Ísafold - 02.08.1913, Síða 1

Ísafold - 02.08.1913, Síða 1
Kemur út tvisvar í viku. Yerð árg. 4 kr., erlendis 5 kr. eða l^dollar; borg- ist fyrir miðjan júlí erlendis fyrirfram. Lausasala 5 a. eint. ■ ■ Uppsögn (skrifl.) bundin við áramót, er ógild nema kom- in só til útgefanda fyrir 1. oktbr. og sé kaupandi skuld- laus við blaðið. XXXX. árg. Reykjavík, laugardaginn 2. ágúst 1913. 62. tölublað J. C. Poesfion. Sexfugsafmæfi f)ans. Um sextugs-afmæli Poestions, 7. júni, heíir v. Jaden barón sent Isajold pistil þann er hér fer á eftir í lausl. þýðingu: í kyrð og hljóðalaust hefir Poestion haldið 60 ára afmæli sitt. Heiðurssamsætum, bæði átveizlum og öðru, sem fyrirhug- að var, beiddist hann undan. En öll merkari Vínar-blöðin og önnur austurrísk blöð fluttu lofi þrungnar greinar um »hið sí- unga afmælisbarn, sem engum getur dottið í hug, að sextugur sé orðinn, svo fjörlegt er útlit hans og unglegt«. í blöðunum var hann talinn »óvenjulegur maður« »einn þeirra Austurríkis- manna, sem á vorum dögum hefir mest skarað fram úr«, mað- ur »sem þegar fvrir nær 30 árum vakti aðdáun heimsins — minsta kosti lærðra manna — með andagift (genialitát) sinni« og »er nú einn hinna sérkennilegustu og merkustu lærðra embættismanna og rithöfunda í Austurríki, maður sem ættjörð hans má þykjast af sem einum sinna merku sona«. Alment var viðurkenl, að hann hefði eigi að eins opnað ný íslenzkar bókmentir fyrir þýzkumælandi mönnum, heldur hefði hann í Austurríki verið vekjarinn, sem benti á norrænan bókmenta- auð. Starfsemi hans í bókavarðarstöðu var og mjög lofuð að verðleikum. Ótal heillaóskir bárust honum bæði innlendar og erlendar m. a. frá yfirráðherra Austurríkis, Gautsch baróni og öðrum stórmennum. En einkum þótti Poestion vænt um heillaóskirnar frá íslandi, háskólanum, rektor, kennurum og námsmönnurn mentaskólans, Bókmentafélagsforsetanum, Bjarna frá Vogi og ritstjóra ísafoldar. Ennfremur fekk hann skeyti, fullviðurkenningar frá Kristjaniu-háskóla og Graz-háskóla og borgarstjórn fæðingarbæjar hans Aussee. I. O. O F. 94819. Alþýðufól.bókasafn Templaras. 3 kl. 7—9. AugnlœkninR ókeypis i Lækjarg. 2 mvd. 2—3 Ðorgarstjóraskrifstofan opin virka daga 10—3 Bæjarfógetaskrifstofan opin v. d. 10—2 og 4—7 Bæjargjaldkerinn Laugav. 11 kl. 12—8 og 6—7 Eyrna- nef- h&lelækn. ók. Pósth.str.l4Afid. 2—8 íslandsbanki opinn 10—21/* og 51/*—7. K.F.U.M. Lestrar- og skrifstofa 8 árd.—10 siðd. Alm. fundir fid. og sd. 8*/* slðd. Landakotskirkja. Gnðsþj. 9 og 6 á helgum. Landakotsspítali f. sjúkravitj. 11—1. Landsbankinn 11-21/*, 51/*—61/*. Bankastj. 12-2 Landsbókasafn 12—3 og 6—8. Útlán 1—8. Landsbúnaðarfólagsskrifstofan opin frá 12—2 Landsfóhirðir 10—2 og 5—6. Landsskjalasafnið hvern virkan dag*kl. 12—2 Landssiminn opinn daglangt (8—9) virka daga helga daga 10—12 og 4—7. Lækning ókeypis I»ingh.8tr. 23 þd. og fsd. 12—1 Náttúrugripasafnið opið l1/*—21/* á sunnud. Samábyrgð Islands 10—12 og 4—6. Stjórnarráðsskrifstofurnar opnar 10—4 dagl. Talsími Reykjavikur Pósth.3 opinn daglangt (8—10) virka daga helga daga 10—9. Tannlækning ókeypis Pósth.str. 14B md. 11—12 Vifilstaðahælið. HeimsókLartimi 12—1 Þjóðmenjasafnið opið á hverjum degi 12—2. Nýja BI6 í kvöld og næstu kvöld: Tryg'ðatröllið. Sjónleikur í 2 þáttum eítir Bernh. Holtz. Aðalhlutverkin leika: Clara og Carlo Wieth. Aukamynd: Náttúran i vetrarblæðum. Myndir frá Davos. Alþýðnfræðsla StMentafél. Jón Jónsson læknir flytur erindi: Tannsjúkdómar sem þjóðarmein og hvaða varnir séu tiltækilegastar, sunnudaginn 3. ágúst kl. 5 síðd. í Iðnaðarmannahúsinu. Aðgangur kostar 10 aura. Hljómleikar Haraldur Sigurðsson frá Kallaðarnesi og Gustav Hansen í dag, 