Ísafold - 04.06.1913, Blaðsíða 3

Ísafold - 04.06.1913, Blaðsíða 3
ISAFOLD 177 ari, Mrs Þórdís htgertsdóttir frá Kleifum í Gilsfirði o. fl. % Síðar er von m. a. Arna Eggerts- sonar fasteignasala og J. J. Vopna frá Winnipeg. þingmensku í Gimlakjör- dæmi, eftir Baldvin L. Baldvins- son, sótti Arni Eggertsson fasteigna- sali af hálfu frjálslynda flokksins (Liberals), sem hefir Lögberg að málgagni. En hann bar lægra hlqt fyiir Taylor lögmanni i Winnipeg. Eimskipafélags-undirtekt- ir. Fundur var haldinn seint í april meðal ýmsra leiðtoga íslendinga í Winnipeg um Eimskipafélagsstofn- unina fyrirhuguðu. Þar voru kosn- ir 5 íslendingar, sem voru á förum hingað heim, til þess að undirbúa málið, og tala við forgöngumennina hér. Þessir 5 menn voru: Jón J. Vopni, Arni Eggertsson, Ásmundur Jóhannsson, Sveinn Thorvaldsson frá Icelandic River og Sigurður Sig- urðsson frá Garðar í N.-Dak. En til þess að halda málinu vak- andi vestra var kosin 11 manna nefnd undir forustu Thomasar H. Johnson þingmanns. Guðrún Indriðadóttir leik- mær fór frá Winnipeg þ. 2. maí. Hefir V.-ísl. farist við hana mjög myndarlega og sæmilega. Að skiln- aði var henni veizla haldin heima hjá G. P. Thordarson bakarameistara, flutt kvæði eftir Þorst. Þ. Þorsteins- son og leidd út veglegum gjöfum, m. a. dýrindis hálsmeni. Guðrún lagði leið sína um New-York, ætlaði þaðan til Khafnar og mun von heim hingað í þessum mánuði. - - ........... Brunnið prestssetur. í gær brunnu öll bæjarhús á Stað í Hrútafirði, þar sem síra Eiríkur Gislason býr. Kviknaði í um 12 leytið, líklega fokið neisti úr ofni og alt brann á 2—3 klst. Bæjarhús- in 4, öll óváttyqð. Innanstokks- munum varð bjargað. Peningshús standa. Fólkið flutt í kirkjuna fyrst um sinn. (Símfregn). f Sveinn V. Sveinsson stud. ined. lézt hér í bænum á sunnu- dagsmorgun 1. júni úr heilablóðfalli. Hann kendi sér engis meins föstu- dagskvöld, lagðist þá til svefns um kvöldið kl. 10, en vaknaði ekki aft- ur til meðvitundar. Á laugardag, þeg- ar komið var inn til hans, iá hann sem dauður væri í rúminu. Lækn- ar voru eigi í fyrstu vissir um hvað að honum gengi, voru jafnvel hrædd- ir um að hann hefði tekið inn of mikil svefnmeðöl. En er á leið dag- inn þóttust þeir sjá að heilablóðfall mundi vera og við líkskurð, sem gerður var í fyrradag, kom í ljós að svo var. Sveinn Valdimar varð aðeins 24 ára. Hann var í þann veginn að taka fullnaðarpróf í læknisfræði, átti að ganga upp í einni námsgreininni á laugardag og byrja á skriflegu prófi á mánudag. Hann var talinn eitt- hvert efnilegasta læknisefnið sem ver- ið hefir við læknanám um mörg ár. Það er því bæði sviplegt og hörmu- legt fráfall, sem hér hefir að hönd- um borið — sárast þó fyrir foreldra hans og ástvini, er með réttu höfðu gert sér miklar vonir um glæsilega framtíð hins unga efnismanns. Af félögum sínum var Sveinn óvenju vel látinn, glaður í viðmóti drengur hinn bezti, hvers manns hugljúfi, er kyntust honum. Söngfélagið 17. júní hélt samsöng síðastliðið sunnudags- kvöld. Á söngskránni var úrval úr lögum þeim, sem félagið hefir áður sungið, eða með öðrum orðum safn- að saman þeim lögum sem félaginu hefir helzt tekist upp með, síðan það var stofnað. Mátti líka heyra það að lögin höfðu notið sérstaklegrar æfingar því að