Ísafold - 12.07.1913, Blaðsíða 2

Ísafold - 12.07.1913, Blaðsíða 2
220 I SAFOLD HYernig getum vér orðið sjálfstæð þjóð? Eftir Guðm. Hannesson. I. Þingmenn vorir hafa að sjálfsögðu góð og greið svör við þessari spurn- ingu. Þeir vita þetta »upp á sínar tíu fingur«, úr því sjálfstæðisstefnan er fyrsti liðurinn á stefnuskrá allra flokka. Eigi að síður hygg eg miklum hluta almennings sé ekki allskostar ljóst hvernig vér getum orðið sjálf- stæð þjóð, þrátt fyrir alt það, sem um það hefir verið ritað og rætt. Mest af umræðunum á síðustu ár- um um þetta mál hafa lotið að réttar- legu sjáljstíeði landsins og aðaltilraun- irnar farið í þá átt, að ná samning- um við Dani, sem trygðu oss réttar- legt sjálfstæði — sjálfstæði og ríkis- nafn á pappírnum. Sumir hafa trúað á frumvarpið, aðrir á bræðinginn, þriðju á grútinn — nálega allir að samninqar við Dani væri sjálfsagða leiðin. Og þó er það að minstu leyti undir Dönum komið hvort vér verð- um í raun og veru sjálfstæð þjóð. Flest bendir til þess, að samninqar við Dani verði oss aldrei neinn sjálf- stceðisvequr. Þeir vilja ekki kljúfa sitt litla ríki í tvent og halda í okkur dauðahaldi, meðan þeir geta. Vér skulum fyrst athuga dálítið einfalt dæmi, t. d. hverniq verður Já- tcehur unqlingspiltur að ejnuðum sjáljs- eignarbónda ? Fyrsta sporið er ætíð að fá hug- myndina. Detti honum aldrei í hug að verða bóndi, getur hann aldrei orðið það. í fyrstu byrjun er hug- myndin ef til vill óljós og draum- kend þrá, og á meðan ýtir hún lítið undir framkvæmdirnar, en fyr eða síðar skýrist hún, verður að föstu markmiði, Jastri Jyrircetlan, sem knýr manninn áfram með ómótmælanlegu afli. Aður en hann veit af er hann farinn að strekkja i þessa áttina og reyna að eignast eitthvað. Þetta er góð byrjun, en annað ekki. Væri maðurinn hverflyndur og úthaldið lítið myndi öll fyrirætl- unin altin um koll eftir skamman tíma. Þrautseigja og stejnufesta, sem þolir árum saman alt, sem á móti blæs, er óhjákvæmilegt skilyrði til þess að nokkuð verði úr henni. Mikið er fengið með fastri fyrir- ætlun þrautseigju og stefnufestu. Alt þetta gat þó fátækur unglingspiltur haft til að bera og eigi að siður átt langt — afarlangt — í land, ef til vill sífelda baráttu hálja cefina, áður en því takmarki var náð að verða efnaður sjálfseignarbóndi. Hann varð að leggja fram mikla vinnu, mikla jyrirhyggju, mikla sparsemi og sjáljs- ajneitun. En fyrir dugnaðar- og kjarkmann var þessi langa barátta ánægjuleg. Hún var ein óslitin sig- urför þó í smáum stíl væri. Hag- urinn hækkaði, kraftarnir stæltust og þekkingin jókst með hverju ári. Þeg- ar hann var orðinn sjálfseignarbóndi elskaði hann jarðirnar eins og lif- andi Veru og alla sína búslóð, sem hann hafði lagt svo mikið i sölurn- ar fyrir. Svo gat hann litið djarf- lega framan í hvern mann. Hann var vel að öllu kominn og hann sjálfur, en hvorki bankar eða aðrir lánardrotnar áttu eigurnar. Þá er heldur ekki að efa að hann hefir not- ið mikils trausts og virðingar hjá ná- grönnum sínum. Allir virða ósjálf- rátt ntorkuna og einbeitta viljann, ekki sízt þegar sigurinn er unninn. Svona varð fátæki pilturinn að efnuðum, sjálfstæðum bónda. Hann þurfti til þess jasta jyrirœtlun, praut- seigju og stejnujestu, en þar á ofan langa baráttu, vinnu og sjáljsajneitun. Ef vér nú spyrjum: Hvernig get- um vér orðið sjálfstæð þjóð Þá finst mér svarið einfalt. Vér getum orðið pað á sama hátt og bóndinn. Oss stendur ekki annar styttri eða greiðfærari vegur til boða. En þessi langa torsótta leið hefir þann kost að henni má fyllilega treysta. Það er undir oss sjáljum komið, en alls ekki því hvað snýr upp eða niður á Dönum, hvort vér komumst klak- laust alla leið að því takmarki að verða sjálfstæð