Ísafold - 17.05.1913, Blaðsíða 2

Ísafold - 17.05.1913, Blaðsíða 2
156 ISAFOLD Eg hefi áður bent á, að nanðsynlegt •vseri að hafa að minsta kosti eitt her- bergi í hverjum skála, þar sem hægt væri að halda ákveðnu hitastigí fyrir rjómann og s/runa, en hvergi hefir það enn komist í framkvæmd. Þá kem eg að stjórn búanna. Sum staðir gerir hún sama og ekki neitt. Formaðurinn eða framkvæmdarstjórinn, sem á að sjá um alt til búsins, kemur sjaldan eða aldrei í búið, og ef bústyr- an gerir honum orð um eitt eða annað, þá fær hún máske ekkert svar eða þá að það kemur um seinan. Jafnvel ervt þess dæmi, að þeir hafa tekið fram fyrir hendurnar á búst/runum og t. d. bannað þeim að s/ra rjómann. Hér þurfa allir — ef vel á að vera — að gera það sem í þeirra valdi stendur til að vinna að því að alt geti gengið sem greiðast og smjörið geti orðið sem bezt. Þá er að minnast á bústyrurnar. Eins og kunnugt er, hafa þær allar •— eða sama sem allar — fengið þekk- ing sína hjá mór. Nokkrar hafa líka fullkomnað sig í smjörgerð á dönskum mjólkurbúum. Málið er mór því heizt til skylt til þess að eg geti lagt dóm á, hve færar þær eru að leysa verk sitt vel af hendi En svo mikið get eg sagt, að þær eru vitanlega misjafnar í starfi sínu eins og gengur og sumar ekki eins full- komnar og þær þyrftu og ættu að vera. Nú er þó orðið úr svo mörgum að velja, að ekki ætti að vera miklum vandkvæðum bundið að fá vel iiðgeng- ar búst/rur. Vitanlega er starf þeirra ekki svo vel iaunað, að útlit só fyrir, að þær geri það margar að lífsstarfi sínu, þar sem flest búin starfa heldur ekki nema hálft árið eða jafnvel skemur. Þó teldi eg það gagnlegt, að utanfarir þeirra héldust við, að einhverju leyti, eink- um með tilliti til s/ringarinnar. Hitun rjómans (Pasteurisering) hefir sem kunnugt er haft stórkostlega þ/ð- ingu fyrir dönsku mjólkurbúin í sam- bandi við s/ringuna. Hiugað til hefi eg ráðið frá því hér og geri það enn- þá, meðan bú okkar starfa ekki nema sumarið. Þann tíma árs er miklu hægra að fá hreina og góða mjólk. í öðru lagi hefir upphitun mikinn kostnað i för með sór. Ahöldin. sem til þess þarf, myndu kosta 2—3 þús. kr. (Pasteuriseringsvél, kælivól og gufuket- il, einnig vél til að hagn/ta gufuna frá pasteuriseringsvólinni). Þetta kynni þó að vera kleift, ef því fylgdu ekki fleiri útgjöld. Stærsti út- gjaldaliðurinn yrði eldsneytið, hvort heldur það yrði innlent eða útlent. Verðhækkun smjörsins, sem við það ynnist, myndi eta upp af tilkostnaðin- um eða máske meir en það. Vitan- lega efast eg ekki um, að þeir dagar muni koma, að smjörbúin okkar taka upp pasteurisering með fullkomnum áhöldum, t. d. þegar járnbrautin kemur og bændum hefir vaxið svo fiskur um hrygg, að þau bú sem nú framleiða 10 þús. pd. framleiða 50 þús. pd. eða meir. Hvað s/ringu viðvíkur, þá hefi eg altaf talið hana eitt bezta meðalið til að fá gott smjör, þó eg hinsvegar við- urkenni að slæm s/ring getur orsakað meira tjón en gagn. Vitanlega verður maður að krefjast þess af öllum bú- st/rum, að þær kunni að framleiða góða s/ru og halda henni við þ. e. a. s., ef stjórnin er samhent búst/runni. í Danmörku t, d. er s/ran og hefir ávalt verið talin eitt hið þyðingarmesta og jafnframt vandasamasta starfið við mjólkurbúin. Að því er unnið enn fram á þenna dag að fá betri og sterk- ari s/ru, og væri það helzta og stærsta verkefnið fyrir sórfræðing í smjörgerð hér hjá okkur. Geymsla smjörsins er einnig mjög þ/ðingarmikið atriði fyrir smjörbúin. Hvert smjörbú ætti að hafa íshús eða kælihús í sambandi við smjörskólann til geymslu fyrir smjör sitt, frá því það er tilbúið og þar til það er sent á markaðinn. í kælihúeinu á líka að mega geyma