Ísafold - 18.06.1913, Blaðsíða 1
Kemur út tvisvar
í viku. Vórö árg.
4 kr., erlendis 5 kr.
eða 1J dollar; borg-
istfyrirmiðjan júií
erletiíis fyrirfram.
Lausasala 5 a. eint.
Uppsögn (skrifl.)
bundin við áramót,
er ógild nema kom-
in só til útgefanda
fyrir 1. oktbr. og
sé kaupandi skuld-
laus viS blaSiS.
ísafoldarprentsmiðja.
Ritstjóri : Ólaf u'v Bjömsson.
Talsími 48.
XXXX. árg.
Reykjavík, miðvikudaginn 18 júní 1913
I. O. O F. 946209.
Alþýðufél.bókasafn Templaras. 3 kl. 7—9.
Augnlækning ókeypis i Lækjarg. 2 mvd. 2—3
Borgarstjóraskrifstofan opin virka daga 10—3
Bæjnrfðgetaskrifstofan opin v. d. 10—2 og 4—7
Bæjargjaldkerinn Laugav. 11 kl. 12—3 og 5—7
Byrna- nef- hálslækn. ók. Pósth.str.UAfld. 2-8
íslandsbanki opinn 10—2^/n og ö1/^—7.
ÍL.F.D.M. Lestrar-og skrifstofa 8 árd.—10 slðd.
Alm. fnndir fid. og sd. 8»/« siðd.
Landakotskirkja. öuðsþj. 9 og 6 a holgnm.
Landakotsspitali f. sjúkravitj. 11—1.
Landsbankinh ll-2i/í, B'/s—61/"- Bankastj. 12-2
Landsbókasafn 12—3 og 5—8. Útlán 1—8.
Landsbúnaðarfélagsskrifstofan opin frá 12—2
Landsféhirðir 10—2 og^5—6.
Landsskjalasafnið hvern virkan dag fcl. 12—2
Landssiminn opinn daglangt (8—9) virka daga
helga daga 10—12 ogJ4—7.JJ
Lækning ókeypis Þingh.str. 23 þd. og fsd. 12—1
Náttúrugripasafnið opið l'/s—2>/« & sunnud.
Samábyrgð Islands 10—12 og 4—6.^
Stjórnarráðsskrifstofurnar opnar 10—4 dagl.
Talsimi Heykjavikur Pósth.3 opinn daglangt
(8—10) virkajdagalhelga daga 10—9.
Tannlækning ókeypis Pósth.str. 14Bmd. 11—12
Vífilstaðahælið. Heimsóki.artimi 12—1
p>jóomenjasaf'nið opið þrd., fimd. og sd. 12—2.
Ofna og eldavélar
selur
Kristján rVgrímsson.
49. tölublað
í næsta blaði mun Isaýold birta
umsagnir nokkurra lögfræðinga hér
í bænum um Vals-afrekið.
Hér í bænum hefir sú saga geng-
ið, að stjórnarráðið hafi átt að fá
skeyti frá notamálastjórninni dönsku
viðvíkjandi þessu fánamáli, en það
er eigi satt, eftir því, sem ísafold
hefir fengið vitneskju um.
Fánamálið.
Tvær hliðar.
Löggilding á alþingi.
Nýja Bfó
sýnir í kvöld (laugardag 14. júní)
,og næstu kvöld:
Lista-teikfimi.
ínnbrotsþjófur t)já sjálf-
um sér.
Nvernig kvenfóíkið á að
fara með eiginmenn sína.
pað sem attir ungir menn
þurfa að vifa.
Abætir. Fr,í fánadegiaum,
(skrúðganga, rmnnisvarðinn og Jón
Sigurðsson).
_ Takið eftir! Nýja Bíó er hið
einasta leikhús bæjárins, sem sýnir
þessar myndir og jafnan mun sýna
myndir af þvi, sem mesti eftirtekt
vekur í bæuum.
Pantið bílæti i talsíma 344. Op-
inn hálf tírha á undan sýnmgum.
Erl..simfregnir.
Khöfn 18. jiiní.
Danir um Vals-afrekið.
Dönsk blöð létu sér í
fyrstu nægja aðallega að
skýra frá atburðunum.
Einstöku þeirra létu í Ijósi,
að þeím þætti fyrir þessu.
Eftir bírtingu síma-
Skýrslu Vals-skipstjó rans
erfána-hertakantalinfylli-
lega lörum samkvæm.
Mótmæliu talin vottur
um skilnaðarhug- íslend-
inga.
Að svo stöddu skal ekki farið
frekar út í þessa umsögn danskra
blaða. Það mun koma í ljós á sín-
um tíma, að lögmæti-fullyrðing þeirra
er Htils virði.
Og gaman er að sjá þau benda
á Jón Jónsson, Larus H. Bjarnason
o. s. frv., sem íslenzka skilnaðar-
menn.
