Ísafold - 21.05.1913, Blaðsíða 1

Ísafold - 21.05.1913, Blaðsíða 1
Kemur út tvisvar í viku. Verð árg. 4kr., erlendis 5 kr. eða 1 Jdollar; borg- ist fyrir miðjan júli erleníis fyrirfram. Lausasala 5 a. eint. ISAFOLD Uppsögn (skrifl.) bundin við áramót, er ógild nema kom in sé til útgefanda fyrir 1. oktbr. og sé kaupandi skuld- laus við blaðið. ísafoldarprentsmiðja. Ritstjór?i : Ólafur Björnsson. Talsimi 48. XXXX. árg. Reykjavík, miðvikudaginn 21. maí 1913 41. tölublað I. O. O F. 94599. 1913. Frá Rvik 6. júlí með Hólum hrað- ferð til Sauðárkróks. Þaðan með Skál- holti 11. júlí til Akureyrar. Þá með Flóru til Seyðisfjarðar 20. júlí, og þaðan með Skálholti 7. ágúst til Rvíkur. , Dvel þvi á Sauðárkrók frá 8.—11. júlí, á Akureyri fii 14.—20. júli, og á Seyðisfirði i 6—15 daga eftir ástæðum. A. Fjeldsted. Nýja Bíó sýnir í kvöld (miðvikudag 21. mai) og næstu kvöld: JTlaíojaskarðið. Fjailaklaustur í Þessalíu. Barnabrek. Japanskir gíímumenn. Tlmerískur íæknir. Pantið bílæti í talsíma 344. Op- inn hálf tima á undan sýningum. ErL símfregnir. Khöfn 21. mai kl. 2,05 árd. Kosningar til fólksþingsins Kosnir voru í gær (20. mai) til fólksþingsins danska 43 vinstrimenn, 32 jafnað- armenn, 31 gerbótamenn og: 7 hægrimenn. Allmikil breyting hefir orðið á flokkaskipun frá því sem var. Mest hafa gerbótamenn unnið á. Þeir voru ekki nema 20, en eru nú 31. Jafnaðarmenn voiu 24, en eru nú 32. Vinstrimönnum hefir fækk- að úr 57 niður í 43, óg hægrimönn- um úr 13 niður í 7. Munu þeir aldrei jafn-fáir hafa verið. Kosningarnar nú snerust aðallega um grundvallarlagabreytingar þær, er Berntsensráðuneytið hefir borið fram og eru mikilll sigur fyrir þær, því að af þessum 113 kosnu þingmönnum eru 106 (vinstri-, gerbóta-, og jafn- aðarmenn) þeim fylgjandi, en einir 7 á móti. Þetta er fyrsta sinni, sem gerbóta- menn og jafnaðarmenn verða í meiri hluta við kosningar i Danmörku. Þeir hafa 63 þingsæti af 114 alls og geta þvi skipað stjórn í sameiningu hvenær sem er. En lítil líkindi munu til, að þeir vilji, eða þá ekki fyr en grundvallarlagabreytingin er samþykt. Ein kosning er eftir enn — í Færeyjum. Þar kosið íjúnímánuði. Alt fór Ýel í þetta sinn. Veturinn er liðinn og vorið byrjað með sólskini og sumarblíðu. Vetur- inn var einhver hinn mildasti, nær- felt altaf frostalaust og kafaldslaust. Hagar voru oftast nægir hér fyrir hross og sauðfé í flestum sveit- um. Óvíða var farið að sýna sauð- fé hey til muna fyr en um og eftir hátiðar. Og svo mátti viða hvar hætta að gefa sauðfé seinast á góu og snemma á einmánuði. Þrátt fyrir þetta er nú sagt að vorskoðanirnar sýni, að heyfyrningar séu allvíða mjög litlar, og sumstaðar alls engar. Frézt hefir líka, að farið hefir verið að tala um heyskort hjá stöku manni í sumum sveitum fyrir páska. Þetta sýnir, að ásetningslagið hjá okkur heldur enn þá gamla horfinu. Sýnir, að menn hafa næstliðið haust, eftir gömlum vana, búist við góð- um vetri og sett á eftir því. Að fjöldi manna —¦ liklega stór meiri hluti — hefir sett á í haust miklu meiri fénað, en þeir vissu sig hafa nóg fóður fyrir, ef vetur yrði harður og hafísavor. Hvernig mundi hafa farið í vor, ef sauðfé og hross hefðu alment komið á innistöðugjöf litlu eftir vet- urnætur og hagleysur haldist yfirleitt fram undir sumarmál, og sumstaðar