Ísafold - 16.07.1913, Blaðsíða 3

Ísafold - 16.07.1913, Blaðsíða 3
I S A F 0 L D 225 Allra blada bezt Allra frétta flest Allra lesin mest ÍSAFOLD Kemur út tvisvar í viku alt árið, 104 blöð alls. Allir, sem vilja fylgjast með i þjóðmálum, halda ísafold, hvaða flokks sem eru. Kaupbætirinn betri sögur en nokkurt annað blað flytur. Kostar aðeins 4 kr. Lang- ódýrasta blað landsins. Ekkert heimili lands- ins má sjálfs sín vegna vera án lsafoldarl — LIFEBUOY SOAP (LIFEBUOY SÁPAN) bjargar lífi manna heima fyrir alveg eins og björgunarbátar og björguq- arhringir bjarga Iífi manna á sjó. Á heimilinu, í verksmiðjunni, í skólanum, á spítalanum, og í opin- berum stofnunum munu menn komast að raun um, að Lifebuoy sápan stuðlar að fullkomnu hrein- læti og að þvrað tryggja heilsuna ; hún er undir eins bæði sápa og sótthreinsunarlyf, styrkir heilsuna og eykur hreinlæti, en kostar þó ekki meira en vanaleg sápa. Nafnið LEVER á sapunni er trygginá fyrir hrcinleik hennar og kostum. 2717 KYennaskólinn á Blönduósi. með sér eitthvað af dúettum, því að Pétur Halldórsson er á sínu sviði, í bassasöng, bæði mestur og beztur raddmaður vor. Mundi því mikil ánægja að heyra, ef nafnarnir legðu saman. Ego. Skemtískipin þýzku. Þau voru hér tvö um siðustu helgi, Grosser Knrjúrst og Victoria Luise. Hið fyrra hafði 360 farþega, hið síð- ara 480. Þegar við þessar tölur bætast skipshafnirnar, er óhætt að fullyrða að yfir 1000 útlendingar hafi verið i landi á sunnudaginn. Enda bar bæjarútlitið vott þess bæði á sjó og landi. Það úði og grúði af ferðamönnum, akandi, ríðandi, gangandi og siglandi. Vissulega gefur þessi álitlegi ferða- mannasægur peninga inn í landið og yrði það landsmönnum of dýrt, að láta vitagjaldið spilia þessum ferðum með öllu. Þessi skip, einkum Victoria Luise, mega heita skrautlegustu dýrindis sjávarhallir, enda líka kostað skild- inginn. Victoria Luise hefir kostað 12 milj. króna eða minsta kosti 5. hluta af öllum þjóðarauð vorum, eins og hann er nú. A sunnudaginn var alþingismönn- um og blaðamönnum o. fl. boðið út í bæði skipin til að skoða þau. Var þar í báðum skipum framreiddur morgunverður og gestum tekið með virktum og ljúfmensku af skipstjór- um. Fyrir Victoriu Luise (sem heit- in er í höfuð þýzku keisaradóttur- inni, er gefin var syni Cumberlands- hertoga um daginn) ræður M. Meyer, sem búinn er að koma hingað til lands á hverju sumri síðnstu 10 ár- in, en fyrir Grosser Kurftirst ræður Dietrichs kafteinn. Þeir mæltu báðir fyrir Islandsminni, en Indriði Ein- arsson skrifstofustj. bað minnast Þýzkalands og Ditlev konsúll Thom- sen skipstjóra og skipaútgerða. Skipstjórar sýndu gestum skipin hátt og lágt. Af öllu, sem fyrir augun bar, mun flestum minnisstæð ust sundlaug sú bin mikla með sjár varvatni i, er komið hefir verið fyrir í Victoria Luise. Það er gaman að því að hverfa á nokkurum mínútum úr vorum fátæk- lega höfuðstað út í þessar glæsilegu innanholu sjávarborgir, og standa alt í einu augliti til auglitis við alt hið skrautiegasta og dýrasta, sem hín jötunríka heimsmenning hefir upp