Ísafold - 26.07.1913, Blaðsíða 1
Kemur út tvisvar
í viku. Verð árg.
4 kr., erlendis 5 kr.
eða l^ dollar; borg-
ist fyrir miðjan júli
erleníis fyrirfram.
Lausasala 5 a. eint.
ISAFOLD
Uppsögn (skrlfl.)
bundin við áramót,
er ógild nema kom-
in só til útgefanda
fyrir 1. oktbr. og
só kaupandi skuld-
laus við blaðið.
ísafoldarprentsmiðja.
Rltstjó*!: Ólafu? Bjöi?nsson.
Talsími 48.
XXXX. árg.
Reykjavík, laugardaginn 26. júlí 1913.
60. tölublað
I. O. O F. 947189.
Alpýðufél.bókasaf'n Templaras. 3 kl. 7—9.
Angnlækning ókeypia í Lækjarg. 2 mvd. 2—3
Borgarstjóraskrifstofan opin virka daga 10—3
Bæjarfógetaskrifstofan opin v. d. 10—2 og 4—7
Bæjargjaldkerinn Laugav. 11 kl. 12—8 og 6—7
Kyrna- nef- halslækn. ók. Pósth.str.HAfid.2—8
íslandsbanki opinn 10—2x/t og B1/!—7.
K.F.TJ.M. Lestrar- og skrifstofa 8 árd.—10 siod.
Alm. fnndir fid. og gd. 8'/i siod.
Landakotskirkja. Guðsþj. 9 og 8 á helgnm.
Landakotsspitali f. sjúkravitj. 11—1.
Landsbankinn 11-2'/«, 5'/«—6Vi. Bankastj. 12-2
Landsbókasafn 12—3 og 6-8. Útlán 1—8.
Landsbúnaðarfélagsskrifstofan opin frá 12—2
Landsfehiroir 10—2 og 5—6.
Landsskjalasafnio hvorn virkan daglkl. 12—2
Landsslminn opinn daglangt (9—9) virka daga
helga daga 10—12 og 4—7.
Læknintr ókeypis Þingh.str. 28 þd. og f*d. 12—1
Nattúrugripasafnio opið 1'/»—21/" & snnnnd.
Samábyrgð Islands 10-12 og 4—6.
Stjórnarráðsskrifstofumar opnar 10—4 dagl.
Talsimi Reykjavíkur Pósth.3 opinn dagltingt
(8—10) virka daga helga daga 10—9.
Tannlækning ókeypis Pósth.str. 14Bmd. 11—12
Vifilstaðahælið. Heimsóki. a.rtlmi 12—1
Þjóðmenjasafnið opið á hvorjum degi 12—2.
Nýja Bíó
í kvöld og næstu kvöld:
Lðgreglostjórinn.
Lífssaga.
Aðalhlutverkið:
Hutkinson, fullmektugur
síðar tugthúsfangi,
lögregluþjónn,
yfirlögregluþjónn,
Iögreglustjóri.
Hr. Psilander.
Erl. sjmfregnir.
Khöfn 25. júlí 1913
Tyrkir taka Adríanópel.
----^*T"
— Tyrkjaher heíir tekiö
Adríanópel ogf fleiri staði.
Þeir daufheyrast við hót-
ununi stórveldauaa Búlg-
arar eru aðfraai koaiair.
Friðariíiadir koaiast vænt-
anlega bráðlega á í höfuð-
borg Rúmeaa, Bukarest.
Mikinn vegsauka ætla stórveldin
ekki að hljóta af íhlutunarsemi sinni
Ferdinand
konungsefni Rúmena.
í Balkanmálin. Þau mótmæla af míkl-
um móði, en Balkanþjóðir skiftast
beinlínis á að virða þau mótmæli
vettugi.
Nú eru það auðsjáanlega Rúmenir,
sem »tóninn« eefa, úr því friðar-
samningar eru i ráðum hjá þeim. —
Forustumaður þeirra i þessum at-
burðum hefir veriðkonungsefni þeirra,
Ferdínand. Hann er bróðursonur Karls
Rúmenakonungs, sem sjalfur er barn-
laus. Ferdínand er 47 ára, þýzkur
að uppruna, af Hohenzollernætt.
Hvernig getum vér orðið
sjálfstæð þjöð?
Eftir Guðm. Hannesson.
IV.
