Ísafold - 30.07.1913, Blaðsíða 1

Ísafold - 30.07.1913, Blaðsíða 1
Kemur út tvisvar í viku. VerS árg. 4 kr., erlendis 5 kr. eöa ljdollar; borg- ist fyrlr miðjan júlí erlendis fyrirfram. Lausasala 5 a. eint. ISAFOLD Uppsögn (skrifl.) bundin viS áramót, er ógild nema kom- in só til útgefanda fyrir 1. oktbr. og sé kaupandi skuld- laus við blaðið. ísafoldarprentsmiðja. Ritstjóri: Ólafus* Björnsson. Talsimi 48. XXXX. árg. Reykjavik, miðvikudaginn 30. júli 1913. 61. tölublað I. O. O F. 94819. Arþýðnfél.bókasafn Templaraa. S kl. 7—9. Augnlækning ókeypis I Lœkjarg. 2 mvd. 2—3 Borgarstjóraskrifstofan opin virka daga 10—3 Bæjarfógetaskrifstofan opin v. d. 10—2 og 4—7 Bæjargjaldkerinn Laugav. 11 kl. 12—3 og 5—7 Eyrna- nef- hálslækn. 6k. Pösth.str. HA fld. 2—3 Islandsbanki opinn 10—2'/« og 6'/«—7. K.P.tT.M. Lestrar- og skrifstofa 8 ard.—10 siod. Alm. fundir fld. og gd. 8«/i siSd. Landakotskirkja. Guðsþj. 9 og 6 á helgum. Landakotsspitali f. sjúkravitj. 11—1. Landsbankinn 11-2»/», 5»/«—6»/«. Bankastj. 12-2 Landsbókasafn 12—3 og 5-8. Útlan 1—8. Landsbúnaðarfélagsskrifstofan opin frá 12-2 Landsféhiroir 10—2 og 5—6. Landsskjalasafnio hvem vírkan dag kl. 12—2 Landsslminn opinn daglangt (8—9) virka daga helga daga 10—12 og 4—7. Lækning ókeypis Þingh.str. 23 þd. ogfsd. 12—1 Nattúrngripasafnið opio 1'/«—2"/« a sunnud. Samabyrgð Islands 10—12 og 4—6. Stiórnsrráosskrifstofurnar opnar 10—4 dagl. Talsimi Heykjavlkur Pósth.3 opinn daglangt (8—10) virka daga helga daga 10—9. Tannlækning ökeypis Pósth.str. HBmd. 11—12 Vifilstaoahælio. HeimsókLartlmi 12—1 Þjóomenjasafnið opið á hverjum degi 12—2. Nýja Blé I kvöld og næstu kvöld: Gegnum Svarfaskóg. Hongur euðimerkurinnar. TJiður með þjórféð. Joh. Nilsson efnir til hljómleika í Bárubúð annað kvöld (fímtudag). Siðasta skifti! Úrvalslögl Aðgöngum. 1 kr.! Sjá götuaugl! Hljómleikar föstud. i. ág. ki. 9 síðd. í Bárubúð Haraldur Sigurðsson frá Kallaðarnesi Gustav Hansen aðstoðar. ^Hgf" Nán.ir á götumm Alþýðnfræðsla StMentafél. Jón Jónsson læknir flytur erindi: Tannsjúkdómar sem þjóðarmein og hvaða varnir séu tiltækilegastar, sunnudaginn 3. ágúst kl. 5 síðd. i Iðnaðarmannahúsinu. Aðgangur kostar 10 aura. Sigfús Blöndahl Rödingsmarkt 57, Hamtrarg 11. Inn- & útflutrcingsverzlun. Umboðsverzlun. Allar íslenzkar vörur seldar hæsta verði. Símnefni: Blöndahl. — Hamburg. Ofna og eldavélar selur Kristján Porgrímsson. Lampar og Lampaáhöld Mest úrval. — Lægst verð. verzlun B. H. Bjarnason. Erl. símfregnir. Khöfn 29. júlí 1913 Járnbrantarslys í Danmörkn. Esbjarg-lestin valt út aj brautar- teinunum á laugardaqinn við Bramm- inge. Fimtdn manns biðu bana. Með- al peirra var Sabroe. Sabroe, sá er getur um í skeytinu, var nafnkunnur blaða- og stjórnmála- maður í Danmörku af jafnaðarmanna- flokki Hann sat á þingi Dana síð- ustu árin. Enginn danskur blaða- maður hefir komist eins oft í ber- högg við meiðyrðalöggjöfina eins 02 Sabroe. Efling