Ísafold - 28.06.1913, Blaðsíða 1

Ísafold - 28.06.1913, Blaðsíða 1
Kemur út tvísvar í viku. Verö arg. 4 kr., erlendis 5 kr. eSa l^dollar; borg- ist fyrir miðjan júlí erleníis fyrirfram. Lausasala 5 n. eint. ISAFOLD Uppsögn (skrifl.) bundin við áramót, er ógild nema kom- in só til útgefanda fyrir 1. oktbr. og só kaupandi skuld- laus við blaSið. ísafoldarprentsmiðja. Ritstjóspi : Olaf us? Björnsson. Talsími 48. XXXX. árg. Reykjavík, laugardaginn 28. júní 1913. 52. tölublað I. O. O F. 94749. Nýja Bíó sýnir í kvöld og næstu kvöld (virka daga kl. 8V2 og 9V2, sunnudaga kl. 6, 7, 8, 9): Vesalingarnir (Hinir ógæfusömu) JTJesfa aðsóknarteikrif beimsins. Leikið af beztu leikurum frakkneskum. Pantið bílæti í talsíma 344. Op- inn hálf tíma á undan sýningum. Alþingi 1913, Langt er síðan jafn-lítils glímu- skjálfta hefir kent undir þingbyrjun eins og undir þingið, sem hefst núna á þriðjudaginn. Öldurót flokkadeilanna er svo hátt hefir látið og þótt sjálfsagður und- anfari þinga vorra hinna siðustu, öldurótið, sem verið hefir fyrirboði 2—3 mánaða fárviðris á stjórnmála- hafi voru ¦— það má heita, að alls eigi heyrist nú. Nei, logn eða því sem næst, það er leiðið, sem þingið núna hefur í siglingu sína. Og al'ir mættu góðir menn óska þess, að á sannist hér, að logn er leiða bezt, og að róðrarmönnunum á þing- fleytunni takist að verða svo sam- taka við árarnar, að oss skili það áfram, að þjóðin megi bærilega við una. Undanfarið hefir það klingt allmjög við, að þingið hafi ekkert nýtilegt komist til að gera vegna sífelds flokkarifrildis og persónulegra vær- inga. Þetta sinni verður, eftir öllum lotutn að dæma, eigi þeirri ástæðunni til að dreifa, ef þingið reynist litil- virkt og til smárra nytja. »Hvern fj . . . . er verið að gera við að kveðja þing saman nú. Það hefir ekkert að gera«. Eitthvað þessu likt heyrði Isaýold utan að sér nýlega. En mikill er misskilningur í þess- um og þvílíkum orðum. Þótt sam- bandsmálsdeilan hverfi úr sögunni, þótt rifrildisþjark llokkanna fái ögn að hvíla sig — þá eru sannarlega nóg og* mikilvæg verkefni íyrir höndum. Innanlands-nauðsynja og þjóðþrifa- mál ýms haiu um margt ár verið í álögum og beðið lausnar af þingsins hálfu, en það aldrei haft tíma fyrir stórpólitísku deilunni út á við, og valda-deilum inn á við. Nú er timinn kominn til álaga- leysingar. Og þingið sem hefst á þriðjudaginn, á að verða verkdrjúgt að því starfi, ef það þekkir sinn vitjunartíma. ¦¦¦¦—m-----------• Sambandsmálið á hilluna I Það er fyrsta og helzta boðorðið, sem þjóð- in mun vilja láta þingið fylgja. Hver einasti þingmálafundur, sem vér höfum haft fréttir af, hefir lagt á það áherzlu fyrst og fremst. Mun eigi heldur á þinginu standa um það. iAð styðja Eimskipajélag Islands aj ýremsta megni — það er annað boð orðið, sem jafnmikið ogjafneindreg- ið fylgi á allrar þjóðarinnar. Þegar fram í júlimánuð kemur,mun um það fengin skýlaus vitneskja, hve miklar eru hluta-undirtektir hér aust- an hafs. Vér efumst eigi um, að nægar verði til þess að koma félag- inu á laggir, eins og til var ætlast i vetur af forgöngumanna