Hvar sem til hefir spurst um land
alt hefir Vals-afrekið 12. júní spurst
jafnilla fyrir — og alstaðar hefir
það gefið fána-hreyfingunni íslenzku
nýjan byr undir vængi.
Vals-afrekið hefir á sér 2 hliðar,
laga-hlið þ. e. lögleysu- og þjóðern-
is-hlið, þ. e. móðgun við íslenzkt
þjóðerni.
ísafold hefir átt tal við marga lög-
fræðinga vora síðustu dagana, og
meðal þeirra einhverja beztu lög-
fræðinga landsios.
Allir eru þeir á einu máli um það,
að framin hafi verið skýlaus lögleysa
af Vals-manna hálfu, er fáninn var
tekinn, og engir þeirra viljað viður-
kenna, að S'ókrigsartikelbrev frá 1752,
sem skírskotað hefir verið til, sé að
noWru nýtt til varnar afrekinu.
Þetta bréf eða reglugerð talar ekki
um bata, heldur koýfardi-sk'vp og
kaper-skip. Það hefir aldrei verið
birt hér á landi — og getur því af
þeirri ástæðu eigi komið til greina.
Loks mæla íslenzk lög, svo sem lög
annara þjóða tvímælalaust svo fyrir,
að haýnir heyri jafnan undir lög-
sagnarumdæmi hlntaðeigandi lögreglu-
stjóra.
Fra laganna sjómirmiði mun það
þvi aldrei varið, að rétt hafi verið
að farið af Valsmannaforingjanum.
Afrekið er og verður lögleysa, sem
að sjálfsögðu verður að njótmæla af
hálfu íslenzkra stjór-arvalda af ein-
beittri lestu og alvöru.
En pótt svo væri, að Vals tiltekt-
irnar yrðu fóðraðar með lagakrókum
og bjargað úr lögleysudýinu — þá
verður móðgunin, sem hér hefir sýnd
verið islenzku þjóðerni, aldrei burtu
skafin.
Islenzki fáninn bláhvíti er orðinn
miklum meirihluta þjóðarinnar tákn
hins íslenzka pjóðernis, þótt eigi sé
löggiltur og engn síður viðkvæmt
mál en löggiltir fánar annara þjóða
eru þeim.
Fyrir stórmiklum meiri hluta þjóð-
arinnar er það svo, að honum finst
þjóðerni sínu misboðið, þegar fán-
anum er misboðið. Svo er það og
tjáir því eigi að neita.
Og enginn vafi er á því, að í aug-
um þeirra Vals-manna hefir fáninn
verið hið sama — tákn íslenzks
þjóðemis — og pess vegna með hann
farið eins og gert var.
Dettur nokkurum manni í hug,
að Valsmenn hefðu farið að gera út
her-tökubátinn, ef í afturstafni kapp-
róðrarbátsins hefði veiið dreginn upp
vasaklútur Einars Péturssonar eða
»svunta kærustunnar«, eins og J. Ól.
alþm. kemst að orði?
Nei, siður en svo!
Og ef vasaklútur hefði verið,
dettur þá nokkurum manni í hug,
að orðið hefði orsök þeirra tíðinda
í landi, sem raun varð á?
Það nær eigi neinni átt!
Nei, á bak við öll þessi tiðindi
liggur fyrst og fremst þetta: Fáninn
er þjóðernis-tákn vort og þjóðernis-
tilfinningu vorri var sár móðgun
sýnd — með a f r e k i n u,
Þetta er það, sem kveikt hefir
gremjubálið í hjörtum íslendinga um
land alt.
Var það mjög illu heilli, að Vals-
menn skyldu verða til þessa verks,
því að nú leit svo út, sem misklíða-
öldurnar milli vor og Dana mundi
lægja, þar sem það var eindreginn
vilji orðinn þjóðarinnar að leggja á
hilluna fyrst um sinn aðal-deiluefnið:
Sambandsmálið.
En gott er til þess að vita fyrir
oss, að ef nýtt skæru-bál verður úr
þessu milli þjóðanna, þá eru það
eigi vér, sem upptökin eigum,
Nii veltur alt á því, hvað hin
danska stjórn segir um Vals-tiltektirnar,
hvort hún lýsir vanþóknun eða vel-
þóknun á hinu framda verki.
Geri hún hið fyrra og láti sjá það
í framkvæmdinni, þá megum vér
því vel una.
En verði hitt uppi á teningnum,
virðist það ótvirætt benda til þess,
að ný stefna sé i upprás sunnan um
haf frá Eyrarsundi — skilgetin systir
þeirrar, sem gagnvart Finnum er beitt
af Rússa hálfu og — eftir því sem
Danir sjálfir halda fram — einnig
þeirrar, sem landar þeirra eiga við að
búa á Suður-Jótlandi.
