Ísafold - 13.08.1913, Page 1

Ísafold - 13.08.1913, Page 1
| Kemur út tvisvar | | í viku. Yerðarg. | i 4 kr., erlendis 5 kr. | I eða l^dollar; borg- | | ist fyrir miðjan júlí 1 | erlendis fyrirfram. \ | Lausasaia ða.eint. | ■ .................... ■ ninnimiitnmmiiiniBnniminnnmmnnnniii | Uppsögn (skrifl.) bundin við áramót, er ógild nema kom- in só til útgefanda fyrir 1. oktbr. og só kaupandi skuld- laus við blaðið. XXXX. árg, Reykjavík, rniðvikudaginn 13. ágúst 1913. 64. tölublað I O O F, Ú4819._________________________ Alþýðufól.bókagafn Templaras. 3 kl. 7—9. Augnlæknine: ökeypis i Lækjarg. 2 mvd. 2—3 Borgarstjóraskrifstofan opin virka dasa 10—3 Bæjarfógetaskrifstofan opin v. d. 10—2 og 4—7 Bæjargjaldkerinn Laugav. 11 kl. 12—3 og 5—7 Eyrna- nef- hálslækn. ók. Pósth.str. 14A fid. 2—8 Islandsbanki opinn 10—21/* og 51/*—7. K.P.U.M. Lestrar-og skrifstofa 8 árd,—10 siðd. Alm. fundir fid. og sd. 81/* slbd. Landakotskirkja. Gubsþj. 9 og 6 á helgum. Landakotsspitali f. sjúkravitj. 11—1. Landsbankinn 11-21/*, 51/*—61/*, Bankastj. 12-2 Landsbókasafn 12—3 og 5—8. Útlán 1—3. Landsbúnaðarfólagsskrifstofan opin frá 12—2 Landsfóhirðir 10—2 og 5—6. Landsskialasafnib hvern virkan dag|kl. 12—2 Landssiminn opinn daglangt (8—9) virka daga helga daga 10—12 og 4—7. Lækning ókeypis Þingh.str.23 þd.og fsd. 12—1 líáttúrugripasafnib opib l1/*—21/* á sunnud. Samábyrgð Islands 10—12 og 4—6. Stjórnarrábsskrifstofurnar opnar 10—4 dagl.* Talsími Reykjavikur Pósth.3 opinn daglangt (8—10) virka daga helga daga 10—9. Tannlækning ókeypis Pósth.str. 14B md. 11—12 Vifilstaöahælib. HeimsókLdrtlmi 12—1 Þjóbmenjasafnib opib á hverjum degi 12—2. Minningarsjóður Björns Jónssonar. Tekið móti gjöfum í skrifstofu og bókverzlun ísafoldar, pappírsverzlun- inni Björn Kristjánsson og verzlun Tóns frá Vaðnesi á Laugavegi. Nýja BI6 sýnir í kvöld og næstu kvöld: Eríend fíðindi nr. Í15. Leikmærin fagra. Lýgi skipsíjðrans. Danskur gamanleikur. Stjórnmálahorfur. Naumast hittir svo maður mann utan þings eða innan, að eigi spyrji annar: Hvað segirðu um ástandið í þinginu núna? Og hinn svarar: »Það er voðalegt! Hvaða leið er út úr þessu! Svona getur það ekki gengið*. Hvað er þá þetfa, sem ekki getur gengið ? Til þess að svara því verð- ur að rifja upp í stuttu máli stjórn- málasögu síðustu ára: Gömlu flokkarnir hafa algerlega riðlast. — Þeir voru myndaðir upp- haflega utan um sambandsmálið 1908 — og í fyrra myndaðist svo stór og mikill þingflokkur einnig utan um sambandsmálið. En eftir stjúpu- undirtektirnrr við Eyrarsund í vetur hlaut sambandsmálið að hverfa úr sögunni fyrst um sinn. Var það þá von margra manna, að þetta þing mundi friðsamt og geta með nokk- urri eindrægni unnið að lífsnauðsyn- legustu innanlandsmálum, samgöngu- málum, fjárn álum — og jafnvel hentugri stjórnarskráfbreytingu. En þetta hefir farið alimjög á ann- an veg. Þegar í þingbyrjun urðu flokkarnir 4, auk flokksleysingja og hófust þegar allmiklar deilur og árás- ir á stjórnina, sem nú situr að völd- um, af hálfu bæði gamalla heima- stjórnarmanna (Heimastjórnarflokks- ins, sem telja má Lárus H. B. for ingja fyrir) og gamalla sjálfstæðis- manna 5—6 í deildinni. Varð sú raunin á, að stjórnin bar algeran lægra hlut í ýmsum málum t. d. fyrirspurninni í lotterímálinu, skattamálunum og launamálunum. Undir venjulegum kringumstæðum hefði stjórnin