Ísafold - 09.07.1913, Blaðsíða 3

Ísafold - 09.07.1913, Blaðsíða 3
I S A F 0 L D 217 Allra blaða bezt Allra frétta flest Allra lesin mest er ISAFOLD Kemur út tvisvar í viku alt árið, 104 blöð alls. Allir, sem vilja fylgjast með i þjóðmálum, halda ísafold, hvaða flokks sem eru. Kaupbætirinn betri sögur en nokkurt annað blað flytur. Kostar aðeins 4 kr. Lang- ódýrasta blað landsins. Ekkert heimili lands- ins má sjálfs sín vegna vera án lsafoldarl — LIFEBUO Y SOAP (LIFEBUOY SÁPAN) * A hverjum degi, á hverju heimili, alstaðar má bjarga lífi manna með þvi að nota þetta dásamlega og heiinæna sjerlyf. Það er bæði sápa og hreinsunarlyf iun leið—styrkir heilsuna og eykur hreinlæti, en kostar þó ekki meira en vanaleg sápa. Hún er jafngóð til andiits—og handþvotta og til baða, til að lauga sjúklinga eins og til allra heimil- isþvotta—yfir höfuð til þvotta og ræstinga í hverri mynd sem er. Nafnið LEYER á sápunní er trygging fyrir hreinleik hennar og kostum. 2718 hefir verið, og ólíkt fallegra en »hjla«r =---------- =*= = töldu nefndarskipun sjálfsagða, beina kurteisiskyldu við embættismenn þá, er hlut ættu að máli. . Stjórnarskrármálið var til i. um- ræðu í gær. Talað í nærri 3 klst. Að lokum kosin 7 manna nefnd: Jón Magnússon, Pétur Jónsson, L. H. B., Vog-Bjarni, Stefán Eyfirðinga, Jóhannes og Jón Ól. Landhelgissjóðurinn, sem getið var í síðasta blaði var til 1. umr. í efri deild í gær. Flutti síra Sig. Stef. ítarlegt erindi um það mál og mun ísafold líklega segja nánara frá því næst. Nefnd kosiní síra Sig. Stef., Jósef og Jóu Jónatansson. Launahækkunarlögin, hin einstöku þeirra voru rædd við 1. umr. í gær, og gáfu tilefni til talsverðra hnipp- inga. Þeim var öllum vísað til nefnd- arinnar, sem að framan getur, nema frv. um heiðurslaun til Stgr. Thor- steinssonar rektors, þ. e. full rektors laun, er hann segir af sér embætti. Því var visað nefndarlaust til 2. um- ræðu með öllum greiddum atkv. Styrktarsj. barnakennara. Þing- menn Reykvíkinga flytja frv. um, að þeim sjóði verði veittur 2500 kr. árlegur styrkur, að kennarafélagið kjósi þann manninn í stjórn, er stjórnarráðið hefir hingað til nefnt til, og að veita megi ekkju kennara, sem rétt hafi átt til styrks, eða eftir- látnum börnum hans á ómaga-aldri þann styrk, er hinn látni hefði getað orðið aðnjótandi. Fuglafriðun. Björn Þorláksson og Jósef flytja frv. um að friða rjúpur alt árið fyrst um sinn í 5 ár frá 1. janúar 1914 að telja. Sömu þingm. flytja frv. um, að engir megi selja eða kaupa, eða á nokkurn hátt láta af hendi æðaregg, og skal varða sekt- um frá 10—-ioo kr., ef út af er brugðið. Landbúnaðarnefnd. Bændaflokkur- inn í neðri deild flytur svo látandi þingsályktunartillögu: Neðri deild al- þingis ályktar að skipa 5 manna nefnd, til þess að íhuga landbúnaðarmál og önnur atvinnumál og gera till. um þau. Látinn er hér í bænum í morgun Asqeir Asgeirsson elzti sonur Asgeirs konsúls Sigurðssonar 16 ára að aldri (f. 17. júlí 1896) eftir langa legu, hjartveiki, sem þjáð hafði hann árum saman. Asgeir var hinn efnilegasti og ástúð- legasti piltur og mikill harmdauði foreldrum sínum. Fiskiþingið. Samkv. ákvörðun laga Fiskifélags- ins var fiskiþingið haldið hér í Reykja- vík og sett 30. júrii sl. A þinginu voru mættir þessir full- trúar: Tr. Gunnarsson f. bankastj. aðalft. Bjnrni Sæmundss. adjunkt — Magnús Sigurðsson lögfr. — Matth. Þórðarson útgm. — Ólafur Jónss. útgm. ísaf. fjórðungsft. M. Kristjánss. alþm. Ak. — JónJónss. bókh. Seyðisf. — G. ísleifss. kpm, Háeyri — P. Bjarnas. kenn. Stokkse. — Matth. Ól. alþm. Dýraf. deildarft. Arnbj. Ól. kpm. Keflav. — Þorst. Gíslason útgm. Meiðastöðum, Garði — Hannes