Ísafold - 30.07.1913, Blaðsíða 2

Ísafold - 30.07.1913, Blaðsíða 2
240 I SAFOLD eldgosum eða öðrum stórfeldum orsökum. í þenna sjóð á hver mað- ur í landinu, karl og kona, sem orðin eru 18 ára að greiða i krv iðgjald á ári. Undanteknir eru þó sveitar-ómagar, fangar o. s. frv. Auk þess á hallærissjóðurinn árlega að njóta 50 aura styrks úr landssjóði fyrir hvern gjaldskyldan mann. Bitlinga-úthlutun. Þing- menn eru teknir til þeirra starfanna, að úthluta sjálfum sér bitlingum. í bankaráð Islandsbanka voru kosnir á mánudag Stejáu Stejámson skóla- meistari (frá 1. júlí þ. á. að teljn) með 28 atkv., 9 auðir, en dr. Valtýr fekk 1 atkv. Ennfr. Lárus H. Bjarna son með 21 atkv., en Pétur frá Gautl. hlaut 18. Var það mál manna, að bankaráðslaun Péturs hefðu að meira eða minna leyti átt að ganga til út- halds Löqréttu, ef kosinn hefði verið. Þá var í gær kosinn í Nd. snnar yfirskoðunarmaður landsreikninganna Skúli Thoroddsen með 18 atkv., en 6 seðlar auðir. Af bitlingafríðindum eru enn eftir gæzlustjórar 2 við Landsbank., einn bankaráðsmaður íslandsbanka, einn yfirskoðunarmaður landsreikninga, einn endurskoðunarmaður Landsb., svo að einhverju er nú úr að moða fyrir þá blessaða. Þarfaverk mundi það vera og sízt til að skerða veg þingsins, að setja ákvæði um, að þingmenn væru ókjör- gengir í bitlingastöður þessar — og mun ekki heldur fjarri skapi sumra þingmanna að því er í s a f o 1 d er kunnugt um. Veðdeild Landsbankans. Björn Kr. flytur svofelt frv.: Heimilt er veðdeild Landsbankans á hverjum j ára fresti frá því er Ján var tekið að láta skoða fasteignir þær á kostn- að lántakanda, er hún hefir að veði, eða að heimta fullnægjandi skírteini fyrir þvi, að veðið hafi eigi rýrnað. Breyting á kosningalög:- unum. Hákon og Bj. Þorl. vilja láta breyta kosningalögunum frá 190J. Aðalbreytingin sú, að í yfir- kjörstjórn megi aldrei sitja neinn frambjóðandi, og er það þarfa og nauðsynja-ákvæði. Onnur breyting er, að í stað krossins á kjörseðlunum verði eftirleiðis hafður stimpill til að stimpla með ofan í ferhyrning fyrir framan nafn frambjóðanda. Verðhækkunargjald út af járnbrautinni. Járnbrautar- foröngugmennirnir í Nd. eru nú komnir fram með frv. um verðhækk- unargjald, sem samfara á að verða járnbrautarfrv., ef samþvkt verður. Frv. þetta er í 2 köflum. Síðari kafl- inn er um framkvæmd laganna, mats- nefndir o. s. frv., en fyrri kaflinn kemur almenningi miklu meira við og er hann því tekinn upp hér. Hann er i 4 gr. og hljóðar svo: 1. gr. Af verðhækkun þeirri, sem verður á bygðum og óbygðum jarð- eignum i Reykjavík, Gullbringu- og Kjósarsýslu, Arnessýslu og Rangár- vallasýslu út af leyfi til járnbrautar- lagningar og járnbrautarlagningu frá Reykjavík til Þjórsár, með hliðar- brautum, skal greiða sérstakt tima- bundið gjaid er nefnist verðhækkunar- gjald. 