Ísafold - 25.06.1913, Blaðsíða 2

Ísafold - 25.06.1913, Blaðsíða 2
200 IS A F 0 L D Járnbrautarmálið. Ágrip af skýrslu Jóns Þorlákssonar landsverkfræðings, til stjórnarráðsins. Svo sem lofað var í síðasta blaði, segir ísafold nú meginþráðinn úr þessari skýrslu landsverkfræðingsins. Sökum rúmleysis í blaðinu verður því miður að fara fljótara yfir sögu en æskilegt hefði verið. Undirbúningur n.álsins og lega braut- arinnar. Alþingi 1907 veitti í fjárlögunum fyrir 1908 09 16500 kr. fyrra árið til þess að gera nákvæmar landmæl- ingar, er lagðar gætu orðið til grund- vallar við ákvörðun járnbrautarstæðis frá Rvík til Þjórsár. Þetta fé var greitt herforingjaráðinu og gerði það fyrir það jafn nákvæmar hæðamæl- ingar á fjall-lendinu milli Reykjavík- ur og Árnessýslu, sem annars í bygð- um. Mælikvarði uppdráttanna er 1 : 50000 og á þeim hæðalínur, sem sýna 20 m. hæðamismun. Má eftir þeim rannsaka allar hugsanleg- ar leiðir, því bæði má eftir þeim mæla lengd hverrar leiðar sæmilega nákvæmt og finna hversu mishæð- ótt landið er. Hftir að mælingum herforingjaráðs- ins var lokið á brautarsvæðinu 1908, gerði Th. Krabbe verkfræðingur að fyrirmælurn stjórnarráðsins hínafyrstu rannsókn á járnbrautarleiðinni eftir landsuppdráttunum og með yfirreið að vetrarlagi. Komst hann að þeirri niðurstöðu, að hentugust væri leiðin frá Reykjavík upp Mosfellssveit og Mosfellsdal, yfir Mosfellsheiði norð- ast, fyrir norðan og austan Þing- vallavatn, niður með Sogi og vest- ur yfir það neðan til og svo að Ol- fusá. Mældist honum sú leið vera 93 km. Kostnaðinn við þá braut með 1 metra sporvídd gerði hann 3^/2 milj. kr. og leiddi nokkur rök að því, að húti mundi þegar frá upp; hafi borga reksturskostnað sinn. I fjárlögunum 1912—13 voru veittar 3000 kr. fyrra árið til framhalds- rannsóknaá járnbrautarstæðinu. Fram- kvæmdi Þórarinn Kristjánsson mæl- ingar þær, sem nauðsynlegar voru, reiknaði út jarðvinnu við brautina og gerði uppdrátt af undirbygging- unni, en }ón Þorláksson hafði um- sjón með verkinu. Rannsókn þessi hefir ekki breytt niðurstöðu Th. Krabbe um legu brautarinnar í neinum verulegum atriðum, að eins í nokkrum smá- atriðum á leiðinni frá Rvík austur að Búrfelli i Grímsnesi, en þar fyrir austan er um fleiri en eina leið að velja. Endastöðin í Reykjavik er fyrir- huguð á Arnarhólslóð norðanverðri, frá »Batteríinu« austur undir Klapp- arstig; þaðan liggur leiðin austur með sjó, fyrir norðan Rauðará, sunnan Laugarnar, norðaustan við Bústaði, yfir Elliðaárnar móts víð Árbæ, fyrir norðan Árbæ, um Grafarholt, norð- an við Lambhaga og svo yfir Varmá nálægt Álafossi, upp Mosfellsdal, yfir Mosfellsheiði fyrir norðan Leirvogs- vatn, austur af heiðinni við norður- endann á Skálabrekkuás, niður að Þingvallavatni fyrir sunnan Almanna- gjá, meðfram vatninu að Oxarárósi og yfir hann fyrir sunnan Þingvalla- bæ, austur undir Hrafnagjá og svo á ská suðaustur upp yfir gjábakkann, síðan suður hraunið austanvert við Þingvallavatn, meðfram Soginu suð- ur á móts við Búrfellið. Þaðan er um fleiri leiðir að