Ísafold


Ísafold - 28.06.1913, Qupperneq 3

Ísafold - 28.06.1913, Qupperneq 3
I S A F 0 L D 205 götu, er til leigu frá i. oktbr. n k. Sérstaklega er búðin vel fallin tii , . , „ v vefnaðarvöruverzlunar. a lientuguin og goðum stað > bænum, og liggur við fjölfarna Ritstj. vísar á. B ú ð Tlú má úr mikíu veíja af alls konar Fafaefnum einlitum og mislitum í klæðaverzlun Tf. Jfndersen & Sön. Tidaísíræíi íó. Tafsími 32. B I B § D H ATTAR harðir og Iinir frá 2,90—16,90 Pípuhattar. Enskar hufur frá 0,50—4,75. Feikna úrval kom nú með Ceres til Fataverzlun Austurstr. 14. B § D § Allra blaða bezt Allra frétta flest Alira lesin mest er ISAFOLD Kemur út tvisvar í viku alt árið, 104 blöð alls. Allir, sem vilja fylgjast með í þjóðmálum, halda Isafold, hvaða flokks sem eru. Kaupbætirinn betri sögur en nokkurt annað blað flytur. Kostar aðeins 4 kr. Lang- ódýrasta blað landsins. Ekkert heimili lands- ins má sjálfs sín vegna vera án lsafoldarl — Allar röksemdir viðvíkjandi Lifebuoy sápunni styrkja málstað hennar. Ástæðurnar fyrir því, að þessu er þannig varið, stuðla mest og best að útsölu hennar. Peir sem nota sápuna eru ánægðir með hana og Ijúka eindregnu lofs- orði á kosti hennar. Það er hrein og ómenguð sápa, sem hefur jafnframt í sjer fólgin öflug og þægileg sótthreinsunarefni, sem koma að góðu haldi í þvottinum eða ræstingunni. LIFEBUOY SOAP (LIFEBUOY SÁPAN) er meira en sápa, en kostar þ’o engu meira. Menn ættu að nota hana í sjúkdómum, bæði hjúkrunarkonur og sjúklingar ættu að nota hana. Einnig þeir sem hraustir eru, munu með ánægju nota Lifebuoy sápuna og halda heilsu sinni. Fyrirfoygging sjúkdomsins er bctri en lækning bans. 2719. M. Magnús (Júlíusson) læknir sérfræðingur í húðsjúkdómum. Viðtalstími 9—ii árd. Kir kjustræti 12. Notið vatns- og vindaflið tii rafmagnsframleiðslu Allir kaupstaðir landsins, sem ekki hafa rafmagnsstöðvar og fara þannig á mis við hin miklu og margvíslegu þægindi, er slíkar stofnanir veita, ættu sem fyrst að snúa sér til rafmagnfræðings Halldórs Guðmunds- sonar í Reykjavík sem gerir áætlanir um stofn- og reksturskostnað raf- magrjsstöðva, í stórum og smáum stíl, og með því rekstursafli (vatni, vindi os mótorum), sem hentugast er á hverjum stað. Þar á rneðal »sjálf- gæzlustöðvar«, sem þurfa mjög lítið eftirlit og eru mjög hentugar fyrir skóla og sjúkrahús, verzlanir og nokkur hús í sameiningu. Til kaups óskast Iþróttasamband íslands reiðhestur, einlitur, helzt grár, 34— 55 þml. hár, klárgengur eða vekr- ingur, góður töltari og brokkari, vel viljugur, fótviss og vel taminn, um 6 vetra. Tilboð sendist ritstj. merkt: Reið- hestur. heldur aðalfund næsta sunnudag (á morgun) á hádegi í B á r u b ú ð uppi. Likkistur, fcíJi'r.'í: Lítið á birgðir mínar áður en þér kaupið annarsstaðar. Teppi lánuð ókeypis i kirkjuna, Eyv. Árnason, trésmíðaverksmiðja, Laufásveg 2. Húseipin oí. 11 í Kirkjustrœíi fæst keypt. Nánari upplýsingar hjá Halldóri yfirdómara Daníels- syni Aðalstræti n. hún er til sáluhjálplegs lífs, bæði þessa heims og annars. Af því hve mjög menn hafa lagst þetta undir höfuð, er hér á landi, ekki siður en annars staðar, fjöldi góðra, samvizkusamra og inst inni trúhneigðra manna, sem hafa enga samúð með kirkjunni og starfi þjóna hennar, ganga árum saman fram hjá guðs húsi — ef til vill með grát í sálu af því þá þyrstir eftir hinum lifanda guði, — ganga fram hjá þessu öllu, af þvi að þeir vita ekki betur en að trúaður kristinn maður geti enginn verið nema hann sam- sinni þessu og ýmsu