meðferðin var sjálf- sagt sú jafnliprasta og samtökin jafn- bezt af þeim sem félagið hefir nokk- urntíma sungið saman í eitt skifti. Enda voru viðtökurnar hjá áheyr- endum óvenjulega góðar. Nefna má lögin Olaf Tryqvason, Hór oss Svea, Um sumardaq og íslenzku lögin Forðum tíð einn brjótur brands og Svíalín o% hrajninn, er öll féllu í sérlega góðan jarðveg. Aftur á móti virtist Absence eftir Berlioz ekki njóta sín eins vel og síðast er félagið söng það og má að nokkru leyti kenna því um, að lagið er i svo gagnólíkum anda við hin lögin og kemur eins og vindur úr annari átt. Að söngskráin var tnönnum ekki nýnæmi leiðir af sjálfu sér, en það bættist aftur að nokkru leyti upp með þvi að öll meðferðin var með meira lifi og fjöri en áður, að því er virtist. Þó var eitt lag á skránni, sem eg hefi ekki heyrt fyr, 7 onerna eftir Laqercranz, þýtt lag og snoturt, er flokkurinn söng mjög slétt og með prýðisgóðu jafnvægi milli raddanna. Verður ekki annað sagt en að fé- lagið hafi endað vel annað aldursár sitt. En vandinn eykst aftur í haust, þegar á að fara að velja ný lög. Á því veltur sem sé afarmikið að finna lög, sem söngflokknum þykir qaman að synqja, lög sem hann finnur eitt- hvert púður í, það nærir áhugann hvað bezt. H. J. ReykjaYíknr-annáll. Aðkomumenn: Jón Blöndal læknir frá Stafholtsey, Björn Bjarnarson sýslnmaSur Dalamanna. Aflabrögð. Botnvörpnngar ern jafnan öðru hvoru að koma inn með hlaðafla. I gær kom Skáli fógeti inn og i nótt Skalla- grímur, báðir með nm 100,000 að þvi sagt er. Bifreið til fólksflutninga. Tveir Yestur- Islendingar, sem heim komu á Botníu, Sveinn Oddsson og Jón Sigmundsson ætla að halda úti i sumar bifreið til fólksflutn- inga austur um sveitir. Hennar er von á Douro, sem hingað kemur einhvern dag- inn.^Þessi bifreið kvað vera með nýrri gerð, sem talin er ,hentugi|ýyrir vegina hér. Það verður gaman að þeytast á 1—2 klst. austur á Þingvöll! Dáin. Kristbjörg Jónsdóttir ekkja Grjóta- götu 10. 77 ára. Dó 25. maí. 4, Hjónaefni: ^ÓlafurJÞorsteinsson _8tud. med. (frá j Mjóafirði^ eystra) ogj> jungfr. Bannveig Þorvarðsdóttir (prentsmiðjustj.). Jónas Kristjánsson læknir Skagfirðinga kom frá útlöndum á Botniu eftir nær 8 mánaða dvöl erlendis bæði á Bretlandi og í Yesturheimi. Með Jónasi kom heim bróð- ir hans einn, G. F. Christie og kona hans. Þau hafa dvalið langvistum vestan hafs. Skipafregn. Botnía kom hingað á sunnudag alskipuð farþegum i báðum far- rýmum. Meðal farþega voru: Andreas Heusler prófessor, Eggert Claessen yfir- dómslögm., Jón Þorláksson landsverkfræð- ingur, Claessen skrifstofustjóri (bróðir V. Claessens landBféhirðis), kaupmennirnir: Ólafur Arnason, Friðrik Jónsson, Lefolii, Carl Riis, Arni Riis, Þorvaldur Benja- minsson, jungfr. Þyri Benediktsdóttir, 8túdentarnir Héðinn Yaldimarsson, Ólafur Thors, Ólafur Þorsteinsson, Samúel Thor- 8teinsson, Arngrímur KristjánBSon, verzl- unarmennirnir Gunnar Thorsteinsson og flallgrlmur Tulinius, nokkurir Englend- ingar o. 8. frv. Prá Vestmanneyjum: Pét- ur Thorsteinsson kaupm., Guðm. Thor- steinsson listmálari, Jón Laxdal kaupm. með frú sinni o. fl. Bólu-Hjálmarssaga (Símon og Brynjúlfur). Eftir Hallgrim Thorlacius. Með því að eg nú heíi hætt starfi því er eg hefi haft á hendi í fleiri undanfarin ár, sem