Ísafold - 04.06.1913, Blaðsíða 1
Kemur út tvisvar
í viku. Verð árg.
4 kr., erlendis 5 kr.
eða l^dollar; borg-
ist fyrir miSjan júli
erleníis fyrirfram.
Lausasala 5 a. eint.
ISAFOLD
Uppsögn (skrifl.)
bundin við áramót,
er ógiid nema kom-
in só til útgefanda
fyrir 1. oktbr. og
sé kaupandi skuld-
laus við blaðið.
ísafoldarprentsmiðja.
Ritstjóri : Ólafur Björnsson.
Talsími 48.
XXXX. árg.
Reykjavík, miðvikudaginn 4. júní 1913.
45. tölublað
I. O. O P. ^4669.
Alþýðufél.bókaaafn Templaras. 8 kl. 7—9.
Augnlsekning ókeypis 1 Lækjarg, 2 myd. 2—S
Borgarstjóraskrifstofan opin virka daga 10—3
Bæjarfógetaskrifstofan opin v. d. 10—2 og 4—7
Bœjargjaldkerinn Langav. 11 kl. 12—8 og 5—7
Eyrna- nef- halslækn. ók. Pósth.str. UA fid. 2-8
íslandsbanki opinn 10—2'/i og 51/!—7.
K.P.U.M. Lestrar-og skrifstofa 8 árd.—10 slod.
Alm. fundir fid. og sd. 8'/t slod.
Landakotskirkja. Guðsþj. 9 og 6 á helgum.
Landakotsspitali f. sjúkravitj. 11—1.
Landsbankinn ll-2'/i, 5>/«-6'/«- Bankastj. 12-2
Landsbókasafn 12-8 og 6-8. Útlán 1—8.
Landsbúnaðarfélagsskrifstofan opin fra 12—2
Landsféhiroir 10—2 og 5—6.
Landsskjalasafnio hvern virkan dag kl. 12—2
Landssiminn opinn daglangt (8—9) virka daga
helga daga 10—12 og 4—7.
Læknine ókeypis Þingh.str. 23 þd. og fsd. 12—1
NAttúrugripasafniö opio l'/i—2»/i á sunnud.
Samábyrgo Islands 10—12 og 4—6.
Stjórnarráðsskrifstofurnar opnar 10—4 dagl.
Talsimi Reykjavikur Pósth.8 opinn daglangt
(8—10) virka daga; helga daga 10—9.
Tannlækning ókeypis Pósth.str. líBmd. 11—12
Vifilstaoahælio. HeimsókL artimi 12—1
Þjóomenjasafnio opið þrd., fimd. og sd. 12—2.
Nýja Bíó
sýnir i kvöld (miðv.dag 4. júní)
og næstu kvöld:
Balkan-ófriðurinn.
Rödd hjartans
eða
Forlög systranna.
Konan mín hefir farið í sjó.
Pantið bílæti í talsima 344. Op-
ínn hálf tíma á undan sýningum.
Ofna og eldavélar
selur
Kristján Þorgrímsson.
Minningarsjóður
Björns Jónssonar.
Tekið móti gjöfum í skrifstofu og
bókverzlun ísafoldar, pappírsverzlun-
inni Björn Kristjánsson og verzlun
Tóns frá Vaðnesi á Laugavegi.
Ófriðaríokin.
Það hefir gengið i mesta þófi að binda
enda á friðarsamningana mi!li Balkan-
þjóða og Tyrkja. Einkum hefir staðið
á Grikkjum og Serbum. Vildu þeir
fyrst fá skýrar ákvarðanir um landa-
skiftinguna milli sin og Búlgara, áður
en frið semdu við Tyrki — vildu
ekki eiga undir úrskurði stórveld-
anna þar um eftir á. En Búlgarar
voru óðfúsir frið að semja og kváð-
ust reiðubúnir að semja, hvað
sem bandamönnum liði. Hefir það
verið talað, að sérstakt bandalag væri
weð Serbum og Grikkjum í þessu
máli, þótt opinbert hafi ekkert um
það orðið. Svo voru miklar viðsjár
rcieð Búlgurum og Grikkjum undir
tniðjan maí, að i orustu lenti með
tveim herdeildum þeirra.
Sendiherramótið stendur nú sem
næst i Lundúnum og fjármálanefnd,
sem útkljá á öll fjárhagsatriði út af
ófriðnum og hinni nýju landaskift-
ingu, fer að setjast á laggir í París.
Tvær danskar greinar um Island.
Samúð og Stórdanaskapur.