hreinan ís t'l að kæla rjómann með, áður strokkað er. Það er mjög skaðlegt, sem eg því miður hef ástæðu til að ætla, að strokkað só við of hátt hitastig, einkum þar sem skortur er á köldu vatni. Nauðsynlegt er einnig að strokkur- inn hafi ákveðinn hraða meðau a strokk- uninni stendur. Smjör það sem strokkast t. d. við svo mikitin hita, að strokkurinn þarf ekki nema 20 mínút- ur eða minna, geymist ver en smjör það er strokkast hefir á 30—40 tnin. Smjörið þarf að flytja á svo skörnm- um tíma, sem frekast er kostur, frá 8rnjörskálanum til skips eða í kælirúm. Helzt ætti það að gerast að nóttu til, þegar heitt er í veðri, en só þess ekki kostur, þarf að breiða hvítan og þótt- an dúk yfir smjörið. Hitt þarf naum- ast að taka fram, hve skaðlegt það er, að smjörið standi bert úti í brennandi sólarhita, eins og þó munu dæmi til. Hvernig fer svo um smjörið, er í skip kemur? Flest skipin hafa ekkert kæli- rúm heldur flytja smjörið < lest innan um /msan varning, sem getur haft skaðleg áhrif á smjörið. Smjör sem t. d. er búið að geyma í íshúsi og er svo látið liggja fleiri daga í heitu og vondu lofti í lest, skemmist fljótt og missir sitt góða bragð. Undanfarin reynsla hefir synt, að smjörið okkar verður oft 4—10 vikna, þegar það kemst á sölustaðinn og hefir það — eins og gefur að skilja — mjög slæm áhrif á gæði þess og gangverð. Lítum svo á hvernig farið er með danska smjörið. Skipin sem flytja smjörið hafa öll kælirúm og fara tvis- var í hverri viku til Englands. Smjör- ið verður því aldrei meir en í mesta lagi 14 daga gamalt, þegar það er komið til smásalanna. Þrátt fyrir það heyrast oft kvartanir um, að smjörið haldi sór illa — verði of gamalt. Hvað mættum við þá segja? Hvað viðvíkur smjörsalti, s/ru, smjörlit o. fl. skal eg geta þess, að eg hefi ætíð fengið það frá góðum og þektum verksmiðjum. Að síðu8tu vil eg taka það fram, að mér finst það skylda umboðssala okkar í Englandi, að láta hlutaðeigandi smjör- bú tafarlaust vita um, ef eitthvað þyk- ir sérstaklega aðfinsluvert við smjörið en ekki skella skuldinni yfirleitt á alt íslenzkt smjör fyrir það; með því er líka hætt við að umbóta árangur af að- finslunum verði lítill. Eins og þegar er sagt, er ærið að vinna fyrir íslenzka smjörgerð og smjör- sölu og vildi eg óska, að þar yrði margt unnið til umbóta og það sem fyrst. Hvítárvöllum 4. febr. 1913. Hans Gronjcldt. Einar Hjörleifsson og Stúdentafélagið. Þegar eg sá þann feikna lestur, sem hr. Einar Hjörleifsson hedlur i síðasta blaði ísafoldar, datt mér í hug að snúa við gömlum málshætti og segja: Ojt veldur lítið ejni Ijót- um draumi. Og þessi lestur er bæði merkilegt og minnilegt dæmi um það hvað skáld getur dreymt. Allir munu hafa tekið eftir því, að í draumi sýnast hlutirnir oft miklu stærri en þeir eru í raun og veru, ef draumurinn annars merkir nokk- uð (sbr. þjóðsöguna um »Dalakút- inn«). Hugsanalif skáldanna er líka oft meira draumur en veruleiki, og kunni nokkrir að stæra og láta sér i augum vaxa jafnvel smámuni, þá eru það einmitt skáldin. Gáfa þeirra er að miklu leyti einmitt fólgin í því að geta vinsað úr einstök atriði og farið með þau eins og sjálfstæða heild. — Verðmætið i því sem þau gjöra er þá fólgið í þvi, að þau lýsa ítarlega og átakanlega og tekur eng- inn eftir hinum veiku hliðum þeirra fyr en þau koma inn á svið hins verulega og áþreifanlega. — En þar eru skáldin veik — framúrskarandi veik. Þetta hefi eg lengi vitað, en sjald- an fengið jafn áþreifanlegt dæmi þess, eins og áminsta grein herra Einars Hjörleifssonar. Hvernig einn lítill og alls ekki djúpt stefnandi eða heimtufrekur gamanleikur fær hann til að uppróta sínu hugmyndalífi frá insta grunni, það