Ísafold - 11.06.1913, Blaðsíða 3

Ísafold - 11.06.1913, Blaðsíða 3
I S A F 0 L D 185 ReykjaYikDMDDáll. Hljóroleika efna þeir bræður Egg ert og Þórarinn Guðmundssynir til í BárubúS á sunnudag. Eru þeir efni- legir htjóSfæraleikarar mjög, eftir því sem af þeim er sagt. Þeir hafa stund- aS nám viS söuglistaskólann í Khöfn undanfarið og taka fullnaSarpróf þar næsta vetúr. Hjónaefni: Kristinn FriSfinnsson ráSsmaSur á Sunnuhvoli og jgfr. Agnes Eggertsdóttir ^óðalsbónda Benedikts- 6onar í Laugardælum). Jarðarför Sveins V. Sveinssonar stud. med. fór fram í fyrradag viS mikiSfjöl- menni, kirkjan fullskipuS. Heima tal- aSi Haraldur Níelsson prófessor. SíSan var kistunni ekið aö háskólanum og borin inn í fordyriS. Flutti síra Bjarni Jónsson nokkur kveSjuorS frá kennur- um og námsbræðrum Sveins, en kveSju- ljóS sungin frá námsbræSrum hans. Báru þeir kistuna inn 1 háskólann og úr honum aftur inn í kirkju, en kenn- arar Sveins aftur út úr kirkjunni. — í kirkjunni talaSi síra Jóhann Þorkels- son. Þórarinn Guðmundsson lók þar mjög snoturlega inngöngulag á fiSlu, með orgel-undirspili. Knattspyrnu-kappleikur. Þetta ar- ið varð ekki úr knattspyrnumóti því, meSal knattspyrnufólaga íslands, er fyrirhugað var í gær til þess aS keppa um verðlaunabikar þann er knatt- spyrnufélag Bvíkur vann í fyrra. En Beykvikingar verða samt eigi af fyrirtaks-skemtun þeirri aS sjá öfluga knattspyrnuflokka keppa, því að á föstudagskvöld ætla aðal-knattspyrnu- fólög höfuðstaðarins að þreyta með sór kappleik úti á íþróttavelli (íbr. augl. hér í bl.). Þeim fer fram með hverju ári, knatt- spyrnu-leikendum vorum. Sýndu þeir það glögt, er þeir áttu við dátana af Lavoisier um daginn. En hvert félagið má sín betur, Fram eða Bvíkurfélagið? Um það er mjög deilt. En úrskurður fæst á föstudag. Það er eigi vafamál, að þetta verð- ur langbezta knattspyrnuskemtun, sem kostur verður á í sumar. Ágóði gengur til Iþróttavallarins. Leikhúsið. I gærkveldi lók Boe- sensflokkurinn öðru sinni Ð r e n g i n n m i n n. í kvöld verður G j a 1 d þ r o t- i S leikið síðasta sinni — og ætti þá að verða troðfult hús síðasta leik- kvöldið. — Leikflokkurinn fer á föstudag á Sterling vestur. Skipafregn : S t e r 1 i n g kom til Vestmanneyja í morgun á 11. tíma. Hafði allmiklar vörur þangað (50 smá- lestir). Kemur væntaniega hingað í fyrramálið. B o t n i a kom í morgun frá Vest- fjörðum. Meðal farþega Bjarni Póturs- son frá Þingeyri. Slys við hafnargerðina. í morgun kl. 7 varð allmikið slys við hafnargerðina, sem 4 menn hlutu veruleg meiðsl af. Það bar til með þeim hætti, að verið var aka 3—4 smálestum af smágrjóti og ofaníburði út i sjó vestur við granda, eftir járnbrautar- brú, er þar hefir reist verið i 7 stiku hæð. En þegar komið var nokkuð út á brúna gaf járnbrautin sig öðru megin, og ultu vagnarnir á hliðina og ofan af brúnni, en mennirnir, sem á þeim voru, duttu af brúnni niður i fjöruna. Ofan á þá hrundi svo heilmikið af smágrjóti og ofaníburði. Og er sagt, að suma mennina hafi jafr.vel orðið að grafa upp úr hruninu. Mennirnir er meiddust voru: }ón Jónsson frá Mörk, verkstjórinn, marðist í hendi og meiddist í