væri haglaust ennþá. Ef hafís hefði lagst um landið fyrir miðjan vetur, og lægi enn rólegur og lukti öllum höfnum á meira en hálfu landinu, ef norðan frostbyljir gengu nú við og við og væru væntanlegir fram- yfir fardaga? Halda menn í alvöru að góðærið sem við höfum nú notið í meira en 20 ár, taki aldrei enda ? Sjá menn ekki hættuna, sem hér vakir yfir þjóðinni ? Líklega sjá menn hana ekki og þessvegna þegja allir, nema landlæknirinn. Eða hafa menn ekki tekið eftir hugvekju landlæknisins í Lögréttu »Nœstu harðindim. Ekki eru þeir svefnstyggir, sem ekki hrökkva upp við þórdunur Guðmundar Björnssonar. Vaknið nú bændur og bualið, á meðan harðindin eru ekki skollin á. Munið, að »seint er að byrgja brunn- inn, þegar barnið er druknað«. — Fjölmennið nii á þingmálafundina í vor, og heimtið fyrst aj öllu, að lands- stjórnin, þingið og stjórnarvöldin taki rögg á sig, og geri öflugar ráðstaf- anir til að tryggja biifé landsins fyrir harðindunum, sem vafalaust koma þegar minst varir, hér eftir sem hingað til. Heimtið að þingið semji hentug lög um tryggingu báfjár til að koma í veg fyrir það, að næstu harðindin risti þjóðinni eins rammar bölrúnir, eins og harðindin 1881—'83 ristu henni. Heimtið að þingið veiti meiri part þess fjár, sem fram þarf að leggja til þess, að búa svo um hnútana, að næstu harðindin geti ekki sópað burtu öllum þeim hagnaði, sem undanfarin gí ðæri hafa lagt oss upp í hendurnar. Minnið þingið á það, að það hvílir jafnbrýn skylda á landsstjóm vorri til að verjast árás- um hafíss og harðinda, eins og á stjórnum annara landa að verjast árásum útlendra óvina. Að það er því brýn skylda landsstjórnarinnar að kosta tryggingu búfénaðar landsins að mestu leyti af almanna fé. Og ef að þingið bregst vel við, takið þá höndum saman við lands- stjórnina og sýnið ykkur fúsa til að gera almennar samþyktir um gæti- legan heyásetning, um heyásetnings- eftirlit, um fóðurforðabúr, og hvað annað, sem miðar til að afstýra hætt- unni af harðindunum. Munið eftir þvi, að án eindregins áhuga hjá ykk- ur og fylgis við fjártryggingarráðin getur landsstjórnin lítið gagn gert. Að eins röggsamleg og eindregin sam- vinna landsstjórnar 0% bænda megnar að kveða niður horjellisdrauginn, sem hefir jylgt okkur i púsund ár. En ef þingið vill ekki sinna ein- dregnum áskorunum ykkar, og gerir enn þá ekkert til þess að tryggja þær 15 miljónir króna í búfé, sem þjóðin nú á, gegn eyðileggingu — þá skal eg ekki lá ykkur, þó að þið setjið ykkur niður með þingmönn- unum og gleðjið ykkur í sólskininu á meðan það býðst. Ókfsdal á eldaskildag 1913. T. Bjarnason. Aðalfundur Búnaðarfélags Islands. • ? ¦----- Hann var haldinn í Iðnaðarmanna- húsinu í Reykjavík 17. maí 1913. Forseti las upp reikning félagsins 1912, ásamt efnahagsyfirliti, og skýrði frá starfsemi þess, en vísaði um sumt til skýrslna i Búnaðarritinu. Jaröræktarfyrirtæki, sem félagið styrkti árið sem leið, voru þessi helzt: Til girðinga var veittur 2661 kr. styrkur. Langstærsta girðingin var afféttargirðing Flóamanna og Skeiða- manna, á 4. mílu, en sumar aðrar lika allstórar, á 2. mílu. Árið var mikið girðinga-ár. Þó verður þetta ár það varla síður. Líkur eru til, að ræktunarsjóðslán til jarðabóta verði þetta ár frekar 50 þds. kr., og megn- ið af því til girðinga. Til