Ísafold - 23.07.1913, Blaðsíða 2

Ísafold - 23.07.1913, Blaðsíða 2
232 I SAFOLD Fuglafriðun. Oft er talað um, að forfeður okkar hafi leikið landið grálega, tekið við miklu, skilað litlu. ■ Skógarnir, sem þöktu landið milli fjalls og fjöru, eru nú strjálar, lágvaxnar leifar, en mest alt landið bert og nakið, gömul skógstæði berir melar; loftslagið kaldara, gróðurinn allur kyrkingslegri. Alt þetta tjón stafar af tómri heimsku. Það var viðgeranlegt. Þjóðin gat haft nógan skóg til afnota, og hann samt haldist við um aldir alda, ej ungviðinu hejði verið hlíjt. Sú kynslóð, sem nú lifir, áfellir þá, sem dauðir eru, en fetar í fót- * spor þeirra, leikur fugiana eins og þeir skógana, fórnar framtíðinni fyrir augnablikið, drepur fugl og eyðir ungum, brýtur niður án þess að byggja upp. Og þó eru fuglarnir eitt hið feg- ursta í náttúrunni, í formi, litum, hreyfingum og tónum. Líklega vill nú þjóðin samt ekki vera bæði skóglaus og fugl-laus, því að fyrir liðugri öld var farið að vernda eina tegund, æðarfuglinn. Þá voru þeir drepnir eins og aðrir fuglar og sjaldgæfir fremur. En á einni öld hefir þeim fjölgað svo mjög, að nú eru þeir óteljandi eins og stjörnur himinsins eða sandur á sjávarströnd, og sú mold, sem þeir byggja, er dýrust af allri óbygðri jörð á landinu. Fyrir io árum var stigið annað sporið til að vernda fuglalífið í land inu. Þá voru samþykt þau friðunar- lög, sem nú gilda. Þau friða fáeinar tegundir alt árið, aðrar á vorin og sumrin, en láta þriðja hópinn, rán- fugla og bjargfugla, vera réttdræpa árið um kring. En engin egg voru friðuð nema æðarfuglsins að nokkru leyti. Eyðileggingin hélt áfram. Ekkert almenningsálit var á bak við lögin, og þau voru sífeldlega brotin. En mest munaði þó um eggjaránið. Það var gamall siður, að börn og ung- lingar rændu öllum eggjum, sem náðist til. Smátt og smátt mýktist þó hugsunarháttturinn til muna, og alt hefði farið skaplega, ef ekki hefði komið til eggjaverzlun útlendinga. Öllum er kunnugt, að margir menn erlendis leggja mikla stund á að safna og eiga gömul frímerki. Vitanlega eru þau í sjálfu sér gagnslaus og ónýt með öllu, ef dutlungar sérvitr- inganna gæfu þeim ekki markaðsgildi. Samskonar heimskingjar sækjast eftjr að eiga mikil eggjasöjn, þó að þau séu hvorki til nytja né þekkingar- auka. Erlendir fræðimenn fáeinir hafa fyrir löngu rannsakað og lýst öllum þeim eggjategundum, sem hér finnast. Er því síður en svo, að hið stöðuga, árlega rán hér sé að nokkru leyti í þarfir vísindanna; heldur er það sprottið af hégóma og flónsku. Eggjaræningjar þessir vaða uppi í öllum löndum, en næstum alstaðar er nú þröngvað kosti þeirra með friðunarlögum og verndarfélögum. Hefir það orðið til þess, að ófögn- uður þessi hefir komið eins og stefni- vargar yfir þær fáu þjóðir, sem ekki hafa veitt mótstöðu. Erum við nú þar fremstir í flokki, og þykir eggja- smölunum hér hið mesta Gósen, þar sem hvorki lögin né skoðanir fólksins eru þeim til hindrunar. Undanfarin ár hafa þeir dregið héð- an ógrynni eggja, marga hestburði sumir. Einn þvílíkur dánumaður dvelur hér nú þessa dagana; hefir hann farið víða um lönd. Mest sóttist hann eftir arnareggjum og valseggjum. En svo eru þeir fugl- ar