Ísafold - 02.07.1913, Blaðsíða 2

Ísafold - 02.07.1913, Blaðsíða 2
208 ISAFOLD ísafold. Nú er færið að gerast kaupandi ísafoldar frá 1. júli. Nýir kaupendur að síðari helming þessa árgangs ísafoldar (1913) fá í kaupbæti, um leið og þeir greiða andvirði x/2 árgangs (2 kr.) 2 af neðantöldum 3 bókum eftir írjálsu vali: 1. Fórn Abrahams (600 bls.) eftir Gustaf Jansson. 2. Fólkið við hafið eftir Harry Söiberg. 3. Mýrakotsstelpuna og Guðsfriðinn eftir Selmu Lagerlöf i þýðingu Björns beit. Jónssonar. Nýir kaupendur utan Reykjavíkur, er óska sér sendan kaupbætirinn — verða að greiða í burðargjald 30 au. Ella eru menn vinsamlega beðnir vitja kaupbætisins i afgreiðslunni. A11 i r viðurkenna, jafnt stjórn- mála-andstæðingar sem aðrir, að ísafold sé fjölbreyttasta og efnismesta blað landsins, pað blaðið, sem eip er hœgt án að vera — það blað, sem hver íslendingur verður að halda, er fylgjast vill með i því, er gerist utan- lands og innan í stjórnmálum, at- vinnumálum, bókmentum og listum. Símið (Tals. 48) eða klippið úr blaðinu pöntunarmiða-eyðublaðið á 3. síðu og fyllið út. fy* Til hægðarauka geta menn dt um land sent andvirðið í frí- merkjum. ÍSAFOLD er blaða bezt. ÍSAFOLD er fréttaflest. ÍSAFOLD er lesin mest. Kvenfrelsisbaráttan á Englandi. II. Hvað heimurinn er skrítinn 1 Búddha gamli sagði eitt sinn: »Flýðu ekki frá loganum, sem brenn- ur; taktu heldur burtu eldiviðinn, sem veldur því, að loginn brennur«. Öllum úrræðum stjórnarinnar í stærsta keisaradæmi heimsins; öllu læknislegu hugviti nútímans, alls- konar píslaógnunum; öllum mætti og veldi laganna — öllu þessu er boðið út gegn einni konu. Þannig gengur bardaginn sem stendur. Þegar enska stjórnin sér að hún er að verða að morðingjum, sleppir hún Mrs. Pankhurst, leiðtoga jafnréttiskvenna, að eins til þess að varpa henni aftur í fangelsi að liðn- um 15 dögum. Þá verður sama grimdar-gamanið endurtekið — koll af kolli — og ein hin mikilhæfasta kona vorra tíma mun standa við dauðans dyr, þangað til annað hvort hinr. kaldlyndi dauði miskunnar sig yfir hana eða henni verður slept sem heilsulausum aumingja, sem engrar hjálpar á von, enda þótt ekki muni takast að vinna bug á sálar- preki hennar. Þannig eru nú tekn- ar til greina náðunar-tillögur kvið- dómsins, er hún var dæmd til þriggja ára þrælkunarvinnu fyrir nokkrum vikum. Stjórnendur vorir eru að reyna að slökkva logann, án þess að fjarlægja brennið, sem viðheldur honum. Núna er verið að safna undirskrift- Búnaðarþitig byrjaði 27. júní, þessir fulltrúar sækja þingið: Agúst Helgason bóndi i Birtinga- holti. Asgeir Bjarnason bóndi í Knarar- nesi. Björn Bjarnarson hreppstjóri í Grafarholti. Eggert Briem bóndi í Reykjavík. Gísli Högnason póstafgreiðslum. á Búðum. Guðmundur Helgason búnaðarfé- lagsforseti i Reykjavik. Jón Jónatansson búfræðingur á Asgautsstöðum. Stefán Stefánsson skólameistari á Akureyri. Þórhallur Bjarnarson biskup í Reykjavik. Benedikt Blöndal kennari á Eiðum. Guðjón Guðlaugsson kaupfélags- stjóri á Hólmavík. Pétur Jónsson umboðsmaður á Gautlöndum. Prestastefnan. Fallið hafði úr skýrslu ísafoldar í síðasta blaði, að sira Haraldnr Níels- son prófessor flutti 2. synodusdaginn mjög ítarlegt erindi um Krists-heitin í biblíunni, sem út af spunnust töluverðar umræður. Garðaprestakall. Auk þeirra umsækjenda, sem getið var um daginn hafa enn sótt síra Björn Stefánsson og síra Guðmundur Einarsson í Ólafsvík. Sektaðir botnvörpungar. Valurinn hefir nýlega tekið 5 botn- vörpunga við ólöglega veiði í land- helgi, 3 enska og 2 þýzka. Hafði þá með sér til Vestmanneyja og