Ísafold - 28.06.1913, Blaðsíða 2

Ísafold - 28.06.1913, Blaðsíða 2
204 ISAFOLD mannaskip frá Bretlandi hingað en verið hefir, en Þjóðveijar látið sér svo ant um þá hluti. En þessi leiðangur Ermine leiðir ef til vill af sér meira fjör í þessu efni. Prestastefnan 1913 ii. Á prestastefnunni voru flutt 6 erindi. Fyrst flutti Knud Zimsen verkfr. erindi um sunnudagaskóla og starf- semi hans hér í bæ. í honum eru nú að meðaltali 375, en 16 starfs- menn. Út af erindinu spunnust nokkrar umræður um það og var að lokum samþykt þessi tillaga í einu hljóði: »Um leið og synodus lætur í ljós, að hún telur mjög nauðsynlegt, að sunnudagaskólastarfsemi eða barna- guðsþjónustur gætu sem víðastkomist á, vill hún beina því til héraðsfunda, safnaðarfunda og prestafunda að taka málefni þetta fyrir og reyna að koma nokkurri framkvæmd á það og einnig til einstakra presta, að gera það sem unt er í þessu efni«. Næstur flutti Sigurður P. Sívertsen docent erindi um barnaspurningar prestsins og markmið peirra og urðu út af því nokkurar umræður. Þriðja erindið flutti síra Glsli Skúlason á Stóra-Hrauni um jajnrétti pjóðkirkju 0$ fríkirkju. Voru það aðallega 3 kröfur er ræðumaður taldi sjálfsagt og nauðsynlegt að fá fram- gengt í þessu efni. í fyrsta lagi, að sömu eða samskonar mentunarkröf- ur séu gerðar til fríkirkjuprests og þjóðkirkjuprests. í öðru lagi, að sókna- og prestaskipun sé sömu skorðum bundin í fríkirkju og þjóð- kirkju. í þriðja lagi, að um sömu embættisverk gildi sömu fyrirmæli í fríkirkju og þjóðkirkju. Umræður urðu allharðar út af erindi síra Gisla, með því að inn í þær komst fríkirkjusafnaðar-stofnunin í Hafnarfirði. En að þeim loknum var svolátandi tillaga samþykt í einu hljóði: »Prestastefnan tjáir sig yfir höfuð samdóma fyrirlestrinum og telur þau 3 atriði, er ræðumaður lagði áherzlu á, verulega galla á löggjöfinni, sem úr þyrfti að bæta«. Þessu næst talaði Einar Thorla- cius í Saurbæ um skilnað ríkis os> kirkju. Nokkurar umræður út af því. sem Messias. Jesús vildi ekki neyða henni upp á menn. Hún átti miklu fremur að spretta upp í sálum þeirra við það að kynnast honum, mótast, festast og fullkomnast fyrir áhrif hins guðlega anda, sem upplýsir hugskot og hjarta sérhvers manns. Traustið til andakraftar guðs var svo ríkt í sálu hans, að hann var þess fullvís að augu lærisveinanna mundu fyr eða síðar opnast og í þeirri vissa beið hann rólegur. Og því mun hann hafa vakið máls á þessu þarna hjá Sesarea Filippi, að hann hefir þózt sjá þess einhver merki, að guðs andi væri kominn langt á leið með lærisveinana hvað snertir réttan skiln- ing á honum. Þegar svo Pétur bar fram játningu sína: Þú ert hinn Smurði, sonur hins lifanda guðs! Þá komst Jesús við af fögnuði, eins og orðin bera með sér, slíkur gleði- hreimur, sem í þeim er: »Sæll ert þú, Símon Jónasson, því að hold og blóð hefir eigi opinberað þér það, heldur faðir minn í himnunum«. En þessi játning var honum því meira gleðiefni, sem hún var hon- um hvorttveggja í senn, vottur þess að hann hefði ekki til ónýtis unnið, þrátt fyrir yfirleitt daufar undirtektir samlanda hans, og um leið sönnun þess, að faðirinn væri áreiðanlega i verki með honum. En þetta síðar- nefnda — hvað var það annað en trygging fyrir því, að starf hans yfir- leitt mundi bera góðan árangur fyrir aldna og óborna, hvernig sem móti því yrði hamast? Og