Ísafold - 09.08.1913, Blaðsíða 1

Ísafold - 09.08.1913, Blaðsíða 1
Kemur út tvisvar í víku. Verð árg. 4 kr., erlendis 5 kr. eða l^dollar; borg- ist fyrir rniðjan júlí erleníis fyrirfram. Lausasala 5 a. eint. Uppsógn (skrifl.) bundin við áramót, er ógild nema kom- in só til útgefanda fyrir 1. oktbr. og só kaupandi skuld- laus við blaðið. ísafoldarprentsmiðja. Ritetjóri: Ólafua? Björnsson. Talsími 48. XXXX. árg. Reykjavík, laugardaginn 9. ágúst 1913. 63. tölublað I O. O F. ^4819. Alþýðafél.bókasafn Templaras. 8 kl. 7—9. Augnlækning ókeypis i Lækjarg. 3 mvd. 2—3 Borgarstjóraskrifstofan opin virka daira 10—3 Bæjarfógetaskrifstofan opin v. d. 10—2 og 4—7 Bæjargjaldkerinn Laugav. 11 kl. 12—3 og 5—7 Eyrnn- nef- h&lslækn. ók. Pósth.str HA ftd. 2—3 íalandsbanki opinn 10—2'/« og B'/t—7. K.F.U.M. Lestrar-og skrifstofa 8ard.—10 siöd. Alm. fundir fid. og sd. 8»/« slðd. Iiandakotskirkja. Ouosþj. 9 og 6á helgnm. Landakotsspitali f. sjnkravitj. 11—1. Landsbankinn ll-2>f«, 5</>-6>/i- Bankastj. 12-2 Landsbókasafn 12—3 og 5—8. Útlán 1—8. Landsbúnaoarfélagsskrifstofan opin frá 12 2 Landsféhiröir 10—2 og 5—6. Landsskialasafnio hvern virkan dag kl. 12—2 Landssíminn opinn daglangt (8—9) virka daga helga daga 10—12 og i—1. Lækning ókeypis Þingh.str. 23 þd. og fsd. 12—1 Náttúrugripasafnio opio l'/i—2'/» a sunnud. Samábyrgö Islands 10—12 og 1—6. Stjórnnrráðsskrifstofurnar opnar 10—4 dagl. Talsimi Reykjavikur Pósth.3 opinn daglangt (8—10) virka daga helga daga 10—9. Tannlækning ókeypis Pósth.str. 11B md. 11—12 VífilstaoahiBlio. Heimsókr, artimi 12—1 Þjóomenjasafnio opio á hverjum degi 12—2. Minningarsjóður Björns Jónssonar. Tekið móti gjöfum í skrifstofu og bókverzlun ísafoldar, pappírsverzlun- inni Björn Kristjánsson og verzlun Tóns frá Vaðnesi á Laugavegi. Nýja Bió Lesið götuaug- lýsingfarnar. Sigiús Blöndahl Rödingsmarkt 57, Hamburg 11. Inn- & útflutningsverzlun. Umboðsverzlun. Allar islenzkar vörur seldar hæsta verði. Símnefni: Blöndahl. — Hamburg. Ofna og eldavélar selur Kristján Þorgrímsson. Erl. símfregnir. Khöfn j. ágúst 1913 Frá ófriðnum. Vopnahlé komið á. Frið- arfundurstenrhirtil í Buka- rest. Vonir um frið. Khöfn 8. ágúst 1913 Friður með Balkanþjóð- unum var undirskrifaður í gser. Búlgarar samþykkja allar kröfur. Þá er sennilega bundinn endir á seinni Balkanófriðinn, sem velt hefir Búlgörum ofan af tindum frægðar og framsóknar i landvinningum og sett þá svo mjög niður í áliti, að þeir varla biða þess bætur. »Hovmod staar for Fald« segir Danskurinn, drambið drepur, það hefir nú sannast á Búlgörum. t Guðlaugur Guomundsson bæjarfógeti. Æfiatriði. Þann 5. ágiist barst hingað suður með símanum, að Guðlaugur Guðmundsson bæjarfógeti væri dáinn. Hann var fæddur 8. des. 1856, útskrifaðist úr latínuskólanum 1876, tók lögfræðispróf i Höfn 1882, og var settur sýslumaður í Dalasýslu, og var þar um hríð. 1888 varð hann málaflutningsmaður við yfirréttinn, og 1891 varð hann sýslumaður Skaftfellinga. Þing- maður varð hann fyrst 1893, og sat á öllum þingum til 1907, og aftur 1911, en lagði þing- mensku niður siðastliðið vor, sökum veikinda. 1904 fekk hann Eyjafjarðarsýslu og varð bæjarfógeti á Akureyri, og í þeirri stöðu andaðist hann. — Guðlaugur Guðmundsson kvæntist sænskri stúlku, Olive Marie, 1882, og áttu þau hjón 9 börn alls. Tvær dætur þeirra eru dánar, ein dóttir þeirra, Karólína, er gift Jóhannesi Jó- sefssyni íþróttakappanum, og er með honum erlendis. Fjórar dæturnar eru heima og heita: Ásdís, Margrét, Soffía ogKristín. Synir þeirra tveir heita: Guð- mundur, sem nú er hér á heilsu- hælinu á Vífilsstöðum, og Ólafur, sem dvelar heima. Fjölhæfur og vaskur námsmaöur. Eg man