velja, með því að þar er brautin komin níður á Suður- landsundirlendið, og má því lands- lagsins vegna halda henni áfram í hvaða átt sem er. Hallamæling var gerð á línu suður Grímsnesið vestan- vert, suður að Hvítá á Öndverðar- nesferju; þar er allgott brúarstæði. Fult svo álitleg virðist þó sú leið, sem Th. Krabbe hafði valið, sem sé að fara vestur yfir Sogið, suður Grafn- ing og Ölfus að Ölfusárbrú; kæmi þar þá ný brú á Ölfusá, og fram- hald brautarinnar nálægt veginum austur að Þjórsárbrú, og við þá leið eru áætlanir þær miðaðar, sem hér fara á eftir. Brautarlengdirnar á þessum tveim stöðum verða: Frá Rvík um Ölfusá að Þjórsá 112 km. Frá Rvík um Hvítá að Þjórsá 102 km. Yrði hin síðarnefnda leið valin virð- ist óhjákvæmilegt að leggja álmu frá Hvítá, sem lægi nálægt Ölfusárbrú til Eyrarbakka. Hún yrði að lengd nálægt 19 km. og öll brauíin þvi um 121 km. Ef hin leiðin væri val- in virðist fremur hægt að_ komast hjá þeirri álmu í byrjun. Álma frá Ölfusárbrú til Eyrarbakka mundiverða 11 km. og brautin því öll með henni 123 km., svo lengdarmunurinn get- ur eigi skorið úr hvor leiðin sé hent- ugri, ef gert er ráð fyrir Eyrarbakka- álmu í báðum tilfellum. Breidd og halli brautarinnar, undirbyggingin m. m. Járnbrautir þurfa að vera eftir þvi dýrari sem þær eiga að taka meiri flutning og lestahraðinn á að vera meiri. Þegar byrja skal járnbrautar- lagningu hér, er áríðandi að sníða sér stakk eftir vexti; gera brautina ekki dýrari en þörf er á, en hins vegar ekki svo veika eða ódýra, að hún verði ófullnægjandi, þegar hún er komin í fulla notkun. Flestar járnbrautir eru að breidd 1,435 m- en þó eru lagðar mjórri brautir, jafn- vel 0,60 m. Hér mundi hentugust breidd 1,00 m. Ef brautin yrði höfð mjórri, mundi örðugt að fá svo afl- miklar eimreiðar, sem þarf til þess að treysta megi,að ferðum verði haldið uppi að vetrinum. Mestur halli á brautinni er áætlaður 1 : 40. Öku- hraðinn ætti að geta orðið mest 40 km. á klst. Með þeim hraða er gert ráð fyrir, að brautin megi vera ógirt, nema þar sem hún yrði lögð gegn- um afgirt land. Gert er ráð fyrir að brautin yrði nálega alstaðar upphleypt, vegna þess hve snjóasælt er hér á þeim vegum, sem grafnir eru niður. Breidd undir- byggingarinnar að ofan er áætluð 4 m. og flái á hliðum eins og tíðkast á vegum. Brýr og yfirbyggingar. Landsverkfræðingurinn hefir mælt lauslega brúarstæði á flestum ám á leiðinni og gert áætlun um kostnað við brýrnar eftir því. Er gert ráð fyrir, að allar hinar smærri brýr og flestar hinar stærri verði gerðar úr járnbendri steinsteypu, sem er bæði ódýr og ekki viðhaldsfrek. Stærsta brúin er yfir Ölfusá og gert ráð fyrir að hún muni kosta um 70 þús. kr. að meðtalinni landbrú. Næst-stærsta brúin, yfir Sogið, (50 m.) er gert ráð fyrir að kosta muni um 40 þús. kr. Áðrar brýr eru stærstar á Elliða- ám, Úlfarsá, Varmá, Köldukvísl, Leir- vogsá og Öxará, en engar mjög stórar. Gert er ráð fyrir brautarteinum, sem vega 18 kg. hver metri. Með sæmilega þéttum þverslám geta þeir borið 4 smál. hjólþunga, þ. e. eim- reið