Ísafold - 28.05.1913, Blaðsíða 3

Ísafold - 28.05.1913, Blaðsíða 3
I S A F 0 L D 169 Merkisgripur. Mörgum er í minni »Spegillinn hans Ríkharðs«, sumir hafa lesið um hann og aðrir hafa séð hann. Nú hefir annar efnismaðurinn lok- ið námi hjá Steýáni Eiríkssyni, og sýnt það í verki með einkar veg- legri og vel gerðri fullnumasmíð. Það er Gunnlauqur B. Blöndal, sonur Björns Blöndals læknis á Hvammstanga, tæplega tvítugur mað- ur. Smíðisgripurinn er skápur allmik- ill, gerður í Renaissance-stíl. Aðal- smíðin er framhlið skápsins, er það rósaverk furðumikið, þar er saman- ofið bæði eðlilegum myndum og undradýrum, er alt beygist og breið- ist út í blöð og blómhnappa á fag- urlegan hátt og eftir öllum listarinn- ar reglum. Allur er skápurinn úr rauðviði nema hurðin, hún er úr gulu peru- tré, sem eru að »springa út«, og er það ekki hvað minst prýði á skápn- um. Uppdráttur Gunnlaugs að skápn- um og smíðin sjálf var af dómnefnd dæmt »Jrumleqt og með ajbri%ðum<. Allir sem sjá skápinn, hljóta að skilja hversu mikla hegurð, leikni og kunnáttu þurfi til að semja svona grip hér, þar sem engar fyrirmyndir eru til, engir munir af likri gerð, ekkert safn slíkra muna til að ausa þekkingu úr, eins og í öðrum lönd- um. Einn kennari er það eina sem við eigum — óskandi að við njótum hans sem lengst. Og hvað verður svo um þessa merkisgripi sem til verða hjá okkur, þrátt fyrir alla örðugleikana? Enn hefir Þjóðmenjasafnið ekki eignast þá. Eigendunum þætti sárt að sjá á eftir þeim út úr landinu, geyma þá þess vegna, en yfir vofir hæltan að eldurinn verði fyrstur til að ná þeim á sitt safn. Kveðjugildi var Jóhanni Jóhannessyni kaupmanni haldið af nál. 40 vinum hans í fyrra kvöld í Hótel Reykjavik. [óhann lagði á stað til Vesturheims í gær og dvelst þar minsta kosti sumar- langt til að skoða sjg um. Jón Ólafsson alþm. mælti fyrstur fyrir skál heiðursgests, en síðar töluðu þeir síra Bjarni [ónsson, Guðm. Magnússon skáld, Borgþór Jósefsson og A. J. Johnson. í samsætinu var Jóhanni fært eftirfarandi kvæði, eftir Guðm. skáld Guðmundsson, ort undir laginu: Hvað er svo glatt. Vér kyrjum lagið okkar gamla, góða er góðan vin úr hlaði syngjum vór. Vór höfum ekkert betra til að bjóða, en bróður hönd, er vegu skilur hér. Vór nennum ekki’ að hryggja þig nó hrella með hrókaræðum, eins og þeim er tamt, er smjaðri’ og eitri’ í heiðursskyni hella í höfðingjana og — amast við þeim samt! Þig seiðir héðan Vesturálfan víða, sem víkingarnir ungu og djörfu þrá, en veizt, að heima bundnir kraftar bíða, oss brestur vit og orku’ að leysa þá. Þig langar til að ráða á heigulsháttinn og hrópin, glamrið, — orðum breyta í vek. Þér nægirekki’ að hlusta’á hjartasláttinn, þú heimtar átök sigurdrjúg og sterk. -a- -tt: MK^mnméÉai Og þú ert sæll, er heimdranganum hleypir, og hver veit nema sprotaun finnir þú — þann töfrasprota’, er devfð af stóli steypir og styrkir vorrar þjóðar megintrú. — Af Vestmannanna reynslu-gulli ríkur