Ísafold - 09.08.1913, Blaðsíða 2

Ísafold - 09.08.1913, Blaðsíða 2
248 ISAFOLD Frá alþingi. Fánamálið. Meirihluti nefnd- arinnar (E. P., L. H. B. frams.m., Kr. J. og Einai) leggja til að lög- leiddur verði hér landsfáni eða heima- fáni, en ætlast ekki til að hann verði siglinga- eða verzlunarfáni. — Gerð fánans vilja þeir hafa eins og nú er, en vilja hafa bláa litinn dekkri, af því hann er að miklum mun end- ingarbetri og að margra dómi fegurri. Þeir leggja til að frumvarpið hljóði svo: 1. gr. Hór á landi skal vera lög- giltur landsfáni. 2. gr. Fáninn skal vera blár með hvítum krossi þvert og endilangt og nemi breidd krossálmanna l/7 hluta af breidd fánans. Bláu reitirnir nær stonginni skulu vera réttir ferhyrniugar og þeir jafn- breiðir, en tvöfalt lengri þeir reitirnir, sem fjær eru stönginni. Minni hluti nefndarinnar (Sk. Th.) vill láta fánann ná til siglinga og verzlunar og vill því láta samþykkja tillögur þær, er Bjarni frá Vogi hefir borið fram, og áður hefir verið getið hér í blaðinu. Þingsályktunartillag'a frá Benedikt, Pétri, G. Eggerz, M. Ó. og Bjarna frá Vogi um að kjósa 5 manna nefnd til að íhuga beiðni frá P. J. Torfasyni um einkarétt honum til handa, til þess að vinna salt úr sjó með nýrri aðferð o. fl., var sam- þykH gæ. ( 'ldv-l'-r^ÍTiulhá kosmrT Pétur, Matth. Ól., B. Sv., Einar J. og Þorl. Jónsson. Þingnefndir. Breyting á fá- lœkralögum (Nd.), Jón sagnfr. (form.), sr. Kristinn (skrif.), Pétur, Matthías, Einar Jónsson. Friðun œðarjuqla (Nd.), Sig. Sig. (form.) G. Eggerz, Matthías, Ben. Sv. (skrif.), Þorl. Jónsson. Sparisjóðir (Nd.), Pétur. L. H. B., M. Kristjánss., sr. Kristinn, Ólafur Briem. Sölubann á tóbaki til unqlinqa (Nd.), Sig. Sig. (form.), Matth. Ól. (skrif.), Halldór St., Skúli og Einar. Skattafrumvörp stjórn- arinnar voru öll drepin í Nd. á mánudaginn, þann veg, að með 12 atkv. gegn 12 var frumv. um fast- eignarskatt felt, og tók þá ráðherra aftur öll hin skattafrumv., sem stóðu í nánu sambandi hvort við annað. Með frumv. greiddu atkv.: Sig. Sig., Einar J., Jón M., Jóh. Jóh., Pétur J., Stef. Stef., H. Hafstein, M. Kr., Ól. Briem, Tryggvi, Matt. Ól., Kristján Jónsson, en móti: L. H. B., Jón Jónsson, B. Kr., Kr. Dan., E. Pálsson, Þorl., G. Eggerz, Valtýr, Ben. Sv., Skúli, Bjarni frá Vogi, H. Steinsson. Jón Olafsson greiddi ekki atkvæði. Atkvæðagreiðsla þeirra Jóns 01. og Tryggva Bjarnasonar var harla ein- kennileg. J. Ól. hafði sem sé ritað undir nefndarálit með meiri hluta skattamálanefndar og lagt til, að frv. gengju fram, en Tryggvi ritað undir nefndarálit minnihlutans, er vildi hafa þau drepin. Að vísu hafði Tryggvi ritað undir með fyrirvara, en lýst yfir því við 2. umræðu, að hann fylgdi frv. að eins til 3. umr., en þá fóðraði hann atkv.gr. sína með þeirri trú, að Ed. mundi breyta frv. Var það eindregið álit þeirra sem kunnugir eru, að atkvæðagreiðsla beggja hefði átt sin sönnu rök bak við tjöldin. Ýmsir munu hafa búist við því, og það eigi ófyrirsynju, að ráðherra léti eigi bjóða sér annað eins og þetta — dráp, heldur fara þegar frá eða heimta minsta kosti yfirlýsingu deildarinnar um, að í þessu fælist eigi vantraust á stjórninni. En ráð- herra lét sér nægja að »slá því föstu« x ræðu, að hér væri að eins um frest- un á skattafrumv. að tefla. Sýning Jóh. Kjarvais. Dálítið myndásafn er sýnt þesáa dagana í Iðnskólanum. Flestait