orðnir sjaldgæfir, að engin fekk hann arnareggin og ekki nema 4—5 valshreiður. Kunnugir menn segja, að valurinn verpi nú orðið ekki, svo teljandi sé, hér á Suðurlandi; ef til vill gereyðir þjóðin þeim fugli, sem hún hefir valið sér fyrir merki. Örn- inn er enn sjaldgæfari. Fylgdar- maður Hörrings, hins danska, segir að þeir félagar hafi ekki séð nema 6—7 arnarhjón I þau 4 ár, sem þeir fóru um landið. Alþingi hefir nú tekið sér fyrir hendur að endurskoða og endurbæta friðunarlögin frá 1903, og er það þarft verk. Væntanlega verða þá alfriðaðft þær tegundir, sem nú eru i hættu. En mest þörf er þó á mjög viðtækri eggjajriðun. Náttúran á að fá að yngja sig upp. Undan- þegnir eggjafriðun ættu að.vera bjarg- fuglar, fáeinar andategundir sem mynda varp, og algerðír skaðræðis- fuglar, eins og veiðibjalla. En á bak við þessi friðunarlög þarf annan varnagla móti útlendu eggjaræningjunum. Það þarf hátt útjlutningsgjald á egg íslenzkra villi- fugla, ekki minna en 3 kr. á hvert egg. Með því er engri atvinnu spilt, nema atvinnu hinna lævisu, mentunarsnauðu, eggjasmala, sem engar þakkir eiga skilið fyrir erindi sín hingað. Fuglavinur. Járnbrautarmálið. Eftir 18 ára hvild er járnbrautar- málið íslenzka nú að koma ?f nýju til kasta alþingis. A rnánudaginn af- hentu þeir Jón Magnússon, þingm. Vestmanneyinga, báðir þingmenn Rangæinga og 1. þingmaður Arnes- inga Sig. Sig. þinginu járnbrautarfrv. það, sem hér fer á eftir. Isajold prentar það í heild sinni, svo að lesendum öllum gefist kostur á að kynna sér málið sem ítarlegast. En að svo komnu, meðan málið er jafnlítið athugað og enn er, ætlum vér oss eigi þá dul að fara að kveða upp neinn dóm um frumvarpið. En vér fáum eigi séð hvað er á móti því, að þingið taki stórmál þelta til ihugunar og því fyr, því betra. Ein- hverntima rekur að þvi, að járnbraut- ina verður að leggja og ber því slzt að lasta það, að vel og vandlega sé íhugað, áður en út í er lagt. En þar fyrir má þetta þing að sjálfsögðu eigi gleyma því, að Jyrsta krajan, sem til þess er gerð af allri þjóðinni, er, að það hugsi um samgöngur vorar á sjó, m. a. með því að láta Eimskipafélaginu íslenzka þann styrk í té, sem með þarf til þess að hlaupa af stokkunum. Frumv. er á þessa leið: 1. gr. RáÖherra íslands heimilast að veita samkvæmtfyrirmælum þessara laga einkaleyfi um 75 ár frá dagsetn- ingu leyfisbréfsins að telja til þess að leggja og reka járnbraut frá Reykjavík austur í Rangárvallas/slu, að henni meðtaldri, með. hliðarálmu niður á Eyrarbakka. 2. gr. Einkaleyfið má eigi veita öðr- um en íslenzkum mönnum búsettum á Islandi eða hlutafélagi, þar sem meiri hluti fólagsstjórnarinnar er skipaður slíkum mönnum. 3. gr. Hver landeigandi er skyldur að láta af hendi iand það, sem einka- leyfishafi telur þurfa undir járnbraut ina, til járnbrautarstöðva, til húsa við brautina, handa eítirlitsmönnum og öðr- um starfsmönnum við hana, til kola- og vatnsgeymslu og vatnsleiðslutækja, til talsíma-, ritsíma- og aflþráðatækja meðfram brautinni. Enn fremur er hver landeigandi skyldur til að leyfa, að efni til allra ofangreindra mannvirkja, viðbalds þeirra og breytinga á þeim, só tekið í landi hans eftir því sem einka- leyfishafi