því mælir hann nú af spámannlegum eldmóði pessi orð: um klettinn, sem hann muni byggja á söfnuð sinn svo að hlið Heljar verði honum aldrei yfir- Fimta erindið flutti landlæknir Guðmundur Björnsson um hjónabands- löggjöfina og kom víða við, benti m. a., á hvílík feikna breyting til bóta hefði orðið í heilbrigðis ástandi þjóðarinnar síðustu áratugi, svo sem t. d. hinn stór-minkandi barnadauði benti til. En barnadauði væri minst- ur í löglegum hjónaböndum, næst minstur hjá »ógiftum hjónum« þ. e. þeim, sem búa saman eins og hjón, án þess að hafa löggilt það samband, en mestur væri barnadauði meðal beinna lausaleiksbarna. Þessv. væri að því að vinna, aðhjónaböndum fjölgaði og finna ráð til þess. Ræðumaður baðst umsagnar prestanna um hver jar þeir teldu helztar ástæður til ólöggiltrar sambúðar og fór fram á, að þeir, hver í sinu kalli, leituðu sem beztrar vitneskju um það. Umræður urðu langar og þetta helzt talið vænlegt til að fjölga löggiltum hjónaböndum : að leyfis- bréf yrðu ódýrari, að fátækralöggjöf inni yrði breytt svo, að þótt fólk skuldi sveit megi það ganga i hjóna- band, ef það er ekki á sveit pá (er hjónabandið á fram að fara) og vinn- andi, að verkað yrði á almennings- álitið, þ. e. bent á réttleysi lítil- magnans, bæði barna og kvenna í ólöggiltri sambúð, meiri barnadauða o. s. frv. Sjötta erindið á synodus flutti b i s k u p Þórhallur um nauðsyn biblíulestrar 0% bibllurannsókna fyrir kristið sajnaðarlij. Var aðal mergur máls biskups: að vér þyrftum að verða miklu meira en nú biblíules- andi fólk, að bókstafsinnblásturs-kenn- ingin gamla yrði mörgum til falls, að kristið safnaðarfólk þyrfti að fá fræðslu um og skilning á tilorðning ritningarinnar. — Urðu út af þessu erindi heitar umræður, er snerust talsvert um nýju og gömlu guð- fræðina. Síðasta fundardag kom fram tillaga frá Guðm. í Ólafsvík um að biskup skyldi k o s i n n af prestum landsins og að prestar kysu menn úr sínum hóp til að ferðast meðal presta lands- ins, en þessar tillögur komust eigi til umræðu vegna þess hve áliðinn var tíminn. — Meira gerðist eigi og var prestastefnunni slitið 26. jiiní kl. 2 e. hád. Pótur Jóns.son söngvari kom hingað á Ceres. Hann ætlar að efna til söngskemt- unar í næstu viku með aðstoð Jóns Norðmann pianoleikara. Syngur þá sterkari — þessi orð, sem á öllum tímum hafa verið ein hin beztu hug- hreystingar- og örvunarorð, sérstak- lega öllum þeim sem hafa átt að vinna að uppbygging safnaðar hans hér á jörðu, og því skal og gera að umtalsefni hér við þetta tækifæri. »Þú ert Pétur og á þessum kletti mun eg byggja söfnuð minn og hlið Heljar skulu ekki verða honum yfir- sterkari«. Svo hljóða þau þessi orð fyrirheitisins, sem eg segi, að eigi sérstaklega erindi til allra þeirra, er hafa valið sér að hlutverki það að reka erindi Krists hins krossfesta og upprisna í heiminum. En hver er hann þá þessi klettur sem frelsarinn kveðst mundu byggja á söfnuð sinn? Kletturinn, sem Jesús talar um, er ekkert annað en lærisveins-játn- ingin: »Þú ert hinn Smurði, sonur hins lifanda guðs«. En þegar frels- arinn talar um hana svo sem þann klett, er hann muni byggja á söfnuð sinn, þá gerir hann það af því, að í þessari fáorðu játningu felst það, sem er insti kjarni hinnar kristnu trúar; já, meira að segja þessi játn- ingarorð eru sjálf kristna trúin í sem allra styztu máli. Því