Ísafold - 13.08.1913, Blaðsíða 2

Ísafold - 13.08.1913, Blaðsíða 2
252 ISAFOLD Reykjavíkur-höfn. Hin fyrirhugaða stórborg við Skerjaf. Reykjavíkur-höfn (Port Reykjavík). — það nafn á að velja hinni nýju borg, sem ætlast er til, að myndist kringum hafnarmannvirki þau, sem verið er nú að byrja á við Skerja- flörð. Félagið, sem stendur að baki hinni fyrirhuguðu nýju borg heitir The Harbours and Piers Association Ltd. (Hafnar og byggingarfélagið Ltd.). í stjórn þess eru Frederick Hinde málfærslumaður í Lundúnum, forseti, James Scott hæstaréttarmálaflutnings- maður í Edinborg og Einar Bene- diktsson f. sýslumaður. Fyrsti aðalfundur þessa félags var haldinn í Lundúnum x8. júní 1913 og hefir ísafold átt kost á að sjáfundar- gerðina og með því, að félagsskapur þessi er þann veg fyrirhugaður, að talsvert kemur við haqsmuni Reykja- vikur oc’ raunar alls landsins birtum vér hér til fróðleiks og athugunar aðalkaflann úr skýrslu forsetans á þessum fundi. Hann hljóðar svo i lauslegri þýðingu: »A íslandi, sem liggur 3 eða 4 daga siglingu frá Stóra-Bretlandi, virðist vera mjög vænlegur og jafnframt ósnertur akur til þess að beita brezku auðmagni. Eins og þér vitið, erum vér nú að framkvæma hafnargerð við höf- borgina þar og tilfallandi umbætur. Landið er um það bil 8000 (ensk- um) fermílum stærra en írland. Byggir það myndarlegur og vel mentaður þjóðflokkur og loftslag er þar heilnæmt. Þó, að því er snert- ir nýtízku framkvæmdir, er það nú fyrst að vakna af nokkurra alda svefni. í Reykjavík, höfuðbænum, eru um 13000 íbúar, og í nánd við hana liggja eignir félagsins. Sem stendur er samt engin járn- braut á íslandi (þótt nú sé í ráði að leggja eina) og þangað til fyrir 30 árum voru þar eiginlega engir vegir. Mátti heita, að til innanlands sam- gangna væru eingöngu notaðir hinir velþektu íslenzku hestar, sem að eins þurfa ruddar götur. Þó eru það margar nútímans um- bætur, sem þegar hafa rutt sér til rúms á íslandi. T. d. er talsími mjög almennur; mörg hin smærri þorp eru á þann hátt tengd við höfuðborgina og simgjöld eru lág. Ferðamannastraumur til íslands er sífelt að aukast. Innan einnar tii tveggja dagleiða frá Reykjavík eru nokkrar af hinum beztu lax- og silungsám í Evrópu, og hin heillandi náttúra landsins og yndislega sumar-loftslag hafa það að dráttarafl, sem aldrei bregzt. Megin-atvinnugrein til sveita á íslandi er fjárrækt og kynstur af ull og sauðakjöti er flutt út. Umhverfis strendurnar eru auk þess geysimiklar fiskiveiðar. Það er talið að árið 1907 hafi 6,600,000 þorskar verið fluttir á land á íslandi og þorskalýsisbræðsla ein út af fyrir sig virðist afar álitleg. Auk þess er svo mikið af síld, að i staðinn fyrir að hún sé notuð til manneldis, eru heilir skipsfarmar af fiski þessum að eins settir undir pressu, til þess að ná úr þeim lýsi, og siðan malaðir niður og seldir til áburðar. Það er enginn efi á því að brýn nauðsyn er fyrir höfn í nánd við Reykjavik og það er álit vort, að landeign félagsins sé á einkar hent- ugum stað til þeirra hluta. Eignin liggur við sjálfgerða höfn eða fjörð og hefir þegar, með