2. gr. Eignir þær, sem gjald þetta hvilir á, eru: a. jarðeignir, hvort heldur bændaeignir eða þjóðareignir, eignir kirkna og prestakalla, kristfjár- jarðir eða aðrar fátækra eignjr, eignir sveitafélaga og bæjarfélaga eða stofn- ana, hverju nafni sem nefnast. b, lóðir bygðar og óbygðar i kaupstöð- um og verzlunarstöðum, svo og lóð- ir, sem ekki eru metnar með jörð t. d. þurrabúðir og grasbýli, lendur, sem eru fráskildar jarðeignum og eigi hafðar til ábúðarnota. Ennfremur sérskilin jarðarítök og hlunnindi, svo sem námur, varplönd, veiðiár, vatns- afl, rekaréttindi o. fl. — Undanþegn- ar gjaldinu eru lóðir þær, ítök og hlunnindi, sem eru þjóðeign eða til almennings þarfa svo sem kirkjustæði, skólahússtæði, sjúkrahússtæði o. fl. Verði ágreinipgur um, hvprt eign sé undanþegin gjaldinu, sker stjórnarráð- ið úr. Er þeir, sem hlut eiga að málj, vilja eigi hlíta þeim úrskurði, er þeim heimilt að leggja málið undir úrslit dómstólanna. 3. gr. Gjaldið skal greiða af verð- hækkun hinna gjaldskyldu eigna, talið eftir virðingarverði eignnnna i heild sinni, rð frádregnu virðingarverði liúsa og annara mannvirkja, sem á eignunum kunna nð vera, í því ástandi sem mannvirki þessi eru þegar virð- ingin fer fram. 4. gr. Gjaldið skal vera 2°/0 af verðhækkun hinna gjaldskyldu eigna, talið samkvæmt 3. gr. laga þessara og greiðist það næstu 75 ár að telja frá hinni fyrstu verðhækkunarvirð- ingu. Gjaldið rennur i landssjóð og greiðist um leið og aðrir opinberir skattar og gjöld, og innheimtist á sama hátt og hefir sama forgangsrétt. — Eigandi skal greiða gjald þetta, en á jörðum sem eru í leiguábúð, þegar lög þessikoma til framkvæmda, getur eigandi krnfíst endurgjalds á helming gjaldsins af leigjanda, þar tii nýr samningur er gerður. ------------------------ Jarðarför ráðherrafrúar- imiar fór fram á laugardaginn við hið mesta fjölmenni allra stétta. Alþingismenn voru þar allir með tölu, embættismenn, konsúlar o. s. frv. Húskveðjuna flutti síra J. H. Nokkurir menn úr söngfél. 17. júní önnuðust sönginn við jarðarförina. Heima var sungið eftirfarandi kvæði eftir Guðmund Magnússon: Ljós skína yfir öllum hennar sporum, ástúðar- Ijós, sem dauðinn jœr ei qrandað. Oss finst á margt aj jórnum vegum vorutn vorblœ og yndi paðan hafi andað. Ljós pað, sem skein í hennar sál og hjarta, hefir svo mörgum skapað daga bjarta. ,Blessuð sé hennar minninfi, segir móðir, mætastri dóttur svijt á bezta skeiði; landsmanna allra hugir mœtast hljóðir, harmandi pungt við slíkrar konu leiði. Engin er til, sem á svo mikla hylli, engin er til, sem sœtið betur jylli. I pessum sölum hugann hrijur lotning, hér mættiJ oss jajnan svip’rinn tignar- jriði, hér bar hún Islands heiður eins og drotning, hér var hún allra landsins kvenna prýði. Hér stóð hún dygg við hlið síns manns á verði, hiísið að scetti jriðarborg hún gerði. Móðir og kona, guð, sem gaj pig slíka, gleðji og blessi alt, sem pér var kœrast l Hjartað pitt góða, hreina, elskuríka, heyrum vér enn i verkum pínum bcerast. Hugsjónir pínar hejja betri daga, heiti pitt lengi blessar Islands saga. Kirkjan var fagurlega skreytt svörtu klæði og blómum. Þar talaði dóm- kirkjupr. Jóhann Þorkelsson. A eft- ir ræðunni lék Nilsson fiðluleikari hinn sænski, sem hér er staddur, forkunnarvel á fiðlu: Aases Död eftir Grieg. Embættismenn úr stjórnarráðinu báru kistuna inn í kirkjuna, alþing- isforsetar og skrifarar sinn úr hverri deild og sam. þingi út úr kirkjunni en bæjarstjórnarmenn inn í kirkju- garð. Blómsveigar voru óvetiju margir og fagrir m. a. frá ’konungi og Zahle- ráðuneytinu auk innanlandskranza. Silfursveiga sendi Alþingi og Thor- valdsensféh, gerða af Magnúsi Er- lendssyni gullsmið. 