Landsbankans og Alþingi. Eins og skýrt var frá í næst-síð- asta blaði lagði nefnd sú, er Neðri- deild kaus tií að íhuga það mál, ein- róma til, að landssjóður skyldi taka að sér ábyrgð á sparisjóði Lands- bankans og að lnndssjóður skyldi leggja bankanum til 100,000 kr. á ári næstu 20 ár. Við 1. umr. í Neðrideild töluðu B. Kr. bankastj., J. Ól. og dr. Valtýr rækilega fyrir þessnm tillögum, en andmælum sættu þær hjá umboðsm. ráðherra. I gær stóð 2. umr. um landssjóðs-ábyrgðina og var þá all- þungt andæft af ráðherra og sömul. Kristjáni og Pétri frá Gautl., — en studd af B. Kr., J. Ól., Skúla Th. og L H. B. Nú er það kunnugt, að flestallir þingmálafundir í vor kröfðust þess, að alþingi eftir megni styddi að efl- ing Landsbankans, enda á allra vit- orði, sem til þekkja, að þess er hin brýnasta nauðsyn. Réttmœtar kröfur til lána fara sívaxandi með aukinni framleiðslu og framtakssemi í verzl- un og iðufyrirtækjum. Þvi leiðara og óskiljanlegra er það, að frá núverandi og fyrverandi ráðh. skuli koma fram mótbárur, aðrar eins og í Neðrideild í gær. Aðalefni þeirra var, að eý lands- sjóður ætti að taka að sér að ábyrgj- ast sparisjóð Lam! bankans þyrfti bœði að leggja svo og svo mikil verð- bréf landssjóðs til hliðar, vegna þeirr- ar ábyrgðar og skerpa eftirlitið með Landsbankanum af stjórnarinnar hálfu. Þriðja ástæðan var loks sú, að þessi ábyrgð mundi draga úr láns- trausti landssjóðs út á við. Öllum þessum rökum var ræki- lega hnekt í þingumræðunum. En vér viljum sérstaklega benda á fyrstu ástæðuna, þessa um hliðar- lagning verðbréfa. Ef hún væri rétt, væri lítið unnið með frv., þvi að þá væri að eins farið úr öskunni í eld- inn — landssjóður látinn leggja þau rúm 600,000 kr. til hliðar til trygging- ar sparisjóðnum, sem Landsbankinn gerir nú. En ástæðan er r'óng. Lands- sjóður þarf engin verðbréf að leggja til hliðar, vegna pess, að ábyrgð hans verðbréýalaus, er meiri d metunum hjá sparisjóðseigendum heldur en 600,000 kr. verðbréjahliðarlagning. Ef alþingi neitar eigin stofnun landsins um þessa ábyrgð er það sama sem að draga þessar 600,000 kr. út úr viðskiftaveltu Landsbankans. Og væri það þarfaverk eða hitt þó heldur — einmitt þegar allir lands- menn með ríkum rökum heimta veltuféð aukiðl Og hattulaus er þessi ábyrgð fyrir landssjóðinn meðan bankinnfersæmi- lega að ráði sínu. En um það getur landsstjórnin, lögum samkvæmt, haft nægilegt eftirlit. Um Idnstraustsskerðinguna fyrir hmdssjóð, sem enn var hreyft til andmæla, er það að segja, að fyrir henni voru engin rök færð, heldur var það staðhæfing ein. Þá hina sömu lánstraustsskerðing ætti hið raunverulega ástand, sem nú er, og að leiða af sér, með því að Lands- bankinn er landsstofnun, og ef illa færi mundi ábyrgðin lenda á honum. Mikinn byr munu andmælin gegn landssjóðsábyrgðinni ekki fá, — minsta kosti í Nd., því að þar var aðalefni frv. 1. gr. samþ. með 15 atkv. gegn 1 við 