síð- unui, Magnús bróðir hans, Kristján Benediktsson trésmiður og Þórður Erlendsson (Lindargötu). Má það heita einstök hepni og gæfa, að eigi skyldi miklu meira slys af hljótast en þetta. Hvernig á þvi stóð, að járnbrautin bilaði, er órannsakað enn, og var hafnargerðar-forstjórunum óskiljan- legt i morgun. Ekið hafði verið út á brúna i gærkveldi 8 smálesta steini og hún vel þolað. Mennirnir er meiddust eiga sjálf- sagt nokkuð lengi í því sumir þeirra og mun hafnargerðin að sjálf- sögðu gjalda þeim kaup sitt, er svo sérstakt og þeim óviðraðanlegt slys ber að höndum. Að sjálfsögðu verður og fullrann- sakað, hvernig slys þetta hefir getað orðið og hvort nokkuru varúðarleysi geti þar verið til að dreifa. M a n n s J át. Einar hreppstjóri Háljdanarson á Hvítanesi í Ögursveit andaðist 4. þ. m., kominn nokkuð á níræðis- aldur. Hann var sonur Hálfdanar prófasts Einarssonar á Eyri, albróðir þeirra Helga sál. lectors og síra Guðjónssál. í Saurbæ Hálfdanarsonar. Einar sál. hafði á ungum aldri lært trésmíðaiðn i Kaupmannahöfn, en bjó lengst æfinnar búi sínu sem bóndi, lengst af á Hvitanesi, og var hreppstjóri í Ögursveit yfir 40 ár. Kona hans var Kristín Ólafsdóttir prests Thorbergs, systir Bergs sál. Thorbergs landshöfðingja. Síðustu árin dvaldist Einar sál. í húsmensku hjá Vernharði hreppstjóra syni sin- um, sem nú býr á Hvítanesi. Einar sál. var maður greindur vel og fróður um marga hluti, enda bókavniur mikill og hugljúfi hvers þess er kyntist honum. Reykjayik Theater. Fritz Boesens Theaterseiskab Onsdag Aften 11. Jnni kl. 8‘/j pr. „E11 Fallit* af Björnstjerne Björnson. Sidste Gang. Obs. Billetpriserne ere: 1,25, 1,00, 0,75, 0,50. Kðfunar áhöld með öllu tilheyrandi (Dykkerapparat med tilbehör) af beztu og fullkomnustu gerð, eru til sölu. Menn snúi sér til H. Benediktssonar Hotel Island. Reykjavik. Þarfanaut kaupir Geöveikrahælið á Kleppi. Portland Cementfabriken “N0RDEN“ Aalborg er viðurkend fyrir sina góðu- vöru, og fræg orðin fyrir þann óviðjafnanlega styrkleika, sem cementið hefir. Nægar birgðir og upplýsingar hjá umboðsmanni verk- smiðjunnar. Tí. Betiedikísson. Talsími 284 og 8. * Heqkjavík. o :e Hvalveiðastöðin á Tálknafirði er til sölu með góðu verði, getur einnig tengist til leigu. — Auk margra og stórra timburhúsa eru og vélar, bræðslukatlar, bryggjur og margt fleira til- heyrandi rekstri hvalveiða. Einstakir munir mundu og fást keyptir eptir samkomulagi. Lysthafendur snúi sór til undirritaðs, sem gefur allar nánari upplýsingar sölu eða leigu viðkomandi.. Hvalveiðastöðin »Hekla«, Hesteyrarfirði 4. júní I913. A. Larsen, stöðvarstjóri. Hljónileika halda bræðurnir Eggert og Þórarinn Guömundssynir i Báruhúsinu, sunnudaginn 15. júní ki. 8 siödegis. konunga ísraels (Sálm. 2,7; 82,6), í Nýja testamentinu um þá, sem guð hef- ir sérstaka velþóknun a (—ástmögur, Matt. 2, 15. 