þjóð — ekki ein- göngu á pappírnum, heldur í orðs- ins fylstu og beztu merkingu. En hvað hefir oss orðið ágengt? Hve langt höfum vér komist áleiðis í sjálfstæðisáttina ? Hugmyndina, fyrirætlunina, höfum vér. Síðustu árin höfum vér eftir mikið þras komist að þeirri niður- stöðu, að sjálfstætt ríki ætlum vér oss að verða, ekki eingöngu á papp- irnum, heldur í raun og veru í orðs- ins beztu merkingu. Mér virðist þetta vaka fyrir öllum stjórnmála- leiðtogum vorum, og ef þeir bila, trúi eg kjósendunum vel til þess að fylla sæti þeirra með öðrum, sem öruggari eru. ^ Þrautseigjan og stejnujestan er lítt reynd enn. Það er margra manna mál, að vér íslendingar séum fljótir til, en úthaldslitlir. Svo kann að vera í mörgu. Þó er eg ekki viss um að sú verði reyndin á } þessu máli. Vér höfum víst ætið litið hornauga til útlenda valdsins, og það er eflaust framar getuleysi vort, sem hefir treint í því lífið, heldur en vilja- leysi til þess að ráða öllu voru sjálfir. Ekki virðist mér unga kynslóðin lík- leg til þess að elska útlenda valdið. Sagan sýnist og benda til þess, að sjálfstæðisstefnu yfirgefum vér aldrei til fulls, sízt til langframa, svo fram- arlega sem landið á nokkra framtíð fyrir höndum. Hvað sem öðru líður sé eg ekki ástæðu til þess að ör- vænta um stefnufestuna í þessu máli. En þó vér hefðum fasta fyrirætlun og stefnufestan reyndist sæmileg, þá eigum vér langt í land eins og bónd- inn. Vér eigum að mestu ejtir alla pá miklu vinnu, Jyrirhöjn og sjáljs- ajneitun, sem ein getur flutt oss lítilsmagna fátæklinga að þessu tor- sótta takmarki, sem fyrir oss vakir. Bóndinn varð að vinna fyrir jörð- inni sinni hálfa æfina. Það er við- búið að vér verðutn að vinna einn eða fleiri mannsaldra fyrir fullu frelsi voru og sjálfstæði. En enginn skyldi láta sér vaxa það í augum. Ef oss miðar stöðugt áfram, verður vinna fyrir góðu málefni ætíð ánægjuleg. Það er engu minni ánægja að afla sér gæðanna með sinni eigin atorku, heldur en að fá alt lagt upp í hend- urnar fyrirhafnarlaust. Vér höfum undanfarin ár verið að leita samninga við Dani í þeirri von að þeir kynnu að viðurkenna sjálf- stæði vort. Það hefðu þótt gleði- tíðindi, ef vér hefðum komist í þeim þeysivagni að sjálfstæðistakmarkinu, en fljótt hefðum vér orðið þess varir að ekki var alt fengið með nafninu. Vér hefðum átt alt í einu að taka að oss strandgæzluna og skorti bæði fé, hæfa menn og þekkingu, að minsta kosti í bili. Vér hefðum átt að taka við utanlandsmálunum og þar hefðum vér ekki verið stórum betur undirbúnir. Þá er og ekkert líklegra en að Danir hefðu beðið okkur að borga serri fyrst io—20 miljónir króna, sem vér skuldum þeim og þetta hefði orðið oss full- erfitt. Eigi að síður hefðum vér verið komnir upp á Dani með flutn- ing á vörum vorum milli landanna Og sjálfum oss milli hafnanna. Eigi að siður hefðu Danir átt mikinn hluta af verzlun landsins og skulda, hönk í hvers manns baki út um allar sveitir. Að vísu held eg að einhvernveginn hefðum vér komist sómasamiega út úr öllu þessu, en erfitt hefði það orðið og framan af hefði sjálfstæðið orðið mest á papp- írnum. En óvíst er það hversu oss hefði farist í byrjun að stýra málum vorum með öllu því sundurlyndi, sem drotnað hefir hjá oss undan- farin ár, óvíst hversu ieiðtogarnir hefðu reynst, óvíst hve vel vér hefð- um kunnað að meta svo auðfengið frelsi, jafnvel óvíst hvort oss hefði ekki farið að fýsa aftur til dönsku kjötkatlanna, er svo margir erfiðleik- ar hefðu mætt oss í byrjun. Vér hefðum lent í svipuðu basli og bóndi, sem að nafninu eignast jörðina áður en hann á nokkuð í henni. Það hefði ekkert mátt út af bera til þess að alt færi á höfuðið. En drottinn fór með Danina eins og Faraó, svo grúturinn einn varð