2. umr. En Isajold hefir þótt rétt að gera þessar athuganir út af umr. í þinginu, vegna þess hvílik lífsnauðsyn er á því fyrir viðskiftalíf vort alt, að einlæglega sé að þvi unnið að greiða sem mest fyrir öllu því, er efla má hag Landsbankans. Lotterí-fyrirspurnin. Hún var rædd í N.deild á mánu- daginn samkvæmt ákvörðun ráðh. Aðsókn var mikil að þinginu þann dag, eins og aðra »stóra daga« þings- ins — forvitni og eftirvænting áheyr- enda eigi lítil. En þeim er bjuggust við bragð- miklum orðasennum varð eigi að von sinni. Umræður máttu heita stillilegar og foklitlar. Fyrirspyrjandinn Ldrus H Bjarna- son gerði grein fyrirspurnar sinnar og óskaði svars ráðhtrra um það, hví hann hefði eigi borið lotterífrum- varp síðasta þings upp fyrir konungi, svo sem skylda hans skýlaus hafi verið, og taldi vanrækslu hans í því efni brot á stjórnarskrá og ráðherra- ábyrgðarlögum og af þeirri vanrækslu stafa voða fyrir þingræði vort. For- dæmið hættulegt, þvi að seinni ráð- herrar gætu notað sér það, þegar þeim bæri svo við að horfa. Ráðherra skirskotaði til ástæðna þeirra, er hann hefði flutt í skýrslu sinni í Samein. þingi 14. júli. En þær voru mótspyrna danskra ráðh. í hiust gegn frumvarpinu, með þvi að það ri'ði í bág við dönsk lög (heim- ilisfang i Khöfn) og danska hags- muni. Ef hann hefði borið frumv. upp þá hefði því óefað verið synjað staðfestingar af konungs hálfu, Og hvað hefði þá orðið ? Um það fór ráðherra svofeldum orðum i skýrslu sinni: . . . »En undir þá synjun hefði eg ekki séð mér fært að rita með konungi. Eg hefði þá þegar orðið að beiðast lausnar, og konungur orð- ið að fá sér annan ráðgjafa. — Eg þykist nú sjá, að sumum háttv. þing- mönnum mundi hafa þótt það nokk- ur bót í böli, en af ýmsum ástæð- um komst eg að þeirri niðurstöðu, að það mundi eigi vera rétt gert af mér að svo stöddu að stofna til slíks. í fyrsta lagi græddi málið sjálft alls ekkert á því, að því væri teflt til skipbrots þá þegar, áður séð var fyrir endann á því, hvort ekki mætti lán- ast að bjarga málinu við á einhvem hátt. í öðru lagi stóðu fyrir dyr- um málaleitanir um annað margfalt stærra og mikilvægara mál, sem mik- ill meiri hluti alþingis hafði falið mér að framkvæma sem ráðherra. Enginn gat vitað þa til hvers þær máíaleitanir mundu geta leitt. Eg varð að álita það einlægan vilja mik- ils meiri hluta þingsins, að tilraunin yrði gerð ; f-n ef eg hefði sett þetta mál á oJd ug í,i:io frá vcgna ágrein- ings um það við konunginn og hið danska ráðuneyti hans, þá voru allar þær málaleitanir fyrirfram údlokaðar og að engu gerðar. En auk þess var það fyrir mér aðalatriðið í þessu efni, að eg gat ekki betur séð en að það gæti verið háskalega viliandi að gera þetta mál, eins og það lá fyrir, að stjórnskifta- máli. Það hefði út á við getað skil- ist svo, að það væri vilji þings og stjórnar að halda því til streitu, að íslenzkt löggjafarþing gæti beitt sér í Danmörku til þess að gera þar ráðstafanir um störf, framkvæmdir eða stofnanir þar í landi, að forn- spurðu hinu danska löggjafarþingi, eða jafnvel í óþökk þess eða danskra stjórnarvalda. En þetta er og hefir verið fjarri tilætlun og vilja alþingis og stjórnar. Alþingi samþykti lotterí- lögin í þeirri sannfæringu, að þau kæmu ekki í bága við dönsk lög og hagsmuni.....