2. ágúst, kl. 4 stundvíslega, með því að Hansen stígur á skip þegar eftir leikana til brottferðar. Aðgöngumiðar í Bárubúð. Bóka- og pappírsverzlun Isafoldar Munið áður en þér farið í ferðalög að líta á Pappadiskana, Pappafötin, Pappírsservíetturnar °g Smjör- og Brauðpappírinn, sem er alveg ómissandi og altaf fæst í Bóka- og Pappírsverzlun Isafoldar Samband Vestur- og Austur-lslendinga. Hinar sívaxandi sumar-kynnisfarir bræðra vorra vestan hafs eru ávöxtur allra síðustu ára — og hann gleði- legur frá voru sjónarmiði. Viðkynningin milli vor austan hafs- ins og þeirra hefir mjög aukist og samúðin um leið. Það er oft látið klingja, að vér íslendingar séum »fáir, fátækir og smáir«. Það er að visu satt. Og því hefð- um við illa ráð á því að missa frá þjóðerni voru þann mikla og kjarn- góða íslenzka flokk, sem elur aldur sinn vestan hafs. Vér verðum kjarkmeiri og upp- burðarmeiri fyrir það, að vita af þjóðernis-bræðrum vorum þar vestra, sem sífelt hafa vakandi samúð með oss, sem eru oss jafnan hinn bezti haukur í horni, svo sem sýnt hefir sig jafnan á síðari árum, þegar um einhver stórmál hefir verið að tefla hér heima, hvort heldur stór-áföll, eins og mannskaðana miklu hvað eftir annað, eða stór þjóðernis-vakn- ingarmál, eins og minnisvarðamálið Forseta, eða framtakssemi-tilþrif eins og nú síðast Eimskipafélags-stofn- unina. Það dæmið er oss í ferskustu minni. Þau stór-myndarlegu ítök, sem þeir Arni Eqqertsson, Ásmundur Jóhannsson og Jón Tr. Berqmann hafa í það lagt fyrstir V.-íslendinga eru svo hugðnæm og lýsa svo vel rækt- arsemi til gamla landsins og fram- sóknar hinnar islenzku þjóðar, að seint verður fullþakkað. Sú er von vor og ósk, að við- kynningin megi fara vaxandi og væri það mikið íhugunarefni, hvort eigi ætti að styðja að því t.’ d. á Hkan hátt og Danir og aðrar Norðurlanda- þjóðir hafa gert, með félagsskap, er hafi það að marki að halda við nánu sambandi milli heimaþjóðarinnar og bræðranna vestan hafs, því að það má gera á ýmsan hátt, og mundi geta orðið til mikillar blessunar á báða bóga. ísland erlendis. Tveir norrænir töfraheimar. Svo heitir mjög hlýieg grein sem Carl Kuchler magister hefir ritað um Fær- eyjar og ísland í þýzka tímaritið Natur. Hún er prýdd mörgum ágæt- um myndum. Er Kuchler einkum sýnt um að velja jafnan góðar myndir í greinar sínar og bækur um ísland. Brezki leiðangurinn. I Glasgow- blöðum er mjög vel látið af skemti- leiðangri Breta hingað í júní síðast- liðnum. Farþegarnir höfðu gert sér alt aðrar vonir um landið og fólkið, alt reyndist miklu ánægjulegra en þeir höfðu búist við, segir i einu blaðinu. — Sennilega verður þessi ferð því byrjun annars meira: árlegra skemtiferða frá Bretlandi, eins og Þýzkalandi. ■ -.... ............. Frá alþingi. Fjáraukalögin eru nú komin gegn um Nd. og halda eftir helgi upp til lávarðanna. Við 3. umræðu í gær urðu allharðar umræður út af fjárveitingunni til desemberfundarins 1912 um sambandsmálið. Kom fram brt. um að neita um þá fjárveitingu (rúm 700 kr.) og var hún studd af Valtý, B. Sv., Skúla og Bjarna f. V., en að lokum var fjárveitingin samþ. með þessari viðbót frá f. Öl.: »án þess veiting þessi myndi nokkurt fordæmi*. Á frv. stjórnarinnar hefir Nd. gert þessar breytingar helztar: Strikað út fjárveiting til viðbótarbyggingar '• við pósthúsið (18 : 1, ráðh.), hækkuð !; fjárveiting til Röntgenáhaldakaupa handa læknadeild háskólans úr 5000 kr. upp í 6000 kr., en feld sams konar fjárveiting til Vífilsstaðahælis, veitt alt að 4000 kr. til endurgreiðslu á tillagi RangárvallasýsLu til Garðs- aukasímans gegn því, að sýslan á sínum tima leggi hlutfallslega til Víkursímans, veitt