Ísafold - 14.06.1913, Blaðsíða 2

Ísafold - 14.06.1913, Blaðsíða 2
188 ISAFOLD virt íslenzkt þjóðerni, og það ger- samlega að ástæðulausu. Og slikri móðgun þarf að mótmæla. Oss skiftir auðvitað miklu máli, hvaðan þessar tiltektir eru runnar, hvort heldur frá Fálkaforingjanum, svo sem líklegast er eða þá dönsku hermálastjórnni, svo sem hann hefir gefið í skyn, en ótrúlegt er. Eftir því fer, hvers vænta má í framtíð- inni. En það er ekki á voru valdi að ganga úr skugga um það, síst í kvöld. Það verður stjórnarráðið að gera og gerir vafalaust. En hitt geta kjósendur gert og eiga að gera, þeir eiga að mótmæla lögleysunni, lítilsvirðingunni og — heimskuuni, liggur mér við að segja, sem herferð þessi lýsir svo óþarflega skýrt. Þeir sem flaggað hafa hér í bæ með dönsku flaggi og flaggað höfðu í morgun — Danir ekki síður en íslendingar — hafa allir undantekn- ingarlaust að því er mér er sagt, mótmælt á sína vísu: Þeir drógu danska flaggið niður, þegar fregnin um hinn fræga Fáíkasigur barst á land. Þeim gazt ekki betur að sigrinum en það, enda ekki ómögu- legt, að nokkur bið kunni að verða á því, að danska flaggið eigi aftur- kvæmt á sumar þær stengur. Vér megum ekki verða eftirbátar þessara mótmælenda. Vér eigum allir að mótmæla þessum tiltektum, undantekningarlaust, ekki með orða- skvaldri — það er komið nóg af því í íslenzku herbúðunum — held- ur þvert á móti, finst mér, með sem einföldustum en þó um leið eftirminnilegum orðum. Ef til vill mætti nota uppkast okkar þm. Rvíkur til fundarályktun- ar. Það er á þessa leið: Fundurinn mótmælir eindregið hervaldstiltektum »Fálkans« á Reykja- víkurhöfn í morgun, sem bæði ólög mætum og óþolandi. Vér mótmælum allir! Ræða Jóns saqnjræðinvs. Eg hefi i rauninni litlu við það að bæta, sem fyrri ræðumaður sagði, enda er minna undir því komið að eyða hér að mörgum orðum en því, að skýr og einbeittur vilji kjós- enda sé látinn í ljósi, og það ætl- umst við til, að gert verði með fundarsamþyktinni, og hitt annað, að við vildum helzt hafa umræður sem styztar og reyna að fyrirbyggja það, ef unt væri, að nokkur þau orð féllu, sem betur væru ótöluð, þvi hér er um viðkvæmt mál að ræða. Það liggur í augum uppi fyrir öllum þeim, sem heyrt hafa málavexti, að hér er um gerræði að tefla af hendi Dana, sem ekki má láta ómótmælt, og það í atriði, sem varðar talsvert miklu. Hér er sem sé um það að ræða, hvort íslenzkt löqreqluvald. eða danskt hervald skuli ráða á íslandi, — hvorki meira né minna. Hafi varðskipsforinginn danski mannað bát í dag til að taka bláhvíta fánann af litlutn skemtibát hér á höfninni, þá má ef til vill búast við því á morgun, að hann skjóti mönnum í land til að draga hann niður á hús- unum hér í bænum, því hingað til hefir það verið álit flestra manna, að löggæzluvajd bæjarfógeta tæki eigi síður til hafnarinnar en bæjarins. Þegar slík atvik koma fyrir, er það hrein og bein skylda manna, og þá ekki sizt þingmanna, að grípa til þeirra vopna, sem lögin heimila hverjum þeim, sem gerræði er beitt- ur, án þess að hafa afl til að standa á móti, þeirra vopna, sem hafa sama gildi í dag, sem fyrir rúmum 60 árum, á þjóðfundinum 1851, er nokkuð svipað kom fyrir, en það er; að mótmæla slíku ] gerræði leinarðlega 0g afdráttarlaust. Og ekki get eg annað en tekið undir