« Ráðh. kvaðst því hafa afráðið að bera málið ekki upp í haust, en sjá hverju fram yndi og hvort eigi mundi einhvern veg hægt að liðka svo til, að málið næði fram að ganga. En í vor hafi svo Danir samþykt ský- laus bannlög við lotteríum — og þá með öllu loku skotið fyrir staðfest- ing. Þá hafi hann á rikisráðsfundi í vor skýrt konungi frá málavöxtum og ráðið honum til að fela sér að skýra alþingi frá, að lögin hefðu eigi verið borin upp vegna »breyttra kringumstæðna« frá því alþingi sam- þykti lögin. Ldrus H. B. taldi frumv. eigi hafa riðið neitt í bága við dönsk lög í haust, ekki fyr en eftir, að nýja danska lotteri-frv. var samþykt í vor. Nægur tími frá miðjum des. — eftir samninga umleitanina, til vors að bera frv. upp fyrir konungi og van rækslu þeirri af ráðh. hálfu engin bót mælandi. Enn töluðu Jóhannes Jóh., Jón Magniisson og Einar Jónsson, allir þess efnis, að meðferð ráðherra á málinu hefði verið rétt. Enn fremur á sömu Ieið Kristján Jónsson. Hann komst talsvert inn á að tala um ráð- herraskifti og var þá svo minnugur á atburðina 1911, að hann kvað óhæfilegt vera að steypa nokkrum ráðherra fyr en menn væru búnir að koma sér saman um eftirmannl Flokksbrotin, sem nú vildu steypa þessum ráðherra gætu komið sér sam- an um það eitt — en meira ekki. Isajold er nii, alveg eins og hún var árið 1911, á því máli, að það sé hreinn óráðsiu- og angurgapa-hátt- ur að grípa til þess að steypa nokkr- um ráðherra af stóli fyr en fengið er samkomulag nægilegs meiri hluta um tiltækilegan eftirmann — og get- ur það eigi annað en glatt oss, að Kr. J. hefir horfið á sömu sveif eftir reynsluna frá 1911. Enn talaði Eggert Pálsson og vitti ráðherra fyrir fordæmi það, er hann hefði gefið með því að bera eigi frv. upp einhvern tíma í vetur — meðan timi var til, áður en dönsku lögin voru samþykt í vor. Að umræðum loknum var borin upp svofeld rökstudd dagskrá frá Lárusi H. Bjarnason: tDeildin telur ýrammistöðu rdðherra i lotterímdlinu mjög aðfinsluverða, en tekur pó ýyrir næsta mdl d dagskrd í trausti pess, að líkt komi eigi ýyrir framvegisz. Var hiin samþykt með 13 atkv. gegn 11 að viðhöfðu nafnakalli. • Jd sögðu: Eggert P., Jón sagnfr., Benedikt, Bjarni frá Vogi, Bj. Kr., G. Eggerz, Halldór Steinsson, Jón Ól., Kr. Daníelsson, Lárus H. B., Skúli, Valtýr og Þorl. Nei sögðu: E. Jónsson, Jóhannes, Jón Magn., Kr. J., Magn. Kr., Matt- hías, Ól. Briem, Pétur, Sig. Sig., Stef. Stef. og Tryggvi. Hannes Hafstein greiddi eigi atkv. Aður en dagskráin var samþykt gat ráðherra þess, að hann mundi ekki fara