á 4 hjólum má þá vega í mesta lagi 16 smál. Ef teinarnir væru hafðir gildari, mætti nota þyngri eim- reiðir, er gætu dregið stærri lestir. Undir teinunum eru þverslárnar, og eru þær áætlaðar úr tré, sem er hið ódýrasta. Undir þverslánum og á milli þeirra er haft lag af möl, 45 sm. að þykt. AfstaBa viö vegi. Stöðvar. í nánd við Reykjavík liggur braut- arlínan yfir Laugarnesveginn, veginn niður að þvottalaugum og flutninga- brautina í Sogamýrinni og síðan aft- ur fyrir neðan Árbæ. Yfir flutninga- brautina þarf helzt að fara þannig, að járnbrautin liggi á brú yfirhana, svo að umferð um veginn geti verið óhindruð af járnbrautarlestunum. Enn fremur liggur brautin yfir Mos- fellssveitarveginn á tveim stöðum og yfir Þingvallaveginn austantil á Mos- fellsheiði þrisvar. Umferð á þessum vegum verður naumast svo mikil, þegar brautin er komin, að hætt sé við slysum þótt brautarsporið liggi yfir veginn í jarðhæð. Aðalstöðvarnar við brautina verða endastöðin í Reykjavík og við Þjórsá, stöðin á Þingvöllum, og, ef álma verður lögð til Eyrarbakka, þá stöð í Flóanum þar, sem álman liggur út frá meginbrautinni. Á stöðinni við Þjórsá verður ennfremur að vera skýli fyrir eina eða tvær eimreiðir og í Reykjavik eimreiðáskáli og verk- stæði til viðgerða á vögnum og eim- reiðum. Á milli þessara aðalstöðva verða svo að vera hæfilega margar smástöðvar, og virðist mega hafa þær mjög ódýrar fyrst um sinn, að eins með litlum geymsluhúsum og láta annaðhvort næsta búanda annast afgreiðsluna, ef stöðin er nálægt bæ, eða láta lestarþjónana annast hana. Auk stöðvanna má hafa nokkrar stéttir, þar sem ferðamenn geta stigið í lest og úr. Á hæfilega mörgum stöðum þarf að vera útbúnaður til þess að taka megi kol og vatn. Rekstursaflið. Gert er ráð fyrir því, að lestirnar verði knúnar með guíuafli en eigi rafmagni, eins og mörgum mundi hafa þótt æskilegl, og eru all-ítarleg- ar ástæður færðar fyrir því, en það tekur of mikið rúm að geta þeirra nákvæmlega, og skal því að eins geta nokkurra hinna helztu. Aðalkostir eimreiðanna (sem brenna kolum) eru þeir, að ef brautin er nægilega sterk, þá má án verulegs aukakostnaðar flytja svo mikið í hverri ferð, sem eimreiðin getur dregið, en það er því meira sem eimreiðin er þyngri. Fyrir því eykst reksturs- kostnaður lítið, þó að flutningur auk- ist, meðan unt er að fullnægja flutn- ingaþörfinni án þess að fjölga lest- um; t. d. mundi 16 smál. eimreið geta dregið lest, sem rúmaði yfir 100 manns og alt að 10 smál. af vörum samtímis. Annar aðalkostur eimreið- anna er sá, að þegar snjór er til fyrirstöðu, þá má senda lestarlausa eimreið með snjóplóg til að hreinsa sporið, og getur hún þá beitt jafn- miklu afli við plóginn, sem annars þarf til að draga stóra lest. Kola- eyðsla er talið, að verða mundi fyrir hverja lest fram og aftur milli Reykja- víkur og Þjórsár 1300—1400 kg. og útgjöldin til kola um 21 þús. kr. á ári, meðan komist verður af með tvær lestir í hvora átt að sumrinu og eina í hvora átt að vetrinum. Kostir við rafmagnsbraut eru eink- um taldir þessir: