Ísafold - 09.07.1913, Page 1

Ísafold - 09.07.1913, Page 1
Kemur út tvisvar í viku. Verðárg. 4 kr., erlendis 5 kr. eða dollar; borg- ist fyrir miðjan júlí erlendis fyrirfram. Lausasala 5 a. eint. Uppsögn (skrifl.) bundin við áramót, er ógild nema kom- in só til útgefanda fyrir 1. oktbr. og só kaupandi skuld- laus við blaðið. XXXX. árg. Reykjavík, miðvikudaginn 9. júlí 1913. 55. tölublað I O. O F. 947189. Alþýðufól.bókasafn Templaras. 8 kl. 7—9. Augnlækning: ókeypis i Lækjarg. 2 mvd. 2—3 Borgarstjóraskrifstofan opin virka daga 10—3 Bæjarfógetaskrifstofan opin v. d. 10—2 og 4—7 Bæjargjaldkerinn Laugav. 11 kl. 12—8 og 5—7 Eyrna- nef- hálslækn. ók. Pósth.str.l4Afid. 2—8 Islandsbanki opinn 10—21/* og 51/*—7. K.F.U.M. Lestrar-og skrifstofa 8árd.—10 siöd. Alm. fundir fid. og sd. 81/! sibd. Landakotskirkja. öuósþj. 9 og 6 á helgum. Landakotsspitali f. sjúkravitj. 11—1. LasAbankinn 11-21/*, 51/*—61/*. Bankastj. 12-2 Lanasbókasafn 12—3 og 5—8. Útlán 1—8. Landsbúnaðarfólagsskrifstofan opin frá 12—2 Landsfóhirbir 10—2 og 5—6. Landsskjalasafnið hvern virkan dag kl. 12—2 Landssíminn opinn daglangt (8—9) virka daga helgaMaga 10—12 og 4—7. Lækning ókeypis Þingh.str. 23 þd.og fsd. 12—1 Náttúrugripasafnió opib l1/*—21/* á sunnud. Samábyrgð Islands 10—12 og 4—6. Stjórnarráósskrifstofurnar opnar 10—4 dagl. Talsími Reykjavikur Pósth.3 opinn daglangt (8—10) virka daga helga daga 10—9. Tannlækning ókeypis Pósth.str. 14B md. 11—12 Vífllstabahælió. HeimsókLartlmi 12—1 ÞjóbmenjasafniÓ opið á hverjum degi 12—2. Nýja Bió V esalingarnir eftir Victor Hugo. 4. þáttur: Galeiðuþrællinn á tímum stjórnarbylt- ingarinnar verður sýndur i kvöld í síðasta siun. Aths. Vegna fjölda margra áskorana verða V esalingapn ir sýndir fimtudag io. júlí kl. 81/,; til iu1/^: i. og 2. þáttur, og föstudag 11. júlí kl. 8x/a—io1/^ 3. og 4. þáttur. Aðgöngueyrir: Betri sæti 0,75 a., alm. sæti 0,50 a. fyrir hverja sýningu. Nýjar bækur: Ljósaskifti, ljóðabálkur um kristnitökuna áíslandi, eftir Guðmund Guðmundsson skáld. Verð 0.90. Friður á jörðu, eftir Guðmund Guðmundssou skáld. 2. útgáfa. Verð 0.75. Hví slær þú mig? Erindi Haralds Nielssonar prófessors um dularfull fyrirbrigði. Verð 0.40. Fást í bókverzlununum. Ofna og eldavélar selur Kristján Forgrímsson. Erl. rlmfregnir. Khöfn 9. júli. Frá ófriðnum. Fregnir af Balkanskaga óábyggilegar. — Grikkir virðast sigursælir, en Serb- ar fara halloka. Hillnlagning sjálfstæðismálsins. Eftir Guðm. Hannesson. ísafold hefir margsinnis brýnt það fyrir mönnum, að nú ættum vér að lezqja sambandsm. d hilluna. Um þetta ættu allir flokkar að vera sammála. Vér ættum að snúa oss af alefli að innanlandsmálum; leitast við á þann hátt, að efla efnalegt, andlegt og stjórnmálalegt sjálfstæði þjóðarinnar. Eg býst ekki við, að verulegur skoðanamunur sé milli mín og ísa- foldar í þessu máli og hvað það snertir að vér eigum að snúa oss að innanlandsmálunum sem einnmaður er eg algerlega samdóma. Hitt er mér ekki allskostar skiljanlegt, hvern- ig vér getum lagt sambandsmálið á hilluna. Ef það er meiningin, að nú getum vér hætt að hugsa um sambands- eða réttara sjálfstæðismál vort, getum starfað að innanlandsmálum vorum án þess að taka tillit til þess, þá þori eg að fullyrða að þetta sé bæði alls- endis öm’óouhot 00 Jjarri pvi að vera œskileqt. Það verður eflaust sú reynd- in á, að enginn flokkur og heldur ekki bændaflokkur getur komist þverfet slysalaust, nema hann hafi ákveðna stefnu í sjálfstæðismálinu. Orsök þessa er blátt áfram