Ísafold - 02.07.1913, Blaðsíða 1

Ísafold - 02.07.1913, Blaðsíða 1
 Kemur út tvisvar í viku. Verð árg. 4kr., erlendisö kr. eða 1£ dollar; horg- ist fyrir miðjan júíí erlendis fyrirfram. Lausasala ða.eint. AFOLD Uppsögn (skrifl.) bundin við áramót, er ógild nemá kom- in só til útgefanda fyrir 1. oktbr. og só kaupandi skuld- laus við blaðið. ísafoldarprentsmiðja. Ritstjóri : Ólafus> Björrasson. Talsími 48. XXXX. árg. Reykjavík, miðvikudaginn 2 júlí 1913. 53. tölublað I. O. O F. ^4749. AlþýðuféLbókasafn Templaras. 8 kl. 7-9. AugnlsekninR ókeypið i Lækjarg. 2 mvd. 2—3 -Borgarstjóraskrifatofan opin virka daga 10—3 Bæjarfógetaskrifstofan opin v. d. 10—2 og 4—7 Bsejargjaldkerinn Laugav. 11 kl. 12—8 og 5—7 Eyrna- nef- halslækn. ók. Pósth.str.llA fid. 2-8 Íslandsbanki opinn 10—2»/i og 5'/t—1. K.P.TJ.M. Lestrar- og skrifstofa 8 árd.—10 siod. Alm. fundir fid. og sd. 8'/i siod. Landakotskirkja. GuTisþj. 9 og 8 á helgum. Landakotsspitali f. sjúkravitj. 11—1. Landsbankinn 11-2»/!, 5'/i—6>/i. Bankastj. 12-2 Landsbókasafn 12—3 og 5—8. Útlán 1—8. Landsbúnaðarfálagsskrifstofan opin frá 12—2 Landsféhirðir 10—2 og 5—6. Landsskialasafnio hvern virkan dag kl. 12—2 Landssiminn opinn daglangt (8—9) virka daga helga daga 10—12 og 1—1. Lækning ðkeypis Þingh.str.23 þd.ogfsd. 12—1 Náttúrugripasafnið opio l'/s—2'/i a aunnud. Samábyrgð Islands 10—12 og d—6. Stjórnarraosskrifstofurnar opnar 10—í dagl. Talsimi Heykjavikur P6sth.3 opinn daglnngt (8—10) virka daga helga daga 10—9. Tannlækning ókeypisPósth.str. HBmd. 11—12 Vifiistaoahælio. Heimsóki.a,rtimi 12—1 Þjóðmenjasafnið opið á hverjum degi 12—2. Nýja Bió sýnir miðvikudag, fimtudag og föstudag (virka daga kl. 8V2 og 9V2 sunndaga kl. 6, 7, 8 og 9) Vesalingarnip. (Hinir ógæfusömu). Mesta aðsóknarleikrit heimsins. 2. þáttur: Galeiðuþrællinn Wgarstjóri. Langardag 5. júli og næstu kvöld verður sýndnr 3. þáttur: Cosette, fósturdóttir galeiðuþrælsins. Verð aðgöngumiða sama og áður. Sigíús Blöndahl Rödingsmarkt 57, Hamburg 11. Inn- & útfiutningsverzlun. Ifmboðsverzlun. Símsk. Blöndahl. — Hamburg. Ofna og eldavélar selur Kristján Þorgrímsson. Minningarsjóður Björns Jónssonar. Tekið móti gjöfum í skrifstofu og bókverzlun ísafoldar, pappírsverzlun- inni Björn Kristjánsson og verzlun Tóns frá Vaðnesi á Laugavegi. Nýjar bækur: Ljósaskifti, ljóðabálkur um kristnitökuna áíslandi, eftir Guðmund Guðmundsson skáld. Verð .90. Friður á jörðu, eftir Guðmund Guðmundsson skáld. 2. útgáfa. Verð 0.75. Hví s'ser þú mig? Erindi Haralds Níelssonar prófessors um dularfull fyrirbrigði. Verð 0.40. Fást í bókverzlununum. Þeir kaupendur ISAFOLDAR hér í bænum, sem skift hafa um heim- ili, eru beðnir að láta þess getið, sem allra fyrst, í afgreiðslu blaðsins, svo þeir fái blaðið með skilum. Alþingi. —*-«-»-— Þingið sett. . 1—..».. „— Alþingi var sett í gær. Gengu þingmenn fyrst til kirkju, eins og venja er til, og steig þar í stólinn síra Kristinn Danielsson prófastur og og hafði hann valið sér að texta: Matth. 12. kap., 31.