eru það smámyndir og margt ófullgert, sem þar er sýnt, enda er höfundurinn að kalla nýr maður og lítið þektur af verkum sínum enn. Jóhannes Kjarval er Austfirðingur, gagnkunnugur brimi og hafís og stórfeldri íslenzkri náttúru með for- kunnar fögrum sólarrásum og sí- breytilegum himni blæjalogns, skýja- fars og stórviðra. Námsskeið hans er orðið of skamt til þess að hann gefi sig að svipum og geðbreyting- um andlitanna ennþá, og þó er það sýnilegt, einnig á því svæði, að hann hneigist að því stórfenglega og af- brigðilega þar sem sterkar hræringar koma fram á yfirborðinu. J. K. er ennþá ófullger listamaður í teikning. En það sem hann hefir gert nú þegar með litunum, sýnir að hann hefir óalgenga gáfu til þess sem hann hefir lagt fyrir sig. Hug- sjónir hans eru háar og víðar; þær eru taumlausar og varla hans eigið viðfangsefni sumar hverjar, eins og þær koma fram í þeim brotum af lands- og hafsmyndum sem_hann hefir gjört til þessa tííha. En þetta virðist ílcinur komið af óskyldum áhrifum þeirra, er hann hefir átt kost á að kynnast, og þess er hann hefir fengið að sjá, heldur en af því að eðli hans og andleg stefna fari í áttina til hinna óskiljanlegu ómynda. Þær eru alltíðar hjá ýmsum hinum hálflærðu listamönnum, sem treysta sér ekki til þess að sýna lífið og náttúruna eins og þau eru, og skapa sér því sjálfdæmi um það, hvernig beri að afskræma sköpunina, búa sér til sérstakt snið samið eftir þeirra eigin vanmætti. J. K. virðist hafa umgengist menn af þeim »skóla«, en hann er ekki af þeirra bergi brotinn. Það er auðséð af mörgum af mynd- um hans, að hann hefir snúið snemma við þeim bakinu. Dýrðin og fágætið á littjöldum loftsins er það, sem hugur hans hneigist að, að minsta kosti þangað til hann treystir sér betur til þess að fást við manns- myndina. ísmyndir hans, sem hann sýnir í Iðnskólanum, eru þess verð- ar, að þeim sé veitt athygli. Þær eru að sönnu auðsjáanlega gjörðar eftir endurminningu að mestu, en það minni hefir verið trygt og glögt augað, sem horft hefir yfir ísinn. »Hafísbreiða við sólarlag* sýnir ósennilega fagurt loft, en þó er eitt- hvað við þessa mynd, sem veldur því að því verður trúað, að hún sé sönn líking þess, sem höfundurinn hefir séð. »Hafis við sólarlag« er bezta, djarfasta málverkið á sýning- unni. Þar er loftið breitt betur yfir ísinn heldur en venjulegt er að sjá í vorri ungu list. I þessari mynd sjást glögg merki mikilla hæfileika. Hún er vottur þess, að J. K. muni óvenjulega fljótt verða frjáls og þora að líkjast sjálfum sér, en þó jafn- framt verða sannur og hlýðnast lög- um hinnar ströngu listar. »Tungls- ljós« er sterk mynd þó lítil sé. Skýjaliturinn er ekki trúlegur og hafbláminn fremst í myndinni verk málarans sjálfs en ekki náttúrunnar. Samt er þessi mynd eitt hið bezta á veggjunum og ekki við neins ann- ars hæfi að mála hana af penturum okkar. »Gata í Charlottenlund« er skáld- skaparlaus mynd og auðsjáanlega gjörð meðan J. K. hefir staðið nán- ast dönsku meðalmenskunni og hinu lággáfaða andaleysi í Höfn. Ein teikning, »Kona í sorg«, er góð lýsing og mikið í hana spunnið. Áhrif Ásgríms sjást á stöku stað i þessum málverkum, en ekki hafa þau verið langvarandi. Miklu meira ber á viðkynning þeirri, sem J. K. hefir haft af Einari myndhöggvara, sem hefir lagt fyrir sig að mála síð- ustu árin, eins og kunnugt er. En Kjarval