voru þeir sektaðir þar og afli upp- tækur ger. um undir bænarskrá vegna manns að nafni Hugh Franklin, sem barist hefir fyrir kvenréttindamálinu. Hefir fæðu verið neytt ofan í hann með valdi; fljótandi fæðu verið spýtt inn um nasirnar og sjón hans og heyrn á þenna hátt verið skemd. Mrs. Pankhurst var of veikbygð til þess að lagt væri upp að beita þessari aðferð við hana, þrátt fyrir það, að hún hafnaði. allri fæðu í 7 daga. Miss Wharry neytti engrar fæðu í 32 daga og var þá gefin laus, er hún var komin að dauða fram. Fjórum stúlkum var slept úr fangelsi xo. apríl: Dove Willeox, Grace Stuart, Dorothy Barnes og Mary Richard- son. Þær höfðu verið mánuð í fang- elsi fyrir að brjóta glugga í mót- mælaskyni gegn því að leiðtogum þeirra hafði verið varpað i fangelsi. Öllum kom þeim saman um að hafna fæðu, og þegar það sýndi sig, að hungrið var að buga kjark þeirra, voru þær settar í sinn klefann hver og lokaðar þar einar inni í myrkri. Þær voru allar hálf sturlaðar þegar þeim var slept. Hinn 21. apríl bar Keir Hardie, þingmaður af flokki alþýðusinna, fram fyrirspurn í neðri málstofunni viðvíkjandi skoðun, sem gerð var á íki manns þess, er Edmund Taunton íét og dáið hafði meðan verið var að neyða fæðu ofan í hann. Skor- aði hann á innanríkisráðherrann að gefa skipun um það, að sá siður yrði agður niður í fangelsunum. Það neitaði ráðherrann að gera. Yflr 400 karlar og konur hafa sætt fangelsisvist fyrir þátttöku sína Ýms erl. tiðindi. Stjórnarhneyksli hjá Ungverjum. Um miðjan jónímánuð varð ungverska ráðuneytið að beiðast lausnar vegna mútuhneykslis, er hljóðbært varð um yfirráðherrann v. Lukacz. Þingmaður einn úr andófsflokki Desy hafði borið Lukacz þeim sökum, að hann hefði þröngvað aðal-bankastofnun ríkisins til þess að láta af hendi við sig 5 milj. kr., sem hann að mestum hluta (4J/4 milj.) hafði varið tii kosninga- undirbúnings stjórnarinnar, en eigi getað gert grein fyrir að öðru leyti. Út af þessum mútuásökunum neydd- ist Lukacz til þess að höfða mál móti Desy, en við hæstarétt var Desy sýknaður. Var þá Lukacz eigi vært lengur í ráðherrasessi og sagði því af sér. Franz Jósef fól þá stjórnarfor- ustu, 1 isza greifa, þeim er mestar róst- urnar hafa staðið um í ungverska þinginu Nýtt kvenréttindabragð. Kvenrétt- indakonurnar brezku spara hvorki líf né limu til þess að vekja eftir- tekt á baráttu sinni. Við Derby- veðreiðarnar í þessum mánnði fleygði ein kvenréttindakona, mrs. Davison, sér fyrir fætur gæðings þess, er Bretakonungur lét reyna. Hlaut hún svo mikil meiðsl af, að hún lézt nokkrum dögum síðar. Telja kven- réttindakonur píslarvættis-afrek vera og er mikið um talað í brezkum blöðum. Landráð varð einn af hershöfð- ingjum Austurríkismanna Redl ofursti uppvís um i öndverðum júnímánuði. Hafði hann selt Rússum í hendur fyrir ærið fé ýms launungarskjöl viðvíkjandi hermálum. Sjálfur hafði Redl yfirstjórn njósnarmála i Austur- ríki þ. e. stjórnaði njósnurunum i öðrum rikjum. Þegar Redl var stað- inn að sök, fóru tveir herforingjar til hans og fengu honum í hendur hlaðna skammbyssu og lét hann eigi i þessari miklu frelsisbaráttu nútíðar- innar. Síðasta aðferðin, sem stjórnin hefir valið, er að banna jafnréttiskonum (sufíragettes) að halda opinbera fundi. A þetta líta jafnaðarmenn og aðrir alþýðusinnar sem spor í áttina til þess að svifta verkamenn málfrelsi, en baráttan fyrir því að fá það, kostaði þá ekki minna en baráttan fyrir atkvæðisréttinum. Þeir sjá í þessu möguleikann til þess að bann- aðir verði fundir, sem haldnir eru til stuðnings þeim, er verkföll gera. Það