Ísafold - 17.05.1913, Blaðsíða 1

Ísafold - 17.05.1913, Blaðsíða 1
Kemvtr út tvisvar < viku. Verð árg. 4kr., erlendis 5 kr. eða ljdollar; borg- ist fyrir rniðjan júlí erlei.íis fyrirfram. Lausasala 5 a. pint. SAFOLD Uppsögn (skrifl.) bundin viðáramót, er ógild nema kom in sé til útgefanda fyrir 1. oktbr. og só kaupandi sku'.d- laus við blaðið. ísafoldarprentsmiðja. Ritstjóri : Óíaf ui* Björnsson. Talsimi 48. XXXX. árg. Reykjavík, laugardaginn 17. maí 1913. I. O. O P. »4599. Alþýðufél.bókrisafn Templaras. S kl. 7—9. Angnlæknine okeypis l Lækjarg. 2 mvd. 2—3 Borgarstjóraskrifstofan opin virka daga 10—3 BsBJarfógetaskrifstofan opin v. d. 10—2 og 4—7 Bæjargjaldkerirm. Laugav. 11 kl. 12—3 og 5—7 Eyrna- nef- halslækn. ók. Pósth.str.HA fid. 2—8 íslandsbanki opinn 10—2'þ og B'/«—7. K.F.U.M. Lestrar-og skrifstofa 8 ard.—10 slod. Alm. fundir fid. og sd. 8>/i siod. Landakotskirkja. Guðsþj. 9 og 6 á helgum. Landakotsspltali f. sjúkravitj. 11—1. Landsbankiun ll-2Vs. BVi-6»/«. Bankastj. 12-2 Landsbókasafn 12—3 og 5-8. Útlán 1—8. Landsbúnaðarfélagsskrifstofan opin frá. 12—2 Landsféhirðir 10—2 og 5—6. Landsskialasafnio hvern virkan dag kl. 12-2 Landsslminn opinn daglangt (8—9) virka daga helga daga 10—12 og 4—7. Lækninz ókeypis >ingh.str.23 þd.ogfsd. 12—1 Nattúxugripasaírdð opio l1)*—<íi/« a snnnud. Samábyrgð Islands 10—12 og 4—6. Stjórnarráosskrifstofurnar opnar 10—4 dagl. Talsími Eeykjavlkur Pósth.3 opinn daglarigt (8—10) virka daga; helga daga 10—9. Tannlækning ókeypis Pósth.str. 14B md. 11—12 Vifilstaoahælið. Heioasókt.a.rtimi 12—1 Þjóomenjasafnio opið þrd., fimd. og sd. 12—2. Vegaskílvíndan Vegastrokkurínn Reynast beztl Endast lengstl JaMramt ódjrnst. Þeir kaupendur ISAFOLDAR hér í bænum. sem skift hafa um heim- ili, eru beðnir nð láta þess getið, sem- allra fyrst, í afgreiðslu blaðsins, svo þeir fái blaðið með skilum.. Augnaiæknísferðalaq 1913. Frá Rvik 6. julí með Hólum hrað- ferð til Sauðárkróks. Þaðan með Skál- holti 11. júlí til Akureyrar. Þá með Flóru til Seyðisfjarðar 20. júli, og þaðan með Skálholti 7. ágiist til Rvíkur. Dvel því á Sauðárkrök frá 8.—11. júlí, á Akureyri frá 14.—20. júlí, og á Seyðisfirði i 6—15 daga eftir ástæðum. A. Pjeldsted Nýja Bíó sýnir í kvöld (iaugardag 17. maí) og næstu kvöld: 0 Tfer-spæjarar. Pegar Ijónitt síuppu. Jungfrú kaupir sér t)att. Pantið bílæti í talsíma 344. Op- inn hálf tíma á undan sýningum. Hvað sem öðru líður 11. Einn af helztu stjórnmálamönnum hinna fornu Rómverja á að hafa endað allar ræður sínar um það leyti, sem Rómverjar áttu í brösum við Púnverja: Praterea censeo Cartha- ginem esse. delendani: Hvað sem öðru liður — legg eg til, að Kartagóborg sé lögð í eyði. Honum þotti þá mest liggja við um það fyrir landa sína. Eitthvað sviplikt ætti nii að heyrast í forustulúðrum vor íslendinga: Hvað sem öðru líður — skulum vér hætta að eyða kröftum vorum til engis í sambandsmálinu að sinni — hætta að berja hausnum við þvergirð- ingsskap Dana! Hvað sem öðru liður — skulum vér nú snúa oss af óskiftum kröftum að innanþjóðarmáluni vorum, sem mest liggurá, samgöngumálum, fjár- málum og •— stjórnarskrármálinu. Hvað sem öðru líður — skulum vér fyrst og fremst leggjast núpegar allir á þá sveifina að hrinda mesta nauðsynjamálinu i svipinn: samqönqu- mdlihu, í gott lag. hvað sem oðru liður — skulum vér allir stiga á stokk og sverja þess eið að linna ekki látum fyr en Eim- skipafélag Islands er fullburða fætt á sumri komanda. Það er ekki lengur ýkjamikill tími til stefnu, nokkurar vikur — rúmir 40 dagar. En á þeim 40 dögum verðum við að komast úr eyðimörku skipa- leysisins og samgöngu-undirlægju- skaparins hjá öðrum — inn á fyrir- heitna landið: eigin skip, undir yftr- ráðum sjálfra vor. Við veðreiðar erlendis eru veð- reiðamennirnir vanir að geyma bezta sprettinn, til síðasta áfangans. Þá »spurta« þeir eins og kallað er á er- lendum málum. Þá taka þeir á öllu sem þeir eiga til, spenna jóana af öllum lifs og sálar kröftum til þess að komast fljótt og vel í mark. Við þurfum að fara að þeirra dæmi nú — til 1. júlíl Ekkert má til spara, engis ráðs láta ófreistað, ekkert erfiði eftir telja — til þess að ná markinu fyrir 1. júli: Nægu hlutaýé til pess að kaupa tvo ný skip, 385,000 któnur. Það væri meira en sárgrætilegt, það væri sorglegra en tárum taki, það væri hreinn dauðadómur þjóðar- innar, ef hún eigi þekti betur sinn vitjunartima nú en að hún léti þetta hið langmesta velferðarmál sitt í svipinn, þetta ýjöregg alls viðskiftalifs sin — grotna sundur í höndum sér í fæðingunni. Ef vér nú, er allir, eða því sem næst allir, virðast vera á eitt mál sáttir, um lifsnauðsyn þessa fyrir- tækis, gætum eigi að staðið að safna því er svarar 3—4 kr. nefskatti — hvað mundum vér þá duga í öðrum málum, þar sem á oss sjálfa reynir, öðrum málum, sem eigi liggur svo mikið við i — sem þessu. Mundum vér þá eigi lenda úti á hinni hálu og ömurlegu braut — traustleysisins á sjálfum oss, trúleysis- ins á getu vorri? Mundum vér eigi verða oss ti! stórminkunar i augum annara þjóða, er til þekkja? Hvað þeir mundu hælast um, mennirnir, sem nú ráða samgöngum vorum, skipakosti, flutnings- og far- þegagjöldum — svo sem einvaldir séu! Það er ekki langt síðan einn þeirra heiðursmanna talaði djarft um það á aðalfundi annars samgöngu-ein- veldisfélagsins, að pað vari svo sem ekki mikil hœtta á pví, að Islendingar kæmu pessu gufuskipafélaoi { fram- kvæmd. Þeir gætu pað aldreil Ef til vill hefir sá dándismaður, sem raunar hefir reynst samgöngu- málum vorum einhver óþarfasti mað- ur á síðari árum — hugsað, að hann mundi geta haft það tangarhald a kaupmönnum vorum, að orð hans yrðu sannmæli. Ef til vill stendur það eitthvað í sambandi við þessi orð, það sem nú flýgur um bæinn, að meiriháttar kaupsýslumaður danskur eigi að hafa það íaunungarerindi með höndum hér