hefir einnig komist yfir þetta. Hann er á hinum beina alfaravegi á leið til hærra náms og þekkingar, sem allir listamenn verða að ganga, ef þeir eiga að verða sér og þjóð sinni til sóma. En þó hann sé á alfaraveginum, þarf hann ekki að binda bagga sína sömu hnútum sem samferðamennirnir. , J. K. á efalaust þá frumlegustu xgáfu og beztu hæfileika til þess að verða listmálari sem komið hefi fram .hér síðan Sigurður Guðmundsson var uppi. En hann á langt nám fyrir höndum og á því veltur mest hvort honum veitist færi á þvi, að nema af öðrum, eða hvort hann verður eins og svo margir aðrir efnis- menn íslenzku þjóðarinnar að nema mest af sjálfum sér, því hann mun vera einn af þeim, sem á vissu skeiði verða þess fullkomlega varir hvað þá vantar, og ef til vill leggja árar í bát er þeir sjá fram á hina löngu bröttu leið er liggur til allrar sannrar listar. En nú sýna þessar smá myndir, sem J. K. sýnir oss, að hann hefir sterka trú á sjálfum sér og mikla þrá eftir því að vinna hlut- verk sitt, sem smiður íslenzkra mynda, ekki einungis hinnar ytri náttúru, heldur einnig og öllu fremur hins innra eðlis og anda íslendinga sjálfra. Og myndirnar sýna, að þessi trú hans og starfsþrá er á góðum rök- um bygð. Einar Benediktsson. .....------------ • Hljómleikar Haralds frá Kallaðarnesi. Keykjavíkurbúar hafa á þessu sumri átt kost á að heyra óvenju mikið af hljómleikum, söng og hljóðfæri; það fer óðum í vöxt með ári hverju, að hingað komi listamenn, sér til hress- ingar, bæði innlendir og erlendir og Hggur þá nærri, að þeir um leið gefi okkur kost á að hlýða á list sína, þykir oss ekki minst í varið, að hlýða á list okkar eigin landa og sjá fram- farir þeirra, sem við nátn eru; eru þeir nú þegar margir landar vorir, sem stunda nám erlendis í þessari listagrein og má oss þykja meir en vænt um hve efnilegir þeir hafa sýnt sig að vera; mun þess ekki langt að bíða, að sönglistin fari fram úr öðrum listagreinum hór á landi, og ætti því bæði þing og þjóð að taka hér vel eftir og styrkja vel þá, sem efnilegir eru. Það myndi verða til hins mesta gagns þessari þjóð, að ungir íslenzkir listamenn geti notið sín og með list sinni vakið eftirtekt á voru fátæka landi og sýnt, að einnig vér, þótt fá- mennir sóum, getum lagt okkar skerf til framþróunar sönglistinni. Síðasta hljómleikinn hélt hr. Haraldur Sigurðs- son frá Kallaðarnesi þ. 2. þ. mán.; óhætt mun vera að telja hann lang- fremstan þeirra íslenzara listamanna, sem nú stunda nám og er hann það langt kominn, að honum er óhætt inn- an skamms að keppa erlendis við hina færustu í piano-list. Það er enginn hægðarleikur að skrifa ítarlega um hvert einstakt atriði á efnisskránni og myndi verða of langt mál, en það, sem fyrst vekur eftirtekt þeirra, sem áður hafa heyrt til hans, er hinn afar mikli kraftur sem hann nú hefir tamið sór og kom það vel fram í »Erlkönig« Schuberts, lék hann það lag mjög vel og lýsti með tónum sínum ágætls vel hinu margbreytilega efni þess fræga listaverks. Mörgum mun hafa þótt gaman að heyra hann leika þarna »Eldgamla ísafold« með vinstri hönd einni, og með ýmsum tllbreytiugum svo að nálega alt tónborðið var notað og var á köflum sem tónunum rigndi niður. »Berceuse« eftir Hensett þótti mér ekki mikið til koma og hefði hr. H. S. heldur átt að leika eitthvað veigameira í stað þess. Hr. Gustav Hansen aðstoðaðl