að brautin má vera brattari, og sparast stundum við það jarðvinna;teinarnir mega vera grennri, vegna þess, að á rafmagnsbrautum eru venjulega hafðar tiðar Iestir og því tiltölulega smáar, en þá þarf ekki eins þunga vagna eins og eimreið- irnar. Þannig ætti brautin sjálf að geta orðið ódýrari, og svo sparast kolakaupin. En þar á móti kemur allur rafmagnsútbúnaðurinn, sem er mjög dýr, með spenningsbreyturum meðfram allri brautinni og rafmagns- mótorum í nægilega mörgum vögn- um. En sökum snjóa mundi ráð- legast að hækka brautina upp jafnt fyrir þessu, og ekki ráðlegt að hafa léttari teina en 18 kg. á metra, eink- um vegna þess, að þótt lestir yrðu knúnar með rafmagni þá mundi þurfa að beita eimreið fyrir snjóplóginn fyrir þvi, vegna þess að venjulegir rafmagnsvagnar mundu ekki verða nógu aflmiklir til þess. Kolaeyðsla sú, sem að framan var áætluð, 21,000 kr. á ári, samsvarar 5°/0 ársvöxtum af 420 þús. kr. Ef rafmagnið kostaði ekki neitt, og ef ekkert þyrfti að ætla fyrir fyrningu á rafmagnstækjum brautarinnar, þá er þetta hámark þess, sem rafmagns- útbúnaðurinn má kosta til þess að ársútgjöldin verði ekki meiri með rafmagni en kolum. Eh nú má ekki vænta að fá rafmagnið ókeypis; sú aflstöð, sem framleiðir það, verður að borga vexti af stofnfé sínu, við- hald, fyrningu og rekstur, og hefir reynslan sýnt, að meðalstórar vatns- aflsstöðvar geta ekki selt hestaflið fyrir minna en um 50 kr. yfir árið. Ef brautin notar um 200 hestöfl að meðaltali, kostar rafmagnið 10 þús. kr. á ári; þá eru eftir n þús. kr., sem sparast af kolaverðinu, og þær nægja ekki fyrir rentum og fyrn- ingu af því. sem rafmagnsútbún- aður brautarinnar mundi kosta um- fram eimreiðirnar. Af stofnkostnaði þeim, sem áætlaður er fyrir kola- braut, mundi ekki falla burtu annað en verð eimreiðanna, og þyrfti þó að hafa a. m. k. eina til vetrarnotk- unar, eins og áður er sagt. Snjóalögin. Ein af spurningum þeim, sem rannsóknin þurfti að svara, var sú, hvort snjóalög á leiðinni mundu verða svo mikil, að ekki yrði kleift að halda uppi vetrarferðum. Til þess að fá úrlausn á þessu var snjór- inn mældur á Mosfellsheiði — þar sem þetta einkum gat orðið — síð- astliðinn vetur. Eftir þeim mæling- um kemur það í ljós, að einungis á tveimur stöðum hefir snjórinn orðið svo mikill, að taka mundi upp yfir brautarteina. Mælt var með 500 metra millibili. Það er því alveg víst, að í ámóta vetri og 1912—13 munu járnbrautarlestir geta gengið tálmunarlaust, ef hafðar eru sæmilega sterkar eimreiðir með snjóplógum. Núverandi umferð og flutningur. Umferðin milli Árnessýslu og Rvíkur skiftist nú á tvo vegu, Þing- vallaveginn yfir Mosfellsheiði og Hellisheiðarveginn. Landsverkfræð- ingur hefir látið telja umferð um báða vegina árlangt, 'svo nákvæm- lega, sem kostur var á. Var talið á Kárastöðum og Kolviðarhóli og reynd- ist umferðin sem hér segir — allir menn faldir í hvert skifti, sem þeir fara yfir heiðarnar, vagnar og klyfja hestar sömuleiðis: A. Um Þin gvallaveginn. Menn .... 5582 Fólksvagnar . . . 