vissast að liði, en til þessa hefir hann verið rnjög vanræktur«. Þetta eru sannindi, sem Islendingar hafa aldrei metið til fulls. Og það er hægt að segja það sama enn fram á þenna dag: Sjórinn hefir verið Vanræktur. Það er auðvitað, að hefð- um við haft nokkra frams/ni, þá hefð- um við lagt áætíunina þannig að byrja á sjónum, nota þá samgönguleið út í sesar, taka síðan til landveganna og loks til síma og járnbrauta. Þetta er svo auðsætt — þótt ekki só að öðru leyti en því, hvað fljótara má komast áfram. Eins og nú er, mun það taka alt að 3 vikum að koma brófi um há- vetur frá Rvík til Seyðisfjarðar land- Veginn, og jafnlangan tíma að fá svarið. En fyrst menn nú ekki hafa verið svo framsýnir áður, að ieggja fyrst leiðina á sjónum, þá verður nú að taka til óspiltra málanna og koma samgöngu- ftiálunum í rótt horf. Kaupmenn studdu þessa málaleitun Þingeyinga af alefli. Er það gleðilegt og færi betur, uð kaupmenn legðust á sömu sveifina ftú, enda vona eg að svo verði. Þingið tók strandferðamálið til íhugunar og sendi síðan'kotmngi brcnarskrá, þar sem hugsað til lystisemda og þæginda þeim, sem nóga eiga skildingana. Og ósjálfrátt flýgur manni í hug: Hvenær skyldum vér íslendingar verða þess um komnir að eignast og hafa ráð á að nota slík skip ? Nokkurntíma? Aldrei? Einhverntíma verður það. Þá trú hefi eg. En þeim framtíðargrillum skulum við sleppa, en muna hitt, að fyrir 1. ágúst eigum við að vera búnir sama sem að eignast tvö íslenzk eimskip til bráðustu lífsnauðsýnja í samgöngubótum. Fyrst verður oss að takast það. Hitt kemur þ á á eftir; en annars aldrei. »Þetta er nú mín meining*, eins og kerlingin sagði. Ego. ReykjaYíkur-annálI. Aðkomtnnenn: Sig. Olafsson sýslum. frá Kallaðarnesi og frú hans. Bjarni Jónsson dómkirkjuprestur kvæntist í gær og hóldu þau hjón til útlanda á Botníu í gærkveldi, ætluðu til Danmerkur, Svíþjóðar og líklega Þýzkalands. í gær var þeim færð all- vegleg brúðargjöf frá nokkurum vinum þeirra og sóknarbörnum síra Bjarna — hátt á 5. hundrað krónur í gulli. Courmont háskólakennari fór hóðan í gær á Botníu eftir nær tveggja ára dvöl hór í landi. Emil Scliou bankastjóri fór héðan alfarinn með fjölskyldu sína á Botníu í gær. Bankastjórinn hefir verið veill á heilsu seinni part vetrar og í vor, einkum hefir svefnleysi bagað hann. Ráðgerði hann að taka sér heilsuhælis- vist einhversstaðar á Bretlandi sór til hressingar. — í fyrrakvöld var hann kvaddur í Islandsbanka af bankastjórn, bankaráði og starfsmönnum bankans. Þökkuðu þeir Sighv. Bjarnason af stjórn- ar, eu Jens Waage bókari af starfs manna hálfu Schou starf hans í bank- anum. Hjúskápur: PóturThoroddsen lækn- ir og jungfr. Friðrika Yaldimarsdóttir. Gift borgaralega þ. 12. júlí. Bjarni Jónsson dómkirkjuprestur og jungfr. Áslaug Ágústsdóttir. Gift 15. júlí. Skipafregn. F 1 0 r a kom á sunnu- daginn. Meðal farþega : Jón H. Svein- björnsson cand. juris frá Khöfn. B o t n i a fór héðan í gær með fjölda farþega. Slys vildi til inni í Sláturhúsi á laugardagskvöld. Maður einn Þor kell Hreiusson hrapaði og meidd ist svo