að sjálfsögðu hlotið að falla eftir aðra eins ósigra hvað eftir annað. En þá kemur hitt til, að andstæð- ingar hennar í N.deild munu þannig settir, að þeir munu eigi geta orðið á annað eða meira sáttir, nægilega margir, en að finna að gerðum stjórn- arinnar, án þess þó að láta svo mjög til skarar skriða að lýsa beint van- trausti á henni. Þetta kom ljóst fram m. a. í ræðu herra Eggerts Pálssonar, formanns Heimastjórnarflokksins, í lotterífyrir- spurninni. Afstaðan í Nd. er því þessi: Meiri hlutinn í deildinni er móti stjórninni í ýmsum stórmálum, sem hún beitist fyrir, án þess þó að vera svo harður, nægilega margir, að lýsa vantrausti, og sennilega ekki um það fær að koma sér saman um eftirmann núverandi ráðherra, úr pingmanna hóp, ef hann skyldi taka þann kost að heimta lausn. Stjórnin eða núv. ráðh. er með að eins fáa eindregna fylgismenn og eig- andi jafnan á hættu, að feld verði fyrir henni áhugamál, svo sem fyrir hefir komið, eða að önnur mál, sem henni er áhugamál að feld verði, séu samþykt, svo sem vafalaust verð- ur t. d. um fánamálið, Landsb.frv. o. fl. mál. Þetta mega vissulega heita »vand- ræði á báða bóga«, eins og maður- inn sagði. Og víst er um það, að svo má þetta eigi ganga til lengdar. Ef von væri um að fá einhvern tiltækilegan mann í ráðh. sess, er hlotið gæti trausl fylgi meiri hluta alþingis — er eigi umtalsmál að stuðla bæri að því, að núv. stjórn segði af sér, af því að hún hefir óef- að minna fylgi en holt er fyrir þing- störfin öll. Efl vér verðum að játa, að slíkur maður mun ófinnanlegur i hóp ping- manna. Hugsanlegt mundi, að hægt yrði að fá í ráðherrastöðu hæfilegan mann utan þings, sem nægilegt fylgi feagi í þingi, og er oss kuhnugt um, að í því efni hafa verið til nefndir ein- staka góðir menn og gegnir, t. d. Eggert Briem skrifstofustj. o. fl. - Þessi leiðin út úr þing-»kaosinu« mun þó, því miður, að öllum lík- indum stranda á fordómum sumra þingmanna, að ganga eigi í ráðherra- vali út fyrir þingið og valdafíkn eða »hálaunagræðgi« annarra. Likindin múmu^pví mest fyrir því, að á þessu þingi sitji núv. stjórn á vonleysinu um að fá hæfilegan eftir- mann og þeirri — að vorum dómi — góðu og sjálfsögðu þingreglu að fella eigi neina stjórn fyr e^i sam- komulag er trygt um nýja stjórn. Það hafa atburðirnir 1911 brent inn í huga allra þeirra, er þá lifðu — jafnvel eftirmannsins sjálfs, sem þá varð! En ef svo fer, þá er þó að eins tjaldað til einnar nætur, þ. e. þessa þings. Sjálfsögð afleiðing þing-ástandsins yrði þá að rjúfa verður ping og láta kjósendur landsins velja ping af njju, samkvæmt þeim stefnum, sem ofan á verða í innanlandsmálum. En þingrof og nýjar kosningar — með öllu því fyrirhafnar- og kostn aðarfargi — ætti þá og að nota um leið til þess að fá bráðnauðsynlegar breytingar á stjörnarskránni, sem þorri landsmanna er sammála um, t. d. afnám þeirra konungkjörnu o. fl., sem benda má á síðar í sérstakri grein, þegar stjórnarskrármálið kemur frá nefndinni í N-deild. ísafold hefir á þessu þingi eigi verið málgagn neins sérstaks flokks i þinginu, heldur athugull áheyrandi og áhorfandi, öllum óháð, fundið að því, sem henni heflr fundist að- finsluvert, hver sem í hlut á og því mun bún halda áfram. En einkum munum vér fylgja vel eftir, að þingið, þrátt fyrir alt, gangi traustlega frá samgöngumálinu og fjármálum og eigum