja mætti hntt sinn á, hversu veikur sem væri, þessi sí- felda aðfinslu-sótt yfir hreinum smá munum í stjórnarfarinu — sem komst í algleyming á árunnm 1909 — 1911 — hún á áreiðanlega ekki lengur óðal í hjörtum landsmannn. Þjóðin er nú komin af barna- breksárum hins nýja stjórnarfyrir komulags vors, hún fæst eigi leng ur til að æðrast út af smámunum, til að eyða kröftum sínum til að deila um keisnrans skegg — í dag- legu stjórnarfari voru. Það hefir sýnt sig á dögum stjórn- arinnar, er nú situr við völd, að þótt ýms minniháttar víti hafi mátt finna í fari hennar, hefir engin veru- leg tilraun gerð verið til þess að reisa landið til vonzku út af þvi. En tekið hefir verið alvarlega í taumana svo sem vera bar, í tveim aðalatrið- um, af því að þau voru harla mik- ilsverð. Þar eigum vér við hina óhentugn samgön%usamnin%a í vetur og uppkastið nýja. Sú ætti og að ríkja stefna i stjórn- málum okkar eftirleiðis að fjargviðr- ast ekki yfir smámunum, en taka þess stinnara í strenginn, er um stórmál er að tefla, láta hinar stóru línur ráða, en fást ekki um persónu- lega höggstaði og væringagirnd ein- stakra manna. Ef áfram hefði verið haldið þeirn bardagabrag, er andófsmenn stjórn- arinnar 1909—1911 fylgdu, mundi vafalaust hafa þynst ár frá ári mœtra manna fylkingin á stjórnmálavelli vorum. En það gott hefir bræðing- urinn svo nefndi haft í för með sér að linna af þeim flokka- og persónu- deilu ósköpum, er voru í þann veg- inn að helfrysta alt gróðurvænlegt og heilsusamlegt stjórnmálalíf i landinu. Og þótt eigi yrði betri árangurinn af þeim atburðum, í sambandsmálinu gagnvart Dönum,' er það eigi bræð- ingsmanna sök, heldur danskra við- semjenda. Sá hefir þó að voru áliti orðið góður árangur af þeim tilraunum inn á við, að nú mun allur þorri landsmanna vera um það samhuga, að eigi þýði neitt að vera að hreyfa sambandsmálinu að svo stöddu, held- ur beri að leggja það á hilluna fyrst um sinn, eins og lsajold lagði til þegar i vetur, er »væntanlega fáan- leg« stjúpu-útlát Dana urðu kunn. Og skyldi enginn maður gera litið úr þeim árangri, því að í honum felst mikill krafta-sparnaður í stjórn- málunum, i honum felst aðal mögu- leikinn til þess að gera stjórnmála mönnum vorum kleift að gefa sig óslitna að hinum mörgu innanlands- nauðsynjamálum, þeim er gerð verð- ur úr á endanum hin óbrotgjarna steypa þjóðar-sjálfstæðisins á borði. Indriði Reinholt og bæjarstjórnin. Frá því hefir verið skýrt áður hér í blaðitiu, að hr. Indriði Reinholt hefði gert bæjarstjórn Rvíkur tilboð um að leggja sporbrautir um bæinn m. m. Bæjarstjórn kaus 5 manna nefnd til þess að íhuga og búa undir það mál. A laugardaginn sendi nefndin hr. Reinholt uppkast til samnings um þetta efni, en það var þann veg úr garði gert, að hr. Reinholt treystist alls ekki til að ganga að því og kaus heldur að hætta alveg við fyriiætlun sina að pessu siuni. Að svo stöddu skal eigi um það deilt, hvernig tekið hefir verið í hugmyndir Reinholts af bæjarstjórn- inni. En hitt er óhæit að full- yrða, að Reinholt hefir unnið sér samúð og hylli almennings með framkomu sinni og fyrirætlunum. Hann heldur nú áleiðis til Vestur- heims á Sterling á laugardaginn. En hann hefir i hyggju að koma hing- að aftur á komanda hausti. Og eftir þvi sem honum fórust orð við Isa- fold í gær er fjarri þvi, að hann hafi enn slept fram af sér að ráðast i einhverjar framkvæmdir meðal vor. Velkominn veri hann aftur í vorn hóp. Vér eigum eigi ráð á að missa af slikum dugnaðarmönnum. Og betur að fleiri hans likar kæmu vestan um haf. Dingkosningar fóru fram í gær í Gullbringu- og Kjósarsýslu, Suður-Múlasýslu og Barðastrandarsýslu. Atkvæði voru talin í dag i Gullbringu- og Kjósar- sýslu, á laugardag í Suður-Múlasýslu og um miðja næstu viku í Barða- strandarsýslu. Kosning á fram að fara á Akur- eyri þ. 7. júní, en framboðsfrestur er til 2. júní. Ókunnugt enn hverir i boði verða. Íslandsglíman fer þetta ár fram á ísafirði þ. 21. júní. Beltishafi er nú Sigurjón Pét- ursson. Hann er búinn að vera glímumeistari íslands siðan 1910. Leikhúsið. Aladdin, æfintýraleikur í 16 deildnm. Eftir Adam Ochlenschliiger. Allir þekkja Aladdins-söguna úr Þúsund og einni nótt. Eftir henni er þessi leikur sniðinn. Til þess að njóta sín þarf hann afarskrautlega umgjörð i búningum, leiktjöldum og fólksfjölda. — Augnagaman er hann öllu fremur, eyrnagaman heldur fá- skrúðugt. Á kvikmynd væri Aladdin tilval- inn, og má það merkilegt heita, ef eigi er þegar búið að kvikmynda hann — úti í heimi. Ekki er leikritið, eins og það er sýnt á leiksviðinu