þau ummæli samþingismanns míns, að mjög sé hætt við því, að þessar tiltektir varð- skipsforingjans verði til þess að fjölga bláhvítu fánunum hér eftir i bænum, en fækka hinum að sama skapi, þeim rauðhvítu, — og mun þó víst ekki hafa verið til þess ætl- ast. En margt fer öðruvísi en ætl- að er. Ræða Bjarna jrá Vogi. »Fátt er svo með öllu ilt að ekki boði nokkuð gott« má segja um við- burði þessa dags. Því að ilt verk var hervirki það, sem unnið var hér í morgun og þingmenn Reykvíkinga hafa nú lýst fyrir yður. En feginn er eg að sjá það góða, sem af því hefir hlotist. Hér sé eg fjölda manna horfna að einu máli, sem hingað til hafa staðið á öndverðum meiði, og er það Reykvíkingum sómi, hversu einhuga þeir hafa mótmæltóhæfunni. Mér var það mikil gleði, er eg las á götuhornum auglýsingu um þenna borgarafund frá þingmönnum Reyk- víkinga Því að víst hafa þeir gert kjósendum sínum drengskaparbragð, er þeir gáfu þeim tækifæri til að mótmæla með krafti og til að mót- mæla allir. Mér var enn gleði að því, er eg si hversu drengilega þeir urðu við, sem höfðu danskan fána á stöng. Þegar þeir spurðu þetta hermdarverk, þá drógu þeir merkið niður, og þar á meðal margir, sem menn hefði eigi vænst þess af. Eg hjó eftir þeim orðum fyrsta ræðu- manns, að vel gæti hann trúað því, að sá litur kæmi seint á sumar stang- irnar aftur. Eg vil bæta því við, að eg vona að hann komi seint á nokkra þeirra. Annars er það allmikill ósiður hér í Reykjavík að draga fána á stöng við alskonar ómerkileg tækifæri. Hvergi sést það annarsstaðar, hvar sem farið er um heim, en þá er sá ósiður óþolandi, þegar ætið er dreg- ið upp merki annarrar þjóðar svo sem hér er títt. Höfum vér, íslendingar, enga ástæðu til að elska þann fána. Hann er auðvitað heilagur þeirri þjóð, sem fekk hann af himnum ofan fyr- ir nokkurum öldum, en oss er hann óviðkomandi. Allir vitum vér, að skoðanir hafa verið skiftar um íslenzka fánann, en þó hafa mótmælin í dag verið ein- róma. Þetta sýnir að sú ósk er djúpt innrætt eðli allra íslendinga, að vér megim njóta réttar vors að hafa eiginn fána, svo djúpt, að þeir vilja með engu móti þola að ofbeldi sé sýnt íslenzkum fána, jafnvel þótl eigi hafi nema nokkur hluti þjóðar- innar samþykt hann. Er þeim þetta mikill sómi, einkum þeim sem áður hafa lagst í móti málinu. Eg þarf eigi að mæla með mótmælatillögu þingmanna, því það er sjálfsagður hlutur, að hún verður samþykt af hverjum eiuasta manni í öllum þess- um mannfjölda. En eg ætla að bera hér fram aðra tillögu, sem er eðli- legt áframhald af hinni, svo hljóð- andi: Fundurinn telur sjálfsagt að hér eftir verði einungis íslenzkur fáni dreginn á stöng hér í bænum, og væntir þess að svo verði um land a’t. Yænti eg að menn verði eigi siður samhuga um að samþykkja þessa tillögu mína. Því að eigi nægir að mótamæla einu sinni jafnvel þótt svo drengilega sé gert sem hér, held- ur verður að mótmæla sí og æ og samfelt. En það verður á engan hátt betur gert en í verkinu, að láta hér aldrei sjást annan fána en ís- lenzka fánann. Eg vona að sú alda þjóðmetnaðar, sem vakin hefir verið i dag, gangi yfir alt þetta land og brotni eigi í bráð, og eg vona að sá eldur slokni aldrei, sem kviknað hefir hér í dag í hugutn manna. Þykist eg þess fullviss, að allir þeir, sem hér eru saman