með undirspili á piano og gjörði hann það mjög vel og smekklega; var þar auð- séð að vel var æft og að hr. G. H. er þaulvanur og listnæmur í leik sín- um, en hann naut sín ekki vegna hljóðfærisins sem hann lók á, en það var hljóðlítið og hljómljótt f saman- burði við »Flygelið« sem var í hönd- um Haralds. Andante R. Schumanns tókst ágætlega og er eins og vænta mátti frá þeim höfundi fagurt, við- kvæmt og hrífandi. Aðal atriðið á söngskráni var Koncert í A-moll eftir Grieg; það er stórfenglag tónsmíði, sem flestir þyrftu að heyra oftar en eitt skifti, — var það mjög vel leikið af hr. H. S. og G. H., en naut sín ekki sem skyldi vegna þess að undir- spilið á »pianoið« varð of tilkomulítið, þó vel væri með það farið af hr. G. H. — er samt engin furða á því þar sem hór f höfuðstað landsins er lítt mögulegt að fá tvö jafngóð hljóðfæri, piano eða flygel, til afnota við hljóm- leika. Á Th. ' 1 1 1 ■ ReykjaYlknr-annáll. Bifreiðin hefir verið biluð undan- fatið og kemst eigi í samt lag, fyr en fengið er stykki eitt úr henni, sem brotnað hefir, en von er um að komi á Botníu í dag. Goodtemplarar fóru f skemtiför sfð- astliðinn sunnudag upp á Akranes í ágætu veðri og við mikinn fögnuð. Gnðsjxjónusta á morgun: í dómkirkjunni kl. 12 síra Jóh. Þork. Messufall í fríkirkjunni á morgun. Presturinn í ferð. Málverkasýning Jóh. S. Kjarvals í Iðnskólanum verður opin til 21. þ. m., á virkum dögum kl. 11—4, á sunnu- dögum kl. 11—6. Síðasta sinni ætla þeir bræðnr Eggert og Þórarinn Guðmundssynir (Jakobssonar) að láta til sfn heyra í Bárubúð f kvöld. Skemtiferðaskipið þýzka Viktoria Luise er væntanlegt hingað í kvöld og fer aftur annáð kvöld. Farþegum skemt í landi á venjulegan hátt. Skipafregn. Botnf a kom f morg- un með fjölda farþega, aðallega erienda ferðamenn. Af íslendingum komu m. Skögræktardagurinn. 1. Menn eru jafnan fljótir til að taka upp nýjungar, einkum ef þær eru nógu einfaldar og hafa ekki í för með sér sérlega mikið umstang eða umhugsun. Svo er t. d. um klæða- burðinn, óðara er gamla sniðinu kast- að, þegar nýtt kemur til sögunnar. Mönnum finst þeir mega til að fylgjast með — tolla í tizkunni. Þetta er líka svo einstaklega einfalt og óbrotið. - Myndablöð eru fengin af fatnaðinum eins og hann er hafður það árið i útlöndum, or. úr þeim valið það sniðið, sem bezt geðjast að. klæðskerinn svo látinn skera fötin eftir nýjustu tizku. íslendingum hefir nú staðið til boða nýtizkubúningur undanfarin ár. Þeir hafa átt kost á að taka upp »móð« sem tíðkast í flestum ná- grannalöndunum og þykir fara vel. Állar sannar menningarþjóðir hafa tekið hann upp fyrir löngu. Þessi búningur er: nýr skógarskrúði á landið. Þegar við ætlum að skera nýjan skógfatnað á lnndið okkar er sá hængurinn á, að við getum ekki farið að eins og klæðskerinn, sem sker fötin eftir myndinni, sem hann hefir fyrir framan sig. Okkur tjáir ekki að sækja plöntur til suðrænna landa — einhverjar þær, sem okkur lítast fegurstar, og gróðursetja þær hér, og halda svo að landið verði skógi vaxið að vörmu spori. Við verðum að gera margbrotnar til- raunir, sigrast á ýmsum örðugleik- um og sýna þrek og þolinmæði ef okkur á að takast að klæða landið i nýja búninginn—samkvæmt tízkunni. Séu fötin samkvæm tízkunni, falleg og fari vel, eru menn ánægðir þó að þau skýli ekki að sama skapi lik- a. Böðvar Rristjánsson kennari, Björg- ólfur