—32. v., er svo hljóðar: Þess vegna segi eg yður, að sérhver synd og lastmæli mun verða fyrirgefið mönnunum, en lastmæli gegn andan- um mun eigi verða fyrirgefið. Og hver sem mælir orð gegn manns- ins syni, honum mun verða fyrirgefið, en hver sem talar gegn heilögum anda, honum mun eigi verða fyrirgefið, hvorki í þessum heimi, nó heldur hinum til- komanda. Þvínæst söfnuðust þingmenn sam- an í neðrideildarsal alþingis. Ráð- herra las upp venjulegt konungs-bréf um setning alþ. og bætti því við, að konungur hefði beðið sig flytja alþingi kveðju sina og óskir um heillavæn- legt starf þingsins landi og þjóð til gagns og góðs. Stóð þá upp Sig. Stefdnsson þingm. ísafjarðar og bað konung lengi lifa, en þingmenn tóku undir með níföldu húrrahrópi. Þá gekk í forsæti aldursforsetinn Júlíus Havsteen. Lét hann fyrst prófa kjörbréf nýkosnu þingmannanna og reyndist ekkert athugavert við þau. Því næst var kosinn forseti samein. þings, og hlaut kosningu Jón Magnússon, þingm. Vestmanneyinga með 20 atkv. Lárus H. Bjarnason þingm. Reyk- víkinga hlaut 18 atkv., en 2 seðlar auðir. Hinn nýi forseti lét það vera sitt fyrsta verk i forsetastól að minnast þriggja þingmanna, er látist hafa sið- an á þingi í fyrra, þeirra Björns )ónssonar, Jens Pnlssonar og Jóns Jónssonar frá Múla. Hlýddi þing- heimur standandi á þau minningar- orð. Þessu næst var kosinn varaforseti í sameinuðu þingi, síra Si%. Stefáns- son með 20 atkv. Eiríkur Briem hlaut 7 atkv.,r5 L.'H. B. 2, en 10 seðlar voru auðir. Skrifarar í samein. þingi voru kjörnir Jóh. Jóhannesson með 22 atkv. og Olafur Briem með 19 atkv. Þá var kosin kjörbréfanefnd og hlutu kosningu Björn Þorláksson, Guðjón Guðlaugsson, Jóh. Jóhannes- son, Kristján Jónsson og Ólafur Briem, allir með 17—18 atkv. Loks var Hákon Kristófersson kos- inn til Efri-deildar með 19 atkv., en Magnús Kristjánsson hlaut 18. í neðri deild var forseti kjörinn Magnús Aurtrésson þingm. Mýramanna með 15 atkv. Jón Ólafsson hlaut 8, en 2 seðlar auðir. Fyrri varaforseti varð Jón Ól. með 15; atkv, og annar varaforseti dr. Valtýr með 13 atkv. Skrifarar Eggert Pálssdn og Jón Jónsson. Deildarforsetar alþingis 1913. Magnús Andrésson forsetí neðri deildar. Stefán Stefánsson forseti efri deildar. . —- ' Jk 1 4 ífá*-.. ,_.........: ..„_,.,......... í eýri deild var l.jörinn forseti Stefán Stefánsson 4. konungkj. með 11 atkv., en Júl. Havsteen hlaut 2, 1 seðili auður; varaforseti Guðjón Guðlaugsson með 7 atkv. og 2. varaforseti Einar Jóns- son þingm. Norðmýlinga með 8 at- kvæðum. Skrifarar Björn Þorláks- son og Steingrímur Jónsson. Var þar með lokið embættism.- kosningu þingsins. Skrifstofustjóri þingsins er ráðinn Halldór Daníelsson yfirdómari. Flokkíiskiftlngr. Við kosningarnar í gær riðluðust gömlu flokkarnir Heimastj. og Sjálf- stæðisfl. algerlega. Aðalkappið var um forsetakosninguna i sam. þingi. Þykjast menn vita, að atkvæði þau, er L. H. B. fekk, hafi vcrið 8 frá gömlum Sjálfstæðism., en 10 frá gömlum Heimastj.mönnum, og að kosningu J. M. staðið einir 5 gamlir Sjálfst.m. og þá 15 gamlir Heima- stjórnarm. Hvað annars verður um flokkaskift- ingu í þinginu er ókleift að segja að svo stöddu. Sagt er, að ráðherra og ýmsir með honum vilji halda uppi Sambandsflokknum frá siðasta þingi, en hversu margir þeir verða, er á þá sveif hallast, er eigi hægt um að vita nú. Hitt mun rétt, að 10 gamlir Heimastjórnarmenn hafa tekið si^ út úr og mynduðu flokk út af fyrir sig í kosningunum. Það eru: Eggert Pálsson, Einar Jóns- son þm.Rang., Eiríkur Briem, Guðm. Eggerz, Halldór Steinsson, Jón Jóns- son sagnfr., Jón Olafsson, Júlíus Havsteen, Lárus H. Bjarnason og Stefán