Ísafold - 12.07.1913, Blaðsíða 1

Ísafold - 12.07.1913, Blaðsíða 1
Kemur út tvisvar í viku. Verð árg. 4 kr., erlendis 5 kr. eða l^dollar; borg- ist fyrir rciðjanjúli erlenc'is fyrirfram. Lausasala 5 a. eint. ISAFOLD Uppsögn (skrifl.) bundin við áramót, er ógild nema kom- in só til útgefanda fyrir 1. oktbr. og só kaupandi skuld- laus við blaðið. ísafoldarprentsmiðja. Ritstjóri : Ólaf ujp Björnsson. Talsimi 48. XXXX. árg. Reykjavík, laugardagmn 12. júlí 1913. 56. tölublað I- O. O F. v<47189. Alþýðafél.bókasafn Templaras. 8 kl. 7—9. AugnlœkninEr ókeypis í Lækjarg. 2 mvd. 2—3 Borgarstjóraskrifstofan opin virka daga 10—3 Bœjarfógetaskrifstofan opin v. d. 10—2 og 4—7 Bæjargjaldkevinn Langav. 11 kl. 12—8 og 5—7 Eyrna- nef- hálslækn. ók. Posth.str.14Afid.2-B íslandsbanki opinn 10—2'/» og Bl/«—7. K.F.U.M. Lestrar-og skrifstofa 8 árd.—10 siðd. Alm. fnndir fid. og sd. 8'/i slod. Landakotskirkja. Gnðsþj. 9 og 6 á helgnm. Landakotsspltali f. sjúkravitj. 11—1. Landsbankinn 11-2'/!, 6'/«—6>/«. Bankastj. 12-2 Landsbdkasafn 12—8 og 6-8. Útlán 1—8. Landsbúnaðarfélagsskrifstofan opin í'rá 12—2 Landsféhiroir 10—2 og 5—6. Landsskialasafnio hvern virkan dagjkl. 12—2 Landssiminn opinn daglangt (8—9) virka daga helga daga 10—12 og 4—7. Lækning ókeypis Þingh.str. 28 þd. og fsd. 12—1 Náttúrugripasafnio opið l'/i—a'/« a sunnud. Samábyrgð Islands 10—12 og 4—6. Stjórnarráosskrifstofurnar opnar 10—4 dagl.J Talsimi Beykjavíkur Pósth.S'opinn daglangt ',', (8—10) virka daga'Shelga daga 10—9. Tannlækning ókeypis Pósth.str. 14Bmd. 11—12 VifilstaOahælio. Heimsökt.urtimi 12—1 f !"'"? Þjóomenjasafhio opio á hverjum degi 12—2. Nýja Bíó í kvöld og næstu kvöld: ////7/7 sterkasíi. Aðalhlutverkið leikur: hr. V. Psilander. Mjög áhrifamikil mynd, og um leið afar-aðlaðandi. Byrjar kl. 9 síðdegis. Húsið opnað kl. 8y2- — Sími 344. Frá alþingi. — Fánamálið kom til afskifta neðri deildar á miðvikudag. Það var fyrsta málið á dagskránni og urðu umræður talsvert heitar. Stóðu á 3. klst. Að loknum umræðum var málið sett í nefnd (sjá síðar). Deilu- kjarninn í deildinni þetta: hvort al- þingi hefði heimild til þess að lög- leiða siglingafána, eða að eins heima- fána. Hinu fyrra héldu þeir fram Bjarni frá Vogi og Skúli, en því var mótmælt af Lárusi Bjarnason og ráðherra. Ráðh. efaðist jafnvel um, að alþingi hefði heimild til að lög- leiða sér- eða heima-fána. Sú skoð- un virðist þó fráleit, þvi að þá ætti lögreglan að taka niður íslenzku fán- ana, er nii blakta um land alt. — IsaýoM gat þess fyrir skömmu, að hentugt mundi að skella fyrsta at- kvæðið framan af orðinu sérýáni í frv. Þá felst það í frv., að löggiltur er íslenzkur fáni, svo langt sem vald- svið alþingis nær. Hér fer á eftir dálítið ágrip af umræðunum. L. H. Bjarnason: I fánamálinu felast þessar " —4 spurningar. 1. Óska íslendingar sórstaks fána? 2. Er slík ósk eðlileg og róttmæt? 