Ísafold - 02.08.1913, Blaðsíða 2

Ísafold - 02.08.1913, Blaðsíða 2
244 I SAFOLD þá er trúin á framtíð landsins litil. Mín trú er, að með járnbrautinni komi í Ijós hve gott landið er — og fyrir margra augum er trúin á þetta fyrirtæki sama sem trúin á framtið landsins. Tveir vegir eru hugsanlegir til framkvæmda; sá annar, að lands- stjórnin taki fyrirtækið að sér, en hinn, að landið tryggi privatféiagi einka- leyfi og þær tekjur sem þarf til þess að fyrirtækið komist á. Sú mótbára kemur sjálísagt, að þótt þetta sé gott mál tjái ekki að skattleggja alt iandið. En þar til liggja þau svör, að fyrirtækið þegar í byrjun mundi koma rúmum J/4 hluta iandsmanna að gagni. Og þeg- ar svo stendur á virðist mér lands- sjóður skyldugur til þess að koma tii hjálpar, ef fyrirtækið kemst eigi á án þess. Ef vér eigum að hugsa um járnbrautir verður einhversstaðar að byrja. Og fyrir Suðurlands-undir- lendið ekki hugsanlegar neinar aðrar brúklegar samgöngur. Landssjóður fær og mikið endurgjald, óbeint og beint, óbeint vegna meira gjaldþols þeirra er njóta góðs af brautinni yfir- leitt og beint vegna verðhækkunar- gjaldsins. Önnur hugsanlega mótbáran getur verið hin sama og kom þegar byrjað var að gera brýr og leggja vegi, sem sé, að þetta sé alt of mikið fyrir Suðurlandsundirlendið. En jafnsjálf- sagt að byrja á járnbrautinni í þess- um landshl, eins og á vegum og brúm áður. Hreinast væri það, að landssjóður tæki að sér fyrirtækið, en sennilega yrðireksturskostnaður meiri við lands- útgerð og borgún fyrsta sinni mikil, i. árið undir 400.000 kr. Betra að fá prívatfélag til að gera þetta, eink- um vegna þess, að landssjóður getur tekið járnbrautina að sér svo að segja þegar hann vill. Kostina munu ýmsir telja óað- gengilega. En vextir eru mjög háir á heimsmarkaðinum og engin líkindi til lækkunar um fyrirsjáanlegan tima. Ef því vaxtadýrleikinn er settur fyrir sig þá er það sama sem að fresta málinu um ófyrirsjáanlegan tima. Auk þess eru 5% vextir ekki taldir háir nú orðið. Mál þetta er fram komið eftir ráði ráðherra, með undirbúningi stjórnar- innar. Líkindi eru til þess að nauð- synlegt fé tii fyrirtækisins fáist og mun væntanlegri nefnd gefin nánari skýrsla um það. Ymislegt í frv. er samningamál, t. d. lengd landssjóðsáb. og m. fl. En aðalatriðið, að verkið sé unnið sem fyrst. Nú síðustu árin er kom- in aukin hreyfing á vesturfarir, menn sækja þangað vegna meiri þæginda. Eg hefi þá trú, að járnbrautin mundi draga úr þeim straumi, býst við, að hún verði mikill þáttur í því að gera menn ánægða með að búa hér. Dr. Valtýr. Mér er ánægja að því, að sjá, að þetta mál er nú framkom- ið. Eg stóð í þessum sal fyrir 19 árum og bar þá fram járnbrautar- tilboð, en átti þá við mikla fáfræði og fávizku að berjast. Eg er sann- færður um, að ef tilboðinu frá 1894 hefði verið tekið, þá væru aðrar horfur hér í landi. En það tilboð var miklu betra en þetta. Eg er samdóma J. M. um þýð- ingu járnbrauta. Þær eru undirstað- an undir almennilega ræktun lands- ins, skilyrði fyrir því, að við getum orðið kulturþjóð og hættum að lifa á ráni, eins og við höfum gert frá landnámstíð, rænt og ruplað frá jörð- unni, án þess að láta nokkuð koma í staðinn. — íslandi nægja ekki sam- göngur á sjó. Það er of stórt til þess. En þörfin er enn þá meiri fyrir aðra hluta landsins en Suður- landsundirlendi, að fá járnbraut. Suð- urland hefir góða vegi og nær ætið til hafna; enda rjómabú