339 Vöruvagnar 2-hjóla 442 -----4-hjóla 36 Klyfjahestar,heilklyfjar 935 -----hálfkl. 870 Sauðkindur . . . 4458 B. Um Helli sheiðarvegin n. Menn 16169 Fólksvagnar .... 420 Vöruvagnar 2-hjóla. . 5797 4-hjóla. . 302 Klyfjahestar, heilklyfjar. 2497 —— hálf klyfjar 602 Sauðkindur .... vo co Með því að nokkurn veginn má áætla þunga í vögnum og á klyfja- hestum, telst svo til að umferðin hafi verið: Menn Vörur Sauðfé tals smál. tals Um Þingv.veg. 5582 291 4458 Um Hellish.v. 16169 1600 17983 Samtals 21751 1991 22441 Svo er talið, að brautin muni koma að fullurn nótum fyrir sem svarar 25000 manns. Áætlun um stofnkostnað. Liðnr Kr. I. Landnám og jarðrask telst ekki hér. II. Undirbygging: a. Jarðvinna, 827000 ten.- metrar á 0,60 .......... 496200 b. JÞak á fiáa m. m...... 98800 III. Girðingar, 40000 m. á 0,60 24000 IV. Vegir yfir brantina..... 25000 Y, Brýr og þverremar........ 310000 VI. Yfirbygging, 112 km. á 12500 kr............. 1400000 VII. Talsimi, nm 400 kr. á km. 45000 VIII. Stöðvar: a. Reykjavlk ............... 50000 b. Þingvellir............. 20000 c. ölfusá (fyrir hliðarlinn til Eyrarbakka)....... 20000 d. Þjórsá............. 25000 e. 9 sveitastöðvar á 10000 kr................. 90000 f. 7 stéttir á 1000 kr. . . . 7000 IX. Verkstæði og eimreiðaskáli í Reykjavík ................ 50000 X. Vagnar: a. 4 eimreiðir á 27000 kr. 108000 b. 8 fólksvagnar...... 64000 c. Vöruvagnar, hemils- vagnar m. m........ 80000 XI. Undirbúningur, stjórn,óviss gjöld................. 277000 XII. Rentur meðan á byggingn stendur............... 315000 Samtals 8500000 eða 31250 kr. á hvern kílómetra. Hliðarlínu til Eyrarbakka, 11 km. að lengd mnn mega gera fyrir.. 300000 Gert er ráð fyrir því, að hvort sem brautin verður lögð fyrir almanna- fé eða sem einstakra manna fyrir- tæki, þá muni hlutaðeigandi sveitir og héruð styrkja fyrirtækið, og þá fyrst og fremst með því að útvega ókeypis land undir brautina og stöðv- arnar. Sömuleiðis að landssjóður láti ókeypis af hendi það, sem hann á af landi, er undir braut og stöðvar þarf. Talsími er t^inn sjálfsagður fram með allri brautinni og inn í hverja brautarstöð, en einnig að sími þessi yrði leyfður til almennra nota og væntanlegar tekjur af honum látn- ar ganga til brautarinnar. Til fólksflutninga er gert ráð fyrir að fengnir yrðu 4 (boggie-)vagnar, sem rúma um 60 manns hver og 4 smærri, sem rúma 30—40 manns hver. Rentufjárhæðin á meðan á smíð- inni stendur, er miðuð við það, að verkið sé unnið á 4 árum, og vextir að eins 4°/0, en talið er að leggja mundi mega brautina á 3 ár- um með innlendum vinnuafla. Auk þess er það venjulegt, ef um ríkis- fyrirtæki er að tefla, að heimta ekki vexti af stofnfé meðan á smfðinni stendur. Gert er ráð fyrir í kostn- aðaráætluninni, að ekki þurfi að greiða aðflutningstoll af efni. Reksturskostnaður og tekjur. Með reksturskostnaði járnbrauta er ávalt talinn viðhaldskostnaður braut- arinnar sjálfrar, vagna, eimreiða og stöðva. Áætlun um reksturskostnað við þessa braut er einkum sniðin eftir því sem gerist við brautir sem líkt stendur