3. Er kleift og þá að hve miklu leyti að koma honum i framkvæmd : a. Er það heim- ilt að gildandi lögum? b. Mundi það haldast okkur uppi? Pyrstu spurningunni hefði verið svarað, eigi sízt þ. 12. júni, er útlend flónska brendi bláa og hvíta litinn inn í hjörtu vor. Oskin væri eðlileg. Eins og vór vildum heyra talað og ritað á móðurmáli voru, eins vildum vór sjá íslenzkan fána fyrir augum vorum. Hann væri lifandi tákn þjóðernisins. — Lagaspurningunum svaraði hann líktog í greininni í ísafold um daginn. Engin dönsk Jög væru hór sjálfgefin, á sér- Erlendar símfregnir. Hrakfarir Búlgara. Khöfn 11. júlí 1913. Búlgarar eru aðþreiigdir hvaðanæía. I»eir biðja stórveldin stöðva ófriðinn hið bráðasta. Grikkir og Serbar setja kosti. Her Búmena er farinn inn yfir landamæri Búlgaríu. málasviðinu væri ísland framandi land gagnvart Danmörku. R í k i s e i n i n g- u n n i út á við vildi hann þó eigi neita, löndin stæðu sameiginlega gagn- vart óðrum ríkjum og því mundi ókleift að koma siglingafána út á við í fram- kvæmd. — Óskaði þess að lokum, að litir heiðblámans og mjallarinnar mættu sigra í sýnilegu tákni þjóðernis vors. Bjarni frá Vogi taldi fulla heimild fyrir alþingi til þess að lögleiða sigl- ingafána. Mótmælti ríkiseiningunni og skírskotaði þar m.a. til KílarfriSarins, er verið hefði ólöglegur gagnvart Is- landi. En þótt svo væri, sem L. H. B. héldi fram, að ríkiseining væri út á við, sæi hann ekkert því til fyrirstöðu, að þes8Í ríkiseining hefði 2 fána. Ráðherra kvaðst vera á sömu skoð- un um siglinga fána eða verzlunarflagg, eins og hann hefði lýst á þingi 1911. Það næði eigi neinni átt, að alþingi hefði vald til að lögleiða hann. Flagg málið vildi hann skoða miklu fremur sem tákn um þær óskir, er byggju í hugum manna en framkvæmanlegt lög- gjafarmál. Taldi vafasamt, að alþingi hefði meira að segja vald til að lög- leiða sérfána, eins og löggjafarvaldíð væri nú. Ennfr. lýsti ráðherra því yfir, að vitanlegt væri, að í mótmælaráðstöfun- um þeim og athöfnum, er ýmsir máls- metandi menn hefðu gengist fyrir þ. 12. júní út af tiltektum Fálkaus hefði eigi falist nein óvild til »r(kisfánans«. Það sem »Falkaforingjanum kann að hafa yfirsest« kemur eigi ríkisfánanum við. Út af 0|ðum sem L. H. B. hafði beint að stjórninni í þá átt, að ef til vill kiknaði hún í knjáliðum að fylgja fram fánalögum, eins og hún hefði gert í lotterímálinu — svaraði ráðherra, að þar hefði eigi verið ura neitt þvilíkt að tefla og mundi hann skýra samein- uðu þingi frá afdrifum þess máls við fyrstu hentugleika. Skúli Thoroddsen taldi íslenzku löggjafarvaldi ekki óheimilt að lögleiða siglingafána. Samkv. stöðulögunum — sem Danir hlytu að viðurkenna, hvað sem oss liði — væru verzlun og sigl- ingar sórmál. En fáni væri eigi ann- að en hluti af skipinu, jafnmikið sér- mál og'annað, er skipi kæmi við. Vór mættum eigi láta það ástaud, sem »fakt- iskt« væri, villa oss sýn og yrðum jafnan að hafa hugfast frekar að reyna að gera rótt vorn meiri en minni. Lártis H. B. svaraði ráðherra, og mótmælti því, að danski fáninn væri löggiltur hór. — Um gerð fánans kvað hann sór vera sama, vafði úr reif- um tvo fána bláhvita og var annar þeirra hinn venjulegi ísl. fáni, en hinn blár með hvítu Þórsmerki í. — Þótti ýmsum vænt að sjá íslenzka fánann á þingborðum, svo að jafnvel kvað við lófatak. Magnús