mikið, að bana beið af byltunni í fyrradag. Vestur-fslendingarnir, sem hór hafa verið á ferð undanfarið hurfu flestir heim á leið í gær á Botníu m. a. Jón Vopni með fólki síuu, og þeir bræður Sveinn og Th. Thorvaldsson frá Winni- peg, sem um tíma hafa ferðast um landið. farið var fram á að við fengjum 12 strandferðir kringum landið. Sýnir það hvað menn álitu um 1860 að land- ið þyrfti margar strandferðir, sem sé 1 ferð á mánuði, þótt nú sóu menn svo uægjusamir að una við 6—7 strand- ferðir á ári. Það er ánægjulegt að lesa Þingtíðindin frá þessum tíma og sjá áhugann og eindrægnina, sem ríkir í þessu máli, og samúðarblæinn og um- hyggjuna fyrir landi og þjóð. Þá er ekki verið að hugsa um hagsmuni og gróða einstakra manna og erlendra fé- laga. Því miður varð samt ekkert úr strandferðunum í það skifti, því að Danir skeltu skolleyrunum við mála- leitaninni. 1864 fær svo stjórnin til boð í strandferðirnar frá enskum manni, P. L. Henderson, en ekkert var þó að samningum. 9. júní 1865 senda Þing- eyingar aftur bænarskrá, og ítreka beiðni sína um strandferðir. Slá þeir þá af kröfum sínum til þess að reyna að fá málinu framgengt. Skipið átti nú að vera minna en áður, og var ætl- ast til að það gæti jafnframt verið strandvarnarskip. Einnig komu bæna- skrár úr 4 öðrum sýslum og alþingi samdi enn ávarp til konungs, en alt Ýms erl. tfðindi. Danska ráðuneytið Svo fór, sem við var að búast, að utanríkisráð- herra varð Erik Scavenius, sá er því starfi gegndi i fyrra ráðuneyti Zahle. — Hið nýja ráðuneyti hefir afsalað sér titlum öllum og lögtign. Þingi sleit stjórnin þegar er hún var á laggir komin, en ráðgert að kveðja þing saman aftur í september í haust og taka þá til óspiltra málanna til þess að hafa fram grundvallarlaga- breytinguna, sem Berntsensstjórnin gekst fyrir í öndverðu. Mutubrigzl vi0 brezka ráðherra: í vetur og vor hefir mikið gengið á í Bretlandi út af afskiftum ýmissa ráðherranna af Marconifélaginu. Var þeim brigzlað um að hafa þegið mútur af félaginu og hlauzt af mikil máladeila með vitnaleiðslum og hneykslisbraski miklu af andstæðinga hálfu. Seint í júní komust þessi mútubrigzl til umræðu í neðri mál- stofunni. Þeim var einkum beint að L’loyd George, etr hann flutti hina snildarlegustu varnarræðu í þinginu. Lauk þeim málum svo, að samþykt var ályktun um, að þingið teldi brigzl þessi óréttmæt með öllu og væri þeim ósamþykt. .. -----♦>•><•-------- Þakklæti. Innilegt þakklæti vottum við öll- um þeim, er mintust okkar með vin- áttuþeli í tilefui af brúðkaupi og ferðalagi okkar. Reykjavík 15. júlí 1913. Jslaug Jgústsdóttir. Bjarni Jónsson. varð þó árangurslaust. Sama ár lætur datiska stjórnin það í Ijósi, viðvikjandi millilandaferðunum, að sór sé engin þægð í, að skipið komi við í Liverpool — og lögðust þær ferðir niður. 