Ísafold - 11.06.1913, Page 1

Ísafold - 11.06.1913, Page 1
I Kemur út tvisvar | | í viku. Verðárg. | 1 4 kr., erlendis 5 kr. | | eða l^dollar; borg- I | ist fyrir miðjan júlí I | erlet.íis fyrirfram. I | Lausasala 5 a. eint. | ■ .............■ Uppsögn (skrifl.) bundin við aramót, er ógild nema kom- in só til útgefanda fj'rir 1. oktbr. og sé kaupandi skuld- laus viS blaSiS. XXXX. árg. Reykjavík, miðvikudaginn 11. júní 1913. 47. tölublað I. O. O F. ^46209. Alþýðufól.bókftsafn Templaras. 8 kl. 7—9. Augnlæknine: ókeypis i Lækjarg. 2 mvd. 2—8 Borgarstjóraskrifstofan opin virka daga 10—8 Bæjarfógetaskrifstofan opin v. d. 10—2 og 4—7 Bæjargjaldkerinn Laugav. 11 kl. 12—8 og 5—7 Eyrna- nef- h Alslækn. ók. Pósth.str. 14A fid. 2—8 íslandsbanki opinn 10—2l/« og 51/*—7. K.F.U.M. Lestrar-og skrifstofa 8Ard.—10 sibd. Alm. fundir fid. og sd. 8lJ* slbd. Landakotskirkja. Gubsþj. 9 og 6 A helgum. Landakotsspitali f. sjúkravitj. 11—1. Landsbankinn 11-21/*, 51/*—61/*. Bankastj. 12-2 Landsbókasafn 12—8 og 6—8. ÚtlAn 1—8. Landsbúnaðarfólagsskrifstofan opin frA 12 -2 Landsfóhirbir 10—2 og 5—6. Landsskjalasafnib hvern virkan dag kl. 12-2 Landssíminn opinn daglangt (8—9) virka daga helga daga 10—12 og 4—7. Læknine: ókeypis Þingh.str. 23 þd. ogfsd. 12—1 NAttúrugripasafniÓ opió l1/*—21/* A sunnud. SamAbyrgð Islands 10—12 og 4—6. StjórnarrAðsskrifstofurnar opnar 10—4 dagl. Talsimi Reykjavíkur Pósth.8 opinn daglangt (8—10) virka daga helga daga 10—9. Tannlækning ókeypis Pósth.str. 14Bmd. 11—12 Vifilstabahælib. HeimsókLa,rtimi 12—1 I>jóbmenja8afnib opib þrd., fimd. og sd. 12—2. Ofna og eldavélar selur Kristján eorgrímsson. ísafold. Nu er færið að gerast kaupandi ísafoldar frá 1. júli. Nýir kaupendur að síðari helming þessa árgangs Isafoldar (1913) fá í kaupbæti, um leið og þeir greiða andvirði J/2 árgangs (2 kr.) 2 af neðantöldum 3 bókum eftir frjálsu vali: 1. Fórn Abrahams (600 bls.. eftir Gustaf Jansson. ' 2. Fólkið við hafið eftir Harry Söiberg. 3. Mýrakotsstelpuna og Guðsfriðinn eftir Selmu Lagerlöf í þýðingu Björns heit. Jónssonar. Nýir kaupendur utan Reykjavíkur, er óska sér sendan kaupbætirinn — verða að greiða í burðargjald 30 au. Ella eru menn vinsamlega beðnir vitja kaupbætisins í afgreiðslunni. Auk þess fá þeir er nú þegar ger- ast kaupendur, blaðið ókeypis til 1. júlí frá þeim degi, er þeir greiða andvirði x/2 árg. A 11 i r viðurkenna, jafnt stjórn- mála-andstæðingar sem aðrir, að ísafold sé fjölbreyttasta og efnismesta blað landsins, pað blaðið, sem eigi er hœgt án að vera — það blað, sem hver íslendingur verður að halda, er fylgjast vill með í því, er gerist utan- lands og innan í stjórnmálum, at- vinnumálum, bókmentum og listum. Símið (Tals. 48) eða klippið úr blaðinu pöntunarmiða-eyðublaðið á 4. síðu og fyllið út. Til hægðarauka geta menn út um land sent andvirðið í frí- merkjum. ÍSAFOLD er blaða bezt. ÍSAF0LD er fréttaflest. ÍSAFOLD er lesin mest. Erlendar slmfregnir. Enginn friður! — Skærur með Balkanþjóðum. Khöfn 10. júni 1913. Friðarfundinum í Lundúnnm er slitið, án þess kæmi til úrslita-niðurstöðu. I»að virðist óhjákvæmilegt, að baudalag Balkan- þjóða rofui. ---- Margt óvænt hafa simfregnir flutt nm Balkanstyrjaldar-málið, en naumast neitt, er eins líkist skruggu úr heiðskíru lofti. Svo örugglega voru allir farnir að treysta því, að sendiherrastefnan