Ísafold - 16.07.1913, Side 1

Ísafold - 16.07.1913, Side 1
 . Kemur út tvisvar í viku. Verðárg. 4 kr., erlendis 5 kr. eSa dollar; horg- ist fyrir miðjan júlí erlendis fyrirfram. Lausasala 5 a. eint. ■ ... .......■ TJppsögn (skrifl.) bundin við áramót, er ógild nema kom- in só til útgefanda fyrir 1. oktbr. og só kaupandi skuld- laus við blaðið. ■ ......■ XXXX. árg. Reykjavík, miðvikudaginn 16. júlí 1913. 57. tölublað Ertendar stmfregnir. Ófriðtwm fjetdur áfram. Grikkir og Serbar hafa neitað að taka miðlunar- tilraunum utan að. Framsókn þeirra heldur- áfram. I. O, O F. 947189. Alþýðufél.bókasafn Templaras. 8 kl. 7—9. Augnlækning ókeypis i Lækjarg. 2 mvd. 2—3 Borgarstjóraskrifstofan opin virka daga 10—8 Bæjarfógetaskrifstofan opin v. d. 10—2 og 4—7 Bæjargjaldkerinn Laugav. 11 kl. 12—8 og 5—7 Eyrna- nef- hálslækn. ók. Pósth.str.liA fid. 2—8 íslandsbanki opinn 10—21/* og 51/*—7. K.F.U.M. Lestrar- og skrifstofa 8 árd.—10 siÖd. Alm. fundir fid. og sd. 81/* sibd. Landakotskirkja. Gubsþj. 9 og 6 á helgum. Landakotsspitali f. sjúkravitj. 11—1. Landsbankinn 11-21/*, 51/*—61/*. Bankastj. 12-2 Landsbókasafn 12—3 og 5—8. Útlán 1—8. Landsbúnaðarfólagsskrifstofan opin frá 12—2 Landsféhirbir 10—2 og 5—6. Landsskialasafnió hvern virkan dag?kl. 12—2 Landssíminn opinn daglangt (8—9) virka daga helga daga 10—12 og§4—7. Lækning ókeypis Þingh.str. 23 þd. og fsd. 12—1 Náttúrugripasafnið opiðgl1/*—2^/i^á sunnud. Samábyrgð^Islands 10—12|og 4—6.' Stjórnarráðsskrifstofurnar opnar 10—4 dagl. Talsími Reykjavíkur Pósth.S'opinn daglangt JT (8—10) virka^daga"Shelga';daga 10—9. Tannlækning ókeypis Pósth.str. 14B md. 11—12 Vifllstaðahælið.THeimsókLartími 12—1 I>jóðmenjasafnið opið á hverjum degi 12—2. Nýja Bí6 í kvöld og næstu kvöld: cfölomið i cMorm6na6œnum. Dönsk listmynd í 50 atriðum. Byrjar kl. 9 síðdegis. Húsið opnað kl. 8l/a. — Sími 344. Sigfús Blöndahl Rödingsmarkt 57, Hamburg 11. Inn- & útflutningsverzlun. Umboðsverzlun. Allar íslenzkar vörur seldar hæsta verði. Slmnefni: Blöndahl. — Hamburg. Ofna og eldavélar selur Kristján rorgrímsson. Bandamanna- sty rjöldin. Onnur eins tíðindi og þau er gerzt hafa á Balkanskaga síðan i haust eru fágæt í veraldarsögunni. Og einsdæmi að heita má eru hin síðustu tíðindin, að sigurvegararnir hlassist í svo óþyrmilegar skærur, sem raun hefir á orðið um Balkan- bandaþjóðirnar. Eins og menn muna hófst þessi bandamanna-styrjöld í öndverðum júlímánuði. Þeir híífðu um tíma elt ólar, Búlgararöðrum megin, en Serbar og Grikkir hinum megin, um skift- ing herfangsins, landskæklana, sem hiinir sigruðu urðu að sætta sig við að láta af heudi. Samninga höfðu bandamenn gert sín í milli áður en ófriðurinn hófst í haust um landa- skifting, ef sigurs yrði auðið. Þá samninga töldu tvímenningarnir Grikkir og Serbar hina vilja rjúfa. En Búlgarar voru fullir ofmetnaðar eftir hernaðarfrægð sína og þóttust einnig mega fulltingis vænta frá Rússa hálfu, jafnvel þótt á fremsta hlunn træðu. Aftur munu, einkum Serbar, þózt eiga hauk i horni þar sem var Aust- urríkis-stjórn. Þegar á skyldi herða reyndust Rússar eigi hallkvæmri Búlgörum en það, að Nikulás keis- ari sendi miðlunar kröfu sina hina