er eftirtektavert. Hvilíkt hugarmálverk hann getur framleitt af andlegu lífi hins upp- rennandi mentalýðs, bygt á þessu lítilræði, það er ótrúlegt. Að málverkið er römr hugmynd, en ekki rétt, hugarbutður, en ekki veru- leiki, er ekki til neins að þræta um, tíminn mun sýna það. Það eina, sem eg fyrir mitt leyti hefði ástæðu til að vera hugsjúkur út af, er það, að sjá ekki fyrir, að einhver kynni að taka sér þenna gamanleik svo nærri, að hann færi að spinna dýrasta efni heila síns út í bláinn. Því að viljandi heilaspuni er kostnaðarsamari en margur held- ur, hann kostar vit og glöggskygni, sem mikla kvöl og sjálfsafneitun getur kostað að vinna upp aftur. Ef hr. Einar Hjörleifsson hefði látið sér nægja að hreyta einhverjum ónotum í stúdenta, sem máske hefði mátt skoðast maklegt, þar sem örv- um var að honum beint, þá hefði eg ekkert skift mér af þvi. En af því að hann gerir þetta að svo al- varlegu stórmáli, sem hann vill sækja af öllu sínu kappi fyrir dómstóli þjóðarinnar og hver veit hvað langt, þá neyðist eg til að skýra frá afskift- um Stúdentafélagsins, sem hvorki voru mikil eða merkileg, þar sem það stóra og mikilvœqa í málinu satt að segja var ekki stjórninni eða fé laginu ljóst, hvorki fyrir eða eftir að leikurinn var leikinn. Saga þessa máls er ekki lengri en svo, að nokkrir stúdentar komu með það tilboð á fundi í Stúdentafélag- inu, hvort félagið vildi þiggja að þeir léku í nafni þess gamanleik, sem þeir höfðu samið, og átti væntan- legur hagnaður að ganga í hússjóð félagsins. Sumir af þessum höfund- um voru kunnir frá gamanleikum, sem leiknir höfðu verið í hóp ís- lendinga í Kaupmannahöfn og þótt fyndnir, og félagið samþykti tilboðið og fal stjórninni að lesa leikritið. Höfundar lásu það litlu síðar upp fyrir þeim af stjórninni,sem náðisttil í síman- um með litlum fyrirvara. í einn stjórn- nrmann, son Ein. Hjörl., náðist ekki í það skifti og þótti mörgum óheppi- legt, þar sem hann þótti einna lík- legastur til ágreinings, en formaður skoraði á hann, er hann sá hann næst, að nota rétt sinn að kynna sér ritið, sem hann þó ekki gerði fyr en á aðalæfingnnni. Þau áhrif sem leikritið hafði á stjórnina voru í sem styztu máli að það væri meinlaust og talsvert fvnd- ið með köflum, en skaðlaust, sér- staklega ef vel væri með það farið á leiksviöi. Eftir nokkrar athugasemd- ir um aukaatriði gaf stjórnin sam- þykki sitt til þess að það væri leikið ef höfundar sæju sér fært, en satt að segja voru flestir heldur vantrú- aðir á að nokkuð gæti úr því orðið. En sú varð raun á að alt gekk greiðara en út leit fyrir, og áður en varði var leikritið komið upp og eik- ið fyrir troðfullu húsi. Og fólk skemti sér ágætlega að því er séð varð, þrátt fyrir ýmsa misbresti sem stöfuðu af ófullkominni æfingu. Eng- inn virtist fá hinn minsta pata af því að hér væri verið að fara með neina »svívirðingu« eða neitt sem stórkost- leg vansæmd gæti falist í fyrir neinn. Yfirleitt fór alt fyrsta kvöldið eins og höf. höfðu reiknað út. Kröfu til þess að leikurinn yrði dæmdur á mæli- kvarða æðri listar höfðu höfundar aldrei gert og enginn fyrir þeirra hönd. Heyrði eg á tal margra eftir leikinn og þar á meðal háskóla- kennara sem settu út á, að leikurinn hefði getað verið vandvirknislegri að ýmsu leyti, en meinlaus fyndist sér hann og fyndnistilþrif með köflum. Meira fekk enginn út úr þessum smáleik nema hann setti sig hreint og beint út til þess. Meinlegt var að vísu sumt í honum, því ber ekki að neita,’ en heildin varpaði á það svo miklum meinleysisblæ að þess gætti ekki stund lengur. Máske má færa það hr. Einari til af- sökunar að hann hefir alls ekki heyrt petta leikrit eða séð, en að eins