Ísafold - 23.07.1913, Blaðsíða 3

Ísafold - 23.07.1913, Blaðsíða 3
ISAFO LD 233 til skógræktar á fjárhagstímabili, eins og ofannefndur höfundur fullyrti að ■væri gerandi, hann mundi sannarlega vera duglegur. Sumir hafa kvartað yfír því, að eg hafi látið skógar verðina á Suðuriandi vinna utan um- dæma þeirra. Viðvíkjandi því verð- ur að taka það fram, að á meðan fjárveitingin til skógræktarinnar er svo lítil sem nú, þá ríður ekki á því, að skifta uppbæðinni meir en nauðsynlegt er, heldur að draga sam- an vinnuna á fáa staði, og þá eiga skógarverðirnir að vera þar sem mest þarf á þeim að halda, hvort sem það, er í þessu eða hiuu umdæminu. Eg skal hér minnast á sandgræðsl- una. í upphafi voru tveir sand- græðsluverðir, sem ávalt voru að vinna saman, en þetta líkaði ekki þeim, sem nú er firinn burt. Hann kom til mín og krafðist þess að fá vinnu í öðrum landshluta en þar sem hinn væri. Sökurn þess að fjárveitingin var of lítil, var ómögu- legt að verða við ósk hans, því þá hefði átt að leggja hverjum sand græðsluverði mann til aðstoðar, og þá hefði ekki verið nóg fé fyrir höndum, til þess að kaupa efni. Koýoed-hansen. Hljömleikar. Hér í höfuðborg vorri dvelur nú um tíma sér til hressingar fiðluleikari af sænskum ætfum, hr. Johan Nils- son. Gaf hann bæjarbúum kost á að heyra list sína á hljómleik í Báru- búð á laugardagskvöldið, en því mið- ur var þar ekki sá húsfyllir, sem vera skyldi, og mun þar um að kenna, að þessi íistamaður var hér óþektur, og menn því alment ekki gjört sér grein fyrir, að hér var kominn af- burða listamaður til þess að sýna list sína. En eg gæti hugsað mér, að á næsta nljómleik hr. Nilssons verði húsfyllir, og meira en það. Því þangað munu flestir aftur hverfa, þeir sem síðast voru þar staddir. — Hr. Nilsson leikur á fiðlu sína af mestu snild og nærgætni. A viðfangsefn- um hefir hann hinn bezta skilning og »tónninn« í fiðlu hans er skýrt mótaður,, hvort heldur hann leikur með mesta fjöri eða innilegri við- kvæmni; silfurskær er hann, hljóm- sterkur, hvergi neitt hik á og oft svo vel um hljóminn búið, að hin mesta unun er að. Þeim, sem á heyrðu á laugardaginn, mun víst seint úr minni líða meðferð hr. Nilssons á »Tráumerei« Schumanns, sem er eitt hið frægasta smálag eftir þann tónsnill- ing; eg hefi oft áður heyrt það leik- ið á ýms hljóðfæri og þar á meðal á fiðlur, en í þetta sinni þótti mér það fyrst eiga drauma-naínið með réttu. A efnisskránni var þó Sonate Beethovens, hin svo nefnda »Vor- sonate«, veigamesta viðfangsefnið, og lék hr. N. hana með innilegum skilning og smekklegri nákvæmni, og vonum vér að hann leiki hana aftur á næsta hljómleik. — Concert og Scherzo-Tarantella eftir Wieniawski, frægan tónsmið fyrir fiðlu og píanó, lék hr. N. með mesta fimleik og kunnáttu ; mátti þar ganga úr skugga rim, að »teknik« hans er afarmikil —tónskrautið og hraðleikurinn, h voru- tveggja afbragðs vel og skýrt leikið. Það er óhætt að fullyrða, að hér á landi hefir ekki verið kostur á að heyra jafn fullkominn fiðluleik og hér hefir verið sagt af, og víst er það, að hr. Nilsson mun ekki eiga langa leið eftir upp á efsta tindinn, þann tindinn, þar sem frægð og .frami bíða þess að vera