áveitunnar á Miklavatnsmýri voru árið sem leið greiddar 1377 kr. upp í lofaðan styrk. Því verki var að mestu lokið á árinu, eða réttara sagt þeim hluta þess, sem til stend- ur að vinna í btáðina, og var vatn- inu úr Þjórsá hleypt í skurðina i fyrsta sinn fyrra miðvikudag. Frá verkinu, sem biiið er að vinna, er sagt nokkuð í skýrslu Sigurðar bú- fræðings Sigurðssonar í Bdnaðarrit- inu. Kostnaðurinn við það er ekki orðinn nema hér tim bil helmingur þess, sem áætlað var. Er það ekki að litlu leyti þvi að þakka, að gröft- urinn fekkst fyrir 33 aura rúmstikan i stað áætlaðra 45 aura, en að mestu leyti þó af því, að frestað er um sinn að gera sumt af skurðunum, sem ráðgerðir höfðu verið. Það fór eins og við var búist, að ef tæk- ist að gera áveitu þessa að mun ó- dýrari en áætlað hafði verið, mundi hugurinn vaxa til stærri áveitufyrir- tækjn. Nú hafa Flóamenn óskað nýrra mælinga fyrir Flóa-áveitu, með nokkuð annari tilhögun, eftir tillögu Sigurðar bdfræðings, og Skeiðamenn mæhnga f}'rir áveitu úr Þjórsá. — Þykir nd Reykjasandurinn ekki þurfa lengur að vera því fyrinæki til tálm- unar, þar sem góðar horfur eru á þvi, að takast muni að hefta það sandfok. Bdnaðarfélagið hefir nú ráð- ið Sigurð kennara Thoroddsen til mælinga á Skeiðunum í sumar. Og Flóamælingin er vonast til að fram- kvæmd verði sumarið 1914, ef fé- lagið fær til þess fjárveitingu þá, sem um hefir verið beðið. Til annarra vatnsveitinga var veitf- ur 446 kr. styrkur, og til jyrirhleðslu til varnar vatns-ágangi 400 kr. Til plaginqarkenslu og .félagsplæg- inga með kenslu var varið 530 kr. Votheysgerðartilraunir voru enn gerðar nokkrar, þó færri en til stóð vegna þess, að ekki skorti þerrinn í fyrra sumar. Sumir þeir, er samið hafði verið við um tilraunirnar, hafa nd gert þær í 4 ár. Er þá í ráði að fá tilraunir gerðar annarsstaðar, á Austurlandi og í Snæfellsness- og Strandasýslum, ef menn fást til þess á þeim stöðum, þir seni ^örfin er mest fyrir þá l>eyverkun. Tilraun- irnar hafa allstaðar hepnast vel. Efnarannsóknir. Til þeirra var varið 180 kr. Þar af 75 kr. til reynslu á hdsagerðarefnum. Er þeim rannsóknum Ásgeirs efnafræðings Torfasonar nd lokið og skýrsla hans birt í Bdnaðarritinu. Hitt voru mest fóðurefnarannsóknir i sambandi við fóðrunartilraunir á Hvanneyri. Þetta ár verður meira gert að efna- rannsóknum. Er byrjuð rækileg rann- sókn á áburðarmagni og áburðar- gæðum undan kúm, og hefir áðnr verið minst á það í blaði (H. V. skólastjóri i ísafold). Félaginu hafa borist fyrirspurnir um, hvernig reyna megi gaddavír, út af því, að tvimæli hefir leikið á gæð- um nokkurs af vír þeim, sem fluzt hefir til landsins síðustu árin. Hefir nd verið grenslast eftir hvernig reyna megi vírinn. Kemur bráðum leið- beining frá Asgeiri Torfasyni um það, og getur þá hver maður sjálf- ur reynt með mjög einfaldri aðferð, hve vel virinn er galvaniseraður. — Annars mun rannsóknarstofan gefa þeim, sem vilja láta reyna vír eða þnkjárn og fá vottorð um gæði þess, kost á að fá það fyrir væga borgun. Búfjárrækt. Til hennar voru þess- ar helztar fjárveitingar. NautgripafeVö% 18 hafa fengið alls 3088 kr. styrk. Sauðfjárkynbótabú 7, alls 1300 kr. Hestakynbótajélög 2, samtals 400 krónur. Til hrútasýninga var varið 450 kr. (Á Austurlandi og i Eyjafjarðar- og Þingeyj