með rögg að ári úr víking heim þú snýrð og breytir hverju hverfi Reykjavíkur f hvelfda sali’ og glæsta tófrad/rð. Já, heill þór, grjótpáll, allra urðabrjótur, sem enga króka þekkir, hreinn og beinn! En vertu nú sem fyrri’ í förum skjótur,— þór fylgir góðra óska leiðarsteinn. Kom heill sem fyrst í hópinn bræðra þinna úr herför aftur, nóg hór kallar að sem þú átt eftir þjóð til gagns að vinna ! Og þarna er kvæðið! — Farðu nú af stað! Aíli þilskipa og botnvörpnnga á vetrarvertíð 1913. , 1» i 1 s k i p: H. P. Duus: Ása 36 þús. Keflavík . . . 23 — 500 Sigurfari . . . 15 — Milly . . . . 19 — Sæborg.... 19 — Björgvin . . . 23 — Hákon . . . . 18 —/500 I. H. O. . . . 12 — Seagull.... 29 — Hafsteinn . . . x7 — Th. Thorsteinsson: Guðrún Soffia1) . 15 — Sigríður 25 — H/F Stapi; Esther . . . . 25 — Guðm. Ólajsson Nýjabæ: Bergþóra ... 21 — Si%. Jónsson Górðum: Haífari .... 12 — J. P. 7. Bryde: Valtýr .... 27 — ') Varð fyrir árekstri og tafðist marga daga. Reykjavik Theater. Fritz Boesens Theaterselskab opförer Torsdag Aften 29.Maikl. 8l/2 pr. En Forbryder og Alle inulige Roller. Kun denne ene Gang. Obs. Billetpriserne ere: 1,25, 1,00, 0,75, 0,50. Kartöflur. Útsæðiskartöflur snemmvaxnar i júlí, S aura pd. Matarkartöflur j aura pd. Klapparstig 1 B. H/F P. I. Thorsteinsson & Co: Ragnheiður . . 26 þús. Langanes ... 13 — Greta .... 17 — Sléttanes . . . 12 - Einar Þorqilsson HaJnarJ.: Surprise . . . 21 — 500 Jósephine (leigus.) 21 — Áq. Flygenrinq 0. Jl.: Elin1) .... 6 — 500 Alls 454,000 Aths.: Seagull fór út í marz, hin flestöll í febrúar miðjum. Botnvörpungar: Freyr 8/3—2/5 . . . . 5° þús. Valur ls/8-12/5 • • . • • 60 — íslendingur lok febr. til a/5 92 — Ingólfur Arnarson 4/2—'/5 150 — Bragi • • • • 235 — Baldur 10/8—1&/s • • • 215 — Skúli fógeti 16/2—16/5 . . 340 — Marz 8/2—w/5 .... 271 — Eggert Ólafsson 16/2—ls/5 278 — Jón forseti 18/2—% . . 181 — Snorri goði lok febr. til l/5 140 — Skallagrímur miðj.febr.-16/5 203 — Apríl »%—17/» • • • • ON — Snorri Sturlus. marzl.—15/5 103 — Garðar landnemi . . . Ó V í s t Aths.: Botnvörpungaaflinn er tek- inn eftir Æ g i. En því er miður, að lítt mun byggjandi á aflatöíunni. Siðan hafa og ýmsir botnvörpungar bætt allmiklu við sig. Þyngdina er mest að marka, en hún er ófáanleg. *) Fór út am miðjan apríl. IE □ BE Fama Nova skilvindan er það hagnaðartæki, sem hverjum bónda er nauðsynlegt. Hún skilur bezt, er léttust í drætti og hefir yfir höfuð alla þá na kosti sem góð skilvinda þarf að hafa. Meðmæli frá Halldóri Vilhjálmssyni skólastj., Hvanneyri. Skilvindan er til sýnis og sölu hjá H. Benediktsson, Reykjavík. [S=iir===u=iir=ii —iii=g Á meðan eg er erlendis gegnir Helgi Salómonsson kennari fyrir mína hönd viðskiftum mínum við menn og öðrum störfum, og eru menn vin- samlega beðnir að snúa sér til hans með alt þess konar. Hann verður að hitta á skrifstofu nlinni mestan hluta dags fyrst um sinn. Reykjavík, 27. maí 1913. Jót). Jófjannesson, Laugaveg 