öðru, sem óveikluð skynsemi þeirra mótmælir í sannleikans nafni. Af því hve mjög menn hafa lagst þetta undir höfuð er það ekki sjald- gæft, að innilega trúuðum og guð- hræddum mönnum, sem einskis ósk- uðu fremur en að vera sannir og lifandi limir Krists safnaðar, hefir veitt erfitt að höndla þann frið og þá gleði trúarinnar og guðsbarna- samfélagsins, sem þeim er heitið í guðs orði, af því að þeir vissu með sjálfum sér, að þeir gátu ekki lagt fullan trúnað á sumar af kennisetn- ingum kirkjunnar; en þeim hafði hins vegar verið talin trú um, að hverju sönnu guðs barni væri skylt að trúa þeirn, af því að það væri sjálf- sagður liður í hinni kristnu trú sem svo og svo margt annað stæði og félli með, og viðurkenning þeirra skilyrði fyrir guðs náð og eilífu lífi. Og að siðustu: af þvi hve mjög menn hafa lagst þetta undir höfuð eru þeir svo margir innan kristn- innar og innan vorrar eigin kirkju, sem ekki eru komnir lengra en það í skilningi á hinni kristnu trú, að þeir telja allar þessar meira og minna góðu og gáfulegu guðfræðinga-útlist- anir og mannasetningar um almátt ugan guð, um drottin vorn Jesúm Krist, um friðþæginguna, um sakra mentin, um biblíuna o. s. frv. sem um langan aldur hefir verið haldið að kristnum almenningi, — að þeir telja alt þetta til hins eilífa innihalds kristnu trúarinnar, af því að þetta hefir kent verið í trúarjátningum kirk- junnar, og álíta því allar athuga- semdtr, sem gerðar eru við þessar gömlu erfikenningar og fræðisetn- ingar löngu liðinna tíma eða frávik frá þeim, svo sem beinar árásir á trúna, á kristindóminn, á sjálfan drott- in smurða. En allir þessir menn vaða í villu, sem er engu meinlausari og saflaus- ari en margt það, sem kirkjan hefir á liðinni tið fyrirdæmt sem voða- legan villudóm. Þeir vita ekki, að það er rammkatólsk skoðun, sem eignar kirkjunni þann óskeikulleika, er veiti henni heimild til þess að drotna yfir samvizkum manna öldum saman og fótum troða frelsi sjálf- staklingsins til að hugsa sjálfur og rannsaka sjálfur. Þeir vita ekki, að sjálf hin lúterska kirkja hefir í einu játningarrita sínna tekið það skýlaust fram, að heilög ritning sé eina regla og mælisnúra trúar, kenningar og lifernis og að »játningarritin séu ein- vörðungu vitnisburður um trú vora og útskýring hennar, er sýni hvern- ig hinar helgu bækur ritningarinnar hafi verið útlagðar og útlistaðar í kirkju guðs á ýmsum tímum f þeim atriðum, sem ágreiningi hafa valdið, af þeim kennendum sem þá lifðu«. Þeir vita ekki, að einmitt þessi mis- skilningur á kristinni trú og hvað til hennar beri að telja á mikla sök á því, hve fjölda margir á vorum dög- um og það enda trúhneigðir menn, bera vantraust til kirkjunnar og þjóna hennar og þess boðskapar sem þeir hafa að flytja, og mundi þar ekki vera ein ástæðan til þess hve kirk- jurnar standa oft galtómar á helgum dögum víðsvegar um land vort, svo að engri guðsþjónustu verður á kom- ið enda mánuðum saman? Kæru bræður I Þetta er alvarlegt íhugunarefni fyrir oss alla, sem vit- um hve óviðjafnanlegt er áhrifamagn trúarinnar í lífi einstakra manna og heilla þjóða, þar sem hún hefir náð tökum á björtunum. Vitið, að það er heilög skylda kirkjunnar og yðar, kirkjunnar þjóna, sem eigið að bera ljós hins eilífa sannleika trúarinnar út til safnaðanna, svo að það fái lýst þeim gegnum lif og dauða og eilífð, — að það er heilög skylda yðar að hefjast handa gegn slíkum villudómi hver í slnum verkahring og drepa niður þessum misskilningi á því, hvað er kristin trú og