framkvæmdarstjóri Mun sá er morði vandist margillr og sveik stilli sið af sllkom ráðom Slmon Skálpr of hjálpast. (Heimskr.) Góðar og fræðandi bækur hafa jafn- an verið kærkomnir gestir þjóð vorri, en hinar í litlum metum hafðar, er eigi voru skráðar af »skynsamlegu viti«. Bólu Hjálmarssaga þeirra Brynjólfs og Símonar er nú fyrst hingað komin norður, og gafst oss því eigi fyr tæki- færi til að athuga hana. Oss var fyrir löngu kunnugt, að Símon nokkur, er kallar sig Dalaskáld, þóttist vera að safna til hennar. Hitt var oss og ei ókunnara, að saga þessi var fáránleg langavitleysa frá upphafi til enda. Símon er Skagfirðingur að ætt og upp runa og oss því vel kunnur. Aldrei hefir það sóst eða heyrst, að Símon tæki sér bók í hönd, en spurull er hann og minnugur. Hitt skiftir Símon engu, hvern hann spyr. Hann spyr alla, heimska jafnt sem horska og hendir alt á lofti; eru honum jafn kærkomnar fáránlegustu vitleysur úr munni heimskingjans sem sagnir svinnra manna. Símon líkist því stórri rusla- kistu, sem full er af skrani og ýmsum óþverra. Hann er gersneyddur allri dómgreind og kann ei að greina rétt frá röngu. Þetta er rótt lvsing á mann- inum og má því geta sér nærri, hve áreiðanlegur sagnaritari hann er. Oss Skagfirðingum kom mjög á óvart, að nokkur sæmilegur maður skyldi gerast til að koma söguómynd hans á prent,- sízt án þess, að leita upplýsinga hóðan að norðan hjá kunnugum mönnum. En í þessu efni hefir oss stórum skjátl- ast. Brynjúlfur á Minna Núpi hefir gerst leppur að söguskrípi Símonar og virðist svo sem hann só talsvert upp með sór af því. Nefnir hann sig höf- und, en Símon að eins heimildarmann sinn. En til lítillar sæmdar hygg eg, að saga þessi verði þeim Brynjúlfi og Símotii, er búið er að gagnrýna hana. Kemur þar til fyrst, að hún er fu.ll af vitleysum eins og síðar mun sýnt og við mátti búast, Þar ægir öllu saman, viti og óviti, sönnu og ósönnu, í fer- legri ringulreið. Það, sem rótt er hermt í sögunni, hefir Brynjúlfur mestalt lapið upp úr æfisögu Hjálmars eftir Hannes Hafstein; vitleysurnar og rang- hermin eru á hinn bóginn skilgetin af kvæmi þeirra Símonar. Hitt er og, að Bólu-Hjálmarssaga þessi er lítið aunað en óhróður og níðkveðlingar um látna sæmdarmenn. Er hór gengið svo langt, að ýmsum heiðursmönnum er jafnvel borinn þjófnaður á brýn og hvers kon- ar varmenska, er jafnan hefir farið sæmdarorð af. Eiga flestir þessara manna ýmist börn á lífi eða aðra ná- komna ættingja, og má geta sór nærri, hvernig þeim falli, að sjá þá svívirta frammi fyrir allri þjóðinni, er þeir engri vörn geta komið fyrir sig fram- ar. Ollum góðum drengjum hefir jafn- an þótt hin mesta ósvinna, að sneiða að látnum mönnum. Jafnvel Rómverj- ar voru komnir á það menningarstíg, að þeir höfðu að viðkvæði: »Lastaðu eigi látinn mann«. En undan þeirri skyldu telja sumir sagnaþulir sig leysta; leyfa þeir sér að lepja saman hvers konar hraksögur um látna menn, logn- ar sem sannar, og þykjast mega gefa þær á prent í helgi sagnavísindanna, án þess að það varði við lög, hve nærri mannorði hinna dánu sem þær ganga. Borgaralegum lögum er ætlað að vernda mannorð manna fyrir skæð- um tungum, og hygg eg, að þau taki einnig til látinna manna. Ættu þeir Brynjúlfur að fá að þefa úr þvi. Eðli- legt er, að