í Lundúnum skildist eigi fyr við friðarmálin en til lykta væru Ieidd. Og nú kemur fregn um að sendiherrarnir hafi gefist upp við alt saman I — Alt er í reiðuleysi og óvissu og líkindi til að bandalagið milli þjóða- fjórmenninganna rofni, með öðrum orðum, að bandaþjóðirnar geri alvöru úr því að fara að berast á banaspjótum sín í milli! Sérstöðu-tortíming? Þess var minst lauslega í síðasta blaði, að danskt blað eitt (Berlingske Tidende) hefði flutt þá fregn 24. maí, að deginum áður hefði ráð- herra Hannes Hafstein tekið þátt i stefnu danskra ráðherra (Minister- raad) og lagt íslenzk stjórnarfrum- vörp undir meðferð danskrar ráð- herrastefnu. Frá voru eigin brjósti lýstum vér þá þegar yfir því, að oss virtist frá- sögn Berlings harla ótrúleg. Nú hefir annað danskt blað borist hingað, er flytur fregn í líka átt, miklu ítarlegri þó. Það er hægriblaðið Nationaltidende frá 24. maí. Þar stendur svolátandi klausa: A ráðherrasteýnu peirri, er haldin var í gcer í húsum flotamálastjórnar- innar la°ði Islandsráðherrann herra Hajstein jram syrpu mikilvœgra jrum- varpa um landbúnaðarmál og lög um bœja-jyrirtœki, m. a. gas- og raj- m agns-fram leiðslu. Svona stendur frásögnin svört á hvítu í blaðinu. En þar með er þó alls eigi sagt, að fréttin sé rétt. Dönsk blöð hafa eigi sjaldan gert sig ber að býsna miklum misherma- fréttaburði um islenzk málefni og menn — farið skakt með, ýmist af hreinni vanþekkingu eða fljótfærni — og einstaka sinnum af góðgirnis- skorti. Svo sárt sem það er annars að sjá íslandsmála-mishermin í blöðum Dana — þá mundi það þetta sinni gleðja hvern góðan Islending, ef hér væri um að tefla sem allra hrotta- legast ranghermi. Og því fer betur, að likindi eru til þess, líkindi, en vissa þó eigi. Þvi miður hefir éigi náðst til ráð- herra sjálfs, þegar þessar línur eru ritaðar. Hann er að vísu kominn til landsins á Floru, en i gærkveldi var enn eigi búið að ná við hann simasambandi. En hitt hefir fengist vissa um i stjórnarráðinu, að í frumvarpa-syrpu þeirri, sem ráðherra hafði með sér, voru engin frumvörp af því tagi, er Nationaltlðindi nefna. Eitthvað fer því milli mála hjá blaðinu — hversu mikið fæst eigi vitneskja um fyr en skýrsla kemar frá ráðherra. En ej satt væri ? Ef blaðið danska skýrði rétt frá í því aðalatriði, að íslandsráðherra hefði lagt íslenzk sérmála-íramvörp fyrir danska ráðherrastefnu ? Þá mætti segja, að gerzt hefðu mikil tiðindi og ill. Sú var megin-stoðin undir því, að þingmenn samþyktu stjórnarskrár- breytinguna 1903, að íslenzk sérmál skyldu aldrei koma til afskifta danskrar ráðherrastefnu, væru að eins borin upp i ríkisráði, en aldrei á ráðherra- stefnu. Og því má hnýta við, að ríkisráðsákvæðið var því að eins sam- þykt, að í umræðum og nefndarálit- um var að því gengið vísu, að þar væri að eins um forms atriði að að tefla, sbr. nefndarálit neðri deildar x9°3 (ÞflsEj, 41). Þar stendur: Með hinum tilvitnuðu orðum (i rikisráðinu) er engin heimild gefin til þessa, að sérstakleg málefni íslands réu radd (»forhandles«) i rikisráðinu; þau ákveða að eins, að ráðherra hitti konunginn par, og beri par upp fyrir honum — ekki öðrum — mál þau, er hann hefir að flytja«. Formsatriði, og ekkert annað, var rikisráðsákvæðið að áliti þessarar nefndar, sem núverandi ráðherra var skrijari l. En um ráðherrastefnuna og