höndlað af Úrvali allra listamanna og snillinga. Frú Valborg Einarsson lék undir á pianó með mikilli lipurð, en leik nr hennar varð á stöku stað of sterk- t>r, svo að lá við að yfirgnæfði fiðl- *»Qa. Á. Th. ^arðaprestakall. • Þar var kosið á laugardag. Síra ^rhi Björnsson á Sauðárkróki hlaut r,r3 atkv., síra Guðm. Einarsson í tflafsvik 98, sira Björn Stefánsson °0’. Sigurbj. Á. Gíslason 5, síra Haf- steinn Pétursson o. Allra blaða bezt Allra frétta flest Allra lesira mest ÍSAFOLD Kemur út tvisvar í viku alt árið, 104 blöð alls. Allir, sem vilja fylgjast með i þjóðmálum, halda ísafold, hvaða flokks sem eru. Kaupbætirinn betri sögur en nokkurt annað blað flytur. Kostar aðeins 4 kr. Lang- ódýrasta blað landsins. Ekkert heimili lands- ins má sjálfs sín vegna vera án lsafoldarl — "wnr* 11 Haíxð þjer næma tilflnningu fyrúr því, hversu áríðandi það er að sápan sje hrein og ómenguð. Vitið þjer að Sunlight sápan gjörir föíin hreinni og vinnuna við þvotíinn auðvel- dari. Hinn rjetti sparnaður er íólginn í því, að nota ósvikna sápu. Sunlight sápan er árei- ðanlega ómenguð og getur þess vegna ekki skemt fötin yðar. Varðveitið fatnað yðar með þvi að nota Sunlight sápu. 2748 iwiiiji awwi'JBW'ffwmaaza Nokkrar athugasemdir um heimilisiðnaðarmálið. Laugardaginn 12. þ. m. var á all- fjölmennum fundi, sem haldinn var í Bárubúð, að tilblutun nokknrra kvenna og karla hér í bæ, stofnað nýtt félag. Félagið heitir: »Heimilis- iðnaðarfélag íslands«, og hefir þegar samþykt lög sin og kosið sér stjórn. I félaginu eru, enn sem komið er, að eins 35—40 meðlimir; vonandi er að þeim fjölgi óðum, fyrst félag- ið er stofnað. Markmið þessa félagsskapar er að endurreisa og efla íslenzkan heimilis- iðnað, með þvt að stuðla að vöndun hans og fegurð; vekja áhuga á því að framleiða nytsama hluti og hjálpa framleiðendunum til þess að koma þeirn í peninga. Þetta er þá i sem fæstum orðum kjarninn úr stefnu- skrá þessa nýja félagsskapar. Það mætti nú búast við að þessi tilfærðu orð úr stefnuskrá félagsins væru vel til þess fallin að vekja al- mennan áhuga á málefni því, sem félagið binzt fyrir. Orðin eru svo auðskilin og efnið þess eðlis, að hver einstaklingur hlýtur að skilja það, ef hann annars vill. Þess vegna vænta stofnendur þess, að féíagsskapur þessi geti orðið almennur, eins og hann líka samkvæmt eðli sínu þarf að verða, því með því eina mótinu nær hann þeim tökum á þjóðinni, sem hann þarf að ná. Mál þetta er sann- arlegt þjóðþrifamál, ekki siður en Eimskipafélagið og fleiri lík mál, sem engum dettur í hug að mór- mæla að séu það. Þess vegna ættu, þegar frá byrjun, margfalt fleiri að sinna þessu máli en raun er á. Það ætti aö verða tilfinninga- og metn- aðarmál öllum þeim, sem skilið geta hve mikil menning felst í því. Helzta viðbáran, setn heyrst hefir gegn þessum félagsskap, er sú, að það vanti jafnvel vinnukraft í land- inu til hinna nauðsynlegustu starfa, hvernig detti mönnum þá i hug að fara að vekja upp ný störf. Víða til sveita getur fólksfæðin verið gild á- stæða til þess að sanna það að heim- ilis-iðnaðurinn sé óframkvæmanleg- ur þar ; en alt öðru máli er að gegna í kaupstöðum og sjðplássum, þar sem fjöldi manna eyðir miklum