vér þá aðallega við það, sem miðar að því að efla hag lands-peningastofnunarinnar, sem þegar eru komin fram frv. um. Þetta eru nú tvö fjöregg, tvær lífsnauðsynjar í framsókn vorri. Ef þingið 1913 skilar þessum tveim málum að baki sér í sæmilegu horfi, þá mun þjóðin fyrirgefa því fjölda synda. En það er líka nauðsynlegt, ef þingið 1913 á eigi að hverfa inn í söguna — með litlum frægðarljóma. Viðskiftahandbók. Vilh. Priors hirðbókverzlun í Khöfn sem gefið hefir út undanfarin ár »Skandinavisk Fag-Adressebog« fyrir Danmörk, Noreg og Svíþjóð, ráð- gerir að bæta fjórða Norðurlanda- »rikinu« í þann flokk um næstu áramót og hefir fengið Jón Stefáns- son ritstjóra á Akureyri til þess að semja samskonar deild fyrir ísland og áður hefir verið í bókinni fyrir hin Norðurlöndin. Þessi bók (er heitir Nordisk Handelskalender) er mjög útbreidd um öll Norðurlönd, og er því mjög mikils virði fyrir alla íslendinga, er reka einhverja við- skiftaatvinnu, að geta átt kost á að láta skrásetja nafn sitt og auglýsa viðskiftagrein sína gegn vægu gjaldi í svo útbreiddri bók. Það er og ánægulegt til þess að vita, að þarna verður ísland sem sérstök heild, eins og hin ríkin, og vekur það vafalaust eftirtekt í viðskiftaheiminum, er má vel líka. Lögreglustjóri á Siglufirði er skipaður í sumar Eiríku’ I: i'ssoi' c.md. juris Srá Hæli. Fánamálið á alþingi. Snemma á þinginu var kosin 5 manna nefnd til að íhuga frv. það um íslenzkan sérfána, er þingmenn Reykvíkinga og G. Eggerz báru fram. Frv. komst til 2. umræðu í fyrradag og vakti þá 3—4 klst. umræðu. — Nefndin hafði klofnað, 4 í meirihl. þeir Eggert Pálsson, Einar Jónsson, Kristján Jónsson og Lárus H. Bjarna- son, en 1 í minnihl.: Skúli Thor- oddsen. Nefndarálit meirihlutans, aðalefni þess, var á þessa leið: Meirihlutinn er sammála flutnings- mönnum um það, að rétt sé að lög- leiða íslenzkan sérfána, eða fána, er blakta megi í friði innan islenzks valdsvæðis. Til hins ætlast meiri- hlutinn aftur á móti ekki, að fáninn sé siglinga- eða verzlunarfáni lands- ins, telur það bæði ókleift og óþarft. Því er nauðsynlegt, að þess sé skýrt getið í frumvarpinu, til hvernig lag- aðs fána er stofnað. Orðið »sér- fáni« er í rauninni vel fallið til að lýsa tilgangi frumvarpsins, en það má gera jafnvel með öðrum orðum, svo sem með orðinu: »heimafáni« eða: »landsfáni«. Meirihlutinn hefir eftir atvikum hallast að orðinu »lands- fáni«. Hins vegar telur meiri hlut- inn það nægja, að tilgangi frumvarps- ins sé lýst á einum stað í frumvarp- inu, og þá fremur í meginmáli þess en í fyrirsögn. Þá er meiri hluti nefndarinnar og flutningsmönnum sammála um það, að gerð fánans skifti lítt máli, en leggur þó til, að bláhvíti fáninn, sem notaður hefir verið hér á landi um nokkur ár, verði beint lögákveðinn. Er það hyggja vor, að hann hafi nú, ekki sízt upp á síðkastið, eignast þau ítök í mönnum, að hann mundi verða vinsælastur og valinn, þó að sameinuðu alþingi væri ætlað að ákveða gerð fánans. Þó viljum vér láta þess getið, að vér teljum rétt, að blái liturinn væri hafður dekkri, af því að hann er að miklum mun endingarbetri og að margra dómi fegurri. Samkvæmt framansögðu leyfum vér oss að ráða háttv. deild til að samþykkja frumvarpið á þingskjali 35 með eftirfarandi breytingum: 1. Framan af orðinu »sérfána« í fyrirsögn frumv. falli atkvæðið »sér«. 