hálfu. En hvað sem því líður og hvernig sem um undirtektirnar fer, þá erum vér þeirrar skoðunar að pingið tnegi með engu móti skiljast við samgöngu- málið ýyr en stofnun Eimskipaýélags- ins er Jullkomlega trygð — oss ligg- ur við að segja, hvað sem pað kostar. Svo mikið nauðsynjamál, svo mik- ið þjóðmetnaðarmál, svo hjartfólgið áhugamál er Eimskipafélagsstofnunin orðin þjóðinni, að ekkert verk þakk- látara fær þetta þing unnið en að sjá því sæmilega borgið. En hvilíkur löðrungur, ef öðru- vísi fer! Og hvilíkt hlakk og kulda- hlátur hjá þeim, er þykir akkur í því, að vér liggjum áfram afvelta i tjóður- hafti erlendra samgöngudrotna — fyrir ómensku sjálfra vor! Efling Landsbankans. Það er annað stórmálið, sem þingið fær til með- ferðar og verður rækilega að ihuga og vinna að. Aukning veltufjár hans er úrslita-lifsatriði fyrir verzlun og atvinnuvegi alls landsins. Til þess að auka það, verður þingið að neyta allra ráða. Annar framkvæmdarstjóri bankans á sæti á þingi, og mun hann að sjálfsögðu benda á hvað til- tækilegast sé i því efni. Stjórnarskrármálið er þriðja stór- málið, sem þingið fær um að fjalla. Á því leikur enginn vafi, að bráð- nauðsynlegt er að fá aðra eins breyt- ingu og afnám hinna konungkjörnu og nokkur önnur breytinga-atriði eru og all-mikilsverð, svo sem þingmála- fundir ýmsir hafa gert tillögur um. En hvað verður um rikisráðs- ákvæðið? Þingið 1911 feldi það burtu, en þau boð hafa siðan hingað borist, að burtfelling þess mundi verða til þess, að konungsvaldið synjaði því staðfestingar. Þótt það sé nú býsna hart að verða fyrir þeim búsifjum í viðurkendu sérmáli voru, munu menn þó skirrast við að stofna nú til slíkra tíðinda. Á eina miðlunarleið hefir verið bent (af Skúla Thoroddsen). Hún er sú, að i stað þess að ákveðið sé í stjóm- arskránni, að mál vor skuli borin upp »í ríkisráði« verði sett inn i stj.skr., að þau skuli borin upp par, scm konungur og Islandsráðherra koma sér saman um. Til bóta mundi þessi breyting vafalaust og naumast gæti hún valdið staðfestingarsynjun, þar sem það með þessu móti yrði á valdi konungs, hvar málin eru upp borin. Fánamálið er fjórða mikilvæga málið, sem til þingsins kasta kemur. Eti f)i]mti íilí híand. Jag áískar eder . . . af Steingrímur Thorsteinsson. Jag álskar eder, Islands alla fjall, som högt mot himlen klara annen lyfta, och branningarnas dán mot strandens háll och forsars fall och tun och dal och klyfta. Jag álskar landets gröna sommarskrud, jag alskar landet, nár som hvitkládd brud det rent och skönt stár stjárnekrönt i nörrskensflammors ljus i vinterkvall. Jag álskar dig mitt eget starka folk med bragders áttartal frán svunna tider, 'Axí ár din sven frimodig andes tolk, án ler din mö lik sol pá gröna lider. Mitt folk! Jag önskar dig en framtid ljus, det basta blott af allt ur lifvets brus! Þýðingu þessa á kvæði Steingríms: »Eg Vilhelm'ina Samuelsson. Er þýðingin sérlega vel Blif hvad du var sen forna dar, och ádel frihet blomstre kring ditt hus! Jag álskar dig, mitt sköna modersmál, du kraft och snille bár pá dina vingar; sá mjukt som liten