fyrst eftir Guðlaugi þegar h.mn var í latínuskólanum. Hann var glaðlyndur, áreitti sjaldan eða aldrei aðra að fyrra bragði, en var æfin- lega vígbúinn hvenær sem ófriður var í nánd. Enginn þurfti að bíða svars, sem á hann leitaði, svarið kom i sömu svipan og hinn slepti orð- inu, og var látið úti í klingjandi mynt. Vörnin var svo vaskleg, að flestum þótti betra að leggja þar frá og sa»kja fram annarsstaðar. Allar námsgreinar skólans voru honum auðskildar, og 1881 sagði Grímur Thomsen við mig — en hann þótti vera vandfýsnasti prófdómarinn, sem skólanum féll í skaut — »Sá sem fortakslaust var færastur af þeim stú- dentum, sem eg hefi bjálpað til að dimittera, það var hann, sem nú er prókúrator þarna í Reykjavík« — eu það var Guðl. Guðmundsson. Sýslumaður í fremstu röð. Þegar hann var kominn austur í Skaftafellssýslur sýndi hann sig sem röggsamasta yfirvald, og sýslustjórnin fór honum snildarlega úr hendi. Úrskurðir sýslumannsins stóðu hvar sem þeir fóru, alt sem hann sendi frá sér til yfirboðara sinna var fyrirmynd. Eg man eftir því, að landshöfðingi Magnús Stephensen sagði við mig einhverntíma laust fyrir aldamótin síðustu, »ef eg ætti að benda á eftirmann minn, þá mundi eg vísa á Guðlaug Guðmundsson«, og bætti við einhverju á þá leið, orðin man eg ekki fyrir vist, — þvi að hann er færasti sýslumaðurinn á landinu. Einu sinni, meðan hann var sýslumaður fyrir austan, varð vaskleiki hans og kunnátta læknanna í Skaftafellssýslu þjóðinni til ómetanlegs sóma hjá erlendum þjóðum. Botnvörpuskip strandaði þar við óbygðir, mennirnir fundu kotbæ einn lítinn, eftir að hafa legið úti og kalið til stórskemda. Sýslumaðurinn kom upp spítda á svipstundu. Læknarnir í sýslunni skáru burtu skemdar tær og fætur. Þegar mennirnir komu heim til Þýzkalands gáfu þeir skýrslu fyrir rétti, spítalalæknar athuguðu fæturna á þeim, og sögðu að þeir hefðu ekki getað gert þetta betur þar á spítalanum. ÖU skýrslan flaug blað úr blaði og varð íslenzk- um yfirvöldum og læknum og landinu í heild sinni til hins mesta sóma. í >Sunnanfara«, X. 2. 1902, er Guðlaugs sýslumanns Guðmunds- sonar getið á þessa leið, sem yfirvalds Skaftfellinga: »Framfaramál hér- aðsins ber hann fyrir brjósti, og er þar sjálfkjörinn til forustu hvarvetna fyrir atgervi sakir, áhuga og atorku«. Trúin á lífið. Á Síðunni gjörðist Guðl. Guðmundsson brátt búhöldur mikill og undi sér vel, enda telja sumir hana fegnrstu bygð á kndi hér. Hann hafði skamma stund verið þar, þegar hann skrifaði kunningja sínum í Reykjavik: »Fyrst hér hefi eg fengið trúna í lífið*. Þar, í fámenninu, vaknaði margt í huga hans, sem hann ef til vill ekki vissi af að hann ætti til; þar fann hann sjálfan sig aftur til fulls. Hann kom þangað úr náms- manna baráttunni í Höfn, og úr baráttunni fyrir tilverunni hérna á möl- inni; á báðum stöðunum er svo fjarska margt sem glepur, og enn þá fleira dreifir. Aldrei mun hann hafa verið sælli en fyrir austan, og sjald- an eða aldrei mun gleði hans yfir tilverunni hafa verið meiri, en þegar hann var að taka við blaðasendingum hvaðanæfa, sem öll lofuðu að mak- leikum, hve vasklega og viturlega hann hefði hjálpað þessum þýzku skipbrotsmönnum, og hvern sóma hann ok læknarnir í Skaftafellssýslu hefðu gjört íslandi og þjóðinni, sem þar unir. Landið á mann. Guðlaugur Guðmundsson varð Templar 1885, og var hinn mesti bindindisfrömuður. Engan mann hefi eg séð stjórna fundi af meiri snild en hann. Hann var formaður Good-Templarareglunnar á íslandi frá 1888 til 1891. Hann var sverð og skjöldur þess málefnis á alþingi um langan tíma, og átti það þar þó »formælendur fá«. — Hann hafði ekki lengi verið á alþingi, áður en hann þótti mesti ræðuskörungur, og í Sunnanfara X. 2, er sagt um hann: »G. er hinn snarpasti í orða- sennu, og tilþrifameiri, enda eldri þingmaður og vanari (en Þórður Thoroddsen, sém átt er við). Hann er sjálfsagt snjallastur ræðumaður nú á þingi hér«. Hann var í fl.