Ísafold - 19.07.1913, Blaðsíða 1

Ísafold - 19.07.1913, Blaðsíða 1
Kemur út tvisvar í viku. Verð árg. 4 kr., erlendis 5 kr. eða l^dollar; borg- ist fyrir miðjan júlf eileiidis fyrirfram. II Lausasala 5 a. eint. ISAFOLD Uppsögn (skrifl.) bundin viðáramót, erógild nema kom iu sé til i'itgefnuda fyrir 1. oktbr. og sé kaupandi skuld laus við blaðið. isafoldarprentsmiðja. Ritstjóri: Ólafuí* BjÖJMasson. Talsimi 48. XXXX. árg. Reykjarík, laugardaginn 19. júlí 1913. 58. tölubiaö IOO P. 947189. Alþýöafél.bókasafn Templaras. 3 kl. 7—9. Angtilækmng ókeypis i Lækjarg. 2 mvd. 2—3 Borgarstjóraskrifatofan opin yirka daca 10—3 Bæjarí'ógetaskrifstofan opin v. d. 10—2 og 4—7 Bæjargjaldkerinn Laugav. 11 kl. 12—3 og 5—7 Eyrna- nef- halslækn. ók. Pósth.str. 14A fid. 2-8 íslandsbanki opinn 10—2'/i og 5'/i—7. K.P.U.M. Lestrar- og skrifstofa 8 árd.—10 síðd. Alm. f'undir fid. og sd. 81/* siðd. Landakotskirkja. Guðsþj. 9 og 6 á helgum. Landakotsspitali f. sjúkravitj. 11—1. Landsbankinn ll-2>/«, S'/s—6>/«- Bankastj. 12-2 Landsbókasafn 12—3 og 5-8. Útlan 1—8. Landsbúnaoarfélagsskrifstofan opin fra 12-2 Landsféhiroir 10—2 og 5—6. LandsRkialasafnio hvern virkan dag'kl. 12—2 Landsaíroinn opinn daglangt (8—9) virka daga helga daga 10—12 og 4—7. Læknins ókeypis Þingh.str. 23 þd. ogfrid. 12—1 Náttúrugripasafnið opið l>/«—'2i/» a snnnud. Samábyrgo Islands 10—12 og 4—6. Stjórnurraosskrifstofurnar opnar 10—4 dagM Talsimi Reykjavlkur Pósth.3 opinn daglangt (8—10) virka daga helga daga 10—9. Tannlækning ókeypis Pósth.str. láBmd. 11—12 Vffilstaðahælið. Heimsókt.-irtimi 12—1 Þi6ðmenja9afnið opið á hverjum degi 12—2. Nýja Bíó I kvöld og næstu kvöld: Sagan um móðurina. Norræn listmynd. Aðalhlutverkið leikur: Frú Raqna Wettergren, frá Þjóðleik- hiisinu í Kristjaníu. Byrjar kl. 9 síðdegis. Hiisið opnað kl. 8l/a. — Sími 344. Erl. símfregnir. Khöfn 18. júli 1913 Ófarir Búlgara. Stjórnleysi í Búlgaríu. Danev - ráðuneytið fallið. Her Rúmena nálgast höf- uðborgina Sofía. Alt virðist bera að sama brunni fyrir Búlgörum, eftir símfregnum að dæma. Sigurvegaranna fremstir og máttugastir voru þeir eftir banda- manna-ófriðinn við Tyrki, en nú er eigi hægt annað að sjá, en að þeir séu að tefla öllu sínu í botnleysis- fen. — Danev var þeirra aðalforingi í Tyrkja-ofriðnum. Nú er ráðuneyti hans fallið og stjórnleysi ríkir, en Rúmenaher er að setjast um höfuð- borg Búlgara. Afleiðingarnar eru ómælanlegar, en sem stendur er eigi annað fyrirsjá- anlegt en að Búlgarar verði sú þjóð- in, er mestan halli bíður í binni blóðugu Balkanstyrjöld. Rétt er að geta þess, að fregn sú um morð á Ferdínand keisara, sem smáblað bæjarins hefir flutt, mun eigi annað en bláber bábilja og hreint ranghermi eöa misskilningur á loft- skeytum til frakkneska herskipsins Lavoisier. f Sesselja Thorberg, dóttir Bergs heit. Thorberg lands- höfðingja og konu hans Elínborgar Pétursdóttur, lézt í Höfn þ. 30. jdní eftir 4 mánaða legu i brjóstveiki. — Hún var gift dönskum