gremja manna snúist eink- um að Brynjúlfi. Hann er ei sá skyn- skiftingur, að hann hefði átt að sjá, hvílík smán saga þeirra er, og að eigi var að reiða sig á heimildir Símonar, er um langt skeið hefir verið maður eigi með öllum mjalla og nýútskrifað- ur er af geðveikrahælinu á Kleppi. Saga þessi verður eigi heldur til þess, að varpa frægðarljóma á Bólu Hjálmar, miklu fremur skugga, og sjálfur myndi hann hafa kosið að hún væri óritin. Hún verður til þéss að breiða-það álit á honum út um landið, að hann hafi þjófur verið, sem þó kann að vera rangt, því kagginn, sem fanst í tað- hlaðanum, er engin sönnun. Hjálmar var fátækur og húsakynni lítil á Bólu og tæpast annars staðar hægt að koma taðinu fyrir, en í sama kofann og kagg- inn var í. Það var og óþarfi að fara að vekja upp þann kala, er á Hjálmari kanu að hafa hvílt sökum níðkveðlinga hans. Allir betri menn voru búnir að fyrirgefa honum þá fyrir löngu og vorkendu Hjálmari, er þrátt fyrir góð- ar gáfur var auðnuleysingi alla tíð, því við hlutafélagið P. I. Thorsteinsson & Co., bið eg heiðraða viðskiftavini þess um að snúa sér hér eftir beint til fram- kvæmdarstjórnar téðs félags með öll atriði því viðvíkjandi. Jafnhliða vil eg votta öllum starfsmönnum félagsins. þakklæti mitt f}flir þá góðu samvinnu, er eg í þessi ár hefi haft við þá; sama vil eg tjá heiðruðum viðskiftavinum fé- lagsins nær og fjær fyrir alla þá tiltrú, sem þeir í svo ríkum mælikvarða hafa sýnt félaginu á þessu tímabili. Reykjavík, i. júní 1913. Thor Jensen. »heiðnyrðingur heimsius kaldur, ham- ingjuvoðum stóð í gegn«. Ýms blöð hafa sökum ókunnugleika lokið fremur lofsorði á söguna, og er því ei vanþörf á, að hið rótta komi í ljós. Eg só mór ei fært, rúms og tíma vegna, að leiðrétta allar skekkjur sög unnar, heldur að eins fátt eitt, enda munu ranghermin miklu fleiri, en eg renni grunum á. Ætla eg að byrja fremst á sögunni og halda svo aftur eftir henni, án þhss að skifta rang heimunum f flokka, sem þó kynni eð vera róttara, en eg álít óþarft, að hafa svo mikið við sagnaómynd þessa, en vitna mun eg til blaðsíðutala lesendum til hægðarauka. Það er upphaf sögu þessarar, að skýrt er frá faðerni Bólu-Hjálmars. Sagt er, að Jón nokkur Benediktsson hafi gengist við faðerni hans, en kró' ann muni síra Sigfús Jónsson, prófast- ur á Höfða, hafa átt, og er Hjálmar borinn fyrir þessu. Síra Sigfús var gáfumaður mikill og skáld gott; mun Hjálmari hafa þótt tilkomumeira, að telja hann föður sinn, en lausamann- inn Jón, er einnig var þó vel hagorð- ur. Hitt er annað mál, að þetta mun vera tilhæfulaus lygi, og er það illa gert af sagnariturum, að tiíðast á látn- um mikilmennum og sæmdar mönnum. Til þeirra má óhætt telja Sigfús prófast. Margt ber til, að þetta muni ósatt. Hjálmar fæðist árið 1796 og er síra Sigfús þá orðinn fjörgamall, því árið 1803 deyr hann (shr. Esp. árb. IX. Hlut bls. 126), og hefir þá verið prest- ur í 43 ár. Það má og geta nærri, hvort Marsibil, móðir Hjálmars, hefði þolað Sigfúsi slíka þrælmensku, að hrekja sig burt frá Höfða um hávetur í harðindatíð, þungaða af sjálfs hans völdum, án þess að gefa upp rótt fað- erni. Hitt er aftur á móti alktinnugt, að flennum, sem við marga hafa verið kendar, hefir jafnan þótt það óskaráð, að hafa í frantmi dylgjtir