blomma, skarpt som stál det gamla kánda strangaspelet klingar. Jag álskar dig, mitt hjarta bands vid dig, ny sommar varslar jag pá várlig stig. Du ekar1) mot Isfjállets fot, dár sáng och saga án omkring mig svingar. Vid Island ár jag fiist med starka band, ej sákrare en son bands vid sin moder. Och blefve jag uti de skönsta land med kárlek hálsad lik en álskad broder, blott half stod gladjens bagar pá mitt bord. Mig sjalf jag ár blott pá min fosterjord, dár trifs jag bást, jag álskar mest mitt land, mitt folk och modermálets ord. *) hljóma. elska yður, þér íslands fjöll« — hefir gert stúlka ein sænsk, gerð, og því flytur ísafold hana, þótt á erlendu máli sé. Islenzkur Jdni löggiltur — þafr er krafa, sem þingið hlýtur að sinna, eins og nú horfir við málum (sbr. næstsíðustu ísafold). Járnbrautarmálið er fimta og eigi minsta eða litilvægasta máiið — mál sem rækilegrar íhugunar þarf við og sizt má að hrapa. Það er sagt nú, að eigi muni fjárskortur verða því máli að fjörtjóni, og má segja, að vel sé, ef svo er, því að það bendir ótvíræðilega til þess, að eigi séum vér alveg lánstraustsvana og trú- leysið á landið erlendis eigi sér tak- mörk. En um hitt, hvað ráðlegast sé að gera nú í því máli, hversu bráðan bug að því vinda — skulum vér ósagt láta að svo stöddu. Svo er málið enn lítt kunnugt. Auk þessara 5 stórmála eru svo öll stjórnarfrumvörpin, 34 talsins, skatta- og tolla-frumv., fjárlög, fjár- aukalög o. s. frv. o. s. frv. Sumt var gott, og sumt var ilt, um sumt vér ekki tölum, það mun eiga við um þau. Launahækkunar- frumvörpin sum hver t. d., þau eiga vafalaust fyrir sér að deyja — og það eigi að raunalausu. En á hinn bóginn er Isajold eigi á því máli að þau séu ein langavitleysa, sem sökkva eigi þegar á fertugu dýpi, eins og þingmálafundir hafa sumir krafist. En launahækkunarmálið er annars svo umfangsmikið og marghliða, að gera verður að umtalsefni í sérstakri grein. Brezki skemtileiðangurinn. Skemtiskipið Ermine frá Glasgow fer aftur heimleiðis í kvöld kl. 8. Það hefir verið hér 4 daga og ferða- mennirnir haft land-dvöl á degi hverjum, ýmist í sjálfum bænum eða ekið eða riðið um nágrennið. Nokk- urir farið austur á Þingvöll. A kvöld- in hefir verið fjölmenni mikið frá skipinu i Hótel Reykjavík, brezk og íslenzk þjóðlög skifzt á í veitinga- salnum og mikið verið um glaðværð Þeir hafa vonandi fundið það, hinir brezku gestir, að velkomnir voru. Þetta er hinn fyrsti brezki skjemti- leiðangur hingað til lands, um margt ár. Fyrir ferðalaginu hafa gengist eigendur Ermine G. & D. J. Burns, Ldt. í Glasgow. Sjálft er skipið all-veglegt: 1777 smál. að stærð, 300 fet á lengd, 40 fet á breidd og fer 16V2 mim ^ vöku. Farþegar 104. Skipstjórinn heitir Boggan. í gær hafði hann dans- boð inni í Hótel Reykjavík og bauð til mörgu bæjarfólki. Einn af far- þegum, Mr. Findlay, flutti þar mjög snotra ræðu fyrir minni íslands, en Ásgeir Sigurðsson koasúll þakkaði af gesta hálfu og mælti fyrir Bretlands minni. Það er í rauninni furðulegt, að eigi skuli hafa verið meira um ferða- Prestsvígsla. Á morgun verða þeir vígðir Jakob 