5. febr. 1867 selur Kock skip sitt »Arcturus« Sameinaða fólaginu og f r á 1. jan. 1868 komumst við undir járnhramm þess»Sam- einaða«, sem við höfum al- drei síðan losnað undan. Danska stjórnin semur við það um millilandaferðir næstu 5 árin. Skyldi skipið vera 400 tonn og ferðirnar til landsins 6. Fyrir þetta heimtar fé- lagið, ekki 10 þús., heldur 15 þús. Rd., eða 30 þús. kr. Þar að auki skyldi engin ferðaáætlun fyrirfram ákveðin, heldur skyldi í Danmörku til- kynna ráðaneytinu og í Rvík stjórnar- völdunum, með 8 daga lyrirvara, hve- nær skipið legði á stað. Árið 1865 voru gufusk.ferðirnar lagð- ar undir póststjórnina dönsku. Sama ár senda Þiugeyingar enn bænarskrá um strandferðir. En með stöðulögunum 1871 taka Danir sjálfir að sór póst- flutninginn. Þetta hefir verið skilið á mismunandi hátt. Hér á landi var það Sem kunnugt er, brann kvennaskóla- húsið á Blönduósi síðari hluta vetrar 1911, en fyrir sórstakan dugnað og áhuga Húnvetninga var það reist á uý síðastliðið sumar úr steiusteypu og er það hið vandaðasta hús rúmgott og hlýtt. Síðastliðinn vetur voru námsstúlkur skólans 40 að tölu og skal hér með fám orðum skýrt frá námi þeirra bæði til munns og handa. 1. Islenzka. III. d.: ísl. málfræði eftir H. Br. lesin öll og endurlesin. Skóla- ljóð lesin og kafli ár Egilssögu, Hávamál og Völuspá úr Sæmundareddu. 1 ritgerð á viku. II. d.: Isl. málfræði eftir H. Br. lesin öll og endurlesin. Skólaljóð lesin og skýrð, mörg kvæði lesin og flutt. 1 ritgerð á viku. I. d : Isl. málfræði eftir H. Br. lesin öll 0g endurlesins. Skólaljóð lesin og skýrð, mörg kvæði lærð. 1 rit- gerð á viku. 2. Reikningur. III. d : Reiknings- bók J. J. s. h. lesið alt og endurlesið, enn fremur skrifl. æfingar. ll. d.: Reiknings- bók J. J. f. h. alt og s. h. að bls. 140 lesið og endurlesið, nokkrar skrifl. æfingar. 3 Landafræði. III. d.: Landa- fræði K. F. lesin öll og endnrlesin. II. d.: Landafræði K. F. lesin öll og að mestu endurleBÍn. I. d.: Landafræði K. F. lesin því nær öll og endurlesin. 4. Saga. III. d.: Mannkynsaaga Þ. B. lesin öll og endurlesin. Islandssaga B. M. lesin öll og endurlesin. II. d,: Mann- kynssaga Þ. B. lesin og endurlesin að b!e. 110. 1. d : Islandssaga H. Br. lesin öll og endurlesin. 5. Náttúrufræði. III. d: Eðlis- fræði (Smith) lesin öll og endurlesin. Grasafræði B. S. lesin öll og keut að pressa og lima inn grös. II. d.: Náttúrufræði B. S. um dýrin, jurtirnar ogmanninn lesin og endurlesin ásamt munnl. kenslu i heilsn- og hjúkrunarfræði. Kent að pressa og lima inn grös. I. d.: Náttúrufræði B. S. um dýrin. jurtirnar og manninn lesin og endurlesin ásamt munnl. keuslu i heilsu- og hjúkrunarfræði. Kent að pressa og líma inn grös. 6. Danska. III. d.: Matzen 100 bls. og 225 bls. i Rördam og Agerskov lesið og endurlesið. 20 stilar. II. d.: Dönsk námsbók J. 0. II. h. lesið alt og endur- skilið svo, sem Danir skuldbindu sig til að flytja póstinn ekki að eins til Rvík- ur, heldur og kringum alt land. Skiln- ingur Dana á þessu ákvæði varð allur annar og urðum við að hlíta honum. Þetta er meðal annars bending um það, hve afar áríðandi það er, þegar tvær þjóðir semja, önnur sterk en hin veik, að allir samningar sóu skýlausir, og svo só um hnútana búið, að þeir verði ekki skildir nema á einn veg. Við höfum hér og oftar reýnsluna fyrir því, að lögskýr- ing