Og er þá að taka því eins og
mbnnum sæmir.
17. júní.
En hvað sem öðru líður, þá er eitt,
sem alþingi í sumar má eigi undir
höfuð leggjast.
Það verður að Tbggilda islenzka
fánann eins vítt
frekast leyfir.
Þá er ekkert til lengur, er tálmi
því, að hann verði upp tekinn á allar
fánastengur þessa lands.
Stefnum að því!
og valdsvið þess
Carl Kuchler
er væntanlegur hingað til Reykja-
vikur þ. 28. júní ásamt dóttur sinni.
Hann er nú staddur á Færeyjum,
fer þaðan þ. 18. júní á Ceres til
Seyðisfjarðar, dvelur þar frá 21. til
26. júní og kemur svo hingað á
Skálholti. Héðan ætla þau feðgin að
fara gangandi til Þingvalla. Geysis,
Heklu og Eyjafjalla, fara svo norður
til Akureyrar þ. 3. ágúst, og ætla
gangandi þaðan til Mývatns. Heim
fara þau aftur þ. 30. ág. á Ingólf
frá Akureyri.
Þessa ferð fer Kuchler á eigin
spítur, í því skyni mest að kynna
iandið dóttur sinni. Kilchler hefir
jafnan verið mjög vinsamlegur í vorn
garð, gert mikið tii að auka þekk-
ingu á íslandi út um heim. Slikum
mönnum sæmir oss að taka vel á
móti og sýna góða gestrisni, hvar
sem kö"s \
í gær var 102 ára afmæli Jóns
Sigurðssonar.
Þess var minst hér í bæ þegar
frá morgni með því,. að dregnar voru
veifur á stöng um allan bæ.
En sá var munur frá fyrri árum,
að í gær sást ekki einn einasti dansk-
ur ýáni um alla borgina, nema hvað
sagt er, að 2 klst. um morguninn
hafi hann sést a hegningarhúsinu,
en síðan yerið dreginn piður.
Var þetia au5Y.itaÖ "^^ 5var við
tiltektunum 12. júní, sællar míntí-
ingar.
Opinberar byggingar drógu eng
an fdna á stöng, og svo var og um
nokkura kaupmenn, en víðast hvar
blasti sá bláhvíti við loft. Skaftaði
bærinn i hreinum íslenzkum litum
á 102 ara afmæli Forseta, og hefir
aldrei sómt sér betur.
Til stóð, að efnt yrði til hátíða-
brigða á íþróttavellinum um kvöld-
ið og eins, að söngfélagið 17. júní
syngi úti, en hvorttveggja fórst fyrir
af óviðráðanlegum ástæðum. En með
því, að leitt þótti, að eigi yrði af-
mælisins minst eitthvað sérstaklega
og bdist við, að almenningur mundi
lítt una þvi — tók stjórn stúdenta
félagsins sig til síðari hluta dags og
gekst fyrir skrdðgöngu að minnis-
varðanum á Stjórnarráðsblettinum um
kvöldið kl. 9.
Hófst lúðrahljómur á Austurvelli
kl. S1/^, en siðan gengið í skrúð-
göngu með íslenzka fána í fylking-
arbroddi um Kirkjustræti, Aðalstræti
og Austurstræti upp að minnisvarða.
Var þar saman kominn mikill mann-
söfnuður.
Upp við minnisvarðann mælti
Ölafur Björnsson ritstjóri nokkur
orð fyrir minningu Jóns Sigurðsson-
ar1) og var undir tekið með ferföldu
húrrahrópi. Síðan mælti formaður
Stúdentafélagsins, Halldór Jónasson
cand. fyrir minni ísleuzka fánans og
var hrópað fyrir honum ferfalt húrra.
Loks var íslands minst með ferföldu
húrra. En í milli lék lúðraflokkur-
inn ættjarðarlög.
Var svo aftur gengið í skrúðgöngu
niður á Austurvöll og skildu menn
þar.
Stúdentafélagið lét Ieggja vegleg-
an pálmaviðarsveig, með bláum pg
hvítum silkibðndum, framan á minn-
isv'atðann.
Ymsar verzíanir í bænum skreyttu
glugga sína fagurlega íslenzkum
litum og höfðu frammi myndir og
smástyttur af Jóni Sigurðssyni. Flest-
ar verzlanir voru Iokaðar síðari hluta
dagsins. í Nýja Bíó var auk venju-
legra mynda sýndar skuggamyndir
frá Fánadeginum (12. júní) og að
lokum stór mynd af Jóni Sigurðs-
syni. Var henni tekið af miklum
fögnuði og lófataki.