nafnkunnu í fyrra mánuði. Kom þá hik mikið á bandaþjóðir um fram- hald ófriðar-framkvæmda — og þótti horfa þá all-friðvænlega. Svo var málum komið í mánað- arlokin síðustu. En þá gerðust hinir þjóðofsamiklu æsingamenn meðal stjórnmálagarpanna í Búlgaríu svo uppivöðslumiklir og léku þann veg á herfrægðarstrengi þjóðarinnar í ný- loknum ófriði, að friðarflokkurinn þar í landi varð að lúta í lægra haldi. Serbar og Grikkir höfðu m. a. krafist, að þegar yrði vígbúnaðar-til- tækjum Búlgara hætt, eða mjög úr þeim dregið. í stað þess að sinna þeirri kröfu gerðu Búlgarar hið gagn- stæða og hófu bardaga við hina fyr- irvaralaust, án þess að gera þar um nokkura tilkynning fyrirfram. Þetta óheyrða ofstopa-tiltæki mælt- ist afarilla fyrir og hefir einnig hefnt sín illa á Búlgörum sjálfum. Ofsi þeirra komið þeim svo í koll, að allar horfur eru nú á, að í stað vafa- lausra stórmikilla landvinninga, sem þeir hlutu frá borði að bera eftir hinn fyrri ófrið, fái þeir nú, ef að líkum ræður, mikla skömm, en mið- ur af löndum. Grikkir hafa staðið sig betur en bandamenn þeirra Serbar, unnið hvern sigurinn á fætur öðrum við Pangoru, Belasitza-skarð, Dorian o. s. frv. og voru þ. n. júlí að setjast um Kostorina. Aftur höfðu Serbar kringum 10. júlí beðið ósigur við Pataritza. Þegar hér var komið beiddust Búlgarar vægðar þ. e. sendu Rússa- stjórn skeyti um, að þeir vildu fela henni að miðla málum til þess að firra sig og hinar þjóðirnar óþarfa blóðs-úthellingum. Þeim tilmælum hefir Rússastjórn liklega tekið vel, en tvímenningarnir nú sett sig á háan hest, eftir það, sem á undan er gengið — að því er ráða má af símskeytinu í dag, um að þeir hafi neitað að taka miðlunar- tilraunum utan að þ. e. frá Rússum. Meiðyrðamál það, er yfirréttur heimtaði höfðað gegn Magnúsi Torfasyni sýslumanni m. a. fyrir orðin: Guði sé lof, að til er hæstiréttur, er nú dæmt í und- irdómi af Guðmundi Barðstrendinga- goða þann veg, að Magnús hlaut sekt 200 kr., — en kvað áfrýja. Orgelgjaflr til Kleppshælis. Christensen apó- tekari 5 kr,, Þorl. J. 1 kr., Stefán Jónsson 1 kr. Hyernig getum vér orðið sjálfstæð þjoð ? Eftir Guðm. Hannesson. n. Eg hvarf frá því síðast að vér myndum, úr því sem komið er, þurfa að byggja fyrst veggina á hús- inu okkar, áður en vér sæktum þak- ið út yfir pollinn. Þá er vert að athuga hvernig vér getum reist þá hlýja og trausta, svo alt sé vel undir þakið búið. Eg held að öllum góðum mönn- um komi saman um það, að ejna- leqt sjáljstœði sé helzti hyrningar- steinninn. Fátæka menn brestur framkvæmda-afl til þess sem gera skal, og þá brestur oftast annað, sem er engu betra að skorta: sjálfs- traust og þrek. Um þetta er engin deila. En hvernig eigum vér þá að verða efnaðri? Ef vér spyrjum fjármálamenn vora, hrópa þeir upp yfir sig eiuum rómi: Þið eigið að taka lán í útlöndum, stór lán, lána svo tugum miljóna skiftir. Mér finst það væri líkast þeim að segja: hvuð atorkusamir sem íslendingar væru, hvað spar- samir og hvað hagsýnir, þá væri það alt einskisvirði ef ekki væru miljónir lánaðar í útlöndum. En ef lánið er nógu stórt og tryggilega séð fyrir því að alt, sem komandi kynslóðir vinna sér inn, gangi í rentur og