telur þörf á, hvort.heldur er grjót, möl eða önnur jarðefni, svo og vatn til afnota fyrir brautina og starfs- menn hennar. Bætur fyrir jarðrask og' landnám í óyrktu landi skulu því að eins greiddar, að þeirra sé krafist og álitið verði, að landeigandi hafi beðið skaða við það. Bæturnar skal sveitar- t'élag það greiða, þar sem landnám fer fram og náist ekki samkomulag um upphæð þeirra, skal ákveða þær með mati tveggja dómkvaddra manna, að tilkvöddum báðum málsaðilum. Kostn- aðinn við matið greiðir landeigandi, ef upphæð sú, er honum er metin, er nær því, sem honum hefir verið boðin en því, sem hann hefir krafist, ella telst kostnaðurinn við matið með skaðabóta- kostnaðinum. Nú vill annarhvor máls- aðili eigi una mati, og getur hann þá heimtað yfirmat, en gera skal hann það innan mánaðar frá því matsgjörð er lokið. Yfirmat skal framkvæmt af 4 dómkvöddum mönnum, Kostnaðinn við yfirmat greiði landeigandi, ef hann hefir krafist þess og það gengur hon- um eigi í vil, ella telst hann með öðrum skaðabótakostnaði. Mat skal fara fram á vættvangi, þá er jörð er snjólaus. Yið matið skal hafa tillit til árlegsaf- raksturs af landi því, er um ræðir, svoog til þess, hvort girðingar þurfi að flytja eða nvjar að setja, og ath.uga vandlega alt það, er getur haft áhrif á verðmæti þess, er meta skal. Sórstaklega skal hafa tillit til þess, ef ætla má að land hækki í verði við brautargerðina. Land- eigandi á bætur allar fyrir landnám, jarðrask eða átroðning, en sé jörð leigð öðrum, greiði landeigandi honum 4 af hundraði árlega af skaðabótaupphæð- inni meðan leigusamningur sá er í gildi, sem var þegar bæturnar voru ákveðn- ar. Ábúandi á þó bætur fyrir skemdir á marinvirkjum þeim, sem eru hans eign, og skal meta þær sérstaklega. Bótanna skal krefjast innan einsársfrá þv/, er verkið var unnið, sem skaðan- um olli, ella fellur rétturínn til bótanna niður. Só landssjóður landeigandinn, greið ast engar bætur, en land landssjóðs getur einkaleyfishafi ekki tekið, nema með samþykki stjórnarráðsins. 4. gr. I einkaleyfið skal setja ákvæði um : a) að lega brautarinnar og gerð hennar og alls sem henni tilheyrir liggi undir samþykki stjórnarráðsins, b) að einkaleyfishafi skuli leggja fyrir stjórnarráðið fullkomnaráætlanir um járnbrautarlagninguna ásamt sönn- unargögnum, er stjórnarráðið taki gild fyrir því að nægilegt fé verði útvegað til stofnkostnaðar við lagn- ing járnbrautarinnar að minsta kosti milli Reykjavíknr og Þjórsár, c) að hámark fargjalda og flutnings gjalda á járnbrautinni skuli ákveðið fyrir þrjú ár í senn af 5 manna nefnd óvjlhallra manna, eu þrír þeirra skuli útnefndir af landsyfir- dóminum, einn af stjórnarráðinu og einn af einkaleyfishafa, d) að einkaleyfishafi hlíti ákvæðum stjórnarráðsins um ráðstafanir, sem nauðsynlegar kunna að teljast til þess að fyrirbyggja eldsvoða af neistaflugi frá brautinni, e) að einkaleyfishafi hlíti ákvörðunum stjórnarráðsins um notkun innlends vinnulyðs við bygging og rekstur brautarinnar, f) að rekstur brautarinnar frá Reykja- vík og að minsta kosti austur að Þjórsá skuli byrja innan fimm ára frá dagsetning einkaleyfisins, g) að landssjóði só áskilinn réttur til þess, þegar 10 — tíu — ár eru liðin frá því, að rekstur járnbrautarinn- ar byrjaði á öllu svæðinu frá Reykja- vík austur að Þjórsá, að taka við járnbrautinui með öllu, sem henni fylgir og tilheyrir, ásamt skuldbind ingum þeim, er á henni hvíla, gegn því að greiða upphæð, sem sam- svarar fé því, er sannanlega hefir verið varið til byggingar og útveg- unar á brautinni með öllu tilheyr- andi, h) að tryggja stjórnarráðínu, að það geti aflað sér nákvæmra upplýsinga um stofnkostnað járnbrautarinnai; og hagnaðinn af rekstri hennar, i) hvernig skuli skorið úr ágreiningi um útreikning nettóhagnaðar af rekstri járnbrautarinnar, j) að ferðaáætlunbrautarlestanna hvert ár liggi undir samþykki stjórnar- ráðsins. 5. gr. í einkaleyfið er heimilt að setja ákvæði um: a) að landsvæði þau, sem notuð veiða til járnbrautarinnar og bygginga þeirra, sem henni tilheyra, svo og slíkar byggingar sjálfar, skuli vera lausar við alla skatta og opinber gjöld, og að hið sama skuli gilda um félag það, sem hefir einkaleyfið á hendi, b) að eigi þurfi að greiða neinskonar aðflutningsgjald af efni tilbyggingar járnbrautarinnar og þeirra bygginga og annara mannvirkja, sem henni tilheyra, nó heldur af kolum þeim, olíu og öðrum efnum, sem þurfa við rekstur brautarinnar, svo og að einkaleyfishafa verði endurgreitt úr landssjóði aðflutningsgjald það, sem greitt hefir verið af sl/kum vörum, er nú var getið og hann kaupir innanlands. c) að landssjóður ábyrgist einkaleyfis- hafa, að hann með rekstri járnbraut- arinnar fái borgaða,auk allsreksturs- og viðhaldskostnaðar, alt að 5 — fimm — af hundraði / ársvexti af fé þv/, sem varið hefir verið til járnbrautarinnar og þess, sem henni tilheyrir, enda fari byggingarkostn- aðurinn eigi fram úr upphæð, sem stjórnarráðið ákveðnr / einkaleyfis- bréfinu fyrir hvern kílómeter braut- arlengdarinnar. Verði heimild þessi r.otuð, skal setja / einkaleyfið nán- ari ákvæði um það, frá hvaða t/ma vaxtatrygging þessi byrji og hVern- ig henni verði fyrir komið að öðru leyti, d) að með reksturskostnaði brautarinn- ar skuli árlega telja alt að '/2% stofnkostnaði brautarinnar, sem legg ist í vara- og endurnýjunarsjóð, og megi ekki verja honum til annats en aukningar og endur-nýjunar á brautinni eftir ákvörðun stjórnar- ráðsius. Ef landssjóður innleysir brautina samkv. 4. gr. g. eiguast hann sjóðinn og það, sem fyrir hann hefir verið keypt, án sóa-staks end- urgjalds, e) að einkaleyfishafi skuli hafa for- gangsrétt fyrir öðrum, að öðru jöfnu, til þess að leggja aðrar járnbrautir í sambandi við járnbraut þá, er hér ræðir um, í framhaldi af henni eða til hliðar við hana, en vilji einka- leyfishafi eigi neyta forgangsróttar síns, skuli hann skyldur að hlíta fyrirmælum stjórnarráðs íslauds um samband milli brauta hans og hinna nýju brauta, ttema landssjóður vilji sjálfur leggja hinar nj-ju brautir, þv/ þá hefir einkaleyfishafi engan forgangsrótt, og skal þá sambandinu milli hinna nýju brauta og brauta einkaleyfishafa hagað eins og fyrir skipað verður af 5 manna nefnd óvilhallra manna, sem sóu útnefndir á santa hátt og segir / 4. gr. c, f) að. einkaleyfishafi megi nota staura landssímans undir símaleiðslur og aflþráðaleiðslur s/nar með þeim akil- yrðum, er stjórnarráðið telur við þurfa, g) að einkaleyfish&fi megi selja almenn- ingi afnot tal- og ritsíma síns með fram brautinni samkv'æmt þeim reglum, sem stjórnarráðið setur, h) að rekstrarafl brautarinnar megi vera gufa eða rafmagn, i) að eigi þurfi að setja girðingar með- fram brautiríni, nema þar sem hún verður lögð í gegnum land, sem af girt var, og girðing rofnar við brautarlagninguna. 