5, 9. »sælir eru friðt'lytj- endur því þeir munu guðs synir kall- aðir verða«) 27,54. Bóm. 8,14 (»því að allir þeir sem leiðast af anda guðs eru guðs s y n i r«) 9,26, Gal. 3,26 (»því að þór eruð allir g u ð s s y 11 i r fyrir trúna á Krist« o. fl.) eða likjast guði að heilögu hugarfari (Matt. 5, 45 »Elskið óvini yðar til þess að þór séuð synir föður yðar sem er á himn- um«. Lúk. 6, 35 : »Eiskið óvini yðar og gerið gott og lánið ... og þór mun- uð verða synir hins hæst a«). En sórstaklega er þó »guðs sonur« notað sem nafn á hinum fyrirheitna Mess- íasi. I þeirri merkingu notar Bótur það í játningu sinni (Matt. 16,16: »þú ert hinn smurði, sonur hins lifanda Guðs«) og æðsti presturinn i spuru- ingu sinui (Matt. 26,63 : »Eg særi þig við hinn lifanda guð, að þú segir oss hvort þú ert hinn smurði, guðs sonur- inn« sbr. Jóh. 1,50. Lúk. 1,32. Post. 9,20 o. fl. st.). Og þegar Jesús sjálf ur notar það um sig má telja víst, að hann geri það í sömu merkingu, því að Jesús talar ávalt tungu þjóðar bíiiu- ar og samtíðar; án þess hefðu menn alls ekki skilið hann. En nú vitum vór, að Messíasar hugmynd Jesú var æðri og andlegri en Messíasar hugmynd Gyðinga, fyrir því hefir líka guðs-son ar-nafnið æðri og andlegri merkingu á tungu hans en 1 meðvitund almenn- ings. Með fullri vissu er eríitt að segja nánar hvaða sórstaka merk- ingu Jesús hefir lagt í nafnið, því að hann hefir hvergi skýrt frú því sjálf ur. Jesús hefir yfirleitt gert miklu minna að því, að fræða menn um sjálf- an sig, en um hitt að fræða þá um hverir þeir sóu. Jesús hefir ekki ætlast til þess að þekkingin, heldur trúin (þ. e. traustið til hans) yrði veg- ur manuanna til hans. Eftir þvi sem næst verður komist bendir guðs sonar nafnið á vörum Jesú til alveg einstak- legs sambands föðurins á himnum við hann persónulega og þar af leiðandi sórstöðu hans sem manns meðal mann anna. Þetta kemur skýrast fram í orð unum alkunnu : »Alt er mór falið af föður míuum og engiim gjörþekkir son inn nema faðirinn og eigi heldur gjör- þekkir nokkur föðurinn nema sonurinn og sá er sonurinn vill opinbera hann« (Matt. 11, 27). Og í meðvitundinni um þessa sórstöðu sína meðal mann- anna * hið alveg sórstaklega samband við föðurinn talar hann hin dýrðlegu orð sín : »Komið til mín, allir þór, sem erfiðið og þunga eru hlaðnir, eg mun veita yður hvíld« (Matt. 11, 28). Eins og nú leiðiu til Krists var fyr ir lærisveina Jesú og alla höfunda Nýja testamentis-ritanna fyrst og fremst t r ú a r leiðin, svo er og skilningur þeirra á guðs sonerni hans fyrst og fremst sá, að með guðs sonerninu sé gefin til kynna a.lger sórstaða mannsins Jesú meðal mannanna vegna hins alveg einstaka sambands hans við föðurinn. Að nokkur þeirra leysi til fulls úr þeirri vandaspurningu, sem persóna Jesú ber upp fyrir oss, hvern- ig það tvent geti farið saman að vera sannur maður og sonur gnbs, verður ekki sagt. Fyrir þeim er t r ú a r - afstaða safnaðarins ávalt aðalatriðið og til þess að hafa áhrif á hana gera þeir sór mildu meira far um að benda á h v a ð Jesús Kristur só fyrir oss, en að útlista það hvernig guðs sonerni hans só varið. Þetta er þó engan veginn svo að skilja sem þeir blátt áfram leiði það atriði hjá sór. Slíkt hefði beinlínis Aðgöngumiðar kosta 1 kr. og standandi 75 a. og fást í bókverzl- un ísafoldar á laugardaginn og i Báruhúsinu á sunnud. frá kl. 12. verið óeðlilegt. Trúin er ávalt spurul. Trúin þráir ávalt einhverja fræðslu um