3X10000 krónur er hún orðin nú, hluttaka Vestur- íslendinga i Eimskipafélagi íslands. í fyrra dag bættist Asmundur Jóhanns- son frá Winnipeg við hina tvo, sem áður voru komnir: Arna Eggerts- son og Jón Bergmann (en ekki Bjarna- son, eins og misprentast hafði í síð- asta blaði). Gjaldkeramálið í yfirdómi. , Eins og kunnugt er hafa allir hinir reglulegu dómarar yfirréttarins vikið sæti í gjaldkeramálinu. Sagt er, að í þeirra stað séu eða verði skipaðir þessir setudómarar: Lárus H. Bjarnasop prófessor, Magnús Jónsson sýslum. og Páll V. Bjarna- son sýslumaður. Laun eins embættismanns í Rvík. Hverju eyðir embættismaður í Rvík á ári handa sér og sínum? — Það er auðvitað f)arska misjafnt, eftir stærð fjölskyldunnar, Iægni húsmóðurinnar að fara með penins?a og tilhneigingu til nð lifa dýru eða ódýiu lífi. — Launanefndin á þingi hefir auðvitað aflað sér upplýsinga um það, hvað meðallngi stór embættisroannsfjöl- skylda þarf til að lifa af, svo að hún geti lifað þægilegu lífi, án nokkurs prjáls, óreglu né óþarfa eyðslusemi, lífi, sem gæti talist sæmilegt ment- uðum manni. Þetta var fyrirhafnar- laust að gera, og það var vitanlega skylda nefndarinnar að gera það; raunar skylda hvers þingmanns að hafa nokkurnveginn rétta hugmynd um þetta áður en hann greiddi at- kvæði um launatrumvörpin. Eg hefi komist yfir búreikning einnar meðalfjölskyldu; 6 manns í heimili. Vona að ísafold vilji flytja aðal-útgjaldaliði hennar til athugunar fyrir fólkið. Þingmenn þurfa þess ekki með. Þeir höfðu nokkurn veg- inn glögga hugmynd um það í fyrra, hvað kostar að lifa í Reykjavík, og hafa það sjálfsagt líka þetta ár. Reikningurinn er þá svona: 1. Matv. öll handa 6 m. 142 j.00 kr. 2. Fatnaður handa j . 37J.00 — 3. Húsaleiga............ joo.oo — 4. Eldiviður............ 180.00 — j. Ljós (Gas)............ 60.00 — 6. Vátr.gjald húsgagna 4J.00 — 7. Opinber gjöld . . . 130.00 — 8. Lífsábyrgðargjald (eftirlaunalaust emb.) 1 jo.oo — 9. Læknishjálp .... 40.00 — 10. Rentur af skuldum 120.00 — 11. Bókakaup, timaritog blöð .............. 100 00 — 12. Vinnukonukaup . . 120.00 — 13. Argjald til ýmsra fé- laga.................. 40.00 — 14. Skólagjald............ 