frétt um atriði, rifin út úr sambandi, og það fyrst og fremst, að hann sjálfur yrði fyrir bitrustu skeytunum. Mátti reyndar búast við því fyrirfram, þar sem leikurinn var pólitískur og ein- mitt um »bræðinginn« svokallaða, þar sem hr. Einar lék mest áberandi hlutverkið, svo sem kunnugt er. En hitt er jafn kunnugt, hvað stúdentar voru bræðingnum yfirleitt andvigir. En hr. E. H. fanst nú samt ekki haganlegt að láta svo sem hann reiddist fyrir sjálfan sig. Að hann fór og lét banna að sýna leikinn, var ekki hans vegna sjálfs, heldur af almennri heilagri vandlætingar- semi, og vegna enska ritstjórans, W. T. Steads! Að Stúdentafélagið hafi ætlað að fara að reisa Stead nokkurn minnis- varða með þessu riti, er meira en brosleg hugmynd. Að höfundar hafi tekið hann og vegið mannkosti hans, og svo kveðið upp dóm yfir honum, þarf ekki að rökræða. Hans persóna er hvorki svo lifandi í hug- um stúdenta né almennings að slíkt sé hugsanlegt Að nafnið var tekið, segja höfundar að sé út af orðum sem stóðu fyrir skömmu í ísafold um hann, og þeim þótti hálfskop- leg. Heilaspuni hr. E. H. út af þessu er því hreinasta draugs-uppvakning og að eins skýranleg með því, að hann þurfti að fá einhvern til að reiðast fyrir, úr því að ekki mátti líta út svo að hann reiddist fyrir sjálfan sig. En í sama reiðiflóðinu ræðst hann á ýms atriði í leiknum og skáldar um þau, þannig a? þau birtast nú í alqerleqa nýju Ijósi, sem hvorki höf- undar eða áhorfendur hafa nokkurn tíma séð þau i. — En E. H. hefir líka alls ekki séð leikinn eða heyrt í hinu rétta samhengi sínu og hefði því mátt minna um hann tala. —. í raun og veru hefir hann samið hér alveq nýtt leikrit, frámunalega ljótt, vakið upp draugssendingu á Stúdenta- félagið, sem á að koma því fyrir kattarnef, en auðsjáanlega hefir hann ekki kunnað þjóðsögurnar gömlu og því síður grunað, að i þeim er tölu- verður sannleikur. Sendingarnar voru sem sé oft hættulegastar upp- hafsmanninum sjálfum. — A Stú- dentafélaginu mun þessi sending ekki hrína, svo mikið er víst. Hr. E. H. er eitthvað að vor- kenna háskólanum okkar nýja. Hugs- að hefði eg, að háskólinn væri hon- um samt ekki þakklátur fyrir þenna reiðilestur sinn, sem er einmitt geysi- legur rógur um háskólann út á við, þótt í vandlætingartón sé, sérstak- lega þegar þess er gætt, hversu af- skaplega staðlaus hann er og upp- fundinn af E. H. sjálfum eða sögu- mönnum nans. A almenning ræðst hann lika fyrir það, að fólk hafði ekki nógu ljótt ímyndunarafl til þess að vinsa út úr samhengi og gjöra getsakir sem grimmastar. Því að þótt skoðanir manna séu máske ekki nákvæmlega á einu máli um leikinn, þá stendur það þegar Jast og óhaggað, að allur þorri manna sem leikinn sá, fór ekki lengra í dómum sínum en svo, hvort það og það í honum væri smekkleqt eða ekki — nákvæmlega sami mæli- kvarðinn sem notaður er á alla gamanleiki í öllum siðuðum löndutn. Hvort leikurinn væri skaðlequr eða »svívirðilegur«, datt vitanlega engum 1 hug nema máske örfáum af þeim, sem fundu í sig persónulega títu- prjónsstungu, eða þektu af afspurn smáatriði, slitin úr sambandi og ill- gjarnlega þýdd. Og einkennilegt er það, að þeir sem verst láta út af þessu, hafa ekki séð leikinn, og væri það ekki nema vel gjört af höfundunum, ef þeir vildu nú taka sig til og leika hann fyrir þá yið tækifæri, þegar vand- lætingarfárinu er farið að linna og þeir eru hættir að skæla út af vit- tausum hugarburði. Eg held að hlát- urinn sigraði flesta, nema ef til vill hr. E. H., þvi að hann fær áreiðan- lega nóg að gera að iðrast þess að hafa slitið svo andríki sínu, engum til gagns, fyrir að hafa sótt kraft niður í heim hinna æðri ósanninda, til að svata