Eg hefi hér að framan drepið á
nokkur atriði sem dæmi þess, hversu
vér getum orðið sjálfstæð þjóð. Þau
Mta öll að því, að vér getum orðið
sjálfbjarga, þurfum ekki að
flýja endalaust til Danmerkur til þess
að fá bætt úr þörfum vorum. Eg
hefi sýnt fram á, að þetta er að
mestu leyti komið undir dáð og
dug einstaklinganna, alþýðunnar í
landinu, hennar hyggindum, hennar
atorku og siðferðisþreki, að landstjórn
og þing mega sín lítils ef þetta
brestur.
Eg efast ekki um að flestir kann-
ist fúslega við það, að grundvöllur
virkilegs sjálfstæðis er sá, að vér
komumst úr kútnum, getum auðgast,
þroskast, mentast og mannast betur
en enn er orðið. En mér finst þetta
sjaldnast tekið svo fram sem skyldi.
Það er réttarlega sjálfstæðið og kröf-
ur vorar á hendur Dönum, stjórnar-
skrárbreytingar með endalausum auka-
þingum, miklu þrefi og kostnaði,
ríkisráðssetan og þvíl., sem mest
hefir borið á. Þetta hefir orðið til
þess, að ýmsir góðir menn hafa
fengið ýmugust á allri hugsjóninm
og halda að hún sé ekki annað en
þetta endalausa árangurslitla þrcf
blaða, þingmálafunda og þingmanna.
Eg vil ekki alls kostar áfella þessa
menn. Þeir hafa nokkuð til síns
máls og eru ekki sjaldan beztu sjálf-
stæðismenn þó þeim detti það sizt
í hug, og jafnvel þótt þeir stritist
við að draga danska fánann á steng-
ur sínar. Þeir eru þá íhaldssamir
dugnaðarmenn í sínum atvinnuvegi,
efla hann eftir megni, safna ef til
vill fé, eða með öðrum orðum vinna
eitt af þörfustu verkunum, að leggja
traustan grundvöll undir réttarlegt
sjálfstæði landsins. Það getur verið
að þeir geri ekki mikið úr þ v i, en
þegar þeir deyja, mega þeir búast við
að liturinn breytist á stönginni og
börnin leggi þakið á búsið, sem þeir
lögðu hyrningarsteinana í.
Eg skil þessa góðu menn og er
að mörgu leyti sama sinnis og þeir.
Eg vil það sem þeir vilja, að vér
auðgumst og mönnumst, en tel
þetta ekki nóg. Vér þurfum nauð-
synlega að hafa hugsjónina yfir alla
heildina, uppdrátt af öllu húsinu sem
vér erum að byggja, með þakinu á.
Vanti þetta, sýnir reynslan að alt
vill reka sig a, jafnvel að einn rifur
það sem annar byggir. Vér sjáum
þessa nóg dæmi í þingsögu vorri.
Vérsjálfstæðismenn krefjumst þess,
að þjóð vor stefni að einhverju góðu,
göfugu takmarki, sem ekki bréytist
á hverju ári. Sjálfstæðis eða land-
varnarstefnan fnllnægir þessari kröfu.
Hún er margfalt göfugri og margfalt
raunhæfari en allar aðrar stefnuskrár
sem bólað hefir á til þessa.
Hún setur blátt áfram þjóðinni
sama markmið og fátækur unglings-
piltur hefir, er hann vill eignast
gamalt forfeðraóðal sitt, reisa það úr
rústum og afla bæði því og ætt sinni
fornrar frægðar og gengis og Alits
góðra manna.
Sambandsstefnan er óæðri, bæði
fjármunalega og siðferðislega, lítið
annað en misskilinn kristindómur.
Það setur sér enqin heilbrigð pjóð pað
markmið, að stritast við að halda við
erlendti valdi yfir landi og lýð. Slíkt
er fásinna ein og ónáttúra. Eg vil
að minsta kosti láta Dani ríða á vað-
ið. Þegar þeir afsala sér fornu frelsi
og slá af frjálsum vilja reitum sínum
Tómas Sæmuncfsson.
Und blíðhimni Fljótshliðar fossarnir glitra
og fallþungir ómar í strengjunum titra;
þar óttusöng heldur við héraðins arin,
í heiðbláma gullaldar minninga skarinn.