komnir, stundi það af alúð, að veita öldunni sem víðast og að halda eldinum við. » Við minuisvarða Forseta. Úr barnaskólagarðinum var svo haldið til minnisvarða Forseta og var mannsöfnuðurinn svo mikill, að Lækjargatan frá Barnaskóla að Stjórnarráðsbletti var s v ö r t af fólki. Við minnisvarðann var íslenzkum fánum skipað hringinn í kring, en lúðrasveit blés minningarlag Jóns Laxdals um Jón Sigurðssonar, Eld- gamla ísafold og fleiri ættjarðarlög. Ólafur Björnsson ritstjóri mintist fordæmis þess, er Jón' Sigurðsson hefði gefið íslendingum 1851, þegar þjóðfundi íslendinga var lítilsvirðing sýnd af dönskum manni. í dag hefði pjóðernismerki voru verið lítils- virðing sýnd af dönsku hervaldi, og vér tekið undir heróp Forseta 1851: Vér mótmælum allir. Við minnis- varða hans væri vel til fallið að blessa islenzka fánann og árna hon- um heilla með ferföldu islenzku húrrahrópi. Undir það tók allur hinn míkli mannfjöldi og var þessu næst sung- inn jánasöngur Einars Benedikts- sonar. Jón sagnfræðingur bað menn því næst hrópa húrra fyrir minningu Jóns Sigurðssonar og loks var ís- lands minst með ferföldu húrrahrópi. Eftir það skildist mannsöfnuðurinn. Allmikill hópur hélt norður á Skans- inn og voru þar sungin ættjarðarljóð. En lúðrasveitin gekk um stræti borg- arinnar með íslenzka fána í broddi og mikla mannfylkingu að baki og blés ýms ættjarðarlög. Afskifti danskra manna í Rvík. Því er vert að halda á lofti til maklegs heiðurs Dönum þeim, er hér búa, að þeir undantekningarlítið fordæmdu með öllu tiltæki Valsmanna og mótmæltu þvi fyrir sitt leyti með því m. a. að dr.iga niður danska fánann. S v o fundu þeir til þess, hversu ómaklega, ranglega og mis- viturlega Valsmenn höfðn farið að ráði sínu; hörmuðu það einlæglega og voru sárgramir. Foringi Valsins. Öllum þeim er þekkja foringja Valsins, Rothe höfuðsmann, mun und- antekningarlaust hafa komið það meira en á óvart, að það skyldi einmitt verða hann, sem til þess yrði að framkvæma verk, er svo illa hefir spurst fyrir meðal allra landsmanna. Rothe höfuðsmaður er sem sé ein- hver allra geðugasti skipstjórinn, sem verið hefir á strandvarnaskipinu, svo óvenju blátt áfram, viðkynningagóð- ur, og að því er virtist skilnings- góður á íslenzk efni, skyldurækinn við strandvarna-störfin og dugandi. Lang flesta botnvörpunga hefir hann tekið á jafnlöngum tíma, allra Vals- skipstjóra. Og hvar sem til hefir spurst hefir hann fengið sama almenn- ings-lof fyrir alla framkomu sína. Og svo skyldi hann verða til þess arnal Það er meira en furðulegt. í samtali, sem ritstjóri ísafoldar átti við Rothe höfuðsmann þenna eftir- minnilega dag, lét hann og í ljós, að sér persónulega þætti mjög mikið fyrir því, sem orðið væri. Hann hefði jafnan sett sér það að marki að reyna að stuðla að því að bæta samkomulagið milli Dana og íslend- inga, en eigi spilla. £n hér hefði verið um að tefla skyldu, sem sér væri lögð á herðar í erindisbréfi sínu og hann hefði því eigi með nokkru móti getað lagst hana undir höfuð. Enginn sem þekkir Rothe höfuðs- mann efast um, að hann hafi litið svona á sjálfur, er hann skipaði fyrir um fána-hertökuna. Um hitt, hvort erindisbréfið tví- mælalaust hefir slíkar fyrirskipanir í sér fólgnar, svo að eigi geti mis- skilningi verið til að dieifa af skip- stjóra