6. gr. Af verðhækkun þeirri á fast- eignum manna, sem járnbraut sú, er einkaleyfishafi byggir, hefir í för með sér, skal greiða verðhækkunargjald til landssjóðs. Verðhækkunargjald þetta ber að greiða án tillits til eigenda- eða notendaskifta á fasteignum áður eða eftir að lög þessi ganga í gildi. Nánari reglur um verðhækkunargjaldið skulu settar með sórstökum lögum. Verð- hækkunargjaldinu skal fyrst og fremst varið til þess að endurgreiða landssjóði það, sem hann hefir orðið og verður að borga vegna vaxtatryggingarinnar (sbr. 5. gr. c). Skógræktin. Nokkur orð til skýringar. í ísafold 28. mai, 43. tölubl. er grein ein um skógræktarmálið. Höf- undurinn læst vera mjög óánægður með alt sem að því máli lýtur, sér- staklega með mig. Eg sé nú vel þá ástæðu, sem hann hefir til þess. í öðrum löndum kemur og oft fyrir, að menn sem eru settir frá stöðu sinni, óspurðir, reyna á eftir að spilla milli þeirra, sem sitja kyrr- ir í stöðu sinni, til þess að hefna sín, en því sem næst gera þeir ávalt sjálfum sér ógreiða með þvi, þvi flestir munu líta svo á, að þeir sem svona koma fram, hafi ekki góðan mann að geyma. Eins og hér stendur á, bætist hér á ofan, að þeir sem eru færir um að dæma rétt, myndu furða sig á því, að maður, sem að eins hefir verið fá ár við skógrækt, svo sem gæzlu- og vinnumaður við litla gróðr- arstöð, og sjálfur aldrei haft yfir neinu að stjórna, alt í einu byrjar að finna að gerðum skógræktarstjórn- arinnar, og að tala um skógræktar- stjóra »á páppírnum«. Hlutaðeigandi, sem hefir skrifað ofannefnda grein, hefir næga ástæðu til að vera beiskorður, þar sem hann hefir verið í þjónustu skógstjórnar- innar, en fekk lausn frá stöðu sinni með stuttum fyrirvara, og þar eftir mishepnaðist það fyrir honum að fá mig til að borga sér skaðabætur, með því að höfða mál á hendur mér. Þá hefi eg bent honum á, að hann færi rangt að við skógar- grisjun, þegar eg hitti hann á Gríms- nesi i fyrra. Eg hafði að eins laus- lega kent honum skógarhögg, með- an hann var I þjónustu hjá lands- stjórninni, en þá þóttist hann skilja þá vinnu betur en eg, .og vildi ekki láta leiðbeina sér. Enda þótt eg reikni það ekki skyldu mína, að svara hverri ntðgrein, sem yrði prentuð um skógræktarmálið, þá finst mér samt ástæða til að bæta dálitlu við um ýmislegt sem hintað- eigandi hefir tekið íram. Hann furðar sig á því, að eg sé altaf að flytja inn erlendar plöntur, enda þótt eg hafi bent á, að líldegt sé, að þær myndu ekki þrífast. Það vantaði ekki nema það, að eg skyldi hindra menn í því að gera tilraun með erlendar plöntur, ef þá langaði til þess. Ekki er eg víst svo óskeik- ull og voldugur, að eg myndi þyk- jast hafa rétt til þess. Þar að auki hefi eg ávalt haldið þvl á lofti, að tvær tegundir, sem sé síbirskt læ- virkjatré og fjallafura, virðast