2. Meginmál frumvarpsins skiftist í 2 greinir og hljóði svo: 1. gr. Hér á landi skal vera lög- giltur landsfáni. 2. gr. Fáninn skal vera blár með hvítum krossi þvert og endilangt og nemi breidd krossálmanna x/7 hluta af breidd fánans. Bláu reitirnir nær stönginni skulu vera réttir ferhyrningar og þeir jafn- breiðir, en tvöfalt lengri þeir reit- irnir, sem fjær eru stönginni. Nefndarálit Sk. Th. er svo langt, að eigi er rúm fyrir það hér í bl. En hann telur oss, samkv. stöðulög- unum frá 1871, er telji siglingar sér- mál, hafa fullan rétt til þess að lög- gilda hjá oss siglingafána — og legg- ur þar til, að frumvarpið verði nefnt: frumvarp til laga um íslenzkan fána og 1. greinin orðist svo: ísland skal hafa sérstakan fána; ennfremur, auk tillögu um gerð fánans samskonar og meiri hlutans, að »opinberar stofn- anir noti fána þenna tvíklofinn að framan um krossálmuna, er ganga skal fram í odda, en lengd fánans sé af því óskerð«. Loks, að bætt verði við frumvarp meiri hlutans svo hljóðandi grein: »Með lögum þessum eru úr gildi numin öll þau ákvæði í íslenzkum lögum, er heimta af íslenzkum skip- um að nota annan fána«. í umræðunum deildi þá Bjarna og Skúla annarsvegar, en Lárus H. Bjarna- son hinsvegar á um það, hvort alþingi bæri réttur til að löggilda hér sigl- ingafána. Því héldu Bjarni og Skúli fram, en Lárus hinu gagnstæða. Ráðherra snerist alveg öndverður gegn allri fánalöggilding — og bar fyrir fyrst og fremst, að slíkt frum- varp sem þetta væri bein kurteisis- skylda að bera undir konung, áður en til þingsins kasta kæmi. Að loknum umræðum var fána- frumvarpi meiri hl. vísað til 3. umr. með 18 atkv. gegn 7 (Benedikt, Vog- Bjarni, Hafstein, Magn. Kr., M. Ól. Sig. Sig. og Skúli). Með meiri hluta létu þeir Jóh. Jóh., og Þorl. telja sig, en hreint já sögðu: EggertP., Jón sagnfr., B. Kr., Einar J., G. Egg., H. St., Jón M„ J. Ól., Kr. Dan., Kr. J., L. H. B., Ól. Br., Pétur, Stef. Stef., Tryggvi og Valtýr. Isafold lét það í ljós, þegar fána- frumvarpið kom fyrst fram, að hún væri óánægð með orðið íérfáni í frumvarpinu og vildi láta skella fyrsta atkvæðið framan af. Þetta hefir verið gert, en svo sett í staðinn landsíim. Vér fáum með engu móti séð hvers- vegna endilega þarf að vera að smella nokkuru atkvæði fyrir framan orðið fáni. Því má eigi orða greinina svo, að hér á landi skuli löggiltur íslenzkur fáni og þar með búið? Þá er með frumvarpinu sagt, að fáninn sé löggiltur svo langt sem valdsvið alþingis nær. Skyldu svo síðar meir rísa deilur um — hve langt það vald nái — má finna leið til að skera úr því. Vér fáum eigi betur séð en að um þá orðun frumvarpsins ættu hvorttveggju að geta fylkt sér, þeir sem telja oss eiga minni og meiri réttinn. Þessi orðun er og í samræmi við tillögu þá, sem samþykt var á þing- málafundi Reykvíkinga í vor þ. 21. júní — en nún hljóðaði svo: »Fundurinn skorar á þingmenn bæjarins að stuðla að því, að íslenzk- ur fáni verði löggiltur þegar á næsta þingi«. Islenzkur fáni — án nokkurs for- merkis, — hann er það, sem þingið á að samþykkja. --------♦>:<••-------- Heinrich Erkes landkönnuður frá Köln, einn helzti maðurinn í Islandsvinafélaginu, hefir í sumar ferðast um Ódáðahraun og víðar í óbygðum, m. a. til þess að rannsaka upptök Þjórsár. Fylgdar- maður hans var Sigurður Sumar- liðason.

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.