hálfu, verður eigi dæmt að svo stöddu, með því að enginn hér mun hafa séð bréfið. En ej svo skyldi vera er það sjálf- sögð skylda stjórnarinnar hér að krefjast skýringar flotamálastjórnar- innar dönsku á því atriði, um leið og hún mótmælir þess konar her- valdsbeitingu danska strandvarnar- skipsins, sem ólögmætri eftir Islenzk- um lögum. En að svo sé fullyrða lögfræðingar vorir undantekningar- laust að heita má. Afskifti stjórnarráðsins. Eftir því sem lsajold hefir spurt sig fyrir um í stjórnarráðinu, mun eigi neitt í þessu máli gert þar, fyr en ráðherra kemur hingað (18. þ. mán.) — Líklegast þykir, að síðan muni bréfaskifti takast með íslenzku stjórninni og flotamálastjórninni dönsku um málið. Heimild sú, er tiltæki Valsins mun ætlað að styðjast við, er að líkindum Sökrigsartikelbrev (reglugjörð fyrir flot- ann) 8. jan. iyj2 § 818, þar sem fyrirskipuð er slík meðferð á skipum með ólöggilta fána. En þar er talað um kojfardi-skip (vöruflutningaskip), en Danir munu vilja skýra svo sem eigi við öll Jör. En sú skýring virð- ist æði skrítin og verður að sjálfsögðu mótmælt af stjórninni hér. -----------«»»» ------------- Eimskipafélagið. 17. júní. Mjög vel láta menn úr bráðabirgða- stjórninni yfir því, hve góðar séu undirtektir undir hlutasöfnunina út um landið, eftir fréttum þeim að dæma, sem borist hafa hingað til. T veir hreppar í Rangárvallasýslu, Land (3000 kr.) og Asahreppur (2000 kr.), hafa tekið hlutina með sameigihlegri lántöku. Frézt hefir að fleiri hreppar muni hafa slikt í hyggju. í nokkr- um hreppum hafa safnast með til- lögum einstakra manna 2—3 þúsund. Flest munu kaupfélögin taka talsvert stóra hluti eftir efnum og ástæðum. Kaupmenn víðast hvar á iandinu sömuleiðis. Enn óákveðið um hlut- töku nokkurra félaga, sem fundar- höld standa til í, annaðhvort ein- göngu í þessu skyni eða stendur til, að haldi reglulega ársfundi. Embættismenn ganga víða á land- inu vel fram í málinu, þótt nokkuð vanti á, að nógu alment sé bæði hér í bænum og víðar. Bráðabirgðastjórnin sendi skömmu fyrir mánaðamótin kaupmönnum og kaupsýslumönnum hér í bænum og annarsstaðar á landinu fyrirspurnar- eyðublöð, og beiddist skýrslu þeirra á þeim um það, hve mikið þeir ætluðu að slyrkja félagið með hlut- töku. Talsvert hefir borist af svör- um, aðallega héðan úr bænum, og eru þau nær öll á einn veg — lof- orð um hluttöku. Nokkur dráttur verður hjá sumum að svara. Eiga bágt með að ákveða við sig, hve há eigi að verða fjár- hæðin. Enda veltur mikið á því, að einmitt peir skeri eigi um of við nögl sér. Þeir eiga einmitt frekar ýmsum öðrum einhver veruleg pen- ingaráð. Og þótt málið standi nærri öllum almenningi, þá virðist það þó standa kaupmónnunum einna næst. Hver hlekkur, sem losað er um á verzluninni, er kaupmönnunum til góðs, um leið og þjóðinni allri. Og hér er einmitt um að tefla losa Jjötur aj verzluninni, fjötur, sem varð eftir, þegar verzlunarfrelsislögin komu árið 1854, fjötur, sem eigi varð leystur með lagaboði þings og konungs, heldur eingöngu með jram■ takssemi sjáljra vor, fjótur, sem meðal annara ágætismaðurinn Jón Sigurðsson, sem mest og bezt barð- ist fyrir verzlunarfrelsinu, sem við fengum 1854, sá að var eftir og vildi reyna að losa um, en ekki tókst, meðan hann var í lifanda lífi. Nú er svo langt liðið, að menn verða að fara að ráða við sig, hvað þeir taki af hlutum í félaginu. 