i sumar að beitast fyrir því af alefli að koma gufuskipafélagshug- myndinni fyrir kattarnef — með undirróðri við kaupmenn og gulln- um lofofðum um allskonar fríðindi, í niðursettum töxtum o. s. frv. ? En ættum vér ekki að gjalda þeim manni, er slíkt reyndi, gráan belg fyrir svartan? Vér værum mannleysur, ef vér gerðum það ekki I Gjaldkeramáliö í yfírrétti. Eftir þvi sem ísafold hefir frétt, mun gjaldkeramálið verða tekið fyrir í yfirrétti á mánudaginn kemur. Sækjandi í málinu er skipaður Oddur Gíslason yfirdómslögmaður, en verjandi Eggert Claessen. Sækjandi kvað leggja fram sóknar- skjalið á mánudag, og verður þá væntanlega tekinn frestur afumboðs- manni verjanda (E. Cl.), sem er er- lendis. Talið er víst, að enginn yfirdóm- aranna víki sæti fyr en máhð er tekið til dóms, sennilega eftir 1 %—2 mánuði. Fyr kemur því eigi til að skipa setudómara. Indriði Reinholt og bæjar- stjórnin. Eins og getið var i siðasta blaði tók Reinholt aftur er- indi sitt um sporbrautir í Rvik. Út af þeirri afturköllun samþykti bæjarstjórn á síðasta fundi svolát- andi tillögu: Bæjarstjórninni þykir leitt, að leyfisbeiðandi skuli hafa tekið um- sókn sína aftur án þess að til- greina ástæður og lýsir því jafn- framt yfir, að hún er fús til að taka upp samningsumleitanir aftur, fari leyfisbeiðandi fram á það. Guíísky. Sólin í sindrandi Ijóma, signdi min vonarský. Þar geymdi ég qull minna drauma, o% geislann er bjó peim í. En nú er hún longu liðin, og litverp mín vonarsky. Þau titra nú pung af tárum, með talandi sorgum i. Lífið er auonabliks litur, er Ijómar o% hverfur og deyv. Mín sœla nú qtátandi situr, pví sólin ei skín henni meir. 9/4-'i3- H. H am ar. Sören Kierkegaard. Aldarafrræli Sörens Kierkegaard var þ. 5. maí siðastliðinn og var þess minst á margan hátt í föður- landi hans, Danmörku. Kierkegaard er einhver allra merk asti heimspekingur Dana. Sören Kierkegaard. Kierkegaard dó 1855 og hafði þá ritað fjöldamörg heimspekisrit, en aðalrit hans eru: Enten — Eller (1843) og Stadier paa Livets Vej (1845). Yestnr-Islendinga-annáll. Sveinbjörn Sveinbjörnsson tónskáld hefir dvalið i vetur vestur við Kyrra- haf. En í vor kom hann aftur til Winnipeg, efndi þar til samsönga og viðar um bygðir íslendinga í grendinni. — Síðast í apríl ætlaði hann aftur til Skotlands (Edinburgh) og dvelja þar i sumar, en hefir hug á að snúa aftur vestur um haf í haust. Mannalát. Sigrún Ólafsson, kona síra K. K. Olafsson á Mountain N. Dakota. Lézt 6. april rtiml. þritug. Eygerður Jónsdóttir Holm, kona Brynjólfs E. Holm í Winnipeg, 35 ára. Ættuð frá Reini á Akranesi. Lézt á páskadag. Guðriin Ólafsdóttir, ekkja Stefáns Jónssonar frá Miðvöllum í Skagafirði. Fluttist til Ameríku 1882. Lézt í Pembina N. Dak. þ. 14. febr., 82 ára gömul. 