Tvær greinar um ísland hafa nýlega
komrð í danska blaðinu Hovedstaden, og
er sami munur á þeim eins og hvítu
og svörtu.
í annari lýsir sér óvenjumikil
samúð með íslendingum, en í hinni
Stórdanaskapur með afbrigðum.
Saniúðargreinina hefir ritað kona
ein dönsk, frú Astrid Stampe og
kunnum vér eigi frekari deili á henni.
Úr þessari grein fara hér á eftir
tveir kaflar:
•
»Fyrir þann sem, eins og eg, ávalt
hefir unnað íslandi og íslenzku þjóð-
erni, hefir það oft og einatt verið
sárgrætilegt að verða fyrir takmarka-
lausri fáfræði um ísland og íslend-
inga, jafnvel hjá velmentuðum Dön-
um. Þeir hafa enga hugmynd haft
um þann undraþrótt, sem hin þraut-
seiga þjóð á eylandinu fjarlæga hefir
sýnt í stöðugri baráttu við trylt
náttúruöfl, kúguð af danskri einok-
unarverzlun alt til 1854, og lömuð
af einveldinu, sem var hinu fjariæga
eylandi tvöföld bölvun. Landinu
var oft blátt áfram gleymt og 1784
—85 urðu þar fyrir þá sök 9300
manns hungurmorða. Það var ekki
nema eðlilegt, að þessi vesaldómur
væri krýndur, er alþingi var afnumið
árið 1800, enda þótt það væri þá ekki
orðið nema skuggi sjálfs sín. Og þó
reisti litla þjóðin sig við aftur. Á
síðari helmingi 19 aldarinnar tók hún
undraverðum framförum á öllum
sviðum og hefir nú aftur fengið
sjálfstjórn og stjórnmálafrelsi.....
Margir segja að ísland sé »hluti
af danska ríkinu« og ilskast yfir því
að það vill nota sirm eigin fána.
íslenzka þjóðin er pjóð út aý ýyrir
siq, sem talar sitt eigið mál, á sér
sérstæðn sögu og getur aldrei orðið
hluti af dönsku pjóðinni. Hún er
lítil, en oss — eina af minstu þjóð-
um Evrópu — ætti sízt að, bresta
skilning á því, hvað það er að vera
smáþjóð. Og henni fjölgar stöðugt.
Árið 1801 voru á íslandi 47,000
ibúar, árið 1850 voiu þeir 59,000,
árið 1902 79,000 og nú eru þeir
orðnir yfir 80,000. Þetta er þjóð
sem vöxtur er i! Og er það nokk-
ur furða, að sérstök þjóð þurfi að
hafa sérstakan fána? Eitt sinn er
eg dvaldi í alþjóðagistihúsi í Sviss,
hafði hver og einn fána lands sins
við diskinn sinn. Margir af þeim
fánum voru mér algerlega ókunnir.
Mér var sagt að þeir væru fánar
Badens, Bajerns og Wiirtenbergs, og
pó tilheyrðu þeir allir þýzka ríkinu.
Þegar von var á Þýzkalandskeisara
til Wiesbaden 1912 (vegna dauða
Friðriks VIII kom hann þangað
ekki) var öll Wiesbaden skreytt með
A7flíírtM-fánanum, og eigi gat það
skoðast sem uppreistarfáni, þar sem
honum var veifað til heiðurs keisar-
anum. Vér Danir ættum ógjarna
að vera mjög litilsigldir. Vér höf-
um lært það af Suður-Jótlandi hver
árangur getur orðið af því, að mega
ekki draga upp sinn eigin fána.
Hvað er fáni? í rauninni er það
dálítil ofin blæja. Það er kærleik-
urinn til þessa sögulega einingartákns,
sem veldur þvi, að vér getum geng-
ið i dauðann fyrir það. Er hægt að
neyða íslendinga til þess að elska
danska fánann? Þegar þeir elska
hann ekki, hefir hann mist gildi sitt.
Látum þá draga upp hvíta fálkann
á bláum grunni, sem hreyfir peirra
hjörtu'. Gagnvart einni þjóð í heim-
inum er Danmörk stór; verum þá
dálítið göfugri og skilningsnæmari
gagnvart henni«.
Er þetta vel mælt og drengilega
og væri betur, að engir Danir reynd-
ust rangeygðari á islenzk efni en
þessi frjálshuga kona.
En því er nú ekki að heilsa, þvi
miður. Stórdanskan siglir þegar í
far þessarar greinar í sama blaði
undir »leiðréttingar«-hjúpi. Höf.
nefnir sig S — vitaskuld nafnleys
ingi — og hefir á sér »yfirskin
guðhræðslunnar« þ. e. pykist »elska
hið fagra land (Island), hina stór-
fenglegu náttúrufegurð þess og hina
gestrisnu,ástuðlegu þjóð (Islendinga)*.