trúarefnið. Trúin skapar sór alt af guðfræði í einhverri mynd. Svo og hór. En guðfræði postnlatímabilsins að því er snertir persónu Jesú Krists er engan veginn samhljóða þegar kem- ur út fyrir hið sameiginlega trúarefni, að maðurinn Jesús hafi verið guðs son- ur. Miklu fremur tekur kristfræðin þá á sig ýmsar myndir. Eins verður þar vart þróunar og hennar ekki seinfara. Svo er að sjá sem frumsöfnuðurinn hafi sett guðs-sonerni Jesú í samband við s t a r f það, sem faðirinn hafði fengið honum að leysa af hendi; vegna þess »hafi guð gert hann (o: mann- inn Jesúm) bæði að drotni og hinum smurða« með því að vekja hann upp frá dauðum (sbr ræðu Pótursí Post. 2, 14—36). Þar er kristfræðin á bernskuskeiði sínu. Næsta stig þróun- arinnar er hjá P á 1 i; hann setur guðs sonernið í samband við persónu Jesú og álítur það í því fólgið, að »fylling guðdómsins hafi búið í honum líkam lega« (Kól. 2, 9.). Höfundur H e b r e a- b r é f s i n s sór ímynd veru guðs og Ijóma dýrðar hans í persónu Jesú (Hebr. 1, 2). Lengst kemst Jóhannes: Sjálft hið guðdómlega o r ð (1 o g o s þ. e. hugsun eða skynsemi guðs) sem er frá eilífð hjá guði og sjálft guð hefir gerzt hold í Jesú Kristi. En, eins og áður var tekið fram, enginn þeirra greiðir til fulls úr hinni erfiðu spurn- ingu. Postulatímabilið skilur við hina miklu vandaspurningu um guðs son- ernið óútkljáða. (Nl.) J. H. Kvennaskólinn i Reykjavik. Stúlkur þær, er ætla að sækja um inntöku í Kvennaskólann næsta vet- ur, sendi umsóknir sínar sem fyrst til undirritaðrar forstöðukonu skól- ans og taki jafnframt fram, hverrar undirbúningskenslu þær hafi notið. Allar umsóknir séu skriflegar, og nauðsynleg vottorð frá umsækjanda fylgi. Að eins fermdar stúlkur og sið- prúðar geta fengið inntöku i skól- ann. Umsóknarfrestur er til i.ágúst. Verður þá öllum umsóknum svarað með póstum i ágústmánuði. Stúlk- ur þær, sem ætla að sækja um heima- vist í skólanum, ættu að gera það sem allra fyrst. Gjaldið er kr. 33 á mánuði, er greiðist fyrirfram fyrir hvern mánuð. Hver nemandi borgi 10 kr. skólaifjald i byrjun skólaársins. Skólinn verður settur 1. október. Inntökupróf fer fram 2.—4. s. m. Hússtjórnardeild skólans byrjar þá einnig. Námsskeiðin eru tvö; hið fyrra frá 1. okt. til r. marz, hið síðara frá 1. marz til 1. júlí. Reykjavik 10/6. 1913. Ingibjörg H. Bjarnason. Kennari Aðal-kennarastarfið við barnaskól- ann á Bíldudal er laust. Umsóknir verði komnar til skólanefndarinnar fyrir lok júlímánaðar. Æskilegt að kennarinn geti kent söng og leik- fimi. Skólanefndin. Baðvísur. (Sbr. >Mín aðferð<). Lag: Þú vorgyðja svifur. Ef signir þig hlýjan og sólbað þú fœr þú sanna munt vellíðan hljóta, ef lund þinni svalar hver bliðviðris- blœr, og þess brátt muntu fagna að njóta. En vatnsböð og stroJcurnar styrkja þinn bol og st'óðugt þitt bæta við erfiðisþol. Lag: Sú rödd var svo fögur. Ef likamann hirðum við Ijómandi vel oss liknskinið blessar um foldina víða, Það sannlega allmikla sœlu eg tel því svartnœttisskuggarnir burtu þá liða- 1 striðinu langa við storma og hel við stöndum oss betur að vinna og bíða. St. S.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.