0. Lárusson til • Holtspresta- kalls og Tryggvi Þórhallsson, sem settur er prestur i Hestþingum. — Jakob stígur í stól. Engin siðdegis guðsþjónusta Settur læknir. Sigurður Hjörleifsson er settur læknir í Reyðarfjarðarhéraði frá 1. júlí að telin. Trúmála-hugleiðingar frá nýguðfræðilegu sjónarmiði. XII. Kristileg trú og kristileg játning. (Synodus-prédikun). Gruð heilagur aadi! l&ttu birta til i sál- um vorum fyrir ljós og kraft sannleikans frá þér, helga þú og hreinsa hjörtu vor svo að þau verði þér samboðinn bústaður og alt vort líf, til lofs og dýrðar þinn heilaga nafni. I Jesú nafni. Amen. Matt. 16. 15-18. Svo er að sjá á samstofnaguð- spjöllunum þremur sem Jesiis hafi ekki gert mikið að því framan af að halda fram Messíasartign sinni, hvorki þá er hann prédikaði fyrir almenning, né í hóp nánustu læri- sveina sinna. Af textanum, sem upp var lesinn og skýrir frá hinu merkilega viðtali hans við lærisvein- ana hjá Sesarea Filippi, verður ekki betur séð en að það sé í fyrsta skifti, að Jesús vikur að því efni í viðtali við lærisveinana, og að það sé i fyrsta skifti þar, að sú játn ing líður þeim af vörum, að hann sé Messías. Spurningin, sem hann beinir að lærisveinunum þarna hjá Sesarea Filippi: »En þér, hvern segið þér mig vera?« verður lítt skil- janleg hafi Messíasartign Jesú verið frá upphafi jafn daglegt umtalsefni þeirra og fjórða guðspjallið gæti gefið ástæðu til að ætla. Og þá verða orðin, sem Jesús mælir til Péturs í tilefni af játningu hans: »Sæll ert þú Símon Jónasson, því að hold og blóð hefir ekki opinberað þér það, heldur faðir minn á himnum« — þá verða ekki síður þessi orð óskil- janleg, ef þetta skyldi áður hafa á góma borið milli Jesii og lærisveina hans, því að þar er beint gefið í skyn, að Pétur hafi fengið þessa vitneskju sína fyrir beina opinberun guðs. Og Jesús hafði þá lika góðar ástæð- ur og gildar til þess að byrja ekki á þvi að innprenta mönnum það, að hann væri hinn fyrirheitni Messí- as. Með þeirri aðferð hefði hann getað ónýtt starf sitt með öllu, svo litt sem öll framkoma hans hið ytra kom heim við ríkjandi Messíasai- hugmyndir bæði samlanda hans og eins lærisveinanna. Jesiis vildi ekki vera Messías eins og allur almenn- ingur hugsaði sér hann. Hann vildi vera Messías. Á því leikur enginn vafi, að hann er sér þeirrar tignar meðvitandi í frá þeirri stundu er hann lét skírast — en i alt öðrum skilningi en Gyðingar alment lögðu í það. Til þess því að koma i veg fyrir allan misskilning, virðist hann ekki hafa látið neitt uppskátt um það efni framan af, ekki einu sinni í hóp lærisveina sinna. Hins vegar hefir honum þó ekki staðið á sama um hvern menn álitu hann vera, sízt lærisveinarnir. Ann- ars hefði hann ekki spurt eins og hann spurði. En hann byrjaði ekki á því. Hann vissi það, sem þjón- um hans hættir altof oft við að gleyma, að þá verða sannfæringar manna haldbeztar, er þær fá að vaxa og þróast í fullu frelsi, spretta upp eins og af sjálfu sér í sálu manns- ins án allrar þvingunar að utan. Svo var þá og farið trúnni á hann

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.