frá, þótt hún yrði samþykt. Til þess þyrfti skýlausa vantrausts- yfirlýsing frá meiri hluta þjóðkjör- inna þingmanna minsta kosti. Um alt þetta lotterí-fargan vildi ísafold frá eigin brjósti gera þessa örstuttu athugasemd: Eins og málið var í garðinn búið af alþingi í fyrra og eins og undir- tektir urðu undir það í Danmörku í haust þykir oss mega ganga að því vísu, að lotterífrumvarpið hefði aldrei orðið oss að gagni, aldrei komið til framkvæmda, jafnvel þótt borið hefði verið upp fyrir konungi og hlotið staðfesting, svo ólíklegt sem það var, eftir skýrslu ráðherra. Fjárgróðahliðin kemur því eigi til greina. Hitt var aðalatriðið í þessu máli að girða fyrir það, að uppburðarleysi frv. til staðfestingar fyrir konungi gæti orðið skoðað sem fordæmi, sem ráðherrar vorir eftirleiðis gætu skotið sér undir, ef þeir vildu sleppa hjá því að bera upp frumvörp, sem al- þingi samþykkir, en þeir væru mót- fallnir. Þetta atriði virðist oss því, að rök- studda dagskráin hefði átt að snúast um — taka pað skýit fram. Frá alþingi. Breyting á bannlögun- una. Þeir Lárus H. Bjarnason og Eggert Pálsson flytja frv. um breyt- ing á bannlögunum, er svo hljóðar: 1. gr. Aftan við 2. gr. komi ný máls- grein svohljóÖandi: Sendiræðismönnnm framandi rikja er heimiit að flytja frá útlöndnm einn sinni a ári hæfilegan áfengisforða til heimilis- þarfa sinna nm eitt ár í senn. Þá getur og landsstjórnin veitt útlendingam, er vinna annaðhvort verk i þarfir landsstjórnarinn- ar eða reka annað erindi útlendrar stjórn- ar en um er getið næst á undan, leyfi til að flytja til sín fra útlöndum hæfilegan áfengisforða til eigin notkunar, meoan þeir dvelja hér á landi eða hér við land. Öðrum en þeim, sem hér eru taldir má eigi leyfa innflutning áfengis, flutning úr skipi i annað skip eða úr skipi i land. 2. gr. Eftir 6. gr. komi ný grein, er verði 7. gr. og hljóðar svo: Enginn m& taka við nokkurs konar áfengi ór skipi, er hefst við hér við land, né heldur taka við áfengi á floti, hvort heldur gegn endurgjaldi né endurgjalds- laust. 3. gr. 16. gr. verði 17. gr. og orðist svo: Brot gegn 7. og 8. gr. laga þessarra varða 100—1000 kr. sektum, og skal áfeng- ið ásamt ilátum verða eign landssjóðs. 4. gr. Þá er lög þessi eru staðfest, skal fella þan inn i texta laga nr. 44, frá 30. jiili 1909, og getur konungur þá gefið þau út þannig breytt sem lög um aðflutn- ingsbann á áfengi. Höfn í Vestmanneyjum. Jón Magnússon flytur frv. um að veita ait að 83 þús. kr. úr lands- sjóði til hafnargeiðar í Vestmanneyj- um gegn þreföldu fjárframlagi úr hafnafsjóði Vestmanneyja — og fá landssjóðsábyrgð fyrir 167,000 kr., er sýslunefnd Vestmanneyja kann að fá til hafnargerðar. Hallærisvarnir. Þrír Efri- deildar-þingmenn, Guðjón, Jósef og Hákon flytja frv. um hallærisvarnir. Þeir vilja láta stofna allsherjarsjóð til hjálpar í hallæri, er hlýzt af hafís,

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.