40. tölublað Ólag á smjörbúunum. Hr. L. Zöllner hefir ekki alls fyrir löngu ritað grein i íslenzk blöð um 8 m j ö r b ú i n. Heldur hann því fram, að smjörið okkar haldi sór mjög illa, og að þess séu dænii, að smásalarnir hafi orðið að skila sœjöri aftur til um- boðsmanna smjörbúanna erlendis. Sé þetta satt, sem eg efa ekki — þá er það ábyggjuefni mikið fyrir alla þá, er vinna að íslenzkri smjörframleiðslu og ætti að vera kominn tími til að ráða bót á því sem fyrst. L. Z. legg- ur til, að fenginn sé erlendur sérfræð- ingur til að rannsaka ástand smjörbú- anna. I>etta kynni nú að vera gott að vissu leyti, en þó er það skoðun mín, að ekki væri alt fengið með því. Fyrir það fyrsta, tæki það all-langan tíma fyrir ókunnugan mann að kynna sór til hlítar staðhætti og kringumstæður hér. Sá maður gæti, að mínu áliti, verið góður og gildur í sínum heima- högum, þótt hann stæði ráðalaus uppi, þegar til íslands kæmi, eða sæi í það minsta ýmsa agnúa á aS koma hug- sjónum sínum í framkvæmd. Eg t. d. áleit mig sórfræðing í smjörgerð, er eg var í Danmörku, en er eg hafði kynst íslenzkum ástæSum, komst eg að raun um, að þaS horfSi alt öSru vísi við. Eg varð sem sagt að láta reynsl- una kenna mér, hvernig eg skyldi haga mér í starfi mínu, og eg hygg að reynd- in yrði hér sama, þótt við fengjum nyjan sérfræðing í þeirri grein, nema með því nánari og betri samvinmi milli hans og mín. Reyndar etast eg ekki um, að maSur, eins og t. d. prófessor Böggild myndi geta gert hór talsvert gagn. En er nú alt gert, frá smjörbúanna hálfu, sem hægt er, til þess aS fá betra smjör? Því miSur verSur að svara því neitandi. Rjómanum t. d. er enn sem komið er mjög mikiS ábótavant frá mörgum heimilum, og allir ættu að skilja, að af slærmim rjóma er ekki hægt að búa til gott smjör. I Danmörku eru t. d. ár- lega gerðar ýmsar ráSstafanir til aS fá betri mjólk (þar eru nefnilega alt mjólkurbú). Fleiri og færri ganga í fólag og kosta mann til að rannsaka mjólkina meS bústjórunum frá hverjum fólagsmanni, og er það gert með 3—4 vikna millibili. Sumstaðar er svo mjólkin borguð eftir gæðum, þannig að sú mjólk, sem kemur í fyrsta flokk, fær nokkurs kon- ar verðlaun, sem tekst frá þeim, er hafa 2. og 3. fl. mjólk. Alt er það gert í því skyni að fá betri mjólk. — Állir vita, að það er margfalt hægra aS útvega góSa mjólk en góSan rjóma. Mjólkina er ekki annaS við aS gera en kæla hana, en hór verSur aS skilja mjólkina heima í misjöfnum húsakynnum og við mis- jafnt hreinlæti. En hvaS gerum viS? Ekki neitt! Skal eg þar næst minnast á rjóma- skálana. Smjörbúin mega heita í bernsku hér enn þá; þau voru öll stofnuð meS skuld og var því eðlilega tekið meirs tillit til sparnaSarins en æskilegt hefði veriS. Þetta eitt útaf fyrir sig hefir mikið aS segja. Ef hás- ið er þannig bygt, að hitinn er eins úti og inni, hvort heldur er nótt eða dagur, þá er ómögulegt að undirbúa rjómann undir strokkunina eins og vera ber. Þar af leiðir, aS smjörið verSur misjafnara og verra en ella.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.