síldarmatsm. Jakobi Björnssyni og fiskimatsm. Árna Gísla- syni fé npp í utanfararkostnað, hinum fyrra 200 kr., hinum síðara 400 kr., veitt 200 kr. til dýralæknisnema á þessu ári, veittar 7000 kr. til að styrkja símalínurnar á Fjarðarheiði, Fljótsheiði og víðar., veittar 500 kr. til eftirlits úr landi með fiskiveiðum í Garðsjó innan landhelgi, gegn jafn- tpiklu tillagi annarstaðar frá, veitt Ásólfsskálakirkju eftirgjöf á viðlaga- sjóðsláni kr. 803.56, að því tilskildu, að söfnuðurinn taki kirkjuna að sér. Efling Landsbankans. Nd. afgreiddi í gær til Ed. frumv. um ábyrgð landssjóðs á sparisjóði Lands- bankans, og var það samþykt með 14 atkv. gegn 4 (Hannes Hafstein, Kristján Jónsson, fón M. og Pétur Gautl.). Bannlagabreytingin, sem getið var í síðasta bl. var til r. um- ræðu í Nd. í fyrradag. Fyrir frum- varpinu töluðu L.H.B. og ráðherra, sem gat þess, að Frakkastjórn hefði sent stjórnarráði íslands tilmæli um undanþágu frá bannlögunum fyrir ræðismann sinn. Móti málinu tal- aði G. Eggerz frá því sjónarmiði, að frv. væri heldur til að bæta bann- lögin, en við þau ætti danski máís- hátturinn: Jo galere, jo bedre, svo að maður yrði sem fyrst laus við þau. — G. E. hafði og í hótunum að koma með þingsályktun um af- nám bannlaganna, en fekk þau ráð hjá L. H. B. í annari ræðu, að sleppa þvi tiltæki. Frv. var vísað til 2. umr. með 17 atkv. gegn 6 (Bjarni, Einar, Guðm. Eggerz, Sig. Sig., Tryggvi, Valtýr). Skattamálafrv. stjórnarinnar gengu til 3. umr. í Nd. í fyrradag með litlum atkvæðamun, og talið tvísýnt, að þau fái að lifa út úr deildinni. Nefndin klofnaði í tvent eða þrent. Fylgismenn vissir ekki taldir nema n—12. Þingnefndir: Umboðpjóðjarða (Nd.) )óh. Jóh. (form.), Ól. Briem (skrif.), Eggert P., Ben. Sv., Pétur. Mannanójn: (Nd. Þorl. Jónsson (form.), Jón Ól. (skrif.), Br. J., M. Ól., Valtýr. Veiðiskattur (Ed.) G. B., J. Havst., Þórarinn. Sauðjjárbaðanir: Þórarinn (form.), Jósef, Stgr. J. Breytine á kosningarlöaum (Ed.) Sig. E. (form.), Hákon, G. B. Hallarisvarnir (Ed.) Guðjón (form.), G. B. (ckrif.), Þórarinn, J. Jónatans- son, B. Þori. Járnbrautar-nýmælið á þingi. Isajold hefir birt járnbrautarfrumv. í 59. tbl., og aðalefnið úr verðhækk- unarfrumv. í síðasta blaði: Frumvarpið kom til 1. umræðu i Nd. í fyrradag og spunnust talsverð- ar umræður um það, áður en það var sett i nefnd. Ágrip af þeim um- ræðum fer hér á eftir, með því að sjálfsagt mun marga landsmenn fýsa að heyra álit löggjafanna á stórmáli þessu. U mræðurnar: Jón Magnússon (aðalfl.m frv.) tal- aði fyrst um undirbúning málsins af þingsins hálfu með fjárveiting til rannsóknar járnbrautarstæðisins og rannsókna verkfr. Th. Krabbe, Jóns Þorlákssonar og Þór. Kristjánssonar, og fór nokkuð út í skýrslu J. Þ., sem lesendum er kunn orðin af á- gripi því, er flutt var i 51. tbl. ísa- foldar, — en vék síðan að almenn- um athugasemdum: Suðurlandsundirlendið er hafnlaust og þá gagnslaust að vinna að frek- ari notkun þess, nema járnbraut komi til Rvíkur. Járnbrautin austur ryður möguleikum Suðurlands-undirlendis- ins braut. Ef brautin kemur er vissa um, að gagn verði að Flóa-áveitunni. Járnbrautin er og mikilsverð fyrir Reykjavík, þótt eigi sé rétt, eins og sumir hafa sagt, að járnbrautin sé eingöngu gerð fyrir Rvík og bærinn mundi sligast undir hafnargerðinni, án hennar. Eg hefi trúað á þetta mál, síðan eg frétti fyrst um það fyrir 19 ár- um. Það er bezta fyrirtæki, bezta mál fyrir alt landið. Þetta er auð- vitað að eins byrjun. En ef hún er ekki tiltækileg, verður manni að ef- ast um, að þetta land sé byggilegt. Ef menn treysta eigi þessu fyrirtæki,

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.