19. Portland Cementfabriken „Norden“ Aalborg er viðurkend fyrir sína góðu vöru, og fræg orðin fyrir þann óviðjafnanlega styrkleika, sem cementið hefir. Nægar birgðir og upplýsingar hjá umboðsmanni verksmiðjunnar. Ji. Benedikfsson. Taísími 289 og 8. Hegkjavík. fyrir þjóðkirkjusöfnuðinn í Reykja- víkursókn verður haldinn laugardag 31. maí 1913 kl. 8/2 síðd. í húsi K. F. U. M. við Amtmanns- stíg. Umræðuefni: Kristindómsstarj meðal æskuljðsius. (Málshefjandi síra Fr. Friðriksson). Sóknarnefndin. banna ætti bændum, sem búa á skóg- jörðunum, að beita skóginn, þá væri það sama og banua þeim að búa, eða reka þá burt af jörðunum, Þetta er að nokkru leyti satt. Skógjarðir eru jafnframt fjárjarðir. Yæri fénu alger- lega bægt frá skóginum — sem viða er eina beitilandið — þá væri það sama og útrýma sauðfjárræktinni af þeirri jörðinni. Skógrækt og sauðfjárrækt geta ómögulega samrýmst á sömu jörðinni, með búskaparlagi því, sem nú a sór stað ; annaðhvort verður að víkja. Engar skógjarðir munu til vera á landinu, að ekki só hægt að græða út tun þeirra að miklum mun — gera þau margfalt stærri og betri en þau eru. Uthagar og óræktarengi eru víða vel fallin til tún- og matjurtaræktunar. Og væri meiri gaumur að því gefinn og meiri alúð lögð við að rækta skóg- jarðirnar, gætu þær gefið tí-falt meiri arð en þær gera nú, þótt skógurinn Væri undanskilinn fjárbeit. Sanngjarn- ast væri að landið eignaðist skógjarð- irnar, og bygði þeim mönnum einum, er stunda vildu túnrækt, garðrækt og ekógrækt. Ef helmingnum af því fó, sem veitt er til skógmálanna á fjár- bagstímabili væri varið til að kaupá skógjarðir, gæti landið að minsta kosti eignast eina skógjörð annaðhvort ár, og búið svo um hnútana, að þeim skóginum yrði borgið í framtíðinni, sem þar væri. Aður en eg skil viðþessa grein verð eg að athuga ofurlítið ummæli skóg- ^tjórans í minn garð, er hann minnist á skógræktarrltið og erlendu trjáplönt- Oínar f 33. tölubl. Isafoldar þ. á. kjálfsagt hefir hann ætlað að verða hór )>k]ókur« og vinna skógræktarmálinu Þe-rft verk, en ferst það eins og annað — verður honum lítill sæmdarauki. Því aÖ í sambandi við þessi ummæli, verð- ur ekki komist hjá, að geta ýmsra skógræfctar »klókinda« hans, sem hann eflaust hefði sjálfur kosið, að ekki yrði talað mjög hátt um. Og eflaust hefði ekki verið hreyft við þeim sumum, ef hann hefði ekki sjálfur gefið tilefni til þess. Skógstjórinn þykist vera kominn að þeirri niðurstöðu, að erlendar plöntur sóu ónýtar til skógræktar í óræktar- jörð, og segist ekki þekkja þá erlendu trjátegund, sem hanu geti mælt með, »en sá maður«, segir hann, »sem er höfundur Skógræktarritsins er þar á móti svo klókur, að hann getur mælt fram með fleirum, þó hann hafi að eins lærdóm sinn frá skógræktinni sjálfri«, og í þessu efni »mótmæli« skógstjór- anum og só honum »ósamþykkur«. Eg fyrir mitt leyti hafði ekki hug- mynd um, að skógstj. væri búinn að kasta trúnni á erlendu plönturnar, eða sýndi það í verkinu, að svo væri. En eg vissi til þess í maímánuði í fyrra, nokkrum vikum eftir að Skógræktar- ritið kom út, að skógstj. fekk mörg þúsund af erlendum trjáplöntum, sem hann ha.’