Hafliðason form. Fiski- félagsins setti þingið og stýrði því. Matth. Þórðarson var kosinn funda- skrifari. A meðal hinna mörgu mála er þingið hafði til meðferðar má telja: Strandvarnamdlið og var lagtfram nefndaráiit í því frá nefnd, sem kosin var af aðalfundi Fiskifélagsins s. 1. vetur til að íhuga það. Enn fremur Steinolíumdlið, Fiski- veiðasjóðslögin, um mat á síld, tollar og skattar, um hirðing og meðferð mótora, og margt fleira. Þingið stóð 6 daga og voru þá flest hin stærri mál afgreidd frá því, flest í tillöguformi til alþingis um að taka til greina ýmisleg atriði, er snerta þau. Síðast á þinginu fóru fram kosn- ingar í stjórn Fiskifélagsins og fóru þær þannig: Matth. Þórðarson kosinn formaður. Hannes Hafliðason varaformaður. Meðstjórnendur: Bjarni Sæmundsson adjunkt, Tryggvi Gunnarsson, f. bankastj., Jón Ólafsson útgerðarm., Geir Sigurðsson skipstjóri. Varamenn: Þorst. J. Sveinsson leiðsögum. Jón Magnússon útgerðarm. Skýrslur og reikninga félagsins fyrir 1911—1912 og fjárhagsáætlun fyrir 1914—1915, einnig útdrátt úr fundargerðum Fiskiþingsins, með fylgiskjölum, og samþyktum tillögum þess, er verið að prenta og kemur út bráðlega. Manntión. Bátur fórst nýlega á Fáskrúðsfirði í fiskiróðri. Þrír menn, allir úr Reykjavík, voru á bátnum og drukn- uðu allir: Bjarni Hannesson Grett- isgötu 50, Tómas Halldórsson skó- smiður, (sonur Halldórs adjunkts Guðmundssonar) og Sveinn Einarsson unglingur Bergstaðastr. 27. Þjóðviuafélagsbækurnar eru nú fullprentaðar, nema Alman- akið, sem eigi kemur út fyr en seinna, vegna gagngerðra breytinga á því. ReykjaYíknHnnáll. Bifreiðin er nú farin að ganga dag- lega austur um alt. Einn daginn var fariS á 31/.í kl.st. austur að Þjórsá, annan daginn á rúmri ll/2 kl.st. austur á Þingvöll. Oarl Kiichler magister er lagður á stað í langferðalag austur í sveitir fót- gangandi ásamt dóttur sinni. Fiðluleikaridanskur, Johan Ni 1 s- son, ætlar að koma hingað núna um miðjan mánuðinn og gefa Reykvíking- u'm kost á að heyra fiðluspil. Hann er bráðungur, en óvenjumikið látið af list-hæfileiknm hans í dönskum blöðum. Hjónaefni. Einar Indriðason banka ritari og jungfr. Katrín Norðmann. Síra Jakob Ó. Lárusson og Sigríður Kjartausdóttir (heit. Einarssonar pró- fasts). Pétur . Jónsson söng í Bárubúð á laugardagskvöld og var mesta aðsókn. Hann mun syngja aftur eftir helgina og mun þá birtast dómur um söng hans hór í blaðinu. ---------.» 1«.--------- Bifreið — Hjól. Að þeysa. I síðasta tbl. Isaf. spyr hr. Ego eftir tillögu um »stutt og fallegt ísl. orð yfir bifreiðarferðalag«. »Bíla« þykir honum ljótt. Það er og varla betra en að »hýla« (á hjól- um). Slík orð eru ljót og meira en það, þau samþýðast illa við beyginga fjölbreytni íslenzkrar tungu. — Til málfræðilegra skýringa skortir mig alt: næga þekking, tíma og rúm. Gríp bara tækifærið fyrir fá orð, lítið hugs- uð og i flýti hripuð. Mætti ekki nota orðin sem við eig- um í málinu, t. d. sagnorðið þeysa? Mætti svo ekki lika nefna vagnana þeysivagna eða þ e y s i r (fólks- þeysir, vöruþeysir, þeysivól 0. s. frv.)? B i f r e i ð hefir mér altaf þótt óvið- feldið nafnorð, og þá bætir það ekki málið : »að fara á bifreið«. Vaninn prýðir það ekkert. (Líkt er að segja um eimr e i ð). B i f er svo letilegt — líkt því að nefna fljótasta veðhlaupahestinn siga- kepp. Og r e i ð finst mór rangmæli og villandi um ferðalag með vólarkrafti einum. í stað þess »að fara á bifreið« eða »bilandi«, færu menn þeysandi, í þeysi- ferð (ekki bíluferð), kappþeysing; þeir yrðu beztu þeysi(ngs)menu o. s. frv. Að stíga. • Ego brósar sagnorðinu: hjóla. Það er að vísu bezta orðið, sem notað »fara á bjólum« eða »ríða hjólhesti«. R í ð a og h e s t u r er ljótt og rangt, bæði um ferðalag og nafn á slíkum hjólum. »Tvíla« »tvíli«, »tvíhýli« o. s. frv. lítið betra. Mér sárnar hvert sinn er eg heyri slíkar ambögur og ó þ ö r f nýyrði, í okkar ágæta og auðuga máli. Langt er síðan eg vildi hreyfa þessu, nota því tækifærið til að bera fram tillögu mína. Hjólin vil eg kalla s t i g h j ó 1, þau- sem stigin eru, en þ e y t i h j ó 1 þau er vél hafa og meiri hraða, eru setin af einum manni, en ekki stigin. Þá segðu menn: stig, stígandi, steig, kappstig, hröðu (hægu) stigi. Menn yrðu miklir stigmenn (ekki stigamenn) o. s. frv. Hór eftir vona eg að mæta mönn- um á þjóðlegustu, beztu vegunum okkar: gangandi, ríðandi, akandi (ekki keyrandi), stígandi, þeytandi (þjótandi, þot?) og þ e y s a n d i — eða á annan hátt, er betur má fara. Vigfús Guðmundsson. Poki með sængurfatnaði o. fl. hefir tapast i 2. strandferð Skálholts frá Reykjavík, merktur: Jóhanna Briem, Sauðárkrók. Finnandi er beðinn að gera eiganda viðvart. Minningarsjóður Björns Jónssonar. Tekið móti gjöfum í skrifstofu og bókverzlun ísafoldar, pappírsverzlun- inni Björn Kristjánsson og verzlun Jóns frá Vaðnesi á Laugavegi. seldar beint til notenda. Kaupmenn voru þá engir, en upp af þessu fyrir- komulagi vex svo verzlunarstóttin sem milliliður milli framleiðanda og not- anda. Gyrir verzlunarstóttinni verður svo aftur lénsvaldið að lúta. Lóns- þrælarnir verða að rýma landið fyrir sauðahjörðum þeim, sem eigendurnir nú taka að ala upp sökum ullarinnar. Við þetta urðu lónsþrælarnir að flökkulýð. Löggjöf þessa tíma, 16 ald- arinnar, nefndir K a r l M a r x »blóð- Ugu löggjöfina«. Hundruðum saman Voru konur og karlar hengd meðfram Vegunum fyrir að vera hetlarar. Sór- hver borg gat tekið dætur flökku- manna í þrældóm þangað til þær voru 20 ára. Konum mátti varpa í fang- elsi ef þær neituðu að ganga í þjón- Ustu A ríkisárum hinnar »góðu drotningar, Elísabetar«, voru þúsundir manna hengdar með fram þjóðvegun- Um fyrir að vera »þverbrotnir betl- arar«. Það var afdrifamikil uppgötvun er tekið var að nota gufu sem hreyfiafl. Það hratt verksmiðjunum á stað og breytti handverkfærunum í þungar Vólar. Verksmiðjukerfið breytti afstöðu kon- Unnar í þjóðfélaginu. Hún hafði eigi eigi líkamsþrótt til þess að nota hin erfiðari handverkfæri, en hún var nógu sterk til þess að annast vólarnar. Og tamning hennar í Jirældómi um lang- ar aldaraðir, hafði gert hana að auð- sveipum og þægum verkamanni. Hörð atvinnusamkepni hófst nú milli karla og kvenna og heldur áfram enn í dag. I sumum iðnaðargreinum stend- ur konan framar en maðuriun. En það er fleira en ófriður milli kynjanna, sem af þessu hefir leitt. Konan er nú ekki eins háð mann- inum og fyr, en eins og hann er hún háð eiganda framleiðslutækjanna (verk- smiðjueigandanum). í þessu mikla siðmenningarlandi (Engl.) eru í dag karlar, konur og börn að berjast hvort við annað um möguleikann til að lifa. Meðan þræla- hald tíðkaðist, gat eigandi þrælsins gert hvað sem honum sýndist við vinnu- framleiðslu hans. Á lónstímunum átti baróninn landið og krafðist af landset- anum svo eða svo mikils af vinnutíma hans fyrir það, að hann leyfði honum að búa á landi sínu. Ofurlítinn útúrdúr : Lónsöldin^ var undarlegt tímabil. Konan var þá skoð- uð að hálfu leyti sem fáráðlingur, að hálfu leytl engill. Margur er sá, sem enn hefir svipaðar hugmyndir um kon- ur eins og greifarnir höfðu á þeim tímum: — að þær sóu snotur leik- föng. Lónsöldin var öld riddaraskapar og íómantískrar ástar. Sórhver hraustur riddari átti sór sína »álfadrotningu«. í nafni hennar barðist hann og fyrir bros hennar var