sú, að fjöldi innanlandsmála er svo flæktur sam- an við sjálfstæðismálið að þau verða ekki greind frá því. Vér stofnuðum fyrir skömmu há- skóla. V£r höfum gert það upp á vorar eigin spýtur, fyrir vort eigið fé. Vér gátum farið aðra og liklega miklu auðveldari leið. Ef oss þótti viðsjárvert að nota blátt áfram Hafn- arháskólann og allan þann mikla fjár- styrk, sem hann lætur oss í té, þá hefðum vér sennilega getað fengið hann til þess að stofna hér nokkurs konar útibú og notið mikils stuðn- ings og styrktar frá Dönum til þessa. Stúdentar vorir hefðu þá líklega orða- laust fengið hér piikinn námsstyrk frá danska »kommunitetinu«. Að minsta kosti finst mér ekki ólíklegt, að danska stjórnin hefði litið í náð til vor ef vér hefðum auðmjúklega beðið. En því dettur engum í hug að fara þennan breiða veg, sem allur hallaði undan fæti? Astæðan er aðeins sú að pinsrflokkarnir ýyl%du íýramkvcemd- inni sjálýstœðissteýnu. Ákveðin stefna í sambandsmálinu var þeim nauðsyn- legur áttaviti og hann sýndi að þessi leið lá norður og niður. — Nú er járnbrautargerð efst á baugi. Ætla mætti að hún kæmi lítið sjálfstæðismálinu við, að vér gætum talið smjörpundin, sem flytja skal á svo veglegan hátt, kostnað við fyrirtækið o. s. frv. án þess að hugsa um hver afstaða landsins sé í sam- bandinu við Danmörku. Nokkuð er til í þessu, en svo mun gert ráð fyrir að vér verðum að fá miljónirnar, sem nota skal til þess að vinna verkið, að láni, og þá væntanlega biðja Dani ásjár enn einu sinni. Kemur þá ekki til athugunar hvort vér erum ekki að verða helzt til skuldugir þeim góðu mönnum og jafnframt meira háðir þeim en góðu hófi gegnir? Mér virðist svo. Því ekki biðja danska rikið að leggja hér einn spotta af ríkisbrautunum dönsku? Þetta væri áhættulítið og þægilegt. Þó myndi það engan byr hafa á þingi vegna þess að sjálfrátt og ósjálfrátt líta menn á áttavitann: sjálfstæðis- stefnuna og hika við að flækja lönd- in saman, ef annars er kostur. — Nú er lagafrumvarp um íslenzk- an fána á dagskrá þingsins. Hvern- ig ætla þeir menn, sem þykjast geta komist af fullum fetum, án þess að hugsa um sjálfstæðismálið að greiða atkvæði um þetta frumvarp ? Nauð- ugir, viljugir verða þeir að gera sér grein fyrir því, hvort sé æskilegra, að fáni vor sé danskur eða íslenzkur, hvort framtíðarhugsjónin á að vera að Island sé sjálfstætt riki eða danskur ríkishluti. Eg hefi nefnt þessi dæmi af handa- hófi. Svipað er að segja um allan fjölda annara mála (t. d. stjórnarskrár- málið). Á einhvern hátt standa þau í sambandi við sjálfstæðismálið, bein- linis eða óbeinlínis, svo áður en fram úr þeim er ráðið verður að líta á áttavitann til þess að villast ekki út í ófærur. Nei, sjálýstceðismálið er hvorki lagt á hilluna, né verður nokkru sinni lagt á hana. Það er bókstaflega óhugs- anlegt. Meðan vér þráum fyllra sjálf- stæði en vér nú höfum, verður það áttaviti, sem vér förum eftir í öllum vorum málum og hann svíkur ekki, ef stefnan er skýr og grútarlaus. Þó vér gerðum samninga við Dani um allan vorn landsrétt, yrðum vér að minsta kosti ætíð að hafa gætur á, að þeir væru að öllu haldnir. Ef vér værum^einir vors liðs sem sjálf- stætt smáríki, myndum vér sem að- rar þjóðir þurfa sífelt að vera á varð- bergi svo ekki týndum vér aftur frelsi voru að meira eða minna leyti. Það er ekki minni vandi að gæta fengins fjár en afla. Svo hefir þetta reynst öllum þjóðum. Sennilega ætlast ritstjóri ísafoldar, sem er góður sjálfstæðismaður, til þess, að þessi hillulagning