40.00 — 3.32J.00 00 Lengra en þetta náði reikningur- inn ekki, en vitanlega vantar i hann margt, sem ómögulegt er að kom- ast hjá að gjalda. Hér er ekkert tek- ið til »óþatfa«, sem jafnan er ein- hver, ekki andvirði eins kaffibolla handa gesti, ekkert til skemtunar eða hressingar frá vinnu, sem hvorttveggja er nauðsynlegt, og fæst ekki ókeypis hér fremur en annarsstaðar. En eru þá ekki einhverir af þess- um gjaldaliðum taldir of hátt ? Nei, nákvæmlega það, sem borg- að hefir verið. Stærstu liðirnir eru matvæli, fatn- aður og búsnæði. Matvœlin kosta á mann 66 aura á dag. Það er holl- ur og sæmilega góður matur, búinn til aðallega úr korni, keti, fiski og mjólk. Feitmeti búið til úr smjöri og plöntufeiti. Aldrei brúkað ein- tómt smjör, sem mundi verða til muna dýrara. Sé þetta borið saman við almennan fangakost, er það ódýri, sbr. og matarreikninga frá Holdsv.- spítala, Vífilsstaðahælinu og heima- vistum i skólum vorum. Með jatnaði er hér talinn allur fatnaður handa j manns: gangföt, yfirhafnarföt. nærföt og skófatnaður. Fólkið þokkalega klætt og ekkert þar fram yfm. Hús- næðið er að sínu leyti dýrast, en fæst ekki hér í Reykjavík fyiir minna, þar sem þarf 2 svefnherbergi handa fjöl- skyldunni og 1 handa vinnustúlku, vinnustofu handa húsbónda, gesta- stofu og borðstofu auk eldhúss, búrs og kjallarageymslu. Munar minstu í ársreikningnum þó að húsnæðið fengist t. d. fyrir 400 kr., en fyrir það verð er það nú orðið ekki fáan- legt, þó að svo hafi verið áður. — Góðar ibúðir kosta nú frá 60—100 kr. á mánuði X. .....-------------- Frá Vestmanneyjiim. Valurinn kom í morgun með 2 þýska botnvörpunga inn á Vestmann- eyjahöfn; hafði tekið þá við Portland. Beinhákarlar 2 veiddust í Vest- manneyjum i nótt, en þeir eru mjög fátiðir. Góð síldveiði sem stendpr- (Simfregn). Bókarfregn. Réttarstaða íslands eftir Einar Arnórsson. Reykja- vík. Gefib nt af hinu is- lenzka Þjóðvitiaféiagi 1913. Menn hnfa verið og eru enn mjög skiftra skoðana um það’hver réttar- staða íslands sé. Þegar talað er um réttarstöðu lands, er þar með átt við lagalega aðstöðu þess til annara ríkja, og er þá aðallega á það að líta, hvort og að hve m klu leyti erlend stjórn- völd hafi lagarétt til íhlutunar um einkamál landsins. Það gefur að skilja að hverri þjóð er það i mesta máta áríðandi að vita rétt um stöðu sina i þessu efni. Sé hún óhall- kvæm á það að vera þjóðintii hvöt til að bæta hana. Og heimili lög þjóðinni meiri rétt en hún nýtur á það likn að vcra henni hvöt til að fá þann rétt í framkvæmdinni, láta hann eigi að eins vera dauðan bók- staf. Það er að visu svo, að þar sem lagaréttinn og framkvæmdina skilur á, telja margir lagaréttinn lít- ilsvirði. Satt er það, að það ástand sem eðlilegast er, hefir meira til sítis máls en óeðlilegt ástand, sem er eða á að vera að lögum. Og þegar við ofbeldi er að eiga, verður lagarétturinn oft að lúta í lægra haldi. En þegar eðlilegur lagaréttur keppir við óeðlilega og ólöglega framkvæmd, þá fær sá er réttinn hefir fremur sámhygð annara og málstaðurinn styrkir hann sjálfr.n í baráttunni. Og því á hann ekki að fleygja réttinum frá sér að ástæðu-. lausu. Um réttarstöðu íslands er mjög deilt, og um hana hefir meira verið ritað en um flest önnur atriði ísl. lögvísi. Og skoðanirnar eru mjög skiftar. Aðallega falla þær þó í tvo flokka. Annars vegar er sú stefna sem heldur fram drottinsvaldi danskra stjórnvalda í íslenzkum málum. Þeir menn, er haldið hafa þessari