Ísafold - 15.05.1913, Blaðsíða 3

Ísafold - 15.05.1913, Blaðsíða 3
ISAFO LD 153 er hið eitiasta verulega góða Ijós nútímans. Lux breytir nóttinni í dag. Leitið því úr nóttinni í daginn og notið Lux! Lux! Lux! Lux! Einkasali íyrir Island er: Guðmundur Böðvarsson Reyltjavík. Veiðarfæri Sfúíka sem er vel að sér í þýzku, og kann dálítið í ensku, getur fengið atvinnu á skrifstofu frá i. júni þ. á. hér i bænum. Eiginhandar utnsókn á ís- lenzku og þýzku afhendist sem fyrst á skrifstofu ísafoidar, merkt: »pýzk bréjritun. Schuchardt & SchQtte Köbenhavn K., Nörregade 7. Teiegramadr.: „Initiative“. Berlin, Wien, iStockholm, St Petersborg, Budapest, Prag. London, New-York, Shanghai, Tokio. Nákvæmistól og tólavélar fyrir málm og tré. Sjöff Cashemirsjöl, sYört og misl. afar stórt úral. Spænsk sjöl Hrokkin sjöl ljömandi falleg, nýkomin. Lama sjöl Brauns verzluti „Jiamborq". TJðafsfræfi 9. Tafsími 91. Íslandsglíman 1913 verður háð á Isafiröi laugíirdaginn 24. júní um verðlaunagrip íþróttafélagsins „Grettis" á Akureyri, íslandsbeltið. — Nánara siðar á götuauglýsingum. — Keppinautar um íslandsbeltið verða að hafa tilkynt þátttöku sína i glímunni stjórn »'Grettis« á Akureyri eða herra kennara Geir Jóni Jónssyni, ísafirði, 12 stundum á undati glimunni. Akureyri, 20. apríl 1913, p. t. í stjórn »Grettis«. Karl Sigurjónsson. Hallgr. Daviðsson. Vigfús Sigfússon. alls konar, t. d. L,ax- og Sil- ungsstangir, þar á rneðal sund- urteknar bambússtangir með hólkum frá 85 a. — Hjól, Færi, Önglar, Sveiflur, ífærur, Háfar, Kastlínur, Kastlínubox, Sökkur, Spoons, m.m. Lang-ódýrast í verzl. B. H. Bjarnason. Aðalfundur Búnaðarfélags íslands verð ur haldinn i Iðnaðarmannahúsinu, í salnum uppi, laugardaginn 17. mai kl. 5 síðdegis. A fundinnm flytur Jón H. Þor- bergsson fjárræktarmaður erindi um sauðfjárrækt á Suðurlandi. Unglingur óskast til snúninga nú þegar við klæðaverzl. H. Andersen & Sön, Aðalstræti 16. Fyrir peninga kaupi eg allskonar skilvindu- garma af öllum tegundum, á alt að 24 kr. (og þar yfir) stykkið, upp í nýjar „Alexandra“-skil- vindur á útsöluverði. Reykjavík, í maí 1913. S. B. Jónsson Eg heyri sagt, að leikendur geri þá grein þessa, að það hafi verið »Sceneu- held«. En meun sjá, að ekki hefir kryddið vantað í grðgætið. Enn er þess ógetið — auk margs annars auðvitað, sem eg sleppi — að stofnað var til sórstaklega óþyrmilegr- ar svívirðingar við danBka fánann á leiksviðinu. Lögreglustjóri fekk fregn af þeirri fyrirætlun og afstýrði henni. Um það þarf naumast að fjölyrða við þá menn, sem reyna að hafa það hug- fast að haga sór eins og þeir væru með öllu viti —■ hvað sem stjórn Stú- dentafólagsins og þessum leikendum líður — að ef sú skemtun hefði verið látin viðgangast, þá hefðu eftirköstin orðið meiri og víðtækari en þau, sem eg hefi orðið valdur að. Ekki kæmi mór það á óvart, þó að einhverjir óbreyttir alþýðumenn úti um land, menn, sem aldrei hafa orðið með neinum hætti samgrónir mentalífinu hór í fteykjavík, spyrðu hver annan, þegar þeir frótta af þessu: Eru Reykvlkingar að verða að villi- dýrum ? Er »alt i grænum sjó« þarna í Eeykjavík — í grængolandi hyldýpi hrottaskaparins og andleysisins? Eg segi af ásettu ráði: »óbreyttir alþýðumenn«. Eg held, að velsæmis- Gullsmíðalærlingur óskast, helzt úr sveit. Magnús Erlendsson, gullsmiður. Þakkarávarp. Þegar við hjónin, eg og maður- inn minn heitinn, Guðmundur Magn- ússon, sem höfðum tekið að okkur drenginn Kristitin Sigurðsson, á fyrna ári, vorum mjög þrotin að heilsu og kröftum, reyndust þau hin góðkunnu hjón, Jónas Sigurðsson og Ástríður Þorsteinsdóttir á Helgafelli, okkur sannir og traustir vinir sem oftar; meðal annars með því að fá okkur í hendur höíðinglegan styrk árlega, til þess að við gætum komið fram greindum fóstursyni okkar