úr þessu. Með öllu okkar sundur- lyndi og þroskaleysi áttum við ekki betra skilið, og það verður okkur sjálfsagt til góðs. Við byggjum þá rólegir veggina á húsinu okkar áður en þakið kemur. Helzt ættum við að byggja á jarðfastri klöpp og vanda svo hvern stein að hann geti ekki svikið. -------------------- Geðveikrahælið á Kleppi. Það hefir lengi staðið til að reyna að fá þangað harmóníum til skemt- unar sjúklingunum, sem sjálfir leika á það hljóðfæri, sumir hverir. En hingað til hefir staðið á fé til þess. Nú vantar 3—400 kr. til þess að geta keypt hljóðfærið. Mundu ekki góðir menn vilja hugsa til hælisins með smágjöfum í þessu skyni, aura saman, og þar með vinna að því, hver í sínu lagi, að hafa ofan af fyrir hinum geðveiku mönnum. Gjafir má senda til læknisins á Kleppi, eða ritstj. Isafoldar. Austfirðingafundur var haldinn í gærkveldi hér í bæn- um. Tilefni hans var bijreiðarflutn- ingar á Fagradalsbraut. Setti Axel Tulinius fundinn, en ýmsir tóku til máls, þar á meðai þingmenn Sunn- mýlinga og 2. þingm. Norðmýlinga. Voru allir á einu máli um það, að nauðsyn bæri til að ýta undir fram- kvæmdir á bifreiðarflutningum þar austur frá og var svolátandi yfirlýs- ing samþykt: »Þar sem reynsla er fengin fyrir þvi, að bifreiðarakstur hefir hepnast á vegum hér sunnanlands og þar sem vér vitum að Fagradalsbrautin er ekki ótraustara bygð heldur að sumu leyti betur löguð en þeir eru að jafnaði, þá er fundurinn þess mjög hvetjandi, að ýtt verði undir sem bráðastar framkvæmdir á bif- reiðarflutningi þar eystra«. Kvefinagjöfin til alþingis. Alþingismaður Skúíi Thoroddsen hefir í blaði sínu skýrt frá undirtekt- um þingmanna á einkafundi þeirra 3. júli út af fána þeim, er reykvískar konur margar sendu alþingi að gjöf, til þess að hafa að fundarmerki. Með því að að marga mun fýsa um þær að vita, skal hér nokkuð frá þeim greint samkv. skýrslu Sk. Th. A fundinum bar L. H. B.Tram svo látandi tillögu: Fnndurinn teknr, með þökknm, við gjöfinni og ákveður að nota veifuna fram- vegis, er þingfundir eru haldnir. Ráðherra vildi láta halda áfram að nota dannebrog að fundarmerki, Júlíus Havsteen ekki af veifunni vita, dr. Valtýr vildi fresta ályktun um málið unz svar kæmi frá dönsku stjórninni um fánatökuna. Sig. Eggerz vildi enga veifu draga á stöng, hvorki kvennagjöfina né dannebrog og í sama streng tóku ýmsir aðrir. Viö atkvæðagreiðslu var frestunar- tillaga dr. Valtýs jeld með 29 atkv. gegn 5. Síðan var fyrri liður tillögu L. H. B.: Fundurinn tekur, með þökkum við gjöfinni, samþ. með 17 gegn 7 (sr. Bj. Þorl., Guðm. Bj., Guðjón, H. H., fóh. Jóh., Magn. Kr. og Tryggvi), en ýmsir greiddu ekki atkv. Síðari liður tillögunnar: að nota veifuna, (með viðbæti frá Sk. Th. um minni veifu af sömu gerð) var feldur með 18 gegn 9 atkv. (Bjarni frá Vogi, B. Kr., Hákon, Kr. D., Skúli Thor., Þorleifur, Jósef, Jón sagnfr. og L. H. B.). t»ingnefndir. Sjódómar og réttarjar. Sig. Eggerz (form.), Guðm. Björnsson (skrif.), Eir. Briem. Frv. um mannskaðaskýrslur og rann- sókn á fundnum líkum vísað til sömu nefndar. Sparisjóðir. Eirikur Briem (form.), Guðjón Guðlaugsson, Þór. Jónsson (skrif.), Stgr. Jónsson, Hákon. Frv. um br. á og viðauka við til- skipun /5. ág. 1832 15. gr. og frv. um breyting á málflutningi við yfir- dóminn. Júl. Havsteen (form.), Stgr. Jónsson (skrif.), Sig. Eggerz. Frv. um lán úr landssjóði til bygg- ingar íbúðarhúsa á prestssetrum lands- ins. Björn Þorláksson (form.), Einar Jónsson (skrif.), Jósef. Frv. um ný nöfn manna og ættar- n'ójn og najnbreytingar. Guðm. Björnsson (form), Sig. Stefánsson, Jósef (skrif.). Landhelgissjóðsjrv. Sig. Stef. (form.), Jón Jónatansson, Jósef .