og smjörbú þrifist vel. Um Norðurland er öðru máli að gegna, þar geta ísar jafnan tept. Járnbraut mundi geta komið upp ræktun norðanlands og er í raun og veru eina tryggingin fyrir því. Yfirleitt engin framtíðarvon i landinu, án járnbrauta. Þetta er skoðun mín á járnbrautar- málinu, en ekki á jrumvarpinu, sem fyrir iiggur. Tel það mjög varhuga- vert. Einkaleyfið er í þessu frum- varpi ráðgert til 75 ára, en i frv. 1894 voru það að eins 34 ár, og þá átti tillag landssjóðs að eins að vera 50 þús. kr. í 30 ár, en aðrar . 50 þús. kr. átti landið að greiða fyrir millilandaferðir milli íslands og Eng- lands og strandíerðir. Kjörin yfirleitt mikið l.ikari nú. Landssjóður á að ábyrgjast 5% -j- reksturs og viðhaldskostnaði, og auk þess xlz°/o af stofnfé í varasjóð, með öðrum orðum 51/2°/0. Kostnaður er talinn 3,8 rnilj., en samkvæmt áætlanareynslu vorri er varlegra að gera ráð fyrir 4 milj. Kostnaður þá fyrir iandssjóð 220 þús. fyrst í stað. En hvað mikið fær larrdssjóður af honum aftur? Um það er rent alveg blint i sjóinn. Eftir tilboðinu 1894 átti járnbrautar fél. að kaupa sjálft land, lóðir, hús og greiða fyrir jarðrask. Nú á það að vera laust við það. Sá kostnaður á að lenda á sveitunum. En verst er þó, að sveitarfélögin hafa alls eigi verið spurð um vilja sinn og finst mér það vera gjörræði að leggja þeim þenna kostnað á herðar forn- spurðum. Þeirra samþykki verður að leita. — Ennfr. á þetta nýja félag að hafa fult skatta- og tolla-frelsi, jafnvel af því, sem það kaupir af vörum, sem þegar eru fluttar inn. Mér þykir mikið, að því skuli eigi veitt undanþága frá bannlögunum um að mega flytja inn og selja áfengil — Og ívilnanirnar eru fleiri, Það á að fá að nota símastaura lands- ins eins og vill, og meira að segja að vera keppinautur landssímans, með því að selja hverjum sem vill símanotkun. Auk þessa á það svo að hafa forgangsrétt að lagningu annara járnbrauta. Mér finst frv. fela í sér eintómar skyldur fyrir landssjóð, öll áhættan vera landssjóðs megin. Mér er óskiljanlegt, að ekki sé hægt að fá betri kjör. Ella betra, að landið tæki þegar að sér fyrir- tækið, þótt eg sé háifragur við það. Mín sannfæring er, að unt sé að fá betri lánskjör fyrir landsstjórnina. Hér hefir að eins verið reynt í K.- höfn eins og vant er. En altof sjaldan leitað út fyrir Danmörku. Tilboðið frá T894 kom úr annari átt, því betra. Óg mundi oss holl- ara að leita einnig annað nú. Enn tel eg hættulegt, að ákveðið er, að byggingarkostnaður megi ekki fara fram úr fjárhæð, sem stjórnar- ráðið ákveður fyrir hvern km., þá mundi járnbrautin ef til vill verða ofverk, og eins er hættulegt að láta stjórnarráðið ákveða fargjald, því að það mundi um of sinna röngum kröfum almennings um lága taxta. Sér þætti skrítið að í þessu frv. væri krafa um að innlendir verka- menn skyldu vinna að járnbrautinni. Árið 1894 hefði helzta mótbára bænda á þingi verið, að járnbrautarvinnan mundi draga vinnukraft frá landbún- aði og sjávarútvegi. Verðhækkunargjaldið tel eg of lágt 2%, ætti að vera io°/0. Þessi járnbrautarlagning austur er líklega lífsspursmál fyrir Reykjavík, en eg segi eins og Franklin forðum: Það má kaupa hljóðpípuna of dýrt. Eg tel frv. eins og það liggur fyrir óaðgengilegt, en vil ræða það og meðhöndla með öllum þeim velvilja, sem hægt er. Og þótt járnbrautar- málið gangi eigi fram á þessu þingi var mjög gott, að það kom fram. Höldum áfram að vinna að þessu máli