sjálfstæð- ismálsins sé skilin á þann veg, að nú ætti allur flokkadráttur og inn- byrðisdeilur milli íslendinga um sjálf- stæðismálið að falla niður, og einnig allar samningatilraunir við Dani, úr því þeir hafa ekki betra að bjóða én grútinn. Svo ætti þetta að vera. Vér ættum að koma fram sem einn maður gagnvart þeim. Þeir koma það gagnvart oss og gjöra oss mikla skömm. Þetta sýnist hægðarleikur eða öllu heldur einföld skylda allra flokka, því eg sé ekki betur en að þeim beri ekkert verulegt á milli í þessu máli. Ríkishugsjónin er orð- in drotnandi, eins og bezt kom í ljós 12. júní, þó það sé að böglast i höfðinu á stöku manni, að ísland geti bæði verið riki og ekki ríki, sjálfstætt og þó ekki sjáifstætt, ís- lenzkt, og þó í raun og veru danskt. Slíkur þokuslæðingur sést ætíð á stöku stað, þó þokunni sé annars létt af landinu og sólin skíni í heiði. En þó svo giftusamlega tækist að allir flokkar héldu fram fullu sjálf- stæði landsius, sem sjálfsögðum hlut, þá er ekki víst nema málið gæti valdið skýrri flokkaskiftingu, eigi að síður. Nýlega myndaðist stór sam- bandsflokkur, hve langlifur sem hann verður. Hugsanlegt væri að hér sprytti upp harðsnúinn skilnaðar- flokkur. Mikla þýðingu hefði þetta þó tæplega, því eigi að síður myndu sambands og skilnaðarmenn lengst af eiga samleið. Þá höfum vér og nokkra reynslu fyrir því að ríkisnafnið er teygt og togað á ýmsar lundir, en vonandi hverfur þetta með vaxandi þekkingu. Það ætti engum að vera ofvaxið að skilja, að ríkisnafn getur það eitt land borið með réttu, sem hefir æðsta vald yfir 'ólluvi sínffm málnm. En ef vér nú kæmumst svo langt að allar innbyrðisdeilur um sjálfstæð- ismálið féllu niður, af því íslending- ar væru sammála um sömu skýru stefnuna, þá virðist mér fjarri því, að vér hefðum lagt málið á hilluna. Það væri þá beinlínis sett í öndvegi ofar öllum öðrum málum, væri orð- inn sameiginlegur og sjálfsagður lið- ur á stefnuskrá allra flokka. Sjálfstæð- ishugsjónin stæði þá sem óskeikull áttaviti fram undan stýrishjóli stjórn- málafleytunnar íslenzku. Athugasemd ritstj.: ísafold hefir vitaskuld aldrei dottið í hug að halda því að þjóðinni, að leggja á hilluna sjálýstceðismál sín. Eins og prófessorinn tekur raunar sjálfur fram, er það sambandsmálið þ. e. nýjar samningatilraunir við Dani um sambandið milli Islands og Dan- merkur, sem ísafold hefir lagt áherzlu á að hætt væri við fyrst um sinn — eftir hina meingölluðu stjúpu- kosti, er á döfinni voru í vetur. Og á þá sveifina hafa allir (?) þingmála- fundir í vor hallast. En hitt mun ísafold síðast verka vinna, að styðja að framkvæmdaleysi eða hillulagning um þau mál, er til aukins sjálfstæðis horfa þjóð vorri. Þykist ísafold m. a. mega benda á afskifti sín af Eimskipafélaginu, til þess að sýna sinni sitt í þeim efn- um. ----------------------- Kvenþjóðin og jaínaðarstefnan. í síðustu grein minni talaði eg um grundvallar-ástæður og orsakir kvenna- óeirðanna. Vér sjáum, að vegna til- finninganæmi sinnar og viðkvæmni, leiðist konan oft og einatt til þess að gera það, sem vér karlmenn getum stilt oss um, því að það vita allir, sem nokkra athygli hafa veitt mannseðlinu, að konan er viðkvæmari og hefir því uæmari tilfinningu fyrir móðgun og órétti heldur en hversdagslegur karl- maður. Af því leiða kvennarósturnar. Að þessu sinni skulum vór athuga viðhorf konunnar til jafnaðarstefnunn- ar, því að kvenfrelsishreyfingin er blátt áfram ein af hinum mörgu sönuunum fyrir falli hinnar núverandi þjóðfólags- skipunar