kristin játn- ing. En til þess að geta þetta út- heimtist fyrst og fremst, að þér sjálfir hafið öðlast réttan skilning á því hvað kristin trú er. Hvað er pá kristin trá? Kristin trú er trúin á Jesúm Krist sem frels- arann eina frá sekt og synd og dauð ans ógnunum, — trúin á Jesúm Krist sem veginn eina til guðs sem vors ástríka föður, til sannrar gleði og gæfu, til eilífs lífs og sáluhjálpar. Alt þetta felst í hinni fáorðu en gagnorðu Péturs-játningu: »Þú ert hinn Smurði,sonnrhins lifandi guðs«. — Alt þetta felst í hinni einföldu trúarjátningu hiunar elztu kristnu kirkju: »Eg trúi, að Jesús Kristur sé sonur guðs«. Hér er alt höfuð- innihald og meginkjarni — hér er sjálft hjartablað hinnar kristnu trúar. Því að hvað er þnð, sem á þeim augnablikum líísins, þegar mest reyn- ir á trúna, gefur manninum styrk og þrótt í baráttunni við syndina og freistingarnar? Að eins eitt, að eins eitin: Jesúsl Eða þegar myrkur grúfir yfir sálinni og augað starir "þreytt út í dimmuna, eftir einhverri þó ekki væri nerna örlítilli skimu — hvað er það þá, setn getur dreift myrkrinu og látið ljós himnanna skína þar inn? Að eins eitt, að eins einn: Jesús I Eða þegar syndin með öllum sínum sektarþunga legst á sál- una og allur friður flýr úr hjartanu, en það engist sundur og saman í sárum kvíða sárustu örvæntingar, — hvað er það þá, sem gefur glataða barninu áræði til að horfa tárvotum augum upp að hástóli náðarinnar, játandi brot sín og grátbænandi um íikn, frið og fyrirgefningu ? Að eins eitt, að eins einn: Jesús! Eða þegar sálin er orðin lúin og þreytt í leitinni að ráðningum þeim á gát- um lífsins, sem henni finst, að hún geti ekki án lifað, sem hún svo að segja hefir orðið áð glíma við guð nætur og daga tii þess að öðlast, — hvað er það þá, sem gef- ur henni þol og úthald í þessari hörðu glimu, svo að hún að lokum gengur sigri hrósandi af hólmi? Að eins eitt, að eins einn: Jesús. Eða að síðustu: Þegar húmar að dauðans nótt og vér liggjum fyrir dauðans dyrum, hvað er það þá sem getur látið ánægjubros leika um fölvar kinnar og hvarmaljósin tindra í sælli vissu um eilíft lif bak við skugga- tjöld jarðlífsins? Að eins eitt, að eins einn: Jesús. Á öllum slíkum augnablikum, þeg- ar mest reynir á trúna, hve eru þá allar trúfræðilegar bollaleggingar, lærð- ar útlistanir, hugvitslegar kennisetn- ingar og játningaþulur lítilsvirði í sjálfu sér, — svo miklum gáfum, skarpleika, hugmyndaflugi og lær- dómi sem þær annars kunna að lýsa. Af öllu þessu, sem oss hefir verið kent og vér höfum verið að kenna öðrum, stundum jafnvel með sam- vizkunnar mótmælum, stendur þá að eins eitt eftir, að eins eitt og þetta eina, eða þessi eini er Jesús, —Jesús Kristur, sonur guðs, hinn mikli opin- berari náðarinnar og sannleikans, hinn líknsami frelsari og friðgjafi, »vegurinn, sannleikurinn og lífið!« En þegar vér nú segjum, að kristin trú sé trú á Jesúm Krist guðs son, þá ríðnr á, að vér gerum oss fulla grein fyrir því, hvað er að trúa, því að allur þessi umgetni misskilningur á innihaldi trúarinnar stendur í &im- bandi við mjög svo útbreiddan og algengan misskilning á því hvað trú er. Hvað er þá trú? Þeirri spurningu hefir Lúter, hin mikla trúarhetja, svarað í formálan- um fræga fyrir Rómverjabréfitiu og gert það á þessa leið: »Trúin er ekki mannleg meining og draumnr svo sem sumir ætla, að hún sé.. .Trúin er guðs verk í oss, sem umsnýr oss og endurfæðir oss, og deyðir í oss hinn gamla Adam,

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.