vera nægilega viðnámsfærar til að þrifast i óræktaðri jörð, og að landsstjórnin ætti yfirleitt að halda áfram með vinnuna I tilraunarstöðvunum. Að umbúðirnar um plönturnar hafi verið slæmar, er hreint og beint ósannindi; að minsta kosti hafa þær verið svo góðar, að ekki er það því að kenna, að plönturnar hafa ekki þrifist svo vel, sem menn hafa gert sér von um. Þá er nefnd tilraunin sem eg hefi gert við að sá fræi af köfnunarefnisplöntum, það sem hlut- aðeigandi kallar »erlent grasfræ«, við plöntur af skógarfúru. Það var mjög eðlilegt að þessi tilraun væri gerð, því búast má við að fjallafur- an, meðal annars, hafi þroskast betur en aðrar plöntur, sökum þess að hún er sjálf köfnunarefnisplanta. Á Jótlandsheiðum þrífst rauðgreni á fyrstu árum, að eins ef það stendur nálægt fjallafuru, og nú er fengin reynsla fyrir því, að það í raun og veru tekur köfnunarefnið frá rótum fjallafurunnar. Flestar af skógarfurunum dóu sama ár, það er satt, en ekki af þeirri ástæðu, að þær köfnuðu I jurt- unum, því þær höfðu sprottið mjög lítillega á fyrsta ári. Að því leyti er snertir sáðreitina með íslenzku birki, þá voru plönturnar komnar vel upp, en gæzlumaðurinn þakti þá svo mikið og með svo smágerðu rusli, að margar þeirra dóu, og ómögulegt var að hreinsa reitina aftur án þess að rífa plönturnar upp um leið. Og hér bætist á ofan, að við Rauðavatn vantar vatn til vökvunar. Eg skal þó geta þess, að sjálfsagt ber eg ábyrgðina á því, að verk þetta að nokkru mishepnaðist, því eg hefði átt að hafa betra eftirlit með því. Staðurinn við Rauðavatn er ekki vel fallinn til græðireits sökum skorts á vntni. Græðireiturinn á Vífilsstöð- um liggur betur við, og þar sem vér höfðum svo smágerðan og garnlan áburð sem þar, var ekkert því til fyrirstöðu að sá í hann fyrsta árið. Viðvíkjandi þeirri sandgræðslu- vinnu, sem nefnd er, þá skal eg að eins geta þess, að hún hefði varla orðið framkvæmd, ef sandgræðslunni hefði þá ekki verið »stjórnað frá Kaupmannahöfn«, um leið og eg fullyrði, að hlutaðeigandi er með engu móti fær til þess að dæma um, hvort tilraun þessi hefir verið heim- ildarlaus eða ekki. Staurana í fyrra lét eg flytja landveg aðeins sökum þess, að það mishepnaðist fyrir mér að fá þá á land til Eyrarbakka. Um annað þvaður, sem hlutaðeig- andi hefir látið prenta, finst mér ekki vera ástæða til að eyða orðum, en mér finst hlægilegt, að maður, sem að því er snertir stjórn á skógrækt og sandgræðslu, ekki hefir meiri reynslu og þekking en 1 árs barn á að klæða sig, skuli vilja skrifa eins og hann hefir gert. Eg efast ekki um, að margir hefðu verið betur fallnir til þess að hafa á hendi þá stöðu, sem mér er trúað fyrir, og yfirleitt er maður sjaldan svo duglegur, að ekki væri hægt að fá annan betri. Þó er eg sannfærður um, að eg hefi ekki leitt skógræktarmálið órétt- an veg, en aðalkröfunni, sem hefir verið gerð, sem sé friðun á stórum skógsvæðum, mundi fæstum geðjast að. Ekki er það mér að kenna, að ekki eru nú til stór, girt skógsvæði víða um land, en sá maður sem væri megnugur þess annaðhvort ár að kaupa og girða eina skógarjörð fyrir helming þess fjár, sem nú er veitt

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.