Ísafold - 25.06.1913, Blaðsíða 1
Kemur úfc tvisvar |
i viku. Verö árg. |
4 kr., erlendis 5 kr.
eða 1£ dollar; borg-
ist fyrir miðjan júlí
erleníis fyrirfram. III
Lausasala 5 a. eint.
ISAFOLD
Uppsögn (skrlfl.)
bundin viðáramót,
er ógild nema kom-
in só til útgefanda
fyrir 1. oktbr. og
só kaupandi skuld-
laus við blaðið.
ísafoldarprentsmiðja.
Ritstjóri: Ólafu* Björnsson.
Talsími 48.
XXXX. árg.
Reykjavík, miðvikudaginn 25. júní 1913.
51. tölublað
I, O. O P. 94749.
Alþýðufél.bókasafn Templaras. 8 kl. 7—8.
Augnlækning ókeypia i Lækjarg. 2 mvd. 2—3
Borgarstjóraskrifstofan opin virka daga 10—8
Bæjarfógetaskrifstofan opin v. d. 10—2 og 4—7
Bæjargjaldkerinn Laugav. 11 kl. 12—8 og 5—7
Eyrna- nef- hálslækn. ók. Pósth.str. UA fid. 2-8
íslandsbanki opinn 10—2'/» og B'/i—7.
K.F.TJ.M. Lestrar-og skrifstofa 8 ard.—10 slod.
Alm. fundir fld. og sd. 8»/« siðd.
Landakotskirkja. Guðsþj. 9 og 6 a helgnm.
Wndakotsspitali f. sjúkravitj. 11—1.
Landsbankiun ll-2»/s, 5'/«—6V«- Bankastj. 12-2
liandsbókasafn 12—S og 5—8. Útlan 1—8.
IJandsbúnaoarfélagsskrifstofan opin frá 12—2
Landsfohirðir 10—2 og 5—6.
Landsskjalasafnio hvern virkan dag kl. 12—2
Jjandsslminn opinn daglangt (8—9) virka. daga
helga daga 10—12 og 4—7.
Iiækninit ókeypis f>ingh.str. 23 þd. ogfsd. 12—1
Nattúrugripasafnið opið l1/*—2>/i á sunnud.
Samábyrgð Islands 10—12 og 4—6.
Stjórnarráosskrifstofurnar opnar 10—4 dagl.
Talsimi Reykjavlkur Pósth.3 opinn daglangt
(8—10) virka daga helga daga 10—9.
Tannlækning ókeypis Póath.str. 14B md. 11—12
Vifilstaðahælið. Heimsóki.artimi 12—1
t"jóðmenj»safnið opið á hverjum degi 12—2.
Nýja Bfó
sýnir í kvöld (laugardag 14. júni)
og næstu kvöld:
Magdalena
eða: Dóttir verkamannsins.
Hinar 7 dauðasyndir.
Þjóðsaga um kirkjuna helgu.
Oliwer Twist.
Eftir sögu C. Dickens.
Pantið bilæti í talsíma 344. Op-
inn hálf tíma á undan sýningum.
Sigiús Blöndahl
Rödingsmarkt 57, Hambnrg 11.
Inn- & útflutningsverzlun.
Umboðsverzlun.
Símsk. Blöndahl. — Hambnrg.
Ofna og eldavélar
selur
Kristján rVgrímsson.
Minningarsjóður
Björns Jónssonar.
Tekið móti gjöfum í skrifstofu og
bókverzlun ísafoldar, pappírsverzlun-
inni Björn Kristjánsson og verzlun
lóns frá Vaðnesi á Laugavegi.
Ýms erl.
Heimastjórn írlands. Önn-
ur umræða í neðri málstofunni fór
fram 10. júni, og talaði Balfour mjög
tnóti stjórnarfrv. Við atkvæðagreiðsl-
una var frumv. samþykt með 368
atkv. gegn 270.
Friðarfundarslitin. Eins og
símað hefir verið, var friðarfundinum
í Lundiinum slitið, án þess að nokkur
yrði niðurstaðan. Þetta gerðist mánu-
•dag 9. júní. En þ. 8. höfðu stjórnir
Serbíu og Búlgaríu upp úr þurru
kvatt heim fulltrúa sína.
Var nú biiist við fullum fjandskap
og ófriðartiltækjum milli bandamanna
þegar i stað. En þá kom Nikulás
Rússakeisari til sögunnar og simaði
svo alvarlega bæði Búlgara- og Ser-
bíu-stjórnum, að þær þorðu eigi ann-
að en taka miðlun þeirri, er hann
bauð fram og átti við skifting Make-
doníu.