17. júní, fæðingardagur Jóns Sig- urðssonar, fer í hönd. Þann dag höldum við öll á þessu landi hátíð- legan á einhvern hátt, minnumst þjóðskörungsins mæta á einhvern hátt. Kaupmenn hafa verið vanir að gera það með því að draga veiíu á stöng. Þegar Bandaríkjamenn vildu minnast einhvers hins mætasta sinna manna, Lincolns forseta, á hundrað ára afmæli hans, þá fanst þeim þeir ekki geta gert það í þessari iðandi framrásarólgu nútimans, þar sem alt verður að vera á ferð og flugi til þess að fullnægja þörfum fólksins sem á jörðinni býr, betnr á annan hátt en að láta allar járnbrautarlestir í rikinu standa kyrrar í 10 mínútur, á ákveðinni stundu 100 ára daginn, hvar sem þær væru komnar. Allur heimurinn varð snortinn af þessari merkilegu minningarathöfn, þótt ekki fengi nema fréttina af henni. Islenzkir kaupmenn! Getið þið minst mannsins, sem mest og bezt vann að þvi að leysa verzlunarfjötrana okkar, sem lagðt aðal-grundvöllinn undir atvinnu þá, sem þið rekið i dag, — getið þið minst hans betur á fæðingardeginum, sem í hönd fer, en með því að stöðva verzlunarhjólið í 10 minútur og verja þeim til að taka ákvörðun og skrifa ykkur einhversstaðar fyrir hlut í Eimskipafélaginu og þar með hjálpa til að losa þann fjöturinn, sem eftir varð og fæðingardagsbarn- inu entist eigi aldur til að losa um > Og ef ykkur finst þið geta gert þetta, gerið það þá með svo rífleg- um framlögum, sem þið sjáið ykkur fært — og skorist enginn undan. Látið það rætast, að e'tir 17. júní verði engjnn islenzkur kaupmaður hér í bænum, sem á nafn sitt óskrif- að á hlutaskrá félagsins. Og pér Islendingar aðrir, bændur, embættismenn, sjómenn, iðnaðar- menn, verkamenn, vinnumenn, lærð- ir og leikir, konur og menn — allir sem enn eigið það ógert, eða finst þið geta bætt við, gerið hið samai Með því gerið þið þenna dag þjóð- inni enn dýrmætari en áður. Það vitum vér. Svo kært er mál þetta orðið öllum almenningi hér á landi. ----------------------- ReykjaYíkQMDDáll. Guðsþjónusta á morgun: I dómkirkjunni kl. 12 síra Bj. Jónsson. ---- kl. 5 síra Jóh. Þorkelss. í fríkirkjunni kl. 12 (ekki kl. 5) sr. Ól. Ól, Hljónileikar Eggerts og Þórarins, Það er á morgun, sem synir Guðmund- ar Jakobssonar ætla að láta Reykvík- inga til síu heyra, Þórarinn á fiðiu, Eggert á píanó. Svo hefir kunnugur maður skyrt ísafold frá, að þegar á barnsaldri hafi Þórarinn sýnt staka hæfileika. Hann lærði fyrst fiðluspil hjá Oscar Johan- sen og fór síðan til Khafnar í hljóm- listaskólann þar. Lykur hann námi sínu í desember næstk. Kennari hans er Anton Svendsen prófessor, fiðlu- snillingur ágætur. Hefir hann farið mjög lofsamlegum orðum um Þórarinn fyrir fimleik hans og næman skilning og telur hann efni í snilling. — Er Þórarinn í raun og veru fyrsti íslend- ingurinn, sem hefir gert fiðluleik að námsgiein sinni. Eggert hefir og stundað píanóleik og orgel-leik á þriðja ár og fengið ágætan vitnisburð kennara sinna, prófessors Malling og Langgaards kapellumeist- ara. Brynjólfur Þorláksson, sem heyrt hefir spil þeirra bræðra, síðan þeír komu heim, lætur og mjög mikið af. Óvenjugóðrar skemtunar munu því bæjarbúar eiga vou annað kvöld.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.