(skrif.). Friðun Jugla (rjúpnafriðun). Björn Þorl., Jón Jónatansson, Þórarinn. fíann gegn æðareggjat'óku: Bj. Þorl. (form.), Sig. Stef. (skrif.), Jósef. EJtirlit úr landi með fiskiveiðum í landhelgi og br. á lögum um stojnun Fiskiveiðasjóðs Islands. Kr. Dan. (form.), Matth. Ól. (skrif.), Halldór Steinsson, Tryggvi, Jón Jónsson. Fánamálið. Eggert Pálsson (form.), L., H. B. (skrif.), Kristján, Einar Jónsson, Skúli. I^æknahéraðaskipan. (Kjósarhérað verði nýtt hérað). Valtýr (form.), Halldór St. (skrif.), Kristinn, Kristján, Sig. Sig. Landsbankanejnd: Ól. Br., Jón Ól., Magnús Kr., B. Kr., Valtýr. Samg'óngumál: Jóh. Jóh. (form)., Valtýr (skrif.), B. Kr., Halldór St., Pétur J. Hringnótaveiði: Stef. Stef. (form.), Matth. Ól. (skrif.), G. Eggetz, Krist- inn, Tryggvi. ■ ^ Aldarafmæli norska stúdentafélagsins. Hinu islenzka stúdentafélagi hefir borist svofelt boðsbréf á aldarafmæli norska stúdentafélagsins, á 1 a t i n u: »Universitas regia Fredericiana Christianiensis acadennarum Nor- vegicarum vetustissima cum, a. D. 1811 fundata, exeunte a. D. 1813 aestate primum alumnos adscivis- set, hi d. 2. mensis Octobris eius- dem anni universi congressi socie- tatem studiosorum Norvegiae condi- derunt, cui Det norske Studentersam- fund nomen datum est. Quae so- cietas usque ad hodiernum diem ita aetatem egit ut omnium con- sensu non iuventuti solum aca- demicae profuisse, sed etiam ad litteras artes res publicas patriae nostrae non minime promovendas valuisse videatur. Quod autem servamus piis animis memoriam conditorum societatis nostrae, laude ei per lustra bis decem parta gau- demus, diebus 1—5 mensis Octo- bris huius anni sacra saeculaiia celebrare in animo habemus. Sed ut mos est privato homini, si quid laeti domo eius contigerit, amicos in convivium convocare, sic nos, pro causis necessitudinis atque sodalitatis quae inter omnes omnium gentium litterarum studi- osos iustissimae intercedunt, toto pectore cupimus ut legatus socie- tatis vestrae saecularibus nostris intersit. Petimus igitur, carissimi fratres, a vobis ut mittatis legatum qui nobiscum sacra saecularia societa- tis studiosorum Norvegiae celebret, Quod si feceritis nos maximo gau- dio adficietis, societatem nostram amplissime honestabitis. Valete. Dabamus Christianiae, D. 10 Mens. Jun. A. D. 1913 Frederik B. Wallem Frederik Chr. Wildhagen Hersleb Birkeland Valdemar Gjems Bjarne Didriksson. Þ ý ð i n g. Þegar hinn konungl. Friðriks-há- skóli í Kristjaníu, hinn elzti meðal æðri skóla Norðmanna, var stofnaður árið 1811, og að áliðnu sumri 1813 hafði tekið við iærisveinum, þá komu þeir allir saman 2. okt. sama ár og stofnuðu félagsskap meðal norskrastú- denta, sem hlaut nafnið: »Det norske Studentersamfund«. Þetta félag hefir alið svo aldur sinn alt fram á þennan dag, að það hefir að allra dómi eigi að eins gætt hagsmuna ungra manna háskólans, heldur virðist hafa átt þátt í því eigi lítinn að stoða bókmentir, listir og stjórnmál ættjarðar vorrar. Með því að vér geymum nú minn- ingu stofnenda félags vors í hollum huga og gleðjumst af því lofi, sem fé- laginu heflr hlotnast um hundrað ára skeið, þá höfum vér í huga að balda hundrað ára minningarhátíð þess 1.—5. október þetta ár. En eins og siður er einstakra manna er eitthvað gleðilegt kemur fyrir á heimili hans, að gera þá boð vinum sínum, þannig ósk- um vér fastlega vegna skyldleika þess og félagsanda sem er á meðal stúdenta allra þjóða, að sendimaður frá félagi yðru verði viðstaddur við þessa aldarminningu vora. Vér beiðumst þess því, kæru bræð- ur, að þér sendið mann til þess að heiðra með oss aldarhátíð hins norska stúdentafélags. Ef þér gerið þetta, munuð þér gleðja oss stórlega og veita félagi voru hina mestu sæmd. Kær kveðja.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.