gengur ávalt þeim sterkari / vil. Fyrsta regluleg ferðaáætlun ar sam in árið 1870. Skyldu ferðirnar vera 7 og viðkomustað í Leirvík eða Granton. Auk þess átti skipið nú í þrem ferð- um að koma við á Seyðisfirði. Þessi áætlun gildir fyrir árin 1870, 71, 72, 73, 74 og 75. Þingið 1873 hreyfir málinu alls ekki, og má það heita eina þingið, sem eltkert fæst við samgöngumálin. Þingið 1875 tekur málið að nýju til rækilegrar íhugunar; benti það á skyldu Dana til þess að annast einnig ferðirnar kringum land. Var beðið um 4 strandferðir og þrátt fyrir skyldu Dana, bauð alþingi 15 þús. króna úr landssjóði í 2 ár. Þá voru Niðursuðuvörur Þessar eru komnar aftur til verzlunar undirritaðs: Leverpostej í * l/i og J/2 dósum Reykt síld í olíu »Prince 01av«-Sardínur Ananas, Perur, Apricots m. m. Alt að vanda ódýrast í verzluu B. H. Bjarnason. Herbergi móti suðri fæst til leigu nú þegar í Bankastræti 14. 2 herbergi með húsgögnum eru strax til leigu í góðu húsi. Rit- stj. vísar á. Ungling' vantar nú þegar til snúninga. Afgr. vísar á. iesíð og 40 bls. i Þ. 0g B. dönskunáms- bók. 20 stllar. I. d.: Dönskunámsbók J. O., I. li , lesið og endurlesið. 15 stílar. 7. Dráttlist. III. d.: Teiknað eftir hlutum og trékubhum. II. og I. d : Teikn- aðar flatmyndir. 8. Söngnr. III., II., I. d.: Sungin og lærð mörg lög ásamt söngfræði. Auk þess lærðu stúlkur, er þess óskuðn, orgelslátt og ensku. 9. Handavinna. I skólanum voru búnar til 452 ýmiskonar innri og ytri flíkur og 172 alls konar heimilismunir, samtals 624 stykki. Enn fremur lærðu stúlkur viðgerð á fatnaði, máltokningu og fatasnið. Kunnugur. ---------—> v <:•------- Yíirdómurinn. Dómstjórinn biður þess getið, að mishermi hafi verið í ísafoid síðast, að yfirréttur hafi tekið sér snmar- leyfi. Það sé aldrei vani, en á hinn bóginn hafi yfirdómslögmennirnir komið sér saman um að haga svo til, að sem allra fæst mál væru tekin fyrir að sumrinu. tekjur landsins ekki meiri en J/6 á við það sem nú ern þær. Eftir sama hlut- falli ættum við nú að vilja borga 90 þús. krónur til straudferSanna. 26. marz 1876 kemur loksins svar frá Dönum eftir 19 ára áratigurslausar kröfur. Amtmönnum er þá tilkynt, aS skipiS Díana, sem margir kannast við, eigi aS fara 3 strandferðir. FerSaáætl- unin var birt í júní; á henni var þó að eins gert ráS fyrir 2 ferðum. Sama ár fá menn fyrsta farþegataxtann. í nóv. birtist nýr taxti fyrir árið 1877 og áætlun með 3 ferSum. Þingið 77 áleit samgöngurnar þrátt fyrir þetta alls ónógar. Kvartanir komu víða að um að fólk yrði að bíða óhæfilega á höfnum, sórstaklega stúdentar og ferða- fólk. Biður þingiS því enn um 4 strand- ferðir og býður 3 þús. króna árstlllag í viðbót, eða 18 þús. kr. alls. Var það drengilega boðið. Einnig ætiaði þingið að sætta sig viS að 2 af 7 beinu ferðunum færu kringum landið. Þetta stórmál (!!) ætlaði að valda bardaga milli innanríkisráðgjafans og dómsmála- ráðgjafans. Menn geta lesið um það á bls. 42 f stj.tíS. frá 1878. Innanríkis- ráðgjafinn sagði að ómögulegt væri að

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.