Ísafold - 28.06.1913, Blaðsíða 4

Ísafold - 28.06.1913, Blaðsíða 4
206 ISAFOLD Bezta Hvítölið framleiðir ölgerðiu „Egill Skallagrímsson" Sírai 390. Hvalveiðastöðin á Tálknafirði «r til sölu með góðu verði, getur einnig fengist til leigu. — Auk margra og stórra timburhúsa eru og vélar, bræðslnkatlar, bryggiur og margt fleira til- heyrandi rekstri hvalveiða. Einstakir mnnir mnndu og fást keyptir eptir samkomulagi. Lysthafendur snúi sér til undirritaðs, sem gefur allar nánari upplýsingar sölu eða leigu viðkomandi. Hvalveiðastöðin »Hekla«, Hesteyrarfirði 4. juní 1913. A. Larsen, stöðvarstjóri. Carlsberg* ölgerðarhús mæla með Carlsberg ^ skattefri alkoholfátækt, ekstraktríkt, ljuffengt, endingargott Carlsberg skattefri Porter ekstraktríkastir allra Portertegunda. Carlsberg gosdrykkjum, áreiðanlega beztu gosdrykkirnir. gerandi oss að algerlega öðrum mönn- um i bjarta, í sinni og siðferði, gróð- ursetur hjá oss nýja krafta og flytur oss heilagan anda. Svo lifandi, kröft- ugur og kostgæfinn hlutur er trúin að ómögulegt er, að sá, sem trúna befir, geri ekki án afláts hin góðu verk. Trúin spyrst ekki fyrir um, hvaða góðverk maðurinn eigi að gera, heldur hefir hún gert þau áður en vér fáum spurt*oss fyrir og lætur aldrei af að iðka þau. Trúin er lif- andi og bjargfast traust til guðs náð ar, svo örugt og óbifanlegt, að vér gætum þúsund sinnum dáið upp á það. En slíkt traust til guðs naðar og slík þekking á henni fyllir mann- inn fögnuði og djörfung, gerir hann glaðan í guði og ánægðan með alt það, er hann hefir skapað. í trúnni verður maðurinn án allrar þvingunar áfús og viljugur öllum gott að gera, öllum að þjóna, alt að liða guði til lofs og vildar, sem oss hefir þvílíka náð auðsýnda«. Þetta er þá trúin í insta eðli sínu, en ekki, eins og oft er haldið að al- menningi af misvitrum mönnum, það að samsinna hinu og þessu og halda fyrir^satt, sem kirkjan hefir kent og játningabækur tekið upp og heimtað, að menn tryðu. En það sem gefnr trúnni þennan óviðjafnanlega kraft og eiginleika, og gerir hana að sliku stórveldi í manninum og í heimin- um, gerir hana að þessum fasta og óbifanlega kletti, það er einmitt hann sem sjálfur er insta innihald trúar- innar: Jesús, — ekki Jesús trúfræð- innar og játningabókanna, heldur maðurinn Jesús, eins og vér þekkj- um hann úr guðspjöllunum, eins og liann kemur þar á móti oss fylfur guði og opinberandi oss guð, — guðs sonunnn Jesús, sem trúaðir lærisveinar hans nefna svo af því að þeir vita ekkert nafn, sem betur fái lýst hinni dulræðu staðreynd, sem hann sjálfur hafði bent þeim á segj andi: »Eg er í föðurnum og faðir- inn er í mér«, og alt lif hans og öll framkoma alt fram í dauðann á krossinum staðfesti svo undursam- lega. »Og á þessum kletti mun eg byggja söfnuð minn og hlið Heljar skulu ekki verða honum yfirsterkari« — segir Jesús. Vér vitum nú, að Jesús á þar ekki fyrst og fremst við hina sýnilegu kirkju, því að hann kom ekki i heiminn til þess að stofna kirkj- una og hefir þá ekki heldur stofnað þann ytri félagsskap í heiminum, sem þvi nafni nefnist, þótt svo hafi löng- um verið kent. Með þvi sem Tesús kallar »söfnuð sinn«, á hann við hið ósýnilega samfélag allra þeirra sem játa hann vera drottin sinn og kon- ung, af því að guð, sjálfur hinn lif- andi guð, hefir komið á móti þeim í honum með útbreiddan föðurfaðm- inn, og þeir aftur höndlað guð og föðurinn i honum, svo að þeir vita sig vera ástfólgin börn guðs, sem ekkert getur nokkuru sinni gert