hér — og senni- lega einnig erlendis — nema að nafn- inu skáldverk Oehlenschlágers, svo miklu er slept úr, að eins haldið aðalþræðinum. Af umgerðinni um leikinn vant- aði tilfinnanlega fólksfjöldann, hóp- sýningarnar t. d., þegar þrælarnir 40-j-40 svartir og hvítir færa sol- dáni gjafir Aladdins, og við götu- sýninguna, þegar Aladdin fær app- elsínuna í turban sinn. Eins verður lítið úr hirð soldáns, og þannig mætti fleira telja. Aftur eru leiktjöldin sjálf einkar snotur og búningar í mjög góðu lagi. Af leikendum ber sérstaklega að geta hr. Chr. Frier, sem leikur Alad- din. Persónan og gerfið er fyrir- taksgott, fríður, vaskur og ótrauður á að líta, fasið fjörmikið, án tilgerð- ar þó. Hann er það auðvitað, sem ber leikinn uppi. Af öðrum leikenda, er leika vel, má einkum nefna Boe- sen sjálfan, í hlutverki Noureddins töframanns, og ekki síður í hinu ör- litla hlutverki böðulsins. Afreksverk Stúdentafélagsins. „Alt í grænum sjó“. StúdentafólagiS hór < Reykjavík hefir minst S t e a d s. Já., því ekki það 1 AUur mentaöur heimur hefir minst hans með lotningu, síðan er hið eftir minnilega fráfall hans bar að höndum. Stúdentafélagið hefir sjálfsagt tekið sig til og skýrt bæjarbúum frá lífi hans, frá óþrotlegri baráttu hans fyrir öllu, sem hann taldi rótt, stundum gegn nærri því allri ensku þjóðinni, þegar hún hafði látið blindast. Það hefir sjálfsagt skýrt mönnum frá takmarka- lausri sjálfsfórn hans fyrir allan þann sannleika, sem honum fanst heimnrinn lítilsvirða. Það hefir sjálfsagt sagt frá alt að því dæmalausri góðviid hans til allra manna, sem áttu því láni að fagna að kynnast honum, jafnt til andstæð- inga sinna sem fylgismanna. Ekki var vandleitað að efninn í slíka fræðslu. Blöðum og tímaritum stórþjóðanna varð tíðrætt um þetta mál fyrir nokkurum mánuðum. Enda hentugra efni vand- fundið ungum námsmönnum þjóðar- innar, auðugum af lotningu fyrir tign Aladdin var ágætlega sóttur fyrsta kvöldið, en miður annað kvöldið. Á morgun sýnir leikflokkurinn Dularjulla arjinn, sem Hringstúlk- urnar léku um daginn. Ólíklegt er annað en að þá verði vel sótt, þótt eigi væri til annars en að bera sam- an þessa tvo leikflokka. Ego. Skógræktardagurinn. Ungmennafélögin í bænum hafa gengist fyrir honum undanfarið, og gera það enn. Áður hefir hann verið á virkum degi, og ætti að vera það frainvegis, því ekki væri það ofmikið, þó alment yrði einum degi offrað til skógrækt- ar. Nú á hann að vera á sunnudegi — næsta sunnudag — og mun það stafa af því, hversu þunglega hefir gengið að fá sig frá vinnu undan- farið. Öðru máli verður að gegna, þegar trúin á skóggróðurinn eykst og útbreiðist, og atti þess ekki að vera langt að bíða. í fyrra var unnið að Vifilstöðum, og þá gróðursettar á fjórða þúsund plöntur, og enn á að vinna þar. Vænt að trén þar verði ekki eftir- bátar, munar um hvert árið sem líður, og sér á vexti síðar meir. Þeir sem fara, þurfa að hafa með sér skóflu og matarbita. Útivistin verður nokkuð löng — farið frá Gróðrarstöðinni kl. 9 árd. og komið heim undir kvöld. Skógræktarmennirnir, Guðm., Ein- ar og Sumarliði hafa umsjón með vinnunni. Óskandi er, að skógrækt- ardagarnir fái sem beztan byr hjá þjóðinni — og af þáttökunni þennan dag má marka hverja taugar hann á í mönnum hér í bæ. Kl. 9 frá Gróðrarstöðinni! hins siðferðilega lífs, fullum af eldmóði æskuhugsjónanna. Og þá hefir Stúdentafélaginu fráleitt láðst að minnast andláts hans, í>ein- hvers fegursta sólarlagsins, sem menn vita um að nokkur mannsæfi hafi hlotið«, eins og einn af prófessorunum okkar hafði komist að orði hór um daginn. Það hefir sagt mönnum frá hans »guðdómlegu stillingu«, eins og ensk blöð komast að orði, þegar hann gekk um á Titanic til þess að hugga hreld mannshjórtun og sætta þau við dauðann, fullvís þess, að jafnvel eng- inn björgunarhringur var eftir handa honum, eða þegar hann stóð við borð- stokkinn, rólegur eins og spegilslóttur sjór, og virtist vera á bæn. Ekki vantaði efnið. Og mentaður heimur hefir í anda horft tárvotum augum á þetta »sólarlag«, og komið sér saman um, að slíkar sýnir lyftn manneðlinu, með öllum þess göllum og breiskleika, upp í æðra veldi. En það vildi svo til, að Stúdenta- félagið mintist ekki Steads með þessu móti, heldur með öðrum hætti. Það auglýsti á strætum Reykjavíkur fyrra föstudag, að það ætlaði a ð s ý n a Stead sem draug! Það auglýsti e k k i, að það ætlaði að »púa« lagið: »Hærra, minn guð, til þín«, meðan draugurinn væri sýndur — það lagið, sem leikið var,

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.