að hvað er kristileg trú og kristileg játning? Eg veit það vel, að þeirri spurningu hefir verið svar- að margvíslega og er margvíslega svarað enn í dag. Eg veit að sönnu ekki hverju þér, bræður mínir! sem hér eruð nærstaddir, svarið við spurn- ingunni, en hitt veit eg, að margir góðir menn bæði hér og annarstað- ar í kristninni, munu óðara nefna heila runu játninga og játningabóka heilmikið af opera-söngvum auk íslenzkra söngva. Pétur verður hér mánaðartímn, en fer síðan aftur til Þýzkalands og heldur þar áfram söngstörfum. ReykjaYikur-annáll. Aðkomumenn: Síra Sigurður Gunnars- son frá Stykkishólmi Pétur Ólafsson kon- súll frá Patrefcsfirði. Jón Stefánsson rit- stjóri frá Akureyri. Bifreið þeirra Vestur-íslendinganna, sem getið var um hér í blaðinu fyrir skömmn, er nú komin hingað og búast þeir við að fara að geta farið að nota hana til far- þegaflutnings í næstn viku. Þeir ætla fyrst að reyna hana sjálfir hér a vegnnum austur á Þingvöll, austur að Ægis8iðu og suður í Keflavík. Eftirtekt skal vakin á viðvörunar-auglýsingu þeirri til ferðamanna, sem biit er hér i blaðinn i dag. Dánir. Jóhann Þorsteinsson f. bóndi (frá Litla-Ármóti { Flóa) Laugaveg 84. 66 ára. Dó 27 júni. Elliðaárnar hafa verið leigðar þetta sinn frá 24. Júní til 22, ágúst iyrir 200 pd. st. (3600 kr.). Sá heitir Bradbury er leigt hefir og kom hingað á Ermine. Arið 1914 eru þær leigðar fyrir 375 pd. st. (6660 kr). Guðmundur Guðmundsson skáld frá ísa- firði kom hingað i gær á Vestu alkomínn með fjölskyldu sina hingað til bæjarins. Guðsþjónusta á morgun: í frikirkjunni kl. 5 sr. Ól.Ól. (ekki kl. 12). Hjúskapur. Benedikt Erlendsson á Seli og ym. Einarina Sveinsdóttir. Q-ift 21. júní. Jóa Gislason Hverfisgöttn 26 og ym. Gruðrun Jónsdóttir. Gift 21. júní. Magnús Gislason frá Miðhúsum f Bisk- upstungum og ym. Guðrún Ragnheiður Brynjólfsdóttir s. st. Gift 23. júni. Sigurður Brynjólfsson Miðhúsum í Biskupstnngnm og ym. Dagný Níelsdóttir nr Reykjavik. Gift 23. júni. Kristbjörn Hafliðason frá Birnustöðum á Skeiðnm og ym. Valgerður Jónsdóttir s. st. Gift 24. júni. íþróttamótið við Þjórsárbrú er í dag. Þangað sækja margir Reykvikingar. Einar Hjörleifsson skáld flytnr þar ræðu. Nýja Bió sýnir í kvöld o. s. frv. kvik- mynd, sem tekin er eftir hinni heims- frægu snildar-eöga Victors Hugo: Les Miserables (Hinir ógæfusömu). Er það lang lengsta mynd, sem hingað hefir kum- segjandi: hér er hin kristna trú og hin kristna játning, — og að þessir sömu menn taka það býsna óstint upp fyrir hverjum þeim, er dirfist að véfengja það, og þeir ef til vill óstinnast, sem minst þekkja til þess- ara játningabóka, eða hafa ef til vill aldrei. séð þær eða lesið svo mikið sem einn staf í þeim. Mér er nú spurn — og þá spurn- ingu gerðum vér allir, sem þekkjum og höfum lesið þesssr játningar (því um hina tala eg ekki), vel í að at- huga: Eru allar þessar kirkjulegu játningar og alt efni þeirra kristinni trú og játningu tilheyrandi í þeim skilningi, að trúin og játningin sé hvorki rétt né fullkomin né kristi- leg nema haft sé alt tillit til þessa? Mundi hinn upplesni texti gefa oss nokkura bendingu þar að lútandi ? Já, einmitt hann sýnir oss hvað Jesús gerði sig ánægðan með í þvi tilliti, hvað í hans augum var sönn og fullkomin játning. En það var játningin: »Þú ert hinn Smurði, sonur hins lifanda guðs!