lögurn frá alþingi, verið viðurkend sem höfn; er það mjög mikilsvert, þar sem oss hefir verið bent á það, að engu skipi, sem kemur frá útlöndum, sé leyft að lenda neinstaðar fyr en það hefir komið inn á löggilda höfn, til þess að fullnægja heilbrigðis-yfirvöldum. Reykjavík liggur á mjóu nesi suð- vestan-vert á íslandi og hinar eldri byggingar eru á norðurjaðri borgar- innar, þar sem skip verða að liggja óvarin og halda gufu. Vort land er hér um bil 2 mílum (enskum) frá hinni núverandi bygð Reykjavíkur, þvert yfir nesið og á þá hlið, sem næst er Stóra-Bretlandi og meginlandinu. Það má teljast næstum áreiðanlegt að þetta land verður að lokurn inn- limað í borgina, ef til vill meðan alþingi það situr, sem kemur saman í næsta mánuði, því frv. kvað þeg- ar vera samið um að færa út landa- merki borgarinnar, svo að þau inni- lyki það. Það liggur, eins og þér munuð sjá, þeim megin á nesinu sem í vari er, eða á suðurjaðri þess (við fjörð- inn), sem er enn þá betur lagaður (bæði fyrir rekstur fiskiveiða og ann- að) heldur en norðurströndin, þar sem verið er að koma upp bygðu hafnarkríli með ærnum kostnaði. Hammer liðsforingi í danska flot- anum hefir látið í ijósi mjög glæsi- lega skoðun sína um eign félagsins, og álit hans, sem um tíma hefir veitt strandgæzlunni þar forstöðu, er ef til vill meira virði en nokkurs annars. Félagið hefir gert samninga um kaup á fasteigninni, 8,000,000 fer- fetutn lands við höfnina, fyrir 6050 pd. sterl. alls. Þar af eiga þó að !eins 3SS° pd. sterl. að greiðast í peningum, en 2500 pd. sterl. í hluta- bréfum. Peningagjaldið á að greið- ast með afborgunum: 875 pd. sterl. i. júlí 1913, 875 pd. sterl. 1. okt. 1913, 875 pd. sterl. 31. desbr. 1913 °g 92 S pd. sterl. x. april 1914. í samningnum er það auka-ákvæði, a ð ef félagið samþykkir, innan s ára frá 1. júlí 1913 að telja, að selja eignina, og ef eignir félagsins við slíka sölu fara fram úr ferfaldri hluta- fjárhæðinni, skal félagið greiða sel- jendunum fjárhæð, sem nemi helm- ingnum af þeim aflögum, og a ð ef eignin er ekki seld aftur, megi sel- jendurnir kaupa það fyrir peninga- greiðslu, er nemi ferföldum höfuð- stól félagsins, borgaða út í hönd eða kvittaða sem borgaða. Seljendurnir gera ráð fyrir að eign- in muni að minsta kosti ferfaldast í verði innan s ára og þeir slökuðu mjög til um söluverðið, þegar vér samþyktum þessa grein, þó að þeir vinni ekkert við hana nema vér fá- um meira en 3Oo°/0 ágóða af höfuð- stól vorum innan 5 ára. Það hefir verið áætlað, að undir eins þegar höfnin hefir verið gerð, muni landið hækka í verði um 6 d á ferfet. Ef þær vonir rætast, mundi einsömul verðhækkunin á landi fé- lagsins nema 200.000 pd. sterl. fjár- hæð. Skyldi svo fara mundi verða nauðsynlegt að mynda stærra félag til þess að ávaxta eign félagsins, þvi það er varla til oj mikils vœnzt að hin qamaldagslega Reykjavíkurborg, svo óhaganlega sem hún er sett á norð- urströnd nessins, mundi poka jyrir hinni nýju borg, sem með góðu trausti er búist við, að vaxa muni upp á suður- jaðrinum, óg sem ráðgert er að kalla Reykjavíkurhöfn1). Þegar myndað