Ólafsson læknir, Júl. Schou stein- höggvari, Sigurður Jónsson kaupm., Bogi Ólafsson stud. Zeppelin-loftskip allstór verða sýnd á íþróttavellinum mánudagskvöldið kemur kl. 872. Getur fólk þar séð hvernig alt fer fram f loftferðalögum, bæði gasfyllinguna og loftfleygið, og verður hér eigi frekara af því sagt, því að það er bezt fyrir hvern ein- stakan að ganga úr skugga um það með því að sjá með sínum eigin aug- um. Sjá nánara augl. hér í blaðinu. Misprentast hafði í síðasta blaði i skýrsl- unni nm erindi til alþingis, manneðli í stað manneldi, i einni klansnnni þar sem sagt er frá styrkbeiðni Þorvalds læknis- Pálssonar. Borgarnesförin sem ráðgert er að Ingólfur fari í> fyrramálið, getur orðið hin allra skemtilegasta skemtiför sem hér er kostur á, og einkum fyrir þá, sem aldrei hafa farið þessa leið. Er þar fyrst tilbreytingin í sjóförinni og allar myndbreytingarnar 1 sjóndeild- arhringnum eftir því hvaðan séð er. Þá að koma á Brákarpoll, fara þaðan í bátum, dregnum af »Hvítánni« upp eftir hinni veglegu Hvitá, og sigla þar svo nærri tveim löndumr blómlegum bygðum á báðar hendurr að ekki er steinsnar í land og sigla þannig inn í eitt hið mesta blóma- hérað landsins mitt, og lenda þar sem íbúar tveggja héraða, ungir og gamlir, hafa efnt til héraðssamkomu og leikmóts. — Kostur hvað sumar- ferðir fólks eru að aukast inn í landiðT og eðlilegt að af þeim hljótist tæki- færi eins og þetta: að geta farið langt á skömmum tima, fyrir litið gjald. 300.000 kr. eða því sem næst nema þau orðið nú, hluta-loforðin í Eimskipafélagi íslands. Þykir oss meira en líklegt, að um það er lýkur verði þau orðin það, sem þarf til að kaupa tvö skip. amanum eða séu sniðin eftir kröfum heilbrigðinnar. En landið gerir þá kröfu til búningsins — trjágróðurs- ins — að hann sé haldgóður og samkvæmur eðli jarðvegs og lofts- lags, eða réttara sagt, að hann sam- þýðist algerlega náttúru landsins. Eigi landið að taka upp skógarskrúð- ann og bera sýnilegan vott hans, nægir ekki að einstakir menn eða einstök félög starfi að skógræktinni. Öll þjóðin — hver einasti einstak- lingur verður að taka þátt í skóg- ræktarstarfinu. í þessu efni samir okkur, ekki síður en með fatnaðinn, að taka ná- kvæmlega upp sömu aðferð sem tíðkast hjá öðrum þjóðum, og sem þeim hefir gefist svo ágætlega vel, og hún er sú, að stojna skógræktar- dag í öllum alpýðuskólum og gera skógræktardaginn að almennum hátiðis- degi, sem eingöngu verði helgaður skógræktinni. Áð varpa skógræktardeginum ein- göngu upp á herðar ungmennafélag- anna er þýðingarlaust, nema hann yrði gerður að almennum frídegi. Ungmennafélagar standa miklu ver að vígi en skólarnir, eins og nú standa sakir, að starfa að gróður- setning skógræktardaginn, því að þeir eru flestir annara þjónar þann dag sem aðra. Hér verður því að fara þá leiðina, að koma skógræktar- deginum inn í skólana, eins og tíðk- ast erlendis, því að þar á hann með réttu heima. Skógræktardegi er því að eins mögulegt að koma á fót í öllum al- þýðuskólum landsins, að trygging sé fyrir því, að nægar trjáplöntur fáist árlega tií gróðursetningar, og að því verður þing og stjórn að stuðla. Ef einstaklingurinn leggur fram vinnu sina endurgjaldslaust við gróðursetn- inguna, verður hann að fá ókeypis — eða með litlu verði — svo mikið

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.