hann viljugur til að eiga í hinum mestu mannraunum. En sjálf var konan viljalaus og ósjálfstæð. Það er auðvelt að skilja hagi hennar, Fáein orð úr kvæði einu frá þeim tím um sýna ástand hennar Ijóslega: Hver taug hennar titraði’ af gleði, ef til hennar náðugur brosti’ hann. En ef hann var ygldur á brún, af ótta þá titraði fljóð. Hinn fyrsti þræll var kona. Þegar hún beygði sig niður til þess að gefa barni sínu hrjóstið, þá var hún bund- in. Hún varð einka-eign. Alda þrælk- un g'erði hana það sem hún var á lónstímunum: brúðu, leikfang; svo grunnsæja að hún hafði velþóknun á yfirborðsdýrkun þeiiri og lofi, sem karl- menn veittu henni, þar sem þó í raun og veru hvorki riddarar nó þrælar gátu verið til án hennar. Menn leiðast stundum til þess að hugsa, að væri það mögulegt að ala upp menn á sama hátt og fugla í út- ungunarhúsum, þá mundi konan standa betur að vígi til þess að berjast fyrir frelsi sínu, þar sem heimilisáhyggjum væri þá lótt af henni. En slíkt mundi vera harla óeðlileg leið til frelsis. Til þess er mentun hinn eini heilbrigði og vissi vegur. Hverfum nú aftur til athugana vorra um. breytiþróun iðnaðarins, sem vór sáum að hafði svo mikil áhrif á líf þjóðanna. Þegar gufuaflið var tekið til notkunar komu vélarnar í stað hand- verkfæranna og þær urðu þegar eiuka- eign, sem fjöldinn átti enga hlutdeild í. Nú á tímum er verkamönnum frjálst að bjóða sig hvaða vinnuveit- anda sem er, en engu að síður eru þær þó í rauninni þrælar, því þeir eru þess ekki megnugir, að vinna fyrir sér, nema einhver vólaeigandinn leyfi þeim að nota þær, honum sjálfumtil hagnaðar. Hundruðum saman er mannslífunum árlega glatað í verksmiðjum og nám- um á Englandi fyrir það að eigend urnir neyða verkalýðinn, karla, konur og börn, til þess í blóðspreng að halda í við ferlíki þessi. Fyrst eftir að verksmiðjuöldin hófst, var börnum fórnað miskunnarlaust og þau grafin eins og dýrahræ. Fór þessu fram til þess er almenningsálitið var vakið gegn því- Hinn alkunni jafn- aðarmaður Eugene V. Debs hefir ljóslega sýnt hvernig þessu er farið enn í dag og tilfinnigar hans í því máli koma skýrt fram í eftirfarandi línum: »— — — — Ef nokkur maður á jarðríki hefir heilögum skyldum að gegna, þá er það við þessa við- kvæmu frjóknappa og blóm mann- kynsins (0: börnin). Og hversu mörg af þeim eru þó of snemma slitin upp, látin fölna og deyja og eru troðin ofan í sorpið. Margar miljónir þeirra hafa verið hrifin úr vöggunni eða þeim hefir verið stolið frá leikj- um sínum til þess að ala á þeim öfl þau, sem breyta blóði verkamanns- ins í gull auðkýfingsius, og margar miljónir hafa einnig verið gerðar að sorpi í svínastíunum (slums) eða þau hafa fengið legstað. í akri leirkera- smiðsins. Bernskan er vegamót þau, sem leiða til láns eða óláns, heiðurs eða fyrirlitningar, lífs eða dauða. Þjóð- félagið lætur — eða ætti að láta sór vera alvarlega umhugað um náttúru þá og skilyrði, sem á að móta eðlis- far og ráða æfibraut barna þess, og sérhver vanræksla í þeim efnum hefnir sín með sívaxandi strangleika. Börnin eru hið dýrmætasta gæzlu- fó heimilisins og mannfólagsins, en auðvalds-siðmenning vor fórnar þeim miskunnurlaust til þess að seðja hina auvirðilegu græðgi sína í auð og völd. Sigurbraut hennar er lituð blóði brjóstmylkinga og brúlögð með smábeinum ungbarna. Hver skyldi uppskeran verða? Þessar miljónir af börnum sem auðvaldið hefir drepið og troðið ofan í sorpið, hafa ekki dáið til einskis. Upp af gröfum þessara lltlu píslar- votta um alt þetta fagra land, rísa upp hefnandi svipir gegn valdi því, sem hefir myrt þau, og í nafni guðs

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.