og hættum eigi fyr en járn- braut er komin ál ión Olafsson. Hr. forseti! Eg vil láta í ljósi gleði mína yfir þvi, að þetta mál er fram komið. Þegar járnbrautarmálið var fyrst á dagskrá þingsins var eg í annarri heimsálfu. En framkoma þess var mér hvöt til að taka eftir hvernig járnbrautir vest- an hafs svöruðu kostnaði á stöðuro, sem minni skilyrði höfðu en hér eru. Og reynslan var, að þær blessuðust vel. — Samgöngumálin á sjó hafa verið talin mikil nauðsyn, en hvað eru þau borin saman við bætur á innaniandssamgöngum? Vegna Rvík- ur beld eg ei, að járnbrautina þurfi — Rvík mun bera sig, án hennar. En járnbrautin er sanngirnis- og nyt- semdarmál, ekki að eins fyrir sveit- irnar, sem hún liggur um, heldur fyrir latidið í heild sinni. ' Járnbrautin er prófsteinn fyrir trú manna á landinu. Atvinnuvegir auk- ast og margfaldast, fólksfjöldinn vex. Vér viljum vera sjálfstæð þjóðl En fyrsta skilyrðið fyrir því er, að oss fjölgi. Eg held því fram, að á Suð- urlandsundirlendinu geti eigi að eins lifað 10 sinnum sá mannfjöldi sem þar er nú, 11000, heldur að 250000 manns geti leikandi lifað á þessu svæði. Ekki býst eg við því, að járn- brautin verði beint gróðafyrirtæki og hefi eg það fyrir mér, að að eins ein járnbraut í Noregi borgar sig. En landið græðir stórkostlega á óbeinan hátt í aukinni framleiðslu, auknum tekjum, auknum fólksfjölda. M. a. hygg eg, að eigi hundruð heldur þúsund V.-Íslendinga komi heim, þegar járnbraut er komin á. Þá geta þeir búið jafnþægilega hér og þar. Og það er alveg eins hægt að græða á búskap hér, eins og í Ameriku. Ekki geri eg svo mikið úr aukn- um smjör- og rjómabúum, en aðal- atriðið verður aukin kjötframleiðsia. Þörf járnbrautar fyrst og fremst á Norðurlandi hefir verið rökstudd með hallærishættunni. En allar þess- ar hallæriskrákur utan þings og inn- an misskilja sögu landsins. Hallæri hefir aldrei orsakast af ís. Hallæri er það eitt, þegar afurðir landsins geta eigi fætt íbúana. En það hefir aldrei komið fyrir, heldur hefir af- urðunum verið misskift og því hefir sultur drepið fátæklingana. En eftir sveitastjórnarlögum vorra daga getur það eigi komið fyrir. Járnbrautarmálið tel eg vera mesta framfaramál, sem komið hefir fyrir alþingi nokkru sinni. Af járnbraut- arfyrirtæki munu fást margfaldir vextir á óbeinan hátt. En jafnframt þessu vil eg geta þess, að mér þykir þetta frumvarp mjög illa samið, og finst það bera vott um ótrú á landinu. Enginn sem hefir trú á framtíð landsins læt- ur sér detta í hug að tryggja þurfi leyfishöfum þessar tekjur í 75 ár. Eg held jafnvel. að eg mundi á 6—8 vikum geta útvegnð landinu braut með 20 ára tryggingu. Vegna þess, að skammsýni og hreppapólitik eiga sér svo djúpar rætur hér á þingi, geri eg mér ekki fulla von um, að þetta járnbrautjr- mál nái fram að ganga á þessu þingi, enda óvenjulegt byrleiði, ef málið gengi fram á sama þinginu og það er borið upp. En hitt er víst, að það deyr ekki. Bjarni frá Vogi. Eg er í sjálfu sér samdóma öðium, sem talað hafa um nauðsyn bættra samgöngutækja, um nauðsyn járnbrautar. En hitt vildi eg láta athuga, hvort eigi mundu önnur samgöngutæki hugsanleg hér á Suðurlandi t. d. bifreiðar eða renni- reiðar. Notkun þeirra fer vaxandi annarstaðar. Segi ekki að þær muni reynast nægar, en vil, að upplýsing- ar séu um það fengnar, hvað mikið muni kosta að styrkja vegi svo, að þoli þess konar samgöngutæki. Um frumvarpið það að segja, að