Morðið á stórvezírnum.
Mahmud Shevket Pasha stórvezir
Tyrkja var myrtur þ. 11. júni í
Konstantínópel, eins og símað hefir
verið. Um 11 leytið fór hann í
bifreið frá hermálastjórnarhöllinni til
soldánshallar, en er kom þar að hlið-
inu kom önnur bifreið og var úr
henni skotið 5 skotum á sfórvezír-
inn, er öll hittu. Hann lézt V2
klst. siðar með þessi orð á vörum:
»Landið mitt, ó, landið mittlc
Ókunnugt um morðingjann.
Nýja ráðuneytið danska.
Það hljóp af stokkunum laugar-
dag 21. júní, lengsta dag ársins.
Máltækið segir: laugardagur til lukku.
Og er laugardagurinn fer saman við
lengsta, bjartasta sólarhring ársins,
ætti eigi að vera úrkuia vonar um,
að eitthvað gott hlytist af. Svo er
nú háttað sambandi voru við Dani,
að fjarri fer því, að oss megi á sama
standa hverir stjórnvölinn handleika
Ove Rode.
þar syðra — og eigi er ólíklegt, eftir
því sem þetta nýja ráðuneyti er skip-
að, að beldur muni fordómalítið í
vorn garð.
Yfirráðherra-sess skipar, eins og
þegar hefir getið verið, C. Th. Zahle
— og hefir að auki dómsmál með
höndum. Fjármálum stýrir Edvard
Brandes landþingsmaður, bróðir
Georgs Br. Gáfumaður mikill og þaul-
reyndur stjórnmálamaður. Fyrst um
sinn ræður hann og utanríkismálum.
En líkindi munu til, að þau sé ætluð
Eiríki Scaveníus sendiherra Dana í
Vínarborg. Hann gegndi því starfi
í fyrra Zahle-ráðuneytinu. Her- og
flotamál eru falin P. Munch sagn-
fræðing og þjóðþingsmanni. Hann
er af mörgum talinn bezti maður
gerbótaflokksins, þegar á alt er litið,
glöggskygn, hreinn og beinn, ein-
beittur og óhvikull. Til hans kasta
mun sjálfsagt koma um fána-tökuna
12. júni. «*
Eru nú upp taldir þeir er voru i
hinu fyrra ráðuneyti Zahle. Bæzt
hafa svo við 4 nýir menn. Fyrst
er að telja Ove Rode, ritstjóra Poli-
tiken og þjóðþingsmann. Hann er
innanríkisráðherra. Hefir hann mikil
afskifti haft af stjórnmálum í Dan-
mörku síðasta áratug, er ágætur blaða-
maður, mælskur óvenjuvel, enda
dóttursonur Orla Lehmann, er ráð-
herra var með Dönum fyrir hálfri
öld og við brugðið fyrir mælsku og
glæsimensku. Hinir 3 eru Peíersen
Sandby bóndi, landbúnaðarráðherra,
Keiser-Nielsen prestur, kirkju- og
kenslumálaráðherra og Hassin^-Jörqen-
sen bankastjóri, verzlunar og atvinnu-
málaráðherra, Hinn síðastn. gat sér
orðstír mikinn fyrir frábæran dugn-
að að koma aftur á kjöl Bændaspari-
sjóð Sjálendinga eftir Alberti-hneyksl-
ið 1908 og hefir síðan verið banka-
stjóri Revisionsbankans.
Allir eru hinir nýju ráðherrar öt-
ulir menn á bezta aldri, munu vera
frá fertugu til fimtugs allir, nema
Edvard Brandes, sem er á sjötugs-
aldri.
Aðal-viðfangsefni þeirra verður
grundvallarlaga breytingin, en sjálf-
sagt lætur hin nýja stjórn sitt hvað
annað til sín taka í innanlandsmálum.
Yfirráðherrann og þeir Ove Rode
og P. Munch hafa t. d. verið fröm-
uðir bindindismálsins með Dönum
og er eigi ólíklegt, að þeir vinni að
veigameiri löggjöf í því efni. Svo
munu og jafnaðarmenn eigi spara að
hvetja hina nýju stjórn til margs
konar endurbóta á verkmannalöggjöf
og verndarlögum lægri stéttanna.
En á stuðningi jafnaðarmanna veltur
líf stjórnarinnar.
Fánatakan 12. júní.