Sem blessunarorð yfir blómsálum liðnum.
þar blæhvíslið andar í vornætur friðnum.
En dagkveðja fossbúans dynur í fellum
sem darraðarljóð yfir glymstrengjum hvellum.
Þar skínandi gullhadda skjaldmeyjar greiða,
er skaflarnir ljósbrims um jökulbrún freyða,
og glófingrum benda' yfir heiðar og hálsa
í heimkynni svananna, blágeiminn frjálsa. —
Þar dó hann er tindraði döggin á baðmi,
í dagheiðum, íslenzkum vormorguns faðmi,
sá frjálsborni einkason árljómans bjarta
með yfirbragð víkingsins, konungsins hjarta.
Og enn gráta vordísir íslenzkra fjalla
þann alvörumanninn og fullhugann snjalla,
er fyrir hvert sæmdarmál bjartsýnn sér beitti,
upp brekkurnar gönguna ljóssækinn þreytti.
I Ijósleit hann fór handa fátækri móður
til fjarlægu strandanna, sonurinn góður;
er sjálfur að vosbúð og vanefnum bjó hann,
á vanmegna hönd hennar lýsigull dró hann.
Hann sveik ekki þjóðina svipull í trygðum,
á svig fór hann aldrei frá skyldum og dygðum, —
hann benti' henni djarfmáll á glapráð og galla,
hann gaf henni stálkrafta vilja síns alla.
Hann safnaði handa' 'henni hagkvæmri þekking,
og bóf hana' úr öfgum og dáðleysis blekking, —
hann kendi' 'henni sparneytni' og hyggindi' í haginn
og hugsjóna-þjóðanna menningarbraginn.
Hann hreinsaði andrými íslenzkrar þjóðar
í eldinum brennandi kærleikans glóðar.
Því vakandi samvizka samtíðar var hann,
að sálgöfgi' og drengskap af fjöldanum bar hann.
Mig svimar, á minninga heilögum hæðum
að horfa' á hann dauðvona sitja' yfir ræðum,
og vitjunartíma sinn, voraldar roða,
í vondjörfum eldmóði þjóð sinni boða.
Um línbólstra hetjunnar hjartablóð streymir,
er horfir á markið og kvöl sinni gleymir, —
til sólar, til sólar hann börnunum bendir
og bæn fyrir íslandi' í himininn sendir.
Svo, dó hann í þroska sins bjartasta blóma,
og blikstafir heiðríkju' um svipinn hans ljóma.
— Skal þjóðinni fylgja sá geisli til grafar,
er grátfögrum ljóma frá minning hans stafar?
Nei, þjóðin skal aldrei á helvegu hrapa
og hamingju glata né frelsinu tapa, —
hún skal verða frjáls eins og fullhuginn vildi,
sem fólkið sitt vakti og nauðsyn þess skildi!
Hann gaf henni líf sitt og lifir hjá henni,
í ljósvaka framtíðar svip hans jeg kenni.
Er breytt er í framkvæmdir brennandi orðum,
hann brosir sem G u n n a r i hauginum forðum.
Er rökkursins blámóða rindana vefur
og rósin í lyngmó og dalskuggum sefur,
með ástúð og bæn fyrir lýð, fyrir landi
í ljóðhreimi þýðum fer T ó m a s a r andi.
Guðm. Guðmundsson.
saman við Þjóðverja, bræður sina og
nágranna, þá virði eg íslendingum
til vorkunnar þó þeim detti i hug
að apa þessa heimsku eftir, en ekki
fyr. Vér getum verið góðir bræður
Dana og tekið höndum saman við
þá um sameiginlega hagsmuni eða
önnur -góð mál, þótt vér viljum ráða
voru sjálfir. Það er ekki til neins
að nefna nýlendur Englendinga í
þessu sambandi, meðal annars fyrir
þá sök, að þjóðin og tungan er hin
sama þó að löndin séu aðgreind.
Annars sýnast mér ensku nýlendurn
ar vilja fyllilega ráða sínu.