Stefánsson frá Fagraskógi. Þessir 10 voru það, er veittu L. H. B. fylgi til forsetamensku í samein- uðu þingi. Þá hafa 7 Sjálfstæðismenn mynd- að flokk með sér, er heldur saman um kosningar, og eru það: Benedikt Sveinsson, Bjarni Jónsson, Björn Kristjánsson, Hákon Kristófersson, Kristinn Daníelsson, Skúli Thorodd- sen og Þorleifur Jónsson. Þeir munu kosið hafa L. H. B. forseta samein. þings. Ófriður hafinn milli Balkan-bandaþjóða. Khöfn, 1. júlí 1913 Búlgarar hafa byrjað ófrið gegn Orikkjum og Serbum fyrirvaralaust. Snarpar orustur nálægt Yskub. Eins og þruma úr heiðskíru lofti koma þessi afar-óvæntu ófriðar- tíðindi rétt eftir að bandaþjóðir eru búnar að taka miðlunarboðum Rússakeisara. Ótrúlegt mjög, að stórveldin láti þessi nýju styrjaldar-ósköp við gangasr — eftir öll stóru orðin þeirra. Þá er og á döfinni að stofna bændaflokk, eins og getið var hér í blaðinu i vetur, og kvað fæð- ingarhríðin standa þessa dagana. Geta þeir þá orðið 4 flokkarnir í þinginu — auk flokksleysingja. — Sjálfstæðisfl., Heimastj.fl., Sambands- fl. og Bændaflokkur. Flokkar segjum vér, en ætti raun- ar heldur að vera: flokka-nöýn, með- an ekki er til annað en ramminn, meðan stejna þeirra er með öllu ómörkuð. Um steýnuna verður að fá greinar- gerð áður en stofnað er til fylgis eða andstöðu, hvort heldur er í blöðum eða meðal alþýðu. Á riöfnunum ætti enginn að láta teyma sig. Minning Björns Jónssonar. Andvari er um það leyti að koma út. Fiytur hann mynd af Birni Jónssyni og ítarlega æfisögu hans eftip Einar Hjörleifsson. íslandsbanki. Aðalfundur hans er haldinn í dag. Frá þessum mánaðamótum lætur Emil Schou af bankastjórastörfum. Siglir hann á Botniu næst og mun ætla að dveljast um hríð á Norður- Englandi sér til heilsubótar. Banka- stjórar verða áfram Sighvatur Bjarna- son og Tofte, jafnir að völdum, og, eftir því sem sagan segir, þótt ótrú- leg sé, verður Kristján Jónsson þriðji bankastjórinn (sbr. greinina Otrúleg ráðstófun hér í blaðinu). Ötrúleg ráðstöfun. Sú saga gekk hér í bæ í gær, að búið væri að> gera Kristján Jónsson háyfirdómara að þriðja bankastjóra íslandsbanka fyrst um sinn, setja hann í stöðu þá, er ráðherra H. Hafstein hefir haft orlof frá siðast- liðið ár og heflr enn. Fylgdi það með, að þessi ráðstöfun hefði gerð verið af erlendu bankaráðsmönnun- um 3 og ráðherra, að fornspurðum íslenzku bankaráðs-mönnunum, unz þeim í fyrradag hafi verið tilkynt að svona ætti þetta að vera, svo væri urskurðað af meiri hluta banka- ráðsins. Þessi einkennilega ráðstöf- un kvað eiga að verða heyrinkunn á aðalfundi íslandsbanka í dag. Þessi saga er ein af þeim, sem allir er heyra, svara til um: Þetta er ekki satt! Þetta er óhugsandi! Þetta hlýtur að vera tilbúningur! Svo ótrúlegt finst hverjum manni það og frámunalega óviðkunnanlegt, að æðsti dómari landsins gerist undir- tyllubankastjóri í prívatbanka, við hliðina á háyfirdómaraembættinu. Sú skoðun er með réttu að ryðja sér æ meira rúms með þjóðinni, að dómarar alment eigi engin annarleg störf að. hafa á hendi. Hvað þá heldur æðsti dómari landsins! Að hann taki að sér svo háttað starf, sem hér er um að tefla, við einstakra manna bankastofnun, er svo og svo oft þarf að leita dóm- stólsins, sem hann er æðsti maður í — það nær ekki neinni átt!

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.