afborganir til útlanda, þá hljótum vér að verða auðugir! Eg hefi stundum spurt þessa góðu menn hvort þeir sæu þá engann veg ann- an en útlend lán, og því hafa þeir harðlega neitað! Þessir ‘menn geta glatt sig yfir þvi að við höfum að nokkru leyti farið að þessum ráðum, og lánað. Ætli skuldir vorar við útlönd séu stórum minni en Dana, að tiltölu við fólksfjölda? Eru ekki vextir og afborganir af lánum orðin einn stærsti útgjaldaliðurinn í fjárlögun- um? Vera má að stórlánin séu hin æðsta vizka. En undarlegt er það að beztu fjármálamenn Dana kveina og kvarta undan ríkisskuldunum við útlönd og segja sjálfstæði landsins stór-hættu búna af þeim, segja að útlending- arnir séu í raun og veru búnir að kaupa undan þeim landið. Þeir segja, að svo búið megi ekki standa. Fólk hafi lifað yfir efni fram og verði nú að breyta um, verða bæði atorkusamt og sparsamt! Sama kveður við hjá fjármálamönnum Noregs. Þeim stendur stuggur af skuldunum og segja hverskonar hættu búna af þeim. En meðan þeir bera ráð sín sam- an, útlendu og innlendu fjármála mennirnir, trúi eg því í minni ein- feldni að meiri þekking, tneiri atorka 0g meiri sparsemi reynist oss viss- asti gróðavegurinn. Ef alt unga fólkið okkar væri eins fúst á að spara og reyna til að auðgast eins og það er að »fara í Bíó«, eða kaupa sér tildurföt, þá er eg viss um að vér þyrftum ekki út fyrir pollinn í fjárbænaerindum, sízt hversdagslega. Eg veit að Landsbankinn þarf á fé að halda, en eg veit líka að við gæt- um troðfylt bankahítina, þó botnlaus sýnist, af íslenzku gróðafé, dregnu saman með einfaldri íslenzkri atorku og dugnaði. Við gætum tífaldað þær 6 miljónir sem sagt er að við eigum í sparisjóðum. Hitt er annað mál, að lána meg- um við að sjálfsögðu og jafnvel stór- fé, ef einsýnn gróði er í aðra hönd og annað en staðlausar gyllingar eða glæsivonir óviturra manna. Eigi að síður eru útlendu lánin tvíeggjað sverð, sem nota verður með mestu varkárni. Það getur verið að vér græðum á lánum ef vér kunnum með að fara, en sá gróði er óviss; hinn handviss, sem atorka og spar- semi skapar. Þá virðist mér sem sumir ætli landsstjórninni og stjórnmálamönn- unum að græða fé fyrir fólkið, þeir eigi að gera þjóðina auðuga. Eg er á sama máli og Wilson Bandaríkja- forseti, að þetta sé að mestu undir einstaklingunum komið. Stjórnmála- menn geta tæplega leitt það í lög, að landslýðurinn skuli vera hagsýnn, atorkusamur og sparsamur. Ef þetta brestur, stendur alt þeirra fjármála- brask og hrófatildur á grautfúnum tréfótum. Nei, sjálfir verðum vér að temja oss þessar dygðir og inn- ræta börnunum þær. Þingið okkar mun eiga fult í fangi með að efla sitt eigið siðferðisþrek. Svo eg nefni eitt dæmi þess hversu atvinnuvegir eflast og auður safnast, vil eg benda á botnvörpungana. Til að byrja með, reynum vér að loka augunum fyrir þessum útvegi. Sektir og sóttvarnarlöggjöf vor höfð sem keyri til þess að fæJa íslenzka sjó- menn frá útlenzku botnvörpungun- um. En hvað sem stjórn og löggjöf sagði, sintu sjómenn því ekki, kyntust útlendingum, lærðu mál þeirra og veiðiaðferðir. A þennan hátt fluttu ötulir sjómenn þekk- inguna inn í landið í trássi við lög og landsstjórn, og