Það er óneitanlega margt þægi-
legra og vandaminna fyrir sambands-
mennina. Þeir geta látið Dani taka
af sér ómakið og vandann við að
stýra utanrikismálum og sigla milli
landanna því að þeir eiga bæði fé
og skip. Þeir geta lánað hjá þeim
og látið alt hlaupa »upp á reiðarans
reikning«, en þetta er þó bein leið
til þess að vera sífelt ósjálfstæður og
ósjálfbjarg.i. SjAlfstæðismaðurinn verð-
ur að vinna og spara meðan efnin
aukast, klifa þritugan hamarinn til
þess að geta séð fyrir sér sjálfur og
bætt sjálfur úr þörfum sínum. Hann
þorir ekki að lána fé i útlöndum nema
með mestu varúð, því hann veit að
sktiidunum fylgir ófrelsi og ósjálf-
stæði. Og hann verður að bera
ábyrgðina sjálfur, án þess að klína
henni á Dani. Þetta er erfiðara en
það er hollara og stórum göfugri
hugsunarhátttur.
Þá eru mennirnir, sem að eins
vilja hugsa um atvinnumálin og ekk-
ert annað. Það er ágætt að þeir
hugsi um þau og helzt betur en
verið hefir til þessa, en hinu mega
þeir trúa, að maðurinn lifir ekki af
einu saman brauði og að það hefir
aldrei þAtt rnfttgt takmark að hugsa
a ð e i n s um munn og maga.
»}á, sjálfbjarga getum vér orðið
með eigin atorku og dug#aði«, munu
sumir segja, »en réttarlega sjálfstæð-
ið, þakið á húsið, verðum vér þó að
semja um við Dani og sækja yfir
pollinn*. Já og neil Eg vildi að
eg ætti mér alla góða hluti eins vísa
og það, að þakið kemur þegar vegg-
irnir eru hlaðnir, ef ekki fyr. Það
er engin hætta á því, að landið eignist
ekki á sínum tíma þann einbeitta
mann, sem getur farið til Danmerk-
ur án þess að sannfærast, sem getur
dregið upp islenzka fána á íslenzku
skipunum, jafavel þeim sem gæta
fiskiveiðanna. Og sennilega þarf
hann hvorki til þess mörg orð né
langsóttar lagaskýringar.
Vér getum hlaðið veggina áhyggju-
laust og með beztu samvizku. Það
mun sannast að ekki stendur á þak-
inu!
Misprentast hefir i III. kafla greinar
þessarar: greiða fyrir samningum í stað
samgöngurn.
Launamálið,
Kenaara-afmæli.
í gær (25. júlí) voru 25 ár liðin
síðan Steýán Stejánsson skólameistari
fekk veitingu fyrir kennara-embætti
við Möðruvallaskólann, sem þá var.
Þá 25 ára — 7 dögum — miður.
Hefir hann jafnan síðan starfað við
gagnfræðaskólann norðlenzka, og síð-
ustu árin i skólameistarastöðu. En
gagnfræðaskólinn á Akureyri er nd
orðið langfjölsóttasti skóli landsins.
Annarsstaðar í blaðinu er sagt af
úrslitabyltum þeim.er launahækkunar-
tillögur stjórnarinnar fengu i Neðri-
deild í gær.
Strá-drepið alt!
Enginn vafi er á því, að í blóð-
baði stjórnarfrumv. guldu verðugir
óverðugra.
Ekki nemaeðlilegt, að þingið kveink-
aði sér við að leggja út i hækkun á
kaupi hálaunuðustu embættismanna,
en hitt ranglátt að láta t. d. menta-
skólakennara og eins Landsbókasafns-
starfsmennina suma — súpa seiðið
af þeirri misvizku stjórnarinnar að
taka þá hálaunuðu með.
Raddir komu fram um það í þing-
inu að bæta þessum starfsmönnum
þetta upp með því að veita þeim
launaviðbót í fjárlögunum. Þær ættu
eigi að lenda við orðin tóm.
Annað ætti og þetta launamál á
þingi að ýta undir: %a%ngera endur-
skoðun á embœttaskipun landsins —
bæði launakjörum og starfsviði. Á
við og dreif hafa heyrzt raddir um,
að liklega mundi mega fækka sum-
um embættismönnum að mun, t. d
sýslumönnum. Samúð hafa þær til-
lögui vakið, en um framkvæmanleik
þeirra er alt á reiki.
Mundi það svo mjög úr vegi, á
þessum milli-þingauefnda útvöldu tím-
um, að skipa á þessu þingi milli-
þinganefnd til þess að afla sannfróð-
leiks um þetta stór-mikilsverða efni f
•*-¦—