tíma í algjört iðjulej^si. Ef almennings- álitið »fordæmdi«, eins og það ætti að gjöra, allan slæpingshátt og iðju- leysi, þá myndu færri verða til að fylla þann flokk en nú er raun á. Önnur mjög algeng mótbára gegn beimilisiðnaðinum hjá okkur er sú, að það borgi sig ekki að búa til ýmislegt, sem raunar áður var búið til á hverju heimili á landinu, nú megi kaupa þessa mum svo ódýru verði. En mér er spurn: er nokk- uð það, sem menn vinna með hönd- um svo lídis virði, að það ekki »borgi sig« betur eu að gera alls ekki neitt ? Bein fjáreyðsla er mjög oft satnfara slæpingshætti og iðju- leysi. Og hvaðan á mönnum þá að koma fé, ef þeir vinna sér ekki neitt inn ? Þeirri spurningu vil eg helzt ekki þurfa að svara. Líti menn nú dálítið aftur í tím- antr, þá dylst víst engum að heimilis- iðnaðinum hefir farið mjög mikið aftur hér á landi, og má sjálfsagt finna ýmsar eðlilegar orsakir til þess, svo sem breytta lifnaðarbætti o. fl. Hugsunarháttur manna hefir breyzt að sama skapi sem lifnaðarhættirnir. Menn gera alment hærri kröfur, bæði til andlegra og likamlegra þæginda en gert var fyrir hér um bil 25 ár- um, þótt ekki sé farið lengra aftur i tímann. En tekjur manna hafa ekki aukist að sama skapi og af því stafar áþreifanlegur tekjuhalli og sið- ferðisleg hnignun hjá einstaklingun- um og allri þjóðinni. Einn liðuritin i þessum tekjuhalla er áreiðanlega hnignun heimilisiðnaðarins, og þenna lið þarf að laga, og það er tilgangur hins nýstofnaða félags að styðja að því á alla lund. Eðlilegasta leiðin og happadrýgsta fyrir hvern einstakling og alla heild- ina verður þá óefað sú, að reyna að nota tímann sem allra bezt, og þetta er einmitt gjört þegar menn fara að stunda heimilisiðnað. Þá sést árang- urinn af tómstundunum, árangur, sem eykur velmegun, prýðir heimilin og gerir lífið heima fyrir ánægjulegt og innihaldsrikt. Þá verða heimilin það sem þau eiga að vera fyrir alla heim- ilismenn, staðurinn sem menn helzt vilja vera á, staðurinn, sem allar beztu endurminningarnar síðar eru bundnar við, bæði í störfum og leik. Nú eru heitnilin, því miður, oftlega ekki annaðt en sjálfsagður gististaður, sem börnin og aðrir heim- ilismenn skoða svo sem þeir eigi þar að fá öllum þörfum sínum til fæðis og klæðis fullnægt, og helzt að auki nokkurt eyðslufé til þess að geta sótt skemtanir og mannfundi I »tómstundunum«. Heppilegra myndi vera að ieita að ánægjunni í starf- semi — fyrst og fremst á sínu eigin heimili og í félagsskap þeirra, sem maður þekkir bezt. Flestir menn þekkja af eigin reynslu hversu marg- ar ánægjustundir getn verið bundnar við eitthvert starf, sem þeir einir þekkja, sem unnið hafa að því Auk þess hefir hver einasti vel unninn hlutur sitt verðmæti í sér, það má breyta honum í peninga. Sala á heimilisiðnaði hefir reynst framleið endunum góð tekjuarein. Dæmi þess má sjá nlstnðnr þar sem nokkur framleiðsla er. Dæmi þess má með- al annars sjá á tölum þeim, sem Bazar Thorvaldsensfélagsins er búinn að selja íyrir á þeim 13 árum, sem hann hefir starfað. Það eru aðal- lega upphæðir, sem hafa skifzt í marga stnði, og oft lent hjá þeitn, sem annars vait myndu hafa séð peninga, ef þessi útsala hefði ekki verið