yrði slíkt nýtt fé- lag, mundu án efa verða gerðar ráð- stafanir til þess að þér, hluthafarnir í Hafna- og bryggjufélaginu, ltd., skylduð, auk hluta í nýja félaginu, fá mjög verulegan ágóða (bonus) i reiðufé* .... ‘) Letnrbreyting bl. Gunnar Gunnarssoii skáldsagnarhöfundur kom hingað á Botníu síðast ásamt konu sinni og dvelst hann hér um hríð. .Jóhann Jóhannesson kaupm. er væntanlegur heim núna í mánaðarlokin úr hinni löngu kynn- isför sinni vestur um haf og víðs- vegar um Norðurálfuna. Bæjarfógeti á Akureyri og sýslumaður í Eyja- firði er Júlíus Havsteen cand. juris settur fyrst um sinn. ísland erlendis. Um fánatökuna og fánamálið i heild sinni hefir Knud Berlin ritað í blaðið Köbenhavn nýlega — eins og vant er með öll sín spjót úti til þess að reyna að traðka öllum rétti vorum, en Holger Wiehe í annað blað af miklu meiri skilningi og góð- girni. Telur hann Rothe höfuðs- mann hafa farið óhyggilega að og alt málið mjög leitt. Fjárhagur Islands og bannlögin. í hagfræðistímariti Dana »National- ökonomisk Tidskriftc birtist nýlega grein um fjárhag íslands. Er fyrst rakið allítarlega fjárlagafrumvarp stjórnarinnar, og síðan kemur á eft- ir svofeld athugasemd: »Yfirleitt virðist, eftir lögunum að dæma, Jjárhagur landssjóðs sérlega viðunandi og jjárrneðjerð hins op- inbera góð. Hinar langvinnu bolla- leggingar um nýja tekjustofna í stað áfengistollsins hafa að vísu leitt af sér miður heppilega skatta, en á hinn bóginn virðist hafa verið alt of mikið gert úr skaðlegum áhrifum aðflutningsbannsins á fjárhag lands- ins. Hversu mikið sem ella kynni mega finna að aðflutningsbanninu, þá virðist sú mótbáran hafa lítið við að styðjast, að aðflutningsbann, sem þvingar þjóðina til að spara mikið við sig af munaðarvöru, geri útveg- un nýrra tekjustofna erfiða*. i. C. Poestion og Island. Meðal hinna ótalrnörgu greina um þenna höfund úr þýzkum blöðum og tíma- ritum út af sextugs afmæli hans, er vér áður höfum lauslega á minst, er ein all-eftirtektarverð í »Neue Ham- burger Zeitung«. Þar er beint tekið fram, að til hinnar eljusömu starf- semi Poestions, um fleiri áratugi, í því að opna augu Þjóðverja fyrir íslandisem bókmenta- og ferðamanna- landi, megi rekja drögin til þess að » Hamborgar-Ameríkulinan « færðist fyrst i fang að senda skemliskip til íslands i stórum stíl.' Hann hafi gert Hamborgarmönnum sérstaklega Islands hugmyndina handgenga og eigi það sinn hlut i þeim verklega árangri. Um »Eislandbluthen« segir í sömu grein: »Þessi einkennilega bók auðgar ljóðagerð vora frá form- legri hlið, að því er bragháttu og kveðandi snertir, og hefir að því leyti ekki orðið án áhrifa á lýriskan kveðskap nú á síðustu timum«. »Bilder aus lsland« heitir ritgerð í þýzka tímaritinu »Leuchtturm« (Fries) eftir landa vorn síra Jón Sveinsson. Greinin er, sem vænta mátti, sérlega hugnæm og vel rituð, sérstaklega er lýsingin á sér einkenn- um íslenzks skáldskapar frumlega skarpleg og bygð á djúpum skiln- ingi. Þórarinn Tulinius stórkaupm. hefir nýlega ritað mjög eftirtektarverða grein um verzlun íslands og Dan- merkur í Berlingske