til ferm- ingaraldurs. — Fyrir þessa dygð og trygð við mig og manninn minn heitinn votta eg greindum hjónum mitt innilegasta hjartans þakklæti, svo og drengsins sjálfs vegna. Jafnframt færi eg einlægar þakkir hinum mörgu vinum öðrum, er fyr og síðar voru okkur vel á ýmsan hátt, þegar eg var sjálf orðin heilsu- tæp og maðurinn minn blindur. Þessi fáu þakklætisorð verða einu launin mín. En drottinn launar, þar sem okkur mennina þrýtur. Stykkishólmi, 12. maí 1913. Matthildur Hannesdóttir, frá Þingvöllum. Nokkrar ungar varphænur til sölu Grjótagötu 9. Stórt herbergi til leigu fyrir einhleypa á Laugaveg 46. A sarna stað búðarherbergi. Rauða barnapeysu hefir einhver skilið eftir i Bókaverzlun ísafoldar. tilfinningin só þar hreinni en alment gerist hjá mentalýðnum hór. Eg skal benda á eitt dæmi, einmitt í þessu máli: Konu eins alþýðumanns lang- aði til að fara í leikhúsið þetta nafn- fræga laugardagskvöld. Maðurinn sagð ist gera ráð fyrir, að þetta væri ein- hver óþverri, ósamboðiun henni sem á- horfanda, enda gáfu götuauglýsingarn- ar fulla ástæðu til þeirrar grunsemdar. Hann fekk hana til að bíða, þar til er hann hefði sjálfur gengið úr skugga um, hvernig þetta væri. Og þegar hann hafði feugið þá vitneskju, lót hann hana vita, að slík skemtuu væri ekki samboðin heiðvirðum konum. Eg læt ósagt, hvort margir »höfðingjarnir« eru svona varkárir, þegar um ekkert annað er að tefla en velsæmistilfinn- inguna. Og mig skal ekki furða, þó að menn fari að hugsa og segja ýmislegt. Ungir námsmenn háskólans, sem eiga þess kost að lauga anda sinn í mjög mörgu því bezta, sem hugsað hefir verið í veröldinni, og ættu að verða hér fyiir áhrifum þeirrar æðstu menningar, sem til er á þessu landi, g e t a sökt sór niður í það tímunum saman að setja saman slíkan óþverra. Þeir geta, meðal annars, fengið af sór að liggja yfir því að klambra saman, í stuðluðu máli og óstuðluðu, ógeðslegum smánuu- um um heiðarlega stúlkn, sem allir Sælgæfisvörur ýmiskonar fá menn ódýrastar i verzlun undirritaðs. Þar á meðal mesta úrval af þurk. kandisruðum ávöxtum, t. d. Chinv. Fikjur og Plómur, Jarðarber og grænar Plóm ur. Ennfremur Átsúkkulaði, Pip- armyntur, Karamellur, Lakkrís, Kon- fektrúsínur m. m. fl. Verzl. B. H Bjarnason. Þakkarávarp. Þann 10. þ. m. árd. reri eg til fiskjar ásamt þrem hásetum mínum, en um kl. 3 síðdegis small á blind bylur með afiandsstormi, svo að engin tök voru á því, að sjá land eða ná því. Þá er við þannig höfðum hrak- ist nær klukkustund, vorum við svo hepnir að hitta botnvörpnnginn »Chieftain« nr. 847 frá Hull, sem bjargaði okkur félögum ásamt báti mínum. Skipstjórinn, I. Mason, veitti okk- ur, sem vorum orðnir holdvotir og kaldir, hinn bezta beina, þurran fntn- að og nógan mat og fiutti okkur sti ax og veður leyfði, næsta morgun, til Orlygshafnar, með því að eigi var lendandi í Kollsvík, og gaf okkur um leið svo mikið af fiski, að við hefðum kallað góðan afla, ef veitt hefðum með veiðarfærum okkar. Eg vil eigi láta hjá Hða, að senda téðum skipstjóra, svo og allri skips höfn hans, sem virtist honum sam- hent i því, að láta okkur líða sem bezt, innilegustu þökk mína og há- seta minna fyrir dugnað hans, alúð og rausnarskap, sem eg bið guð að launa. Kollsvik við Patreksfjörð, 23. apríl 1913. Arni Arnason. Þakkarávarp. Eg minnist með hrærðum huga, hve margir sýndu mér aðstoð og hluttekningu í hinni löngu og þungu banalegu Kristinar sál. systur minn- ar síðastl. vetur. Öllum þeim votta eg hugheilasta þakklæti, einkum og sér í lagi þeim heiðurshjónum hús- bændum mínum hér á heimilinu, hjónunum eldri og yngri á Háteig, ásamt mörgum öðrum, hverra nöfn eigi gleymast, þótt þau eigi séu talin hér. Þvi það sem þér gerið einum af þessum minum bræðrum o. s. frv. Nýlendu á Akranesi ljh. 