Kristjánsson vildi ekki láta gera þetta mál að löggjafarmáli, heldur láta samþykkja áskorun til stjórnarinnar um að leita fyrir sér um óskir þjóðarinnar í fánamálinu. I Vog-Bjarna hnipti hann nokkuð. Vog-Bjarni teldi sig beztan Islending, sem til væri nú, fæðst hefði og nokk- urn tíma mundi fæðast. Talaði í þvi sambandi umpólitiska afglapa, er kynnu ekki fótum sínum forráð í stjórnmálum. Enn talaði L. H. B. og deildi á M. Kr., en hann svaraði af nýju. Vog- Bjarni kvað M. Kr. hafa að ósekju ráðist á sig og væru þeir þá hittir, en eigi skildir. Stutta athugasemd gerði Jóh. Jóh., og af bændaflokks hálfu mælti Pótur JÓDsson nokkur orð um að þeir mundu greiða málinu at- kvæði til nefndar, en persónulega kvað hann sór hvorki hl/tt til hins rauð- hvíta nó bláhvíta fána — hins síðara sökum þess, að hann hefði notaður verið til æsinga hór í landi. Þvi mót- mæltu Vog Bjarni og Skuli. Nokkuð deildu þeir Vog-Bj. og L. H. B. um hvað fullveldi væri. Loks var nefnd kosin svo sem síðar greinir. Efling Landsbankans (kom fyrir deildina 9. júlí). Um það urðu ekki langar umræður: Björn Kristjánsson kvað Lands bankastjórnina eigi hafa neinar sór- stakar ákveðnar tillógur að flytja um efling bankans, en hafa þó haft nokk- urn undirbúning í því efni og mundi það lagt fyrir væntanlega nefnd — Þess væri stór brýn þörf að auka veltu- fóð, er í raun og veru hefSi staSiS óhreyft síSan 1885, og hefSi beSiS alt of lengi að gera það. Ráðherra kvaðst í sjálfu sór ekki vera móti nefnd, en ekki búast við að hún gæfci unnið mikið gagn. Afarh'til líkindi til að unt mundi aS fá veruleg lán erlendis til fasteigna-lána með veS- deildarkjörum og eigi heldur farsæla braut að komast inn á. Til stórfyrir- tækja væru erlend lán sjálfsögS, en til þessara venjulega húsa- og fast- eignalána ætti aS nota þaS, sem spar- aSist í landinu sjalfu. Fáanleg mundi á næstu 2 árum !/4 miljón, sem ótekin væri af stóra láninu 1909. Björn Kristjánsson kannaSist viS að erfitt mundi um lán erlendis. En svo stæði hnífurinn í kúnni, að ef eigi rættist eitthvaS úr, yrði Landsbankinn að auglýsa, að hann hætti að veita veSdeildarlán, svo aS nokkuru næmi. Bjarni frá Vogi taldi óreynt að reyna að fá lán annarsstaSar en í Dan- mörku. Hólt því fram aS lánin yrðu aS vera sem lengst og nauSsyn bæri til að hafa óll útispjót til þess að fá drjúg lán erlendis handa Landsbank- anum. Ella tæki fyrir allar verulegar framkvæmdir í landinu og einkum hór í Rvík. Nefnd var því næst kosin. Sjá síðar. Samgöngumál (9. júlí). B. Kr. flutti fróðlegt og ítarlegt erindi um samgöngumál, sögu vora síðustu 60 árin og væntir Isafold að geta innan skamms flutt ágrip af þeirri ræðu. Síðan var nefnd kosin, (sjá síðar). Lotterífyrirspurn. Lárus H. Bjarnason ber fram fyrirspurn til ráðherra um, hvernig á því standi, að eigi hafi lotterífrv. verið staðfest. Á mánudag verður líkl. útkljáð, hvort leyft skuli að bera fyrirspurn- ina fram, en hvenær umræður verða, er alveg óvíst. Ymsir spádómar um, að þessi fyr- irspurn muni i sakleysisútliti sínu eiga að verða undanfari annars meira. Eftirlaun Stgr. Thorst. Vísað