og stig í áttina til tilkomu jafnaðar lyðríkisins. Andstæðingar jafnaðarstefnunnar segja hvarvetna: »Ehginn efi að jafnaðar- stefnan er fagur draumur og væri ágæt ef hægt væri að umskapa mann- lega náttúru, en fyrst það er ekki hægt, getur draumurinn aldrei ræzt«. Þeir gæta ekki þeirrar staðreyndar, sem þeir hlytu að kannast við, ef þeir at- huguðu veraldarsöguna gaumgæfilega, að mannleg náttúra er að umskapast með hverjum deginum. Breytingin á Eimskipafélagið. Áskriftali:tar eru nú að koma sem óðast til skrifstofunnar úr ýmsum áttum, frá umboðsmönnum félags- ins út um land. Er verið að vinna úr þeim á skrifstofu félagsins. Enn eigi komnar svo nákvæmar fréttir, að nokkuð verði sagt með vissu um, hve mikið muni safnast. Oss er sagt, að yfirleitt séu und- irtektirnar almennari og betri til sveitanna, en sjávarmegin — þótt margur mundi frekar hafa spáð svo fyrir, að sjávarsveitirnar, með kaup- mönnum og útgerðarmönnun, mundu frekar verða til þess að leggja félagi þessu fé en sveitirnar. Óvíða mjög háir hlutir til sveita, en undirtekt- irnar aýar-almennar, og það mun verða drjúgt á metunum í orði og á borði. Svo virðist sem bænda- stéttin vilji sýna það í verkinu, að hún hafi fullan skilning á því, hvert þjóðþrifamál hér er um að tefla; og er þá varla að efa að félagið megi vænta stuðnings úr þeirri átt, er til ýramkvcemda félagsins kemur. En það er engu minna um vert en fjár- framlög. Sama hugar virðist verða vart i verzlunarfélögum bænda og sam- vinnufélögum. Líklega taka öll sam- vinnufélög og kaupfélög landsins þátt í fyrirtækinu. Og úr þeirri átt andar á ailan hátt hið hlýjasta til fyrirtækisins. Skal þar t. d. bent á ágæta grein um Eimskipafélagið í síðasta hefti »Tímarits kaupfélag- anna« eftir ritstjórann, Sigurð Jóns- son. Setjum vér hér kafla úr þeirri grein lesendum til fróðleiks og at- hugunar: »Innlend verzlun og innlend flutn- ingaskip*, eru setningar, sem allir íslendingar ættu að ieggja kapp á að gætu fengið framgang í næstu fram- tíð. En nánast og einkanlega eru það þó samvinnufélögin, sem hafa þetta stefnumark. Kaupfélögin hafa þann tilgang, »að umráð og arður íslenzkrar verzlunar komist í hendur ytri lífsháttum knýr fram breytingu á náttúrufari fólksins. Satt er það, að megin-grundvöllur mannlegrar náttúru breytist ekki. MannkyniS þarfnast enn þá kærleika, fæðu klæða, sk/lis, og loks vellíðunar. En siðalögmál, trúarbrögð, pólitík, lög og starfshættir breytast, og með þeim hugmyndirnar einnig. I hinum ýmsu löndum eru ríkjaudi mismunandi lög og trúarbrögð, og með þeim mis- munandi skoðanir á hvorutveggja. All- ir endurbótamenn ættu að hafa það hugfast, að allar hugmyndir og öll lög, eigi síður en siðalögmál, trúarbrögð og pólitík, eru blátt áfram endurspeglun á lífsskilyrðum þeim, sem þjóðirnar eiga við að búa, þ. e. a. s. á hvern hátt þjóðirnar framfleyta sór. Allar breytingar á lagaskipun og trúarbrögð- um — í rauninni allar þjóðfélagsbreyt- ingar — hafa gerst vegna breytingar á efnalegu eða lífsskilyrða ástandi þjóð- anna og eftir að þær breytingar hafa orðið. Hin vísindalega hlið jafnaðarstefn- unnar er álitin þur og viðfangserfið, en vegna systra vorra, sem lesa munu þessa grein, skal hér reynt að gera efnið svo ljóst og lifandi, sem hægt er án þess að missa sjónar á sönnu vís- indagildi þess, sem í raun og veru er mannleg náttúra og kærleiki til na- ungans. Það skulum vór hafa hugfast og mun þá auðvelt að fylgjast með og

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.