1913. Marqrét Teitsdóttir. kauuast við ! Úti um alt þetta land er sægur af gáfuðum, menningarþyrst- um ungmennum, sem horfir hingað til mentastofnananna með sárri þrá, en sór þess engan kost að brjóta af sér fátæktarhlekkina og fá þorsta sálar sinnar svalað. En svona er farið með tækifærið hér. Og þessir eru ávextir mentunarinnar hór! Furðar menn á því, að einhverjum fátækum alþýðu- manninum, sem ekkert getur gert fyrir drengina sína, súrni sjáldur f augum, þegar hantt hugsar um það, að þessir menn sitja við brunn andlegra nægta, ett drengirnir hans, sem hann vonar að hefðu áreiðaníega orðið sór til sæmdar, verða að sitja heima — ef hann er þá ekki svo gerður að hrósa happi, að drengirnir hans hafi af fátæktinni verið varðveittir fyrir slíkum fólagsskap? Stúdentafólagið felur stjóru sinni að lesa þetta leikrit og kveða á um þaö, hvort það skuli leikið í nafni fólagsins. Eittum manni í stjórninni er ekki gert viðvart, þegar þessari ákvörðun fólagsins er fullnægt, fyrir þá sök, að því er manni skilst, að ekki var lík- legt, að hann yrði leikritinu meðmælt- ur, enda sagði hann BÍg úr fólaginu, þegar honum varð fullkunnugt, hvað hór var á seiði. Hinir ákveða, að þetta skuli leikið í Stúdentafélagsins nafni. Þeir hafa ósómann, svartan á hvítu, skrifaðan, fyrir framan sig. Samt geta þeir ekki áttað sig á þv/, að hér só um neitt viðsjált að tefla. Og enginn skal þó gera sór í hugarlund að þetta séu neinir skynskiftingar eða »dónar«. Formaðurinn er cand. phil., tungu- málakennari Halldór Jónasson, maður sem lítur svo á sig, að hann, að sögn, ætlar að sækja um styrk Hannesar Árnasonar, til þess að verða leiðtogi þjóðar sinnar innan um æðstu hugsjónir mentaheimsins. Með honum voru í stjórninni — auk þess sem úr er genginn: Forstöðumaður einnar af merkustu stofnunum landsins, forn- gripavörður Matthías Þórðar- s o n, yfirróttarmálfærslumaður og fyr- verandi lögreglustjóri Kr. Linnet, og ritstjóri og alþingismaður B e n e- dikt Sveinsson. Ollum þykir þessum mönnum leikritið samboðið sór og Stúdentafólaginu og hentugt til þess að bjóða höfuðstaðarbúum að horfa á það fyrir peninga. Til þess að læra þetta rit utanbók- ar og leika það frammi fyrir fólkinu fást 14 mentamenn. Þar af eru 7 prest- synir; 11 stunda nám við háskólann; 3 eru guðfræðinemendur, Þarna eru menn af sumum beztu ættum landsins, sóttir til þessa geðslega gamans inn í sum beztu hús höfuðstaðarins. Loks eru áhorfendurnir. Húsfyllir, einkum af heldra fólki bæjaVins. Sann- gjarnt er að geta þess, að mörgum hafði þótt sór nóg boðið. En á þetta horfa menn og hlusta menn, karlar og konur, alt kvöldið, án þess að láta f ljós nokkura óánægju svo hátt, að leikendur verði varir við. Ýmsir skemtu sér áreiðanlega vel og klöppuðu lof f lófa. Og næsta dag voru allir aðgöngumiðar seldir löngu áður en loku var skotið fyrir áframhald þessa mannfagnaðar. Hvernig getur alt þetta komið fyrir? Eg veit, að menn spyrja svo. Og það er von að menn spyrji. Ræturnar eru Bjálfsagt fleiri og dýpri en svo, að eg hafi vitsmuni til þess að grafa fyrir þær. En ekki er eg í neinum vafa um það, að mikinn þátt í þeirri skömm, sem höfuðstaðurinn hefir nú orðið fyrir, á sá siðferðilegi sljóleikur, sú léttúð og það kæruleysi, sem bersýnilega liggur eins og dala- læða yfir þessu bæjarfélagi. Það er eins og nálega öllum mönnum í þess- um bæ standi á sama um alt, ef það snertir ekki beint sjálfa þá eða vanda- menn þeirra. Hór hafa hvað eftir ann- að verið framin níðingsverk á mönnum og málefnum, og engum hefir hitnað um hjartaræturnar, öðrum en þeim, sem sjálfir hafa fyrir nfðingsverkunum orðið. Hér vantar bersýnilega það, sem við verðum að nefna »trú«, meðan við fáum ekkert annað betra nafn á

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.