til 3. umræðu orðalaust í fyrra dag með öllum greiddum atkv. gegn 1 (Guðm. Eggerz). — Mun afgreitt mjög brnðlefrn frá þingina. Minning Björns Jónssonar. Andvari með æfisögu B. f. eftir Einar Hjörleifsson er um það leyti að koma út. Sii æfisaga er mikið ítarleg, 56 bls., þar rakinn stjórn- málaferill B. J. og annari starfsemi haus lýst allnákvæmlega. Seinasti kaflinn í æfisögunni, lýs- ing á B. ). sjálfum, lundarfari hans og persónulegur dómur æfisöguhöf., fer hér á eftir: Meðalmaður var hann á hæð. Hann breyttist mikið með aldrinum. Fríður sýnum var hann alt at. And- litið reglulegt, ennið mikið, og nefið beint, augabrúnirnar óvenjulega mikl- ar og loðnar. Hár og skegg dökt á yngri árum, en varð hvítgrátt með aldrinum. Hnakkasvipurinn einkenni- lega fallegur. Fyrirmannlegur var hann með afbrigðum, einkum á efri árum. Svipurinn að jafnaði fremur harðlegur og fálátlegur, en gat, þegar minst vonum varði, fengið við- kvæmnikendan blíðublæ. Alvarlegur var hann oftast í viðmóti, en átti samt til að vera kátur eins og barn, og komst þá svo langt'frá fálætinu, að bonum var yndi að því að ljúka upp huga sínum með barnslegri ein- lægni. Eins var um göngulagið, að sínu leyti. Stundum lötraði hann álútur, ofurhægt og þreytulega, og eins og í þungum hugsunum. Stund- um var hann hvatur í spori, þráð- beinn og hinn hermannlegasti í fasi. »Til eru þeir menn«, segir merk- ur norskur rithöfundur, »sem unnið hafa þau verk, er meira er í varið en sjálfa þá, og eins eru til aðrir menn, sem eru mikilmenni, ekki eins mikið fyrir það, sem þeir hafa af hendi leyst, eins og fyrir það, sem peir sjálfir erut. B. J. vann mörg nytsemdarverk og mörg góðverk. Á því geta engin tvímæli leikið. En hann vann aldrei nokkurt verk, sem meira var varið í en hann sjálfan. Þvert á móti. Þegar eg á ekki að rita um B. ]., en læt hugann reika til hans óbund- inn, þá hugsa eg sjaidnast um það, sem hann fékk afrekað, heldur um það, sem eg fann, að hann var sjáljur. Mér finst, að verkin verði fátækleg, þegar þau eru borin saman við þá andlegu fjársjóðu, sem i honum voru saman komnir. Og þegar eg hugsa um þau ógrynni af sannleiksþrá, af einlægni, af drengskap, af þakklát- semi, af ástúð, af trúnaðartrausti, af lotningu fyrir öllu háleitu, af yndis- legri barnslund, sem bjuggu með þessu annamikla karlmenni; þegar eg hugsa um hve heitar, dulrænar laugar vökvuðu og frjóvguðu þenna kappsama framkvæmdarhug, — þá veit eg það bezt, að þeir vita minst um B. J., sem eingöngu áttu kost á að kynnast því starfi, sem hann vann fyrir þjóð sína á almanna færi.* Eg átti | því láni^ að fagna að kynnast honum óvenjulega vel — líklegast betur en nokkurum öðrum manni, mér vandalausum. Og eg tek sam- sinnandiundir ummæli síra Magnúsar Helgasonar í húskveðjunni eftir hann: »Mér finst hann hafa verið mestur maður allra þeirra, sem eg hefi haft kynni af, og einn af þeim beztu*. Myndin, sem lsaýold flytur nú af B. J. er tekin eftir málverki því, er Asgrímur Jónsson málaði af honum í vor, að honum látnum, eftir ljósmyndum og minni.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.