^stum erfiðustu nefndunum á alþingi, og um framkomu hans í stjórnarskrármáiinu farasí Sunnanfara svo Oröí- »Nefndarálit Guðlaugs í st|órnarskrármálinu og framsaga hans þar mun jafnast fyllilega við það, sem þingskörungar inna af hendi á meiri háttar þingum*. í þinginu vann hann oft 16—17 tíma á dag, var hverjum manni vaskari og mikilvirkari. í opinberri starfsemi fann hann bezt sjálfan sig, og það var honum ekki neinn nauðungarkostur að leggja sig þar allan fram. Það var sjálfsögð og ljúf skylda. Einu sinni kvartaði eg undan því við hann, að. alls konar störf hlæðust svo á mig, að eg gæti aldrei skrifað leikrit, sem mig langaði mest til. »Landið á mann«, svar- aði Guðlaugur Guðmundsson. Vinna fram á rauða nótt. Guðlaugur Guðmundsson vann lengur en dagur entist mikinn hluta æfinnar. Þegar hann var búinn að gegna finnendum, sitja í rétti eða á fundi, þegar sá síðasti var farinn, þegar talsímabjallan var þögnuð og alt orðið hljótt, þá settist hann við vinnu og sat langt fram á rauða nótt. Aldrei finnur maður sál sína betur að verki en þegar alt er komið í kyrð, og öllu er slegið í þögn. En það er vinnuaðferð, sem leiðir fremur til frægðar en til langlifis. Hann hafði ekki tíma til að vera veikur, en allir hafa tíma til að deyja. Þegar heilsan var farin, þá fór honum að finnast að landið sem átti hann væri vinnuharður húsbóndi. »Hafið þið nokkra ánægju af að eg drepi mig hér« ? sagði hann fyrir nokkrum ár- um við mig í símanum. »Annaðhvort verður að skifta embættinu í tvent, eða eg verð að sækja um lausn«. Embættinu var ekki skift, og hann mátti enn vinna fram á rauða nótt, þrolinn að heilsu og farinn að kröftum. Til þess að geta haldið síðasta sýslunefndarfundinn varð hann að taka inn morfín, til að geta verið á fótum; og þannig fyrir kallaður, svo hás, að varla heyrðist til hans, var hann samt skýrastur og skiln- ingsbeztur á málin, sem fyrir lágu. Við fráfall hans hefir landið, sem átti hann, mist einhvern sinn fjölhæfasta, mælskasta, gáfaðasta og vaskasta mann. Hann var það hvort sem hann sat á þingi, í dómarasæti, eða stýrði málum sýslu eða kaupstaðar. Landið hefir mist einn af mestu áhugamönnum sínum, í öllu sem nokkru varðar. I samtali var hann fyndinn og fjörugur, skarp- ur og röskur, og ef hann hafði tíma til að tala við vin sinn, þá sleit hann ekki samtalinu fyrr en komið var fram á rauða nótt. Indr. Einarsson. Gjaldkeramálið í yfirdómi. Loks er yfirdómurinn fullskipaður orðinn til þess að gjaldkeramálið verði dæmt. Kvað hafa gengið i stappi fyrir stjórnarráðinu að fá menn í dóminn, mennirnir tveir sem ísafold gat um nýlega þverneitað að því að sagt er. Dómstjóri er skipaður Páll Einars- son borgarstjóri, en meðdómendur Jón Kristjánsson prófessor og Maqnús Jónsson sýslumaður í Hafnarfirði. — Óviðfeldið, að sonur Kr. f. dómstjóra skuli tekinn í dómarasæti í máli, er svo mjög hefir komið við föður hans. Skip springur í loft upp. 3 menn bíða bana. í fyrradag kom það fátíða slys fyrir á Mjóafirði, að fiskflutningsskip, sem þar lá, Eros, sprakk i loft upp, þ. e. ketillinn sprakk og sprengdi skipið, svo að það sökk á örskammri stund. Vélamennirnir biðu bana allir 3, en hinir skípverjar fengu forðað sér í báta og komust lifs af. Eros var að búa sig út til ítalíu- ferðar með fisk. Mikill fiskur hafði þó ekki verið kominn í skipið.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.