stefnu fram, eru eingöngu danskir menn, J. E. Larsen, H. Matzen og Knútur Berlín, og þann flokk hafa og fylt einstöku ísiendingar, t. d. Gísli Bryn- júlfsson og Bogi Th. Melsted. Hins vegar eru þeir menn, sem halda því f'ram, að ísland hafi jafnan síðan það gekk konungi á hönd, haldið lagalegu fullveldi yfir flestum eða öllum málum sínum. Þeirrar skoð- unar eru flestallir þeir íslendingar, sem um málið hafa ritað, svc sem Jón Sigurðsson, Lárus H. Bjarnason, Jón Þorkelsson og Einar Arnórsson, og auk þeirra allir útlendir vísinda- tnenn aðrir en Danir, sem um þetta efní hafa ritað. Má þnr nefna Kon- rad Mnurer, Nicolaus Gjelsvik, Anat- hon Aall, Macody-Lund og Ragnar Lundborg. En þó mikið hafi um málið verið ritað, þá hefir hingað til mest nf því verið í brotum. Höf- undarnir hnfa að eins farið með eiu- stakar hliðar efnisins. Orfá heildar- rit hafa þó verið til, en þau öll stutt og ófullkomin. En þörf hefir verið á að fá ítarlegt rit um efnið í heild sinni, ritað af þekkingu og hlutdrægn- islaust. Og það ekki að eins sú al- menna þörf sem er fyrir heildarrit um hvert efni visindanna. Þörfiu var enn brýnni fyrir þá sök að þjóð- in á í baráttu við erlent vald um réttarstöðu sína. í þeirri baráttu verður hver og einti landsmanna að skapa sér skoðun. En hvar hann skipar sér í baráttunni fer oft eftir því hvern hann telur rétt landsins að lögum. Og til að geta dæmt um það, er mikils umvert að geta gripið til áreiðanlegs og handhægs heildarrits. Enn er þess að gæta að á síðustu árum hefir risið upp rithöfundur, sem þyrlað hefir upp slíku mold- viðri af ranghermi og ósannindum um þetta mál, undir vísindamensku- yfirskyni, að undrum sætir. Og ýmsjr höfðu orðið ginnkeyptir fyrir skoðunum han^, og það jafnvel menn sem vilja láta kalla sig íslenzka vis- indamenn. Þessi maður er Knud Berlín og var sízt vanþörf á að ým- islegt i skrifum hans væri tekið til athugunar. Einar prófessor Arnórsson hefir nú þætt úr þessari þörf með riti sínp um réttarstöðu íslands, er Þjóð- vinafélagið hefir gefið út. Þar er itarlegt yfirlit yfir réttarstöðu lands- ins frá því lýðveldið var sett hér á fót og alt fram til vorra daga. Eg tel það vafalaust, að þetta rit hans verði jafnan talið grundvallarrit og að höfundar þeir er á eftir koma muni jafnan byggja mikið á því. Höfundurinn er lika vafalaust fær- astur allra islenzkra manna um að semja slíkt rit. Þetta mál hefir tvær hliðar, lagahliðina og söguhliðina. Höfundur slíks rits þarf því bæði að vera lögfræðingur og sagnfræð- ingur. Og E. A. hefir bæði þessi skilyrði. Hann er lærður lögfræð- ingur, með skýra og skarpa lög- fræðislega hugsun. Og hann er margfróður í sögu landsins. Með þessu riti sínu hefir hann auðgað íslenzkar vísindabókmentir og á hann þakkir skilið fyrir. Hér er eigi rúm til að rekja ná- kvæmlega efni þessa rits. Höfund- urinn gefur fyrst yfiriit yfir upphaf lýðveldisins, stjórnarskipun þess, skifti íslands við önnur lönd á lýð- veldistímanum og loks lok lýðveld- isins. Næsti kaflinn er um tíma- bilið frá 