er alls ekki skoðun vor eða staðhæfmg, að atkvæðisrétturinn sé sá kína-lífs-elixír, sem lækni kven- þjóðina af öllu böli, en það er sann- leikur, sem ekki verður á móti mælt, að ofurkapp það, er virðast kann lagt á baráttuna fyrir atkvæðisrétti, or- sakast eingöngu af því, hve þrássast hefir verið gegn því að veita hann. Það er viðlíka skynsamlegt að við ásökum jafnréttiskonurnar fyrir fram- komu þeirra eins og að sjóveikur maður færi að ávíta Atlantshafið í hvassviðri. Einmitt núna eru karlar og konur í Belgíu að lýsa trausti sínu á nyt- semi atkvæðisréttar fyrir fullorðna með því að hætta öllum störfum í landinu. Þar hafa þeir öflug verk- mannafélög mcð atkvaðisrétti. Konur hér hafa hið sama án atkvæðisréttar. Á þessari öld er pólitíkin orðin að lifandi nauðsyn og sérhver rétt- inda-auki, sem karlmönnum hlotnast, takmarkar að sama skapi vald kvenna til að ráða sínum málum. Verka- konur eru útilokaðar frá þeim verk- á sér standa, heldur skaut sig til bana. Þetta mál hefir vakið feikna eftir- tekt um alla Norðurálfu og orðið tilefni til mikilla umræðna um spill- ingu þá, er lýsir sér í því, að hvert ríki um sig heldur beinlínis stórlaun- aða embættismenn til þess eins að fá þegna annara ríkja til þess að fremja landráð. Nýir stúdentar. Þessir stúdentar útskrifuðust við mentaskólann í fyrradag : Einar Guðmundsson . . stig 66 Eiríkur Albertsson . . . 54 Erlendur Þórðarson . . 72 Halldór Gunnlaugsson . . — 70 Haraldur Thorsteinsson . . 52 Hinrik Thorarensen . . 68 Jakob Einarsson . . . . 66 Jón Benediktsson . . . . 74 Jón Bjarnason .... . — 78 Jón Dúason . — 67 Jón Sveinsson .... . 55 Karl Magnússon . '. — 59 Kristján Arinbjarnarson . — 58 Kristmundur Guðjónsson . — 57 Leifur Sigfússon . . . . 69 Páll Ólafsson .... . 63 Páll Skúlason .... . — 71 Ragnar Hjörleifsson . . . — 60 Sigurgeir Sigurðsson . . . — 57 Snorri Halldórsson . . . — 70 Valgeir Bjarnarson . . — 68 Utan skóla: Gunnar Jóhannesson . . stig 65 Helgi Hermann . — 65 Kjartan Jónsson . . — 57 Páll Guðmundsson . — 58 Rögnvaldur Waage . . — 55 Sigfús Blöndal .... . — 67 Tryggvi Hjörleifsson . — 54 Þorkell Erlendsson . . . 62 ReykjaYíknMnnáll. Afmæli Þorvalds Björnssonar. Eins og getið var í siðasta blaði, átti Þorvaldnr Björnsson lögreglumaðnr 26 ára embættis- um, sem bezt eru borguð og verk- svið þeirra er takmarkað á öllum sviðum. Álits mæðranna er aldrei leitað um löggjöf, sem ráða skal upp- eldi barnanna. Baráttan fyrir at- kvæðisréttinum — ekki sízt herskárri aðferðin — hefir gert meira til þess að hækka laun kvenna, auka sjálfs- virðing þeirra og bæta lífsstöðu þeirra yfir höfuð, heldur en allur sá vaðail urn dygð, seru komist hefir á pappír. Hann er líka andstyggilegur allur þessi hræsnisfreyðandi um fallna engla og meðfædda siðsemi Það sem konan nú á tímum þarfnast, er minni hæverska og meiri óvægni, minna af velþenkjandi fáfræði og meira af sjálfsvarnarhvöt. Líklegt er að málfrelsisbann geri kvenfrelsisfélagið að leynifélagi. Slíkt er óglæsilegt í frjálsu landi. Segja má að þeir sem valdir eru að banni þessu, sitji á eldgigsbarmi. Ólgan og skruðningarnir undir niðri tákna lýðinn sem er að vakna upp. Slík var ólga sú, er fór á undan frönsku stjórnarbyltingunni miklu. Eigi getur hjá því farið að atburð- ir slíkir sem þeir, er gerðust í Hyde Park — sem til þessa hefir verið hið opna alþingi þjóðarinnar — hinn 20. apríl þ. á. hafi sín áhrif. Kon- um var þar misþyrmt og fötin rifin utan af þeim. í miðri mannþröng- inni var 19 ára garnall piltur, sem hafði mist hatt sinn þar sem hann barðist til að verja