Isafold gat þess fyrir skömmu, að
hún mundi leita álits nokkurra helztu
lögfræðinga vorra á fánatöku Vals-
ins þ. 12. júní. Því miður reynd-
ist það svo, þegar á átti að herða,
að sumir þeir lögfræðingar, er ísa-
fold hafði vonað að geta flutt um-
sögn eftir, vildu eigi stöðu sinnar
vegna (dómarastarfs o. s. frv.) láta
opinberlega í ljós skoðun sína.
En þegar hafa þeir laga prófessor-
arnir Lárus H. Bjarnason og Einar
Arnórsson orðið við tilmælum ísa-
foldar og birtum vér í dag umsögn
hins fyrnefnda. Hún er á þessa leið:
Þér hafið mælst til þess, herra
ritstjóri, að eg léti yður í té rökstutt
álit mitt um lögmæti upptöku »Is-
lands Falks« á bláhvíta fánanum frá
örlitlum kappróðrarbát hér á höfninni
12. þ. m. Mér er ljúft að verða
við tilmælum yðar, en eg bið það
haft í huga, við lestur eftirfarandi
lina, að mér eru ekki kunnar ástæð-
ur þær, sem bornar kunna að hafa
verið fram fyrir réttmæti upptök-
unnar. Eg lít því á málið frá al-
mennu sjónarmiði.
Fyrst er á það að líta, hvort bátn-
um hafi verið óheimilt að hafa ann-
að merki en danska flaggið, og sið-
an á það, hvort Fálkaforinginn hafi
mátt taka bláhvíta fánann af bátnum.
Að islenzkum lögum er ekki öðr-
um skipum skylt að hafa danskt
flagg en hér skrásettum skipum, 2.
gr. laga 13. des. 1895, nr. 31. og
11. gr. tilsk. 2. marz 1903, nr. 2,
sbr. avpl. hrdshofðinjija 20. april
1893, cn k^ppn.ui-ubá.ar eru ekki
skrásettir, enda ekki skrásetningar-
skyldir. Flaggákvæðið í tilsk. frá
1903 nær, svo sem önnur ákvæði
tilskipunarinnar, jafnvel að eins til
fiskiskipa utan landhelgi, og sam-
kvæmt orðalagi 8. liðs 3. gr. milli-
landafrumvarpsins: »Kaupfáninn út
á viðc, sbr. upphaf 2. málsgr. á bls.
XIV í nefndarálitinu tnundi jafnvel
ef til vill mega halda þvi fram, að
hér skrásett skip þurfi eigi að sýna
danskt flagg innan landhelgi, nema
krafist sé af eftirlitaskipi.
En af því að danska flaggið hefir
verið talið sameign Dana og íslend-
inga eða eitt af sammálunum svo-
kölluðu, þá rís spurning um það,
hvort héraðlútandi dönsk lög gildi
hér á landi, en það eru aðallega 818.
gr. sjóhernaðartilsk. frá 8. janúar
1752 og tilsk. 6. des. 1776, sbr.
tilsk. 11. júli 1748. Tilsk. 1752
bannar verzlunarskipum (»Koffardi-
skibe«) og löggiltum víkingaskipum
(»Kaperec) að nota hið danska kon-
ungsflagg og býður dönskum her-
skipaforingjum jafnframt að gæta
þess, að slík skip hafi ekki uppi
annað flagg en þeim er heimilt.
Tilsk. frá 1776 bannar öllum dönsk-
um verzlunarskipum (»Koffardiskip-
perec) að nota nokkursstaðar annað
flagg en danska verzlunarflaggið.
Tilskipanir þessar hafa ekki verið
sérstaklega lögleiddar hér á landi,
svo sem þó hefði átt að vera, hefði
þeim verið ætlað gildi hér, þar sem
bví er undantekningarlaust játað, að
landið hafi verið sérstakt löggjafar-
umdæmi, alla leið frá því er það
gekk konungi á hönd endur fyrir
löngu, sbr. K. Berlín í áíiti milli-
landanefndarinnar bls. 39, 40 og 43
og inngangsorð tilsk. 21. des. 1831.
Nefndar tilskipanir hafa heldur
ekki verið birtar hér á landi, og það
eitt út af fyrir sig ætti að nægja til
þess að þeim yrði ekki beitt hér,
sízt til refsingar, sbr. hæstaréttardóma
9. og 15. des. 1842, sem játa því
óbeinlinis, en tvímælalaust, að birta
verði hér á landi, meira að segja á
íslenzku, bannlög þau, sem beita á
hér.