á um i Noregi. Venju- legt er að reikna út reksturskostn- aðinn við hvern lestar kílómetra. Þó er það ekki svo, að reksturskostn- aður á hvern kílómetra sé hinn sami á tveim brautum, sem hafa mjög ó- líkt flutningsmagn. Reksturskostnað- urinn eykst að sama skapi og fjölga verður lestunum. Eftir áætlunum þeim, er gerðar hafa verið er það talið vafalítið, að við þessa braur muni í fyrstu mega koma reksturs- kostnaði eitthvað niður fyrir 1 kr. á lestar kílómetir, meðan lítið er að flytja, hækkandi upp í t. d. 1,16 á lestar km., eftir því sem flutnings- þörfin eykst. Svo er talið að alls muni, til að byrja með, fata i2oa lestir árlega milli Rvíkur og Þjórs- ár. Þar sem nú lengd brautarinnar er 112 km., verða það alls 134400- lestar km. yfir árið og sé kostnað- urinn við hvern þeirra reiknaður 1: kr. verður árlegur reksturskostnaður 134400 kr. Áætlaðir taxtar eru 4 aur. fyrir mannkm. og 20 aur. fyrir tonnkm., og er það nokkru hærra: en tíðkast í Noregi. Líklegt er talið, að fólksferðir með brautinni milli Reykjavíkur og Suður- landsundirlendisins mundi fyrsta og annað ár brautarinnar verða iíkar því, sem þær eru nú eftir vegunum, því þótt margir myndu ferðast upp á gamla mátann fyrst í stað, þá mundi umferð þegar aukast. Auk þess mundu verða töluverðir fólksflutningar skemri leiðir. Vöruflutningar á vögnum ogklyfja- hestum milli Reykjavíkur og Árnes- sýslu mundi undir eins leggjast nið- ur, og jafnframt því sem vöruflutn- ingar mundu þegar í stað aukast mjög. Áætlun um tekjurnar Jyrstu árin er þannig: Fólksflutningur . . . kr. 83500 Vöruflutningur ... — 65500 Flutn. á lifandi peningi — 5000 Póstfl. og talsímatekjur — 5000 Samtals kr. 159000 Þetta er 25600 kr. hærra en hinn áætlaði reksturskostnaður i byrjun, eða brautin mun pe%ar í byrjun qera meira en að borqa reksturskostnað sinn. Um væntanlega vöruflutninga er erfitt að ráða eftir líkum annarsstað- ar frá. Helzt mætti dæma eftir járn- brautum í Noregi í þeim sveitum, sem hafa engar skógafurðir né náma- afurðir og munu þá ástæðurnar að ýmsu leyti líkastar á Jaðri og hér. í skýrslunni segir: Járnbrautin eftir Jaðrinum (Jæder- banen) var lögð 1878. Hún liggur milli Stavanger og Egersund, sem hvorttveggja eru hafnarbæir, nálægt sjó alla leiðina, og er að lengd 76 km. Flutningur eftir brautinni geng- ur til beggja enda og frá báðum endum, af því að við báða enda eru hafnir, en þó meira til Stavanger og frá, af þvi að sá bærinn er miklu stærri. Brautin liggur um svo hrjóst- ugt. land, að annað eins hefi eg ekki séð hér á landi í bygð; þó eru til í nánd við brautina svæði, sem sagt er að séu kostabetri en það land, sem brautin liggur um, en hvorki eru þar skógar né námar. íbúatala kaupstaðanna við báða enda var tæp 25000 þegar brautin var lögð, og ibúatala sveitanna, sem til brautar- ínnar ná, var ámótamikil. Á fyrstu 25 árunum, eða til 1903, óx íbúa- tala kaupstaðanna um rúm 12000, og sveitanna um 2000, og eignir sveitanna er álitið að hafi ferfaldast á þeim tíma.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.