systur sína fyrir klámyrðum, skömmum og misþyrm- ingum prúðbúins ruddamennis. Pilt- urinn var trésmiður og hélt á skrúf- járni í hendinni. Þegar hatturinn afmæli i gær. Hlaut hann margan vitnis- burð þess, hve bæjarbúar kunna að meta alúð hans og dugnað við það starf. Sam- fagnaðarskeyti bárust honnm mörg 0g ýmsir bæjarbúar gerðu honum heimsókn til þess að votta honum samúð sina, m. a. borgarstjóri og bæjarfógeti. Vegleg gjöf var houum og færð i gær- morgun, silfurbikar með 600 kr. i gulli. En á bikarinn var letrað: *Þorvaldur Björnxson 1888 — 1. júlí — 1913. Frá nokkurum vinum í Reykjavík í viður- kenningaskynii. Þorvaldur er nú kominn á sjötugsaldur, en svo er hann ern, keikréttur og kvikur á fæti, að vel má ætla, að enzt geti 26- árin enn við starf sitt, stétt sinni til sóma og bænnm til gagns. Alþingisfáni. Hópur kvenna hér i bæ hefir sent alþingi að gjöf fána til þess að draga upp á alþingishúsið, meðan fundir eru. Það er blár fáni og letrað á hvitum stöfum: Alþingi.— Páni þess var afhent- ur forsetum alþingis i gær og verður vænt- anlega dreginn á stöng þegar i dag. Ferðalög. Andreas Heusler prófessor lagði i gær upp í mánaðarferðalag eða meira, austur og norður um land. Björn M. Ulsen prófessor fór með honum til Þingvalla. Péfur Jónsson söngvari ætlar að láta til sin heyra fyrsta sinni hér í bæ á laugar- daginn. Á söngskránni verða ýms islenzk lög og operalög nokkur úr Tronbadouren og öðrum söngleikum. — Jón Norðmann leikur undir á pianó. Skipafregn. S k á 1 h 0 11 kom úr hring- ferð á laugardaginn. Meðal farþega: þing- mennirnir Jóhannes Jóhannesson, Pétur Jónsson, Steingrímur Jónsson, dr. Valtýr Gnðmundsson og Þorleifur Jónsson. Enn- fremur Carl Kiichler magister ásamt dóttur sinni, Valgerður Jónsdóttir frá Múla, kona Þorleifs í Hólum, Benedikt Blöndal kenn- ari frá Eiðum, Jón Jónsson bóndi i Firði' og fleiri. Vestur-íslendingar nokkrir, m. a. Árni Eggertsson og Jón Vopni voru staddir á Vopnafirði og vildu fá Skálholt tii að taka sig þar, en var synjað um það. Sundpróf var haldið í sundlaugnnum fyrra mánudag. öengu undir það 60 nem- endur Páls Erlingssonar sundkennara, fleBtir úr barnaskólanum. Þótti vel takast, svo sem vænta mátti, því að Páll er hinn ötnlasti sundkennari og hefir mikla reynslu við þá kenslu nú um nær 20 ár. Þingmenn voru allir komnir fyrir þing- var slitinn af höfði systur hans, kastaði hann því inn i mannþröng- ina sem stóð og ógnaði honum. Ríðandi lögreglulið rak ræðukonurn- ar burtu og dreiíði þrönginni. Pilt- urinn var dæmdur i 14 daga fangelsi fyrir ofbeldi. Beðið var um að mega fara með vagn inn í garðinn og ávarpa samkomuna af honum, en um það var synjað, svo ræðumenn notuðu garðbekkina sem ræðupalla og töluðu þannig fyrir 3 þúsundum manna Karlmenn fengu atkvæðisrétt 1884 og er vel kunnugt hvaða aðferð þeir notuðu til þess. Þeir gerðu róstur. Og nú er konum legið á hálsi fyrir að gera hið sama. Þær hafa sent bænaskrár, rætt mál silt með rökum og ógnað — alt til einkis. Hér er síðasta bænarskrá þeirra. Skyldi hún verða einkis virt? Eða skyldi nú- verandi stjórnleysis-ástand halda áfram ? Það kemur uudir því, hvaða spor stjórnin tekur. Will. Jones. Grein hr. William Jones í ísafold í dag er rituð seint i aprílmán., en hefir ekki komist að fyr en þetta. Hún er framhald af grein hans í 23. tbl. þ. á. Ennþá bíður eftir sama höfund löng ritgerð um »Kven- pjóðina og jajnaðarmenskuna«. Andinn í greinum hr. Jones sýnir glögglega hversu mikið kvenréttinda- mönnum í Bretlandi er niðri fyrir.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.