til. Tölur þær munu vissu- lega hækka þegnr heimilisiðnaðarfé- lagið fer að hafa áhrif á framleiðsl- tina og kunnátta framleiðenda eykst og vöndun vinnunnar að sama skapi. Þaðeru að minni skoðun tveir skyldir liðir í sama máli, sem geta að mikl- um mun stutt hvor annan. Þær raddir, sem hafa heyrst um það, að Heimilisiðnaðarfélag íslands ætlaði að gjörast keppinautur Thorvaldsens- félagsins, eru svo hjáróma og til- hæfulaus tilgáta, að mér finst ekki þurfa að taka það fram, að hið ný- stofnaða félag væntir einmitt mikils- verðrar samvinnu við Bazarinn, þeg ar það fer að taka til starfa. Reykjavík 14. júlí 1913. Inoibjoro H. Bjarnason. Bifreiðin. Vegna þess, að margir hafa skilið svo, að Sveinn Oddsson hafi sótt um 5000 kr. styrk til alþingis til þess að halda uppi mannflutninqum á bifreið, skal það tekið fram, að styrkbeiðni hans er miðuð við reglu- bmidna vöruflutninga austur um sveitir að sumrinu. Akuíeyrarskólinn. Steján Björnsson, sem kent hefir handavinnu (slöjd) og dráttlist í gagn fræðaskólanum á Akureyri undanfarin ár, hefit' sagt því starfi lausu, svo nú vantar skólann kennara í þessum grein- um. f Frú Sesselja Schörring, sem getið var um í síðasta tbl. að látist hefði 30. júni í Kaupmanna- höfn, var fædd hér í Reykjavík 25. september 1875. Ólst hún upp með foreldrum sínum, Bergi landshöfð- ingja Thorberg og konu hans frú Elinborgu Pétursdóttur (biskups), unz hún misti föður sinn 1886. Sumar- ið 1887 fluttist hún til Kaupmanna- hafnar með móður sinni, er tók sér bólfestu þar, og hjá henni dvaldist' hún og ferðaðist oft með henni til annara landa, unz húti 1910 giftist H. Schörring, kafteini i landher Dana, syni frú fóhönnu Scbörring skáldsöguhöfundar. Þau hjónin bjuggu fyrst í Arósum og síðar í Helsingjaeyri. Son eignuðust þau, sem er á lífi, Jóhannes Thorberg Schörring. I vor varð frú Schörring að yfirgefa heimili sitt sakir van- heilsu, og leitnði hún sér lækningar i heilsuhæli í Hilleröd. Þar )á hún 4 mánuði, en fekk engan bata; fluttist hún svo sjúk til móður sinn- ar og lá þar 7 vikur, unz hún dó. Hún var góð kona og gervileg, vel gáfuð og prýðilega mentuð, og er rnissir hennar á bezta nldri mikill harmur hinni öldruðu móður hennar, sem áður átti nð sjá á bak einkar- góðum og mannvænlegum einkasyni 18 ára að aldri, er bar nafn afa síns Péturs biskups. Island erlendis. Horfur á alþingi. Um þær ritar Knud Berlin langt mál i blaðið Köbenhavn af iítilli góðgirni, svo sem hans var von og vísa og af lítilli þekkingu nú sem oftar. I grein þessari telur Berlin Jón Magnússon standa næstan ráðherrastöðunni, ef Hannes Hafstein láti af völdum, en þó muni aðrir reyna að verða hon- um hlutskarpari. Líklegasta til þess telur hann L. H. Bjarnason og Vnltý! Brezkt auðmagn. Dönskum blöð- um verður tíðrætt um að brezkt auð- mannafélag hafi trygt sér forkaups- rétt að Dettifossi. Félagið á að heita »Nitrogen Product and Carbide Com- pany«, á að hafa 36 milj. hlutafjár- stól og vilja kaupa fossinn af 4 bændum fyrir 200,000 kr. Fánamálið. Furðanlega litið er um það rætt í dönskum blöðum. Þau segja, að fullnaðarskýrsla um fána- hertökuna komi eigi fyr en Valur- inn komi heim til Danmerkur þ. e. í