afskifti eða réttara sagt afskiftaleysi hennar af Islandsmálum, er tvímælalaust tekið af skarið í þessu nefndaráliti, sem H. H. hefir samið. Þar segir m. a.: •xHann (Islandsráðherra) á ekki sæti á ráðgjajasamkundum (Ministerraad) (leturbreyting blnðsins) og málum þeim, sem hann flytur, getur ekki orðið ráðið til lykta á þann hátt, sem um ræðir í 16. gr. hinna dönsku grundvallarlaga------(þ. e. á ráðherra- stefnu). Enn má nefna allra tvímælalaus- ustu mótmælin gegn þátt-tökuíslands- iáðherra í dönskum ráðherrastefnum, mótmæli, er Hannes Hafstein birti í Vestra 1903. Hann segir þar, að það sé »útilokað, að íslandsmálum sé nokkurn tíma ráðið til lykta í ráðgjafasamkundu« . . . »Meira að segja — ráðgjafinn hejir hér ejtir enga heimild né átyllu til pess að mæta á ráðgjajasamkundumc1). Og síðar í ') Letnrbr. blaÖBÍne. V sömu grein klykkir H. H. út með því, að itneð pessu er lokið ollum af- skiftum ráðherrasamkundunnar aj sér- málum Islands«. Loks skal bent á ummæli danska ráðuneytisins eða þáverandi Islands- ráðherra fyrir þess hönd í ástæðum stjórnarskrárfrumvarpsins 1903. Þar stendur, að það geti »auðvitað eigi komið til mála, að nokkur hinna ráð- gjajanna jari að skijta sér aj neinu pví, sem er sérstaklegt málejni Islands«. Með öll þessi gögn fyrir framan oss: skýra afneitun Hannesar Haf- steins um þátt-töku Islandsráðherra í danskri ráðherrastefnu og ótvi- ræða yfirlýsingu dönsku stjórn- arinnar, er að frumvarpinu frá 1903 stóð um afskiftaleysi ráðherrastefn- unnar dönsku af sérmálum Islands, verður í s a f o 1 d að taka sér í munn orð Tómasar forðum: Eg trúi eigi jyr en eg sé naglajörin. Um hitt, hverjar afleiðingar verða, ef þetta reynist öðruvísi en vér von- um, og hvað þá skuli taka til bragðs af vorri hálfu, það geymir ísafold sér að leggja orð í belg um unz greinargerð ráðherra verður kunn, greinargerð, sem vér vonum að kippi fótum undan frásögn dönsku blaðanna og um leið óhug þeim, er vissulega hefir gripið margan mann við þessi óvæntu tíðindi. --------«->•><«»--- Þingkosningar. Síðasta aukakosningin fór fram á Akureyri þ. 7. júní. Kosningu hlaut Magnús Kristjáns- son kaupmaður með 165 atkv. Þorkell Þorkelsson kennari fekk 68 atkv. Trúmála-hugleiðingar frá nýguðfræðilegu sjónarmiði. X. Jesus Kristur guðs sonur. (Fyrri hluti). I undangengnum hugleiðingum mín- um hefi eg eftir megni leitast við að gera þess grein, h v a ð Jesús Kristur sé fyrir oss kristna menn. Þar hefi eg dregið fram þessi þrjú meginatriði, a ð Jesús Kristur sé grundvöllur trúai vorrar, a ð hann só lifandi opinberun guðs og a ð hann sé frelsari mann- anna frá sekt og synd og dauða. Með þessu mætti nú segja, að tekið væri fram það, er mestu skiftir trúarafstoðu vora til Krists; því að eins og Melanch- ton, höfuðguðfræðingur siðbótarinnar og hægri hönd Lúters í hans mikla starfi, að örði kemst í inngangi hinnar frægu trúfræði sinuar (»Loci communes«), þá er það »að þekkja Krist sama sem að þekkja velgjörninga hans, en ekki tvens konar eðli hans.