þeir tóku síðan höndum saman við duglega fjársýslu- menn hér, til þess að koma upp innlendum botnvörpuútvegi. Þegar ötulir einstaklingar höfðu brotið þann- ig ísinn, þrátt fyrir marga erfiðleika kemur landsstjórnin og týnir af hverju skipi 2—3000 kr. á ári hverju í alls konar sköttum og skyldum. — Tvent má þó telja, sem hún hefir unnið útvegnum til gagns: stofnun íslandsbanka, sem sagt er að sé þó í fyrstu að þakka Páli Torfa- syni, og byggingu nokkurra vita. Það er fljótséð, að botnvörpuút- vegurinn er að mestu leyti sprottinn af atorku einstaklinganna, dugnaði leirra, hagsýni og sparsemi. Lands- stjórnin á minstan hlut í honum. Vér verðum auðugir, ef vér erum siðferðisgóðir, dugandi menn, atorku- samir, sparsamir og hagsýnir. Þetta mægir. Og pað eru enqar aðrar leiðir til, hvað svo sem allir jjármála- og jjárglajramenn segja! Það kann að vera að sumum þyki iessi vegur þröngur, vafasamt að Eólkið fari hann. Eg er vongóður í þessu efni. Eg er viss um að ís- lendingar eru ágætur kynþáttur, og eg sé ekki á þeim nein alvarleg afturfararmerki. Innan um alla sam- kepni í Ameríku hafa Islendingar reynst vel, hvervetna verið taldir ágætir bændur, ágætir námsmenn, margir efnast vel, og sumstaðar er að orðtæki orðið: honest as an Ice- ander! (ráðvandur eins og Islend- ingur). Þá er það og einmælt að sjómenn vorir standi engum að baki : sinni grein. Vafalaust erum vér og að verða efnaðri með hverju ári, atvinnuvegir vorir eru stórum að breytast til hins betra, vörur vorar að hækka í verði. Landið er viða að yngjast upp og taka stakkaskiftum. Vér erum á eiðinni að verða svo efnaðir, sem þetta hrjóstruga land leyfir, þó margt sé enn í byrjun. Þó mér sé það ljóst, að það er minst undir alþingi og stjórnmála- mönnum vorum komið, hvort oss búnast vel Islendingunum eða ekki, heldur hagsýni, atorku og sparsemi alþýðunnar, þá stendur auðvitað ekki á sama hvað þingið hefst að. Oft getur það stutt góð mál til mikilla muna, en umfram alt getur pað gert okkur stórtjón, ef óviturlega er að farið. Hugsum oss að einhver af ung- lingunum, sem nú 'eru að alast upp í landinu, yrði ágætis stjórnmálamað- ur, skapaður til þess að höggva hnúta sundur, með fullu trausti alþýðunnar að baki sér. Eg get vel hugsað mér að hann sjái ráð til að breyta og bæta jafnvel vitlausustu saminga við Dani, sjái ráð til þess að skilja lönd- in ef í það færi, en hitt held eg honum yrði ofraun að færa það í lag í fljótu bili, ef landið væri skuld- unum vafið eins og skrattinn skömm- unutn og þung skattbyrði á alþýð- unni hyrfi öll í rentur og afborgan- ir af gömlum óviturlegum lánum, sem að sjálfsögðu hefðu verið talin stór gróðavegur, þegar þau voru tekin, en reynst hefðu illa. Eg held að hann gæti á engan hátt hlaupið frá miljóna-skuldum og öll hans góðu ráð strönduðu á því skeri. Vér verðum að krefjast þess af þinginu, að það vinni ekki slík skaðræðisverk, að það haldi fjárhag landsins ekki að eins i góðu heldur mjög góðu horfi. Þá virðist mér önnur hætta geta stafað af þinginu. Með sívaxandi eyðslu þingsins er altaf verið að hræra í skattalöggjöfinni og það er I

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.