Ísafold - 09.08.1913, Blaðsíða 4

Ísafold - 09.08.1913, Blaðsíða 4
250 IS A F O L D Verzlunarhús til sölu í Vestmanneyjfim. Þar sem ákveðið hefir verið að H.f. Herjóifur í Vestmanneyjum hætti störfum í surnar, eru verzlunarhús félagsins lil sölu: 1. sölubúð, 7 ára gömul, á afarhentugum stað, 2oXr4 Al., portbygð, með steinsteyptum kjallnra. Búðinni fylgir lóð. 2. Vörugeymsluhús, 2 ára gamalt, við aðalbryggju kaupstaðarins, 30X 18 álna, portbygt, með steinsteyptum kjallara. Hús þessi eru öll járnvarin og mjög vönduð að smiði. Stjórn félagsins gefur þeim, er óska, frekari upplýsingar um hús- eignir þessar og semur við kaupendur. Sijorn <XJ. ^CarjoJs. áonska stroðrtðd «r be*t. Lfkkistur, I™;: Lítið á birgðir mínar áður en þér kaupið annarsstaðar. Teppi lánuð ókeypis í kirkjuua, Eyv. Árnason, trésmiðaverksmiðja, Laufásveg 2. Óáfengur Hafnia Porter. Óáfengur Hafnia Pilsner. * Óáfengur Hafnia Lager-bjór eru á bragðið eins og bezti áfengur bjói en þó undir áfengismarki. Dynamit, kvellhettur og sprengiþráður altaf fyrirliggjandi hjá J. Aall Hansen, Þingholtsstræti 28. hefir undirrituð opnað á Klappar- stíg 7. Þar fá menn og konur þvegið hár sitt með ýmsum hárlyfjum, sem eyða flösu og stöðva hárlos, sömu- leiðis'algengan hárþvott, andlitsstrok- ur með gufu, sem hreinsa, mýkja og slétta hörundið. Óþægilegur hárvöxtur í andliti á dömum tekinn burt. Biðjið um þessar öltegundir hjá kaupmanni yðar. Hafnia Bryggerierne, Köbenhavn L. Þakpappi fæst með innkaupsverði hjá %3oR. <3óiiannessyni\ Laugaveg 19. Ðéðjtft um tequndirnar •Ingótflir* .Hekki*«fla J*atbkf ðndðrtilitð fhsf tttnungk 1 Otto Mönsteaw. KmtpmannahOfn oqÁx « ® í Oanmðrtcu. ^ fWi Hrútar verða seldir frá Kyn- fiótabúinu á Breiðabólsstað í haust í Rauðagilsrétt. fimtudaginn 2. októ- ber og þriðjudaginn 14. s. m. Breiðabólsstað 24. júlí 1913. Inqóljur Guðtnundsson. Manchettuhnappur úr silfri fundinn í Borgarnesi. Afgr’. vísar á finnanda. Fyrir minningargjafir og á annan hátt auðsýnda hluttekningu við lát og jarðarför eiskulegrar móður okkar, Önnu Hjaltesteð, votta eg hjartanlegar þakkir minar og bræðra minna, konu og tengdasystra. Reykjavik 5. águst 1913. Pétur Hjaltesteð. Pakkarorð. Þegar eg varð fyrir þeirri þungu sorg að missa eiginmann minn í sjóinn í fyrravetur, urðu ýmsir til að veita mér hjálp og huggun. Þar á meðal h/f. ísbjörninn, sem nú í vor sendi mér rausnarlega líknargjöf (100 kr.). Öllum þessum velgjörðarmönnum minum get eg að eins endurgoldið með auðmjúkum þakkarorðum og beðið þeim allra heilla og blessunar. Eg veit: Að drottinn þekkir sína. Rvík, Hverfisgötu 58 B, 24/7. 1913. r Sigríður Olajsdóttir. Hestvagn er í óskilum hjá lögreglunni. Manicure. — Pedicure (Kven- fólk og karlmenn losaðir við líkþorn). Kristólína Kragh Klapparstíg 7. Alls konar íslenzk írímerki, ný sem gömul, kaupir ætíð hæsta verði Helgi Helgason, (hjá Zimsen) Rvik. Uden Konkurence!! Til laveste Priser leverer vi fCycler og samtlige Reservedele de bedste ISymaskiner — — Konstruk- | Potografiapparater og Tilbehör. tioner i lGramophoner,Pladeri alle Sprog. Endvidere samtl. Varer i den tyske Kortevare- industrie, saasom Ure, Guldvarer, Læder, Manu- faktur, Papir, Jærn og Porcelæn, Kontoruten- silier etc. Forlang vort Katalog gratis og franco Det billige Indköb hos os, foröger Fortjenesten Tusind Reserenser fra alle Lande staar til Tjen- este. Exporthaus M. Liemann Berlin C. 25. Grunlagt 1888 SIRIUS CONSUM-súkkulaði Gætið þess að lögskráð vörumerki vort sé á umhúðunum. Lögskráð vörumerki. Miklar birgðir af vélnm og áhöldum til heimilisþarfa og eldhúsnotkunar. Stálvörur úr fínasta og hezta efni. Verðskrár eftir heiðni. 