erlendis hefir reynst erfitt að ná einkabrautum af félögum, sem einka- leyfi hafa fengið og einkaleyfin jafn- an búin út á annan og tryggilegri hátt en hér er gert. — Hygg, að jafnan verði aflarasælla, að landið sjálft hafi í höndum fyrirtæki eins þetta. Og hvað er móti því? Jón Magnússon. Tilboðið frá 1894 hygg eg sé óhætt að segja, að hafi ekki verið ábyggilegt. Hér er ekki um gróðafyrirtæki að tefla af þeirra hálfu, sem fyrir því gangast. Ef þetta reyndist gróðafyrirtæki, sem gæfi af sér vexti, væri auðvitað sjálf- sagt, að landið tæki það þegar að sér. Aðalatriðið í þessu máli væri þetta að gera tryggingu á 5 °/0 vöxt- um af stofn fénu af landssjóðs hálfu fengist fé til járnbrautarlagningar. Forgangsrétti félagsins til að leggja aðrar járnbrautir gerði hann ekki mikið úr, það ákvæði væri lánað frá frv. 94 og mætti gjarna fella burt. Meinloka hjá dr. Valtý, er hann heimtaði 10%' verðhækkunargjald, hefði víst ímyndað sér, að þetta gjald ætti að vera einu sinni fyrir alt, en ekki árlegt gjald. Að gjalda 100 kr. á ári fyrir það að jörð manns hefði hækkað í verði um 100 kr. næði engri átt. Minsta kosti væri sízt að fárast yfir 5 °/0 gjald af stofnkostnaði, ef 10 °/o væru heimtuð í verðhækkun. Um mótorvagna er það að segja, að þeir munu reynast ónotandi á vetrum en á sumrum notandi fyrir mann- en ekki vöruflutninga. Ræðumaður kvaðst annars ekki vilja fara út i einstök atriði við þessa 1. umræðu. Það væri hreinn ósiður, sem væri farinn að tíðkast að gera það fyr en við 2. umræðu og gngn- stætt þingsköpum. Sagði nú forseti umræðunni lokið, en í því bað Björn Kristjánsson um orðið, en forseti synjaði með því úrskurður væri fallinn um lok um- ræðunnar. Málinu var siðan vísað til 2. um- ræðu með 17 samhljóða atkvæðum. Því næst var kosin 7 manna nefnd og hlutu þessir kosningu: Sigurður Sivurðsson, Jón Magnússon, Ldrus H. Bjarnason, Björn Kristjdnsson, dr. Valtýr, Eqqert Pálsson 0g Maqnús Kristjdnsson. ----------------------- Leikmót Iþróttafélags Reykjavíkur. Sem betur fer, fjölgar þeim smám saman leikmótunum, annað bæri líka vott um alt of mikla deyfð í unga fólkinu. í Norðurlandi er árlega háð leik- mót fyrir þann fjórðung, eitt var að Þjórsártúni í júnímánuði fyrir Suður- landsundirlendið, og annað verður á Hvítárbakka fyrir Borgarfjörð og Mýrar 10. þ. mán. En íþróttafélag Reykjavikur gengst fyrir kappleikun- um þetta ár fyrir Reykjavík, og verða þeir i kvöld og á morgun á íþrótta- veilinum. Miklu betra skipulag en verið hefir er nú að komast á um leikmótin, og er það einkum að þakka íþróttasam- bandi íslands, en það hefir gefið regl- ur um margt það er að íþróttum og leikmótum lýtur og vandað til þess á allan hátt. Leikarnir verða þriskiftir: í kvöld verður 800 st. hlaup, 100 st. hlaup, boðhlaup (4X100 st.), spjótkast, 60 st. hlaup fyrir drengi 12—14 ára og 60 st. hlanp fyrir drengi yngri en 12 ára og loks 1500 st. hlaup. — Á morgun kl. 2: 10.000 st. hlaup, kringlukast, kúluvarp, stangarstökk og fegurðarglíma. — KI. 5x/2: Knatt- spark (kappleikur milli »Fram« og »Fótboltafélags Reykjavíkur« — vill það félag ekki breyta heiti sinu til betra máls og nefna sig Knattspyrnu- félag Reykjavikur?). Keppendur verða alls 83, og hafa þeir aldrei verið jafnmargir siðan á allsherjarmótinu 1911. Oft og einatt skýzt það upp hjá mönnum, að þeir séu farnir að hafa horn í síðu íþróttanna, sakir úlfúðar sem sé á milli iþróttamannanna sjálfra