við- skila við kærleika hans. Og að því leyti ¦— og einunqis að pví leyti — sem hin sýnilega kirkja birtir oss eða opinberar^»ss þennan ósýnlega söfnuð sannra Krists játenda, ná orð fyrirheitisins til hennar. Saga kristn- innar sýnir oss, að kirkjur hafa liðið undir lok, svo að þeirra sá engan stað framar, að hlið Heljar hafa orðið ýmsum sýnilegum kirkjufélögum yfir- sterkari. Og hví skyldi ekki geta Vélstjóri. Undirritaður óskar eftir stöðu, sem 1. vélstjóri eða umsjónarmaður yfir rekstri á gufuvélum, Mótorum eða Rafmagnsvélum á sjó eða landi. Nánari upplýsingar hjá ritstj. ísa- foldar. Olafnr T. Sveinsson.- vélstjóri. Lýðskólínn í Bergstaðastræti 3. starfar næsta vetur með líku sniði og undanfarið. Byrjar i. vetrardag. Skólastjóri verður Asmundur Gestsson kennari, sem áður hefir kent við skólann. Hann hefir verið í Dan- mörku undanfarið ár á Statens Lærerkursus; kemur heim i ágúst- mánuði n. k. * — umsóknir sendist merktar: Lýðskólinn í Bergstaða- stræti 3, Reykjavík. — Nánar auglýst síðar. Hemíusíarf. Einn til tvo kennara vantar við barnaskólann á Patreksfirði, kenslu- timi frá októberbyrjun til maíbyr- junar. Umsóknir með meðmælum og áskildu kaupgjaldi séu í höndum skólanefndar Patrekshrepps innan 20. ágúst. — Umsækjendur sem gætu tekið að sér kenslu í söng og hljóð- færaslætti eru beðnir að geta þess í umsóknunum. Dynamit, kvellhettur og sprengiþráður altaf fyrirliggjandi hjá J. Aall Hansen, Þingholtsstræti 28. Alls konar íslenzk frímerki, ný sem gömul, kaupir ætið hæsta verði Helgi Helgason, (hjá Zimsen) Rvík. farið eins fyrir þeim ytri félagsskap, sem vér nefnum hina íslenzku kirkju? Eg segi yður það satt, að þekki hún ekki sinn vitjunartíma, hætti hún að vera ytri auglýsing og opinberun hins ósýnilega safnaðar sannra Jesú Krists játenda, þá er bún dauðadæmd, þá verða hlið He'jar henni yfirsterk- ari, hvaða heiti, sem hún ber, þjóð- kirkjuheiti eða frikirkju, þrátt fyrir allar kirkjur og alla presta og allar guðsþjónustur. Því hætti hjartað að slá, er líkaminn dauður. En hjarta hvers sýnilegs kirkjufélags, það er hinu ósýnilegi söfnuður sannra Jesii, Krists játenda, sem geymist innan vébanda hennar. Eg geng að því vísu, að hér sé enginn inni staddur, sem ekki óski þess af hjarta, að kirkja íslands megi eflast og blómgast þjóðfélagi voru til heilla og blessunar. Og eg < fast ekki um að það séheitust ósk og bæn allra yðar, sem þar hafið þjónustu af hendi að inna, að svo verði. En þér vitið þá líka, að þetta tvent »að biðja« og »að iðja« verður að fara saman, að því að eins verður sú bænin heyrð, að jafnframt sé af alhug starfað að því sem um er beðið. Og hér er þá starfið fyrst og fremst það að vinna að því, að ósýnilegur söfnuður Jesú Krists játenda fari sí- vaxandi með þjóð vorri og þess sjái fagran vott innan hins sýnilega kirkju- félags. En þetta verður eingöngu með þeim hætti, að lærisveins-játn- ingin »þú ert hinn smurði sonur hins lifanda guðs« verði eign sem allra flestra vor á meðal, ekki dauð og köld og utanaðlærð vara-játning, sem engan minsta ávöxt ber í lífi einstaklinganna, heldur lifandi, per- •s 21,550 vinninqar og 8 verðfaun. Allir vinningar í peningum án nokknrrar skerðingar. 1. flokks dráttur í hinu Jo Dandska ríkið ábyrgist að f jár- hæðirnar séu fyrir hendi. XIV. danska Kolomal-w- ¦) Lotteri s------:« þegar hinn 15.