desembr. næstk. — Virðast þessi ummæli óneitanlega benda til þess, að á »hærri stöðum« í Danmörku sé svo litið á fána-hertökuna, að hent- ugast sé að »svæfa málið«. Veðrátta. Svo má heita, að enn sé sumarið eigi farið að sýna framan i sig hér um s’óðir. Sólskinsd.igar 2 — 3 síð- an í júníbyrjun. Horfir til vandræða um hey- og fiskþurk. Hundadagar byrja í dag, en eigi virðist veðrið ætla að breytast við þau tímamót. Frá alþingi. Samgöugunefnd. Efri deildar- mennirnir Sig. Eggerz, Jón Jónatans- son og Sig. Stef. flytja þingsálykt- tillögu um, að sú deildin skipi 5 manna nefnd »til að íhuga sam- göngumál á sjó og gera tillögút um þau«. Er svo til ætlast, að hún vinni i sambandi við Neðrideildar- mennina í sama máli. Framtið Landsbankans. Nefndarálit er komið frá nefnd þeirri í Neðrideild (J. Ól. B. Kr., Ól. Br., M. Kristjánsson og Valtýr), sem falið var að ihuga hvað gera mætti til eflingar I.andsbankanum. Einróma álit nefndarinnar er, að nauðsyn beri til að »auka veltufé bankans og létta af honum þeim kvöðum, sem þitigið, án ofmikilla erfiðleika, getur af honum létt«. — Veltuíéð er svo sem menn vita 750 þús. kr. i seðl- um, sem þó verður að gjalda af skatt nokkurn og nú sem stendur 2 milj. kr. lánið frá 1909. En það lán var afborgunarlaust í 3 ár, en frá x. apríl 1914 á að fara að borga það aftur með 100,000 kr. tillagi á ári. — Nefnd.in lítur svo á, að »menn alment komist í mestu fjárkreppu, ef Landsbankitxn verður nú að fara að draga saman lán, í staðinn fyrir að anka þau, eftir þvi, sem atvinnufyr- irtækjum fjölgar og atvinnuvegir þroskast«. Fulla bót telur nefndin eigi verða ráðna á fjárþörf almennings og bank- ans, nema með þvi að auka að mun veltufé, en það eigi unt, nema landið taki til þess stór-lán. Til þess vill nefndin þó eigi ráða nú, með því að peningaleiga er óvenju há. En til að hlynna að bankanum til bráða- birgða gerir nefndin tvær tillögur: I. AÖ láta landssjóð taka að sér ábyrgðina á sparisjóði bankans og útbúa hans, svo bankinn þurfi eigi stöðugt að hafa fé standandi í verð- bréfum til tryggingar sparisjóðnum,. en sú fjáðhæð nam við árslokin síð- ustu kr. 672.700. II. Að láta landssjóð leggja bank- anum árlega næstu 20 ár 100 þús. krónur til þess að greiða 2 miljón króna lánið. Með því móti verður veltufé bankans eftir 20 ár orðið 28/4 milj. »0g þar sem fó þetta yrði safnfé, en ekki eyðslufé«, segir nefndin »sem yrði áfram eign landsins, þó þaS' flyttist úr landssjóði í Landsbankaun, ætlað til þess að tryggja landsmönnum meiri arS af atvinnuvegunum og til þess að firra þá vandræSum, þá telj- um vér ekki líklegt að landsmenn teldu á sig að leggja bankanum til, svona smámsaman, þetta bráðnauSsynlega veltufé. Þessar umbætúr á hag bankans virð- ist mega gera án þess að landiS taki nýtt lán; byggir nefndin þaS álit sitt á því, aS bæði virðist fjárhagur lands- ins vera í góðu lagi eins og stendur, og svo má búast við að tekjur lavds ins vaxi óðum, euda sóst það af ijar- lagafrumvarpi stjórnarinnar, og að all- ar líkur eru til, að vörutollurinn verði að miklum mun hærri en áætlað er í fjárlagafrumyarpinu .... Og til þess að koma á þessum bráð-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.