Tidende. Aðal- niðurstaða hans sú, að Danmörk græði 28/4 miljón árlega á verzlun- inni við ísland. Grein Tuliníusar birtist í heild sinni í þessu blaði. f Ólafur Arinbjarnai’Hon verzlunarstjóri við Brydesverzlun í Vestmanneyjum varð bráðkvaddur 5. þ. mán. Hann var maður á bezta aldri og sagður valmenni. Merkur gestur. Hingað kom á Botníu síðast merk- ur gestur frá New-York til þess að kynna sér islenzk efni. Það er Carl Lorentzen prófessor í vélafræði við háskólann í New-York. Hann er danskur að ætt, en hefir dvalist mestan aldur sinn utan Dán- merkur, fyrst i Bretlandi og Frakk- landi og loks siðustu 12 árin í New- York. Prófessor Lorentzen hefir unnið mikið að þvi vestan hafs að auka samband og samúð milli Vestur- Skandinava og Norðurlanda m. a. verið aðalhvatamaður þess, að Norð- urlanda prófessorar og amerískir prófessorar hafa skifzt á að heim- sækja háskólana vestra og á Norð- urlöndnm. Hingað er hann kominn í því skyni m. a. að kynna sér, og, ef honum lizt svo á, vinna að þvi að fá íslend- inga með inn í menningarstrauma- hringiðuna milli Ameríkumanna og Norðurlandabúa. Lorentzen prófessor kemur mjög vel fyrir sjónir og er hinn ljúfasti i viðkynningu, en dugnaðar-svipurinn jafnframt ótviræður. Hann gerir ráð fyrir að dvelja hér að þessu sinni til þess 19. ág. Isa- Jold vonar að hún geti frætt lesend- ur sína meira um það innan skamms, hvernig hr. L. lízt hér á sig og hvað hann ætlar fyrir sér um islenzk efni. Ríkarður Jónsson. Allir muna eftir haglega útskorna speglinum hans Ríkarðs, sveins-verki hans hjá Stefáni Eirikssyni fyrir 4 —5 árum. Siðan hefir Ríkarður verið erlendis við listanám. Nú er hann staddur hér í bæ i sumar og gengur fram af öllum fyrir listgáfu sína. Hann hefir teiknað margar andlitsmyndir, sem heita má snildarbragur á, hann hefir mótað brjóstmyndir af Stgr. Thorsteinsson og frú Þóru Melsteð hverja annari betri; hann hefir sýnt það yfirleitt, að hann er efni í veru- legan listamann. En hann er efnalítill og hefir sótt um styrk til alþingis til að ljúka námi. Þingmenn hafa nú daglega fyrir augum listverk hans á lestrarsal al- þingis, og með riéttu, hugsa þeir sig eigi lengi um að ljúka á þau mesta lofsorði. — En þá ættu þeir eigi heldur að hugsa sig um, þegar til atkvæða kemur styrkbeiðni Ríkarðs, að skera hana eigi við nögl sér. Jarðarför síra Arnórs Þorlákssonar fór fram laugardaginn 9. þ. m. við mikið fjöl- menni utan og innansóknarmanna. Húskveðju flutti síra Tryggvi Þór- hallsson, í kirkju talaði prófastur, en biskup við gröfina. Samkvæmt ósk hans var hann jarðsunginn að Hvanneyri hjá konu sinni Guðrúnu. Eros, skipið sem sprakk og sökk á Mjóa- firði um daginn er nú komið til Seyðisfjarðar — fyrir fulltingi björg- unarskipsins Geir. í skipið voru komin 1000 skpd. af fiski og verður hann seldur við uppboð á Seyðisfirði þ. 15. þ. m. Ýinsar greinar og fréttir biða næsta blaðs vegna þrengsla. Frá alþingi. Fjórlaganefndarálitið er nú komið fram. Kveðst nefndin hafa átt 30 fundi um fr.v. og hefir hún gert talsverðar breytingar á stjórn- arfrv. — Hinar helztu eru þessar: Við tekjuliði: Aukatekjur hækk- aðar um 3000 kr., tóbakstollur um 5000 kr., kaffi- og sykurtollur um 5000 kr., árgjald af verzlun og veit- ingum áfengis 2000 kr. f. árið og vörutollurinn upp i 300,000 kr. Öll tekjuhækkun nefndarinnar nemur 12& þús. kr. bæði árin. Gjöldin: Styrkurinn til eftirlits úr landi með fiskiveiðum útlendinga i landhelgi er hækkaður upp í 3000 kr. árlega; Sæm. Bjarnhéðinssyni spítalalækni vill nefndin veita 300 kr. persónulega launaviðbót; styrk- urinn til Vifilsstaðahælisins hækkað- ur um 3000 kr. (til þess að kaupa Röntgens-áhöld); til pósthúsbygging- ar leggur nefndin til 30,000 kr. fjár- veitingar f. á., með því að sett muni inn i fjáraukalög í E.deild 3 5000 kr. fjárveiting í þessu skyni á þessu ári. Laun landsverkfræðings hækkuð upp í 3600 kr. og Jóni Þorl. vill meiri hl. þar að auki veita 400 kr. per- sónulega launaviðbót. Auk tillagna stjórnarinnar um flutningabrautir vili nefndin bæta við 20,000 kr. til Eyja- fjarðar- og Grímsness-brauta. í stað brúar á Eyjafjarðará, sem stjórnin leggur til að veita 70000 kr. á ári, leggur nefndin til að þetta fé verði veitt til brúar á Jökulsá á Sólheima- sandi; til brúar á Langadalsá í N.- ísafj.sýslu vill nefndin veita 8000 kr. Fjárveitingum til þjóðvega vill nefnd- in skifta þannig: Til þjóðvegar frá Eskifirði að flutningabrautinni í Fagra- dal 6000 kr., til vegar yfir Hróars- tungu frá Lagarfljótsbrú 10,000 kr., til vegar frá Akureyri til Bægisár 5000 kr., til Langadalsvegar í Húna- vatnssýslu 5000 kr. Landssjóðsfram- lag til sýsluvegarins frá Hafnarfirði til Keflavíkur vill nefndin láta vera 5600 kr. — SamgÖngumálafjárveit- ingum er frestað til 3. umr, eftir samkomulagi viðsamgöngumálanefnd, Simastarfsmönnunum Paul Smith og Gísla J. Ólafssyni vill nefndin veita 200 kr. launaviðbót. Til aðgerðar á dómkirkjunni, nauðsynlegri mjög, að dómi Rögnvalds Ólafssonar, vill nefndin veita 20,000 kr. f. á. Til starfrækslu Röntgenáhalda vill nefnd- in veita 1000 kr. Kennurum menta* skólans vill nefndin veita launavið- bætur þær, er hér greinir: til yfir- kennara 200 kr., til 1. og 2. adj. 200 kr., til 3. 4. og 5. aðj. 400 kr. viðbót. Sérstök söngkennaralaun eru lögð til 600 kr., og loks lagt til, að bæta 2 föstum aukakennurum við skólann: Böðvari Kristjánssyni og Jóni Ólafssyni, með 2000 kr. laun. Þorkeli Þorkelssyni gagnfræðaskóla- kennara á Akureyri vill n. veita 200 kr. launaviðbót, en til aðgerðar skóla- hússins á Akureyri 8000 kr. f. árið. Jónasi frá Hriflu er lagt til að veita 400 kr. launaviðbót og Jóni Þórar- inssyni fræðslumálastjóra 600 kr. 1. viðbót, í stað 1000, sem stjórnin hafði lagt til. Birni Jakobssyni leik- fimiskennara vill nefndin veita 4S0 kr. styrk árlega til leikfimiskenslu. Jóni Ólafssyni leggur nefndin til að veita 3000 kr. styrk árlega til orða- bókarsamningar, en hann skuldbind- ur sig jafnframt til að hafa eigi önn- ur störf á hendi. Skáldastyrknum vill fjárlaganefndin breyta þann veg, að í stað hinna ár- legu bitlinga verði skáldunum nú veittur ríflegur styrkur fyrra árið, en

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.