—16. júli 1913. e—j Stærsti vinningur i þessu lotterii er, ef hepni fylgir 1,000,000 frankar (eiu miljón frankar) í 1. flokki e.h.f. I í 2. flokki e.h.f. I í 3. flokki e.h.f. I í 4. flokki e.h.f. 100,000 fr. 100,000 fr. 100,000 fr. 300,000 fr. i peningum án nokkurrar skerðingar. í I. flokki kostar með burðargjaldi og dráttarskrá »/, hlutir kr. 22,60 -^S íiT* V, 138" V4 Muti kr. 5,80 hluti kr. 11,40 Af því að eftirspurnin er mikil, ætti að senda pantanir nú þegar. gsg- Svar afgreitt skilvfslega þegar fjárhæðin er send. ggp- Nafn og heimili verður að skrifa nákvæmlega og greinilega. Endurnýjunargjaid er hið sama fyrir alla 5 fokka en hækk- ar ekki úr einum flokki i annan. Rob. Th. Schröder Nygade 7 Stofnað 1870. Kóbenhavn. Telegr.adr.: Schröderbank. Ath. D D D 3 a Vinningafjárf)æð: 5 milj. Í75 þús. frankar. Óáfengur Hafnia Porter. Óáfengur Hafnia Pilsner. Óáfengur Hafnia Lager-bjór eru á bragðið eins og bezti áfengur bjór en þó undip áfengismarki. Biðjið um þessar öltegundir hjá kaupmanni yðar. Hafnia Bryg^erierne, Köbenhavn L. Þakpappi fæst með iunkaupsverði hjá <3óR. *3ófianmssynif Laugaveg 19. sónuleg hjartans játning fólgin í guði helguðu líferni, er ber þess áþreifan- legan vott, að Jesús Kristur sonur guðs sé í sannleika drottinn þeirra og konungur, sem þeir þjóna og hlýða guði föður til dýrðar. Þá og að eins þá verður akur kirkju vorrar fagur yfir að líta. Þér vitið allir að á nálægum tíma berjast tvær stefnur innan kirkjufé- lags vors. Eg þykist vita, að mörg- um góðum manni þyki það illa farið. Slíkt er ástæðulaust. Sé baráttan háð með skygðum vopnum sannleiks- elsku, drenglyndis og göfugmensku á báðar hliðar, eins og sæmir því heilaga málefni, sem um er barist, þá er engin ástæða til að amast við bar- áttunni. Því að þá mun hún með guðs hjálp verða til góðs eins og íslenzku kirkjulífi til.viðréttingar og bless^jnar, og hún hlýtur að verða það svo sannarlega sem hún er á báðar hliðar háð með þetta eitt fyrir augum: þrif og þróun hins ósýni- lega safnaðar Jesú játenda á grund- vellinum óbifanlega: Kristur, sonur hins lifanda guðs. Sjálfum mér er málið of skylt til þess að eg vilji fara frekar út í það hér. Að eins þeirri áskorun vildi eg beina til yðar allra hvorri stefnunni, sem þér held- ur fylgið: Trúðu ekki á gamla guð- jrœði og trdðu ekki á nýja guðjrœði, en trúðu á drottin Jesúm Kristl Gleymum því aldrei, að þar er hið mikla höfuðatriði, sem alt er undir komið að síðustu, að þar og hvergi annarstaðar er sá grundvöllur, sem fesús kveðst byggja á söfnuð sinn með því dýrlega fyrirheiti, að hlið Heljar skuli aldrei verða honum yfir- sterkari. í þeirri föstu trú gefi þá sá guð og faðir, sem i Jesú Kristi kemur á móti oss í óendanlegri föðurelsku sinni, til þess að faðma oss að sér sem ástfólgin börn og samarfa son- arins eingetna, •— í þeirri föstu trii gefi hann oss öllum náð til þess að vinna meðan Jifir líf í æðum að vexti og útbreiðslu hans ósýnilega safnaðar guðs á meðal vor og þá um leið að vexti og þróun hins sýnilega kirkjufélagsskapar vors, sem vér alíir tilheyrum og unnum hugástum þrátt fyrir sýnilega bresti hans og ófull- komleika, boðandi leynt og ljóst ]esúm sem hinn Smurða, son hinn lifanda guðs, fulltreystandi því að byggi söfnuður hans meðal vor á þeim kletti, muni hlið Heljar aldrei verða honum yfirsterkari. Það gefi guð I í Jesú nafni. Amen. Trúmálahugleiðingum Tóns prófessors Helgasonar er hér með lokið af hans hálfu. En við tækifæri mun stutt svar koma frá Sigurbirni Gislasyni cand. theol., sem fulltrúa gamal-guðfræðinga. Ritstj.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.