Yfirleitt mátti segja, að 17. júní
væri veglega minst í gær, en lengst
munu menn samt minnast þess, hve
mikið var um þann b 1 á h v í t a og
lítið um þann rauðhvita.
x) Þess er rétt að geta, að eldri menn
og sjálfsagðari miklu til að minnast For-
seta, synjuðu, er þeir vorn Deðnir, með
þvi að bundnir vorn flestir á Bókmenta-
félagsfundi og þ e s s v e g n a tók Ó. B.
að sér — á siðustu stuadu — að segja
nokkur orð.
Prestskosningin
um Holt undir Eyjafjöllum fór
fram laugardag 14 þ. m. og var
Jakob Óskar Lárusson kosinn með
199 atkv., sira Kjartan Kjartansson
hlaut 8, eitt atkv. ógilt.
Trúmála-hygleiðingar
frá nýguðfræðilegu sjónarmiði.
XI. Jesús Kristur guðs sonur.
(SíSari hluti).
Postulatímabilið skildi við hina miklu
vandaspurningu um guðs sonerni Jesú
Krists óútkljáða. En kirkjan gat ekki
látið þar við sitja. Fyr eða síðar varð
bún að taka spurninguna upp til ræki-
legrar meðferðar, það því fremur sem
þegar áður en postulatímanum lýkur
er tekið að bóla á kenningarstefnum,
sem gátu beint orðið háskalegar fyrir
hina ungu kristni, næðu þær að festa
rætur meðal manna.
Þegar hór er komið sögunni hafði
spurningin um guðs-sonernið að nokkru
leyti breytt viðhorfi. Þetta orsakað-
ist af því, hversu megináherzlan í með-
vitund safnaðanna hafði smámsaman,
eftir því sem leið á postula-tímabilið,
færst yfir á guðlegu hliðina á persónu
Krists. Var það eðlileg afleiðing þess,
að trúarefniðer nú: guðs sonur, hafinn
til dyrðar, miklu fremur en guðs son-
ur, opinberaður í holdi. Nú er ekki
lengur spurt um það, hvernig maður-
inn Jesús geti jafnframt verið guðs
sonur, heldur um hitt, hvernig guðs
sonurinn Kristur hafi jafnframt getað
verið maður. 1 þeirri mynd taka hinir
svo uefndu Gnóstikar spurninguna til
meðferðar. Og þeir sjá enga leið til
að sameina þetta tvent, svo að niður-
staðan verður sú, að þeir neita m an n -
d ó m i Krists. Hann hafi að vísu birzt
á jórðu í manns líkama, en að réttu
lagi hafi þetta verið einber sjónhverf-
ing.
En þeirri niðurstöðu gat kirkjan ekki
unað. Svo sannfærðir sem kristnir menn
voru nú orðnir um, að »skylt só að hugsa
um Krist svo sem um guð, svo sem
dómara lifenda og dauðra« — eins og
komist er að orði í elztu kristilegu pró
dikuninni, sem til er utan nýja testa-
mentisins (hinu svo nefnda ' s í ð a r a
Klemensarbrófi) — vegna þess starfs,
sem hann hafi leyst af hendi, þá var
sannur manndómur hans altof augljós
og áþreifanlegur til þess, að nokkur
skynsemi þætti í því að synja fyrir
hann. Kirkjan var um þessar mundir
orðin aðallega heiðingja kirkja, sem átti
erfitt með að átta sig á kristindómi
Páls, svo mjög sem þar gætti gyðing-
legra hugtaka. Aftur á móti var guð-
fræði Jóhannesar guðspjallsins miklu
aðgengilegri hugsun þeirra kristinna
manna af heiðinglegri rót, sem nú voru
orðnir langsamlega meiri hluti í söfn-
uðunum, auk þess sem hugmyndin um
hið guðlega »orð«, sem þar var að
finna, var einmitt ein af uppá-
haldshugmyndum þeirra tíma, bæði
innan og utan kirkjunnar, einkum með-
al Stóumanna. Til þessarar hugmynd-
ar, eins og Stóuspekin fylgdi henni
fram, gripu því trúvarnarmenn 2. ald-
ar fegins hendi, til þess að sanna mönu-
um hve vel það gæti farið saman, að
Kristur væri hvorttveggja í senn guðs
sonur og sannur maður : Kristur só
guðs sonur af því að »orðið« (þ. e.
hin guðlega alheimsskynsemi, sem eftir
skoðun Stóumanna átti að hafa skilið
sig frá guðdómnum, til þess að starfa
í heiminum) hafi tekið sér bústað í
honum. Þetta guðlega orð só »guð«,
af því að það sé útgengið frá guði.
Því só Jíka Kristur guð; þó ekki í
algerðri merkingu, því að í algerðri
merkingu só ekki nema e i n n guð,
faðirinn. Kristur sé óæðri guð, annar
í röðinni eða »hinn annar guð«. Sam-