6. cTR. %32om & @o. cffiöBonRavn ©3. Bolindersmótor (10 hesta) er til sölu hjá Timbur- og KolaYerzlunin Reykjavík. Um leið og gróðursett hefir ver- ið skógræktardaginn í hrjóstugt og gróðursnautt land, hafa menn gripið tækifærið, bæði í skólanum, áður en gróðursetningarhátíðin hefst, og út á gróðursetningarsvæðinu, til að inn ræta æskulýðnum virðing fyrir rækt- un landsins og náttúrngróðri þess. Með þessu hafa skoðanir manna á gróðri landsins smám s-’man breyst til batnaðar. Menn hafa fengið meiri og betri skilning á hvað rækt- un er í raun og vern, og hverja þýðing hún hefir fyrir menninguna. Þetta er ef til vill þýðingarmesta starf skógræktardaganna. Aður en þeir kouiu til sögunnar voru til menn, ungir og gamlir, sem nýdd- ust á gróðri landsins á ýmsan hátt, og ekki síst á skóginum. Nýgræð- ingsteinungar í skóginum voru oft slitnir upp með rótum eða brotnir; greinum var svift af trjám, og skor- ið og krotað í trjábörkiun á boln- uoi til stórskemda. Þetta, og annað því likt, var alt framkvæmt af hugs- unarlausri ræjni og ósjálfráðri skemd- arhvöt. Þessu hafa skógræktardag- arnir breytt. Menn láta sér nú mjög ant um að vernda trjágróður lands- ins. Skógyrkjumaður sænskur tekur það einmitt sérstaklega fram hve skemdarfýsn barna og unglinga,sem kom niður á skóginum og ýmsum öðrum gróðri, hafi stórkostlega mink- að, eftir að þau fóru að gróðursetja plöntur á skógræktardaginn. í opin- berum skemtigarði, borgar einnar í Svíþjóð, voru trén iðuglega skemd af börnum og unglingum, sem um garðinn gengu. Tekið var þá upp á því snjallræði, að láta hvern nem- anda, sem útskrifaðist úr barnaskól- unum i borginni, gróðursetja eitt tré i garðinn, til minningar um skóla- veruna og burtfararprófið. Eftir þetta tók algerlega fyrir skemdirnar, Og unglirgarnir létu sér þaðan af mjög ant um að vernda garðinn. Gróðursetningarstarf æskulýðsins hefir þvi rnikla þýðingu fyrir upp- eldið. Það kennir einstaklingnum að bera vfiðingu fyrir likamlegu vinnunni, og vekur áhuga hjá hon- um á þvi að vernda og rækta gróð- ur landsins, sem hann lifir af; hann lærir að virða og meta hina smá gerðustu plöntu sem hið stórgerð- asta tré, eða hið lítilfjörlega sem hið stórfelda i ríki náttúrunnar. Hver sá, sem á æskuárunum hefir tekið þátt í skógræktardeginum, og sér með aldrinum að plönturnar þroskast og dafna sem hann hefir gróðursett, gerir það ekki að gamni sínu, að litilsvirða trén eða annan nytsemdargróður. — Skógræktardags- starfið vinnur tvent í einu: Það græðir landið og göfgar þjóðina. III. Engum getum er um það að leiða að almennur skógræktardagur blýtur að hafa hinar sömu hollu og góðu afleiðingar á íslandi, eins og annar- staðar, þar sem hann hefir rutt sér til rúms. Og hér er nóg verkefnið. Bæði er hér mikið af óræktarlandi, illa hirtu og niður níddu, til gróð- ursetningar skógræktardaginn og endranær, og nóg er til af öfugum hugsunarhætti og skilningsskorti á því, hve mikla þýðingu trjágróður- inn og önnur náttúrugæði landsins hafa fyrir einstaklinginn og heildina. Þetta þarf að laga, nppræta illgresið, þar sem það er, en rækta nytsaman gróður i staðinn. Skólarnir, hinir æðri sem hiuir lægri — nema ef vera skyldi bún- aðarskólarnir — virðast hafa litla hugmynd um, að þeir eru risnir upp úr gróðurmoldinni, og að tilvera þeirra er bygð á gróðri landsins, sem náttúran framleiðir úr skauti sínu. Ymislegt í skólalífinu virðist benda ótvírætt á skilningsleysi þeirra og þekkingarskort á þessum rótum, sem skólinn er