« En alt fyrir það er þessum nefndu meginatriðum svo farið, að því betur sem vór athugum þau, þess fleiri spurningar vekja þau upp í huga vorum. En allar þessar spurn- ingar renna að lokum saman í þessa einu höfuðspurningu, sem frá fyrstu kristni hefir verið eitt hið ljúfasta og hugnæmasta íhugunarefni trúhneigðra sálna: Hver var hann sjálfur, hinn óviðjafnanlegi grundvöllur trúar vorr ar, opinberandi guðs og frelsari vor frá sektinni, syndinni og dauðanum? H v e r var Jesús Kristur ? Hvern- ig fæ eg gert mór viðunanlega grein hans sjálfs, þessa hins langmesta áhrifa- manns, sem mannkynssagan veit að nefna og öll siðmenning veraldarinnar Leikhúsið. Drengurinn minn (Min egen Dreng). Sjónleik- ur i 6 þáttum eftir L’Arronge, sniðinn til af Erik Bögh. Þetta leikrit hefir Leikfélag Reykja- víkur sýnt fyrir allmörgum árum. ?að er góður kunningi, með heldur ítilfjörlegu skáldskapargildi, en óbrot- inn, blátt áfram og þannig gerður, að vel á við alþýðuskap. Leikendunum dönsku var auðsótt að ráða við leikinn. Má þó helzt til nefna formann flokksins, Boesen, :i aðalhlutverkinu, Mörup gamla skó- smið, einkum þegar auðæfa-skrápur- inn er af honum dottinn og hann orðinn hinn fátæki maður og um leið sannur við sjáljan sig. Gamanvisur söng hr. Olaf Peter- sen, sumar úr sjálfu leikritinu, en 3 frumsamdar af Ingimundi, með efni íéðan úr bænum, græzkulausar. Var þeim tekið svo vel, að endurtaka varð allar. Ego. Nýtt ræktunartæki. Sigurður Þ. Johnson kennari frá Vopnafirði hefir fundið upp nýja vél til þess að rista með ojan aj. Það er skurðarvél, sem einn eða tveir hestar ganga fyrir. Sigurður sýndi ýmsum þessa vél í gær úti á Félagsgarðstúni m. a. Búnaðarfélagsstjórninni, blaðamönn- um o. s. frv. Var svo litið á af þeim, er vit hafa á, að vélin mundi að góðu gagni koma, þar sem eigi væri mjög þýft. Það er fyrirætlun Sigurðar að koma hingað í ágústlok eða svo og taka að sér í haust ofanafristur með þessari nýju vél sinni. er í hinni mestu þakkarskuld við, og hefir komið á fót hinu innilegaáta og hreinasta sambandi milli guðsogmanna, sem trúarsagan þekkir ? Hvaða hug- myndir á eg að gera mór um hann, sem umgekst hór á jörðu sem sannur maður, með algerlega mannlegu eðli í sór búandi, og að ytra hætti sem full- kominn maður, eu lifði þó jafnframt svo guðlegu lífi, að menn fundu til nálægðar guðs í návist haus, og sáu eins og bjarma af sól eilífðarinnar ljómf í kringum hann hvar sem hann gekk fram? Hvernig á eg að 1/sa honum, sem í augum trúaðs kristins manns er sá, sem ráðið hefir allar hinar miklu gátur, sem lífið ber upp fyrir oss og hjarta mannsins þráir ráðningu á, en er þó s]álfur, að því er virðist, óráðin gáta, leyndardómur, sem mannlegu hyggjuviti er ofvaxið að afhjúpa? Eg geng þess ekki dulinn, að hér er um þá meginspurningu að ræða, sem aldrei verður til nokkurrar hlítar greitt úr í lítilli blaðagrein. Og eg geng þess ekki heldur dulinn, að hór er um afarviðkvæma spurningu að ræða, svo að ganga má að því vísu, að tilraun mín til að greiða úr henni baki mór óvild ýmsra góðra manna, sem eiga erfitt með að fyrirgefa mönnum að þeir hafa aðra skoðun á kristindóms- málum, en sjálfir hafa þeir alist upp við. En hvorugt þetta vil eg þó láta aftra mór frá að gera þess grein, eins og eg bezt get það í jafn stuttu máli, hvernig þessi mikla og viðkvæma spurn- ing horfir við mór, ef ske kynni, að hún yrði einhverjum manni til leið- beiningar og skilningsauka. Það sem þá fyrst og fremst skal tekið fram í þessu samband er þetta: Jesús Kristur var sannur m a ð u r. Menn skyldu ætla, að ekki þyrfti að eyða orðum að jafuauðsæum

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.