sjóliðsforingja, Schiörring að nafni. — Frú Sesselju verður rækilegar minst í næsta blaði. Ragnheiður Hafstein ráðherrafrú. Ráðherra Hannes Hafstein hefir orðið fyrir þeim sára harmi að missa konu sina á bezta aldri, frá miklum barnahópi. Frú Hafstein lézt í fyrri nótt kl. 2. Hún hafði legið rúmföst siðan í miðjum maí í gigtsótt og verið þungt haldin af þjáningum á köflum, en lífshætta þó engin. En á miðvikudag bættist lungnabólga við hin önnur veikindi og mátti hún eigi við því. Frú Ragnheiður Hafstein varð að eins 42 ára, f. 3. apríl 1871, dóttir Stefáns prests Thordersen (Helgasonar biskups) og Sigríðar Ólafsdóttur (sekretera í Viðey), sem enn lifir og var hjá dóttur sinni. Hún giftist 1889 Hannesi Hafstein, síðar ráðherra. Þau eignuðust 10 börn, tvö hin elztu þeirra, Sigurður og Kristjana, eru dáin; en 8 lifa, 7 dætur og 1 sonur, hið yngsta á 1. ári og flest á barnsaldri. Með frú Ragnheiði Hafstein er í val hnigin ein af mestu mann- kosta-konum landsins. Hún var óvenjumikil þrekkona, tápið og lífsfjörið virtist ókúgandi meðj öllu og fyrir því er það meira en óvænt og grát- legt, að hin kalda hönd dauðans skuli nú hafa á miðjum blóma-aldri hennar svift henni burt. Harmdauði er frú Ragnheiður Hafstein öllum, er henni kyntust nokkuð. Það var eins og alt af væri bjart kringum hana, svo mikinn lífsgleðinnar fjársjóð átti hún inni fyrir, sem hún miðlaði og óspart af. — En mestur harmdauði er hún auðvitað manni, börnum og aldur- hniginni móður. Hjónabandi þeirra Hafsteinshjóna mátti með sanni við bregða fyrir ástúðlega samúðar-sambúð og munu þeir, sem kunnugastir eru, bezt geta áttað sig á, hve mikið ráðherrann hefir mist við fráfall hennar. Um nokkur ár skipaði frti Ragnheiður Hafstein tignasta húsfreyju- sess landsins m. a. árið, sem Friðrik konungur 8. og margt erlent stór- menni heimsótti oss. Þann sess skipaði hiin oss til svo mikils sóma í allii framkomu sinni, að landsmenn mega minnast með viðurkenning. Hún var með mestu fríðleikskonum, höfðingleg á svip og gervileg í fasi, en jafnframt blátt áfram, tilgerðar- og hispurslaus í allri framgöngu, svo að orð var á gerandi. Þegar fráfall ráðherrafrúarinnar barst lit voru veifur dregnar á hálfa stöng um allan bæ. Alpin^i vottaði samúð sína þann veg, að forseti sam. þings Jón Magnússon bæjarfógeti kvaddi alla þingmenn til fundar kl. 12 á hádegi og mintist fráfallsins á þessa leið, en þingmenn stóðu upp með- an á ræðu forseta stóð: Ráðherrafrú Ragnheiður Hafstein andaðist kl. 2 í nótt. Þótt hún lægi rúmföst um all-langan tíma, þá var fráfall hennar sviplegt. Þangað til síðustu tvo sólarhringana varði víst engan, að sjúkdómur hennar mundi hafa þennan enda. Sorgaratburður þessi verður því sárari, er þessari ágætiskonu er svift burtu að óvörum og á bezta aldri. Það er á allra vörum, að hjónaband hennar og ráðherra vors hafi verið svo gotl, að ekki gat betra, og heimilislíf þeirra fyrirmynd. En þessi kona var ekki einungis í orðsins beztu merkingu góð