En höf. »afneitar hennar krafti« þ.
ástarinnar til íslands og íslendinga,
því að í grein hans rignir rangsýnis-
meinloku-fullyrðingum a stórdanska
vísu eins og fjaðrafoki.
Dyggilega fetar hann í fótspor
annara líkt innrættra landa sinna um
vanpakklœtis-bngzl þau, er nú hafa
dunið á oss Islendingum sunnan um
haf margt ár.
Og hvert er vanþakklætið, sem
vér eigum að hafa gert oss seka
um?
Fyrst og fremst goðgáin sú að
hafna Uppkastinu 1908!
Eins og margir aðrir Danir, t. d.
Tónas Guðlaugsson, heldur þessi S.
því fram, að oss hafi þá verið boðið
eitthvert dæmalaust sjálfsforræðis-
kostaboð.
S. segir, að það hafi verið svo
dpiptækt í frelsisáttina, að eigi sé
dæmi annars eins tilboðs í sögu
nokkurs lands. »Uppkastið veitir
íslendingum svo víðtæktsjálfsforræði,
segir S., og gerir þá svo óháða Dön-
um að engin þjóð i Norðurálfu gæti
frjálsari orðið, enda var á það (Upp-
kastið) bent í Norðurálfublöðum sem
vott um göfuglyndi, ósérplægni og
mikinn menningarþroska Dana«.
Eigi viljum vér deila við höf. um
ágæti Uppkastsins í sjálfu sér. Dön-
urn yfirleitt er nokkur vorkunn, að
þeir trúa á þetta »ágæti«, svo misk-
unnarlaust var af því gumað í dönsk-
um blööum 190S, að almenningur,
sem eigi gat kynt sér málið til hlít-
ar, hlaut að drekka í sig þá skoðun.
En gagnvart Islendinqum þarf eigi
heldur að fjölyrða um Uppkastið,
galla þess og kosti; svo margkrufið
hefir það verið, að fengin er ábyggi-
leg og óhagganleg skoðun á því,
eins og það kom frá nefndinni, með-
al þjóðarinnar — skoðun er lýsti
sér í kosningunum 1908.
En á hitt vildum vér minnast ögn,
að Norðurálfublöð hafi verið full að-
dáunar út af »göfuglyndi, ósérplægni
og menningarþroska« Dana i þessu
efni.
Hvaðan var sá gullhamrasláttur
runninn ?
Hverir »fóðruðu« hin erlendu
Norðurálfu-blöð á hinu gómsæta
lofi — að meira og minna leyti?
Það voru danskir tíðindamenn peirra.
Mestalt, sem erlend blöð fluttu um
þetta mál, var frá aldönsku sjónar-
miði runnið, — úr dönskum penn
um. Því sem næst ekkert var af
þvi sagt, við hvaða rök mótspyrrmn
gegn því hér á landi átti að styðj-
ast. Þau rök komu hvergi fram —
nema i einstaka norskum blöðum,
einu sænsku og einu þýzku blaði
eða svo.
íslendingar voru beint affluttir í
þessu máli — út um Norðurálfu. —
Þar sem þetta »Norðurálfuálit« á
tilboðinu frá 1908, sem dönsk blöð
hjala svo mikið um, er svona undir
komið — þá er sannarlega minna
en ekkert upp úr því leggjandi.
Minsta kosti mun það eigi vaxa
mönnum hér á landi í augum. Væri
vel, e£ danskir rithöf., er á þetta at-
riði minnast, reyndu að sanna, að
hér væri ekki rétt farið með, en
hættu ella að bera fyrir sig þetta
marg-þvælda »Norðurálfuálit«.
þegar svo stendur áað skoða þann
kostnað fjárstyrk eða ölmusu til vor.
Þessum fráleitu firrukenningum um
styrk til vor íslendinga og fjárútlát
»ölmusur« til íslands er annars kyrfi-
lega komið fyrir í Bláu bókinni, i
svörum íslenzku millilandanefndar-
mannanna við skýrslu hagfræðisskrif-
stofunnar dönsku um fjárviðskifti
íslands og Danmerkur. Þeim Dön-
um, sem kynnu að vilja fá örugga
fræðslu um hið rétta í þessu máli,
viljum vér ráða til að fletta upp í
danska texta Bláu bókarinnar bls.
125—127.