og bendla embættismenn uttdir rós við faðernið, er þeim hefir gettgið illa að feðra króa sína. Síra Sigfús er ei eini presturinn, sem orðið hefir fyrir þessu. Það er og alkuttna, að síra Sigfús var mannval og mörgum nauðstöddum hittn mesti bjargvættur. Það er því ólíklegt, að hann hefði látið sór farast svo hrak- lega við barnsmóður sína. Eg kann tvö erindi úr bændavísum úr Höfða hverfi um síra Sigfús, er vel lýsa áliti roanna á honum, þótt eigi sóu neitt listasmíði að öðru leyti: Síra góður Sigfús minn sitt embætti prýðir, Höfða-staðinn heldur sinn, helgar semur tiðir. Herrans sauða hirðir trúr hann er sannkallaður, margra nauða mýkir skúr, mörgum dauða hjálpar úr. Á bls. 8 segir höfundur, að Hjálm- ar hafi verið fluttur af manni nokkrum austur yfir Eyjafjörð; hafi þá hrefna komið upp undan kilinum og nær því hvolft bátnum. Á þá Hjálmari, grát andi og barni að aldri, að hafa orðið stökupartur af munni. Ó, þú alls- herjar heimskal! Grátandi börnum í lífsháska verða ei ljóð af munni. Staka þessi er eðlilega síðar kveðin af Hjálmari, og ef til vill öðrum. En margt er þó verra 1 sögu Hjálmars en þetta. Sú saga er t. d. sögð, að huldu- kona hafi átt að draga Hjálmar út úr tjaldi (sbr. bls. 11), Hjálmar hafi verið kraftaskáld (kveðið barnsmóður sína dauða bls. 65) og rist konum rúnir I! Engu er líkara en hór só maður kominn ofany sótsvart miðaldamyrkur og galdratrú. Þetta hefir upplýsingu tuttugustu aldarinnar þokað áleiðis. Jóns Laxdals er nú i Hafoarstræti 16 (uppi) Telefón 406. Til viðtals kl. 3—4 e. h. Ágætar matarkartöflur á 5 aura pundið. í stærri kaupum gefinu afsláttur. Óskar Halldórsson garðyrkjumaður. Klapparstíg 1 B. Reykjavík. Stúlka getur fengið vist frá 1. júlí. Afgr. vísar á. Garöyrkjumaður, Ragnar ^Asgeirsson, nýkominn frá Danmörku, tekur að sér að vinna í görðum hér í bænum fyrir sanngjarnt kaup. Er hann að hitta í Gróðrarstöðinni eða á »Norðurpólnum«. Hér með tilkynnist vinum og vandamönn- um að jarðarför sonar mins elskulegs, Sveins Valdimars Sveinssonar. sem andað- ist af heilablóðfalli I. þ. m., fer fram frá heimili minu, Laugaveg 44, næstk. mánu- dag 9. þ. m. kl. II‘/s f- h. Valgerður Ófafsdóttir. Nærsveitamenn eru vinsamlega beðnir að vitja Isafoldar í afgreiðsluna, þegar þeir eru á ferð í bænum, einkum Mosfellssveitarmenn og aðrir, sem fljdja mjólk til bæjarins daglega. Afgreiðslan opin á hverjum virkum degi kl. 8 á morgnana til k'. 8 á kvöldin. Á bls. 11 er minst á Jón prest Þor- varðsson. Er hann þar talinn maður stórvitur og sú saga tálin til marks um það, að hann hafi hengt dreng nokkurn til dauðs á hvítasunnu, er Árni hét. Ef Brynjúlfur fengist til að athuga þetta nokkuru náttar væri eigi ólíklegt að hattn sæi, að hann hefir gerzt alhtærgöngull mannorði síra Jóns, er hann gerir hann að manndrápara. Slra Jón á marga merka afkomendur hór í sýslu óg má geta nærri, hvernig þeim geðjist þessi saga. Saga þessi er og uppspuni einn, því gefca má nærri, að sira Jóni hefði ei verið þolað mann- dráp refsingarlaust. Þessi Árni hengdi sig sjálfur, en óvinir síra Jóns settu saman lygi þessa. Ef nokkur snefill væri sannur í sögu þessari, mundi Espólín sýslum. hafa getið þess, er var samtíðarmaður hans. Frh.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.