ði pantað, og seldi þær fullu verði, hverjum sem hafa vildi, til gróð ursetningar í óræktarjörð, vitandi það, eftir því sem hann sjálfur segir, að þær voru óhæfar í íslenzkan óræktar- jarðveg, og hann ekki gat »mælt með«, heldur miklu fremur lastað. Hvernig gat eg þá verið honum »ósamþykkur« í þessu efni f Skógræktarritinu, þegar hann sýnir það f verkinu löngu síðar, að hann aðhyllist erlendu plönturnar 1 Að skógstjórinn er eklci enn þá af baki dottinn með erlendu plönturnar, þrátt fyrir þessa hátíðlegu játningu sína, á það bendir, að núna í miðjum maf fekk hann um 6000 erlendar plönt- ur til gróðursetningar í óræktarjörð á Yífilsstöðum og víðar. — »Það er lakur kaupmaður sem lastar sína vöru«, segir máltækið, og vill það sanuast hór. Hann segir enn fremur, að eg hafi »að eins« lærdóm minn frá skógrækt- inni sjálfri. Eflaust hefir hann sína skógræktarþekkingu einhverstaðar ann- arstaðar frá, enda bendir flest á að svo só. Að erlendar plóntur sóu óhæfar til gróðuisetningar í óræktarjörð er senni legt, en ósennilegt, að hór megi ekki ala upp plöntur af erlendu trjáfræi til gróðursetningar í óræktarjörð, og á það benti eg einmitt í Skógræktarritinu. En hinsvegar er ómögulegt að byggja á neinum tilraunum skógstjórans í þessu efni, sem eg þekki til. Hann hefir pantað árlega svo tugum þúsunda skiftir af erlendum plöntum til gróður- setningar við Rauðavatn og á Þing- völlum. HaTa plönturnar oft verið í slæmum umbúðum, og þvf skemst á leiðinni; ýmist hafa þær þornað um of, gaddfrosið eða fúnað og því illa útleiknar eftir ferðavolkið, en samt hefir orðið að gróðursetja þær, þó að fyrirsjáanlegt væri að þær ættu skamt eftir ólifað. Stundum hafa plönturnar verið algerlega dauðar, þegar þær voru teknar úr umbúðunum. Eitt sinn varð að kasta 2000 erlendum barrfellis plöntum við Rauðavatn, sem voru steindauðar, þegar þær komu þangað. Eitt vor voru sendar hingað eftir boði skógstjórans um 50,000 trjáplönt- ur frá útlöndum til gróðursetningar við Rauðavatn og Þingvelli. Allmikið af þessum plöntum voru mjög góðar. Þær voru bæði gróðursettar á bervsæði í skógteigunum og dreifplantað í vermi- reitum. En til allrar óhamingju varð að hlýða þeirri skipun skógstjórans að sá erlendu grasfræi kringum all- ar plönturnar, þar sem þær voru gróð ursettar. Grasið óx mjög hrátt upp með trjáplöntunum, og festi djúpar rætur. Það gerði tvent í einu: rændi næringu úr jarðveginum frá rótum trjáplantanna, og huldi þær algerlega fyrir sól. Afleiðingin af þessu varð því sú, að trjáplönturnar vesluðust smámsaman upp og köfnuðu, en grasið stóð hreykið eftir. Af annari eins tilraun og þessari, er ómögulegt að sanufærast um hvort heppilegt er að nota hór erlendar trjá- tegundir til gróðursetningar eða ekki — eða hver mundi sannfærast um, að hér þrifistekki jarðepli, þó reynslan sýndi, að þau köfnuðu í baunagrasi, er ein- hver »Baunverji« hefði komið upp með að rækta í kringum þau. En þess má geta, að áður en skógstjórinn kom til sögunnar, var búið að gróðursetja er- lendar trjáplöntur við Rauðavatn og Þingvelli, og þær hafa reynst vel og einmitt glætt þá von hjá mönnum, að erlendar trjáplöntur muni þrífast hór á landi, ef skynsamlega er unnið að ræktun þeirra. Græðireiturinn er nú algerlega lagður niður við Rauðavatn; hann var, eins og mörg önnur skógræktarfyrirtæki, stofnaður og rekinn með miklum kostn- aði, en lítilli fyrirhyggju. Ekkert tillit tekið til, hv'ort jarðvegur var þar hentugur undir græðireit, eða lega hans heppileg. Fyrir nokkrum árum var plægður blettur á slóttri flöt í skógræktarteignum, sem átti að vera viðbót við græðireitinn, og átti einkum að nota hann til að sá í hann íslenzku birkifræi, og það var líka gert og kom ágætlega upp. Með góðri hirðing var útlit fyrir að þarna mætti ala upp íslenzkar birkiplöntur svo tugum, eða hundruðum þúsunda skifti, en ekkert var um þetta hirt, nema fyrst framan af og alt látið drabbast niður. Nú kvað vera eftir að eins sárfáar kyrk- ingslegar plöntur, af þeim hundruðum þúsunda, sem upp komu í fyrstu. Hefir verið auglýst, að Ungmennafó- lögin eigi að fá þær, til að spreyta sig á að blása í þær lífi. Nú er sagt, að bæta eigi gráu ofan á svart og rífa upp með rótum víðirinn og álitlegustu trón í græðireitnum og flytja í burtu til þess að gera Rauðavatnsskógræktar- stöðina sem eyðilegasta. Nú er verið að koma upp græðireit á Vífilsstöðum, sjálfsagt með sama sniði og fyrirhyggju og við Rauðavatn. Og svo mikið er víst, að í jarðveginn var sáð jafnharðan og búið var að stinga hann upp 'og berja í sundur. Skógstjórinn álítur, ettir þessu að dæma, að jarðvegurinn þurfi ekki að rotna, eða liggja með áburðinum vetrarlangt, hvað þá heldur lengur, áður en sáð er í hann trjáfræi, þótt alstaðar sé þeirrl reglu fylgt hjá öðrum þjóðum, þar sem nýr græðireitur er gerður. Kæmi manni ekki á óvart, þíó afdrif hans yrðu svipuð og græðireitsins við Rauða- vatn, enda virðist skógstjórinn bein- línis ætlast til, að öll skógrækt hór á landi fari í hundana eftir nokkur ár, eftir því að dæma, sem hann segir í grein sinni í 20. tölubl. ísafoldar. Þegar skógræktarstj. er að mælast til að landstjórnin veiti meira fó til skógmálanna,' en verið hefir að undan- förnu, tekur hann ekki einungis fram hvað landstjórnin á að gera í skógrækt- inni, heldur líka hverja skoðun hún eigi að hafa á skógmálunum. Hann leggur henni því þessi kostulegu orð í munn : »Vór skulum nú á nokkrum árum veita svo mikið fó til skógrækt- ar, að þau skógsvæði, sem nauðsynlegt er að friða, geti orðið girt. En þegar því verki er lokið, þá viljum vór ekki ábyrgjast meira, þá getur verið að vór leggjum niður skóg- /

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.