Væri raunar vel gert af dönskum
blöðum að taka upp þa skýrslu ís-
lenzku nefndarmannanna, þvi að þá
væri ef til vill von um, að þetta
sifelda og ótæka ölmusu hjal danskra
blaða og danskra höfunda og dansks
almennings, yrði einu sinni niður
kveðið, svo eftirminnilega, að sá
drauqur ekki reisti höfuðið framar.
') Höf. þekkir anðsjáanlega ekki gerð
fana vors — þekkir ekki bláhvita fánann.
Bitstj.
Annað atriði, sem höf. verður æði
skrafdrjúgt um, er fjárstyrkur Dana
til íslendinga. Hann á að nema ár-
lega 5—400,000 kr.
Að hún skuli ekki enn kveðin nið-
ur þessi gamla meinloka um Islend-
inga sem ölmusuþega Danal
Að þeirri lokleysu-firru skuli enn
eigi létt af ímyndun danskra manna I
Auðvitað er hér átt við 60,000
kr. gjaldið úr ríkissjóði Dana, póst-
flutningsgjaldið, strandvarnir, land-
mælingar, síma-tillagið og — Þor-
vald Thoroddsen!
En hversu oft er eigi búið að
sýna fram á og sanna af vorri hálfu,
að svo fjarri fer því, að um sé að
tefla nokkurn í]ixstyrk eða ölmusu,
að gjöld þessi úr ríkissjóði Dana
eru þvert á móti ýmist beinar skyldu-
borganir, sprotnar af réttmætum og
viðurkendum skuldakröfum (t. d.
60,000 kr. gjaldið) eða fé,-sem veitt
er með danska hagsmuni fyrir aug-
um eða loks fé, sem Islendingar
hafa aldrei farið fram á að veitt væri og
hafa ekki heldur haft neinn ákvörð-
unar-rétt yfir. Með danska hags-
muni fyrir augum er t. d. veittur
gufuskipastyrkurinn alveg eins og
norska stjómin, vegna norskra hags-
muna, veitir styrk til íslandsferða
frá Noregi o. s. frv. Landmæling-
arnar munu gerðar eigi síður frá
almennu vísindasjónarmiði, eins og
i öðrum norðlægum löndum, og á
hinn bóginn íslendingar aldrei fram
á þær farið. Þegar það hefir komið
fyrir, að vér höfum sjálfir óskað
eitthvað þesskonar gert, hefir það
líka verið borgað úr vorum eigin
vasa (t. d. mæling Gilsfjarðar í sum-
ar). — Loks er það um »stærsta
stykkið* þ. e. strandvarnirnar að
segja, að þær vilja Danir sjálfir endi-
lega telja sameiginlegt mál, en ekki
sérmál og eigi hleypa oss íslend-
ingum þar að. Og væri þá hart,
Mæling Gilsfjarðar,
Hingað kom á Botníu danskur
sjóliðsforingi, Bistrup að nafni, við
5. mann með því erindi, að mæla
innsiglinguna á Gilsfirði, eins og
staðið hefir til nokkur ár.
Eins og kunnugt er er það lands-
stjórnin sem lætur framkvæma
mælingu þessa samkvæmt fjárlaga-
fjárveitingu.
Mælingamennirnir fara vestur á
Botniu á morgun. Þar er ráðgert
að fá kunnugan leiðbeinanda og véla-
mann.
Búist er við, að mælingunni verði
lokið seint i september.
Island erlendis.
Hraunáburðar fyrirtækið.
Frá því segir í dönskum blöðum
nýlega, að rannsókn sú, er gerð hefir
verið á íslenzku hrauni hafi sýnt, að
sumstaðar muni borga sig að vinna
áburð úr því, en áður en lengra sé
haldið,verði gerðar nánari rannsóknir.
Um islenzk efni heldurjónas
Guðlaugsson áfram að rita í Hoved-
staden, mikill á lofti eins og eigi
er ótítt um hann, en óskrifað mætti
það dót vera, sem hann hefir á sam-
vizkunni. Hér heima gerir vitaskuld
hvorki til né frá hvað þessi nýi
»danski Jónas« er út úr sér að láta,
en hitt er lakara, ef nokkurir máls-
metandi Danir taka mark á skrifum
hans, en svo virðist sem hann sé
nú kominn i tölu fræðapostula Dana
í íslenzkum efnum, þar sem fyrir
voru Knud Berlin og bogi. Alt er
— þá þrent er — segir máltækiðl
Vonandi bætist þá eigi frekara við
þessa sjálfkvöddu óþurftar-fylk-
ingu (oss íslendingum) í Khöfn.