Þetta er fyrst og fremst rangt af því, að það er að láta málefni gjalda manna, en það er einnig rangt vegna þess, að þessi úlfúð er enqin. Ágrein- ingur kann að verða og valda deilum, en þrátt fyrir það verða menn jafnan drengir í leik — og hafa altaf verið. — íþróttamennirnir hafa varið mörgum tómstundum til að verða það sem þeir eru, — sem allra flestir ættu að verja einni tómstund til að horfa á þá. Því fleiri sem gera það, þvi meiri likur eru til að leikmótið nái aðal-tilgangi sínum: Að fá sem flesta til að fallast á, að vert sé að verja einhverju af tómstundunum til líkamsiðkana. + Síra Arnór Þorláksson. Hann lézt á Hesti í fyrrinótt eftir mikla og þunga vanheilsu árum sam- an, brjóst- og hjartveiki. Síra Arnór komst nokkuð á sext- ugsaldur, f. 27. maí 1859, sonur Þorláks Stefánssonar síðast prests á Undirfelli í Vatnsdal (d. 1872) og konu hans Sigurbjargar Jónsdóttur prests á Höskuldsstöðum Pétursson- ar, en Jón átti Elísabet dóttur Björns í Bóistaðarhlíð, sem hinn mikli Ból- staðarhliðarættbálkur er af kominn. Meðal annarra barna síra Jóns og Elisabetar voru Halidór prófastur á Hofi, Guðrún kona síra Sveins Níels- sonar á Staðastað, móðir Hallgríms biskups, síra Jón í Steinnesi, Þórunn kona Þórarins Böðvarssonar o. s. frv. Þorlákur prestur og Sigurbjörg áttu fjölda barna og var síra Arnór þriðji yngstur þeirra. Meðal bræðra hans voru síra Jón á Tjörn (d. 1907)' Þorlákur bóndi í Vesturhópshólum (d. 1908), faðir Tóns landsverkfr., Björn fyrrum bóndi í Munaðarnesi (d. 1904) og Þórarinn málari hér í Reykjavík. Síra Arnór varð prestur að Hesti í Borgarfirði 1S84 og hélt það brauð jafnan síðan, unz hann i vor fekk lausn sakir heilsubrests. Hann var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Guðrún Jónsdóttir, sonardóttir Stefánsprests í Stafholti Þorvaldssonar sálmaskálds í Holti. Hún lézt 1906 Þau eignuóust 10 börn, sem öli lifa. Seinna sinni kvæntist hann árið 1907, Hallberu Guðmundsdóttir, en misti'fiana 1908. Um síra Arnór var margt mjög vel. Hann var snyrtimenni mikið í allri framgöngu, og vann sér alls- staðar hyili fyrir prúða framkomu sína. Um stjórnmál var hann tals- vert áhugasamur, einkum árin 1908 —1911, þótt lítið bæri á. — Jafnan átti hann við þröng kjör að búa og erfitt uppdráttar að koma upp hinum mikla barnahóp. Eigi að síður fekk hann klohð að húsa vel prestssetrið Hest, lét reisa þar all myndarlegt steinsteypuhús. Reykvíkingum var síra Arnór einkum kunnur sem hestamaður með afbrigðum og um eitt skeið mátti svo heita, að flestir gæðingar hér í bæ kæmu frá síra Arnóri og einna fyrstur mun hann hafa farið að kenna hestum »tölt«, sem nú þykir ómissandi kostur á hverjum hesti. Síðustu árin var síra Arnór orð- inn lítið annað en skuggi af sjálfum sér, svo hafði heilsubilun leikið hann og mun því andlátið hafa verið hon- um þráð hvíld. Árni Eggertsson fer héðan í dag á Ceres áleiðis til Vesturheims ásamt frú sinni og syni. Ætla þau fyrst til Khafnar og síðan til Þýzkalands, Belgíu, Frakklands og Bretlands. Samferða þeim frá Khöfn verða Jón J. Vopni, Thorvaldssonsbræður, sem á undan eru farnir til Danmerkur. Ásmundur Jóhannsson frá Winnipeg fer enti norður í land eftir helgi ásamt frú sinni og dvelur hér í landi fram eftir ágúst- mánuði. Stefán Stefánsson skólameistari varð fimtugur í gær og fekk hann mörg heillaóskaskeyti víðsvegar að á afmæli sínu.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.