arsýslum). Til girðinga ýyrir kynbótagripi 589 kr. (Styrkurinn þriðjungur kostnaðar). Til eýtirlitskenslunnar 551 kr. Afreksverk hr. Einars H jörleifssonar. Síðan hr. E. H. pródikaði í ísafold á fimtudaginn var, hefir hver um ann an þveran komið til vor stúdenta, sem að leiknum stóðu, og sagt sem svo: »Ja, ef menn þektu ekki hann Einar Hjörleifsson og vissu ekki hvernig hann getur skrifað, og ef ekki hefðu nógu margir sóð og heyrt leikinn ykkar, þá býð eg ckki fó við því, hvað almenn- menningur útí frá vœri farinn að hugsa um ykkur, eftir þeirri gervi, sem hann hefir reynt að sýna ykkur í«. Og það er ekki furða, þótt menn segi svo. Myndin, sem hann virðist vilja bregða upp af oss, er einna svipuðust því, að vér seum þessir »óþrifagerlar og and- leysis gorkúlur«, sem dafna í þeirri »fýlu«, sem hr. E. H. segir að nú sé lífsloft ungra mentamanna hór á landi. — Sem svívirða málefni, sem öðrum eru heilög, og saklausa menn, beggja megin grafarinnar, og hafa meðal ann- ars tekið að sór að svívirða hinn ósýni- lega heim. — Sem »geta sökt sór niður í það tímum saman að setja saman óþverra«, »Hggja yfir því að klambra saman, i stuðluSu máli og óstuðluðu, ógeSslegum smánunum 0. s. frv.« LeiBbeiningarferðir Jóns H. Þor- bergssonar. Hann var í haust sem. leið við hrdtasýningar í Borgarfirði, og ferðaðist svo í vetur um Gull- bringu-, Arness-, Rangárvalla- og V.-Skaftafellssýslur, skoðaði fé hjá 350 bændum og leiðbeindi í fjárvali, hélt fyrirlestra á 45 stöðum, þar á meðaí við námskeiðin í Þjórsártúni og í Vik, fyrir samtals 1332 áheyr- öndum. Næsta vetur mun hann enn vérða í þjónustu Bdnaðarfélags- ins og verða þa fyrst við hrdtasýn- ingar í haust, en fara síðan leiðbein- ingaferð urn Vestfirði, eftir ósk bdn- aðarsambandsins þar, enda er það sá eini partur af landinu, sem hann á ófarið um. NámskeiBin, sem félagið kostar, voru vel sótt árið sem leið. Garð- yrkjunemendur í Gróðrarstöðinni voru 14. Höfðu sótt nál. 40. Við plægingarkensluna í Einarsnesi voru 7 nemendur. Eftirlitsnámskeiðið Fallegt er orðbragðið! Hvernig getur nú svona mynd verið til komin 1 Það verður þá fyrst skiljan- legt, þegar þess er gætt, að greinar- höf. hefir aldrei sóð né heyrt leik vorn, heldur skáldað nýjan leik og eignað oss. Má vera, að aðrir hafi, í heiftarhug, farið rangt með leikatriSi í eyru honum, en hann svo fært í stíl- inn og hafið ósannindin og reiðina í æðra veldi. En hvað sem því Iíður, þá er þaS s k á 1 d i ð Einar Hjörleifsson, sem talar — n í ð skáldið. Hr. E. H. byrjar grein sína á Will- iam Stead. Hann b/snast yfir því í löngu máli og meS átakanlegum gag- uryrðum, að vór sýnum honum ekki tilhlýðilega lotningu, heldur höfum sýnt hann sem d r a u g. Þetta er nokkuð undarleg byrjun. Hvernig í dauðanum dettur manninum í hug aS gerast svó djarfur, að reyna að telja fólki trú um það, aS vór hófum ætlað aS óvirða þann merka mann? Veit hann ekki það sem allir vita, að J>eir hérna, andatrúarmennirnir, hafa sjálfir gert úr honum »figúru« með ummæl- um í Isafold, sem annars munu vera tekin úr enskum blöðum. Veit hann ekki það, sem allir vita, að hver mað- ur hendi gaman að þessu lengi á eftir, þar á meðal St. 6. Stepbansson, skáld- spekingurinn vestur í Klettafjöllum,

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.