vaxinn upp af. Viðstöðulaust e'r skólanemendun- um — einkum í hærri alþýðuskól- um — gefið »leyfi« á afmælisdögum merkismanna og ýmsa merkisdaga ársins, þó ekki séu helgidagar, og enn frernur, þegar nemendurnir sjálfir þurfa að stofna til átveizlu, dansskemtana eða einhverra skripa- leikja, þar sem kaffi og öldrykkja innan um sótsvartan tóbaksreyk, virð- ist vera æðsta nautnin hjá mörgum. A þetta sér einkum stað í stærri kauptúnum landsins, þar sem flestir ungir menn og efnilegir eru komn- ir saman. Hollara miklu væri það einstaklingnum, ef huga hans væri beint í þá áttina, að nota hverja tómstund, þegar tækifæri gæfist til að taka sér verkfæri í hönd, og fara út á gróðurbera landið umhverfis skólann, teiga þar hreina loftið og stinga trjáplöntu eða fræi niður í moldina, í staðin fyrir að totta vind- linga og sötra kaffi inn í veitinga- húsum, þar sem oft sézt varla handa- skil fyrir tóbaksreyk. Og svo mikla rækt, sem vér leggjum við ýmsa leiki, skemtanir og aðrar nautnir, þá megum við ekki gleyma því, að það er gróðurmoldin, og það sem hún framleiðir, sem elur manninn og nærir, og er yfir höfuð upp- spretta alls þess verðmætis, sem mað- urinn þarfnast. Henni ber því heið urinn fyrst, og heiðurinn veitist henni í skólunum, þegar skógræktardagur- inn er stofnaður í þeim. Meðan mestur hluti þjóðarinnar lifir eingöngu á náttúrugæðum lands- ins, það er að segja á því, sem nátt- úran sjálfkrafa sáir til og framleiðir úr skauti sínu, án þess að maður- inn komi þar nærri, nema að hirða ávextina, má þjóðin fara varlega i því að ala æskulýðinn upp við of miklar skemtanir og óþarfar munað- arvörur. Þegar nemendurnir eru lausir við skólana og komnir út í náttúruna og lífið umhverfis þá, kemur í ljós hjá mörgum þeirra megnasta kæru- leysi gagnvart náttúrunni, og kær- leiksleysi til hennar. Er það í sjálfu sér eðlilegt, því að þekking á hinni lifandi náttúru hafa þeir eingöngu fengið úr bókum, og af dauðum hlutum. Nemandinn þykist nota náttúruþekking sína vel, ef hann byrjar á því, að afloknu námi, að safna grösum og eggjum, drepa sak- lausa fugla og önnur vilt dýr til þess að troða út, rannsaka og flokka eftir vissum einkennum í ákveðin kerfi. Þekking á náttúrunni er góð, en hún er ekki það afl, sem á að nota til þess, að spilla jurta- og dýra- rikinu, eða yfir höfuð neinu því í náttúrunni, sem manninum er til einhverra nytja, heldur til að rækta það, ala upp og vernda, og nota síðan sér til menningar. Náttúruþekkingin hefir ekki borið þá ávexti hjá okkur íslendingum hingað til, sem æskilegt hefði verið. Meðal annars má marka það á verzl- uninni. Við hlýtum þeirri skræl- ingjaverzlun, að selja til útlanda af- urðir sem náttúran einstæð og sjálf- krafa ræktar, en kaupum aftur frá útlöndum vörutegundir sem ræktað- ar eru af mannshöndinni í útlendri gróðurmold, en sem rnætti þó, marg- ar hverjar, rækta hér með litlum kostnaði og fyrirhöfn, en með góð- um árangri. Okkur vantar að eins sanna þekking á náttúrunni og trú áfrjósemi gróðurmoldarinnar íslenzku og gróðurskilyrðin hér til þess að breyta slikri verzlunaraðferð. Osanngjarnt er ekki, að gera þá kröfu til skólanna, að þeir geri sitt til að efla sanna þekkingu á náttúr- unni hjá nemendunum, og glæða hjá þeim trúna á landið. Og til þess er skógræktardagurinn réttkjörið hjálparmeðal. Skógræktardagurinn á að koma þessu til leiðar í skólunum. Hann á að skapa nýja skoðun á landinu — nýjan hugsunarhátt — og hjálpa hvað bezt til þess að sniða nýjan búning á landið. Guðm. Daviðsson.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.