1262 til 1662, frá því land- íð komst undir konung og fram til einveldisskuldbindingarinnar í Kópa- vogi. En þar ítarlega skýrt efni sáttmála íslendinga við Noregs kon- unga og lýst réttarstöðu landsins eftir þeim. Seinni hluti þessa kafla er um stjórn innanlandsmála á þessum tíma. Af stjórn innanlandsmálanna má leiða ýmislegt um stöðu lands- ins út á við og er E. A. hinn fyrsti, sem ritar um þá hlið málsins. Næsti kafli er um einveldistímabilið 1662 —1871. Er þar skýrð einveldis- skuldbindingin og lýst breytingum þeim er hún hafði í för með sér á stjórnarskipun landsins. í þessum kafla er og m. a. tekið til athugun- ar gildi grundvallarlaga Dana á ís- landi, svo er þar einnig yfirlit yfir stjórn innanlandsmála á þessu tíma- bili. Síðasti kafli ritsins er um rétt- arstöðu landsins frá 1871—1903, um stöðulögin 2. jan. 1871, stjórn- arskrána j. jan. 1874 og stjórnskip- unarlögin 3. okt. 1903. Enda þótt þungamiðja ritsins sé um lagalegan rétt landsins þá hefir höf. jafnan líka hliðsjón af því við hvaða stjórnar- kjör landið í raun og veru átti að búa. En þau voru eigi nærri alt af í samræmi við lagaréttinn. Var sér- stök ástæða til að ihuga þessa hlið tnálsins vegna þess, að því hefir ver- ið haldið fram, að þau stjórnarkjör, sem tíðkast hafa, hafi venjan lög- helgað, enda þó ólögmæt væru í fyrstu. Innan þjóðfélags er það svo að venja, sem eigi brýtur bág við sett lög, er bindandi meðan henni er fylgt, opinione obligationis. En þjóðfélagið sjálft getur alt af breytt henni og það jafnvel með gagnstæðri venju. En venja andstæð lögum er ekkert gildi talin hafa. Jafnvel þó beita mætti þessum reglum um gildi venjunnar innan þjóðféíags, þegar rætt er um gildi venju milli þjóð- félnga, væru því ályktanir Berlins rangar. En þegar um aðstöðu tveggja þjóðfélnga hvors til annars er að ræða, er óheimilt að beita þessum reglum. Málið horfir þar alt öðru vísi við. Settir samningar hljóta þar að gilda venju framar, í öilu fa Ii meðan ástæðurnar eru óbreyttar (rebus sic stantibus). Og venja sem beitt er, þar sem samn- ingar ná eigi til, getur aldrei haft meira gildi en samningur og missir því alla helgi er atvikin breytast, auk þess sem gagnstæð venja hlýtur að breyta henni. Niðurstaða sú er E. A. kemst að, um það hver réttarstaða landsins sé, er þessi: »1 nokkrum málum lands- ins er konungur einvaldur, en í öðr- um ræður hann ásamt alþingi, og um epgin mál landsins hafa dönsk stjórnarvöld nokkurn lögformlegan íhlutunarrétt« bls. 389. Þetta er sama niðurstaðan og flestir þeir ísL menn er um málið hafa ritað, hafa komist að, og allir útlendingar aðrir en Danir einnig. Og eg býst við, að E. A. losni eigi fremur en aðrir, sem á sama máli hafa verið, við það ámæli Berlins og félaga hans að þeir láti pólitiskgr tilfinningar sínar stjórna dómum sínum í þessu máli. Berlin hefir gefið sér og sínum fylgismönn- utp pg syp einstöku mönnnip, er hann vill eigna sér, með litlum rétti og sjálfsagt mjög á móti vilja þeirra

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.