« í þess- um einföldu og fáu orðum felst það trúar- og játningar;innihald, sem Jesús segir um: »A þessum kletti rnun eg byggja söfnuð minn«. En mennirnir hafa löngum reynst kröfuharðari í þessu tilliti en drottinn vor Jesús sjálfur. Það sýna bezt hinar mörgu kirkjulegu játningabæk- ur, sem misvitrir menn hafa á öll- um öldum verið að hampa framan í þá, serri í trausti til orða Jesú, að það sé »sannleikurinn sem gerir mennina frjálsa*, vildu með íjósi eigin skynsemi sinnar rýna kenni- setningu kirkjunnar. En guði sé lof! Jesús var ekki af því sauðahúsi: Viðvörun. Þar sem eg undirritaður ætla að halda uppi bifreiðarferðum í sumar hér sunnanlands á öllum veg- um, er fært þykir, vestan fjalls og austan, vil eg leyfa mér að biðja almenning, sérstaklega ferðamenn, ríðandi og akandi, að gefa bifreið- inni gætur og ferð hennar, sem gef in er til kynna, áður en hún mætir mönnum, með greinilegum pípublæstri mjög auðþektum, er menn setji á sig — og einnig er dimma tekur með 2 skærum ljósum. Eru menn einkanlega mintir á, að 56. gr. vega- laganna 22. nóv. 1907 skipar svo fyrir, að allir víki til vinstri (þ. e. haldi sér á vinstri helming vegarins). Reykjayík, 26. júní 1913. Virðingarfylst. Sveinn Oddsson. ið og liklega einhver lengsta kvikmynd, sem enn hefir tekin verið. Hún stendur yfir um 4 klst., enda ætluð 4 sýninga- kvöldum hér, Lengd »filmnnnar« er nær 4 rastir eöa eins og inn í Sog. I gær var myndin sýnd í heiid sinni blaðamönnum hér. Er hún óefað lang veigarnesta og bezt leikna kvikmynd, sem hér hefir verið sýnd. Hefir og hvarvetna sem hún hefir sýnd verið vakið ákaflega mikla eftirtekt og haft mikla aðsókn. Skipafregn. C e r e s kom i fyrramorgun með marga farþega, m. a. landritarahjón- in úr ntanför þeirra, Konráð Konráðsson lækni, Þórður Jónsson úrsm. o. fl. V e s t a kom í gær fullskipuð farþegum. Meðal þeirra: Arni Þorvaldsson kennari, Baldur Sveinsson cand. og Ingólfur Jónsson kanpm., Magnús Blöndal hreppstj. Þingmenn komu margir 4 Ceres: sira Einar Jónsson, Guðmundur Eggerz, Há- kon Kristófersson, Jósef Björnsson, Magn- ús Kristjánsson, Matthías Ólafsson, Ólaf- ur Briem, Sigurður Stefánsson og Stefán skólameistari. Á Ingólfi i dag eru væntaniegir, þing- menn Húnvetninga, Guðjón Gnðiaugsson og síra Magnús próf. Andrésson. En á Skalholti Gautlandabræður, Jóhannes sýslnm. og dr. Valtýr. Þorvaldur Bjbrnsson lögreglumaðar á 25 ára embættisafmæli 1. júlí næstkomandi. Hann var skipaður lögregluþjónn 1. jiili 1888 og hefir verið það jafnan síðan. Hefir Þ. B. gegnt því starfi með sérstakri samvizkusemi og atorku og á síðari árum hefir hann getið sér góðan orðstír fyrir uppgötvunar-fimi sína. Hann þekti þessa menn, sem »binda öðrum mönnum þungar byrðar og litt bærar og leggja þeim á herðar« og var ekki hræddur við að segja þeim til syndanna með allri einurðl Eg geri nii ráð fyrir, að enginn yðar sem hér heyrið -orð min, dirfist að telja þessa Péturs-játningu ónóga og ófullkomna, er þér hafið heyrt, hve Jesús gat gert sig ánægðan með hana. En þó gæti eg ímyndað mér að einhverjir yðar gerðu þá athuga- semd með sjálfum yður, að svo bezt verði þessi játning fullnægjandi talin, að menn hafi réttan skilning á því, í hvaða merkingu Jesús sé talinn sonur hins lifanda guðs, að menn t. a. m. hugsi sér hannsvo sem aðra persónuna í guðdómsþrenningunni, og að þessi sama persóna hafi búið