kona og góð húsmóðir. Hennar hlutverk varð það, um nokkur ár, að koma fiam landsins vegna. Hygg eg það sannmæli, að hún hafi verið fremsfa kona landsins, ekki einungis vegna stöðu sinnar, heldur og fyrir hæfileika sakir og mann- kosta. Það veit eg og að er sannmæli þeirra, er til þektu, að hiin hafi jafnan komið svo fram i hinni vandasömu stöðu sinni sem æðsta kona landsins, að því væri til sæmdar. Þess vegna vekur fráfall hennar sáran harm, ekki einungis hjá hennar nánustu og í þessum bæ, þar er hiin ól mestan aldur sinn, heldur nm alt land. Blessuð sé minning hennar. Forseti kvaðst ennfremur fyrir alþingis hönd mundu votta ráðherra hluttekningu þingsins í hinum sára harmi og mikla missi, er honum og fjölskyldu hans hefði að höndum borið; ennfremur gat forseti þess, að deildarforsetarnir hefðu ákveðið að láta deildarfundi niður falla þann dag í tilefni af andlátinu. Flugferða-afrek. Frakkneskur flugmaður, Brindejonc að nafni, hefir í vor getið sér heimsfrægð með afrekum sínum í fluglistinni. Seint í jiini lagði hann í flugferðalag til allra höfuðborga Norðurálfu. Hann lagði upp frá Parísarborg, hélt til Berlínar, Warschnu, Pétursborgar, Stokkhólms, Kaupmannahafnar, Hamborgar og Haag. Milli París.ir og Warschau eru 1425 rastir, eða eins og 28'/2 sinnum til Þingvalla. Þessa leið fór Brindejonc i flugvél sinni á 10 klst.; með þeim hraða mundi vegurinti til Þingvalla þræddur á 21 mínútu. Brindejonc hefir flogið bæði hraðara og hærra en nokkur annar. Hann A mesta heims- hjdli allra flngmanna nú. Myndin er tekin af honum þegar hann lenti í Khöfn oí var borinn i gullstól af fagnandi fólkinu. Þar og raunar allstaðar, sem hann kom á hinu merka hringferðalagi sínu var Brindejonc tekið með fagnaðarlátum og miklum virktum. Ýms erl. Friðþjófur frækni. Vilhjálmur Þyzkalundskeisari hefir 11/lega fœrt hinni norsku þjó'ö stórfenglega gjöf í miuuing þess, uð hann kemur í sumar í 25. sinni til Noiegs. Gjöfin er feikna- mikil standmynd af Friðþjófi f r æ k n a, söguhetjuuni, sem Tegnér svo sem þjóðhátíð væri um alt þýzka ríkið. Telja Þjóðvevjar Zeppelin mestau allra sona þjóðarinnar fyrir hugvit og Zeppelin qreifi. atorku — fyrir það að lu\nn var fyrstur manna til að leggja undir sig loftið — gera það að »flutntngabraut«. Henri Kochefort látinn. Hanr. vaí nafnkendastur og illrsenidastur blaða- maBur FrakklandR- ;i-*inni tíð. Árið Standmynd aý Friðpjófi jrakna. oiti af Friðþjófssögu. Standrnyndinni er ætlaður staður einhvei'sstaðai' við Sognefjord og á að aíhjupa liana í sumar (31. júh'), meðan keisari dvelst i Noregi, í viðurvist haus og Hákonar konungs. Styttan er 28000 pd. að þyngd, 12 stikur á hæð, sverðið tí.2,5 stikur og ilskórnir 1.86 stika. Zeppelin ^r&iii varð 75 ára þ. 8. júh'. Var sá ds<gur hátíðlegur haldinn Henri Rochejort. 1868 byrjaði hann að gijfa út blaðiS »La lantcrtie* (ljó-kerið), og róðst þar af hinu mesta hlíföarleysi á ktisaradæmi

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.