augnabliks heift, sem hann þó var skyldugur að reyna að bera eins og sá maður, sem einlægt hefir gert stórar kröfur til þolgæðis annara. Annars finst mér þetta oflitið blaðamál til þess að fjölyrða um það meira, eða smáatriði þess sem allir eiga kost á að stækka og smækka í huga sér eftir vild, og eftir því hvað mönnum finst haganlegast í þann og þann svipinn. Um gaman er heldur ekki vel gott að skrifa í alvöru, nema óyndisúrræðutn sé beitt eins og hér hefir átt sér stað. Annars held eg það vansæmdar- laust fyrir alla aðstandendur þessa skopleiks, þótt þeir viðurkendu að sér hefði að miklu leyti mistekist gamanið. Því að tilgangurinn var vissulega aldrei sá að ofhrella eina einustu sjúkataug eða hneyksla neinn af þessum smælingjum. Halldór Jónasson form. Stúdentafélagsins. Athugasemd, í grein sinni um gamanleikinn »Allt í grænum sjó« gefur hr. Einar Hjör- leifsson í skyn að Stúdentafélagið hafi' tekið að sér að svívirða sambandstrúna (»spíritismann«), þvi á hana bafi verið- ráðist með ósæmilegum hætti í leikn- um. Þetta er misskilningur. Hvorki stúd- entafólagið nó stjórn þess hefir með því að leyfa, að leikurinu væri s/ndur 1 þess nafni, 1/st samsinni sínu á skoð unum þeim um menn og málefni, sem þar komu < ljós. Það eru skoðanir hofundanna en ekki fólagsins. Það var ekki hlutverk stjórnarinnar að gagn- r/na þær skoðanir og sjá um, að þær væru < 8amræmi við skoðanir, sero kynnu að ráða í stúdentafólaginu. Til þess ætlaðist enginn. Um það eitt átti stjórnin að sjá, að leikurinn væri boðlegur almenningi. Hvort henni hafi tekist það geri eg ráð fyrir að formaður fólagsins riti um annarsstaðar í blaðinu. Það er þvi alls ekki rótt að stúd- entafólagið hafi ráðist á sambandstrúna. Og eigi lít eg heldur svo á, að það hafi eiginlega verið tilgangur höfunda leiks- ins að gera það, heldur hafi þeir þózt gera gis að E. H. með þvf að henda gaman að afskiftum hans af því máli. Því að það er nú svo að, jafnframt því að það hefir verið hið mikla lán þessa málefnis hór á landi að fá að brautryðjendum jafn þjóðkunna gáfna- menu og Björn heitinn Jónsson og E. H., og jafn trygga þvi, þótt á móti blósi, þá hefir það á hinn bóginn Kka að nokkru leyti verið ógæfa þess. Því oft hefir máíefnið vegna þeirra — þótt sjálfir ættu þeir eigi sök á — fengið slettur, vegna þess hve erfitt mörgum' veitist að greina sundur mennina og málefnin. Eg fæ heldur eigi sóð, að rótt hefði verið, hvorki af mór — sem vissulega álít það málefni sízt alira eiga skihð skop manna — að risa öndverður á móti að þessi gamanleikur væri s/ndur, nó af E. H. að leita aðstoðar yfirvalds til að stöðva hann. Því sannarlega vinnur enginn málefni sínu fylgi eða vinsældir með því að troða upp < þá, er á móti berjast og aldrei verða þeir samherjar tnanns með því móti, og svo mikið traust hefi eg Kka á þessu rnáli að ekki þoki slikt þvt' hænufet aftur á við þótt einhverir s/ni fávt'si sína < þeim efnum með því að gera gis að þvf eða fylgismönnum þess, hvort heldur er < ræðu eða riti. En sízt þó með leik, sem ekki er ætlast til að tal- inn só alvara, og sem er gleymdur daginn eftir að hann var syndur. Að vera svo hörundsár að maður kippi sór upp við slikt tel eg óheppi- legt, enda b/st eg eigi við að sú ti'tu- prjónsstunga hefði haft mikil áhrif á hr. E. H., hefðu ekki margar stærri á undan farið. Kr. Linnet. Enn nm eign á öðrum mönnum. % í grein minni »Um eign á öðrum mönnum« í .38. tbl. Isaf. þ. á. skýrði eg fiá skoðunum sem ýmsir mena hér í bæ höfðu látið í ljós, ýmist í orðum eða verkum, eða hvorutveggja. Að endingu spurði eg hvort þessar skoðanir væru ekki undarlegar.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.