yfir tveimur náttúrum — guðlegri og mannlegri. Þetta og ýmislegt annað hljóti þó að vera að minsta kosti undirskilið, hljóti þó að minsta kosti að vera cinn liður trúarinnar eða játningarinnar. Mundi slík at- hugasemd geta talist á rökum bygð? Þar til ber að svara skýrt og ó- tvírætt: Nei. Hún er ekki á rök- um bygð. Þetta er ekki neinn liður trúarinnar eða játningarinnar. Þetta er tránni með öllu óviðkomandi. Eða mundi nokkurum yðar koma til hugar að álíta, að Pétur hafi verið að hugsa um aðra persónuna í þrenn- ingunni eða um tvenns konar eðli Krists, er hann játaði Jesúm vera »hinn smurða, son hins lifanda guðs« ? En hafi nú Jesús gert sig sig ánægðan með játningu Péturs, án þess að þar væri nokkuð þvílíkt undirskilið — hvort mundi hann þá ekki gera hið sama nú? Um það Þakjárn (gralv.) langódýrast í verzl B. H. Bjarnason, Veiðiáhöld, alls konar, með gjafverði í verzl. B. H. Bjarnason. Bókaverzlun ísaf, Bækur með niðursettu verði frá Gyldendals store Prisnedsættelse fást þessa daga i Bókverzlun ísafoldar. Brúnn hestur, mark stýft h., járnaður með gömlum vetrarskeifum, er í óskilum hjá Þorsteini Þorsteins- syni, Laugaveg 38 B. Opinn fund heldur stúkan Hiítt nr. 33 í Good- templarahúsinu, mánud. 30. júní n. k., kl. 8V2 síðd. Þórh. Jóhannesson stud. med. taknv Efni: Heilsa 0% vanheilsa. Allir velkomnir, hvort þeir eru templarar eða ekki. Með því eg hefi ákveðið að fara utan þann 30. þ. m. og verða burtu þangað til í miðjum september, verð- ur hár-klinik mín á Bókhlöðustíg 9 lokuð þenna tíma. Karólína Þorkelsson Vist Sökum veikinda getur dugleg stúlka fengið vist s t r a X hjá frú Björnsson á »Staðarstað«. Orðabók Jóns Ólafssonar. Þeir sem hafa boðsbréf óendursend, sendi þau sem fyrst, svo að byrjað verði á prentun 2. heftis. getur mér ekki blandast hugur. Með þessu vil eg nú alls ekki neita því, að bæði þetta og ýmislegt annað, sem hin kirkjulega erfikenning hefir haldið að mönnum, kunni að fela í sér mikilvæg sannleiksatriði og geti verið mörgum manni til stuðnings, er hann reynir að gera sér frekari grein þessara efna, sem hér um ræð- ir, — það qetur verið það, segi eg, þó margir — og eg held miklu fleiri — eigi mjög erfitt með að skilja hvemiq það getur verið það. En eitt er jafn áreiðanlegt og víst, að tii kristinnar trúar og kristinnar játningar í biblíulegum skilningi get- ur þetta ekki talist með neinu móti, Hver sem heldur slíku fram er fall- inn undir sama dóm og þeir, sem binda öðrum mönnum þungar byrð- ar og lítt bærar og leggja þeim á herðar. Já, bræður í Kristi, fyrir augliti lifanda guðs, sem alt faðerni nefnist eftir á himni og jörðu, skal þetta sagt: Þú getur verið trúaður kristinn maður, þú getur verið sann- ur og lifandi lærisveinn Jesú Krists og játandi í biblíulegum skilningi, — og einmitt í bibllulegum skilningi, — án þess að gjalda jákvæði þitt þessum gömlu, grísku trúfræðis-út- listunum, já alt eins þótt þá hefðir ekki svo mikið sem hugboð um neitt af því. Þetta verður að segjast skýrt og afdráttarlaust. Af því hve mjög menn hafa lagst þetta undir höfuð, ekki síður hér á landi en annars staðar, er fjöldi manna fjötraður allsendis röngum hugmyndum um hvað trúin er og lifa ef til vill og deyja án þess nokk- uru sinni að hafa öðlast trúna eða komist að raun um hvílíkur kraftur

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.