En þó að margnefndar tilskipanir
væru taldar gildar hér, og þá líklega
vegna tilsk. 24. janúar 1838, þá gætu
ákvæði þeirra þó ekki tekið til kapp-
róðrarbáta, enda aldrei beitt af dönsk-
um herskipum gegn íslenzkum bát-
um undir bláhvíta fánanum, hvorki
af Fálkanum né öðrum1). Kappróðr-
arbátum verður ekki með nokkru
móti jafnað til verzlunarskipa eða
vikingaskipa. Það skiftir auðvitað
hvert land miklu máli, að slík skip
og jafnvel fiskiskip, hvort heldur
innlend eða útlend, villi ekki heim-
ildir á sér, vegna gjaldheimtu, ófrið-
arhættu, veiðiréttar í landhelgi o. s.
frv., en hins vegar örðugt að eygja
yfirvofandi hættu eða jafnvel óþæg-
indi af einmenningsbátskel innan
hafnarmerkja, enda yiði þá sama að
gilda um sjóskíði og hvað annað,
') Fyrir nokkrum ámm var staddur hér
á landi maður, sem átti ekki minna undir
sér en Fálkaforinginn. Hann tók nokkr-
nm bátum undir bláhvfta fánanum öðru-
vísi, sagði brosandi: >Þessi sjón mundi
hafa glatt bróður minn«.
er maður gæti flotið á, jafnvel upp
í þurrum landsteinum.
Hér við bætist, að lög 13. des.
1895 gera ótvíræðlega ráð fyrir þvi,
að hérlendum skipum sé engan veg-
inn undantekningarlaust skylt að hafa
danskt flagg. Lögin setja þvert á
móti nokkur skilyrði fyrir því, að
hérlend skip megi flagga með dönsku
flaggi, skoða notkun danska flaggs-
ins miklu fremur sem réttindi en
skyldu, og gera meira að segja ráð
fyrir þvi, að hér á landi séu til skip,
er megi ekki flagga með dönsku
flaggi, 1. og 2. gr.
En þó að íslenzkum kappróðrar-
bát væri óheimilt að hafa annað
flagg en danska flaggið, þá bæri það
undir hlutaðeigandi valdsmann, og
hann einan, að skerast í málið og
gera hið óheimila flagg upptækt, ef
flaggað væri með slíku flaggi innan
umdæmis hans.
Að vísu býður tilsk. 1752 dönsk-
um herskipaforingjum, að taka
óheimil fiögg af dönskum skipum,
hvar sem hittast kynnu; en fyrst og
fremst á það ákvæði aðallega, ef ekki
eingöngu, við hið sérstaka konungs-
flagg, og í annan stað hlyti ákvæðið
að vera fallið úr gildi nú, er landið
hefir »löggjöf sína og stjórn út af
fyrir sig« í öllum sínum sérmálum,
en meðal þeirra eru lögreglumálefn-
in sbr. 2. lið 3. gr. stöðulaganna
svokölluðu, enda varðskipinu ekki
ætlað annað en að gæta landhelginn-
ar fyrir yfirgangi fiskimanna.
Afstaða íslands til Danmerkur um
sérmálin, er söm sem til annara
landa. ísland og Danmörk eru að
því leytinu til »framandic lönd, enda
enginn efi á þvi, samkv. þjóðarétt-
inum, að danskt herskip má nú ekki
taka óheimilt flagg af dönsku skipi
í utanríkishöfn, þó að nefnd tilskip-
un heimili og jafnvel bjóði það.
Höfn er í því efni af öllum talin
jöfn þurru landi. Það ákvæðí
hrekkur nii, hvorki gagnvart íslandi
né öðrum löndum, lengra en til þess
i hæsta lagi, að sýkna þann foringja,
er það gerði, gagnvart dönsku stjórn-
inni, en leysir hann á engan hátt
undan kæru þess lands, er hann hefði
framið verkið í.
Eg verð því að álita, að upptaka
Fálkaforingjans á bláhvíta fánanum
hafi verið ólögmæt, en gildur úr-
skurður um það fæst að eins með
dómsúrskurði, enda stakk eg upp á
því 12. þ. m. bæði við bæjarfógeta
og stjórnarráð, að Einar Pétursson
yrði ákærður fyrir að hafa haft blá-
hvita fánann á fleytu sinni.
Reykjavik, 23. júní 1913.
Virðingarfylst.
Lárus H. Bjarnason.
í næsta blaði kemur, að forfalla-
lausu umsögn E. A. og ef til vill fl.
Látinn prestur.
Síra Benedikt Eyóljsson prestur í
Bjarnanesi er nýlátinn eftir langa
legu og þunga i krabbameini.